Lögberg - 27.02.1919, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1919
S
Þeir sem
Athuga kostnaðinn,
spara hœði tíma og peninga
með því að nota y
Raímagns e!davél
Spyrjið eftir hœgum borgunarskiimálum
The City Light &Power
Syning á Raímagfis-eldavélum
54 King St.
\T ✓ • .. j • Jt* timbur, fialviður af öllum
Myjar vorubirgdir tegundum, geirettur og ala-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
Thc Empire Sash & Door Co,
Umit«d
HENKY AVE. EAST
WJNNIPEG
sýslu renni upp fleiri gáfumenn
en úr nokkru öðru héraði lands-
ins, og að þar sé öllu meiri bók-
lestur og mentafýsn, en nokkurs
staðar annarsstaðkr á landinu.
pess má geta, að á yngri árum
aflaði ólafur sér talsverðrar
mentunar, þrátt fyrir mikla örð-
ugleika. Lærði hann auk skand-
ínavísku málanna, frönsku,
þýzku, ensku, portúgisku, þá
síðustu vegna jþess, að í fyrst-
unni hafði hann ákveðið að
flytja til Brazilíu, þar sem portú
giskan er landsmál. En reynsla
þeirra fáu fslendinga, er til
Brazilíu höfðu þá fyrir nokkru
flutt, virtist ekki benda á að ráð-
legt væri fyrir þjóðflokk vorn
að leita þar gæfunnar.
Snemma varð ólafur mjög
hrifinn af ritum og stefnu
þeirra Fjölnismanna, einkum
Jónasi Hallgrímssyni, og mun
hann ætíð hafa verið hans uppá-
haldsskáld, enda kann hann flest
sem eftir hann liggur utanað.
Vinskapur mikill var einnig
fnilli þeirra ólafs og Kristjáns
skálds Jónssonar, ólust þeir upp
á sama bæ, og voru systrasynir,
er ólafur talinn einn þeirra, er
mest áhrif höfðu á Kristján.
Hvarvetna, er ólafur hefir
dvalið, hefir hann notið hinna
rnestu vinsælda, jafnvel þeirra
manna, er gagnstæðra skoðana
vox*u. Hefir svo mátt heita, að
hann háfi verið hvers manns
hugljúfi, er hann umgekst. Mun
mörgum vera í minni, hve frá-
bærlega skemtiilegur hann var
heim að sækja; lók hann á alls
oddi, og fátt var það, er bar á
góma, er hann var ekki heima í,
og munu vandfundnir víðlesnari
og fróðari menn. Má segja, að
lestrarfýsn hans sé óslökkvandi.
Vel var hann máli farinn, og
hafði m^rgur yndi af að heyra
hann tala fyrir minnum í veizl-
um og á samkomum, enda hefir
hann auðugt ímyndunarafl og
fjölbreytt. Tók hann stundum
fjörugan þátt í kappræðufund-
um, er Dakotamenn stofnuðu til
á fyrri árum. Prýðilega var
hann einnig ritfær, iþó hann hafi
lítið gefið sig við ritstörfum.
Mjög hefir hann ætíð verið frá-
ibitinn því, að gefa sig við opin-
benxm störfum eða embættum,
iþótt ‘þeim stundum væri þrengt
upp á hann, mun hann hafa ver-
ið fyrstur friðdómari, er skipað-
ur var í Nýja íslamdi. Einnig
var hann kosinn í sveitarstjórn
þar og formaður hennar (þing-
ráðsstjóri).
f trúarefnum mun hugur hans
snemma hafa hneigst í skynsem-
istrúaráttina, eins og fleiri sveit
unga hans, þeirra, er upplýstari
voru, enda hafði hann þá tæki-
færi á að lesa ágætar útlendar
bækur um þau efni, er talsverð
áhrif höfðu á hann.
Af íslenzikum höfundum um
trúmál mun honurn hafa þótt
mest koma til “sþekingsins með
bamshjartað”, Bjöms Gunn-
laugssonar stjömufræðings, og
mun óhætt að fullyrða, að hann
kann og skilur Njólu betur en
nokkurt bam kverið sitt.
