Lögberg - 27.02.1919, Side 3

Lögberg - 27.02.1919, Side 3
L.OGBERG, FIMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1919 9 Mercy Merrick Eítir VILKIE COLLNIS. þér ekki annað en að hringja. Þjónninn gjörir mér aðvart — <og eg sé þá um endirinn.” Hún gekk út og skildi Mercy eina eftir. Hálft í hvoru hugsjúk sá Mercy lafðina fara. Hún bafði elskað og virt hina vingjarnlegu, gömlu konu, og henni sárnaði því að ihugsa um það, að innan skams mundi nafn hennar verða iafðinni til móðguniar. En nú vildi hún ebki hætta við áforrn sitt; hún þi’áði afturkomu Júlí- ans. Áður en hún gengi til hvíldar þetta kvöld, skyldi hún hafa verðskuldað það traust, sem Júlían bar til hennar. “Látum hania segja sannleikann, án þess að hinn lélegi ótti fyrir uppgötvun hvetji hana til þess. Látum hana framkvæma réttlæti gagn- vart þeirri stúlku, sem hún ihefir gjöri rangt, á íneðan þessi stúlka er ekki fær um að afhjúpa hana. Látum hana fórna öllu, sem hún hefir náð með syikum sínum, iþá ber iðran hennar vótt um hið betra eðli hennar, og þá er hún sú kona, sem maður á að treysta, virða og elska.” Þessi orð stóðu jafn glögt fjyrir minni henn- ar nú, eins og hún heyrði þau koma út á milli vara lians, þegar hann varð sannleikans var. Og meðan hún horfði á lafði Janet ganga út, hugs- aðihún: “ Ó, eg vildi að hræðsla mín rættist nú. Gæti eg aðeins fundið Grace Roseberrv í þessu her- þergi, skyldi eg segja henn sannleikann ótta- laust. ’ ’ Hún lokaði bóklilöðudyrunum. Þegar hún ætlaði að snúa til baka varð henni á að æpa af undrun. Þegar undrunartilfinning Mercy hvarf, gekk hún hi’öðum fetum áfram til þess að láta iðrun íSÍna í ljós. Grace stöðvaði lxana með ibandabendingu, og sagði háðslega og skipandi: “Komið þér ekki nær mér. Yerið þér kyrr ar, þar sem iþér eruð.” Mercy stóð kyr. Háttalag Grace undraði hana. Hún studdist við næsta stólinn, en þá tal aði Grace til hennar aftur: “Eg bartna vður að setjast í minni nær- veru. Þér hafið í nauninni enga heimild til að vera í þessu húsi. Þér munið máske hver þér ernð, og hver eg er.” Gremjuríkt svar lék um varir Mercy, en hún þvingaði isig til að þegja, stóð óþolinmóð við stólinn og hugsaði: “ág ætla að reynast verð trausti Júlíans; eg ætla að þola þessari stúlku, sem eg hefi gjört rangt, allar mótgerðir.’ Þær stóðu báðar þegjandi hvor gagnvart annari, einsamlar — í fyrsfca skifti síðan þær rnættust í franska þo'rpinu. Þær voru alls ólík- ar. Hin litla, granna Grace Roseberry, föl í andliti með íhörkulegan svip, fátæklega klædd og þreytuleg, þar sem hún sat á stólnum. Hin stóð þi’áðbein, skrautlega "klædd, fögur og hrífandi, þó höfuðið væri niðurlútt. Loks rauf Grale þögnina. “Standið þér ikyri’ar; mér þykir vænt um að horfa á vður. Nií er gagnslaust að falla í öngvit, því nú eru engir karlmenn til staðar, setm geta aumkast yfir vður og lyft yður upp, og lafði Janet er hér heldur ekki, til að vekja yður af öngvitinu. Mercy Merrick, loksins hefi eg fundið yðui’. Nú er eg ofaxi á; nú getið þér ekki slioppið ifrá mér.” Öll lítilmenskan í fari Grace, sem