Lögberg - 13.03.1919, Blaðsíða 4
4
r
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. MARZ 1918
Minnisvarðamálið.
i.
Eins deildar og meiningar vor íslendinga
eru vanar að vera í flestum málum, þá eru þó
til mál, sem vér getum verið því nær sammála
um — sem svo eru helg og hrein, að vér drögum
skóna af fótum vorum, og tökum höndum sam-
an um þau í saunri,lotning, eins og góðum mönn-
um og konum sæmir, þegar ræða er um þýð-
ingarmikil velferðarmál.
II.
Eitt slíkt mál er minnisvarðamálið.
Fáir eru þeir, sem hafa látið til sín heyra í
í sambandi við það mál, er ekki álíta það nokk-
urnvegin s.jálfsagt —sem ekki álíta það skyldu
sína, að styðja að því að heiðri þeirra manna
af vorum þjóðflokki, sem fóru í stríðið til þess
að berjast fyrir frelsi og mannréttindhm, og til
þess að Játa lífið fyrir þau, sé á sérstakan hátt
af oss á lofti haldið, svo að hann um ókomnar
aldir geti verið talandi vottur um hreysti, dreng
skap og fórnfvsi íslendinganna, sem hér höfðu
tekið sér bólfestu, þegar að landið, þeir sjálfir
og afkomendur þeirra í því, voru í dauðans
hættu.
Aðeins virðast vera skiftar skoðanir um
það, hvernig að slíkt minnismerki eigi að vera,
hvort það eigi að vera minnisvarði, eða þá að
byggja skpli einhverskonar líknarstofnun, til
minningar um þenna mikilvæga atburð.
III.
Það virðist vera í augum uppi, úr því að
Islendingar annars finna til þessarar þarfar,
sem er ljós vottur um manndóm og óspiltar til-
finningar, þá þarf þetta minnismerki að vera að
einhverju leyti sérkennilegt. Þarf fyrst og
fremst að túlka hina miklu fórn, sem færð hefir
verið.
T öðru lagi ástæðuna fyrir tilfinningu þeirri
sem vakið hefir hjá oss réttmæti þessa fyrir-
tækis og þörf, sem er hinn sérstáki uppruni vor
og eðli. Því ef að það lægi ekki hér til grund-
vallar, hvaða vit væri þá í því fyrir oss, sem sér-
stakur þjóðflokkur, að fara að reisa minnis-
merki fáeinum mönnum af þeim, sem féllu í
stríðinu frá Canada, en ekki öllum?
Yæri þá ekki sjálfsagt að taka að einhverju
leyti þátt í því, sem kann að verða gjört í þessa
átt af innlendu fólki? Jú, vissulega.
Það er engum vafa bundið, að það er hið
sérstaka íslendingseðli vort, og hinn þjóðernis-
legi skyldleiki, við þá af voru foreldri, sem líf-
ið létu oss til frelsis í stríðinu mikla, sem þörf-
ina vekur til þessa verks, og knýr óss fram til að
sjá því borgið, og með því minningu þessara
föllnu ættbræðra vorra, um aldur og æfi.
IV.
Minnisvarði er það eina, sem slík sérkenni
getur borið með sér.
Menn tala um líknarstofnanir. En á móti
þeim mælir það, að ef þær eiga að vera meira
en nafnið tómt, þá erti þær mjög dýrar. í öðru
lagi yrðum vér að gjöra eitt af tvennu, safna
starfrækslufé svo miklu umfram stofnféð, að
vextirnir af því yrðu nægilegir til þes's að starf-
rækja stofnunina, og hlyti það að verða feikna-
mikil upphæð, ef þetta ætti að vera minningunni
samboðið. Eða þá að öðrum kosti að binda
eftirkomendum vorum þann bagga, að sjá slíku
fyrirtæki borgið peningalega, en til þess höfum
vér engan siðferðislegan rétt, og gætum með
engumóti búið svo um, að þeir væru skyldugir
að sjá því farborða — og gæti það því hæglega
komist á vonarvöl, eða eyðilagst með öllu, nema
því aðeins að hið opinbera tæki það að sér, og
úr því yrði ekki á nokkurn hátt hægt að merkja,
hvernig eða í hvers minning það hefði orðið.
f þriðja lagi, þó að slík bygging yrði bygð,
þá gæti stíll hennar ekki borið með sér þau sér-
einkenni, sem gefa þessu fyrirtæki sérstakan til-
verurétt og gildi, og gæti því með engu móti náð
því takmarki, að verða varði með íslenzkum ein-
kennum í sögu þessa lands.
