Lögberg - 25.09.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERtí. FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER 1919.
Bls. 5
Áflstöð Yðar Eigin
Bœjarfélags
getur sparað yður
50% á eldsneytisreikningnum.
Cldið Við Rafmagn
og gerið yður gott af ódýrasta 3uðu-
magninu í Norður-Ameríku.
I City Light & Power ■
| 54 King Street |
Jóns Bjarnasonar skóli.
hóf 7. starfsár sitt kl. 9. f. h. í
gærmorgun. Síðar verður ná-
kvæmar frá þessu skýrt.
Hátíðarhald,
Opinber samkoma, sem öllum er
boðið til, fer fram, ef g. 1., í Fyrstu
lút. kirkju, næstkomandi mánu-
dagskveld, 29. sept., byrjar kl. 8.
Séra Hjörtur J. Leo, sem öllum
Vestur-íslendingum er kunnur,
meðal annars, fyrir ræðusnild,
verður aðalræðumaður á samkom-
unni. Sönggyðjan verður þar að
vanda með nokkuð af sínu ágæta
starfsfólki. Menn mega búast við
unaðsríkri stund. Allir eru vel-
komnir. Enginn inngangur seld-
ur og engin samskot.
Samkoma er einnig ákveðin
næsta kveld á eftir, þriðjudaginn
30. sept. og byrjar kl. 8 að kveld-
inu. Hún verður haldin í skólan-
um, 720 Beverley St., par gefst
öllum tækifæri að sjá skólann,
stækkaðan og endurbættan, og þar
gefst mönnum einnig kostur á því
að sýna skólanum áþreifanlega
velvild. Að stækka hann og end-
urbæta hefir kostað mikið fé, en
margar hendur vinna létt verk og
sigursæll er kærleiksríkur, góður
viiji. Eg spái því að stór hópur
af fslendingum sæki skólann heim
þetta kveld og gefi honum stðra
fjárupphæð. En munið eftir því
að þið eruð allir velkomnir hvprt
sem þið hafið peninga eða ekki.
Enginn inngangur seldur, aðeins
''tekið á móti gjöfum. Engin nauð-
ung, alt óþvingað og frjálst. Söng-
listin verður þar einnig til skemt-
unar. Komið öll og hjálpið okkur
til að syngja íslenzka söngva. —
Kaffi og brauð fyrir alla sem
koma.
Guð blessi skólann.
Eldgamla fsafold.
God Save the King. *'
veglegt gildi í minningu um 25
ára giftingar afmæli þeirra, að
þeirra eigin heimili. Komu þar
saman um hundrað manns og
gjörðu fyrst vart við sig með því
að syngja: “Hvað er svo glatt sem
góðra vina fundur”. Að því búnu
talaði séra Sigurður ólafsson til
húsráðenda og gjörði grein fyrir
erindum komumanna og bað um
leyfi til að ráða húsum á meðan
erindum gestanna væri skilað.
Gengu þá allir til stofu og leiddu
húsráðendur til sætis á brúðar-
bekk í annað sinn. Talaði þá séra
Sig. Ólafsson til þeirra aftur, og
mintist á ýmsa fallega muni—
borðáhöld— sem sveitungar þeirra
og nágrannar færðu þeim. pá var
sungið kvæði eftir Sigurð Jóhanns-
son, sem hér með fylgir. Söngn-
um stýrði herra Pétur Juðjohnsen
frá Vancouver, lærður og lipur
söngmaður. par næst flutti Mrs.
M. J. Benedictsson silfurbrúðhjón-
unum einkar fagurt kvæði, sem
einnig fylgir. Afhenti hún þeim
dýran og skrautlegan borðbúnað,
sem á var ritað: “Frá mömmu”,
til silfurbrúðhjónanna. Sömuleið-
is fagra silfurmuni frá systrum
brúðgumans og tengdabræðrum.
Talaði Mrs. Benedictson fyrir
nefndum hlutum af hinni “mestu
snild og lipurð”, svo unun hafði
verið á að hlýða. K. Sæmundsson
hafði einnig talað nokkur orð til
silfurbrúðhjónanna.
