Lögberg - 27.02.1919, Síða 6

Lögberg - 27.02.1919, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1919 KHka ei æfi sköll, 'lt. sem VerCl vors a8 geislura Vegi llfsins 4 Evangelina. Framhald. Rödd prestsins var hrein, einlæg og blíð, og full meðaumkvunar. Og hún hafði friðandi áhrif á hinar æstu tilfinningar mannanna; og þessir sterku menn krupu niður með hjörtun full af trega og augun af brennandi tárum, og báðu meb Feleeian: ‘ ‘ Faðir, fyrirgef þeim. ’ ’ I bænum biðu konurnar og börnin óþreyjufull eftir mönnum símtm og feðrum. En dagurinn leið og þeir komu ekki. Nóttin kom, og enn voru þeir ókomnir. Og enginn sofnaði þá nótt í litla bcenum Grand Fré. Evangeline, sem var óttaslegin og kvíðafull, læddist út í kirkjugarðinn, en sá engan mann. Hún hlustaði við kirkjudyrnar, en heyrði ekkert. Hún kallaði á Gábriel en fékk ekkert svar. Þannig. liðu fjórir dagar. En á fimta degi létu hermennirnir boð út ganga til kvenfólksins og bamanna í bænum, að þær skyldu búast til burt- ferðar sem bráðast. Og þær tóku saman það litla, sem þær gátu borið með sér. Siíðan voru allir reknir af stað, /bonur og börn. Og þegar að fram hjá kirkjunni var farið, var föngunum hleypt út. En á meðan námu konurnar og tíörnin staðar í kihkjugarðinum. Og þegar að Gabriel fór út um kirkjugarðs- hliðið — sáluhliðið — náði Evangeline í hann, leit tárvotum augum á hið föla andlit mannsins og mælti: “Reyndu að vera glaður, Gabriel, því ef við í sannleika elskum hvort annað, getur ekkert að- skilið okkur eða gjört okkur mein.” Þar næst kom hún auga á föður sinn, og henni varð bilt við. Svipurinn var að vísu hreinn, eins oghann varávalt, en andlitið var orðið fölt — lífs- gleðin horfin, og þungi þess virtist leggjast yfir hann með ofurmagni. Evangeline hljóp undireins til hans, vafði örmum sínum um háls honum og reyndi alt, sem hún gat, til þess að telja í hann kjark. Þannig hélt fólikið áfram niður að sjónum, þar sem bátarnir biðu eftir því. Hermennirnir ráku það í bátana og slitu lcon- urnar frá mönnum sínum og börn frá mæðrum. Á meðal þeirra, sem um borð voru fluttir fvrsta daginn, voru þeir feðgamir Basil og Gabri- el; en ekki fengu þeir að vera saman, heldur voru þeir settir í sitt skipið hvor. Þannig var haldið á- fram, þar til dagur var að kvöldi kominn. Þá var hætt og fólkið, sem eftir var, mátti berast fyrir á ströndinni um nóttina, og á meðal þeirra var Ev- angeline og faðir hennar Benedikt. Það tíndi 8aman sprek í fjörunni, kveikti eld og settist svó í kringum hann, hljótt og harmþrungið. Það var að hugsa um heimilin, sem það hafði átt, og sem því hafði liðið svo vel á — en af þeim höfðu verið teikin, og það átti aldrei að sjá framar. Og í bæn- um stóð búsmalinn heima á stöðli, og enginn var til að sinna honum. Einn af þeim, sem náttstað hafði á ströndinni þá nótt, var presturinn Felecius. En hann hélt ekki kyrru fyrir. Frá manni til manns gekk hann að hugga og hressa. — Þannig leið nóttin; og þeg- ar að inorgunsólin sendi geisla sína morguninn eftir yfir bygðir og ból mannanna, og líka yfir iiópinn sjúka og sárþreytta á ströndinni, var Ev- angeline orðin ein