Lögberg - 30.01.1919, Síða 6

Lögberg - 30.01.1919, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JANÚAR 1919 IV. Stund. lðjusemi og starfsemi. 1. Speki skaparans vildi ekiki að maðurinn eyddi ;efi sinni í iðjuleysi, eins og óviti. 2. Hann ætlaðist til að maðurinn væri sinn eigin lukkusmiður; >ess vegna gaf hann lionum frjálsræði til að gjöra 'það sein honurn geðjaðist hezt, og skynsemi til að 'þekkja og velja hið góða. 3. Hann þrýsti honum með hinu iharða lög- máli neyðarinnar, til að forðast iðjuleysi og hag- nýta þær sálargáfur, sem honum voru veittar til að hæta kjör sín. 4. Dýrunum á mörkinni gaf hann loðna feldi til skjóls, fuglana lijúpaði hann í fiðurtiami, svo þeim væri borgið í hverju veðri, en manninn skap- aði hann beran og nakinn. '5. Dýrin útbjó hann frá fæðingu með verj- irm, svo þau gætu varið sig fyrir óvinum sínum; veitti liann sumum framúrskarandi afl, suraum ó- venjulegan fráleika; en maðurinn hafði af náttúr- nnni alls ekkert, er 'hann gæti beitt á móti hornum nautsins, klóm ijónsins, afli tígrisdýrsins, tönn- um höggorm'sins. 6. Hann gaf honum vit og skynsemi. Hann átti sjálfur að finna upp á verjum sínum, sjálfur að /sjá sér fvrir öllu. 7. Hann þrýsti Jionum til að hagnýta öfl andans, svo að hann gæti ráðið yfir öllum dýrum, gæti unnið fvrir fæðu sinni með því að yrkja jörð- ina, sjálfur bygt sér hús til að búa í, þorpo g víg- girtar borgir, og hugsað um heilsusamleg lög til að tryggja frið í félagslífinu. 8. Gættu þess þá: slkaparinn gaf þér ekki krafta þína til einkis. Ef þú hirðir ebki um að hagnýta þá, ef þú ert skeytingarlaus um að verja því pundi, sem þér var trúað fyrir, þá stevpir þú sjálfum íþér í glötun. 9. Æskuinaður! fyrir fáum árum varstu barn; innan fárra ára gjörist þú gamall og grár af hærum. 10. Flýttu þér að nota tímann, því hann stendur ekki við! Brúkaðu 'hann ávalt til þarflegr- ar iðju; þá lifir þú til meira gagns á einu ári, en tinn hugsunarlausi letingi á hálfri öld. Það heit- ir ekki að þú iliafir Oifað nema að því leyti sem þú hefir starfað. 11. Að vinna með þeirn kröftum, sem þér voru veittir, er í sjálfu sér einhver hin mesta á- nægja. Iðjuleysi og súfeld hvíld er hegning og kvalræði, leti er sannur sjúkleiki líkama eða sálar. 12. Ekkert annað en þarfleg starfsemi getur gjört ]vig að nokkru ágætan í mannlegu félagi. Guð og menn munu dæma svo, og sjálfur hlýtur þú að staðfesta dóminn. Iðjuleysi leiðir óumflýjan- lega til fvrirlitningar fyrir sjálfum sér. 13. Jaifnvel hinar skynlausu-skepnur hafa á- nægju af að æfa krafta sína; barninu er skemt, þegar það getur lxlaupið með fjöri, og hefir sem mest til að lei’ka sér að. * 14. En dáttu þér ekki nægja að hafa oitthvað fyrir stafni; starfsemi þín á ætíð að miða sjálfum þér eða öðrum til gagns. 15. Reglusemi getur miikið stoðað þig í starf serni þinni, því án hennar getur hún snúist upp í eljulaust annríki, sem engin ánægja né blessun fylgir. 16. Gjörir þú gott, en ekki á réttum tíma, og gagn en ekki á réttum stað, þá sáir þú að sönnu, en það fræ fellur í ófrósama jörð. 17. Gaktu að störfum þínum með fúsum vilja og kappi, og ljúktu þeim af með gleði og á- nægju. Alíttu aldrei stöðu þína lítifjörlega; slfk sérvnzka er orsök til óendanlegs tjóns og armæðu. 