fyrst gjörði vart við sig í franska koflanum , þar sem Mei’ccu sagði henni frá yfirsjónum sínum. kom nú í ljós. Sú stúlka, sem þá ekki vildi taka hendi þjóðrar og píndrar samlöndu sinnar, var hin sama, sem nú gat ekki fundið til neinnar) meðaumkvunar, né neitað sér um að hrósa sigri á isvívirðilegan hátt. Mercy svaraði þolinmóð, með blíðri rödd: “Eg hefi ekki reynt að forðast. yður. Eg hefði af frjálsum vilja farið til vðar, ef eg hefði vitað að þér voi’uð hér. Það er mín innilega ósk, að játa að eg hefi gjört yður rangt til, o& að eg vil bæta fyrir það eftir beztu getu. Eg þrái fyrirgefningu yðar of mikið til þess, að eg geti hræðst yður. ” Hve látlaus, sem þessi orð voru, voru þau þó töluð með þeirri tign, sem gjörði Grace Rose- berry æsta. “Hvernig vogið þér vður að tala til mín, eins og þér væruð jafningi minn?” hrópaði hún. “Þér standið þaraa og svarið mér, eins og þér hefðuð heimild til stöðu yðar í þessu hiísi. ó- svífna stúlka. Það er eg, sem hefi lieimild til að veraih éd — og hvað verð eg samt sem áður að g’jöra? Eg verð að læðast um garðinn. flvja fyrir þjónunum, fela mig eins og þjófur og bíða eins og betlari, og hvers vegna? Til þess að fá tækifæri að tala við yður. Já, við yður, segi eg, vður, sem eruð huldar svívirðingu gatnanna. Mercy leit niður og hendi hennar skalf. Það var erfitt að þola þessar endurteknu móðg- anir, en áhrif Júlíans héldu henni enn í skefjum. Hún svaraði því jafn þolinmóð og áður: “Ef þér hafið ánægju af því að misbjóða mér, þá hefi eg enga heimild til að reiðast því.” “Þér hafið ekki heimild til neins,” sagði Grace. “Þér hafið ekki heimild til að vera í kjólnum, sem þér eruð í. Lítið á mig og lítið ó yður. Hver hefir gefið yður kjólinn? Hver hefir gefið yður gimsteinana? Eg veit það. Lafði Janet hefir gefið Grace Roseberrv þá. Eruð þór Grace Roseberry ? Þessi kjóll er mín eign. Takið af yður armböndin og sylgjuna. Mér var þetta 'hvorttveggja ætlað.” “Þér fáið það bráðum, ungfrii Roseberry. Hér eftir verður það ekki lengi í minni eign.” “Við hvað eigið þér?” ___ “Hve ósanngjarnar, sem þér eruð, þá er það skylda mín að bæta úr þcim rangindum, er eg hefi framið gagnvart yður. Eg er ákv’eðin í því að segja sannleikann.” Grace svaraði með ilskulegu brosi: “Ifaldið þér að eg sé svo heimsk að trúa yður? Þér eruð blátt áfram lygari. Skvlduð þér geta séð af silkikjólnum yðar og gimsteinun- um, og af stöðu yðar í þessu húsi af frjálsmn vilja, til þess að fara aftur til Magdalenustofn- unarinnar? Nei, það gjörið þér ekki — það getið þér ekki.” t fyrsta skifti brá fyrir dálitlum roða í andliti Mercy, en liún stilti sig sarnt og var jafn þolinmóð og áður, en það gjörði Grace enn æst- ari en óður: “Ó, þér játið sannleikann alls ekki. Nú er liðin iheil vika, og þér hafið enn ekki gjört það. Nei, nei! Þér eruð ein af þeim manneskjum, sem svíkja og ljúga fram í andlátið. En það gleður mig, að nú fæ eg tækifæri til að afhjúpa yður gagnvart öllu heimilisfólkinu. Eg fæ tækifæri til að sjá yður fleygt út ó götuna. Ó, það er næstum full endui’bót fyrir