síns liðs. Maður hennar slit- inn frá henni á grimdarfullan hátt, en faðir henn- ar lá andvana við fætur hennar á ströndinni — hafði sprungið af harmi um nóttina. — Aðskildir, og langt í burtu frá ættstöðvun- um, voru útlagarnir frá Acadia settir á land á fjarlægum og óþektum ströndum. Allslausir voru þeir, svo þeir urðu að byrja að nýju — byggja sér ný heimili, og nema ný lönd. Og á meðal þeirra var Evangeline. Á með- al þeirra fór hún hæversk, hljóð og með hjartað fult af harmi út af ástvinamissinum. Hún hélt alstaðar spurnum fyrir um Gabriel, en enginn hafði séð hann. En við og við heyrði hún óábyggilegar sögur um það, að hann væri í þessum eða 'hinum staðnum. Og þannig gekk það ár eftir ár. Vinir henn- ar beiddu hana að hætta leitinni og giftast öðrum manni, því enn var hún beztur kvenkostur, sem til var í bygðum þeirra. Enn var hún fögur, góð og ávann sér ást og virðingu allra, sem henni kynt- ust. En Evangeline svaraði þeim beiðnum neit- andi, og hélt stöðugt áfram leit sinni. . En Evangeline var ekki sú eina af þessu Acadia-fólki, sem slitin var frá vinum og vanda- mönnum. Og það var ekki hún ein, sem var að leita. — Margir, margir fleiri vour að leita. Svo slóu þessir leitarmenn sér saman, og fengu prest- inn Felecius fyrir leiðsögumanm 0g af því að vegleysur voru í landi, fengu leitarmennimir sér bát, og í honum ferðuðust þeir eftir Missisippi- ánni á daginn, en á nóttunni tóþu þeir sér náttstað undir beru lofti á bökkum árinnar. Þannig hijlt fólk þetta áfram leitinni. Og Evangeline var léttari í lund en hún hafði átt að sér. Því hugboð hennar sagði, að nú væri ekki langt á milli hennar og Gabriels. Það hafði frézt, og sú frétt hafði komist til eyrna Bvangeline, að Basil faðir Gabriels hefði reiist sér bú á bökkum Techeárinnar. 0g þangað var ferðinni heitið fyrir þeim Evangeline og Fele- cius. Og eftir harða útivist og langa, fundu þau Basil, og varð þar fagnaðarfundur mikill. Basil átti stóran búgarð og margt nautgripa. — En Gabriel fundu þau ekki, því hann hafði lagt upp þá um morguninn niður ána, og hafið farið framhjá leitarmönnum fyrir dögun, þar sem þeir sváfu á árbakkanum, án þess að 'hann yrði var við þá, eða þeir við hann. , Þessi frétt fékk mjög á Evangeline, og hún hallaði sér upp að brjósti Basil og grét sáran. Basil hughreysti hana og mælti: “Við skul- um undireins fara á eftir honum, og eg er viss um áð við náum honum, því hann ætlaði ekki nema til Alayes. ’ ’ Svo var liátnum aftur hrundið á flot. Og Basil og Evangeline lögðu af stað að leita Gabri- els. Eftir ánum fóru þau eins mikið og þau gátu, en stundum þurftu þau að fara í gegnum myrka og vegalausa skóga. Og að síðustu komust þau til Alayes. En þar biðu þeirra engar fagnaðar- fréttir, því Gabriel hafði lagt upp þaðan þann sama dag til norðurs, í áttina til sléttanna víðáttu- miklu en fjarlægu. Og þannig höfðu örlögin hag- að því enn, að þau næðu ekki saman. En Evangeline lét ekki hugfallast. Hún unni Gabriel hugástum, og engin torfæra var svo mikil á vegi hennar, að hún vildi ekki reyna að yf- irstíga hana. Engir erfiðleikar svo sterkir, að elska hennar til Gabriels væri ekki sterkari. Það var og sama þráin — sami kærleikurinn, sem gerði Gabriel ómögulegt að halda kyrru fyrir hjá föður sínum, heldur rak hann af stað — af stað út í ó- bygðiro g eyðiskóga, þar sem veiðimenn úr bygð- um héldu sig, ef ske kynni að einhver þeirra kynni að geta sagt honum frá Evangeline. Að nýju héldu þau Evangeline og Basil á- fram leitinni, í norðurátt, til sléttanna miklu. Og eftir langa útivist komn þau til triiboða nokkurs, sem lieima átti í smáþorpi einu vestan í hinum miklu Ozarkfjöllum. Þreytt og niðurbrotin beiddu þau trúboðinn um gistingu, og Evangeline sagði Iionum hina raunalegu sögu slma. Trúboðinn sat hljóður eftir að hún liafði lokið máli sínu, og mælti með viðkvæmum hluttekningarróm: “Það er ekki vika síðan að Gabriel sat þar, sem þér sitjið nú, og sagði mér þes/sa sömu sögu. Og þegar að liann hafði hvílst, hélt (hann leiðar sinnar.” “Og einu sinni enn höfum við farist á mis,” sagði Evangeline hrygg í huga. “Hann fór ekki norður,” mælti þresturinn, “og þegar að veiðitíminn er úti íhaust, þá kemur hann hingað aftur.” “Lofið mér að bíða hjá yður þangað til,” mælti Evangeline, “því eg er bæði þreytt og hrygg.” Og þar eð það þótti það ráðlegasta, úr því sem gjöra var, sneri Basil heim til sín ásamt Indíána, sem þau höfðu haft fyrir leiðsögumann. En Evangeline varð eftir hjá trúboðanum. Seint ,og seint liðu dagarnir. Það var eins og hver mánuður væri heilt ár. Samt leið sumarið og haustið kom. En Gabriel kom ekki með því. Vet- urinn leið, og vorið kom á ný, en ekki kom Gabriel. *En þá bárust fréttir til Evangeline, að Gabri- el hefði veiði stöð í skógunum hjá Michigan og stundaði dýraveiðar. Og Evangeline bjó ferð sína og fór þangað, og fann húsið, eða kofann, er hann hafði búið í. En Gabriel var auðsjáanlega farinn þaðan fyrir löngu, Jrví þakið á kofanum var fallið inn. Svo liðu mörg ár, og altaf var Evangeline að leita. En hvernig sem hún reyndi, gat hún aldrei fundið Gabriel. Að síðustu kóm hún í smábæ einn, er Penn Ileitir. Þangað hafði Leblanc, lög- maðurinn frá Acadia, fluzt. Og þar hafði hann dáið fjarri öllum sínum börnum, nema einu, sem hjá honum var síðustu stundir lífs hans. 1 þessum íyia bæ settist Evangeline að, og tók sér fyrir hendur að líkna fátækum og sjúkum. Svo kom drepsótt í bæ þenna. Fólk dó hrönn- ur saman, og nálega hvert mannsbarn í bænum veiktist. I^ema E\rangeline. Hún gekk á milli þeirra sjúku og hjúkraði þeim nótt og dag. Og þegar að hún gekk um sjúkrahúsin, þá stóðu úr augunum veiku, og jafnvel liálfbrostnu, þakklæt- isgeislar; og af vörum þeirra heyrðist: “Guð blessi þig.” “Einn sunnudagsmorgun var Evangeline á leiðinni til húss þar í bænum, þar sem fátæklingar láu veikir. Hún var að vita hvernig þeim liði, og var með blóm í höndum, sem hún ætlaði að gefa þeim. Veðrið var fagurt, og henni virtist eins og einhver friðandi rödd hvíslaði að sér, að erfið- leikunum væri nú lokið. Þegar hún kom á sjúkrahúsið, sá hún að marg ir hö^fðu dáið um nóttina, og að nýir menn voru komnir í rúmin þeirra. Hún rendi augunum yfir hina nýkomnu menn, og þau staðnæmdust við mann, sem lá í fátæklegu rúmi út við glugga, sem var á veggnum. Maðurinn var gamall, en hita- veikin gjörði hann rjóðan í andliti, og geislar morgunsólarinnar skinu í gegnum gluggan á and- lit hans. — Það var járnsmiðssonurinn Gabriel. Evangeline kallaði tillians, og Gabriel beyrði rödd hennar. Og fyrir hugskotssjónum hans liðu mynd- ir frá löngu liðinni tíð. ‘ ‘ Gabriel! Ó, elsku Gabriel! ’ ’ brauzt út af vör um Evangeline, um leið og hún kraup á kné við /hina fátæklegu hvílu. Gabriel opriaði 'augun ©g þekti hana — fann handartaik ihennar svo mjúkt, og brennandi brúð- arkoss á vörum sér. — Hann reyndi að tala — reyndi að nofna nafn Evangeline — en gat það ekki, því Ijós augnanna var slokknað, og höfuðið hneig máttvana að brjósti Evangeline. Stríðið var á enda. Elskendurnir höfðu mæzt, og Evangeline beygði höfuðið í djúpri lotningu, niður að ástvininum látna. Og frá hjarta hennar steig í himininn þetta andvarp: “Faðir, eg þakika þér.” S'lík er saga Evangeline. Nú í sumar, 1918, meira en hundrað árum eft- ir að þessi sorgarsaga gjörðist, hefir Canada Kyrrahafsbrautar félagið keypt hið forna heim- ili Evangeline í Grand Pré í Nova Sootia; og hefir félagið ákveðið að láta gjöra þar lystigarð. Og þar á að reisa minnisvarða Evangeline, sem Phi- lippe Herbert hafði í smíðum er hann dó, og ætl- ar sonur Herberts að ljúka við hann. IX. Stund. V ald vanans. 1. Æ, lærðu maður! að hræðast vald vanans. Það, sem þú í fyrstu áttir /hægt með að vera án, gjörir vanin þér að nauðsyn, og liann neyðir þig til, oft á móti betri vitund, að fullnægja þessari nauðsyn við og við. 2. Drykkjumaðurinn liafði í fyrstunni á- nægju af þeirri glaðværð, sem hófleg nautn áfengs drykkjar veitti ihonum. Honum fanst hann lifna allur eins og af einíhverju heilsusamlegu læknls- meðali. 3. Haim sætti lagi að veita sér þessa ánægju á ný, eða naut hennar oftast, þegar eitthvað ógeð- felt kom fyrir, sem svifti hann gleði. 4. Honum liafði aldrei til hugar komið, að hann með þessu móti gæti orðið að drykkjurút, sem á síðan mundi baka sjálfum sér fyrirlitningu allra góðra manna, konu . og börnum grát og gremju, inundi sóa út eigum sínum, og jafnvel ílýta dauða sínum. 5. Fvrst framan af fann liann hjá sér nægi- legan styrkleika til að geta vanið sig af drykkju- skapnum hverja stund sem hann vildi, og hann taldi það víst, að svo mundi altaf verða. 6. En hionum brást það. Vegna óaðgætni hans í upphafi varð yfirsjónin að lesti, vaninn að óviðráðanlegri girnd, honum varð ekki við hjálp- að, svo hann steyptist í glötunina. 7. Speglaðu þig, maður! í þessu dæmi, og trúðu því að lítil synd leiðir æfinlega til annarar stærri. Eins og eitrið vinnur ekki einungis á þeim hluta líkamans, sem það beinlínis snertir, heldur læsir sig líka út í alla útlimi, eins mun líka ein ódygð, isem þú heldur að þér sé óhætt að byggja inn í hjarta þitt, spilla öllum þínum innra manni. 8. Þess vegna máttu ekki leiða hjá þér nokkra iþína yfirsjón, hvað lítil sem er. Gættu þess: hún stendur eins og varða í vegi þínum og bendir þér á glötunina. 9. Maðurinn er einmitt jafn fallinn til ills og góðs. Syndin bendir honum og dygðin bendir honum. 