Lögberg - 13.02.1919, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.02.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1919 6 Reglubundin sparsemi mun ávalt bofga sig. Rafmagns- eldavél sparar helming eldsneytis. Kaupið þœr nú þegar með vœgum borgunar- skilmálum. The City Light & Power 54 Klng St. \T/* .. 1 • tknbur, fialviður af öllum JNyjar vorubirgðir teguncium, geirettur og ai,- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna j>ó ekkert sé keypt The Empire Sash & Door Co. Limited HENRY AVE. EAST WINTVIPEG Uti hj á töngum. Þar sem bárur bruna bratta kringum dratiga, uugur nam eg una yzt við fjarðartanga. Þar sem stríðir straumar næða’ um ögur, strangar bylgjur kletta flæða um gjögur. Þar sem blítt, í skjóli bárra hleina, bjalar bára 'smá við fjörusteina. Vörð þar halda háir Hrannar móti skafli bergrisarnir bláir, beita römu afli. Geng-u fyr úr gljúfralbölílum breiðum. Gleymdu eitt sinn þeir á mannaveiðum, að hraða sér í bamra dimmu bólin bauður fyr en gylti morgunsólin. t Örlög þeirra eru, aldardaga lianga, að láta brjóisin beru bitrar hrannir stanga. Standa fast, í straumi flóðs og tíma. Stainda fast, er höfuðöflin glíma. Standa fast, þó sterkar skruggur drynji. Standa fast, þó meginbjörgin hrynji. Við þá gjöra glettur Græðis smáu dætur, með sitt skvamp og ebvettur; sklola jötna fætur. Dansa kringum þá og hægt sig hnegja; böfuð sín að brjóstum þeirra teygja. Falla þeim í faðm og á þeim hanga; flækja þá í haddi sínum langa. Þá með orku æfa, æstar NorÖra þjósta, Hrönn og Himínglæfa hart á kinn þeim ljósta. Hramma þungra feikna-slögin falla freyðandi um þrúðga jötna skalla. Hásum rómi rymja, hvæsa, soga; reyna þá í hylinn fram að toga. Yzt í fjalla-enda, upp úr djúpi bláu, beint til himins benda björgin fluga-háu. Maður enginn fætur á þeim festir. I’uglar sjávar, þeirra einu gestir, eiga sér þar athvarf traust, á vo-rin er þar már og hávær skeggla borin. Innar hamri háa, heilladísum varinn, garður góðra áa gnæfir fram við marinn. Þar eg æsku eyddi í kærileiks-vanna; enn eg þangað teygi hugar-^arma. Þar að lokum kýs eg beinin bera^ á bakka lækjar grænum heygður vera. B. Þ. liiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiig grannaríki voru, Norður-Dakota, eftir þvá sem blaðið Farmers Trilbune segir, að öfugt horfir við. Grein þessi í Farmers Tri- bune er svo eftirtektarverð, að oss finst sjálfsagt að taka hana upp í blað vort, svo að þeir land- ar vorir, siem búsettir eru í Norður-Dakota og ekki hafa séð greinina, eða ekki lesa ensk blöð, geti séð hvert stefnir í stjórnmálunum hjá þeim. Grein- in hljóðajr Svona: Blsmarek N. D. 21. jan. 1919. Alræðisnefnd (Nonpartisan league* North-Dakota hefir rík- isíþingið álgjörlega í hendi sér. Og það meinar, hvorki meira ne minna en það, að A. C. Town- ley, fönseti Nonpartisan league, helldur löggjafrvaldi ríkisins í hendi sinni. pietta ástand varð uppvíst hér í dag, og fyrirkomulagið er þann ig, að á flokksfundum Townley- manna, sem hann sjálfur ræður yfir, er öllum frumVörpum ráðið ti'l lykta, annaðhvort feld, eða þá samþykt. En áður en þau koma fyrir filtokksfundina, verða þau að ganga gegnum ihendur álræðisnefndar Townley. — í þeirri nefnd eru sjö menn, sem allir eru fylgismenn hans, og iþegar einhver þingmanna hefir frumvarp að flytja, leggur hann þau ekki fyrir iþingið, heldur fyrir alræðisnefndina, og