Alþýðublaðið - 10.07.1960, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 10.07.1960, Qupperneq 11
 „Eina daginn, sem einhver kom til hans. Polly hefur ekki enn náð sér eftir það, sérstak- lega vegna þess að maðurinn kallaði hann gamla Joseph eins og við hérna. Einkennilegt, finnst þér ekki? 'Við héldum ekki _ að neinn nema við héma á sjúkra húsinu vissi að hann væri kall aður þessu nafni“. Myra starði á tebollann sinn og reyndi að finna eitt- hvað annað umræðuefni. „Það gleður mig að þið Polly skuluð vera farin að tala aftur saman“, sagði hún. „Ég hélt að það hefði eitthvað slettst upp á vi'náttuna.“ „Slettst upp á vináttuna? Hvernig hefði það átt að ske?“ Hún leit beint á hann. „Það veiztu bezt sjálfur, David“. Hann roðnaði og sagði afsak andi: „Fyrirgefðu ... ég ætl- aði ekki að vera svona stuttur í spuna. Það var bara ... það hefur eitthvað' verið að milli okkar, Myra“. Hann fann að hann langaði til að segja henni allt. „Ég get ekki talað við hana framar. Og við vor- um svo góðir vinir ... vitan- lega var það ekkert annað, en Við kunnum vel hvort við ann að. en við kunnum vel hvort við annað á ópersónulegan hátt...“ „Kannske var það það, sem að var, David ... kannske var það of ópersónulegt“. „Hvernig gat það verið annað? Læknar og hjúkrun- arkonur kynnast aldrei vel nema í skáldsögum“. „En því gaztu ekki hitt hana utan sjúkrahússins?“ spurði Myra stutt í spuna. „Vitanlega ...“, hún brosti stríðnislega. „Ég gleymdi öll- ' um Mimiunum og Gabriell- unum og að þú hafðir engan tíma aflögu fyrir Polly. Er það ekki satt?“ „Ég verð víst að viðurkenna að það er rétt“, sagði hann auðmjúkur. „Hjúkrunarkon- ur eru hluti af sjúkrahúsinu ... kannske er það þess vegna, sem ég hef aldrei litið á hana . sem konu. En núna ...“ „Núna?“ endurtók hún. „Eins og hvað líturðu á Polly , núna?“ „Eins og það sem hún er og nú er það of seint“. jiÞví þá það? Það hlýtur að vera betra að komast að raun um eitthvað seint en aldrei“. Myra lagði. bollann frá sér og stóð á fætur. „Hún er óvenju- lega góð stúlka, David. Ein af þeim beztu sem ég hef hitt. Og hún er falleg líka“. „Ég veit það“. „En því segirðu henni það ekki? Það finnst engri ungri stúlku leiðinlegt að heyra að hún sé sæt“. Hann hló. „Og hvar á ég að gera það? Yfir skurðborðinu? Á stofugangi?“ Hann and- varpaði. „Polly myndi aldrei leyfa mér að segja það. Hún lítur kuldalega á mig og ég veit að ég á það skilið“. „Þá verðurðu að reyna að eiga það skilið“, svaraði Myra. En um leið og hún kona fram á ganginn heyrði hún hátal- arann kalla: „Henderson lækn ir er beðin um að koma strax inn til yfirlæknisins! Hender- son læknir!“ Hjartað í Myru kipptist við — og það var ekki vegna þess að hún hefði slæma samvizku. Hún hafði ekki gert neitt rangt — það hafði ekki komið neitt fyrir hennar sjúklinga — þess vegna hlaut þetta að vera eitthvað persónulegt, sem hann vildi henni. Og það var þá, sem hún skildi að hún var ekki lengur ástfangin af Brent. Þá skildi hún að í raun og veru elskaði hún Mark. Hún nam staðar fyrir utan dyrhar að skrif- stofu hans og strauk yfir hár- ið á sér. Hún vildi líta vel út þegar hún færi inn til hans. „ÉG ELSKA HANN. Það er hann, sem ég vil!“ hugsaði hún. Og svo barði hún að dyr um. Hann bað hana um að koma inn og hún hafði mikinn hjartslátt. Aðeins hljómblær raddar hans orsakaði það að hjarta hennar sló hraðar og hún var viss um að hann myndi lesa sannleikann úr augum hennar, því leit hún niður. En hún hafði ekkert að ótt- ast. Mark leit ekki á hana. „Setjist þér, læknir“. Hún settist hálf skelfd nið- ur. „Mig langar til að vita hvernig fæðingin gekk“, sagði hann og tók saman blöðin, sem hann hafði verið að skrifa. Og augu hans litu á hana — störðu á hana eins og hann hefði aldrei séð hana fyrr. Estelle