Lögberg - 05.06.1919, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
tr lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐI
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
iHlef ®.
ÞaÖ er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St.
Garry 1320
32. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1919
NUMER 22-23
Islenzkir söngfræðingar
vinna íslendingum heiður
Jón Friðfinnsson, tónskáld, hlýturverð-
laun fyrir fjórraddað lag við kvœð-
ið “Canada” eftir G.J.Guttormsson.
Á opinberri hljómlistarsamkepni, sem haldin var í Winnipeg
15.—18. þ. m., fyrir Manitobafylki og Ontario vestan vatnanna
miklu, hlýtur Miss Edith Finkelstein, nemandi Jónasar Pálssonar,
fyrstu verðlaun í Pianoleik, í flokki hinna þroskaðri nemenda, og
fær hæztan stigafjölda af öllu því fólki, er í samkepninni tók þátt.
Annar nemandi Jónasar, Miss Rosie Lechtzier, vinnur önnur verð-
laun í yngri flokknum. Miss Violet Johnston, íslenzk stúlka, að-
evns 15 ára, dóttir Th. Johnston fiðlukennara, skarar fram úr í
fiðluspili — vihnur fyrstu verðlaun í flokki hinna yngri nemenda,
og önnur verðlaun í eldrl flokknum (senior class).
Frá friðarþinginu.
Sagt er að samikomulag sé
komið á mil'li ftala og annara
samlbandsmanía á friðarþinginu
útaf Dalmatíu spursmálinu á
þann hátt að forsætisráðherra
Orlando ‘hefir gengið inn á fyr-
ir hönd þjóðar sinnar að Fiume
að undantekinni undirhorginni
Sucihak, en á samhiandi við hér-
aðið setm liggur í vestur frá
Fiume myndi sjálfstætt þjóðfé-
lag og skal það vera undir stjórn
Alþj óðasamibandsins.
þetta litla ríki eða mannfélag
verður umkringt af ítölum á all-
ar hliðar eða af landareignum
þeirra. En við Sekiko Slavnesku
héruðin er borgin tengd með
■ járnbrautinni, sem liggur frá
Fiume til Laibaoh.
En í staðinn fyrir þessa til-
slökun ítala fá þeir öll yfirráð
yfir Zara, sem er höfuðborgin í
Dalmatíu og Sabanioo, og sem
liggur um 70 mílur í austur frá
borginni Triest. Að öðru leyti af-
sala þeir sér tilkalli til eigna á
Dalmatíu skaganum og á landi
þar umhverfis, að öðru leyti en
því, að þeir fá unjráð yfir éyjum
meðfram Dalmatíu ströndinni
sem kallaðar eru “Strategic”
eyjar. Ennfremur er sagt að
íriðarþingið Ihafi gengið inn á
að veita ítalíu rétt til umsjónar
í Albaníu.
pjóðverjar leggja fram vörn í
sambandi við undirritun frið-
arsamningsins og eru aðal-
atriðin í henni þessi:
þjóðverjar viðurkenna að þeir
verði að borga frið dýru verði,
en að þessi friðarsamningur sé
svo harður að þýzka þjóðin geti
ekki þolað hann. prátt fyrir
þörfina segja þeir í þessari vöm
sinni, þá sé réttlætistilf inn -
ing þjóðarinnar henni svo dýr-
mæt að bún megi ekki skuld-
binda sig til neins, sem húfi get-
ur ekki framkvæmt.
Að útiloka pjóðverja úr Al-
þjóðásamibandinu og skrifa und-
ir samninginn, segja þeir að sé
ekki einasta að þeir fordæmi
sjálfa sig, Iheldur skrifi\ndir
dauðadóm þjóðarinnar.
pjóðverjar segja að þeir hafi
orðið fyrir miklum vonbrigðum,
í sambandi við friðarsamning-
ana ‘hvað snerti réttlætiskenn-
ingar og skilning þann, sem þeir
hefðu haldið að ætti að liggja
tilgrundvallar fyrir friðarsamn-
ingunum, “og vér stöndum
undrándi yfir frekju sigurveg-
aranna”.
pjóðverjar ganga inn á að
land- og sjóher þeirra sé tak-
markaður, ef þeir fá inngöngu í
Alþjóðasambandið.
peir ganga og inn á að afsala
sér yfirráðum og rétti tíl Alsace
I .othringen og Posen. En í sam-
bandi við aðrar landeignir, sem
farið er fram á í friðarsamningn-
um að þeir láti af hendi, fara
þeir fram á að atkvæði fólksins
í þeim héruðum ráði og að at-
kvæðagreiðsla sé látin fara fram
tafartaust á þeim héruðum.