þegar hún er búin að laga þau til eftir vild, þá eru þau lögð fyrir flokks fund Townleymanna, og þer eru þau annaðhvort drepin—og það hafa mörg frumvörp verið drep- in á þenna hátt — eða ef þau eru samþykt, þá meinar það að þau séu orðin að lögum, því flokkur- inn, sem er í miklum meirihluta, skilur það svo, að þegar að frumvörp hafi veríð samþykt á flokksfundi, þá megi engu í þeim breyta, svo að atkvæðagreiðsl- an í þin'ginu sjálfu er í rauninni ekki n,ema til málamynda. pannig stendur á með iðnað- amefndairfrumvarpið. Með frum varpið um sölu á ríkilsskulda- bréfum, upp á $2,000,000, til að setja á stofn ríkisbanka. Og um sölu á veðskuldabréfum, upp á $5,000,000, til þess að byggja ríkiskornhlöður. pessi frum- vörp eru sögð að vera afgreidd frá flokksþingi Townlley, og bændumir viirðast ekki vera að hugsa um, eða kæra sig um nein- ar breytingar á þessu. Ástandið í þinginu afhjúpað. pað, isem kom fyrir d neðri m'álstöfunni í gær, er eftirtekt- arvert. Fyrir þinginu lá til umræðu frumvarp um að fram- lengja tíma þann, sem bændur | hefðu til þess að innleysa lönd sín (redemption*, er einn hátt- virtur þingmaður, Hoare að nafni, var svaramaður fyrir. í sarribandi við Iþað beiddi annar, Mr. Burtness, um upplýsing, og sneri sér með þær að Mr. Hoare, en það eina svair, 'sem hann gat [ fengið frá Mr. Hoare, var að hann væri ánægður með frum- i varpið. j Mr. Burtness sneri sér þá til lögfræðinefndar þingsins með epumingar sdnar; en formaður þeirrar nefndar, Mr. Walter Haddock, sagði að flestir úr þeirri nefnd væru fjærvorandi. Mr. Burtiness var ekki ánægð- ur með þeSsa úrlausn, og skaut máli sínu til þingmanna yfir höfuð, og spurði hvort að nokk- ur þeirra gæti svarað spuming- unum. En alt fór á sömu leið. pví næist Ibenti hann á, að þingið væri í þann veginn að samþykkja frumvarp, sem 'hefði mikla þýð- ingu fyrir alla þá, eem peninga þyrftu að taka til láns; og benti á ýms atriði í frumvarpinu, sem væm mjög viðsjárverð, og gerði ýnjsar breytingartillögur, en þær voru allar feldar. pá gjörði hann uppástungu um að senda það aftur til þingnefndarinn- ar, sem átti að sjá um það. pað var líka felt. Að síðustu gekk Mr. Hoare inn á, að það gæti ver- ið vissara að sairriþykkja ekki frumvarpið að svo stöddu, og fór fram á að senda það aftur til þingnefndar, og var það þá gjört. í sambandi við þetta sama frumvarp benti þingmaður T. L. Twechel frá Cass County á, að ef þetta frumvarp yrði samþykt eins og það væri nú, þá væri það auðdætt stjómarskrárbrot, sök- urn þess að það fæli í sér breyt- ing á þrem sérstökum og sjálf- stæðum lögum, og fór fram á að nafni frumvarpsins væri breytt, en það var felt af flokksmönnum Towntey. Tala þeirra manna, sem hafa skuldíbundið sig til þess að fylgja þessum reiglum, er Townley- flokkurins hefir sett, eru 73 menn í neðri málstofunni og 35 í þeirri efri; þeir hafa ásett sér að stytta þingtímann sem mest, og skera því frumvörpin niður, vilja helzt vera búnir eftir 40 daga, en kalla heldur aukaþing eaman á næSta hausti, til þess að laga agnúana, sem kunna að verða á lögum þeim, sem flokk- urinn ákveður að samþykkja. pinginu verður lítið úr verki, sökum þess að það er á tilfinning allra þingmanna, að öll löggjöf- in, smá og stór, sé í hönduln þess srar alræðisnefndar — 7 manna nefndarinnar. Mjög þýðingar- mikil frumvörp hafa enn ekki verið snert, sem þó eru