Lögberg - 25.09.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.09.1919, Blaðsíða 6
ajs. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER 1919. Sagan af Monte Cristo. 5. KAPtTULI. DauðJ, Faria. Þannig leið tíminn, og samveran gjörði fang- elsisvistina miklu bærilegri, því þeir voru saman altaf þegar þeir gátu og þorSu þaÖ fyrir fanga- verSinum. En á kveldin fór Edmond altaf í sinn eiginn klefa og var þar þangaS til fangavörSurinn hafSi lokiS umferS sinni á morgnana. Svo var þaS eina nótt, er Edmond lá í rúmi sínu, aíS hann vaknaSi viS aS klappaÖ var á vegg- inn, sem var á milli hans og Faria. ÞaS var merk- iS, sem þeir höfSu komiS sér saman um aS gefa, þegar anndrhvor vildi hafa tala af hinum. Edmond reis undir eins,á fætur, og gat sízt skiliÖ í því hvaS Faria mundi vilja sér um há nótt. “Skyldi hann vera orSinn veikur?” hugsaÖi Ed- mond meÖ sjálfum sér, og þaS fór kvíSa hrollur um hann út af því, ef hann skyldi nú verSa sviftur félaga sínum. Og umhugsunin um þaS aS verSa skilinn eftir einn varS honum óþolandi. Því aS komast í burtu úr fangelsinu, eins og Faria var aS hvetja hann til, sýndist honum meS öllu ókleyft. Þetta voru hugsanirnar, sem voru aS brjótast iim í huga hans, á meÖan hann var aS klæSa sig og ná steininum úr gatinu í veg^num. Svo smaug hann í gegnum gatiS og inn í klefa félaga síns. Þegar hann var kominn inn í klefann og hafSi litiS í kring um sig, sá hann hvar Faria lá á gólf- inu út viS vegginn, sem vissi aS klefanum hans. HafSi hann auSsjáanlega falliS þar í ómegin, þeg- ar hann var aS gefa merkiÖ. Edmond gekk til hans, tók hann upp í fang sér og bar hann aS rúminu og lagSi hann varlega í þaS. Stundarkorn lá Faria í rúminu, áSur en hann vissi af sér, svo opnaSi hann augun, leít snöggvast á Edmond og mælti: “Stundin er komin til þess að kveÖjast í síSasta sinni hér á jörSu.” Og þegar Edmond vildi taka fram í fyrir honum, rétti hann upp taugabera og magra höndina, til þess aS banna honum þaS, og hélt áfram: “Nei, nei, þaS er bezt aS svo sé. En þaS er eitt eSa tvö atriði, sem mig langar til aS minnast á viÖ þig, áSur en eg dey. Og þaS var þess vegna aS eg kallaÖi á þig. HafÖu einu sinni enn yfir lýsinguna á staðn- um, þar sem auSæfíTl eru falin, svo aS feg sé viss um aÖ þú gleymir henni ekki. ’ ’ Og eftir aS Edmond hafSi gjört þaS, bætti hann viÖ: r “Og þegar þú ert búinn aS finna þau, Ed- mond, þá gleymdu ekki honum Faria, og gleymdu heldur ekki ráSleggingum hans.” Svo þagnaSi Faria og lá kvr dálitla stund. Virtist hann sofna, því hann lá hreyfingarlaus meS aftur augun. Edmon'd sat á rúmstokknum hjá honum og hélt í hönd hans. Hann hafSi ekki augun af hon- um og þamþg sat hann Efeði stund, þar til honum fanst höndin, sem hann hélt vera farin að kólna. BeygSi hann sig þá ofan aS honum, og þegar hann var var við aS Faria var hættur aS anda, skildist honum aS hann hafSi sofnaS hinn síSasta blund og aS hann ætti aldrei framar hér á jörSu aS vakna né mæla. Þá lét hann höfuS sitt hníga niSur á brjóst öldungsins látna og grét sáran. Edmond var nú svo yfirkominn af harmi aS hann