Ritum og kenningum spirit-
ista, einkum frakknesikra, var
hann kunnur áður en hann flutti
frá íslandi. Hefir hann síðan
ítarlega kynt sér lífsskoðun
þeirra, og hefir hann í aðal-at-
riðunum aðhylzt kenningar
þeirra, þó hann sé móthverfur
og hafi ýmigust á ýmsum blekk-
ingum og bábiljum, er saman við
þá hreyfingu hafa tvinnast og
komið óorði á hana í margra
augum.
Má í þeim efnum skipa honum
ritstjóra, er hann hefir ef til vill
haft nokkur áhrif á í þesa átt,
því sérlega féll vel á með þeim,J
er þeir kyntust hér vestra. Eru |
þeir báðir eindregnir andstæð-
ingar “orþódoxíunnar”, en báðiri
i göfugum skilninigi trúmenn.
ólafur var maður fríður sýn-|
um, svipurinn hreinm og augun J
gáfuleg, og hrá oft fyrir glampa
í þeim, er hann talaði um hugð-
næm efni. Var þá eins og lýstij
sér í hinum broshýra viðkvæma
og f jörlega andlitssvip hans hver
tilfinningarblær, sem hreyfði
sér í sálu hans.
“Heimir.”
Frá Selkirksöfnuði
Reikningar sýndu, að auk
þess, sem fór til samkomuhúss-
ins, voru tekjur og útgjöld safn-
aðarins um $1200.00.
Djáknaskýrsla sýndi tekjur
i’úma $70.00; en styrk til fá-
itækra $63. Einnig að bæzt
heffðu við söfnuðinn alls á árinu
38 fermdir. Samkvæmt skýrslu
prests voru skírð 19 börn, 14
rfermdir, 165 altarisgestir; hjón
gift 5, og 19 dánir. — Skýrsla
safnað^r-ikvenfélagsins sýndi
tekjur $206. Auk $165 styrks
til safnaðarins hjálpaði það fá-
tækum. Bandalagsskýrsla sýndi
147 meðlimi. Tekjur um $120.
Styrkur til safnaðarins $100,
auk til samkomuhússins. Sunriu-
dagaskólaskýrsla: Skóladagar
4é, innritaðir 162, flestir í skóla
135, fæstir 52, '‘Stjömu”-nem-
endur 24, oftfur $66. Tillag til
samkomuhússins úr sjóði frá
fyrrá ári $50. Skýrsla trúboðs-
félagsins sýndi tekjur alls rúma
$50, og gefið til heiðingjatrú-
boðsstarfs kirkjufélagsins $50.
N. S- Thorlákson.
Úr skýrslu forseta SeHdrk-safn
aðar.
Á síðastlíðnu ári hefir skifst
á í heiminum, og þá einng hér
hjá oss, sorg og gleði, og því'
miður mikið meira af sorg. Stríð
ið með öllum þess hörmungum
og dauða, hélt áfram fram til 11.
nóveimber síðastliðínn, og brytj-
aði niður þjóðimar, og lagði að
vélli nokkra, sem þessum söfn-
uði vora hjartfólgnir — hjart-
fólgnir af 'þyí, að hér áttu þeir
feður og mæður, systur og bræð-
ur. Hér höfðu þeir átt heima
frá því þeir voru böm; hér höfðu
þeir leikið sér sem böm; hér
höfðu þeir vaxið upp sem ung-
lingar og aflað sér fjölda vina;
hér 'höfðu þeir lært það, sem
mest reið á, að verða menn; hér
höfðu þeir lært sinn kristindóm,
lært að þjóna drotni.
íslenzka þjóðin hér vestan
hafs hefir ekki staðið að hurð-
arbaki í þessu stríði. Ef til vill
hafa engir útlendingar skilið
betur, hvaða hætta var hér á
ferðum; og svo opnuðu þeir
dymar upp á gátt, og út úr
nærri hverjum einustu dyrum
gékk ung og karlmannleg hetja,
og úr sumum dyirum gengu út
tvær eða þrjár eða kanske fleiri,
og allir sögðu það sama: Ef mín
þarf með, þá er eg hér! Og alt-
af f jölgaði meir og meir og hóp-
urinn varð stærri og stærri, þar
til engin þjóð átti fleiri menn í
stríðinu, miðað við fólksfjölda.