ónjá- kvæmiteg, svo sem skattlögin til þess að auka tekjur ríkisins um $1.000,000, en verður máske lagt fyrir þingið nú í vikunni. Enn- fremur lög um uppbót til verka- manna þeirra, er slys hljóti við vinnu »ína. Eftirlit með nám- um, og margt fleira hefir enn ekki komið fyrir þingið. Hinar vanalegu þingnefndir komast létt út úr verki sinu; þær hafa ekkert að gjöra. Verk- efnið hefir verið tekið úr hönd- um þeirra af þessari alræðis- nefnd. Og þetta flokksfunda- fyrirkomuíag Townley hefir gjört þær áhrifalausar og ómögu legt að koma nokkru í fram- kvæmd, hvað svo sem í húfi er.M Mr. Hallgrímur Bjömsson frá íslendingafljóti kom til bæjarins í verzlunarerindum í vikunni sem leið. Winnipeg 5. febr. 1919. Við undirrituð viðurkennum hér með að New York Life lífs- ábyrgðarfélagið hafi greitt okk- ur að fullu $2000.00 lífsábyrgð j?á, er óskar sál. sonur okkar hafði í nefndu félagi. Ennfrem- ur $32.04, tveggja ára devidend, siem var lagt við höfuðstólinn. Við þökk'um N. Y. Life félaginu fyrir góð og greið skil á þessu fé, og Mr. ólafsson fyrir alla hans mililigöngu frá byrjun til enda. Drengurinn oklkr féll í einum bardagamum á Frakklandi síð- astliðið haust og er hans sárt saknað af okkur, föður hans og móður. Stephan Jóhannsson. Solveig Jóhannsson. Wonderland. inn, sem sýndur verður á mið-1 ungis fyrsta flokks rússnesk viku- og fiimtudagskvöld, heitir I lög. par að auki verða alveg “In Judgement of’’og er ákaf-1 óviðjafnanlegar íþróttasýningar lega spennandi. pá skuluð þér i og fleira. eigi gleyma “The Hand of Ven-! ______ geance”, sem einnig verður sýnd ; . á föstu- og laugardag. lAi ONDERLAN pað hefir sannast einu sinni enn, hve marga vini og aðdáend- ur Charlie Chaplin á, með hinni feykitegu aðsókn, sem var á Wonderland, tvo fyrstu daga þessarar viku. En á miðviku-, föstu- og laugardagskvöld gefst mönnum kostur á að horfa á konu hans, og mun þá reynslan að líkindum sanna, að hún eigi ekki mikið fænri vini. Leikur- Orpheum. Látið ekki undir höfuð leggj- ast að heimsækja Orpheum-leik- húsið í gestavikunni. Efnis- skráin á hverju kvöldi er þar svo fjölbreytt og aðlaðandi, að hún mun vart eiga sinn Mka. Stjóm leikhússins hefir í þetta sinn fengið í þjónustn sína heimsfrægan söngvara, Theo- dore Hosloff, sem syngur ein- w THEATRE Miðvikudag og Fimtudag Another Metro Picture “In Jugdment of” og “Hand of Vengeance” 5 kafli. Föstudag og laugardag MILDRED HARRIS (Mrs. Charlie Chaplin) í leiknum “For Husbands Only” Mr. Narfi Vigfússon frá Tan- tallon var á ferð í bænum í vik- unni sem leið. Hann sagði j mannheilt í sinni bygð. Mr. Vig- fússon er gildur bóndi, og tekur mikinn þátt í héraðs- og lands- málum. iinniimitinniiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiHntniiiiui'.inHiiiiHiHimiHiiiunHin "Ef allir bændnr keyptu einn pakka,” skrifar Mr. Alf. Hyama, Claydon, Sask. "þá mundu menn því sem næst losna alveg vlð þenna ófögnuS.” Hann notaði að eins einn pakka og drap meC þvl alla gophers I kringum heimili sitt,—965 ékrur af sáðlandl. HIN ÁRLEGA HEIMSÓKN MR. GOPHER—THE TAX COLLECTOR það hefir verið áætlað, að af hverjum átján hveitisekkjum, sem bændur I Vesturland inu framleiCa, eyCileggi gopher tvo þeirra— Sýnist aC vera nægilegt verkefni fyrir vistar stjórann—en sá höfCingi gæti ekki betur gert en áð ráCleggja bændum tafarlaust aC nota Ciophercide. Gophercide er eiturtegund, þannig