Að allar nýlendur pjóðverja
séu í ihöndum pjóðverja undir
umsjón Alþjóðasamibandsins.
• Að borga skaðabætur þær, sém
farið er fram á í friðarsamn-
ingnum, en ftaga borgununum á
þann hátt að skattálögur pjóð-
verja verði ekki þyngri heldur
en þær þyngtstu hjá sambands-
mönnum þeim, sem skaðabæt-
urnar eiga að fá.
að síðustu er það tekið fram
að pjóðverjar séu fúsir til að
afhenda verzlunarskip sín ef
sambandsþjóðirnar gjöri hið
sama, og að sá floti sé svo not-
aður í þarfir hlutaðeigandi þjóða
eftir þörfum.
Að óháð rannsóknarnefnd sé
sett til þess að rannsaka hverj-j
S um stríðið hafi verið að kenna.
-------------- /
Bretland rœður ullar-
* markaðini m. \
Eins og sakir standa má svo
að orði kveða að Bretland hið
mikla ráði öllum ullarmarkaði
iheimsins. Hið fasta ákvæðis-
verð, sem sett var á ull fyrir
nokkrum mánuðum, helst fram
um næstu mánaðamót, og ef til
vi‘1‘1 fram yfir miðsumar, svo að
látil líkindi eru til þess þótt ull
kunni 'þá að lækka í verði, að það
hafi mokkur áhrif á. ullardúka
eða tilbúin föt, í haust er kemur.
Enda búast sérfræðingar í þeirri
grein við því að þótt friður
verði undirskrifaður bráðlega, þá
verði ullareftirspurnin, að minsta
kosti í eitt ár, engu minni en átti
sér stað meðan ófriðurinn stóð
yfir, með því að sauðfé hefir
víða fækkað að mun.
pað er gizkáð á, að í Evrópu
og Suður-Ameriku hafi sauðfé
fækkað um þriðj ung síðan ófrið-
urinn hófst.
Flestar ullarverksmiðjur í
Belgíu, Norður-Frakklandi og
Rússlandi hafa verið eyðilagðar,
og hlýtur það því að verða hlut-
verk Bretlands og Ameríku, að
.fullnægja fyrst um sinn þörfum
þessara landa, að’því er við kem-
ur framleiðslu ullardúka.
ÁstraMu ullin getur ráðið að
nokkru verðinu á canadiiskri ull.
— pað er sagt að í Ástralíu séu
geymdar miiklar byrgðir af ull,
sem enn hafi eigi á markað kom-
ist, sökum ónógs verzlunarflota,
og fátt bendir á að sá ullarforði
ko,mist svo fljótlega á heims-
markaðinn, að verðið lækki.
pegar canadiska ullin lækkaði
í verði, þá fluttu blöðin ýmsar
missagnir um orsökina; en á-
stæðan fyrir lækkuninni var
jengin önnur en sú, að hérlendri
ull hafði verið ákveðið sama
imarkaðsverð og Bandaríikjaull-
inni, sem hlaut að falla ofan í
líkt verð og Ástralíuullin. — pað
jmá telja nokkurn veginn víst,
að ull og ullardúkar verði fyrst
| um sinn í allháu verði, því þótt
greiðist fram úr samgöngunum
og allur ullarforði heimisns kæm-
j ist óhindraður á markaðinn, þá
onundi samt verða tilfinnanlegur
ullarskortur, og það er því fátt
Hklegra, en að brezk stjómar-
j völd láti haldast enn um óákveð-
inn tíma fast ákvæðisverð á ull-
inni.