18. Vertu viss um að það, sem í raun og veru gagnar sjálfum þér og öðrum, það þroskast þó seint sé, þá samt áreiðanlega, svo framarlega sem þú ekki leggur árar í bát, heldur starfar að því með elju og kappi. 19. Fresta aldrei áformi þínu, að taka til starfa og bvrja á hlutunum; legðu strax hönd á verkið; því að það er betra að margt fari miður, en að alt falli niður. 20. Sá, sem eitthvað liefist að, á þó nokkuð gott skilið, hinn ekki neitt, sem ekkert gjörir. Sæll ertu, ef þú í ellinni getur litið yfir uppbvggilegt Mf! 21. En ekki skaltu samt vænta alls af sjálfum þér; eigðu ekki æfinlega undir kröftum þínum. Helztu atburðir æfi þinnar spretta oft af atvikum, sem þú hafði sízt gjört ráð fyrir, og oft hefir það, sem iþú hefir unnið að mestu fyriúhöfn, fært þér lítinn árangur. 22. Þú hefir á þínu valdi vilja þinn, vits- muni og krafta, en guð alls’herjar ræður kringum- stæðunum; með iþeim stjórnar hann mönnum, blessar athafnir þeirra eða ónýtir þær. 23. Ef þú vilt verða þinn eiginn lukkusmið- ur, þá hugsaðu ekki um hvað af athöfnum þínum Jeiðir, en hugsaðu um hitt, að þær séu góðar og vandaðar. 24. Viljann til hins góða hefir þú á þínu ‘ valdi; hamingjan til þess kemur frá hæðum. 25. Láttu þér ant um að efla almennings heill án þess að ætlast til umbunar fyrir það; þú skalt meta alþýðugagn meira en þitt eigið; kauptu þegar svo ber undir, allra heill með þínu eigin tjóni og hættu. 26. Hafi drottinn blessað þig með auðlegð, 'þá farðu og gjörðu marga af samiþegnum þínum, sem fátækari eru en þú, hluttakandi í þeirri bless- un með gagnlegum fyrirtækjum. 27. Bíddu ekki eftir tækifærinu, heldur leit- aðu jjess sjálfur, svo að þú getir verið félaginu eða ættjörðu þinni til gðgns og nota, heiðurs og sóma. 28. Þá deyr þú á síðan með þeirri meðvitund sem svkrar biturleik dauðans: Eg Ihefi ebki lif- að til einkis, verk mín tala máli mínu. V. Stund. Áhyggja fyrir hinu ókomna. 1. Ber ekki drottinn umhyggju fyrir öllum sköpuðum hlutum ? Elur hann ekki önn fyrir f'uglunum í loftinu ? Bíddu með þolinmæði og von- aðu með trúnaðartrausti og glataðu ekki glöðum huga; hann lhjálpar þér til að stríða unz þér koma úrræði. 2. Að kvíða of mikið fyrir ókomnu böli og andstreymi er vottur um veika sál. 3. Sterkar sálir hafa líka áhyggjur, en þeim eru þær hvöt til forsjálni og öruggrar viðleitni að' bjarga sér. 4. Mannsfcræfan lætur hugfallast og týnir Jífinu í iðukasti ógæfunnar, því fyrir ofboðinu og óttanum, sem yfir hann kemur, sér hann ekki hjálparmeðulin, sem fyrir hendi eru. 5. Ahyggjan í sjálfu sér er heilsusamleg, því hún gjörir mann gætinn og alvörugefinn. 6. An hennar mundir þú lifa hvern daginn eftir anrian greindarlaust eins og skepna, og hugs- aðir ekki neitt um hið ókomna. 7. í æskunni mundir þú af gjátífi gleyma ellidögunum; þú mundir ekki hirða um að sá út því frækorni, sem gæti ávaxtast og veitt þér brauð; með hugsunarleysi um kjör barna- þinna inundir þú svifta þau meðulunum til sómasamlegs framfæris. 8. Það er áhyggjan, sem setur þér betur fyr- ir sjónir bresti þína og breiskleika, en bezti vinur þinn, því hún vekur þér kvíða fyrir afleiðingunum af öllu því, sem þú gjörir gálausJega og í geðshrær- ingu. ( 9. Sá maður, sem hættur er að hræðast nokkuð, af því hann sikeytir ekki um hvað rétt er eða rangt, er eins illa farinn og sá, sem bviinn er að sleppa allri von. 10. Von og ótti eru leiðtogar dauðlegra manna af villustigum lífsins til musteris dygðar- innar og varanlegrar farsældar. 