alt, sem eg Iiefi orðið að líða, að horfa á lögregluþjón leiða yður burt til fangelsisins.” Nii var of langt farið. Þetta var meira, en búast máti við að nokkur manneskja gæti þolað. Mercy gaf stúlkunni, sem aftur og aft- ur hafði móðgað hana svo útakanlega, liina fyrstu aðvörun, um leið og hún sagði: “Ungfrú Roseberry, án þes® að svai’a, liefi eg þolað hin hörðu orð yðar. Hlífið mér við fleiri móðgunum. Mér er alvara þegar eg segi yður, að eg ætla að skila yður öllu því sem vður tilheyrir. Eg endurtek það — eg er fastúkveð- in í áð viðurkenna alt.” Hún talaði með alvarlegri, skjálfandi rödd. En Grace hlustaði á hana með efabrosi og fyrir- litningarsvip. Loksins sagði hún: “Þér standið rétt við klukkustrenginn, kippið þér í hann.” Mercy horfði á hanna, mállaus af undrun. Með háðslegri rödd sagði hin: “Þér eruð fullkoinin mynd hinnar sönnu yðrunar. Yður lansrar svo mjög til að sesria sannleikann. Viðurkennið hann þá fvrir öllu heimilisfólkinu, og gjörið það strax. Kallið á lafði Janet hingað, herra Gray, herra Holm- croft og alla þjónana. Knéfallið og sesrið öll- um, hver svikari þér séuð, þá skal eg trúa yður — fyr ekki. “Eg bið vðiir að gera mig ekki að óvini yð- ar,” sagði Mercy >' bænarróm. “Hvað lialdið þér að eg skeyti um, hvort þér eruð óvínur minn eða ekki?” “Eg bið yður, yðar sjálfrar vegna — hald- ið ekki áfram að liæða mig.” “Vegna sjálfrar mín? Svívirðilega stúlka! Eruð þér að hóta mér?” Mercy tók á allri þeirri stilling-u, sem hún atti til, og sagði: “Verið þér miskunnsamar við mig. Hve iila, sem eg ihefi brevtt við yður, þá er eg þó stúlka, eins og þér. Eg þoli ekki þá smán, að segja frá yfirsjón minni í nærveru alls lieimil- isfólksins. Lafði Janet skoðar mig sem dóttur sína, og eg er heitbundin herra Holmcroft. Eg get ekki sagt það í nærveru þeirra, að eg hafi táldregið þau. En þau s'kulu samt fá að vita það. Eg get og gjöri það í dag, að segja herra Júlían allan sannleikann.” Grace fór að hlæja. Með kýmnislegu gamni sagði hún: “Á, nú komum við loks að því.” “Gætið yðar.” sagði Mercy. “Gætið yð- ar!” En Grace liætti við: “Ilr. Júlían Gray. Eg stóð bak við dyrn- ar í billiardsalnum — eg sá yður tæla herra Júl- ían Gray til að koma nær yður. Játningin losnar við alla liræðsluna og verður aðlaðandi, þegar ihún er gjörð frammi fyrir Júlían Gray.” “Ekki meira, ungfrú Roseberry, ekki meira!” lirópaði Mercy aðvarandi. guð- anna bænum farið þér ekki lengra. Þér eruð búnar að kvelja mig nægilega lengi.” Graee hló ilskulega og sagði: “Þér hafið ekki flækst um göturnar til einkis. Þér hafið margar hjálparstoðir; þér vitið, hvert gagn er að því að hafa tvo strengi á boga yðar, ef hr. Holmcroft skyldi bregðast, ]iá hafið þér Júlían Gray. Og eg skal opna augun ó Holmcroft, svo hann sjái hverskonar stúíka það er, sein liann ætlaði að giftast. hefði eg ekki verið—” Hún þagði hin þrælslega móðgun kom ekki yfir varir hennar. Mercy var staðin upp og gekk hröðum fet- um fetum til liennar. Andlit liennar var fölt af reiði, hún laut þungbúin ofan að Grace og endurtók: “ÞéV ætlið