Vér stöndum oss því ekki við að
láta minning þeirra glatast. Hún
verður að höggvast í klett, og
vér eigum að hjálpast til að gera
það, svo ókomnir kynslóðir sjái,
að það voru íslendingar, er þorðu
með blóði sínu að hjálpa til, að
þvo af heiminum þá andstyggi-
legustu svívirðing, sem nokkura
tíma hefir átt sér stað. Eins
ættum vér að gjöra það, sem í
voru valdi stendur, til að sjá um
að þeim sem aftur koma lifandi,
geti liðið sem bezt. Taka vel á
móti þeim og greiða götu þeirra
eftr beztu föngum. Og sjá um,
að heiðri þeirra sé haldið á lofti,
sVo að eftirkomandi aldir sjái,
að vér kunnum að meta það verk
sem hér var verið að vinna. fs-
lenzka þjóiðn hefir æfinlega
stært sig af “feðrunum frægu”,
og leitast við að halda minning
þeirra á lofti; enda verið skyld-
ug til þess. Og nú vitum við að
það er sami andinn, sem gjöi*ði
feðuraa fræga, og knúði þessa
menn til að ganga fram og berj-
ast, að þeirra heiður er heiður
allrar íslenzku þjóðarinnar; og
þeim heiðri ættum við þá að
vera fús til að halda á lofti.
Hrygðarefni hefir það verið
oss, og raunar öllum heimi, að
rétt um sama leyti og stríðið var
að enda, þá byrjaði annað stríð,
þar sem hin spanska sýki var,
og valt yfir löndin eins og stór-
flóð og deyddi fólkið þúsundum
saman. Einnig hér hjá oss hafa
nokkrir dáið. Og úr þeirri
veiki misti þessi söfnuður einn
sinn allra bezta og ötulasta
starfsmann, berra B. S. Benson.
Hann hafði tilheyrt þessum söfn
uði frá því hann var lítill dreng-
ur, og alla jafna verið ótrauður
að starfa í þarfir safnaðarins;
enda verið embættismaður og
forseti safnaðarins í mörg ár.
Cg um leið og söfnuðurinn þakk-
ar Birai sál alt starf hans í þarf-
ir safnaðarins, þá vottar hann
hlutaðeigandi ættingjum og
venslafólki samhygð sína, og bið
ur Guðs náðar og blessunar fyr-
ir ekkju hans og hans ungu dæt-
ur.
Um starf safnaðarins verður
ekki annað sagt, en að það hef-
ir gengið ágætlega, þegar tékið
er tillit til krngumstæða. Sam-
vinna hefir verið eins góð og
nokkru sinni áður, og hagur
safnaðarins í góðu lagi.
í s. 1. janúar réðist söfnuður-
inn í að kaupa Goodtempiara-
húsið. Og svo var kosin nefnd
tii að hafa það verk með höndum.
Sú nefnd starfaði með hinum
mesta dugnaði; og eins og mönn
um er kunnugt, þá var húsið og
sett á bak við kirkjuna, rifimí úr
því stafninn og það stækkað um
meira en helming. Nefndin
skifti með sé verkum; sumir
söfnuðu peningum, aðrir sáu um
verkið, en allir störfðuðu eitt-
hvað; og til marks um dugnað
þeirrar nefndar mætti geta þess,
að hún safnaði stórri upphæð af
peningum og fleiri hundruð doll-
ara virði i verki. Og um leið
skal þess getið, að alt verk við
húsið var gefið, og nú er söfnuð-
urinn ibúinn að borga út á ní-
unda hundrað doll. fyrir húsið.
Og til frekari skýringar skal
þess getið, að byrjað var á að
reyna við að flytja húsið 2. febr.,
en 8. marz var það opnað til af-
nota fyrir söfnuðinn. Bygging-
araefndin á heiður og þökk skil-
ið frá söfnuðnum fyrir dugnað
þann, er hún sýndi.
Viðvíkjandi kvenfélaginu er
það að segja, að það er algjörð-
ur óþarfi að vera ap eyða orðum
að því,. Dugnaður og verk þess
í þarfir safnaðarins er svo ai-
þekt í öll þessi mörgu ár, sem
það er búið að starfa hér á meðal
vor, að það er fyrir löngu búið
að geta sér þann vitnisburð, sem
mun lifa í þessum söfnuði eftir
að mörg af oss, sem (hér erum nú
eru fyrir löngu dauð.