11. En ekki skaltu vera of fljótur til að sleppa þér við áhyggjuna. Hún festist þá við þig og verður eitur í lífi þínu. ___ 12. Vittu: þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Hugsaðu um hjálp forsjónarinnar og minstu þess, að hún veitti þér ávalt lið, þó þú hugs- aðir að engin úrræði væru framar til. 13. Blíðvo n um bót á raunum huggar liinn ráðvanda, svo hann er glaður í anda og syngur sálma mitt í neyðinni. Hann syngur lof og dýrð skapara sínum mitt í þeim reynslu-eldi, sem guð bjó honum, og brosir að loganum, áem ekki getur brent hann. 14. Með grátnum augum horfir fátæklingur- inn fram á hinn ískyggilega tíma, sem í hönd fer; hans sorgmadda sál stynur undir mörgum á- hyggjnm. 15. Hún þráir rósemi; hún vildi svo fegin mega njóta þess hjartans friðar, sem ráðvendni og trúmenska, þarfleg iðjusemi og ástúðleg sambúð er annars vön að veita. 16. En tíminn framundan honum líkist næt- urmyrikri. Hann litast um eftir ljósglætu í þeirri von að sjá einhverja, en sér enga. 17. Hann hugsar ekki eftir auð og allsnægt- um, iheldur að geta lifað án þungrar áhyggju fyrir daglegu brauði, og horft fram á./það kvíðalaust að geta framfært konu og börri. 18. Óhuggandi út af vandræðum sínum veit hann ekki hvar hann á helzt hjálpar að leita. Sjálf- ur getur liann ekki séð sér borgið, og öðrum er ekki svo kunnugt um kjör hans og kringumstæður, að þeir geti nokkuð úr ráðið fyrir hann. 19. láf hans er líkast næturmyrkri, er tungl _ gengur undir. 20. Þá réttir huggunarengill honum sína mjúku hönd, kveikir ljós í myrkrinu og tendrar aftur hinn sloknaða vonarneista; — og það er trúin. 21. 1 dimmu hrygðarinnar heyrir hann henn- ar helgu rödd eins og álengdar. Hún fyllir hjarta hans huggun og styrkleika, sem hann skilur varla sjálfur í, svo sála hans lvftir sér upp með nýju fjöri og lífi. 22. Ó, sæt er sú huggun, sem t'rúin veitir, heilnæm sú lækning, sem trúarbrögðin láta í té í lífsins áhyggjum! Blæðandi sárin gróa saman, grátandi auguri þerrast og allar sorgir sefast. 23. Já, guð yfirgefur þig ekki, þó mennirnir gjöri það, himninum sést ekki yfir‘þig, þó jörðin sjái þig ekki. 24. Þú stendur uppi einn þér, en þó ekki einmana; þú tjáðir engum frá þínum heimulegu á- hyggjum, og þó er sá einn, sem þekkir þær. 25. Enginn maður hefir séð þau tár, sem þú feldir í næturkyrðinni, enginn heyrt þau andvörp, sem þú stundir uj>p vegna ástands þíns; og ]>ó var höfð tala á tárum þínum, og andvörp þín skrifuð upp. 26. Hann, sem að undanförnu hefir reynst þér hin óvinnanlega borgin, mun einnig reynast þér það framvegis. 27. Fiðrildið lá leugi í hýðinu, en sá kom tíminn, að það fékk að fagna tilveru sinni og lífi; það breiddi út vængina og flaug í loft upp. Malarinn við ána Dec Það var einu sinni fyrir mörgum árum síðan, að við ána Dec á Englandi bjó malari nokkur. Ilan átti kornmylnu, sem stóð við ána, þar sem hann malaði korn bæði fvrir sjálfan sig og aðra, og var önnum kafinn við það verk sitt frá morgni til kvölds. Þessi malari var sagður að vera á- nægðasti maðurinn á öllu Englandi á sinni tíð. Frá því fyrst á morgnana og þar til seint á kvöld- in var