Minnisvarði er það eina, sem slíkt getur.
Minnisvarði, sem til hefir orðið í íslenzkum
heila, og sem sniðinn hefir verið úr köldu og
dauðu efni af íslenzkri list, þar til hann hefir
fengið á sig þau lífseinkenni, sem um er að ræða
Þá er minningu þessara manna borgið á þaiin
eina viðeigandi hátt. Og þá er þrá vorri sval-
að — þegar hin í'slenzka sál talar til vor frá
Jiessu minnismerki, á máli því, sem er allri
rödd fegra.
Þegar að menn tala um að minnisvarðar úr
steini séu kaldir, dettur oss í hug lítið atvik, er
fyrir oss kom veturinn 1909. Vér vorum stadd-
ir fyrir utan Edinborgarkastalann, og vorum
að virða fyrir oss hið dýrðlega útsýni, sem
mætir auganu frá þeim sjónarhól. Og á meðal
annars, sem maður sér, er minnisvarði Sir
Walter Scott, sem stendur við Princess Street
þar í borginni. Hjá oss stóð aldraður Skoti.
Vér snerum oss að honum, óg spurðum hann að
hvaða minnisvarði það væri, sem stæði þar niðri
við veginn. Hann þagði dálitla stund og mælti
síðan, og virtist klökna við: “ Walters.” Ekki
Sir Walters Scotts, heldur bara “Walters”.
Varðinn var ekki þessum manni kaldur
steinn. Hann sá ekki steininn kalda — hugsaði
aldrei um hann sem kaldan stein; heldur var það
hinn mikli, hreinhjartaði drenglyndismaður, Sir
Walter Scott, eða eins og hann nefndi hann
“Wal'ter”, sem hann sá.
Að segja að þeir minnisvarðar séu kaldir,
sem reistir eru þeim mönnum, sem fórnað hafa
lífi sínu meðbræðrum sínum til uppbyggingar
og blessunar, nær ekki nokkurri átt. Þeir menn
sem engan yl finna streyma frá slíkum minnis-
vörðum, eru tilfinningarlausir — eru steinkald-
ir sjálfir.
Þetta minnismerki, þegar það verður reist,
og vér erum sannfærðir um að það verður fyr
eða síðar, getur aldrei orðið kalt, því það minnir
á þann atburð í mannkynssögunni, sem flestum
öðrum er þýðingarmeiri — á sigur réttlætisins
yfir ranglætinu — sigur vona framtíðarmanns-
ms yfir vonleysis áþján. Og vér erum sann-
færðir um, að að þúsund árum liðnum falli þeir
sem þá byggja þetta land, fram við altari þess-
arar myndastyttu í þögulíi en hjartfólginni þakk
lætisbæn til frumbyggjanna íslenzku, sem mynda
stvttan segir þeim að hafi látið lífið til þess að
verja land þeirra, í því ægilegasta stríði, sem
heimurinn hefir nokkurntíma þekt.
V.
Og vér höfum möguleikana á að gjöra þetta
og gjöra það eins og á að gjöra það, ef við aðeins
viljum skilja þá, og viljum svo hjálpast að því
eins og einn maður. Ef við viljum nú gleyma
öílu sundurlyndi, og leggjast allir á eitt, þá er
verkið svo létt að enginn mundi finna. til þess.