Vinir þeirra, sem ekki gátu sótt
mótið, sendu þeim vinarorð og
hugheilar óskir. Á meðal þess er
þetta frá Mr. og Mrs. S. Mýrdal:
“Styrki ykkur Drottinn á stund-
legri lóð,
að standa þó meðlæti hverfi.
Svo fyrir Jesú blessaða blóð
þið bústaðinn himneska erfi.”
Yfir höfuð hafði mótið verið hið
ánægjulegasta. Fólk skemti sér
fram á miðja nótt, með söng og
samræðum, og skyldu svo í góðu
skapi og fórú heim til sín.
Heilbrigð skynsemi
krefst þess að menn kaupi Victory
Bonds.
Bændur Vesturlandsins hafa sér-
staka ástæðu til þess, að styðja
Victory-lánið.
Sigurlánið fyrirhugaða, hlýtur
samkvæmt eðli sínu, að eiga hlýja
bletti í hugum bændanna, einkum
þó í Vestur-Canada. — Framtíð
landbúnaðarins er að miklu leyti
undir því komin, hvernig til tekst
með Sigurlánið. Ekki einasta veita
Sigurlánsskírteinin bændum góð-
an arð af því fé, sem í þau er lagt,
heldiir einnig verður á þann eina
hátt trygður ábatavænlegur mark-
aður fyrir framleiðsluna í heild
sinni.
Á viðskiftunum við önnur lönd,
hvílir auðnumagn þjóðarinnar. En
til þess að geta haldið slíkum við-
skiftalindum opnum, þarf stjórn
landsins á miklum peningum að
halda, og í þeim tilgangi einum,
er Victory-lánið boðið út.
Kornyrkjumenn í Vestur-Cana-
da, fá í ár að minsta kosti $2.15
fyrir sérhvert bushel af hveiti, og
hlutfallslega gott verð fyrir flest-
ar aðrar afurðir. Slíkir framleið-
endur hafa því sannarlega góða
og gilda ástæðu til þess að styðja
Sigurlánið, því með því eru þeir
að styðja sinn eiginn hag betur,
en þeim getur unt orðið á nokkurn
annan hátt.
Framkvæmdarnefnd Sigurláns'-
ins skorar því á bændur, að láta
þátt-tökuna verða sem allra al-
mennasta. — Margt smátt gerir
eitt stórt!
Fréttabréf.
Point Roberts, Wash.
10. sept. 1919.
Herra ritstjóri Lögbergs:—
Af því það ber svo sjaldan við
að fjölment vina-mót sé haldið á
meðal íslendinga í þessari bygð,
þykir vert að geta þess þegar það
er gjört.
pað var 29. júlí s. 1., sem þeim
hjónum, herra Jónasi og húsfrú
Jóhðnnu Sveinsson var haldið
TIL
Jóhönnu og Jónasar Sveinssonar
á 25 ára giftingarafmæli þeirra
29. júlí 1919.
Yfir vegu ekki farna
elskendanna morgunstjarna
lýsir mild frá hugar-heimi
hjartans blíða drauma vor.
ótal vonir laða, leiða
ljósglit yfir framtíð breiða,
klæða í töfra helgri hylling
hversdagsleg, en óviss spor.
Var ei svo í æsku yðar? —
Alt við gjafir vorsins miðar
æskan ljúf á öllum tímum
æ hin sama í gær og dag.
Sumardýrðin dásamlega
—Drottins verkið haganlega
endurskin í ungra sálum —
ómar lífsins gleðilag.
pegar árdag æfi hallar
alvarlegri raddir kalla
ástarhylling, ábyrgð stærri
æfin hér í skauti sín;
aðrir tónar, unaðslindir
aðrir geislar — skuggamyndir
dýrri gleði, dýpri sorgir
dreggjum blandið lífsins vín.
pannig skiftist æfin. — Allir
eiga sínar töfra-hallir,
raunaspor um rökkurstundir
rekur annað hvað, á jörð.
Rúnaletrið, reynslutíma
roði morguns, dagur, gríma
blítt og strítt, en yfir öllu
ástin Drottins heldur vör^S.
Pó að breytt sé mörgu mikið
— meira en hérna á er vikið
ýmsu frá þeim unaðsstundum,
allir mega þetta sjá.
