Alþýðublaðið - 10.07.1960, Side 4

Alþýðublaðið - 10.07.1960, Side 4
Bygginprsamvmnufélag lögreglu- og Bifreiðasalan er flutt að BORGARTÚNI1. — Við seljum bíiana, BJörgéifyr Sigurðsson, Símar 18085 og 19615. Árni Eifar skemmta ásamt irðardrottningu íslands 1960 — gnarsdójiur *----r framreiddur frá kl. 7. Borðpantanir í síma 15327 ; hefur tii sölu 3 herbergja íbúð við i Birkimel. j Þeir félagsmenn er neyta vildu forkaupsréttar síns, i gefi sig fram við stjórn félagsins fyrir 17. þ. m. Stjórnin. ^jj) Laugardaisvöllur (fii ÍSLAKDSHÓTID, I. deild í kvöld kl. 20,30 keppa FRAN - AKRANE5 Dómari: Þorlákur Þórðarson. Línuverðir: Daníel Benjamínsson Baldur Þórðarson. Mótanefndin. Augiýsingasíml Atiþýðublaðsins ®r 14906 ÍSLENDINGAR bíða þess með eftirvæntingu, hvort stjórnai’völdum Austur-Þýzka lands tekst að fin’na bústað við Eystrasalt, sem sæmir hin- um mikla tónsmið okkar, Jóni Leifs. Því miður höfum við landar hans í okkar kotungs- skap aldrei getað búið sóma- samlega að honum, hyllt hann né haldið honum bær veizlur, sem slíkur maður á rétt á. Þess vegna verður fargi af okkur létt, ef félagi Ulbricht leggur honum til villu við ein- hverja baðströndina í Pomer- aníu, og tónskáldið flytur austur þangað. Er vonandi, að íslendingar kunni sig nógu vel til ag færa honum að minnsta kosti blómsveig og hylla hann, þegar hann fer. ■fe Listin frjáls. Það eykur stórlega gleði okkar að heyra frá tónskáld- inu sjálfu, að Austur-Þjóð- verjar séu að gerá listina frjálsa, hreinsa úr henni naz- istíska útúrsnúninga og' tryggja tónskáldum það auð- magn, sern þarf til að semja ódauöleg verk, þótt almenn- ingur geti aldrei skilið þau. Fer ekki á milli mála, að nú verður búið að tónskáldinu eins og einni þjóð ber skylda að búa að mestu listamönnum sínum, þótt okkur íslending- um hafi ekki auðnazt það. í tilefni af þessum atburð- um er fróðlegt og lærdóms- ríkt fyrir íslendinga að kvnn- ast þeim aðstæðum listarinn- ar, sem Jón Leifs fær að verða aðnjótandi í Austur-Þýzka- landi. í annarri 5 ára áætlun ríkisins eru hvorki meira né minna en átta púnktar um það, hvernig gera á listina frjálsa, eins og Jón kallar það. Þar segir meðal annars í 6. púnkti: „AUur flokkurinn verður að hagnýta verk hinnar sós- íalistísku menningar sem starfandi meðal í hinni póli- tísku fjöldabaráttu ... Það á að nota sterkari listaáróður í baráttunni fyrir 5 ára á- ætluninni í kola-, raforku- og orkuframleiðslunni. Sér- stakir áróðurshópar lista- manna eiga að hressa upp á bændur“. Það er ekki amalegt fyrir Jón Leifs að öðlast nú frelsi til að verða hagnýttur af Flokknum sem meðal í hinni pólitísku fjöldabaráttu! Og hvílík yfirsjón af ríkisstjórn okkar hér heima, að veita listamönnum okkar ekki frelsi til að verða meðal í áróðrin- um fyrir viðreisninni! Austur-Þjóðverjar hafa skipulagt þetta frelsi lista- manna mjög nákvæmlega. Þeir hafa listrænar áróðurs- hersveitir (Kúnstlerische Agi- tatiónsbrigaden), sósíalistíska síðdegistónleika (Sozialistis- che Matineen) og áróðurshópa (Agitprop-Gruppen) í þessu starfi. Svo mun Jón Leifs án efa hafa mikil skipti við þá stofnun, sem sér um alla hljómleika í ríkinu, DKGD eða Deutsche Konzert- und Gastspieldirektion. Þessi stofn un hlaut á árinu 1958 sérstakt lof yfirvaldanna fyrir að halda mikinn fjölda tónleika „með listrænum áróðri og sósíalistísku baráttuefni í til- efni af 40 ára afmæli bylting- arinnar11. Það er glæsilegt til þess að hugsa, að Jón Leifs skuli verða meðal þeirra tón- skálda, sem fá frelsi til að semja tónverk í tilefni af 43. eða 44. ára afmæii rússnesku byltingarinnar. 