Lögberg - 05.06.1919, Blaðsíða 4
Síða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1919
JTcigberg-
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,|Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAIjSIMI : GARRY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopnj, Business Manager
Utan£skrift til blaðsins:
| THE 60LUM|BIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Marj.
Utanáakrift ritatjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M|an.
«a
I
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS.
-«►27
Verkfallið.
i.
Aldrei í sögu Canada hefir komið fyrir
eins alvarlegt verkfall, eins og það, sem staðið
hefir yfir hér í Winnipeg undanfarandi. Aldrei
fyr hefir fólki þessa bæjar verið það eins ljóst
og nú, í hvert óefni að verkamanna málin, eða
stríðið á milli verkamanna og vinnuveitenda er
komið.
Mönnum hefir verið ljóst að það væri að
stefna í alvarlega átt. Mönnum hefir verið
Ijóst að deilur milli þessara flokka hafa farið
sí-vaxandi í liðinni tíð. Og menn hafa jafnvel
séð að samtök verkamanna mundu leiða til þess
að þeir yrðu sterkastir og áhrifamestir allra
flokka í landinu. En að mönnum gæti stafað
lífshætta af því afli, það hefir fólk ekki áttað
sig á fyr en í þessu verkfalli.
Oss dettur ekki í hug að kasta allri skuld-
inni í þessu efni á verkamennina, sem verkfallið
gjörðu.
Oss dettur ekki í hug að segja að þeir hafi
ekki haft rétt til þess að gjöra þetta yerkfall.
Oss dettur ekki í hug að þeir hafi ekki rétt
til þess að bæta kjör sín á löglegan og réttlát-
an hátt.
Vér vitum líka að lífsnauðsynjar þeirra og
allra annara hafa farið síhækkandi í verði, án
]æss að kaup iþeirra hafi hækkað að sama skapi.
Og vér göngum inn á að það sé synd að borga
ekki sæmilegan lífeyri fyrir vel unnið verk. —
Verkamaðurinn á heimtingu á því, og velferð
þjóðfélagsins krefst að það sé gjört.
En oss finst aðferð sú, sem í þetta sinn
hefir verið notuð af verkamanna félögunum til
þess að ná takmarkinu sé röng, og geti hvorki
orðið sigursæl né heldur orðið þjóðfélagsheild-
inni til velferðar.
Og að undanförnu hefir fáum víst dulist,
sem annars vildu sjá, hvert stefndi í iðnaðar-
rnálum hér á meðal vor.
Það gat víst enguim dulist, að óánægjan á
rneðal verkalýðsins hefir farið siívaxandi í þessu
landi að undariförnu, og lika hefir það verið
ljóst að, að þessu, sem nú er orðið, mundi reka,*
ef ekki yrði greitt úr þessu vandamáli af stjórn
landsins í tíma.
Þetta varstærsta og fyrsta málið sem fyrir
lá hér heima fvrir. Þetta var prófsteinninn
fvrsti á dugnað og framkvæmdir Dominion
stjórnarinnar í málum vorum heiima fyrir.
Og hvernig hefir hiín reynst?
Hefir hún gjört ítarlegar tilraunir til þess
að greiða úr þeim?
Hefir hún svnt að hún væri vakandi og sæi
og skildi ástandið í landinu í sambandi við
iðnaðarmálín, eins og það var, og hættuna sem
framundan væri, ef ekki va>ri við gjört í tíma?
Nei, hún virðist ekkert hafa séð, ekkert
skilið og ekkert gert til þess að afstýra þessum
vandræðum.
Viku eftir viku og mánuð eftir mánuð hafa
ófriðarskýin verið að draga sig saman á himni
iðnaðar og verkamála hér á . meðal vor. Og
viku eftir viku hefir stjórnin og þingið seti.ð í
Ottawa, til þess að ræða um orður og titla!