Gegnum aldarfjórðung farinn
funar enn við heima-arinn
hyrr í brjóstum enn þá ungum
eldri samt, en voru þá.
Ereifagurt yfir líta?
Er ei gott þéiín lögum hlíta
sem að Drottinn ætlar öllum
ei þó verði stundum séð?
Æfidaginn endilangan
yður reynist lífsins gangan
fram að hinsta hjartaslagi
hverri stundu betri með.
M. J. Benedictsson.
25 ára gömul hjón.
Lag: Á vorin, já, á vorin.
pað er dýrara en málmur
að ganga lífsins leið,
og lifa til að vinna á öllu sigur
og eiga að lifa í útlegð
um aldarfjórðungs skeið,
það eyðilagði margan, sem var
digur.
En hérna stendur Jónas
sem hetja þennan dag
og hjá honum hún Jóhanna sér
tyllir.
sem húsfreyja og móðir,
þið minnist þess í dag,
til maklegs heiðurs rúmið sitt hún
fyllir.
Við vitum það, sem reyndum,
að gatan var ei greið
og grjót er nóg við hafið beggja
megin,
að finna ykkur heilbrigð
við fjórðungs aldar skeið
sá fögnuður skal ekki frá oss
dreginn.
Og sólin hrein og blessuð
hún signir þennan fund
og söngfugl glaður morgunlagið
tekur.
Og gjafarann við lofum,
sem gaf oss þessa stund,
þann Guð, sem alla lífsins gleði
vekur.
Og við sem ekki komum
á fagnaðs fundinn þann
við frá oss sendum óskir hjartans
hlýjar
á hverjum lífsins morgni
þá röðull fríður rann
hann rétti ykkur lífsins vonir
nýjar.
Sigurður Jóhannsson.
Ræða
séra Einars Friðgeirssonar á Borg á
50 ára afmœlishátíð kauptúnsins í
Borgarnesi, 22. marz 1917.
Tilefni þessarar samkomu er öllum
kunnugt — fimtíu ára afmæli þessa
kauptúns. — Mjer hefur veriS fengið
það hlutverk, að mæla fyrir minni
afmælisbarnsins. — Saga þess er auð-
vitað hvorki mikilfengleg nje stór-
viðburðarik, þar eð ekki eru full 4
ár síðan það hætti að ganga með, —
og spenti sig megingjöfðum vaxandi
verslunar og velmegunar til sjálf-
stæðrar framkomu í sóknum og vörn-
um. — Því minna söguefni sem jeg
þykist hafa, þvi meiri nauðsyn knýr
mig til að nota allar umskæfur,
og reyna að seilast lengra aftur í
tímann en til sjálfs löggildingardags-
ins.- — 1. kaflinn á að ná yfir tíma-
bilið frá ísöld til landnámstíðar. —
En hjer verð jeg auðvitað að “kríta
liðugt”.
“Taugarnar þúsundir ísvetra ófu”
fHrannir 102). Svo kemst eitt af
skáldum vorum að orði, þegar hann
vill beita orðkyngi sinni til að leiða
oss fyrir sjónir, af hvaða toga ættar-
eðli Egils Skallagrímssonar var spun-
nið. Kuldi og hörkuleg lífsskilyrði
höfðu skapað kjark og þrótt í kynið.