Og á þann hátt, og hann einan, getum vér gjört
þetta svo, að til heiðurs verði minning hermann-
anna, og oss sjálfum samboðið.
t öðru lagi er þess að minnast, að hér í
Vesturheimi er nú staddur sá eini maður, sem
til mála getur komið að vinni þetta verk, Einar
Jónsson, sem eftir langt og biturt stríð á braut
listanna, er þeir einir þekkja, sem því hafa
mætt — hefir hlotið viðurkenningu fyrir að vera
einn af þeim frumlegustu mönnum á því svæði,
sem Evrópa hefir þekt. Og einmitt fyrir þá
sök, að hann hefir matið meira listina heldur en
bönd vanans, hefir aldrei fengist til þess að
beygja sig undir hinar fast settu reglur hinna
svo kölluðu listaskóla, hefir fjallgangan orðið
honum miklu erfiðara heldur en ella. En slíku
eiga þeir vanalega að mæta, sem ekki vilja láta
f jötrast af böndum vanans eða beygja sig undir
vilja fjöldans, heldur sigla sinn eigin sjó, hvað
sem tautar —hafa nógu mikið andlegt þrek til
þess að standa við hugsjónir sínar og sigra, eða
þá að falla að öðrum kosti. — Þegar að þau hjón
Mr. og Mrs. Einar Jónsson voru hér norðurfrá
síðastliðið sumar, var minst á þenna minnis-
\ arða, sem væntanlega yrði reistur, við hann,
og oss er kunnugt um, að hann hefir hugsað sér
minnismerki, sem hann sjálfur segist vera á-
nægður með, og sem að sér finnist að geti verið
samboðið minningunni, sem það á að halda lif-
andi og á lofti í þessu landi á komandi öldum;
og er þá mikið sagt, því Einar er vandlátur í
þessum sökum, bæði við sálfan sig og aðra.
Um þessa hugmynd Einars getum vér ekki
sagt mikið að þessu sinni, því vér höfum hvorki
nógu nákvæma lýsingu á hugmyndinni, né held-
ur leyfi höfundarins til þess að auglýsa hana.
En hitt getum vér /sagt, að hann sjálfur hefir
látið í ljós, að ef sér auðnaðist að koma henni í
framkvæmd, þá vonist hann eftir að það verði
kóróna lífsstarfs síns.
Það er því tvent, sem vér skulum vandlega
hugsa um í þessu saníbandi. Fyrst, að vér eig-
um völ á að varða minningu hinna föllnu her-
manna af vorum þjóðflokki með frumlegum og
stórkostlega fallegum minnisvarða, sem full-
nægi þeim kröfum vorum, sem að framan er
bent á. Og í öðru lagi getum vér, með því að
velja það minnismerki — minnisvarða — orðið
t.il þess að koma í framkvæmd hugsjóna-skáld-
verki, sem ef til vill yrði annars að deyja með
höfundinum sjálfum. Listaverki, sem svo vel
varðaði minningu þessara föllnu hermanna, og
Tslendinga allra löngu eftir að þeir verða liðnir
undir lok sem deild af sérstökum þjóðflokki hér
í landinu, að allir þeir, sem þá byggja landið,
geti séð að “hunda það voru ekki skrokkar” sem
fluttust til Canada frá eyjunni, sem liggur
“norður við heimskaut í svalköldum sævi”.
Látum oss taka höndum saman um þetta
minnisvarðamál, um þenna minnisvarða.
A skrifborðinu mínu liggur póstspjald frá
félagi einu, er eg telst til og fjallar um samfé-
lagsvísindi. Eftirfylgjandi línur eru letraðar
á spjaldið: “Að tilstuðlan innflutninganefnd-
arinnar halda Bæheimsmenn og aðrir samborg-
arar vorir af ættbálki Czedho-Slovaka, skemti-
samkomu í samkomusal vorum. Verða þar
fiuttar ræður, sungnir þjóðsöngvar þessara að-
komumanna, þjóðdansar sýndir, og allir þeir,
er framkoma á skemtiskránni birtast í þjóð-
búningi sínum. — Þess er óskað að félagsmenn,
ásamt ættingjum og vinum, sæki mótið sem þezt,
og kosti kapps um að reyna að kynnast nokkru
nánar, sögu, siðvenjum og lyndiseinkennum
Jiessarar baráttuþjóðar. ”
Eg bíð óþreyjufullur eftir þessu nýstárlega
skemtikvöldi. Og eg vænti þess fastlega, að áð-
ur en langt um líður veitist mér kostur á að sitja
fleiri slík mannamót, með hinum öðrum að-
komnu þjóðbrotum, er land vort byggja.