Hugsunariaus uin þetta mikla velferðarmál
landsins og ráðalaus til þess að greiða fram úr
því. Hún hefir í þessu máli að voru áliti sýnt
sig ómögulega. Og svo þegar ekkert var gjört
af stjórninni til þess að varna þessu sem í að-
sígi var, urðu hlutirnir að hafa sinn framgang
— verkfallið að koma, o>g það er sagt að ástæðan
fyrir 'Lúíssu verkfalli sé sú, að krefjast viður-
kenningar á rétti verkamanna til samtaka og til
þess að semja við vinnuveitendur sem heild, eða
; nafni félagsskaparins. Og að því er þetta verk-
fall í Winnipeg snertir, þá varð það til þess að
hrinda því af stað. En það er annað og meira
sem liggur til grundvallar fyrir ókyrð þeirri og
óánægju, sem nú virðist gagnta'ka ^kki einasta
þesífa þ.jóð, heldítr allar eða flestar þjóðir heims-
ins, og það eru yfirsjónir manna í liðinni tíð.
Syndir manna í liðinni tíð — syndir sem hryntu
hinu ógurlega heimsstríði af stað — heims-
hyggja, peningagræðgi, ónærgætni og valdafýkn.
Því þegar þetta gengur fram úr hófi, þá hlýtur
það að hefna sín, eins og ávalt á sér stað, þegar
æðstu hugsjónir mannanha eru að vettugi
virtar.
Verkalýður þessa lands yfirleitt hefir lagt
stórmikið að sér á undanförnum stríðsárum.
Úr hans hópi hefir farið fjöldi til vígvallanna,
log þeir hafa lagt mikið á sig heima f>TÍr, —
lagt fram af sínum skorna skamti stórmikið fé
til hinna ýmsu þarfa, sem stríðinu hafa verið
samfara, auk hinna vanalegu útgjalda. Þrátt
fyrir það þótt allar Mfsnauðsynja vörur nálega
tvöfölduðust í verði, þá tóku margir þeirra á
af öllum kröiftuin til þess að stríðið mætfi vinn-
ast, og þe 'dldp að állir hefðu gjört það saraa.
En þegar þeir sáu að svo var ekki — þegar þeir
sáu að sum félög notuðu þessa neyðartíma til
þess að maka krókinn enn meir og að lands-
istjómin lét þau óáreitt við þá iðju, þá fyltist
verkalýðurinn gremju til stjórnarinnar og fé-
laganna — og hver vill kasta að honum steini
fyrir það ? Og það er þessi gremja — þær synd-
ir auðfélaga þessa lands og afskiftaleysi stjórn-
arinnar af þeim, og af iðnaðarástandinu í land-
inu og ástæðum verkalýðsins yfir höfuð, sem á
mestan þáttinn í ókyrðunum, sem nú eiga sér
stað frá hafi til hæfs í Canada, og skilyrðið til
þess að það geti lagast er það, að bætt sé fyrir
brotin á lögl’egan og réttlátan hátt.
II.
Yér viljum ekki kasta steini að verkamönn-
um þeim, sem þetta verkfall byrjuðu hér í bæn-
um, því það er sannfæring vor, að það sem
milli bar á milli ráðsmanna járnverksmiðjanna
þriggja og verkamanna þeirra, sem verkfallið
gjörðu, hafi verið þeim mönnum frumatriðið —
það að fá viðurkenningu félaganna sem þeir
irnnu fyrir á rétti þeirra til samtaka og til þess
að semja við þau sem heild, en ekki sem einstak-
lingar eða einstök verkamannafélög, og virðist
oss að það atriði sé réttmætt. Það er vort álit,
að ráðsmenn félaganna hafi gjört rangt í því
að neita mönnum sínum um þessa viðurkenn-
ingu, því vér getum ekki betur séð, en að það
ætti að vera 'hagur hverjum verkveitenda að
viðurkenna skýlausan rétt verkafólks síns til
þess að bæta hagsmuni og kjör sín, eftir því
sem þörf og sanngirni krefur.
Hér er því um tvo málsaðila að ræða í þessu
verkfalli. Verkamenn þá, sem á þessum járn-
verkstæðum unnu annars vegar og ráðsmenn
verksmiðjanna hins vegar. Engir aðrir áttu
þar hlut að máli í bvrjun og við enga aðra áttu
verkamennirnir sökótt. Var því ekki sjálfsagt
fyrir þá að beita allri sinni sókn að þessum fé-
lögum? Hvort heldur að í þeirri sókn tóku
þátt verkamennirnir, sem hjá þessum félögum
unnu eða verkamanna félagsheildin, og láta
þannig sökina koma niður á þeim sem sekir
voru ?