Hinu lingerða var ekki líft á þeim
stöðvum þar sem forfeður hans og
formæður höfðu háð lífsstríð sitt. —
En þetta leiðir einnig huga minn að
frumsögu Borgarness, — þegar það
var “í eyði og tómt”. — því “öld eftir
Öld grúfðu norðursins nætur ] í nið-
dimmum rjáfrum — — og önduðu
hörku”; — land var hjer alt hulið
skriðjöklum, sem ýttu fjallháum jök-
um út á fjörðinn, líkum þeim, er
Grænlandsjöklar senda nú til sjós, og
koma oft í kynnisför upp að vorum
ströndum. — En segulpólarnir smá-
toguðu hnöttinn í oss hagkvæmari af-
stöðu við sólina, — og heitu haf-
straumarnir leituðu meir og tneir
hingað til lands. Jökullinn bráðnaði,
— og upp skaut holtum og hólum og
hrikalegum urðum. Nú byrjaði lífið
að brjótast til valda, og að liðnu órofi
vetra vetra frá ísöldu var þetta nes
alklætt gróðri, — skógi og grænu
grasi. — Nú sat það í skrautbúningi
skemmumeyjar og beið — beið þess
að einhverjar verur birtist, — verur
sem kynnu að dást að þvi og njóta
þess arðs og yndis, sem það geymdi
x skauti sínu. — En eins og biðin
varð skemmum'eyjunum oft löng og
þreytandi,—svo varð og biðin Nesinu
löng. Ölduhljóðið sagði þvi sögprr
um eitthvað fjarlægð, — en að
milli þess og umheimsins væri svo
mikið djúp staðfest, að yfir það
kæmist enginn nema fuglinn fljúg-
andi og selurinn syndandi. Og
hvorki fuglinn nje selurinn ljet á sjer
standa. Faraósliðið tók sjer hjer
fastar stöðvar — blöðruselir, gran-
selir, vöðuselir, láturselir o. s. frv. —,
og hér flöktu fuglar um dranga
bjarga og sungu sálma hjá sólar-
vanga. — Æðarfuglinn morraði
makindalega í dúnsænginni og bjarg-
fuglinn húkti á hverri klettahyllu.
Allur fjörðurinn moraði af lífi. Hjer
var þá hreinasta paradís — ekkert
grandaði öðru á landi, — þvi Faraós-
liðið lifði á tómum laxi og kola og
hafði ekki lyst á fuglasteik. — En
bannsettur höggormurinn læðist inn
í sjerhverja paradís, og svo fór ein-
nig hjer. Alt í einu kom refurinn
eins og skollinn úr sauðarleggnum.
Hann var fagur á að líta, i grámór-
auðum feldarbúningi og sakleysisleg-
Að spara
Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
hæðina stækka. Rentur gefnar að uppihæð 3% á
ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn.
Byrjið að leggja inn í sparisjóð bjt
u
Notre Danie Urancb—W. H. HAMILTON, Manager.
SelkirU Brancli—F. J. MASNiNtí, Manager.
i
ur á svipinn, en munnurinn á honum Jacobson, dóttir Jóns landsbóka-
reyndist slæmur, svo frá þeirri stundu |
að hann nam land sjer i urðunum var |
alt ætilegt i hers höndum og ekkert j
kvikt óhult, gæti það ekki bjargað ;
sjer á sundi eða flugi. — Rebbi tók
sjer nú konungsvald í Nesínu, og
hann og kynrefir hans voru hjer svo
einvaldir á landi ár eftir ár og öld
eftir öld. — uns einn æruverður
dratthali, ef til vill átjánhundraðasti
ættstuðull frumkonungsins, var að
ganga rekan hjer, og sá þá mitt í
rekaviðarkösunum nálægt Nesoddan-
um undarlega lagaðan trjebút, og
lagði megna fýlu af honum, — hafði
hann aldrei fyr fundið slíka lykt. En
er hann hafði nákvæmlega virt fyrir
sjer drumbinn, þóttist hann vita að
hann mundi vera holur að innan og
þar dyljast eitthvert gamalt hræ.
Enda sannfærðist hann um það af
óvenjumiklum hrafnagangi. — En er
hann stóð þar og undraðist þetta
nývirki, kom hópur af undarlegum
verum fram úr skóginum á næsta
holti. / Hugði hann það vera útseli,
er risu óvenjuhátt að framan; þá
sjón hafði hann oft sjeð áður, en
þetta var þó nokkuð öðru visi, og
var ekki laust við að beygur færi um
hann; en fyr en varði skaut eitt
aðkiomudvrið að honum oddhvössu,
aflöngu skeyti, sem stakk hann á hol.
þar með var lífi hans lokið og riki
refanna í Nesinu; þvi nú var kista
Kveldúlfs rekin, og hásetar hans
búnir að finna hana. Hlóðu þeir að
henni grjóti til bráðabirgða, uns
veglegri haugsetning yrði við komið
og efnt til erfis.
Hjer læt jeg 1. kap. Borgarness-
sögu enda, — og vil eg nú láta eitt
af skáldum vorum lýsa innsiglingunni
og aðkomunni, er hið fyrsta skip
lagði leið sína til Borgarness. —
Sjónarsviðið er málað um sólarupp-
komu snemma sumars.