'jif Félagsskapur tónskálda. Það eru að sjálfsögðu til öfl ug samtök tónskálda í Austur- Þýzkalandi. Auðvitað eru „flokksdeildir“ í þessum og öðrum samtökum listamanna, og í sjálfri 5 ára áætluninni eru ákvæði til að trvggja frelsi listamanna í þessum samtokum sínum. Þar segir svo: „Eitt mikilsverðasta verk- efni flokksdeildanna í lista- mannasamböndum og menn- ingarstofnunum er heil- steypt framkvæmd á kenn- inguni Lenins. . . Námi Marxismans-Leninismans á að sýna mestu atliygli ... Flokksdeildir í menningar- samtökum eiga að vaka yfir hugsjónalegri einingu“, Af þessu er ljóst, að austur- þýzkir listamenn hafa öðlazt frelsi til að stúdera Marx og Lenin í samtökum sínum, og er sjálfsagt meira vit í því en að vera með umræðufundi um listastefnur og slíkt, eins og Jón Leifs gerir í Listamanna- klúbbnum á barnum í Nausti. Meira að segja er þess gætt, að listamenn haldi sér við hugsjónina af sérstökum flokksfulltrúum (kulturfunk- tionáre). Tónskáldin í Austur-Þýzka- landi hafa ennfremur frelsi til að kompónera í anda sósíal- realismans. Þetta kom fram á miklum fundi í tónskáldasam- bandinu seint á árinu 1957. Um þennan fund segir Árbók þýzka alþýðulýðveldisins: „Fulltrúafundur tónskálda- sambandsins ræddi spurning- una Um sósíalistíska hugsjón í listinni. Þeir sýndu, hvernig sósíalrealisminn hefði opnað hlið nýrrar tónlistar ... Fund urinn vísaði ennfremur til þess, að sérhver tónsköpun verði að helga því sérstaka athygli, að hún hefur meS nýstárleik og útbreiðslu sinni ósegjanleg áhrif á tilfinningar og hugsanir milljóna manna“. Af þessu er augljóst, að austur-þýzku tónskáldin líta sjálf á tónlistina sem áróðurs- tæki, telja sig þurfa að hafa áhrif á hugsanir milljóna manna. 'Verður fróðlegt að sjá, hvaða áhrif Sögusinfónía Jóns hefur á Ulbricht og mill- jónir kommúnista austur þar. Hugsanlegt er, að Jóni verði veitt frelsi til að endursemja verkið í anda sósíalrealism- ans í samræmi við „nauðsya raunsærrar sköpunar, tengsla við fólkið og skiljanleika verksins11 eins og Árbókin orðar það. Það má með sanni segja, að Jón Leifs hafi fundið sælu- ríki listamanna í austanverðu Þýzkalandi. Er dómur hans Um það efni því meira virði, sem Jón hefur langa reynslu af mörgum ríkjum og margs konar þjóðskipulagi, allt síð- an hann var náinn vinur naz- ista til þessa dags. Hvaða máli skiptir það, þótt rúmlega 100.000 andans menn og lista- menn hafi flúið frá Áustur- Þýzkalandi til Vestur-Þýzka- lands á síðustu árum. Metin mega heita jöfnuð, þegar Jóm Leifs flyzt austur ylir. FRÁ skrifstofu verðlagsstjóra heíur borizt skrá yfir útsölu- verð nokkurra vörutegunda i Reykjavík, eins og það reyndist vera 1. þ. m. Hér eru nokkur dæmi um mismunandi verð: Haframjöl pr. kg. kr. 4,40—6,65. Hrísgrjón pr. kg. kr 6,20—9,40. Kakó Vi lbs. ds. kr. 13,10—22,00 Kandís pr. kg. kr. 10,60—15,35. Sveskjur pr. kg. kr. 32,50— 51,00._________ Lunda- ve/ðor sem sport LUNDAVEIÐARNAR eru nú að byrja. Á föstudag mátti hefj@ veiðarnar, Enginn vafi er á því, að f jölmargir noti sér veiðiheim ildina. Margir stunda undaveiðarnar nú sem sport og geta ekki hugs- að sér annað í sumarleyfum. Veiðamar eru ekki lengur stundaðar sem atvinnugrein, en auðvitað er fuglinn nýttur. 4 10. júlí 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.