Líklega hefir þetta verið áform verkamanna
í fyrstu, en þe1r mistu sjónar á því marki að
voru áliti, fyrir þá skuld að nokkrir af leiðtog-
um þeirra, annaðhvort af fljótfæmi, en þó lík-
legar af ásettu ráði, leiddu þá afvega. Og það
er það sem,vér höfum á ínóti þessu verkfalli, að
aðferðin sem leiðtogarmr nota til þess að ná
settu takmarki er röng.
III.
Allsherjar verkfall til hjálpar þessum
mönnum var hafið í Winnipeg 15. þ. m. Allir
sem tilheyrðu verkamannafélögum bæjarins,
með aðeins fáum undantekningum, eða um
35,000 manns, var af miðstjórn félaganna skip-
að að/gjöra verkfall, sem á ensku máli er nefnt
“Svmpathy Strike” (hluttekningar verkfall).
Og með því er sókn verkamannaféíaganna á
hendur járnverksmiðju eigendunum lökið, eða
að sóknin er færð út, þá verður hún á möti öllum
bæjarmönnum, ungum jafnt sem gömlum, kon-
um jafnt sem körlum, ríkum jafnt sem fátækum.
Verkfallið er orðið nú, ekki að eins á hendur
þeim, sem verkamenn áttu sökótt við, heldur á
hendur allra bæjarbúa—fólks sem er alsaklaust
í þessum efnum og má við engu móti við þessari
sókn né heldur á það hana skilið á nokkurn hátt.
Réttindin, sem lög ríkisins hafa veitt því
sem borgurum þessa lands til frjálsræðis og lífs-
framfærslu eru tekin án borgaralegra laga úr
liöndum þeirra manna, sem það hafði trúað fyrir
að fara með þau af mönnum, sem tóku sér það
vald sjálfir, af því að þeir héldu að þeir hefðu
verkamannafélagsskapinn á bak við sig, nógu
sterkan til þess að geta neytt hina til hlýðni, og
á einum degi er n/jólkur og^brauðforði bæjar-
ins bannaður, eldliðinu bannað að bjargn eign-
um ipanna þó í báli standi, talsímum^og ritsím-
um lokað og öll bréfaviðskifti og blaðaútgáfa
bönnuð, og eiginlega allar bjargir bannaðar
iiema með leyfi fimm manna, sem öll ráðin
höfðu vhjá verkfallsmönnum.
Þessar tiltektir verkamanna leiðtoganna,
að vilja taka í sínar hendur framkvæmdarvald,
sem þeir eiga engan rétt á og ekki getur gagnað
þeim neitt til þess að vinna sigur yfir þessum
ráðsmönnum járnverksmiðjanna, sem þeir áttu
í höggi við, er gönuskeið, isem ökki er liægt að
leyfa þeim að halda áfram á, fyr en þá að þeir
ná því valdi lögum samkvæmt, og það hefir
líka orðið til þess að snúa almenningsálitinu á
móti þeim, að mun meir en annars 'hefði verið.
Þessi aðferð verkamanna félaganna í sam-
bandi við verkföll, að taka stjórnarvaldið í sín-
ar hendur, án þess að þeim sé veitt það á lög-
legan hátt, er alveg nýtt í sögu þessa lands, og
kemur mönnum til að hugsa að fyrir leiðtogum
verkamanna ‘hafi vakað annað og meira heldur
en það, að fá ráðsmenn þessara járnvefkstæða
til þess að viðurkenna verkamannafélögin. Að
það hafi líka vaþað fyrir sumum þeirra að ná
baldi á stjórnartaúmum þessa bæjar og þessa
fylkis, eða hvað meinti einn leiðtogi þeirra,-
þegar að hann sagði að með þessu verkfalli
væri nýr vegur hafinn, sem verkamönnum bæii
að ganga! Hver er þessi nýi vegur? og hvert
liggur hann?