að opna augun á Holmcroft, svo liann sjái hverri stúlku hann ætlaði a ðgiftast, hefðuð þér ekki verið?” Hún þagnaði, en spurði Grace litlu síðar þeirrar spurningar, er kom lienni til að skjálfa frá hvirfli til ilja: “Hver eruð þér?” hann sjái hverri stúlku hann ætlaði að giftast, til kynna, að nú væri þolinmæði Mercy þrotin. í fjarveru verndarengilsins hafði liinn illi andi unnið starf sitt. Hið betra eðli, sem Júb'an Gray hafði endurvakið, var dáið; dáið af eitri hinnar svívirðilegu ilsku, er nöðrutunga vondr- ar konu stráði á það. Mercy þurfti ekki annað ' en að rétta hendina eftir voðalegu vopni, til að hefna þeirra móðgana, sem hún hafði orðið fyr- ri. Hún hikaði lieldur ekki eitt augnablik, jafn reið og hún var — hún greip það og spurði í annað sinn: ‘ ‘ Hver eruð þér ? ” “Grace ætlaði að tala; en Mercy kom í veg fyrir það, með gremjulegri handabendingu, um leið og hún með niðurbældu æði sagði: “Ó, nú man eg það. Þér eruð brjálaða shílkan frá þýzka sjúkrahúsinu, sem kom hing- að fyrir viku sáðan. Nú er eg ekki lirædd við yður, fóið yður sæti, Mercy Merrick.” Um leið og Mercy sagði þetta, sneri liún sér að Grace og settist á stólinn, sem hún var búin að banna henni að setjast á, þegar samtal þeirra byrjaði. Grace þaut á fætur og spurði: “Hvað á þetta að þýða?” “Það þýðir það,” svaraði Mercy háðslega, “að eg afturkalla hvert orð, sem eg hefi sagt. Það þýðir, að eg ætla að halda stöðu minni í þesu ihúsi.” “Eruð þér viti yðar fjær?” “Þér standið við bjöllustrenginn. Kippið i hann. Gjörið þér nú sjálfar það, sem þér báð- uð mig að gjöra áðan. Kallið alt heimilisfólk- ið hingað og spyrjið það, hvor okkar sé brjáluð — ]>ér eða eg?” “Mercy Merrick,” sagði Grace gremju- lega, “þér skuluð iðrast þessa meðan þér lifið.’ Mercy stóð aftur upp og leit reiðiglóandi augum til stúlkunnar, sem enn var að mana liana. “Eg er nú orðin þreytt á vður,’ sagði hún. “Farið þér úr húsi þessu, meðan yður gefst færi á því. Éf þér gjörið það ekki, læt eg kalla á lafði Janet Roy.” “Þér getið það ekki, af því að þér þorið það ekki.” “Eg bæði get og þori að gjöra það. Þér hafið enga sönnun gegn mér. Eg hefi skjölin, eg hefi stöðuna, og eg hefi unnið mér inn traust lafði Janet. Eg vil ekki gjöra orðum vðar mink- unn — eg ætla að halda fatnaði mínum, gim- steinum mínum og stöðu minni í þessu húsi. Eg ‘neita að hafa gjört nokkurri manneskju rangt. Mannfélagið hefir breytt illa við mig, og eg skulda því ekkert. Eg hefi heimild til að nota hvern hagnað, sem mér býðst. Eg neita að hafa gjört yður rangt. Hvernig gat eg vitað að þér lifnuðuð við aftur? Hefi eg niðrað nafni j7ðar og stöðu? Eg Ihefi unnið þeim báðum inn heið- ur; eg liefi nóð vináttu og virðing allra, og eg segi yður það blátt áfram, að eg sleppi ekki nafni yðar; gjörið svo, hvað sem þér viljið. Eg býð yður byrginn.” Hún talaði þessi orð með iþeim hraða, að ekki var unt að grípa fram í fvrir henni. Þeg- ar hún þagnaði, sagði Grace: “Þér bjóðið mér byrginn? Nú jæja, þér hættið því, þegar vinir mínir í Canada svara bréfum mínum, þau munu tala