Verksmiðjur þajy, er vefnað
j og prjónles stunda, 'hafa verið að
bíða með ullarinnkaup sín 1
j þeirri von, að verðið kynni að
j íælkka, en sára litlar líikur eru til
j þess að svo verði, sem nioikkru
jnemur. — par af ‘leiðandi eru
því miður einnig lítil líkindi að
ullarfatnaður lækki í verði.
I loftfari yfir Atlanzhaf
Undanfarandi hefir legið við
borð að þreyta flug yfir Atlants-
hafið, á milli Englands og Ame-
ríku. Hefði slíkt víst verið álit-
ið óðs manns æði fyrir nokkrum
áratugum síðan. En andinn sem
leitar upp og fram, lætur sig litlu
skifta hvað almenningsálitið
segir, heldur brýzt áfram yfir
torfærurnar og upp á fjallið.
pannig hefir það farið í þess-
um efnum, og nú eru menn bún-
ir að sýna að þetta er ekki
ómögulegt með því að fram-
kvæma það.
Sá sem fyrstur varð til þess
er Bandaríkjamaðurinn Albert
Cushing Reed, undirliðsforingi.
Hann lagði af stað frá Rocka-
way, New York fylki, seint í aíð-
asta mánuði. Fyrsti áfangi hans
var frá Rookaway og til Halifax,
540 mílur vegar og tók hann að-
eins 7 klukkutíma og 47 mínútur
að komast það. Frá Halifax fór
hann til Trepassey, 640 mílur á
8 kl. og 59 mínútum. Frá Tre-
passey og til Horta, sem er ein
af Azores eyjunum í Atlantshaf-
inu, um 1200 miílur vegar fór
hann á 15 kl. og 18 mín. Frá
Horta og til Ponta del Gada, sem
líka er eyja í Atlantshafinu, 150
mílvir á 1 kl. 44 mín., og frá
Porta del Gada til Lisbon á
Portúgal 800 miílur á 9 kl. og 44
mín. Frá Lisbon og til Ferrol á
Spáni, sem eru 300 mílur vegar
fór hann á 3 kl. og 45 mín. Og
frá Ferrol fór hann til Playmouth
á Englandi, 450 mílur á 6 kl. og
56 mín. Og alla þessa vegalengd
—3930 múlur, fór Mr. Reed á 54
kl. og 16 mín., án þess að verða
fyrir nokkru slysi eða töf. Á
þessi viðburður því eftir'að verða
varði á framfarabraut manns-
andans og geymast af sögunni
sem viðburður ekki þýðingar-
minni' en þegar Columbus fann
Ameríku.
Annar maður Henry C. Haw-
ker að nafni frá Ástralíu gjörði
tilraun síðast í maí síðastl. til
þess að fljúga frá Newfoundland
bg til Bfetlands, en ferð sú tókst
miður.
pegar Mr. Hawker lagði upp
var þoka og þungbúið loft. En
bann komst ibrátt út yfir þoku-
bakkann, óg virtist ferðin ætla
að ganga vel. En þegar hann átti
eftir 800 miílur vegar til írlands
fór vélin í loftfari hans að hitna.
pegar þetta kom fyrst fyrir var
hann um 15,000 í lofti uppi, lét
hann þá far sitt síga niður og
gekk þá betur um stund. En
brátt sótti aftur í sama íhorfið
og þorði hann ekki lengur að
þreyta flugið, heldur flaug í átt-
ina til skipaleiða og náði í danskt
slvip, sem var á leiðinni austur
um haf, lét fallast á sjóinn, þó
ilt væri í sjó og ofsa rok. —
Mennirnir sem með loftfarinu
vloru björguðust allir, en far sitt
skildu þeir eftir á hafinu.
Ef þettá. slys hefði ekki kom-
ið fyrir, að vélin í loftfari þeirra
hitnaði um of, hefðu þeir líka
náð landi Ihinu megin Atlants-
hafsins. '
Én báðir þesisir menn hafa nú
sýnt oss að þetta .er ekki ómögu-
legt, heldu^' þvert á móti að það
sé nú orðið á valdi mannanna að
fara yfir Atlantshafið, hvort
heldur þeir vilja á sjó eða í iofti.
ina' en óvíst hvort skrifstofan
kemst á fyr en í hauist.
Til bráðabirgða gætu þeir fs-
lendingar vestan hafs, sem æskja
kynnu einhverra upplýsinga hjá
félaginu, sikrifað utan á bréf sín
til þess:
Til félagsins íslendingur,
Reykjavík.
pegar skrifstofan er tekin til
starfa, verður það vafalaust aug-
lýst ‘í blöðunum. Eins búumst
vér við að sjá auglýsingu frá
pjóðræknisfélaginu vestra, því
margir eru þeir heima, sem
spyrja vildu um áritun vanda-
fólks síns vestra, ekki síst þar
sem fjöldi bréfa hafa alveg glat-
ast síðustu tvö árin og enda
lengur.
Háskólaprófin.
Eins og á undangengnum ár-
um, %efir íslenzkt námsfólk hér
í álfu haldið drengilega uppi
heiðri þjóðflokks vors í þetta
sinn; hafa margir þeirra nem-
enda, er nú hafa nýlokið prófi
hlotið hina ágætustu vitnisburði
og verðlaun. Hér fylgir áæftir
skýrsla yfir námisfólk það, sem
útskrifast hefir, eða lokið hinum
ýmsu 'bekkjarprófum.
Verðlaun hlutu: Sigurbjörg
Stefánsson, $150 fyrir frönsku
kunnáttu; hlaut sömuleiðis gull-
medalíu fyrir að ná hæsta með-
alstigi í fyrsta, öðru og þriðja
ári. — May Anderson, $100, fyr-
ir reikningsfræði. Jóhann Eðvald
Sigurjónsson, $20, fyrir íslenzku.
Útskr. úr þriðja ári — Sigur-
björg Stefánsson, 1B. Elín
Anderson, (sögu) 1 B.
Útskr. úr öðru ári—I. G. Arna-
son 2. eink.; H. Jiohnson 1 B, og
Elín Anderson (útskr. í sex
greinum).
útskr. úr fvrsta ári — Hólm-
fríður Einarsson 1 B; Jóhann
Eðvald Sigurjónsson 1B; Hall-
dór J. StefánssoT' 1 B.
L.L.B. Course 1919 — Arni G.
Eggertssön, 2. eink.
Úr efri undirbúningsd. lækna-
skólans—ólafía Johnson (útskr.
í 5 greinum).
Home Economics 1919—Thori
Thordarson, 2. eink.
Ehgineering, 2. ár — Ernil E.
Joihnson, 2. eink.
Læknask. 1. ár — ölafía John-
son (útskr. í 2 greinum).
Læknask. 2. ár — Kristján
Austman (útskr. í 2 gr.) Steinn
O. Thompson, 1 B.
Læknask. 3. ár — Steinn O.
Tlhompson* 1 B.
Læknask. 5. ár — Jón Árna-
son, 1B; Kristján Backmann,
2. eink.
Mrs. Jórunn Hinriksson Lin-
dal útskrifaðist í lögum.
Útskrifast hafa af Almenna
sj úkrahúss sikólanum þessar ís-
lehzkar hjúkrunarkonur:
Guðrún I. Thompson
Emma Jóhannesson
Anna S. Loptson
Elizabetih H. Polson.
Frú Ingibjörg Ólafsson
H
3
I.
A liugans landi hvíl’ir skuggi, —
Eg hljóður stari, — vona, — uggi, —
Eg bið, eg græt, — sem barn án móður,-
Sem blindur reynir ljós að eygja,-----
Eg veit, — eg trúi að Guð er góður, -
En Guð mimiy 'að hún skyldi devja!
II.
Þó liljan félli og laufin þétt
Alt lyti dánarheim, —
Eg trúði ei þeirri feigðarfrétt:
Þú flyttir hurt með þeim.
Þó sál iþín horfði í sólarlönd,
- Hann sæi, er okkur skóp,
Þín kyrlát fórn og kærleikshönd
Hér knýtti vinahóp.
Hvort skilja börnin skapadóm ?
Hvort skil eg dauðans rún?
Þó virðist lífið vizka tóm
Þá visnar líka hún.
Ef dauðans hjúpur hylur sál
Og holdið torfan græn,
Er ‘hjálpin: guðlegt hjartamál
Oí
heilög móðurbæn.
Þið mættuð-eins vel efa gröf,
og efa tárin nú.
Sem efa að Drottins æðsta gjöf
Er einlæg barnatrú;-----
Að kærleikshjarta, kristjn trú,
Er hverjum betri seim.
Hver skilur ei þar áttir þú
Hin a'ðstu gæði í heim’?
Eg stend liér — dauðans ströndu á
Og stari eftir þér,
Þeim barnahóp og bræðrum hjá
Sem beiskur harmur sker.
Hver getur ’túlkað tárin bér
Og trega kveðjur þær? —
Þ,á gleði, sem lijá Guði er
Og Guðs barn síðar fær?
III.
Af honum þér á hjarta
var heilagt krossmark gert. —
I hjarta hann ber krossinn,
Þú hólpin, krosslaus, ert.
“A hendur fel þú honum,”
Og herrans “faðir vor”,
Þá styrkinn stærzta veittu
Þau stíga grafarspor.
IY.
Eg harma, er kvöldsólin kveður
Og köld nálgast andvökunótt.
Þó veit eg hún vakir — og lifir,
Og vefur mig ástfaðmi skjótt. — —
Þó kvöldskuggans grátský nú grúfi,
Og geigvæn sé nóttin — og löng,
Senn ársólin kyssandi kemur
iMeð kærlei'kar\s ylríka söng.------
Eins roðar af eilífðar árdag
Hm andlegan háfjallatind,
En grátský og grafirnar brey,tast
I guðlega huggunarlind;----------
Með eilífa æsku í faðmi \
Að uppspráttu kærleikans snýr, —
Þá ástvinahópurinn-------allur
I íettlandi kærleikans býr!
Jónas A. Sigurðsson.
BANDARIKIN
Wilson forseti hefir farið
fram á að í Bandaríkjunum verði
timabilið frá 8 til 14 júní n. k.
helgað “Boy’s Scout” hreyfing-
unni innan Bandaríkjanna. Vill
hann að meiri rækt sé lögð við
þá hreyfingu en gjört hefir
verið.
Yfirhershöfðingi Bandaríkj-
anna Pershing er væntanlegur
heim til landslns um mánaða-
mótin júlí og ágást.
Á þriðjudáginn var var gjörð
tilraun til þess að sprengja í loft
upp íbúðarhús dómsmálastjóra
Bandaríkjanna Palmers í Wash.
Neðri hluti hússins skemdist, en
Mr. Palmer ásamt fjölskyldu
sinni var á öðru lofti húSsins og
sákaði ekki. Lögreglan stendur
í þeirri meiningu að sprengikúl-
an hafi aldrei komist innundir
húsið, heldur sprungið áður og
að maðurinn sem ætlaði að
fremja* þetta voðaverk hafi vkr-
ið kominn að húsinu með kúluna
þegar hún sprakk log hafi sjálf-
yr farið í þúsund stykki, því
leyfarnar af manni fundust í
kring um íhúsið. Ástæðuna fyr-
ir þessu tiltæki telja menn að
vera þá, að Palmer hefir verið
æsingamönnum þar syðra mjög
andvígur, og fyrir skömmu síð-
an fanst sprengikúla sem var
skrifað utan á til hans í póst-
húsiúu í New York.
Or bréfi frá Islandi.
Reykjavík 3. maí 1919.
íslendingur heitir félagið, sem
við stofnuðum á þriðjudaginn
var til að efla samvinnu og sam-
hug með Vestur og Austur-
íslendingum.
Formaður er Einar H. Kvar-
an, en 24 manna fuiltrúaráð með
honum, og er í þeim ihóp öll
undirbúningsnefndin og auk þess
meðal annara Jón Magnússon og
Sigurður Jónsson ráðherra (Sig-
urður Eggerz var erlendis þegar
stofnað var til félagsins, en er
þrí áreiðanlega hlyntur), Jón
þórarinsson f ræðslumálast j óri,
Ágúst Bjamason prófessor, ólaf-
ur Friðriksson fitstjóri, Jakob
Möller ritstjóri, Ásgeir Sigurðs-
son kaupmaður, Eggert Briem,
florm. landbúnaðarfélagsins, séra
Bjarni Jónsslon dómkirkjuprest
ur, séra Kristinn Danielsson al-
þingisfonseti, Garðar Gíslason
stórkaupmaður o. fl. o. fl.
Stofnfundurinn var baldinn í
húsi K.F.U.M. og Sigurður ráð-
herra Jónsson var fundarstjóri.
Ráðgert er að Baldur Sveins-
son verði skrifstofustjóri félags-
Wilson forseti boðaði saman
Congress Bandaríkjanna þ. 19.
f. m. með símsikeyti frá París.
Sagt er að tekið, sé fram í frið-
arsamningnum að allir Banda-
ríkja hermenn, sem séu í pýzka-
landi þegar samningurinn sé
undirskrifaður skuli tafarlaust
sendir heim.
Um 85,000 vínsalar, sem ný-
lega voru á fundi í Atlantic City,
símuðu Wilson forseta og báðu
hann að nema úr gildi ákvæðið
sem gert var um bann á vínsölu
1. júlí 1918.
Akuryrkjumáladeild Banda-
ríkjanna hefir gefið út áætlun
um uppskeru í Bandaríkjunum
á þessu ári og telst henni svo til
að hún muni nema 900,000,000
mæla.
Thomas Nelsion Page, sendi-
herra Bandaríkjanna á ítalíu
’hefir gefið tilkynningu um að
hann ætli að leggja niður sendi-
herra emlbættið undir eins og
friðarsamningarnir eru undir-
skrifaðir.
Liberti lán Bandaríkjanna hið
fimta og sem var boðið út í vor
er leið, Ihefir hepnast ágætlega.
Tíu miljónir manns hafa keypt
skuldábréf og menn hafa boðist
til þess að kaupa miklu oneira af
skuldaibréfum heldur en stjórnin
þurfti að selja.
Sambandsstjórnin skipar nefnd til þess
að rannsaka skilyrðin fyrir fram-
léiðslu fœðutegunda í þeim hluta
Canada, er liggur norður við íshaf.
RUSaANÐ
Bolsheviki hersveitir hafa
sest um borgina Vilna, sem er
höfuðborgin í Lithuania.
Omsk stjórnin í Rússlandi
hefir nú verið yiðurkend af
ítölum, Frökkum, Bretum,
cg Bandaríkja forsetinn hef-
ir tjáð sig fúsan til þess að við-
urkenna hana. Sagt er og að
ahrifamestu mennirnir á friðar-
þinginu Ihafi tjáð sig fúsa til
þess að veita henni nauðsynleg-
an fjárstyrk.
Sambandsherinn í Rússlandi
er í undirbúningi með að taka
Petrograd, höfuðborg Rússlands.
Fimtíu þúsund sambandsher-
menn eiga að táka þátt í atlög-
unni.
Bolsheviki menn láta undan
síga í Marman héraðinu í vestur
frá Marman járnhrautinni. Hef-
ir sókn verið all-hörð á milli
Bolsheviki hersins og ‘hers sam-
bandsmanna og Rússa sem mót-
snúnir eru Bolshevismanum, og
hafa Bólsheviki menn farið
mjög halloka í þeirri viðureign.
Sagt er að hersveitir Bolsheviki
manní séu farnar að riðlast
mjög, menn þeirra að sögn orðn-
ir óánægðir, leggja niður vopnin
og ganga í lið raeð mótstöðu-
mönnunúm.
Samkvæmt uppástungu frá
innanríkisráðgjafanum Hon. Ar-
thur Meighen, skipaði sambands-
stjórnin nefnd manna í þeim til-
gangi að ranrrsaka til hlítar skil-
yrðin fyrir framleiðslu og notk-
un fæðutegunda í hinum norð-
lægari héruðum landsins, þeim
er að ísihafinu liggja.
Tildrögin til nðfndarskipunar-
innar eru tvímælalaust þau, að
Mr. Vilhjálmur Stefánsson land-
könnunarmaðurinn frægi flutti
fyrirlestur í Ottawa, um auðæfi
þau hin miklu, sem ónotuð lægju
norður við íshöfin, í eigin landi
Canadáþjóðarinnar og brýndi
mjög fyrir tilheyrendum sínum
þörfina á að hefjast handa þeg-
ar í stað, og gera allar þær ótæm-
andi auðsuppsprettur arðberandi
fyrir almenning. Benti Mr.
| Stefánsson þá meðal annars á
, Moskusuxana, sem bæði sökum
| ágætrar ullar og kjöts gætu orð
j-ið þjóðinni til hinnar mestu hag-
| sældar.
í nefnd þessari eiga sæti J. G.
Rutherford, meðlimur canadisku
járnbraut^nefnd^rinnar; J. S.
McLean, framkv.stjóri Harrís
Sláturhúsafélagsins í Toronto;
:J. B. Harkin, florseti skemti-
garðanefndar sambandsstjómar-
: innar og Mr. Vilhjálmur Stefáns-
1 son. Nefnd þessi hefir afarmik-
rð verkefni með höndum og má
búast við góðum árangri af
starfi hennar. — Mi'. Stefánsson
er orðinn nákunnugur ástandinu
þar nyrðra, og er hann því vafa-
laust réttur maður á réttum stað,
sem starfandi meðlimur þessar-
ar nefndar.
Verkfallið búið að standa í mánuð cg ekkcrt
sýnilegt samkomulag þegar að blaðið
fer í pressuna.
Breyting á verkfallinu hefir
orðið sára lítil enn sem komið er.
Dominionstjórnin, fylkisstjórn-
in, bæjarstjórnin og járnbrauta-
félögin hafa gjört verkafólki
sínu aðvart um, að ef þeir sem
hluttekningar verkfall gjörðu
taki ekki aftur til vinnu innan
ákveðins tíma, þá verði stöður
verkfallsmanna veittar öðrum.
f öllum tilfellunum er tíminn
sem tiltekinn var runninn út, o
tóku nokkrir af verkfallsmönr
um til vinnu aftur. En lan
flestir virtu að vetTugi þessa
| skipanir.
Verzlunarhús öll eru tekin t
fullra starfa og flytja vörur sír
ar um bæinn, en sporvagna
ganga ekki enn þá. Dagblöði
öll eru farin að koma út aftu:
Og alt ihefir farið fram me
friði og spekt í borginni*
Or bœnum.
Mrs. Ingibjörg Frímannsson
I frá Gimli kom til bæjarins í vik-
I unni snögga ferð.
láleiðis til fslands. peir nafnar
,voru að fara á aðalfund Eim-
skipafélags íslands, sem haldast
á í Reykjavík seinustu dagana í
júní.
Mynd átti að fylgja dánar-
fregn Kristínar Sigurðssonar,
sem birtist í þessu blaði, en sök-
um verkfallsins er ómögulegt að
fá myndaplötuna ibúna til. Oss
þykir þetta leiðinlegt, er það eru
I óviðráðanlegar kringumstæður.
Mr. Árni Eggertsson, Grettir
1 Eggertsson, Árni Sveinsson frá
i Argyle og þorst. cand. Björns-
I son lögðu af stað á þriðjudaginn
Séra Jakob Kristinsson, ;
um undanfarin ár»hefir v
þjónandi prestur í Wyny
lagði af stað alfarinn til ísla
í vikunni sem leið. Mr. Sií
S. Bergmann borgarstjór
Wynyard fylgdi prestinum
New York.
Mr. Jóhannes Sveinsson frá
Arnaud, Mar. var á ferð í bæn-
um í vikunni.