Ekki getur ]>ar verið um að ræ(5a verka-
manna samtök, né heldur um verk|pll, því hvor-
ugt þeirra mála eru ný. En ef þessi vegur á að
liggja um lögleysur, að einhverju evðileggingar
takmarki, þá á hann ekkert erindi inn í þjóðlíf
vort. En vér trúum því ekki, að verkamenn
yfirleitt séu að leggja út á neinn nýjan veg,
sem þessu þjóðfélagi er ósamboðinn og þá líka
þeim sjálfum, heldur að það sem afvega hefir
farið sé um að kenna öfgafullum leiðtogum
tremur en verkamönnum yfirleitt.
Engum sanngjörnum manni dettur í hug
að kalla það öfgar, þó verkamenn vilji Iræta kjör
sín, eins og nú er ástatt með allar nauðsvnjar
manna. Og engum sanngjörnum manni dettur
heldur í hug að lá þeim það, þótt þeir beiti öll-
um leyfilegum meðulum til þess að ná sann-
giörnu takmarki í þeim efnum, því þeir hafa
jafngn rétt til lífsframfærslu fyrir sig og sína,
eins og aðrir borgarar landsins, og þetta ætti
öllum mönnúm sem vinnu veita að vera ljóst og
þetta ætti þeim að vera ljúft að viðurkenna.
Og þeim ætti ekki síður að vera ljóst, að
það að standa á móti sanngjörnum kröfum
veúkaiðanna um sæmilegan lífeyrir er ekki ein-
asta rangt, heldur stór-hættulegt fyrir þá sjálfa
og fyrir bróðurlegt samkomulag innan þjóðfé-
lagsins. En undir því er öll velferð vor komin.
-------------i- 7
V erkföll.
Þessi innibyrðis stríð á milli verkamanna
og vinnuveitenda, sem nú eru að gerast svo tíð
og alvarleg víðsvegar um heim, er eitt af þeim
alvarlegustu spursmálum sem nútíðarmenn
hafa meðferðis til þess að ráða bót á, og sem
vér erum skýldugir að taka til alvarlegrar íhug-
unar og istemma stigu fyrir, ef þau eiga ekki að
verða framför í iðnaði og framþrógun til far-
artálma.
Verkföllin öll enn sem komið er miða að
því að fá kaupgjald hækkað og vinnutíma stytt-
an. Og þegar maður lítur á málið frá hlið
verkamanna eingöngu, þá er þetta náttúrlegt.
því manni verður það oftast á að verða var við
hvar manns eigin skór kreppir. Það er að bú-
ast við því, að þegar maður hefir ekki nóg til
fæðis og fata, að maður hugsi eingöngu eða að-
allega um að bæta úr því—og það er skylda.
En verkföllin eru tvíeggjað sverð. Á
sama tíma sem þau bæta máske nokkrum eent-
um við daglaun manna, þá hækka þau alloft
lífsnauðsynjarnar. Svo í hvert sinn sem verk-
fall er gjört, þá eru þrjú atriði, sem athuga
þarf.
Fyrst tapið, sem ]>au hafa ávalt í för með
sér. Annað hækkun á öllum lífsnauðsvnjum,
sem stafar af verkfallinu, og hið þriðja, kaup-
hækkunin.
Og ef nú að kauþliækkunin nemur ekki
meiru en tapið við verkfallið og aukna kostnað-
inum á lífsnauðsynjum, þá er ekkert unnið.
Með þessu viljum vér ekki láta skilið, að .
vér séram að níða samtök verkamanna né held-
ur að vér séram á móti verkföllum, því verka-
manna samtök eru nauðsynleg og verkföll geta
verið það líka.
En spursmálið sem fyrir oss vakir er hvort
ekki megi beita þeim samtökum í heppilegri átt
heldur en í verkfalla áttina. Því það er svo
hætt við, að í framtíðinni jafni það sig hjá
þeim, sem taka þátt í verkföllum, hvað vinst
og þ^jð sem tapast, eins og oss finst að gjört
hafi í liðinni tíð.
- Ein af aðal ástæðunum, sem bornar eru
fram fyrir þessu verkfalli, sem nú hefir staðið
yfir í Winnipeg, er hátt verð lífsnauðsynja. Og
]>að er satt.