Eg óska þess af heilum hug, að brýnt væri
betur fyrir fólki voru, að kynnast ætt, einkenn-
um og afreksverkum þessara samborgara vorra,
sem komnir eru til vor frá framandi löndum,
og ákveðið hafa að heyja framtíðarbaráttu sína
við vora hlið.
Vér geturn lcert margt af þessu, fólki, sem
horgar sig að vita.
Vér erum því miður stundum alt of mikið
upp með oss, til þess að vilja. viðurkenna
þann ómótmælanlega sannleika.
Oss 'hættir við að skoða oss sjálfa hafna upp
í hærra veldi, og halda því fram, að þessir að-
komumenn séu aðeins lærisveinar vorir — verði
að fá alla sína fræðslu frá oss sjálfum.
Og í raun og veru erum vér altaf að ávarpa
þá á þessa leið:
“Vér vitum að vísu, að þér eruð fáfróðir,
viluráfandi og framtakssnauðir. En samt sem
áður bjóðum vér vður þó velkomna, og erum
viðbúnir að veita yður tilsögn, til þess að þér
getið með tímanum orðið verðugir hluttakend-
ur í samfélagi voru.”
Ganga má að því sem vísu, að fyrir oss vaki
einungis gott eitt. Og víst er um það, að margt
þurfa aðkomumenn af oss að læra.
En að halda fram annari eins kenningu og
þeirri, að vér getum ekkert af þeim lært, er
hvorki viturlegt né íhagkvæmt. Með slíkum
jivergirðingshætti vinnum vér báðum málsaðilj-
um ógagn — fjarlægjum gestina, í stað þess að j
draga þá nær oss. Við það verður sameining
þjóðabrotanna margfalt dýrari og vandasamari.
Þótt eigi væri nema vegna menningaráhrif-
anna, er fólk þetta hefir á listir og listastefnur,
þá ætti það eitt út af fyrir sig að vera nægilegt
til þess að sannfæra oss um að útlendingarnir %
búa ýfir mörgu því, sem vel borgar sig að kynn-
ast. Þeir eiga bókmentir, sem vér græðum á að
þekkja, sönglist, sem veitt getur oss margfalda
ánægju; sagnir, sem í mörgum tilfellum eru
sanngöfgandi.
Og þótt þeir séu ef til vill að sumu levti dá-'
lítið “á eftir”, eru þeir líika á hinn bóginn
stundum komnir talsvert lengra áleiðis en vér í
“listinni þeirri, að lifa”. — Þeir geta margoft
beint oss inn á þær hamingjubrautir einfalds lífs
er cvss hefir sézt yfir.
Það er fyrir löíigu kominn tími til þess, að
vér fleyjum fordómahjúpnum, hættum að líta
niður á aðkomufólk vort, en réttum fram hend-
ina í bróðurhug.
“Hvað viljið þér kenng oss af aldareynslu
yðar ?” ætti að vera fvrsta spurningin, sem vér
leggjum fyrir langferðafólkið, er komið hefir
hingað handan um höf, til þess að þola með oss
súrt eða sætt. “Greiðið með kenslu það, sem
vér kennum yður. ’ ’
Þjóðemismetnaður geVur verið hollur, en
þá má hann heldur ekki eiga skylt við þjóðem-
isdramb. Og í lýðfrelsislandi, þar sem mörg
þjóðbrot era samankomin, getur þjóðernisgor-
geir blátt áfram verið ihættulegur.
Þetta aattu allir menn að gjöra sér ljóst;
fordómar í sambandi við hin ýmsu þjóðflokka-
brot verða að hverfa með öllu, ef vel á að fara.
Vér megum til með að vera jafn fúsir á að læra
af útlendingnum, eins og að segja honum til.
fMannúðarmál.