10. Forsjónin gaf honum frjálsræðið og sam- vizkuna, svo hann getur þekt og valið hið góða. 11. Gæti manninum ekki yfirsést, væri ekki um styrk að tala, eða breyta rétt; án tilefni til syndar, væri ekki tilefni til dygðar. 12. Það, sem er jarðneskt í þér, dregur þig án afláts til jarðnesks unaðar. Það, sem er andi, sækist eftir hinu heilaga og guðdómlega, og þráir hið eilífa, sem andinn á skylt við. 13. Forsjónin gaf þér skilningarvitin, til að skynja með fegurð sköpunarverksins, og til að auka ánægju þína á jörðinni með skynsamlegri nautn hennar jarðnesku gáfna. En þú syndgar með nautninni, þegar þú hennar vegna vanrækir æðri skyldur. 14. Hinn dvgðugi nýtur unaðssemda lífsins, en setur girndum sínum skorður; hann lætur and- ann hreinsa og helga sérhverja nautn og tilfinn- ingu. 15. Aldrei lætur hann holdlega fýsn verða að skaplesti, er með stjórnlausu valdi geti veikt og niðurkæft alla betri vitund. 16. Hann veit að skaplösturinn mundi leggja fjötur á skynsemina, brjóta niður musteri guðs í brjósti hans, svifta hann rósemi og gætni á sjálf um sér, styrk til hins góða og sérhverri dygð. 17. Hann sér sig í spegli á hinum úttaugaða syndara, þar sem hann skjögrar áfram fölur og tærður, með eitruðu blóði í æðunum, með hugleysi og hræðslu í hjartanu; þar sem hann nýstist dauð- ans kalda hryllingi með kvíða og skelfingu; þar sem hann hrapar frá smán til smánar, frá einum glæp til annars, því skaplösturinn dregur hann á- fram að glötunardjúpinu, unz út af sloknar alt í einu hans dapra lífsljós. 18. Hann veit hversu fljótt lítil fýsn, sem liefir sín upptök í holdinu, þróast þegar henni er ekki stjórnað; hann flýtir sér að kæfa hana niður, svo hann verði ekki hrifinn af vananum og síðan fjötraður af lestinum. 19. Ef þú vilt, maður! geta stjórnað sjálfum þér, og ekki láta girndir þínar vfirbuga þig, þá farðu og breyttu eftir dæmi hins dygðuga. Verðlaunaritgjörðir Sólskins, Graminia P. O., Alta., 15. jan. 1919. Kæri ritstjóri Sólskins! Eg skrifaði dálítið á blað um Oanada, um dag- inn, rétt fyrir jólin, eftir að tilboðið kom í Lög- bergi, og eg hélt að það væri ekki til neins að senda hana. En þegar eg sá að þetta kom aftur í blað- inu í dag, þá datt mér í hug að það væri bezt að láta blaðið fara. Eg spurði mömmu og pabba, hvort eg mættj senda það, og sögðust þau ekki skyldu skifta sér af því, og gáfu mér bæði umslag og frímerki. Eg á bágt með að skrifa 'íslenzku, af því mér var kent að lesa íslenzkuna fyrir tveim ár- um, en ekki að skrifa hana, svo eg verð að fara eftir ís'Ienzku bókunum. Eg og systir mín erum að lesa Islendingasögurnar á kvöldin, og mamma og pabbi segja að við séum fluglæs. Systir mín skrifaði líka um daginn, en eg veit ekki hvort lmn sehdir sitt. Við erum orðin.tólf ára núna, en vor- um það ekki um daginn, þegar við skrifuðum. Blaðið þitt, Sólskin, varð nokkuð til að herða á okkur með að læra að lesa islenzku. Við lesum það æfinlega fyrst af Lögbergi. Með virðing Lárus Oliver. Canada. Canada er stórt land. Það er meira en helm- ingur af Norður-Ameríku. Það er kallað að vera nokkuð yfir hálfa 'þriðju miljón ferhyrningsmílna enskar