En verkfaillið hefir ekki bætt úr því, heldur
þvert á móti aukið kostnaðinn á lífsnauðsynj-
um manna ekki all-lítið, svo að því leyti hafa
verkamenn hvorki bætt sinn liag né annara.
Það er víst engum efa bundið, að verka-
mennirnir bera hag þessa þjóðfélags eiras inni-
lega fyrir brjósti, eins og nokkrir aðrir borgar-
ar landsins, ekki að eins sinn hag, heldur hinn
sameiginlega liag þ,jóðarinnar. Og því lilýtur
þeim að vera það áhugamál, að bæta það sem
aflaga fer, í hinu sameiginlega félagsbúi—þjóð-
félagsbúinu. Og eitt af því, og máske það sem
nú kreppir hvað mest að er dýrtíðin.
Það bætir aldrei úr dýrtíðinni að gera
verkföll, eiras og tekið hefir verið fram, né held-
ur getur það bætt kjör verkamanna, þótt þeir
fái $10 á dag, ef þeir þurfa að borga $11 á dag
fyrir lífsframfærslu sína og sinna. Aðal-
spursmálið fyrir þá, eins og alla er nú, hvernig
að bót verður ráðin áj dýrtíðar ásta'ndinu.
Verkamannafélagsskapurinn á yfir miklu
afli að ráða og getur því komið miklu góðu til
leiðar, Iþegar haran vilil beita afli sínu í réttar
áttir.
Nú er það á meðvitund allra, að félög þau,
sem sterkuúi tökum hafa náð á verzlun landsjns
í ýmsum greinum, liafa í sínum höndum óþarf-
lega mikið af auð landsins, og að í inörgum iðn-
aðargreinum eru margir milliliðir á milli fram-
leiðanda og kaupanda vörutegundanna, sem
þó ekki sýnast að hafa aðra þýðingu en þá, að
taka sinn hlut á þurru landi, án þess þó að
leggja nokkuð verulegt í sölurnar fyrir hann.
Því getfPnú ekki verkamannafélögin lagað
þetta með því að gjörast keppinautur einhverra
þessara auðfélaga, segjum, mylnufélaganna.
Það er sagt, að þau félög hafi rakað saman fé
á meðan á stríðinu stóð, og í fáum tilfellum hef-
ir framleiðslunpi í landi voru verið eins mis-
boðið, eins og einmitt í þeirri grein. Og fróð-
legt væri að hafa nákvæman reikning yfir toll
þann, sem að undanförnu hefir verið tekinn af
kornframleiðslu landsins, frá því að varan
—kornið fór frá framleiðandanum og þangað
til hún var borin á matborð manna.
Gætu verkamannafélögin nú ekki gerst
keppinautar í þessari grein?
Gætu þau ekki, í stað þess að berjast upp á
líf og dauða á móti ]>essum félögum byrjað
sjálfir á þeirri framleiðslu?
Mundi ekki hafa verið heillaværalegra fvrir
þá að eyða miljónunum, sem þetta og fleiri
verkföll hafa ikostað verkamenn, til þess að
setja á/stofn segjum hveitimylnu hér í Winni-
peg, kaupa síðan korn af bændram og mala.
Til þess að gjöra þetta og fleira í sömu átt
ístanda félögin vel að vígi, því þeir hafa innan
sinna vébanda mennina, sem til vinnunnar þurfa
og markaðurinn fyrir afurðir þeirra er líka viss
á meðal félagsmanna.
Það sem unnið væri með þessu er þrent.
Fyrst að verkamenn gætu framleitt vöruna
sjálfir og selt hana síðan fyrir lægsta verð og
Að spara
Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á
ári, lagt t^isvar við höfuðstólinn.
Byrjið að leggja inn í sparisjóð hjá,
THE DOMINION BANK
Notre Dame Brancb—W. H. HAMILTON, Manager.
Seikirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
■tiimii
■iimnimiiii
THE R0YAL BANK 0F CANADA
HöfuSstóll löggiltur $25.000,000
VarasjóSur. . $15,500.000
Forseti ...
Vara-íorseti
Aðal- ráðsmaður
Allskonar bankastörf afgTeldd.