vissi ekki af sér fvr en hann heyrSi fótatak fangavarSarins um morguninn. Og hahn hafSi naumast tíma til þess aS skríSa út úr klefanum og láta steininn í vegginn og komast ofan í rúmið sitt, áSur en hann héyrði fangavörSinn snúa lykl- inum í skránni og opna hurSina á klefa sínum. FangavörSurinn gekk rakleitt inn að borðinu. sem var í klefanum, setti morgunmatinn, sem var svartabrauðsmoli og vatn í köi>n á borðið, og virt- ist ekki furða sig hiS minsta á því þó aíÞEdmond, sem lág í rúmi sínu og lézt sofa, væri ekki kominn á fætur. Hann tautaði aS eins fyrir munni sér: “Svona verða þeir allir, sem ekkert hafa fvrir stafni, nauðalatir, aS þeir nenna ekki einu sinni að drattast á fætur.” Svo fór fangavörðurinn út, en haiín hafði ekki fyr látiS aftur klefa sinn, en Edmond spratt á fætur og lagði eyraS viS vegginn, sem var á milli herbergis hans og Faria, til þess aS vita hvort hánn heyrÖi nokkra hreyfingu inni í klefanum hjá honum. En þar var steinhljóð, alt þar til fangavörður- inn kom inn í klefann. Þá heyrði Edmond að hann segir: “Þú ert þá í rúminu líka. Ekki nema þaS þó. Það kemur ekki oft fjrrir að þú komist ekki úr rúminu.” En eitthvaS í sambandi við gamla manninn virtist þó vekja athygli fangavarðarins sérstak- lega, því Edmond heyrði hann tauta eitthvað fyrir munni sér, og ganga að rúminu skyndilega og segja með óttasleginni röddu: “Hann er þá dáinn. Eg verð að sækja fangelsisstjórann.” Edmond heyrði fangavörðinn ganga út úr klefanum og hlustaði eftir fótataki hans í gangin um, þar til það dó út. Um stund varð svo dauða þögn, og Edmond beið óþreyjufuliur eftir því sern verða vildi. En hann þprfti ekki að bíða lengi, því eftir fáar mínútur heyrði hann mannamál álengdar. Það færðist nær og nær eftir ganginum, « þar til mennirnir komu að klefadyrum Faria. Þá íóru þeir þar inn. Það var fangelsisstjórinn og nokkrir menn aSrir. Edmond heyrði úr fylgsni sínu að fangels- isstjórinn fór að yfirheyra fangavörðinn í sam- bandi við dauða Fariá. Hvort hann hefði kvartað um nokkur veikindi daginn áður eða hvort hann hefði verið nokkuð veiklulegri útlits, heldur en hann hefði átt að sér? FangavörSurinn kvað nei við því. SagSi að hann hefði litið eins hraustlega út og hann hefði átt að sér og ekki kvartað um neinn lasleika og að hann hefði borðað kveldverðinn, eins og hann var vanur. SíSan var sent eftir fangelsislækninum og kom hann eftir litla stund, og biðu mennirnir á meSan í klefanum. Læknirinn skoðaði manninn og sagði aS það gæti ekki leikiS hinn minsti vafi á því að hann væri dauður. , ........?... SíSan fóru þeir að tala um jarðarförina og heyrði Edmond að fangelsisstjórinn gaf fanga- verðinum einhverjar skipanir, en hverjar þær voru gat hann ekki heyrt, nema að hann sagði við fanga- vörðinn: “I kvöld á milli klukkan tíu og ellefu.” Svo fóru þeir allir út úr klefanum og læstu klefahurðinni á eftir sér. Þjóðkunnar merkiskonur. Dorothy P. Madison. YiS nafn fárra kvenna í Bandaríkjunum eru hugðnæmari endurminningar tengdar, heldur en við nafn Dorothy P. Madison, eSa Dolly Madison, eins og hún var oft