hafði sagt að hún væri lagleg, en orð Estelle höfðu ekki verið fullnægj- andi. Myra hafði breytzt. Hún var ekki lengur feimin ung stúlka, hún hafði blómstrað og var falleg ung þroskuð kona, eins og blóm, sem hafði opnast. Þetta var enginn ytri glans — þetta kom að innan, Og hann vissi vel hvers vegna þetta var. Hún hafði aftur náð í Brent Taylor. Mark var skyndilega gripinn tilfinningu, sem hann hafði aldrei fundið til fyrr. Óstjórn- ieg, blind afbrýðisemi greip hann og hann langaði til að hrista Brent eins og hann væri rotta, ekki vegna þess að hann var Venetiu ótrúr, held- ur vegna þess að hann gat gert Myru slíka. - Hún sá reiðiglampann í aug um hans og varð hrædd. „Hef ég gert eitthvað rangt, herra? Fæðingin gekk vel. Ég vona að það sé ekkert athuga- vert við vinnu mína“. Hann reyndi að jafna sig. Hann varð að muna það að 22 samband þeirra var aðeins atvinnulegt, en hann langaði svo mjög til að taka hana í faðm sér og kyssa hana, að við lá að hann hefði ekki stjórn á sér. Svo sterkar voru tilfinn- ingar hans að það kom hon- um mjög á óvart, þegar hann heyrði rólega rödd sjálfs sín segja: „Ég hef ekki yfir vinnu yðar að kvarta, læknir. Mér finnst leitt að ég skyldi vera svo lengi á skurðstofunni, að ég hafði ekki tíma til að vera sjálfur við fæðinguna“. „Það var leitt að þér kom- ust ekki fyrr. Ég held að gamla Joseph hafi langað til að kveðja yður“. „Aha ... gamla manninn“, augu Marks urðu vingjarn- legri. „Svo hann er farinn? Ég vona að honum gangi betur í þetta skipti“. „Það gerir það áreiðanlega, herra. Hann hefur mann til að líta eftir sér núna“. Það lék bros um varir hennar. Þetta var augnablikið, sem hún Eftir Rona Randall hafði beðið eftir. Nú gat hún sagt honum frá Joseph gamla. Nú ryfi hún ekki loforð sitt við hann og yfirlæknirinn átti heimtingu á að fá að vita allt. Mark leit hugsandi á hana. „Hefur hann einhvern til að hugsa um sig? Það var skemmtilegt að heyra það. Segið mér meira um...“ En einmitt þá hringdi sím- inn og rauf vináttusambandið, sem var að myndast milli þeirra. Hún vonaði að sam- bandið yrði stutt, því hún gat varla beðið með það, sem hún hafði að segja. En þetta var persónulegt samtal. .. svo persónulegt, að Mark roðnaði. Myra sá það og skildi hvers vegna, því hxin heyrði kvenrödd í símanum. Það var rödd Venetiu. „Mark, elskan! Hvernig líður þér?“ Hann roðnaði af feimni, en Myra vissi það ekki. Hún var aðeins hrædd. Hún hafði ekkl haldið að Mark og Venetia væru vinir, en nú heyrði hún Tveir járnsmiðir og maður vanur hand- riðasmíði, óskast strax. Mikil og góð vinna. j VélsmiSjan Járn h.f. j Skeiðavogi 26 — Sími 35 555. Junckers f Beykigólfborð. Áratuga reynsla hér á landi hefur sannað ágæti þessa frábæra gólfparkets. Ódýrt — Áferðarfallegt — Sterkt. Takmarkaðar birgðir fyrirliggjandi. Egiil Árnason, Klapparstíg 26. Sími 14 310. 1 r-. .■ 4" Hinar marg eftirspurðu í 16 M slimpilklukkur eru komnar. Vinsamlega vitjið pantana, Nokkrum stykkjum óráðstafað. J rÍKRIFSfOFUVÉLÁR j_____omct COUIPMCNT TSSfsZs&r Símar; 24202 — 18380 Leikiisfarskóli Þjóðleikhússins tekur á móti nemendum í haust. Námstími er 2 ár, 1. októ- ber til 15. maí. Kennsla fer fram síðari hluta dags. Umsóknir um skólavist skulu sendar þjóðleikhússtjóra fynir 1. septem- ber. Umsóknum fylgi fæðingarvottorð, afrit af prófskírtein- um og meðmæli leikara eða leikstjóra, sem nemandinn hefur fengið kennslu hjá. Nemendur skulu vera á aldrinum 16 til 25 ára og hafa að minnsta kosti lokið gagnfræðaprófi eða hlotið sambærilega menntun. Námskeið fyrir væntanlega umsækjendur verður í Þjóð- leikhúsinu 19. september til 1. október og kostar kr. 200,00. Inntökupróf verður 3. október. Þj óðleikhússtjóri. Alþýðublaðið — 10. júlí 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.