HöfuBstóll greiddur $14.000,000
Total Assets over. .$427,000,000
Sir HUBERT S. HOLT
E. Ii. PEASE
— C. E NEHjIí
Vér byrjum reiknlnga viC elnstakllnga
= eBa félög og sanngj&rnir skllm&lar velttir. Avísanlr seld&r tll hv&Bs
staBar sem er & íslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrJóBsinnlögum,
sem byrja má meC 1 dollar. Rentur lagCar viC & hverjum 6 mánuCum.
WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. L Paterson, Manager
þarmeð lækkað verð liennar til almennings.
Annað, þeir gætu neytt félögin til þess að
selja fyrir isanngjarnt verð, og þar með séð um
að þau ekki græddu ósanngjarnlega á vöru sinni.
Þriðja, þeir gætu með þessari aðferð lækk-
að verð á nauðsynjavöru, í stað þess að liækka
það, eins og á sér stað með hverju einasta verk-
falli sem þeir gjöra.
Þeir gætu unnið að heill alls þjóðfélagsins,
í istað þess að binda framkvæmdir sínar við
einn flobk manna—verkamannaflokkinn.
Svarta aldan.
Framh.
Hvað sambandsþjóðimar gætu
gjört.
Vér getum ekki vonast eftir
að sjálfboðar gefi sig fram á
meðal sambandsþjóðanna, til
þess að láta Bolsheviki menh
drepa sig. En þeir geta farið og
gjörst miðstöðvarstjóm eða mið-
stöð, þar sem Rússar geta
skipað sér um. pað er ekki satt
sem sagt er að koma þeirra til
Rússlands efli Bolslheviki hreyf-
•inguna. pað er aftur á móti satt
að á ýmsum stöðum, itil dæmis í
Sebastopól hatar inn óupplýst-
ari hluti þjóðarinnar útlenda
hermenn. En um slíkar mið-
stöðvar og undir stjóm þeirra
gætu Rússar sjálfir skipað sér,
<og þær mætti mynda í Kfev,
Pultava, Nikloayer og Karkov,
BoSsheviki menn berjast aldrei
nema þegar þeir eru 1 meiri-
hluta. pessum sjálfboðum frá
sambandsmönnöm yrði borgað
af Rússum, en þeir yrðu að fá
peningana lánaða Ihjá sambands-
mönnum.
petta umtal Bolsheviki manna
að þeir ætli að iborga skuldir þær
sem þjóðin er í er bara reykur.
peir geta það ekki. peim endist
hvorki aldur til þess né efni. En
á meðan þeir hafa yfirráðin
verður þjóðin að líða—hvað mik-
ið getur enginn sagt. f Péturs-
borg eru nú aðeins 700,000 íbú-
ar, þar sem áður voru 2,000,000.
Ölll börn innan þriggja ára eru
dauð, og trúverðugur maður,
sem er rétt nýkominn þaðan,
sagðist hafa séð fólk vera að
skjótast út úr húsum sínum og
skera sér stykki úr, dauðum
hrossskrokkum, sem lágu á göt-
unum, og 'svö hirtu hundarnir
það sem eftir var.
pað sem mér þykir einkenni-
legast er, hve fólkið í Evrópu er
seint að skilja og gera sér grein
fyrir þeim hörmunga viðjum,
sem þjóðin Rússneska er nú
reirð.
Pú spyrð að hvort Rússar
mundu taka það illa upp, þó að
þeim kæmi hjálp utan að.
Eg spyr hvort hrangraður
maður væri líklegur til að slá
hendi á móti mat, ef hlonum byð-
ist bann.
pegar vistaskorturinn var á
RúsSlandi fyrir nokkru síðan og
Bandaríkin sendu skip fermd
með matarforða, tóku allir þakk-
samlega á móti honum. pví
Iheldur þú að Rússar mundu ekki
vera þakklátir hjálparmönnum
sínum raú?
Einkenni Bolshevismans og af-
leiðingar hans.
“pið spyrjið mig hvort að
Bolshevisminn standi og falli
með Lenine og Trotzki. peir eru
aðal hljóðpípurnar í þeim flokki.