hann svngjandi við vinu sína. Hann var glaður og hlýr í viðmóti við alla, sem nokkuð höfðu saman við hann að sælda; og til þeirra, sem með honum voru, breiddi gleðin sig út, — það var altaf ánægja og gleði í för með malaranum. Smátt og smátt fór þessi orðstýr malarans að berast út um landið, og að síðustu kom frétt þessi konunginum til eyrna. “Eg ætla að fara sjálfur og tala við þenna einkennilega malara,” mælti konungurinn. “Má- ske að hann geti gefið mér bendingar um það, hvernig að eg sjálfur geti eignast þessa lífs- ánægju.” Svo tók hann sér ferð á hendur til malarans. Og þegar að hann kom að mylnunni og staðnæmd- ist við dyrnar, lieyrði hann þann, sem var þar við vinnu, sjmgja: “Eg ékkert framar þrái, og á alt sem eg hef, og engan mann eg ö/funda, og enginn heldur mig.” “Þar sfcjátlast þér, vinur minn,” mælti kon- ungurinn. “Skjátlast herfilega. Eg öfunda þig, og feginn vildi eg skifta við þig, ef að eg með því gæti eignast tífsgleði þína. ’ ’ Malarinn brosti, hneigði sig fyrir konungin- um og mælti: “Það er óhugsandi, herra, að við skiftum um stöður.” “Segðu mér,” mælti konungurinn, “hvað það er sem gjörir þér lífið svo létt í öllu þessu ryki, þar sem að eg, sem er konungur, lít aldrei glaðan dag?” Malarinn brosti aftur og sagði: “Eg veit ekki, herra, af hverju þú ert lirygg- ur. En mér er ljúft að segja þér af hverju lífs- gleði mín er sprottin. Eg vinn fyrir mínu dag- lega brauði; eg á konu og börn, sem eg elska; mér þykir vænt um vini mína og þeim um mig, og eg skulda engum manni. Hví skyldi eg ekki vera glaður? Þarna sérðú ána Dec; hún snýr mylnu- hjólinu á liverjum degi, og í mylnunni mala eg komið handa mér ogmínum. ’ ’ “Segðu ekki meira,” mælti konungurinn. “Njóttu heill gleðinnar af verkum þínum. En samt öfunda eg þig. Rykuga húfan, sem þú berð á höfðinu, er meira virði heldur en gullkórónan mín. Og mylnan þín er þér meira virði heldur en alt 'bonungsríkið mér. Ef að margir menn væru eius innrættir og þú, þá væri heimurinn ólíkur því, sem hann er. Vertu sæll, vinur.” Og konungurinn sneri sér við og gekk í burtu frá mylnunni í þungum hugsunum. En malarinn tók aftur til verks og söng: “Við ána Dec eg ánægður bý, og ekikert byrgir hamingju mína ský.” Hindberjarunnurinn. Á þeim tímum, sem drottinn gekk um á meðal mannanna, kom hann ein sinni á bóndabæ einn. Á bænum bjó rífcur lændi. Hann átti ákaflega stóran garð, sem náði að ofurlitlum garði, sem fá- tækur hjáleigubóndi átti. Garður ríka bóndans var alsettur ávaxtatrjám mjög fallegum. Blómleg- astur var þó hindberjarunnur nokkur, sem alsett- ur var þroskuðum hindberjum. En í garði fátæka bóndans voru engin hindber. Einu sinni varð kona hjáleigubóndans veik og langaði ósiköp mikið í hindber; annan mat þoldi hún ekki að borða, vegna þess hvað liún var mikið veik. Maðurinn hennar fór þá til ríka bóndans og bað hann um að láta sig hafa hindber í ofurlitla skál handa konunni sinni, því að húnværi svo veik. En ríki bóndinn hló aðeinis að honum og hæddi hann. Kvaðst liann ekki hafa ræktað ber sín y ihann. Kvaðst hann ekki hafa ræfctað ber s'ín handa letingjum, sem ekkert nentu að vinna og vildu væri bezt fyrir konuna hanis að snáfa á fætur og vinna sér inn peninga, svo að hún gæti keypt sér hindber. Þesisi orð ríka mannsins heyrði