að stærð, og er skift í 9 fylki. Þar að auki er stór hluti af norðvestur landinu, er ekki er enn orðið fylki. Jarðvegurinn er frjór í Canada, en mikið af landinu er enn skógi vaxið, en er gott til ræktunar þegar búið er að hreimsa það. — Það eru margar tegundir af málmum í Canada, og auk þess kol og olía. Eg sá í enska blaðinu um daginn, Edmonton Bulletin, að það væri 60 prósent af öll- um kolum, sem til eru í Canada, sem væru í Al- berta. — St. Lawrence fljótið er stærsta áin í Can- ada, og rennur hún austur í Atlantshafið, en hefir upptök sín í stórvötnunum. Mackenzieáin er næst að stærð. — Stóra Saskatchewan er ein af stóru ánum í Canada. Hún rennur einn fjórða úr mílu frá húsinu okkar, og rennur niður í Winnipeg- vatn, en kemur úr Klettafjöllunum. Klettafjöllin liggja frá suðri til norðurs, norður að Ishafi, sem er norðan við Canda; Atlantshafið er að austan, en Kyrrahafið að vestan. Það eru mörg stór og smá fiskivötn í Canada, og mikið af fiski er veidd- ur úr þeim. — Það er mikil kvikfjárrækt í landinu, af hrossum, nautgripum, kindúm, svínum 'og tömdum fuglum. Líka er hér mikið af viltum dýr- um, sem eg get ekki nefnt, af því eg veit ekki ís- lenzku nöfnin á þeim. Það er sagt að most af þeim sé hér langt norður frá, og margir fara þangað til að veiða þau. — Eg veit mikið rneira um Canada, en eg veit ekki hvað eg á skrifa, til þess að Sól- skininu líki, og skrifa því ekki meira núna. Oss þykir leiðinlegt, að liafa ekki fleiri en þrem verðlaunum á að skipa; því sumar af ritgjörðum þeim, sem oss bárust, eru prýðis vel úr garði gerð- ar; og þar á meðal þín. Frágangur þinn á grein- inni ber vott um að þú ert vandvirkur drengur, vel hugsandi og skrifar ágætlega vel. Ritstjóri Sólskins. Að vera góður drengur. 1. Að brúka ekkert tóbak. 2. Drekka ekkert áfengi af neinni tegund. 3. Varast allan vondan félagsskap. 4. Hafa ékki ljótt orðbragð af neinu tagi. Vera fáorður. Segja aldrei ósatt. 5. Ef þú hefir eitthvað verk að Vinna fyrir aðra en þig sjálfan, þá gjörðu það eins vel og þú getur. 6. Að vera hlýðinn við mömmu og pabba, og gjöra alt fyrir þau, sem hann getur, og gjöra þeim lífið sem ánægjulegast. 7. Að vera góður við systkini sín, sem eru yngri en hann og þurfa hjálpar með. 8. Að vera altaf reiðubúinn til að hjálpa þeim, sem eru minni máttar en hann. 9. Hugsa altaf um að læra eitthvað gott og nytsamt, og sem gæti orðið honum að einhverju gagni á lífsleiðinni. 10. Vera þægilegur við alla og prúður í framgöngu. 11. Fara vel með skepnurnar, sem liann á, eða er trúað fvrir. 12. Að þvo sér þrisvar á dag. 13. Að fara altaf snemma að sofa á kvöldin, og lesa altaf bænirnar sína um leið. Margt er það fleira, sem þarf til þess að vera góður drengur, en eg held að þetta sé það nauð- sjmlegaeta. Guðfinna Hrefna Eyvindsson (11 ára). Westbourne, Mau. KÖTTURINN. Frúin: “Hver hefir brotið fallegn könnuna mína?” Vinnukonan (nývistnð): ‘‘Kötturinn. ” Frúin: Ilvaða köttur ?” Vinnukonan: “Er nú enginn köttur hér. Það kalla eg skrítið heimili, að hafa engán kött. Ilverium á þá að kenna um það sem brotnar?”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.