Meira en hundrað þúsundir Gyðinga, liggja
um þessar mundir fyrir dauðans dyrum sökum
hungurs í Palestinu.
Öldum saman hefir þjóðflokkur þessi orðið
að sæta grimmilegum ofsóknum af völdum
Tyrkja, en ávalt þverneitað að yfirgefa óðöl
feðra sinna og feginn 1 ‘heldur kosið hel, en hrak-
inn vera af fösturjarðarströndum.” Og þegar
ófriðurinn mikli braust út, þá sval'l þessum á-
þjánarlýð eldheitt blóð í æðum, og studdi sam-
bandsþjóðimar í því á allan hátt, að koma tyrk-
neska harðstjóranum á kné.
Hinar blómlegu lendur Palestinu, eru nú
allvíða orðnar að gróðurlausum flögum, sem
eigi verða nothæf til ræktunar fyr en að löngum
tíma liðnum. Þetta,, ásamt öðrú fleira veldur
því, að fólkið í landinu horfir fram á hungur og
hallæri. — Til þess nú að reyna að verja fólk
þetta frá hungurdauða, hefir ákveðið verið að
láta fara fram fjársöfnun hér í Canada, 17., 18.
og 19. þ. m., undir vemd landstjórans og gert
ráð fyrir að safna $100.000.
Skip Canada Bauða krossins siglir héðan
frá landi um næstu mánaðarmót, er flytja á gjaf
irnar héðan úr landi til Palestinu, bæði vistir
fatnað og peninga, og beitir Rauði krossinn öll-
um áhrifum sánum í þá átt, að líkarstarf-
semi þessi geti 'borið sem mestan og beztan á-
rangur.
Gýðingar, búsettir í þessu landi, eiga frum-
kvæði að þessari fjársöfnun, og mun það vera í
fyrsta sinn, er þeir hafa leitað til samborgara
sinna ihér, í sambandi við slík mál. — Er þess
því að vænta að undirtektiraar verði góðar.
Margt smátt gerir eitt stórt. — Það/munar um
hver 5 og 10 centin, og um fram alt mega menn
ekki gleyma því, að það, skiftir engu máli hvort
þeir sem hjálpar þarfnast búa fjær eða nær. —
Þar sem hjálpar er þörf á að hjálpa, og það und-
ir eins.
A ðkomukennarar.
eftir
H. Addington Bruce.
—i
THE R0YAL BANK 0F CANADA
HöfuSst.611 lögglltur $25.000,000
Varasjóöur. .$15,500.000
Forsetl -
Vara-forsett - -
Aðal-rá ðsmafSur
Í Sparsemi mótar manngildið
| 'Nafnkunnur vínnuveitandi sag'Si fyrir skömmu:
"Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss I dag, eru þeir,
! sem spara peninga reglulega.
( Binbeitt .stefnufesta, og heilbrigður metnaöur lýsir
j sér í öllum störfum þeirra. r
peir eru mennirnir, sem stöðugt hsekka í tigninni, og
Þeir eiga sjaldnast á hættu atS missa vinnuna, þótt atvinnu-
( deyfS komi með köflum."
Xotre l)sme lírancli—W. H. HAMIIÆON, Managcr.
Selklrk Brancli—F. J. MANNING. Mae.agcr.
i THE BOMINION BANK
■nig
HöfuSstóll greiddur $14.000,000
Total Assets over. . $427,000,000
Sir HXFBBRT S. HOI/T
E. I/. PEASE
C. E NEIMj
Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reikninga vlC einstakltng*
e8a félög cg sanngjarnlr skllmálar velttir. Avtsanir seldar tll hvaf«
staCar sem er á fslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparirjóBsinnlögum.
sem byrja niá meí 1 dollar. Rentur lagCar viC á hverlum 8 mánuCum.
WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. Wllliam & Sherbrook T. E. Tliorsteinson, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherhrook R. I/. Paterson, Manager
Minnisvarðamálið,
peim er að fjölga bréfunum,
sem Iberast minnisvarðafélag-
inu, úr ýmsum bygðum þessa
lands. Af langflestum þeirra
virðist það ljóst, að minnisvarða-
málið mæti al-ment einkar hlýj-
um undirteiktum, og lofa flest
bréfin einlægu fylgi því til stuðn
ings.