kölluð. Hvort heldur að vér hugsum um hana í föður- garði, með vaxandi lífsþrótt, góðvild og lífsgleði, eða þegar þær kvenlegu dygðir, sem þegar í byrj- un voru augljósar hjá henni, sýndu sig á hinu al- varlega starfsviði lífsins. Þegar Dolly Madison kom til Washington með manni sínum James Madison, sem þá var rík- isritari Bandaríkjanna, og fór að taka þátt í fé- lagslífinu þar, var það erfiðara heldur en hún liafSi gert sér hugmynd um, því svo var flokka- hatriS þá mikið að menn úr andstæðum flokkum gátu ekki talast við — gátu naumast verið báðir undir sama þaki. En þessi kona, sem var fljót að sjá og skilja ástandið, ásetti ýær að revua að laga það eftir megni. Það gerði hún með því að'bjóða leiðtogunum heim til sín. » I fyrstu voru þeir dálítið úfnir hver viS ann- an, sérstaklega ef þeir mættust úti fyrir húsi henn- ar eða þeirra hjóna. En undir eins og Dolly kom til sögunnar, Iivarf þessi ágreiningur. Þá gleymdu þeir að þeir voru andstæðingar í stjórnmálum. Þeir mundu bara eftir því. að þeir voru gestir Dolly Madison, svo mikið vakl hafði hún vfir gestu msínum og svo mikla virðingu báru þeir fyrir henni. ÁtiS 1808 var maður hennar, James Madison, kosinn fbr^eti Bandaríkjanna, og tók Dolly þá við húsmóðurstjórn í Hvíta húsinu. Sú upphefð manns hennar hafSi ekki önnur áhrif á hana en þau, að ásetja sér að beita öllum sínum kröftum til þess að gjöra embættið sem veg- iegast. Hún hélt áfram að eyða kulda og mis- skilningi á milli manna, sem saman áttu að vinna og sem sóttu fram að sama marki. En aðallega lagði hún,áherzlu á að sætta pólitíska mótstöðu- menn manns síns — helzt vildi hún geta rutt öll- um steinum úr götu hans, og henni varS ósegjan- i lega miklð ágengt með allri sinni lipurð, með sinni óþreytandi góðvild, töfrandi lífsgleði og hógláta lífsfjöri. En þótt Dolly Madison væri hóglát í allri framgöngu og aðlaðandi í viðmóti, sem henni var meðfætt, átti hún samt til að vera dálítið ófáguð við einstaka tækifæri. T. d. er sú saga sögð af henni, að einu sinni, þegar heimboð var í Ilvíta húsinu, þá sat hún á tali við Henry Clay, stjórn- málamanninn alþekta, og sem líka var ríkisritari Bandaríkjanna í stjórnartíð Adams forseta. Tók hún þá tóbaksdósir upp úr vasa sínum, því hún brúkaði allmikið í nefið, og bauð Mr. Clay og tók sjálf í nefið, dregur síðan stóran rauðan vasaklút upp úr vasa sínum, ber hann upp að nefinu og snýtir sér hraustlega, og um leið og hún gjörir það leit hún á klútinn og sagði: “Þessi er nú fyrir óhreinindin”, braut hann síðan saman og lét í vasa sinn aftur. En tók upp hvítan og mjög fín- gerðan vasaklút og bætti við: En þessi er nú til þess að fægja með”. Stórkostlegasti viSburðurirm á stjórnartíð Madison var stríðið á milli Breta og Bandaríkja- manna, sem hófst, eins og þið hafið lesið í sö^unni, 1812, og stóð y.fir í tvö ár. Arið 1914 settu Bretar her á land í Banda- ríkjunum, og var þá stjórnarsetrið flutt frá Washington og til Virginia, og fór forsetinn þang- að með ráðgjöfum sínum, en Dolly Madison varð eftir í Hvíta húsinu. Óttafull ibeið hún eftir skeyt- inu frá manni