útbúin og blönduC, aC áreiCanlegri er nokkurri annari, slíkri tegund! góC á bragCiC, og gegnvætir korniC, án þess þó aC skemma þaC á nokkurn hátt, hvemig sem veCur er. þarf ekkert annaC til uppleysingar en aC eins volgt va^n. BlandiC einum pakka af Gophercide I hálft gallon af heitu vatni og vætiC meC þvi gallon af hveiti; þaC dugar til þess aC drepa hér um bil 400 gophers, og það nægilegæ- fljótt. VerndiC uppskéru yCar I ár. KaupfC Gophercide UNDXR EINS hjá lyfsala yCar, eCa þá næsta útibúi voru. imm NATIONAL DRUG AND CHEMICAL CO. OF CANADA, LIMITED MONTREAL, WINNIPEG, REGINA, SASKATOON, CALGARY, EDMONTON, NELSON, VA NCOUVER, VICTORIA AND EASTERN BRANCHES. yHnif!mil»!IWIIIIlll!lllllllll!!ll!llllllllll!l!llll!llllilillllllllllll!!IIIIIIIUI!!lllllllllllll!llll!ill!!ill!IIM — __________________________________________________<________________________________________________________________________________________________________________ Holt, Renfrew Februar - Lodfata - Verd Vegna veðurbllíðunnar á hverjum degi, höfum vér enn ofmiklar birgðir af loðfatnaði í búð vorri, á þessum tíma árs. Og til þess að losast við nokkuð af birgðunum, höfum vér ákveðið að selja vörur vorar í febrúarmánuði með * \ 20% til 40% afslætti frá venjulegu verði, allar byrgðir vorar af loðfatnaði karla og kvenna Holt, Renfrew loðfatnaður, með slíkum féikna afslætti, veitir þau beztu kjörkaup, sem hugsast getur. * Og það eitt, að geta valið úr hinum stærstu loðfatabirgðum í Vesturiandinu, með sMku verði og vér bjóðum, er út af fyrir sig einstakt í sinni röð. Með það fyrir augum, að loðfatavara er viss með að hæklka í verði, þá verður það beinn gróði, að kaupa loðföt undirejns, jafnvel til notkunar fyrir næsta ár. Vér bjóðum ail'la velkomna til þess að skoða vörur vorar, og bera saman við slíkar tegundir annarsstaðar. Utanbæjarfólk getur hvenær sem það vill notið góðs frá Póstpantanadeild Vorri, því vér ábyrgjumst þeim hin sömu kostáboð, hvað verð og afslátt snertir, og viðskiftavinum vorum hér í borginni. Hér eru nefnd nökkur dæmi af kjörkaupum vorum. LOD-YFIRHAFNIR KVENNA Hudson Seal yfirhafnir, % lengd, falleg og vel sniðin, með breiðum kraga og ermaslögum, vösum utan á og brocade fóðri. Vanaverð $250.00 Nú.................. $200 Hudson Seal yfirhafnir, % lengd, nýtízku box-snið, með löðskinns- teggingum, breiðum, sjalmynduð- um kraga og beaver ermasílögum. Vanaverð $345.00. Nú .................. $270 Hudson Coney yfirhafnir, 45 þuml. langar, beltissnið, breiður kragi og Oppossuim ermaslög Brocade- fóður. ( Vanaverð $200.00. Nú .............;.... $160 Hudson Seal yfirhafnir, % lengd, box snið. Breiður kragi og af- bragðs ermasllög úr fínasta Ástr- alíu Oppossum. Brocadefóður. Vanaverð $300.00. Nú .... ................ $240 Hudson Seal yfirhafnir, 44 þuml. langar, box-snið, breiður kragi og ermaslög úr Alaska Sable. Bro- cade-fóður. Vanaverð $350.00 Nú..................., $275 Muskrat yfirhafnir. Afbragðs efni, dökt, skinh, og aflra nýjasta box- snið, með Hudson Seal breiðum kraga, belti og hnöppum. Vanaverð $285.00 Nú ..................... $230 Óviðjafnanlegt verð á öllum tegundum loðyfirhafna fyrir kvenfólk og karlmenn ásamt handskýlum og öðrum hlutum “EXCLUSIVE BUT NOT EXPENSIVE’ Holt, Renfrew & Co. Ltd. Gorner Portage and Garlton Winnipeg «

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.