UindantekningarlauíSt er rétt-
mæti fyrirtækisins viðurkent-
pað virðist djúpt greypt í með-
vitund almennings, að oss beri
beri til þess brýn skylda að sýna
minningu vorra föllnu hermanna
verðuga sæmd og varanlega að
halda henni vakandi.
Frá einstökum bygðum er
þess getið, að þær sjái ekki þörf
á að velja menm úr sínum hópi
til meðráða með félaginu hér í
Winnipeg. En að heima fyrir
skuli samt svo um búið, að þeg-
ar til samskota komi, skuli að því
unnið að fjárframlög til fyrir-
tækisins megi verða eins rífleg
og efni og ástæður leyfi.
Slík áheit eru félaginu hið
mesta ánægjuefni, og í fullu sam
ræmi við það traust, sem það ber
til alþýðu íslendinga hvervetna
í þðssu landi.
Sá orðrómur hefir borist til fé-
lagsins, að til séu þeir íslending-
ar í einni eða tveimur bygðum
hér vestra, sem séu að bera út
þá grunsemd, að félagið hafi fyr-
irtæki þetta að flokksmáli, og að
fyrir þá sök sé það varhugavert
að sinna því að nokkru leyti.
Félagið veit að sjálfsögðu ekki
hvaðan hugsun þessi er runnin.
En það neitar einum rómi rétt-
mæti hennar algjörlega. pað
hefir frá upruna málsins skoðað
það sem þjóðmál, eins og það
lika er í eðli sínu, og engum fé-
lagsmanni hefir nokkumtíma
komið tjl hugar að það hefði
nokkúrn skyldleik við nokkum
flokk, íheldur væri það jafnt allra
flokka — þjóðmál. pess vegna
hefir félagið frá því fyrsta á-
varpað alla fslendinga og þá sem
eru af áslenzkum stpfni, í sam-
bandi við þetta mál. I
í félaginu eru menn með sund-
urleitum skoðunum í ýmsum
efnum. En þeir eru alíir ein-
huga í minnisvarðamálinu, og
persónulega langar mig til þess
að biðja alþjóð fslendinga að
ætla engum félágsmanni það ó-
drengseðli, að þeir eða nokkur
þeirra mundi gjöra sér leik að
því að nota fall ‘landa vorra á
vígvöllum Frakklands og Belgíu
að flbkksmáli eða á nokkrun hátt
að nota það í nokkurs flokks hag
beint eða óbeint.
Engum er kunnugra um eðli
minnisvarðamálsins en þeim, er
bundist hafa lagalegum félags-
böndum með því eina augnamiði,
að sameina alla fslendinga í
landi hér og afkomendur þeirra
í eina óaðskiljanlega heild, máli
þessu til framkvæmdar. Ekki
eitt einasta orð, serni mælt hefir
verið eða ritað um þetta mál fyr-
ir félagsins hönd, gefur eða get-
ur gefið hina allra minstu á-
stæðu til þeirrar grunsemdar, að
minnisvarðamálið sé af því not-
að í flokksþarfir. pvert á móti
hefir það alt borið þess Ijós
merki, að það sé skoðað eingöngu
sem þjóðmál, eins og það er í eðli
sínu. pess vegna hefir félagið
beint ávörpum sínum um það til
allra fslendinga og afkomenda
þeirra, hvar í heimsálfu þessari,
sem þeir búa.
Nú þótt félaginu þyki Ieitt að
þessi flokkshugmynd skuli hafa
fengið tilveru í nokkurs einstakl-
ings huga, þá er því það hinsveg-
ar huggumarefni, að það hefir
ekki orðið þess vart að nokkur
hafi gjört hina minstu tilraun
til þess að rökstyðja þe&sa grun-
semd, eða að réttlæta hana á
grunvelli vitsmuna og sannsýni,
og félagið trúir því fastlega að
það verði alls ekki gjört. Meira
virðist óþarft að taka fram í
þessu efni að svo stöddu.
pess má geta, að samkvæmt
tillögu Dr B. J. Brandsonar á
fundinum 14. janúar is. 1., að níu
manna nefndin, sem fundurinn
þá kaus til þess að hafa minnis-
varðamálið til framkvæmdar,
fengi stráx löggildingu undir
lögum Manitobafylkis, og sem
fundurinn samþykti í einu hljóði,
hefir nú verið löggilt af Mani-
tobaþiniginu, undir nafninu
“Minnisvarða félag Vestur-ís-
lendinga’’.
Meira í næstu viku.
B. L. Baldwinson.
Málin tvö.
Sérstaklega eru það tvö mál-
efni, sem nú eru efst á dagskrá
hjá okkur Vestur-fslendingum.
pað eru minnisvarðamálið og
þjóðemismálið.
Bæði þessi mál eru, sem víð
er að búast, okkur öllurn, eða
flestum, viðkvæm sem opið sár
væri. pví þau snerta bæði við-
kvæmustu strengi tilfinningalífs
vors, og því er svo ákaflega vand
farið með þau. Allrar varúðar
verður að gæta, að ekki sé á þeim
snert nema með tárihreinum
höndum, svo byrjunin verði ekki
sú, að handtökin fyrstu skilji
eftir skörnug fingraför á fram-
kvæmdunum. pví hætt er við,
að ein syndin bjóði þar annari
heim. Og Iþó þær syndir sýnd-
ust í bráðina ekki svo stórvægi-
legar, gæti vel svo farið, að
hvorki góð ráð, tími né atvik
yrðu þess megnug að afplána
þær.
í íslenzku blöðunum, er mér
bárust í hendur í gær og dag
(26. og 27. tfebr.) sé eg að aug-
lýst er að fyrsta marz eigi að
kappræða annað þetta okkar
hugðnæma málefni, minnisvarða
málið. Skyldum við nú öll vera
samdóma um það, að nú sé verið
að fara hyggilega af stað ? Gott
ef svo væri, því þá er öllu öhætt.
En ómögulegt er að segja, að
þessi aðferð sé smekkleg, því eitt
vitum við öll að satt er, og að
er það, að aldrei heyrir maður
frá ræðupalli jafn ófágaðar og
öfgafullar, og mig langar til að
segja Ijótar setningar sagðar,
eins og á ræðupalli, sem er eðli-
leg afleiðing af því, að það er
gömul og ný hefð, að kappræðu-
menn þurfa aldrei að standa á-
■byrgð -á neinu, sem þeir segja í
kappræðunum; svo hitt annað,
að til kappræðu eru sjaldan val-
in þau mál, sem mönnum eru
mjög hjartfólgin eða viðkvæm,
heldur aðeins þau ein, sem fark
má með í gáskafullu gamni því á
sannfæringu sýnast menn ekki
þurfa að halda í kappræðum, því
oft veit maður tit þess að menn
taka að sé$* að ræða það spurs-
mál neitandi, sem skynsemi
þeirra og skoðun segjr þeim að
þeir ættu að ræða játandi. En
góð auglýsing er þeim þetta, sem
sýna vilja mælsku sína og lög-
mannshæfileika.
Og þgar valin eru málefni, er
samboðin eru þessri. aðferð, get-
ur þetta stundum verið mönnum
og konum góð skemtun-
En minnisvarðamálið er ekki
þannig vaxið, að það þoli sllka
meðferð; og þaðan af síður þyldi
það, ef farið yrði að nota það til
að seilast í gegnum það í menn
eða málefni, sem kappræðu-
mönnum kann að vera miður
hliýtt til, og vitum við að slíkt
'befir oft átt sér stað í þessu
kæruleysislega kappræðuþjarki.
Annars hugsa eg að flestum
muni finn'ast það Ihyggilegast,
að sem minst sé hreyft við minn-
isvarðamálinu hér í bæ, þar til
borist hefðu mönnum til eyma
raddir utan úr fjærliggjandi
bygðum eða bæjum.
Fátt mundi betur velta steini
úr vegi og hjálpa þessu máli til