Og á þessu ári hefir það fédag
starfað með sama dugnaði og
áður, eða jafnvel meiri. Fyrst
hefir það gefið til safnaðarins
meira en áður, og svo gaf það
peninga til húslýsingar, og sein-
ast tók það að sér að hirða kirkj-
una og samkomulhúsið í sex mán
uði af árinu, o.g var það marga
peninga virði fyrir söfnuðinn.
Bandalagið hefir gefið meira
til safnaðarins á þessu ári, en
nokkru sinni áður. Fyrst gaf
það peninga til húsbyggingar og
svo gaf það ríflega upphæð í
safnaðarsjóðinn.
Og síðast prýddi það kirkjuna
fyrir jólin. Og að ýmsu öðru
leyiti hefir það léð söfnuðinum
fylgi sitt. Eh þá skal nú tekið
hér fram, að það þarf að komast
á innilegra samband á milli safn-
aðarins og þess félags, því menn
mega ekki gleyma því, að þetta
er Bandalag safnaðarins, og í
þeim félagsskap liggja að miklu
leyti framtíðarkraftar safnaðar-
ins. En stundum hefir nærri
því litið svo út eins og þessi fé-
lög væru hvort öðru óviðkom-
andi. Hér er ekki verið að á-
telja Bandalagið, því það er ekki
sök í þessu, að minsta kosti ekki
nema að nokkru leyti. pví eins
og kunnugt er, þá tilheyrir öll
safnaðarnefndjn Bandalaginu og
befir bæði rétt og skyldu til að
vera þar í verki með, til þess að
hjálpa og leiðbeina hinum yngri.
En í staðinn fyrir að gjöra það,
þá sést varla nokkuratíma safn-
aðarfulltrúi á Bandalagsfundi,
hvað þá meira. Afleiðingin verð-
ur sú, að í staðinn fyrir að sam-
bandið styrkist og verði inni-
legra, þá veikist það, og hvort fé
lagið um sig fer að skoða sig
hinu óviðkomandi, nema að litlu
leyti. Fleiri ástæður mætti
télja, en ihér er ekki timi til
þess.
En þetta verður að lagast.
Bandalagið má ekki gleyma því,
að það er Bandalag safnaðarins,
og til fyrir hann. Og stærri
hlutinn af því ytra kirkjulega
verki, sem söfnuðurinn er að
vinna, er unnið af þeim sérstaka
tilgangi, að hinir «f*ngri eigi
hægra með að sjá sínum krist-
indómsmálum borgið í framtíð-
inni. Og svo er með þá eldri, að
þeir mega aldrei gleyma því, að
Bandalagið er blómið af söfnuð-
inum — blómið, sem þarf að
rækta og hlúa að, ef vel á að fara
— blómið, sem hefir sprottið
upp af okkar lútersku kirkju —
blómið, sem hefir sprottð upp af
okkar eigin kristindómi.
Djáknar. Ef til vill á engu
svæði kirkjulegs fyrirkomu-
lags höfum vér haft meira að
læra, en einmitt þar. Jafnvel
þó bæði nafnið og embættið sé
æfa gamalt í kirkjunni, þá samt
sem áður þekkist það ekki á ætt-
jörðu vorri í framkvæmdinni, og
hefir víst aldrei þekst í þeirri
mynd, sem það birtist hér hjá
oss. Svo að því leyti stóðuim
vér hér allir jafnt að vígi, þegar
það var tekið upp hér ih,já oss.
Og lengi vel framan af heyrði
maður spurt: “Hvað eiga djákn-
arnir að gjöra?” En smátt og
smátt hefir skilningur vor
skýrst, og vér höfum þroskast
svo í þeim efnum, að nú er þetta
orðið að einna erfiðasta og á-
byrgðarmesta embætti í söfnuð-
unum. Að fara með kristilegt
líknarstarf er ekkert smáræði.
Og hefir djáknum þessa safnað-
ar tekist að fara svo með það
verk, að nú þarf enginn að
spyrja: “Hvað eiga djéknarair
að gjöra?” Nú sjá allir, hvað
gjört er. — Hvað viðvíkur þessa
árs starfi, þá hefir þetta verið
eitt með erfiðustu árum fyrir
þann starfa, og veldur því sjúk-
dómur sá, sem hér íhefir geysað
og er hér enn, þó hann sé nú mik
ið í rénun.
Á síðastliðnu vori kom beiðni
frá Poplar Park söfnuði til Sel-
kirksafnaðar, um að fá séra N.
Stgr. Thorlákson til að þjóna
Poplar Park söfnuði, og fara
þangað tvisvar eða þrisvar á ári.
Og með samþykki prestsins var
sú beiðni veitt, og hefir séra N.
S. T. farið þangað þrisvar sinn-
um.
Um sama leyti kom beiðni frá
Swan River söfnuði um mánað-
ar prestþjónustu, og var sú
beiðni einnig veitt. Og þjónaði
séra N. Stgr. Thorlákson Swan
River söfnuði einn mánuð á síð-
■ aStliðnu sumri.
! Oft hefir það verið rætt manna
á milli, og jafnvel í safnaðar-
nefnd, að hætt sé við að sýna lík
í kirkjunni. Og flestum virðist
koma saman um það, að sá siður
sé hvorki viðkunnanlegur ná
heppilegur. Og án þess að fara
, fleiri orðum um þann sið, þá
leggur safnaðarnefndin þetta
mál fyrir söfnuðinn með þeirri!
[ tillögu,að hætt sé við að sýna j
| lík í vorri kirkju.
Svo leyfa fulltrúamir að bera |
fram þá tillögu, að öllum eign-J
um og reikningum 'safnaðarins
sé slegið saman í eitt.
Að endingu þakka safnaðar-
fulltrúarnir öllu utansafnaðar-
I fólki, sem að einhverju leyti hafa
1 styrkt söfnuðinn á síðastliðnu
ári. En presti og safnaðarfólki
þakka þeir fyrir góða samvinnu.
j Og óska öllum gleðilegs og hag-
| sæis árs, í Drottins nafni.
Selkirk 13. jan. 1919.
K. Jónasson forseti.
Vornóti á íslandi.
Það er mjög nauðsyalegt að nota
indsor
Dalr
!fadfftn
Ttmada
TWt CANADIAN SALT CO. LIMITEO
a
Manitobastjórnin og Alþýðumáladeildin
Greiaarkafli eftir starfsmann Alþýðumáladeildarinnar.
Egg ja f ra mleiðsla.
Sérhver bóndi, sam á annáS borS
hefir hænsarækt, ætti aS gjöra sem
allra itrastar tilraunir til þesis aS hæn-
ur verpi á veturna, á þeim tima, sem
egg eru I hæstu verSi. Til þess aS
þetta gett lánast, þarf aS hafa ungar
hænur, af réttri tegund, og gefa þeim
heilnæmt, viSeigandi fóSur.
Professor Herner, viS landbúnaSar-
skóla Manitobafylgis, gefur eftirfylgj-
andi leiSbeiningar.
Hænur sem ólust upp sfSastliSiS
sumar, eru betri varphænur en þær,
frá árinu á undan. pegar hæna er
orSin tveggja ára, eSa eldri, borgar
hún tæplegast fyrir fæSu sfna.
PóSriS, sem nota má, og eins fðS-
uraSferðin, stendur aS flestu leyti i
sambandi viS hinar mismusandi árs-
tfSir.
Hæníir tina upp skorkvikindi á
sumrin, og ýmsa aSra fuglafæSu, og
þurfa þar af lelSandi minna af tilbún-
um mat. paS er þvi sýnt, áS hvaS fóS
ur snertlr þurfa hænur margfalt betra
eftirlit &. veturna. GarSávexti eta
hæns oft á sumrum, en á veturna
verSa þau aS vera án slíks.
Kornfóður.
i Á flestum eSa öllu'm býlum er nóg
1 til af ýmsum korntegumdum sem vel
| eru fallnar til hænsafóSurs.i Hveit
er aS sjálfsögSu langbezta tegundin
fyrir varphænur, en meSan á striS-
inu stðS, mátti eigi nota slíkt WSur.
Hafrar hafa einnig reynst sérlega vel,
og þurfa þeir þá helzt aS vera muldlr
j eSa valsaSir. Nota má algengan
“roller Chopper’’ til þeas áS gjöra
hafrana sem aSgengllegasta, eSa þá
einhver önnur áhöld, sem kunna aS
vera vtS hendina, en þó ætti kjarninn
aS lianga viS hýSiS. Hinn hvfti part-
ur kjarnans er afbragSs fóSur handa
varphænum, og hæns eru afar sólgin
f Þá tegund. Hinir njuldu hafrar elga
aS vera gefnir I iláti, svo aS þeir fari
elgi til splllis. Hænsin éta þá hýSiS
og alt saman og ekkert getur eySi-
lagst. HafrahýSiS hjálpar tll þess aS
gjöra meltingu hæsanna auSveldari.
Bygg er einnig allgðS hænsnafæSa, þó
betra ef soSiB er, og má strá á gólflS
hjá hænsunum.
Gefa má hænsum einnig ómulda
hafra og hygg, kvölds og morgma.
Allar harSari korntegundir skal láta
falla niSur 1 stráiS eSa hálminn á
gðlfinu, til þess áS hænunum veitist
vinna viS aS tfna kornin upp. Slík
vinnuhreyfing er þeim sérlega holl, og
stuSlar aS meiri eggjaframleiSslu.
Handfylll af korni er nóg fyrir tvö
hæns á dag, og meS ýmsu öSru, er á-
yalt fellur tll, verSa þau vel haldin
meS þann skerf.
Eins og(áSur hefir veriS bent á. þá
eru muldir hafrar næst bezta kornteg-
undin, sem hægt er aS gefa varphæn-
um og hænsum yfirleitt. En auk þess
má, meS góSum árangri, ef mönnum
sýnist svo, aS gefa hænsum helming
af bran á mótl höfrum. En sem aS-
aifóSur er bran óhæft, enda mjög 6-
drjúgt, og sama má segja um shorts.
Blanda má sem svarar einu pundi
af vikurkolum, saman viS hundraS
pund af harSri kornmylsnu, og er það
hin holiasta hænsafæSa.
HundraS hæns munu éta aS meSal-
tali hér um bil sex til átta pund af
muldu korni, en á mdlli flmtán og
tuttugu pund af heilu kornl, á dag.
Hvað er bezt að gefa hæniun svo að
þær verpi á vetuma.
þegar um garSávexti er að jæSa, þá
er ekkeft eins gott og kálhöfuS: bæSi
eru þau ódýrarl heldur en margar aSr-
ar tegundlr, og svo sækjast hænsin
miklu meira eftir þeim en flestu öSru.
Rófur koma næst, ^næpur, gulrðfur,
eSa blóSrófur eru mjög góSar. Kál-
höfuð er gott aS festa meS vír eSa
I snæri upp í hænsahúsunum og láta
þau svo lafa nlSur. Samt þurfa þau
aS vera svo hátt uppi, aS hænsin geti
ekki náS I þau þegar þau standa á gólf
inu heldur verSa þau aS hoppa
upp , þau. Rófur er bezt aS skera í
sundur í flögur og festa þær á nagla í
veggnum. Varast ætti aS gefa hæns-
um of mikiS af soSnum kartöflum.
En gott er aS gefa þelm graut, sem bú-
inn er til úr Bran, á þann hátt aS
heitu vatni er helt út í bran —< mátu-
lega stóran skamt til þess aS gefa í
ÞaS og þaS skiftiS. Varast verSur
samt^ aB þynna þaS of mjög út; aðeins
láta nóg af vatninu til aS gjöra þaS aS
þykku deigi, og í þaS má lcta kar-
töflp hýSi og matarafgang, sem til
fellur. þetta má gefa á morgnana,
um miSjari daginn_eSa á kvöldin, en
aSeins þó einu sinnl á dag. Á búnaS-
arskólanum I Manitoba er þeim gefiS
ImS um miSjan daginn, sökum þess:
1. AS þaS er þægilegast.
2. paS varnar þeim frá þvf aS fylla
sig á því á morgnana og hýma svo
hreyflngarlaus mikinn hluta dagsins.
3. Grautur, ef hann er gefinn á
kvöldin, er naumast nógu undlrstöSu-
góSur til þess aS duga hænsum yfir
nóttina þegar hún er lengst.
Frá einu til eins og hálfs gallons af
graut er meira en nóg tll aS gefa 100
hænsum einu sinni á dag.
Mjólk og kjöt.
Undanrenning eSa áir, sem eru ódýr-
astar, eru góSar. En þar sem ekki er
hægt aS veita sér mjólk, er gott aS
kaupa dálitiS af rnöluSu beini, sem er
bæSI auSfengiS og ódýrt. Slátur, svo
sem lungu og lifur, geta Hka dugaS um
tfma. Hérakjöt eSa hrossa, eBa hvaS
annaS kjöt, sem vera vill, má nota.
I>aS, sem er á rnóti þvi aS nota kjötiS,
er, aS ef veSriB er ekki nógu kalt til
Þess aS halda því frosnu. En eftlr þvi
skyldu rrjenn muna, aS gefa hænsun-
um ekki of mikiS af kjötínu, þvi þaS
orsakar þá lífrarvæiki I þeím. KjötiS
ætti aS hengja upp I hænsahúsunum,
svo aS þau yrSu að hoppa upp I þaS.
PaS gefur þelm hreyfingu, og varnar
þvi aS þau éti of mikiS af þvf.
pegar aS malaS bein er gefiS, þá
ætti ekki aS gefa meira en hálfa únzu
tvisvar eSa þrisvar á viku handa
hverri hænu. petta skal gefa hrátt,
og I kassa eSa trogi.
Jarðefni.
pau veitast hænsunum aS nokkru
leyti í korni þvi, sem þfeim er gefiS; en
um varptimann er ÞaS ekki fullnægj-
andi, og er þá þægilegast aS gefa þeim
Oyester- skel, og grófur sandur ætti
lfka áS vera, þar sem þau gætu náS I
hann, þvf viS verSum aS muna eftir
þvi„ aB hænsin hafa engar tennur, og
þess vegna verSum viS aS láta þau ná
I sandinn til þess aS þau geti muliií
fæ'Suna, þvi annars hefSu þau ekki
not af henni. Oyester skel getur
ekki komiS I staSinn fyrir sandinn. Á
meSan á varptímanum stendur þurfft
hæns mjög miklS af henni, því úr
henni, eSa kalkefnunum, sem í henni
eru, myndast ’skurnin á eggjunum —
þess vegna þarf aS muna eftir, aS gefa
þeim nóg af henni, og llka láta þær
ná I nóg af sandi.
Ymislost.
Ef þér er ant um aS hænurnar verpi
þarf fæSan, sem þeim er gefin, aS vera
breytileg, og eins þarf oft aS skifta um
fæSutegundir, og fuglarnir þurfa aS
hafa nóga hreyfingu. Ef ðþrif eru í
hænsunum, þá er gott aS gefa þeim
laxersalt, og skal þaS gefiS einu sinni
á viku um mánaSar tima. Eift pund
nægir handa hundraS hænsum. PaS
er bezt aS leysa þaS upp I heitu vatni,
og láta þaS slSan I Brangraut,- Unn-
| fremur er gott aS gefa þeim dálitiS af
) vikurkoli; þaS eySir gasi.
j
il-
Þau gengu fram daliim svo glöð í lund,
þau gáfu hvort öðru sitt hjarta og mund,
Og vprnóttinn breiddi á grænkaða grund
glitrandi elskuunar rósir.
f faðmlögum nýgræðings blunduðu blóm,
í brekkunni greru þau, siðprúð og fróm,
og hlíðin var allstaðar ununin tóm,
|
• hvar ylgeislar spegluðust ljósir.
Miðuætursólin, svo guðlega glöð,
gylti upp efstu fjallanna röð,
en forsælan skuggaleg flúði svo hröð
og færði sig niður um ihlíðar.
Því lágnættið var nú að líða hjá,
og lóan var aðeins komin á stjá,
dansandi, syngjandi dyngjunni frá
|>að dreifðu sér hljómraddir þýðar.
Lækurinn silfurtær leið niður lilíð,
lækur, sem raulaði vorkvæðin blíð,
lækur, sem þekt-i’ ekki styrjöld né stríð,
með straumhraða rann fratn í ána.
Hún tók hann með gleði og gaf honum koss,
og gleðin varð hávær að fá þetta hnoss,
j)ví nú fékk hún magnið og myndað gat foss
og niargraddað sönginn hinn frána.
Straumandarblikinn liann vingsaði væng
og virtist ei óttast neinn mótstöðu ihæng,
j»ó litfríða konan hans lægi á sæng
í lynginu vestur í mónum.
Hann stakk sér í hylinn og fann þar fisk
og fylti síns heimilis kræsinga disk
og færið til konunnar vænlega visk,
vaggandi á sundfitja skónum.