sínum um að koma, og fyrir dyrum úti stóð vagninn fermdur með þeim munum, sem hún ætlaði að taka með sér. AS síðustu komu boðin frá forsetanum um að hún skyldi flýja. Hestarnir voru spentir fyrir ^ vagninn, sem beið fermdur, og þegar alt er til reiðu verður henni litið á mynd af George Wash- ington, sem hékk á veggnum. Hún þrífur mynd- ina ofan, brýtur glerið ög rífur myndina úr um- gjörðinni, afhendir hana nærstöddum kunningja síiiium og segir: “Geymdu þetta, en mundu mig um að brenna hana, heldur en að láta hana komast í höndur Breta,” og á svipstundu var hún horfin. Þegar yfirmenn brezka hersins komu í Hvíta liúsið nokkrum klukkustundum síðar, sást þar eng- inn maður. En í borðsalnum var borð uppbúið handa fjörutíu gestum og í eldhúsinu voru nægtir af heitum mat. Bretar settust til borðs og snæddu eftir vild, og þegar þeir voru reiðubúnir að fara aftur kveiktu þeir í húsinu og í bænum, og þegar nokkr- um dögum síðar að forsetinn og kona hans komu - til Washington, þá voru þaS að eins öskuhaugar, sem áður voru hús, sem þau fundu. En það leið ekki á löngu þangað til Hvíta hús- ið reis aftur úr öskuhrúgunni og að Dolly Madison varð aftur lífið og sálin í samkvæmislífinu í Washington. Þrátt fyrir það, þó Dolly Madison væri nú farin að eldast nokkuð og æskufjörið ekki eins breunandi í æðum hennar, var hún þó sífelt glöð og naut sama trausts og sömu aðdáunar hjá vinum sínuþi og kunningjum. Og sem dæmi upp á það hve fölskvalaust var þel vina hennar, er sagt frá því, að einu sinni var m^ður að tala við kunningja hennar og sagði: “Þú sagðir að hún málaði sig í framan.” “Já, hún gjörði það. En þaS var sprottið af þrá til þess að gjöra samtíðarfólki sínu til geðs, en aldrei af hégómaskap,” svaraði hinn. Og það. var þessi einlægi lijartans ylur, sem hún átti og þrá til þess að eiga hlý ítök í hjörtum annara, sem vann henni það hefðarsæti. sem hún hefir og mun ávalt skipa í meðvitund þjóðarinnar Eftir að M-adispn hafði útendað annað kjör- tímabil sitt sem forseti, hætti hann þátttöku í op- inberum málum og flutti á búgarð sinn í Mount- pelier í Virginia. ÞangaS fór og kona hans með honum, og þar í einverunni annaðist hún hann með sömu einlægninni og sömu umönnuninni og hún hafði ávalt gjört til dauðadags. Þrátt fyrir þaS, þótt hún hafi hlotið að sakna glaðværðarinnar frá Washington, sem hún átti svo vel heima í. En þegar Madison dó 1836, þá flutti hún aftur til Washington og eyddi þar tólf síðustu árum æfi siímar. Og var hi^n þá, -eins og fyr, umkringd, ekki einasta af þeim eldri, sem mestu áliti höfSu náð í mannfélaginu, heldur átti ungdómurinn sum- ar af sínum unaðsríkustu stundum á heimili henn- ar, og þegar hún dó, bar mannf jöldinn, sem fylgdi henni til grafar, vott um hversu að kona þessi hin göfuga var virt og elskuS af háum sem lágum, rík- um jafnt sem fátækum. Guð er kærleikurinn. Einu sinni var eg á ferð nálægt miSjum vetri; það skiftir engu, livar það var. Um það leyti voru harðingi mikil, snjóþyngsli og ófærð. Undir rökkrið kom eg að bæ einum og beiddist gistingar; mér var tekið rnæta vel; liesturinn