Nú beygir farið af Faxasjó —
inn fjörðinn. Burtu með svefn og
drunga!
Það morgnar. — Fuglar sjást fljúga
til unga
með fenginn sinn ljetta’ eða þunga.
Nú flýtur inn álinn. Flóðið er
nóg.----------
Fellur inn hafið hjá mýrum og mó,
í móðunnar skál eins og útrjett tunga.
Bygð virðist sofa. Ei hræring nje
hljóð
frá hamarsins brún að flæðarsandi,
en árljóma skrýðast sker og grandi
sem skrautsteinar glitri á bandi.
Það andar ei vindur um ægisslóð.
En austurátt logar í purpuraglóð.
Jöklanna enni sjást upprjett og skær
efst upp’ til lands yfir skýjanna kafi.
Og snjóheiðar falda fannhvítu trafi
með flakandi skykkju lafi.-------
En neðan við kjölinn er knálega synt.
Þar kastar sjer lax, eftir eðlinu blint!
Tómt silfur og gull, eins og mynt við
mynt,
í málmdysaeldi glítrar öll hjörðin.
fHafblik 33.J
Framh.
<
Til skýringar.
pað er misskilningur í frétt-
um frá íslandi um “pjóðernis-
mál”, að forstöðunefnd pjóð-
ræknisfélagsins hér hafi ákveð-
ið að hinn væntanlegi maður
sem sendur yrði vestur af félag-
inu “íslendingur”, eigi að flytja
fyrirlestra við Jóns Bjarnason-
ar skóla, um ísland og sögu þess.
. Um verkefni þessa manns hefir
I nefndin ekki enn fastákvarðað
að öðru leyti en því, að hann
flytji fyrirlestra á meðal Vestur-
fslendinga.
Frá Islandi.
Búnaðarfél. íslands.
Guðgeir Jónsson kennari í Vík,
hefirr skrifað og safnað frásögn-
um í Kötlugosinu 1918, og hefir
Ársæll Árnason gefið það út í lag-
legu kveri með myndum og upp-
dráttum.
Sæsíminn slitnaði aðfaranótt
14. ágúst, og hefir ekki verið gert
við hann enn. Búist þó við, að
það takist bráðlega. Bilunin er
sunnan við Færeyjar, á sama stað
og áður, og valda straumar.
pann 17. ágúst voru gefin saman
í hjónaband af bæjarfógeta Sæt-
ersmoen verkfræðingur, sá er gert
hefir mælingarnar við pjórsá fyr-
ir Títansfélagið, og frk. Helga
Mjólkurverð í Rvík hefir nú
hækkað aftur upp í 72 au. líterinn.
varðar.
Ragnar Lundborg framkv.stjóri
frá Stokkhólmi, sem lengi hefir
látið íslandsmál mikið til sín taka
og jafnan tekið í þeim málstað fs-
lendinga, er nú staddur hér í
bænum ásamt frú sinni og tveim
dætrum ungum. Hann hefir ekki
áður komið hingað til lands og
dvelur hér fram til 28. ágúst.
Til þess að kynna sér spítala-
byggingar, eru þeir nýfarnir til
útlanda, kostaðir af landinu,
Guðm. Hannesson prófessor og
Guðjón Samúelsson húsagerðar-
meistari.
»
í bókaverzlanirnar eru nú ný-
komnar þessar bækur: Trú og
sannanir, eftir Einar H. Kvaran;
Út yfir gröf og dauða, eftir Ch. L.
Twedale, þýðing eftir Sig Kr.
Pétursson, með formála eftir Har-
ald prófessor Níelsson; Fornar
ástir, sögur eftir Sig. Nordal. —
Aðalútsala í Bankastræti 11, hjá
pór, B. porlákssyni.
—Lögrétta.
Ur bænum.
Listi yfir gjafir til Jóns Bjarna-
sonar skóla kemur í næsta blaði.
. S. W. Melsted.
Mr. Egill Zoega frá Silver Bay,
Man., kom til borgarinnar á
þriðjudagsmorguninn snögga ferð.