Grábílda makráð í lautinni lá,
1 því lyistugur ilmur barst þúfunni frá,
og dóttirin frjálslega dvaldi þar hjá,
dreymandi í náttkyrðinni.
Litla Móliosa lék sér um hól,
lamhadrotning, á þrílitum kjól,
með broskendu jarmi hún brá sér í skjól
við brjóstið á mömmu sinni.
Bleikála gamla við götuna lá,
gigtvar í faúi, sem vildi’ ’ana hrjá;
•samt var hún g’óðlynd og glaðleg, að fá
að ganga nú láus fram á heiði.
Og Glófaxi litli um grundina rann,
af gjörvileik sínum drjúgur var hann,
og bar sig sem fókur, sem borið gat mann
á brunandi, flughröðu skeiði.
Xfi komu svanirnir suðrinu frá
og settust með liávaða tjörnina á;
hann heillaði gleðina, söngurinn sá,
en sorgirnar runnu á flótta.
Og fossinn söng bassann svo drynjandi djúpt,
en dillandi fjörugt oghreinlegt og mjúkt,
j>ví eðliðyvar ekki af seirunni sjúkt
eða sjálfbirgings tilgerðar þótta.
Sólskins bekkuritin breikkaði fljótt
og bar því á móti að til væri nótt,
og loftið var iðandi af gleðinnar gnótt,
það glumdi við söngfuglakliður.
Og hlíðarnar mynduðu gullroðinn geim,
og geislarnir færðust að bæjunum heim
og fældu burt iskugganna sigandi sveim;
þar sigraði árdegis friður.
Vonglöð í bænum vaknaði þjóð;
vorblíðan gaf henni starfrækslu móð,
og reykurinn upp úr strompunum stóð
og sterklegir katlar á hlóðum.*
Bergmál úr fjallinu heyrðist og hó,
nú lióaði smalinn frá efstu tó;
hann kallaði ærnar á kvíanna þró
frá klettanna margbreyttu slóðum.
Þau dvöldu við klettinn, þar kyrðin fanst vær,
og klöppin var álitiíi huldufólks bær,
því smalarnir sáu þar siðprúða mær
sitja með barnið á armi.
Þau vöknuðu’ af dvala og dreymandi ró,
og dásemdar minning í huganum bjó;
því vornóttin blíða þeim fært hafði/fró
oig friðaði hjartað í barmi.
Hann sagði: “Nú skulum við venda til vegs,
svo verðum frí við alt spurninga reks.
Komdu nú, góða, því klukkan er sex
og komið að búverka tíma.
Það ,sem við séð böfum þessa nótt,
j»að mun vart úr huganum líða fljótt,
því ástina glæðir og andríkan þrótt
hin íslenzka, sólbjarta gríma.
Þau gengu heiin dalinn svo glöð í lund,
}>ví guð hafði blV»ssað þeim sælustu stund,
og leyft þeim að halda sinn friðsæla fund
með fö$huð í hjartnanna sölum.
Þeim gleymd voru og horfin öll mannlífsins mein,
en minning var fest við hvern einasta stein;
því hvergi grær trygðin jafn indæl og hrein
sem íslands í hjartfólgnu dölum.
. Jón Stefánsson.
Wonderland.
Margir hafa dáðst að mynd-
inni, sem sýnd var á Wonderland
fyrsitu daga j?essarar viku, “The
Soul of Buddha”, en til þess að
sjá jafngott eða betra, þurfa
menn ekki annað en að horfa á
myndimar á Wonderland á mið-
viku- og fimtudaginn. j?á verð-
ur sýndur nafnkunnur kvik-
myndaleikur, sem heitir “Bos-
ton Blacckies Littly Pal”, og leik
ur Bert Lytill aðalhlutverkið.
Orpheum,
Margir munu kannast við rit-
höfundinn og leikarann, Paul
Dilkey, er samið heffr leikri^ið
“The Misleading Lady” og ‘Ghost
Breakers”.. Á mánudagnn 3.
marz sýnir Mr. Dickey nýjan
smáleik eftir sjálfan sig, sem
nefnist “The Lincoln Highway-
man ’’.
í viðbót við leikritið verða á
skemtiskránni margskonar hljóð
færasláttur og söngvar, ásamt
margvíslegum íþróttasýningum.