minn hýstur, látinn inn og gefið hey, en mér hoðið til baðstpfu. Þar var fátt manna fyrir; kvenfólk var frammi við, en karlmenn við gegningar. Móðir húsbónd- ans, gömul kona, sat uppi í einu rúminu á fótum sér, sem gömlum konum er títt. Hún tók mig tali, og ræddum við stundarkorn um alla heima og geyma, sem menn segj-a. Af því eg var þreyttur, þá hallaði eg mér út af og ætlaði að sofna ipér dúr í rökkrinu. En um það leyti að ætlaði að renna í brjóstið á mér, hrökk -eg upp við það, að börn hjón- anna komu inn í baðstofuna; Var auðheyrt að þau annaðhvort höfðu gleymt gestinum, eða þau ætluðu að hann svæfi þ ;ví þau fóru þegar að ræða við ömmu sína um hitt og þetta, sem við hafði borið um daginn. Gjörðu þau ýmist að segja henni að utan, af kúnum, kindunum og hrossunum, eða þá aS spyrja hana. Komu spurningarnar sín úr hverri áttinni, sem -börnum er títt. Hafði gamla konan nóg að gjöra að svara þeim öllum. Mér var hin mesta skemtun að hlusta á samtalið, og lét því ekki á mér bera. — Alt í einu segir elzti drengur- inii: ‘ ‘ Amma mín I Mikil ósköp voru að sjá hest- ana, sem hánn Tlréfa-Lalli var með í dag, þegar hann kom hérna. Dæmalaus skelfing Voru þeir horaðir og svo voru þeir drepmeiddir, og samt voru rogaklyfjar á þeim; hann Gvendur rétt slys- aði þeim upp*’. “Já o’ so bæddi ú’ munninum á onum”, bætti annað við, sem varla gat talað. — “Eg trúi þessu, börnin mín”, sagði gamla konan, “Hann man ekki eftir því, hann Bréfa-Lalli, að GuS -er kærleikurinn. Honum hefir ekki vreriS kent það, meðan hann var ungur; og síðan hefir hann líklega hugsað um annað, karl-dulan” “Hvað meinarðu með þessu, amma mín!” sagði eitt barnið. “Eg meina þaS, Dóri minn, að GuS elskar okkur öll, bæði mennina og aumingja skepn-' urnar, og vill láta öllum líða vel, bæði mönnum og skepnum”. “Og elskar hann hestana líka?»” spurði -eitt barnið. “ Já, hann elskar hestana líka; það er víst”, sagði gamla konan. “Hvernig veiztu það, amma mín?” spurðu nú tvö eða þrjú í einu. — “Eg veit það -af svo mörgu; meðal annars af því, að hann. launar þeim, sem líkna þjáðum skepnum. Kærleiksverkin við skepnurnar borga sig líka; eg held nú það. Eg gæti nú sagt ykkur s-ögu af því, börnin góð”. “Æ'! blossuð, góða amma mín! s-egðu okkur hana”, gullu nú öll börn- in við. “Eg skal segja ykkur söguna”, sagði gamla konan; “ en verið þið nú góð og siðsöm börn”. Eg var eins og börnin; mig langaði til að heyra söguna; hagræddi mér svo í rúminu, að eg misti ekkert af sögunni, en lét þó sem minst á mér bera. Gamla könan sagði börnunum frá á þessa leið: “Þegar eg var ung stúlka, á aldri við hana Siggu hérna, fékk eg að fara í kaupstaðinn með honum föður mínum sáluga. Eg hlakkaði nú held- ur en ekki til ferðarinnar, því eg hafði ekki komið í kaupstaðinn áður; bjóst eg því við að sjá margt nýstárlegt í ferðinni. Faðir minn var með stóra lest og h-afði því báða vinnumennina sína með sér. Á leiðinni í kaupstaðinn bar ekk-ert til tíðinda. Faðir minn tók út vörur á hestana sína og eg verzl- aði með ullarlagðana mína. Piltarnir bundu upp á hestana og fórum við síðan af stað úr kaupstaðn- um nálægt nóni. Það var allra blessaSasta veður þennan dag, blíða logn og sólskin; það lá vel á okkur öllum, því ferðin hafði gengið að óskum. Hestarnir voru reknir heiml-eiðina; settu þeir götun-a í langri röð og báru vel bagga sína, enda var vel upp á þá búið og þeisr vænir og í góðu standi, því faðir minn sálugi fór allra manna bezt með allar skepnur. Um miðaftansbiliS vorum við að fara niður IIla-Klyf, sem kallað er; þar var bæði liratt og grýtt og varð því að fara hægt og gaitilega. Neðst í klyfinu fundum við bæði hest og mann rétt viS veginn, og var það ljóti fundur- inn. Hesturinn var b-rúnskjóttur að Tit og meSal liestur að stærð; skinhoraður. — Hnakkurinn var undir kviS; var bundinn við annan hnakk-kenginn pokatuska með fjögurra potta tunnu, fulla með brennivíni. HafSi hún togað hnakkinn yfir um. Herðakamburinn var stokkbólginn, og eitt alblóS- ugt flagsæri aftur undir miðjan hrygg; lá hnakk gjörðin leirug og igrjóthörð ofan í sárinu. Mátti sjá að skurfa hafði verið komin ofan á meiðsliS, en rifnað hafSi ofan af því öllu viS það, að htiakk- urinn togaðist undir kvið. Logblæddi nú úr öllu saman, og var auðséð að hesturinn hafði mikla þjáningu af þessu, því afð hann beit ekki, en barði ' afturfótunum á víxl í jörðina. Eg sá, að faðir minn varð æði þungbrýnn, er liann sá þetta. Skamt frá hestinum lá eigandinn steinsofandi. Hann var bæði forugur og rifinn, allmikið hruml- aður í framan og storkið blóð á treyjubörmum hans; var auðséð, að húnum höfðu blætt nasir og það í meira lagi. Tóm flaska tappalaus stóð up>> tír brjóstvasanum á úlpunni hans. ViS könnuð- ustum við manninn; hann hét, Jón og var einn af hinum svo kölluðu “kongsins lausamönnum”, drykkju- og áflogamaður, gæfu- og auðnulítill. * Þóttist hann á sumrin, er hann var upp í sveit, eiga heima við sjóinn; en á veturna, er hann var við sjóinn, uppi í sveit. FaSir minn sagSi öörum pilta sinna að vekja hann og reyna að koma hon- um á hestbak. En þe^ar Jón rankaði við sér, brást hann fokvondur viS, ruddi úr sér óþverraskömm- um og hafSi í heitingum að berja pilta okkar Af því að veður var gott og engin hætta fyrir lífi hans, þótt hann svæfi lengur úti, þá yfirgáfum við hann og héldum leið okkar. Þegar við vorum komin í áfangastað, búin að hefta hestana og tjalda, kom Jón fJugríðandi til okkar og er mér fyrir minni að sjá þá vesalingshestinn. Hann stóð á öndinni af mæði og gekk bleikrauð froða út úr munni hans og nösum. Keðjan var spent svo fast, sem hægt var, en undir henni var alveg skinn- laust, munaði litlu að hann væri nuggaður inn í bein, Sést á skottið. Kennarinn er að útskýra erfiöa reikningsaíSferð fyrir börunum, fog áttu öll aí5 taka vel eftir. Þegar hann er irú- inn aö því, víkur hann sér aö litlum dreng, drepur hend- inni laust á enni hans og segir: “Jæja, Viggó litli, er hún nú komin þarna inn?” Viggó fhorfir á mús, sem er að skjótast inn í holu úti, og tekur ekkert eftir skýringum kennarans. “Nei, herra kennari; það sést á skottiö á henni enn þá.” —Æskan.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.