mínu máli.” “Hvað gagnar það. Vinir yðar éru ókunn- ir hér. Eg er kjördóttir lafði Janet. Haldið þér að hún trúi vinum yðar? Nei, hún trúir mér. Hún brennir bréfin yðar, ef þér skrifið henni, og hún bannar þeim að koma í þetta hús, ef þeir skyldu koma hingað. Að viku liðinni er ear frú Holmcroft. Hver getur þá raskað stöðu minni? Hver getur þá gjört mér nokkuð ilt?” “Bíðið þér við. Þér gleymið Magdalenu- stofnaninni.” “Finnið þér hana, ©f þér getið,” svaraði Mercy háðslega. “Eg hefi aldrei sagt yður nafn hennar, og heldiir aldrei sagt yður hvar stofnunin er.” “Eg get auglýst nafn yðar í blöðunum, og á þann hátt fundið forstöðukonuna.” “Auglvsið þér í hverju einasta blaði í London. Haldið þér að eg hafi sagt ókunnugri stúlku, eins og þér eruð, það nafn, sem eg bar, í stofnaninni? Nei, nei, eg nefndi það nafn, sem eer tók mér, þegar cg fór frá Englandi. k',orstöðukonan þekkir enga stúlku undir nafn- iliu Mercy Merrick, og það gjörir Horace Holm- croft heldur ekki. Þér sjáið því, að eg er óhult. Eg er Grace Roseberry, og þér eruð Mercy Mer- rick. Sannið það gagnstæða, ef þér getið.” Mercy þagnaði augnablik, svo benti hún á clyrnar að bilHardsalnum og sagði: “Þér sögðuð áðan að þér hefðuð staðið á hleri þarna inni. Þér þekkið þá leiðina, og eg má máske vera svo djörf að biðja yður að fara.’ Mercy gekk að borðinu og hringdi bjöllu, sem stóð þar. Á sama augnabliki opnuðust dyr billiard- salsins, og Júlían kom inn. Hann var aðeins búinn að stíga yfir þrö- skuldinn, þegar bókhlöðudyrnar voru opnaðar af þjóninum, sem var á verði, til þess að lafði Janet og Horace, sem kom með brúðargjöf móð- ur sinnar til Mercy, gætu gengið inn. Júlían stóð kyr við dyrnar og leit í kring- um sig, fyrst á Mercv og svo á Grace. Æsingin, sem auðséð var í andlitum þeirra, sagði honum, að ógæfan, sem hann hafði kviðið lyrir, hefði átti sér stað. Þær höfðu mætt hvor annari án þess að nokkur þriðja persóna væri viðstödd að stilla til fViðar. Honum var ómögu- legt að vita árangur þessa samfundar. Á með- an frænka lians var til staðar, varð hann að bfða eftir tækifæri til að geta talað við Mercv, og vera við því búinn að stilla til friðar, ef Grace væri sýnd of mikil harka. Þegar lafði Janet kom inn í borðsalinn, sá hún undireins ókunnu stúlkuna, svo leit hún á Mercv og sagði: “Hvað sagði eg ekki? Eruð þér hræddar? Nei, ekki hið minsta. Það er einkennilegt. Svo sagði hún við þjóninn: “Bíddu inni í bókhlöð- unni.” Svo sagði hún við Júlían: “Láttu mig um þetta, eg skal sjá um það.” Svo lét liún Horace skilja að hann ætti að vera kyr, og vera rólegur; og þegar hún var bú- iri að gefa þeim öllum skipanir sínar, gekk hún þangað, sem Grace stóð með lokaðann munn og gremjulegan svip. “Það er ekki áform mitt að móðga vður,” sagði lafðin, “eða beit’a hörku við yður. Eg ætla aðeins að segja yður, að með heimsókn vðar í hús mitt, komist þér ekki að neinni, yður full- nægjandi niðurstöðu. Eg vona að eg þurfi ekki að nota liarðari orð en þetta, til þess að þér skiljið, að eg vil að þér fjarlægið yður.” Það var naumast