drottinn, sem í þessu kom gangandi heim að bænum. Hann sá fátæka manninn niðurlútan, vegna þess að ríki maðurinn hafði móðgað ihann og liann sá veiku konuna grátandi. Drottinn gekk þá til ríka mannsins og bað liann að vierða við bón nágranna síns. Sagði hann, að það væru svo mörg ber í 'hindberjarunninuin hans, að hann munaði ekkert um litla skál. Bóndinn brást illa við og sagði að þessi flæk- ingur, sem ekki einu sinni væri fær um áð sjá um sjálfan sig, skyldi snáfa í burtu úr sínum húsum, eða hann skyldi henda honum út. En hindberjanna sinna sagðist Ihann skyldi gæta vel, því skyldi hann lofa og efna. Ríki 'bóndinn lét undir eins hlaða rambyggileg- an garð kringum trjágarðinn sinn, til þess að eng- inn skyldi komast inn í hann og stela berjunum hans, en drottinn brosti að eins að ákafa hans. “Góði vinur”, sagði drottinn við fátæka manninn, “vertu ekki hryggur. Runnur ríka mannsins skal gjalda fyrir afbrot eiganda síns.” Um nóttina teigðuist rætur hindberjarunna ríka l>óndans undir garðinn, sem ihann hafði látið hlaða, og yfir í garð fátæka bóndans. Og þegar dagaði, var þar vaxinn hindberjaskógur, langtum stærri og fallegri en skógur ríka bóndans og tveim dögum seinna var hann alsettur þroskuðum á- vöxtum. Nú fékk veika konan nóg hindber og borðaði með góðri lyst og varð heilbrigð. En hindberjarunnurinn í garði ríka bóndans varð stöðugt ljótari og óblómlegri, og svo kom að hann skrælnaði og fúnaði og sást ekki framar f garði hans. Þetta hafði ríki bóndinn fyrir það, hvað hann var vondur og ómiskunsamur. ' \ Liuð leioi pig Eftir Karl Gerok. Guð leiði þig, rnitt ljúfa barn, þú leggur út á mikið hjarn, með þrjóstið veilkt og hlýr og hlýtt, og hyggur lífið sé svo btítt, — guð leiði þi'g. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér, en eg vil fá þér engla vörð, míns insta hjarta bænagjörð: guð leiði þig. Guð leiði þig, þitt líf og sál, og létti þína harmaskál; þú ferð nú út í fjarlæg lönd frá föðurauga, móðurhönd, — guð leiði þig. Guð leiði þig — þitt líf og sál; æ lærðu aldrei synd og tál, þín sál er nú sem sólin hrein, æ isel ei burt þinn eðalstein: guð leiði þig. Guð leiði þig. Sé lukkan stríð er langt að þreyja raunatíð, en hættulegri’ er heimsins glans, — æ hræðstu glitvef frei'starans. Guð leiði þig. Guð verndi þig. En vak og bið, Og varðveit, barn, þinn sálarfrið; á herrans traustu hönd þig fel, ef hann er með, þá farnast vel. Guð leiði þig. Guð leiði þig. Hans lífsins vald á loft og jörð og himintjald, hans auga sér, hans armur nær um allan geiminn nær og f jær. Guð leiði þig. Guð leiði þig, hans eilíf ást, sem aldrei góðum manni brázt. Gakk, gakk, mitt barn, og forlög fyll, og finnumst þegar drottinn vil'I. Guð leiði þig. Matt. Joch. Skrítlur. APARNIR. Hreykinn spjátrungur ætlali að ferðast í póstvagni. Hann kom rétt áður en lagt var af stað og ávarpaði vagnstjóra á þessa leið: “Eru nú öll dýrin komin inn í örkina hans Nóa?” Yagnistjórinn svaraði um leið og hann opnaði vagninn og bauð manninum inn: “Nei, aparnir eru ókomnir. Gerið þér svo vel að ganga mn.” Hve MIKIÐ ER ÞAD? G.: “ Það er heppinn maður, hann Hallgrím- ur. 1 gær eignaðist 'hann hús fyrir ekbert, og í dag seldi hann það fyrir lielmingi hærra verð.” l

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.