Alþýðublaðið - 10.07.1960, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.07.1960, Blaðsíða 12
 Flokksþing demókrata i Bandarikjunum hefst á morgun. Þar verður svarað spurningunni um hvor verði frambjóð flokksins i forsetakosningunum iMMWMMMMMMMHHmMMHHMHMMUWiMMMMHUMMMUMMMtMMHMMWMMHHV FÁIR stjórnmálaviðburðir vekja meiri athygli um heim allan en forsetakosningar í Bandaríkjunum. Kemur þar fyrst til, að forseti þessa mikla ríkis er einn voldugasti maður veraldar og störf hans og stefna hefur áhrif langt út fyrir tak- mörk hinna fimmtíu ríkja, sem mynda Bandaríkin. Þá eru kosn ingar í Bandaríkjunum jafnan fjörlegar og reknar af fullkom- inni hörku og lalvöru, þjóðin öll fylgist með þeim og tekur þátt .£ þeim af lífi og sál. Tveggja flokka kerfið er rótgróið með Randaríkjamönnum, en einnan stóru flokkanna eru andstæð öfl, sem takast á og setja mark á stjórnmálabaráttuna. Undir- búningur undir forsetakosning- arnar tekur aldrei minna en ár og fram á síðustu stundu er ó- víst um hverjir eru í framboði fyrir Demókrata og Repúblík- ana, en þegar það er ákveðið hefst kosningabaráttan fyrir al vöru og er hún oft á tíðum eins o g heljarmikill sirkus með lielztu stjórnmálamenn ríkj- anna sem skemmtikrafta, en al- menning sem g-laða áhorfendur. Á morgun hefst þing Demó- tkrataflokksins þar sem ákveðið verður hver verður frambjóð- andi flokksins í forsetakosning Kennedy, líklegasta forstaefnið. unum í nóvemiber í haust. Það er háð í stórri' íþróttahöll og undanfarið hafa eitt þúsund verkamenn verið önnum kafnir að undirbúa mótsstaðinn. Talið er að þingið kosti' eina milljón doilara, en 15 000 manns sitja það. hættulegasti keppinautur hans. Hin stóra spurning í sam- bandi við flokksþingið er: Get- ur nokkuð komið í veg fyrir út- nefningu John Kennedys, öld- ungadeildarmanns frá Massa- chusetts? Það eru fjórir menn, sem mesta athygli vekja í samjbandi við útnefninguna og ólíklegt er talið, að aðrir en þeir komi til greina sem forsetaefni' flokks- ns. Þeir hafa allir ferðazt vítt og breitt um ríkin undanfarna mánuði, haldið hundruð ræðna og hvað eftir annað komi'ð fram í sjónvarpi. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur Kennedy ferðazt rúmlega 50 þús. kílómetra eða rúmlega kringum hnöttinn, haldið 200 ræður og komið fram á 75 blaða mannafundum. London John- son, aðalkeppinautur hans, hef- ur íari'ð álíka vegalengd, en lát- ið sér nægja að halda 36 ræður. Hinir tveir, Stuart Symington os Adlai Stevenson, hafa ekki látið ei'ns á sér bera, en þó hef- ur Symington farið 60 000 kíló metra og haldið allmargar ræð- ur. Aðeins þrír menn eru yfir- lýstir frambjóðendur sem for- setaefni. Kennedy, Johnson og Symington Hubert Humphrey, sem einnig gaf kost á sér, dró sgi til baka er hann hafði tvisv- ar beðið ósigur fyrif Kennedy í undankosningum. John Kennedy er almennt talinn fast að því öruggur með að verða forsetaefni flokksins. Hann vann sjö sigra í röð í und- ankosningum. Kennedy er sannfærður um, að hann verði valinn af hálfu flokksins og síðan vinni hann einvígið við Nixon um forseta- embættið. Um síðustu helgi réðst Harry Truman, fyrrver- andi forseti, á Kennedy og taldi að hvorki hann né þjóði'n væru reiðubúin að hann yrði forseti. Einnig taldi Truman að þegar væri ákveðið hvaða ályktanir yrðu gerðar á þingi Demókrata og mundi hann þar af leiðandi ekki mæta þar. Kennedy svar- aði þessum ásökunum með gagn árás og deildi' harkalega á hina gömlu stjórnmálamenn, sem ekki skyldu breytta ttma. Sig- urvissa Kennedys á vafalaust eftir að hafa talsverð áhrif á þá ful’ltrúa, sem óráðnir eru, enda þykir alltaf gott að vera að baki þess, sem sigrar. En Kennedy á við mikla örð- ugleika að etja. Andstæðingar hans eru að vísu hætti'r að tala um kaþólisma hans, en það var ein aðalröksemdin gegn honum í vetur. Bandarískur almenning ur virðist láta sér í léttu rúmi liggja ‘hvaða kirkjudeild forset- inn tdheyrir og endurteknar yf irlýsingar Kennedys um, að hann ætli sér að stjórna án tíl- lits til .Vatikansins hefur sann- fært marga. Stevenson, kemur kannski á óvart. En nú á síðustu stundu hafa stuðningsmenn Lyndon John- sons, öldungadeildarmanns frá Texas og leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, hafið mikla hvíslingaherferð um það, að Kennedy sé veikur maður, þjá- ist af Addison-veiki. En sam- Symington, ■ bíður að báki hinna stóru. kvæmt læknisyfirlýsingum er þetta alrangt. Ekki er talið, að þetta . nýjasta tromp fleyti' Johnson íangt, enda eru ekki nema fá ár síðan hann fékk kransæðastíflu. Sem leiðtogi flokks síns í öld ungadeildinni ræður Johnson rniklu um hvaða lagafrumvörp eru lögð fram. Hann hefur nú fengið því framgengt, að þingi' hefur verið frestað þar til á- kveðið hefur verið um framboð Stóru flokkanna. Með þessu móti getur hann haft róttæk á- ■hri'f á fulltrúa hinna ýmsu fylkja, scm hagsmuna eiga að gæta í sambandi við löggjöf. Ekki er talið, að þetta verði þó til þess að Johnson fái fleiri at- kvæði en Kennedy við fyrstu atkvæðagreiðslu. Jóhnson nýtur stuðnings Suð urríkjamanna og hefur ekki tek izt að ná teljandi' fylgi í Norð- urríkjunum, þrátt fyrir allar til- raunir til að höggva inn í raðir Kennedys. Hann er talinn einn glæsi'legasti stj órnmálamaður Bandaríkjaþings, en íhaldssam- ur. Stuart Symington þótti um hríð líklegt forsetaefni, en á hann er varla minnzt framar. Adlai Stevenson er ekki í fram- boði, en margir telja að fari' svo að flokksþingið geti ekki sam- einazt um Kennedy eða John- son, verði hann settur í fram>« boð. Kennedy er sá, sem flestifl spá sigri.' En hann skortir enn nokkuð á til að vera öruggur, Til þess að hljóta útnefninga þarf 761 atkvæði á flokksþing- inu, en við fyrstu atkvæða- greiðslu ræður hann ekki yfií nema 643 atkvæðum og við aðraj 743. Hann skortir því 18 atkv. eins og er. Þess er og að geta, að margir þeir, sem styðja hania egra svo með hálfum huga og geta yfirgefið hann, ef líklegt þykir, að annar verði honum yí irsterkari. En Kennedy heful mörg tromp á hendi. Búizt ea við, að hann bjóði' Humphrey varaforsetasætið, ef fylgismenia hans styðji sig. Þá er altalað, að :hann skipi Adlai Stevenson ut» anríkisráðherra, ef hann verS* ur forseti. Og nú er jafnvel reiknað með, að Kennedy bjóði Symington emibætti' landvarnal ráðherra. Þetta baktjaldamaklD Massachusettsmannsins kemui betur í ljós seinna, en hann eli fylginn sér og kann stafróí bandarískra stjórnmála út og inn. En hann er aðeins 43 ára að aldri og efti'r að fundux æðstu manna fór út um þúfur um miðjan maí, hafa vexið uppS háværar raddir um að veljá þyrfti eldri og reyndar.i mann i forsetaefnið. En þessar raddir hafa lækkað mjög að undan- förnu. AlUr stjórnmálafréttaritafal} í Bandaríkjunum telja, að Ken» Framhald á 10. síðu, • j Humphrey, varaforseti ef Kennedy sigrar^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.