En hver einasti smábær á sinn
Lenine og Trotzki. Bolshevism-
inn er í höndum gjörræðismanna
allstaðar. í Moskow er engin
regla á neinu, þar getur hver
maður framið þau ódáðaverk er
hönum gott þykir. par hafa
Bolshevikimenn slegið eign sinni
á verzlanir, því þeir ihöfðu skot-
færaforða. Alt sem við getum
náð í verðum við að fá að. pað
hefir komist inn í tilfinningar
manna að Bolsheviki menn séu.
að sjá að sér — fari hægara í
sa'kimar en þeir gjörðu. En það
)
meinar ekkert annað en það, að
Bolsheviki leiðtogarnir eru að
reyna að ná sambandi við aðra
flokka, sökum þess að afstaða
þeirra er að verða miklu erfið-
ari en hún var í fyrstu. En upp-
lýstara fólkið á Rússlandi vill
ekkert hafa með þá að gjöra eða
þá kenningu þeirra að, eignir
þínar, þar jneð taldar konur
manna og dætur sé eign Bolshe-
viki manna.
Verksmiðjulýðurinn á Rúss-
landi er með öllu snúinn á móti
Bolsheviki mönnum, þeir lofuðu
honum vinnu og háu kaupi, 40
rú'blum fyrir fimm stunda vinnu,
en þegar fólkið fékk ekki kaupið,
sökum þess að engin vinna var
til, þá snerist verkafólkið á móti
þeim.
Aðferð Bolsheviki manna til
þess að afla sér fanga er nýstár-
ieg. peir fara í ibæina og til-
kynna fólkinu að þeir vilji fá
svo mprg ihundruð pund af korni.
Og ef þeir ekki fá það orðalaust,
ei^u helstu mennimir teknir í
gisling og sklotnir, ef krafatii er
ekki uppfylt.
f héruðum þeim sem váld
Bolslheviki manna ekki nær til
er nægur forði, en þar eru engar
samgöngur og því hungurgneyð
í öllum eða flestum bæjurn.”
II. Samtal við^rins Lvoff.
Sem svar upp á fyrstu spurn-
ingu rtiína komst Prins Lvoff
þanniax^fT orði:
“Bolshevism getur aðeins
þrifist á stríðstímum. peir hafa
náð herafla sínum með ógnun-
um. pað sem vatnið er fiskun-
um, þar eru stríðsitímar Bolshe-
viki mönnum.
Mótstaða á móti ógnunum
Bolsheviki manna.
Ógnanir þær, sem í frammi
hafa verið hafðar af BoQsheviki
mönnum hafa snúið fólkinu á
móti þeim, og þær hafa líka
orðið til þess að vekja þjóðrækn-
istilfinninguna hjá mörgum, sem
hún var farin að dofna hjá. Og
sú vaknaða þjóðræknis tilfinn-
jng endurspeglast í stjómum
þeirra Denikine, Kolchak og
Tchaykovsky. Kringramstæðum-
ar hafa breyst mikið á Rúss-
landi á síðustu sex mánuðum,
því þessum stjórnum hefir auk-
ist svo mjög þróttur.
pað er ekki hægt að líta á
Rolsheviki menn sem sérstakan
stjórnmálaflokk. Nær sanni
væri að kalla þá alræðisflokk
verkalýðsins. pó eru þeir það
ekki í raun og veru — þeir eru
kúgarar verkalýðsins.”
Bolsheviki menn og pjóðverjar.
“peir segjast vera talsmenn
lýðveldishugsjónarinnar að því
er iðnaðarfyrirkomulag snertir,”
sagði eg.
“Bolshevisminn er mót-
stríðandi öilum lýðveldis hug-
sjónum og lýðveldis fyrirkomu-
lagi,” svaraði Prins Lvoff. “peir
hræðast óháðan vilja fólksins
meira en nokkuð annað. pess
vegna var það að þeir eyðilögðu
lögbundna þingstjóm. Á hinn
bóginn eru stjórnimar sem nú
eru í Rússlandi að vinna að því
af ítrasta megni að koma á lög-
bundirani lýðstjórn, án tiHits til
flokka og sérskoðana í stjóm-
málum. Og ástæðan fyrir því