hægt með vægari orðum, að gefa stúlkunni, sem álitin var sinnisveik, til kynna, að hún ætti að fara. Grace svaraði: “Sökum endurminningar föður míns, og vegna mín sjálfrar, krefst eg þess að þið hlust- ið á mig. Eg neita að fara.” Hún tók sér sfcól og settist í nánd við lafði Janet. Óverkuð skinnvara Húðir, Ull, Seneca-rætur Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu og hæsta verði og fljótri borgun. Skrifið eftir verðlista. B. LEVINSON & BROS. 281-3 Alexande Ave. WINNIPEG R S.Robinson Stofntett 1883 Gæror Kaaplr op ulir Höfallstóll $250.000.00 útlbá: Seattle, Wash.. 0. 8. A. Edmontoit, Alte. Lt Pas, Man. Kenora. lal RAW FURS $1.90 No ’ $22.00 1.50 12.00 Pln Ulfa No. 1 Afar-ntör 20.00 Ull No. 1 Mjög stör Vetrar Rotta Mjög stór Haunt Rotta No. 1 Afar-stör Svört Mlnk Smærri og: lakari tefrundlr liliitfallslexa lægri Blílí ekki meftan eftirspurn er mlkil. SENDID BEINT TIL BSS>‘ heab office 157 bupht *t.. wnmiPtí Vanaleg Ulfa Frosin Nautshúö .15 150—152 Paeifle Ave. East Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín v Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjamt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra erUj í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, „Hinn varfœrni tannlœknir'* Cor. Logan Ave. oj^ Main Síreet, WinnipejJ J TIL ATHUGUNAR 500 inenn vantar undir eins til þess að læra að stiðrna blfreiðum og gasvélum — Tractors S. Hemphills Motorskólanum I Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbrldge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. NCi er herskylda i Caní.da og fjölda marglr Canadamenn, sem stjórnuiSu bifreiSum og gas-tractors, hafa þegar orðið að fara I herþjón- ustu eða eru þá á förum. Nú er tími til þess fyrir yður að læra góða iðn og taka elna af þeim stöðum, sem þarf að fylla og fá 1 laun frá $ 80—200 um mánuðinn. — pað tekur ekki nema fáeinar vtkur fyrlr yður, að læra þessar atvinnugreinar og stöðumar blða yðar. sem vél- fræðingar, bifreiðastjórar, og vélmeistarar á skipum. Námið stendur yfir t 6 vikur. Verkfæri fri. Og atvtnnuskrlf- stofa vor annast um að tryggja yður stöðurnar að enduðu náml. Sláið ekki á frest heldur byrjið undir eins. Verðskrá send ðkeypls. Komið tll skólaútibús þess, sem næst yður er. Ilemphills Motor Schools. 220 Pacific Ave, Wlnnipeg. Otibú I Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portiand Oregon. Vér getum fullnægt j* þörfum yðar að því er | anertir HÖRÐ og LIN B KOL. Finnið oss ef ■ þér hafið eigi nú þeg- 1 ar byrgt yður upp. ví Viðskifti vor gera yður ánœgða. Talsími Garry 2620 \ D. D. Wood & Sons, Ltd. ■ 1 OFFICE og YARDS: R0SS AVE., Horni ARLINGTON STR. 1 ^niiianiHuuaiitiHitiii l!l!!aBI!|!Hl!l!aail!!l niiBniiBiiiii IIUIBillUHIIia i ■ Þann 1. janúar 1924 Greiðir Canada-stjórnin $5.00 fyrir hvert STRlÐS SPARI-MERKI Kaupið fyrir $4.01 hvert nú Seljið fyrir $5.00 Eins örugt og póst-ávísun Byðjið ávalt um sparimerki Selt í Money-Order Post Offices, Bönkum og alitaðar þar sem þetta merki'sést Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.