Fólk ætti alment að muna vel
eftir samkomu Skjaldborgarsafn-
aðar, sím auglýst er í þessu tölu-
blaði Lögbergs, og haldin verður
fimtudagskveldið þann 2. okt.
næstkomandi. Skemtiskráin er
fjölbreytt, og geta menn því áreið-
anlega notið þar glaðrar kveld-
stundar.
í Lögbergi frá 18. þ. m. er getið
um bifreiðarslys, sem varð nálægt
Bald Eagle, Minneota, þar sem
tveir prestar mistr lífið. par hef-
ir slæðst inn prentvilla, átti að
vera Minnesota. Slys þetta
skeði þar sem frá er skýrt, en
prestarnir áttu heima í Stillwater
og hétu Conrad Clatzmair og
Jules Perigord. Nákvæmlega er
sagt frá þessu hryllilega slysi í
“Stillwater Daily Gazette”, sem
Mrs. J. S. Thorwald hefir góðfús-
lega sent oss.
Verðlaunasjóður
íyrir verðlaun í íslenzku við Jóns
Bjarnasonar skóla. Söfnunarmað-
ur: Séra Halldór Johnson, Leslie,
Sask.:
Fúsi Magnússon, Elfros .... $1.00
Jóhann Sigbjörnsson, Leslie 1.00
Halldór Stefánsson, Hólar .... 1.00
Sig. Kristjánsson, Kristnesi 1.00
Magnús Ólafsson, Kristnesi 1.00
ATVINN A.
Matreiðslukona og þjónustu-
stúlka geta fengið góða atvinnu
undir eins. Upplýsingar veitir
Mrs. A. Strapg, 61 Edmonton St.
Phone M. 864.
í hringhenduvísunum “Vor”
eftir mig, hafa orðið tvær prent-
villur í síðustu vísunum. pannig:
Laus um hólinn líð eg þá
létt og blómin rósa.
Á að vera:
Laus um hólinn líð eg þá
létt og bólin rósa o.s.frv.
Hin villan er í síðustu vísunni
Verndun villidýra og fugla.
Manitoba fylki á því láni að fagna,
að eiga innan takmarka sinna mesta
sæg af villidýrum og fuglum. Sumar
dýrategunda þessara, eru sérstaklega
verðmætar, sökum framúrskarandi
góðra, skinna, en aðrar sökum þess,
hve mjög fágætar þær eru annars-
staðar í heiminum. Sumar af þess-
um fuglategundum eru einnig stór-
nytsamar af þeirri ástæðu, hve mikið
þær uppræta af skaðlegum skor-
kvikindum.
Frá sjónarmiði laganna, koma slik
villidýr og fuglar undir eignarétt
fylkisins, og hafa tveir Iagabálkar
verið samþyktir af þinginu í þeim til-
gangi, að sjá tilveru þessara villidýra
borgið.
Lög þessi nefnast “The Game
Protection Act” og “The Insectivo-
rous Birds Act”.
Framkvæmd laga þessara heyrir
undir The Game Branch of the Mani-
toba Department of Agriculture.
Samkvæmt The Game Protection
Act, geta menn fengið leyfi til þess
að skjóta dýr þessi og fugla á viss-
vm tímum árs, hjá The Game Branch.
Þessi lagabálkur inniheldur einnig
allar þær skorður, sem settar eru við
slíkri veiði.
Lög þessi banna að Prairie
Chickens séu skotnir á nokkrum tima
árs. Þau gefa einnig eftirfylgjandi
fyrirmæli:
Eigi má_ skjóta nokkrar skepnur á
sunnudegi.
þannig:
paðan frá þó stutt sé stund
staðinn sjá eg eigi o.s.frv.
Átti að vera:
staðinn sjá eg megi o.s.frv.
J. J. Danielsson.
Kötlugosið 1918.
Frásagnir úr Vík og Heiðar-
dal, Hjörleifshöfða, Skaftártungu,
Álftaveri, Meðallandi og Síðu.
Tvær myndir og uppdráttur af
• jöklinum og svæði því, er flóðið
] fór yfir. Vönduð útgáfa. Verð
að eins 90c.
Allir, sem vilja vita, hvað eld-
gos eiginlega er, ættu að eignast
bók þe«sa. Fæst hjá mér og út-
sölumönnum mínum.
Finnur Johnson.
698 Sargent Ave., Winnipeg.
Bandað er að skjóta á nokkurri
landeign, án Ieyfis eiganda.
Hvorki má skjóta villidýr né fugla,
fyrir sólaruppkomu, eða eftir sólset-
ur, að undanteknum viltum öndum
og gæsum.
Á dýraveiðum, það er að segja við
veiði þeirra dýra,\ sem kall^st “big
game”, verður veiðimaður að nota
fullkominn, hvítan veiðibúning, ásamt
hvitri húfu.
Bannað er að nota hunda til þess
að elta uppi dýr.
Hvorki má selja fugla eða dýr, sem
skotin eru undir veiðileyfum þessum.
Bannað er með öllu að eyðileggja
hreysi þau, er bifrar eða muskrats
hafast við í, á hvaða tíma árs, sem
um er að ræða.
Þá er og stranglega bannað að
flytja hlaðnar byssur eða rifla í
nokkrum samgöngutækjum, né skjóta
úr slíkum samgöngutækjum, hvort
sem um er að ræða kerrur, bifreiðar,
eða annað því um líkt.
Almenningi til frekari leiðbeinfng-
ar, fylgja hér á eftir helztu ákvæðin
í s&mbandi við veiðileyfin:
The Game Branch afhendir Ieyfi
til þess að skjóta viltar andir og vilt-
ar gæsir, — slíka fugla má skjóta
samkvæmt lögunum, frá 15. septem-
ber til 30. nóvember. Leyfi til þess
að skjóta dýr, fást til 19. dags nóvem-
bermánaðar
Enginn maður skal skjóta dýr þessi
eða fugla, án þess að hafa fyrst feng-
ið veiðileyfi, og ættu menn alment að
kynna séra sem bezt ákvæði veiði-
laganna—The Game Act.
l!ilIBnOHI!I,flli:iH,!!IBi!l
■
■
■
Klippið þennan miða úr blaðinu i
og farlð með hann til a
Mr. M. J. Metcalfe |
fyrrum forstjóra fyrir ljósmyndastofu T. Eaton félagsins B
489 Portage Ave., Winnipeg. Phone: Sh. 4187'
Gegn þessum Coupon fáiS þér sex myndir, sem kosta venju- ®
lega $2.50, fyrir einn dollar. S
pér getið undir engum kringumstæðum fengið þessar myndir ||
hjá oss, nema þér framvlsið þessari auglýsingu.
TílboS þetta gildir í einn mánuð frá fyrstu birtingu þessarar ®
auglýsingar jj|
Barnamyndir eSa hópmyndir af tveimur eSa þremur, kosta S
35 centum meira.
Draping, tvær stillingar og sýnishorn (proofs) bæta 60 cent- ■
um viS ofangreint verS . H
I!!:B>!:b::::h
IIIIIHIIIHIIIIHIIIII
Kolaverðið Er Ennþá Að Hækka
Já, Sumar Kolategundirnar Fara Stöðugt Hækkandi
Mánuð Eftir Mánuð
’ VERÐ VORT ER HIÐ SAMA
og í Októbermáuuði 1918, og Vér Erum Reiðubúnir, Viðskifta-
Vina Vorra Vegna, að Taka Strax á Móti Pöntunum
Og Abyrgjumst Núverandi Verð Vort
Double Screened Lump
$11.50 Tonnið
Double Screened Stove
$10.50 Tonnið
SENDUM KOL VOR ÚT Á ÞESSU
VERÐI TIL 31. OKTÓBER 1919
-SEM ÖLL ERU-
UPPÁHALDS-KOL WINNIPEG-BÚA
Black Diamond Humberstone
Phoenix og Marcus
Ný úr Námunni Vandlega Hreinsuð
Lang-beztu Kolakaupin á Markaðnum.
The Alberta Coal Mines, Limited
HEILDSALA OG SMÁSALA
Aðal-skrifstofa: 349 Main Street
Phonc; Main 5400 WINNIPEG.M AN.
Útibú: Corydon og Osborne
Phone: F. R. 3508
ManitobastjórninogAlþýðumáladeildin
Greinarkafli eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnar.