Lögberg - 02.10.1919, Síða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
iift
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St.
Garry 1320
32. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER 1919
NUMER 40
Jóhann Sigurjónsson
skáld. andaðist í Kaupmanna-
höfn sunnudaginn 31. Agúst
s.l., og er sagt að banamein
hans hafi verið brjósthimnu-
bólga. Nánar getið síðar.
Helztu V iðburðir
Síðustu Viku
Canada.
Allar tilraunir til þess að ná
upp skipinu Montmagny, er sökk
í'yrir þremur árum við Crane eyj-
una, hafa reynst árangurslausar.
Björgunarskipin Lord Strathcona
og Druid hafa verið þarna langan
tma að verki, en eigi unnið á. —
Montmagny var eitt af gufuskip-
um landstjórnarinnar.
Ellefu fangar í Halifax gerðu
tilraun til þess að losna úr prís-
undinni, en mistókst það með öllu.
Miðvikudaginn þann 24. f. m.
fór fram jarðarför Hon. Frank'
Cochrane, fyrverandi járnbraut-
armála ráðherra. Mannfjöldi mik-
ill var staddur við útförina, sem
fram fór í Mount Pleasant kirkju-
garðinum.
H. W. Speers, yfir-bókhaldari á
landskrifstofunni í Brandon, er
nýlátinn. Hann hafði verið í
þjónustu sambandsstjórnarinnar í
tuttugu ár.
prátt fyrir samkomulags til-
raunir þær, sem yfir standa út af
Grand Trunk járnbrautinni, þá
má svo að orði kveða, að alt gangi
í sama þófinu. Embættismenn
járnbrautarinnar halda því fram,
að svo fremi sem Canadastjórn
auðsýni félaginu eigi nægilega til-
hliðrun og lipurð, þá veikist láns-
traust Canada stórkostlega á
Englandi.
pegar landstjóri Canada, her-
toginn af Devonshire, kom til Pas,
Man., á dögunum, þá var honum
fagna'ð á þremur tungumálum,
ensku, frönsku og Indíánamáli.
Ef svo skyldi takast til, að sam-
bandsstjórnin neiti að leggja sjö-
tíu og tveggja mílna langa járn-
brautarlínu til hinna auðugu
námahéraða fyrir norðan Pas,
Man., þá er talið líklfegt, að fylk-
is^tjórnin mhni beita sér fyrir
framgangi málsins , samkvæmt
viðtali við fjármálaráðherrann, er
fyrir skömmu hefir birt verið í
dagblöðunum í Winnipeg.
H. A. Robson dómari hefir lýst
yfir því, að samkvæmt gögnum
þeim, sem fram hafi komið við
dýrtíðarrannsóknina í Winnieg,
þá telji hann smásöluverð á reyktu
svínsketi, 65—70 pundið, órétt-
lætanlegt með öllu.
Á framkvæmdarnefndar fundi
canadiska þjóðræknissjóðsins —
Patrotic Fund—, sem haldinn var
fyrir fáum dögum, sagði Sir Her-
bert Ames sig úr stjórninni.
Hann var einn þeirra manna, er
upptök áttu að sjóðstofnuninni
og hefir verið heiðursritari henn-
ar frá byrjun.
Framkvæmdar nefnd Soldiers
og Sailors félaganna í Winnipeg
hefir sent áskorun til sambands-
stjórnarinnar þess efnis, að sam-
særiskærurnar gegn hinum átta
verkamanna foringjum, er hnept-
ir voru í varðhald sökum afskifta
af verkfallinu mikla, skuli tafar-
laust látnar niður falla.
Blaðið Toronto Times er hætt
að koma út. pröngur fjárhagur
er sagður að vera orsökin.
Drengur einn í Quebec, Lucien
Dombrowski, 18 ára að aldri,
skaut fyrir fám dögum svart
bjarndýr, með 32 caliber skam-
byssu og þótti það vel af sér vikið.
Björninn vóg á fjórða hundrað
pund.
Hermálanefnd situr á rökstól-
um um þessar mundir í Toronto.
V'esrkefni hennar er aðallega í því
fólgið, að gera tillögur í sambandi
við endurskipun fótgöngu og fall-
byssuliðs Canada í framtíðinni.
Hermannafélögin í Kingston,
Ont., samþyktu gagnorða áskorun
til sambandsstjórnarinnar í þá
átt, að afgreiða friðarsáttmálann
skilyrðislaust.
Alphonse Teesdale, frá Tilbury,
hefir verið útnefndur af hálfu sam-
einuðu bændafélaganna til þess að
sækja um kosningu til fylkisþings-
ins í North Essex kjördæminu.
Vera de Lavelle, sem dæmd var
til fangavistar fyrir nökkru og sök-
uð um að hafa aðstoðað Frank Mc-
Cullough við flótta hans mr hegn-
ingarhúsinu í Toronto, hefir nú
verið látin laus og henni gefnar
upp allar sakir.
Auðugar járnæðar hafa nýlega
fundist á Cape Breton. Sýnishorn,
sem rannsökuð hafa verið þaðan,
benda ótvírætt til þess, að þarna
feá um að ræða lang7auðugustu nám-
urnar, sem enn hafa þekst í Can-
ada.
Sextugasta og fyrsta ársþing
blaðafélaganna í Canada — The
Canadian Press Association—,
verður haldið í Toronto 27.—28.
nóvember næstkomandi.
Éorgarstjórinn í Winnipeg hefir
látið þá skoðun sína í ljós, að inn-
an 18 mánaða muni Winnipegborg
hafa ágæt tæki farþega og póst-
flutninga í loftinu.
Hér um bil 1,200 manns, af eitt-
hvað þrettán hundruðum, sem við
Welland skipaskurðinn vinna,
gerðu verkfall í vikunni sem leið,
og krefjast 8 stunda vinnutíma.
Breka gufuskipið Chilston, frá
Charlotte, N. B., sem var á leiðinni
til Glasgow, strandaði í þoku við
St. Paul’s Island.
"Hinar nýju Victoria námur við
Sidney, N. S., hafa nú verið opnað-
ar aftur, eftir að hafa staðið lok-
aðar síðan árið 1914.
arinnar, og er þar hlið mjög ram-
gjört með járngrindum margföld-
um fyrir. Uppi á berginu eru forn-
ar byggingar, svo sem kirkja, hirð-
salur, svefnherbergi konunga frá
dögum Stewartanna, enn fremur
fangelsi, sem höggið er í klettinn.
Fleiri byggingar eru og þar uppi á
kastalaklifinu, er nú eru notaðar
sem hermanna skálar, og eru það
alt eða flest byggingar frá seinni
tímum. parna uppi á þessu forn-
fræga Kastalaklifi tala Skotar um
að reisa afar stóra byggingu —
kastala, sem skift sé í ýmsar deild-
ir, svo sem: safnhús, þar sem
geymd sé skrá yfir skozka hármenn
og sjómenn. í annari deildinni er
talað um að herfang það sem skozk-
ir sigurvegarar hafa tekið í orust-
um víðsvegar og flutt heim, eins
vopn þau og fánar, er þeirra eigin
menn hafa borið í orustum. í hin-
um þriðja sal þessarar aðalbygg-
ingar er ákveðið að verði geymt
forngripasafn þjóðarinnar.
Hið þrítugasta og sjötta alls-
herjar þing frjálslyndra manna á
Bretlandi á að haldast 27. og 28.
nóember næstkomandi í Birming-
ham á Englandi. Er þing þetta
kallað saman undir umsjón stjórn-
ar hinna sameinuðu frjálslyndu fé-
laga, sem nefnist National Liberal
Federation, og sem stofnað var ár-
ið 1877 og var Joseph Chamberlain
fyrsti forseti félagsins. Siður er
að halda almennan fund í sam-
bandi við þing þetta, og er þá val-
inn hæfasti maður flokksins, vana-
legast leiðtginn sjálfur, eða leið-
togaefni. — Fyrstu ræðuna, sem
haldin var við þetta tækifæri, flutti
Gladstone í Rirmingham 1877, þeg-
ar félagið var stofnað. Nú í ár er
Asquith valinn og sýnir það, að
frjálslyndi flokkurinn á Englandi
með sinn ágæta leiðtoga, ætlar
ekki lengur að hafa félagsbú við
Lloyd George and Co.
Bandaríkin
\
Bretland
Óvanalega hátt verð á kvenfatn-
aði á Bretlandi hefir komið stjórn-
inni þar til þess að taka til athug-
unar, hvort ekki beri nauðsyn til
fyrir hana að taka í strenginn og
láta búa til kvenfatnaði og yfir-
hafnir í líking sem gert var árið
1918.
í sambandi við útgjöld Breta til
sjóflota þarfa, sagði Lloyd George
nýlega: “Nú þegar útgjöld þjóð-
arinnar í sambandi við stríðskostn-
aðinn eru svo voðalega rpikil, þá
er það ekki einasta skylda, heldur
líka^ skilyrði fyrir tilveru vorri og
þroska, að spara hlífðarlaust hvern
eyrir sem unt er.”
Cunard eimskipafélagið alþekta
hefir ákveðið að byggja tafarlaust
fólks og vöruflutningsskip, sem til
samans eiga að bera 500,000 smá-
lestir.
Skotar tala um að reisa varða til
minningar um stríðið og hina
föllnu syni þjóðarinnar, og er ráð-
gert að það verði bygging dýr og
mikil, sém reist verði á Kastala-
klifinu nafnfræga í Edinburg.
Staður, sem er afar einkennilegur
og frægur í sögu þjóðarinnar, er
eitthvert hið öflugasta vígi, sem
þekt var á miðöldunum. Bergið rís
upp 450 fet á hæð, alstaðar nema
að austan verðu, þar sem landinu
hallar á örmjóu svæði til austurs,
og nú er lagður vegur eftir niður í
bæinn Edinburg. Á brún bergsins
er garður bygður alt í kring og
mætftt endarnir á garði þessum,
sem er hár og ramgjör, á hallanum
þar sem vegurinn liggur til borg-
Koinið hefir fram up'pástunga í
Congressi Bandaríkjanna, frá ak-
uryrkjumála nefndinni, um að
skylda menn með lögum til þess að
láta stimpla allar matvörur, hem í
frystihús eru sendar, og eins þeg-
ar þær eru teknar þaðan út aftur
og seldar. Á merkinu skal standa
ár og mánaðardagur, ásamt orð-
unum “Cold Storage Food.”
Verzlunarráðið í Detroit hefir
farið þess á leit við Northern Navi-
gation félagið að það léti af hönd-
um eitt ékipa sinna til þess að bæta
þar með vitund úr húsnæðisskort-
inum. Félagið tók málaleitan þess-
ari vel og hefir komið skipinu fyrir
við Brush strætið og auglýst öll
herbergi þess til leigu, 580 að tölu,
á mjög sanngjörnu verði.
Wall Street fer ekki varhluta af
verkföllunum, fremur en ‘aðrir
hlutar Bandaríkjanna. Mörg hund-
ruð sendimenn — messengers —
hinna voldugustu auðfélaga gerðu
verkfall og kröfðust hærri vinnu-
launa. peir báru það fram, að
kaup þeirra hefði ekki numið nema
frá $10 til $14 um vikuna, og
kváðust undir engum kringumstæð-
um geta sætt sig við minna en $16
til $20. Auðkýfingarnir synjuðu
kröfum þjóna sinna í einu hljóði.
Um sömu mundir og Enright lög-
reglustjóri í New York sat 'á ráð-
stefnu með helztu foringjum leyni-
lögreglunnar til þess að reyna að
finna upp einhver ráð er komið
gætu í veg fyrir eða að minsta
kosti dregið úr ránum og grip-
deildum í borginni, laumuðust sex
rnenn inn í Williamsbridge útibúið
frá Bronx Borough bankanum og
r.ámu á brott með sér átta þúsund
dali í fríðu.
Um tuttúgu drengjum, meðlim-
um í Vatican söngféláginu, sem
komu til New York í vikunni, var
bönnuð landganga í borginni, og
þeir sendir af innflutnings yfir-
völdum til Ellis Island, sökum þess
að þeir voru allir neðaú við átján
ára aldur og án fylgdar foreldra
sinna.
Mrs. C. P. Disney, ein af allra
fegurstu og frægustu sundkonum
Englendinga, er nýkomin til New
York, og ætlar þaðan til Ottawa
hið allra fyrsta. Hún hefir verið
kölluð “Annette Kellerman Eng-
lands.”
Átta þúsundir verkamanna, sem
unnu við skipakvíarnar í Brooklyn,
ákváðu sín á milli að innleiða þar
fjörutíu og fjögra klukkustunda
vinnu á viku, frá síðasta laugar-
degi að telja. Yfir helgina bar
ekkert markvert til tíðinda. En
þegar þeir komu til vinnu sinnar á
mánudagsmorguninn, var þeim til-
kynt, að þeir hefðu allir fengið
lausn í náð.
Alþjóðaþing kvenlækna hefir
staðið yfir í New York undanfarna
daga, og tekið til alvarlegrar íhug-
unar heilbrigðismálin í heild sinni.
Voru margar snjallar ræður flutt-
ar um það, hvernig líkamlegri, fé-
lagslegri og siðferðislegri heil-
brigði mætti bezt verða borgið í
framtíðinni.
Fyrir tilhlutun hermáladeildar-
innar í New York voru settar á
markaðinn fimtán miljónir punda
af frosnu fuglaketi og skyldi
hvert pund seljast á 37 cents.
jVanalegt búðarverð fyrir sömu teg-
undir var 50 cent pundið.
Borgarstjórinn í New York, Mr.
Hylan, tilkynti fulltrúanefnd lög-
regluþjóna borgarinnar, er heim-
sótti hann í þeim tilgangi að krefj-
ast hærra kaups, að lögregluþjóna-
verkfall líkt og í Boston yrði ekki
liðið í New York, og þess vegna
myndi þeim vissara að fara hægt
í sakirnar.
Nokkrir menn létu lífið og mörg
hundruð urðu húsviltir í ofsaveðri,
sem rauk yfir Key West fyrir
skömmu.
Félag útfararstjóra í Bandaríkj-
unum hefir samþykt í einu hljóði
áskorun til stjórnarinnar þess efn-
is, að láta flytja heim lík allra
Bandaríkja hermana, er í ófriðnum
féllu og jarða þau í amerís'kri
mold.
Hundrað þúsundir starfsmanna
New York borgar hafa afhent tfæj-
arstjórninni bænarskrá um hækk-
un á kaupi.
Tvö hundruð og fimtíu læknar í
New York hafa ypngiö.í “union”
og sótt um inngöngu í Allsherjar
verkamanna sambar.d Bandaríkj-
anna — American Federation of
Labor. Ekki ólíklegt, að næsta
fregnin úr þeirri áttinni kunni að
segja frá lækna verkfalli.
Sendisveinn einn í New York
stal nýlega $58,000 af Victory
Bonds frá húsbónda sínum og
hafði komið meiri hluta upphæðar-
innar í peninga og eytt H tveimur
mánuðum.
Járnbrautastjóri Bandaríkjanna. j
Mr. Hines, er að undirbúa afhend-
ing allra brauta til eigenda þeirra,
sem fram skal fara um næstu ára-
mót.
General Pershing hefir farið til
Oyster Bay til þess að vitja grafar
Roosevelts og sýna hinum látha
þjóðhöfðingja virðingarmerki. Á
forsetaárum sínum hóf Roosevelt
Pershing til Brigadier-General
tignar.
Senator Williams frá Missis-
sippi hefir borið fram þingsálykt-
unar tillögu þess efnis, að skora á
Wilson forseta að senda her og
flota til bjargar Armeníumönnum
undan yfirgangi Qg grimdaræði
Tyrkja.
United Mine Workers í Banda-
ríkjunum samþyktu á nýafstöðnu
þingi sínu með öllum greiddum at-
kvæðum gegn einu, að skora á
stjórnina að gera allar námur að
þjóðeign og starfrækja þær undir
eftirliti þess opinbera.
Spítalafélag Bandaríkjanna, —
American Hospital Association,
hefir ákveðið að halda ársþing sitt
hið næsta í Borginni Montreal.
New York ríkið hefir ákveðið að
hækka 'kaup bókavarða og allra
þeirra, er við bókasöfn vinna um
25 af hundraði.
Rán og gripdeildir hafa farið
mjög vaxandi í New York í seinni
tið. Hefir vátrygging gegn slíkum
ófögnuði aukist svo þessa siðustu
daga, að slíkt hefir eigi áður þekst
í manna minnum.
Frá öðrum löndum.
Sagt er að Bandaríkjastjórnin
hafi tilkynt stjórninni í Japan, að
hún sé mótfallin þeirri uppástungu
Japaníta að undanskilja IVtanchú-
ria og Mongolia þegar um lánveit-
ingar frá Bandaríkjunum, Bret-
landi eða Frakklandi er að ræða.
Hershöfðingi Alvaro Obregon,
fyrverandi hermála réðherra í Car-
ranza stjórninni I Mexico, býður
sig fram við forsetakosningarnar í
Mexico 1920; hefir hann opinber-
lega tilkynt þjóð sinni, að ef hann
verði kosinn og ef Uncle Sam ger-
ist svo djarfur að senda vopnaða
menn inn fyrir landamæri Mexico,
i hvaða erindum sem þeir kynnu að
vera, þá segi hann Bandaríkjunum
stríð á hendur tafarlaust.
Frá Armheim kemur sú frétt, að
nýlega hafi komið til Hollands 50
stórir flutningsvagnar; þeir voru
allir harðlokaðir og með vögnunum
voru varðmenn og þernur, sem
fyltu tvo járnbrautarvagna. Fólkið
og farangurinn var flutt heim til
fyrverandi pýzkalands keisara.
Frá Buda-Pest kemur sú frétt, að
á stjórnartíð Bela Kun hafi 2,000
menn verið líflátnir þar í borginni
og sagt að flest af þeim hafi verið
herforingjar, prestar og aðrir
mentamenn.
Hermála ráðherra pjóðverja,
Gustav Noske, hefir lýst yfir því,
að hann ætli sér að varna Bolshe-
viki fyrirkomulaginu rússneska
inngöngu í pýýzkaland, hvað sem
það kosti þjóðina.
Nikolai Lenine hefir boðið 800,-
000 pjóðverjum vinnu í Rússlandi,
segist skuli ábyrgjast þeim góðan
viðurgjörning og borgun sæmilega
greidda í þýzkum peningum.
Snjóbylur grimmur hefir gengið
í Suður Ameríku; fimtán fet af
snjó féllu á járnbrautina, sem ligg-
ur yfir Andes fjöllin á milli Val-
paraiso og Buenos Aires, á 35
mílna löngu svæði. v
Alfonso Spánarkonungur hefir
boðið fyrverandi Austurríkis keis-
ara Charles heimili æfilangt við
hinn nafnkunna sumarbústað á
Spáni, Santander.
Aðal nefnd sambandsmanna á
friðarþinginu hefir ákveðið og lýst
yfir því, að þeir væru því sam-
þykkir að pjóðverjum sé boðið að
taka þátt í alþjóða þingi verka-
manna, sem haldast á í Bandaríkj-
unum í næsta mánuði, ef að em-
þessu þingi standa þætti það við
eiga.
Samningar milli pjóðverja og
Frakka, sem ákveða eiga um end-
urbætur á skemdum í Norður-
Frakklandi, hafa verið á prjónum
undanfarandi, og er sagt að þeir
hafi komið sér saman um öll aðal-
atriðin í því máli, og búist er við að
samningar verði undirskrifaðir í
því sambandi mjög bráðlega.
Herforinginn franski,. Foch, hef-
ir beðið stjórnina í Belgíu að láta
leita uppi lík sonar síns, sem féll
á Ardennes hæðunum í suðaustur-
hluta Belgíu í ágúst 1914.
Sjóliðsforingi pjóðverja hinn nýi
á að verða Adolf von Lotha; tók
hann við þeirri stöðu 1. þ.m.
Lt.-Col. Alfred Dreyfus, sá er
kærður var um landráð og Dreyfus
málið alkunna reis út af, hefir ver-
ið sæmdur heiðursmerki fyrir
fram úr skarandi ötula framgöngu
í stríðinu og hefir líka verið gjörð-
ur að yfirmanni í heiðursfylking-
unni (Legion of Honor).
Umboðsmenn frá Letvia, Lithu-
ania og Esthonia hafa á fundi í
Riga komið sér saman um að taka
friðarkostum rússnesku Bolsheviki
mannanna.
pjóðverjar sendu 14 milj. mörk
gulls til EnglandS til þess að borga
fyrir nauðsynja vörur, sem þeir
þarfnast.
Múhamedstrúarmenn í Thrace
hafa ritað friðarþinginu í París og
beðið það um vernd frá yfirgangi
og hryðjuverkum Búlgara.
Michael stórhertogi, föðurbróðir
fyrverandi Rússa keisara', hefir
gengið í lið með Kolchak og eru
menn að spá því, að hann vilji
gjörast leiðtogi keisarasinna.
Samningar á milli Frakka og
Pólverja eru fullgerðir, þai^ sem
Pólverjar ganga inn á að lána
Frökkum 100,000 pólska verka-
menn.
Eins og að framan er á minst, þá
var dót fyrverandi pýzkalands
keisara sent til hans sðastl. viku,
og var sett í eldsábyrgð í Rotter-
dam Exchange fyrir $4,020,000.
Dálagleg búslóð.
Kólera gengur mjög skæð í
Seoul, Korea; fólk hrynur þar nið-
ur í tugatali daglega.
Annabel Lee
Eftir Edgar Allan Poe.
Það dvaldi á löngu liðinni tíð
landinu sægirta í
ein smámey, sem kannske þið kannist við,
hún kallaðist Annabel Lee.
Og ást mína að vinna og unna mér heitt,
ei öðru hún sinti en því.
1 bernsku var hún og í bernsku var eg,
«r við bjuggum í landinu því.
En við geymdum í brjóstunum ástanna ást,
eg og mín Annabel Lee.
Og af henni hafa’ okkur öfundað sárt
englarnir himninum í.
Þess vegna úr skýjunum bylurinn brauzt,
er til bana sló Annabel Lee.
Og hábornir ættingjar hennar brott
hrifu hana frá mér því;
til að leggj ’ hana í jörðu og loka ’hana í gröf
fandinu sægirta í.
Já, að þetta var orsök þess, lýðum er ljóst
landinu sægirta í,
að meinkaldur bylur úr myrkskýi fló,
sem meiddi og deyddi* hana Annbel Lee:
því englarnir gátu’ ekki unnað oss þess,
hvað ástsælan var okkur hlý.
Því við unnumst heitara’ en fullvaxið fólk,
þó finnist því ástin sín hlý —
meiri hyggindi höfðum þess í.
En Serafar aldrei að eilífu fá,
né árarnir djúpunum í,
önd mína slitið frá signaðri sál
minnar sólfögru Annabel Lee.
Því, er máninn skín, mér ei draumur dvín
um dáfríða Annabel Lee;
og þá stjarna rís skær eg sé augu’ hennar kær,
minnar indælu Annabel Lee.
Og um hverja nótt eg hvíli þar rótt,
hjá minni elskuðu brúði hljótt,
við græði fram gröf lieunar í,
undir grasvaxna leiðinu því.
Id11llllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllll!lllllll!llllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllll!lllllllll!lll!!llllllilllllill
l!HI!III!!!!illll
Stjórninni i Washington hefir
verið sent skeyti um, að uppreisn-
armenn í Honduras í Suður Ame-
ríku hafi unnið algjörðan sigur og
að þeir hafi tekið öll ráð í sínar
hendur og rekið Bertrand forseta
burt úr Honduras.
Bratiano stjórnin í Roumaniu er
fallin og ný stjórn er þar 1 mynd-
un. —
Verkfall á Bretlandi.
600,000 járnbrautarþjónar á Eng-
landi gerðu verkfall á laugardag-
inn var. Allar samgöngur og
flutningur með járnbrautum
teptur.
Ástæðan fyrir verkfallinu er sú,
að stjórnin neitaði að verða við
kröfum járnbrautarþjónanna um
aukin laun.
Stjórnin bauð að borga 140 pro-
cent hærri laun helduis.en borgað
var fyrir strðið 1— bauð að hækka
kaup járnbrautaþjóna um 67 milj.
pund sterling.
Mennirnir vilja ekki þiggja það,
krefjast alls, sem þeir fara fram á,
sem nemur 200 milj. pundum sterl.
Stjórnin segir, að ríkið geti með
engu móti borgað þá upphæð, og
að fara fram á annað eins sé beint
gjörræði á móti ríkinu, og að
stjórnin láti skríða til skarar á
milli löggjafarvalds þjóðarinnar |
og verkamannanna, heldur eri að i
veita kröfu þeirra.
ir framkvæmdum í því efni, annað
hvort með því að gjöra það sjálft
eða styrkja einstaka menn til þess.
Hreindýrin kvað hann bezt að
flytja inn frá Noregi, þar þau kost-
uðu $75 hveít, og kostnaður við að
flytja þau vestur kvað hann mundi
verða um $125 á höfuðið.
Sagði hann, að fyrir 20 árum
hefðu Bandarkin flutt 1280 hrein-
dýr til Alaska; nú væri hjörð sú
orðin 200,000, þrátt fyrir það að
einum tíunda af hjörðinni væri
slátrað árlega.
Kjötið kvað hann betra til mann-
eldis en nautakjöt.
Ekki sagðist Vilhjálmur vera að
hugsa um að fara í landkönnunar-
ferð fyrst um sinn; sagðist ætla að
vinna að því, að koma á stað hrein-
dýrarækt í Norður Canada.
Á meðan Vilhjálmur stóð við í
bænunf, var hann gestur fylkis-
stjórans.
Verkfallinu í járnverksmiðjum
Bandaríkjanna heldur áfram; báð-
ar hliðar segjast vera að vinna.
Vilbjálmur Stefánsson
í Winnipeg.
Á mánudaginn var kom norður-
farinn, landi vor Vilhjálmur Stef-
ánsson, til bæjarins og stóð hér
við á meðan hann beið eftir lest-
inni, sem austur fer, því hann var
á leið til Ottawa og þaðan til New
York, og ætlar hann þar að hefja
aðra fyrirlestraferð um þvera og
endilanga Ameríku.
Á meðan hann stóð við í bænum
átti hann fund með 'íáðherrum
fylkisins í sambandi við hreindýra-
rækt í Norður Manitoba, og hvatti
mjög til þess að fylkið gengist fyr-
Jóns Bjarnasonar skóli.
Eins og getið var um hér í blað-
inu var Jóns Bjarnasonar skóli
setttir í sjöunda sinn 25, þ. m.
Margir nemendur innrituðust þá
þegar og hafa stöðugt verið að
bætast við síðan, og lítur út fyrir
að þeir muni verða fleiri í ár en
nokkru sinni fyr, og er það vel
farið.
Á mánudagskvöldið var skóla-
setningarhátíð haldin í Fyrstu lút.
kirkju eins og vani er til; var þar
til skemtunar söngur og ræða, er
séra H. J. Leó flutti. Var ræðan
skipulega hugsuð og vel flutt, eins
og vant er hjá þeim ræðumanni;
lagði hanjf sérstaklega mikla á-
herzlu á að skólinn héldi fast við
þá tvo grunnmúra, sem hann væri
sérstaklega stofnsettur til þess að
stvrkja og vernda, en það væri lút-
I erskur kristindómur og íslenzkt
; þjóðerni. Kvað ræðumaður, að ís-
j lendingar í Vesturheimi gætu án
| hvorugs þessa verið, fremur en
plantan lífsforða síns, sízt á með-
an þeir væru á milli vita, eða væru
j ekki orðnir þjóðernislega og menn-
ingarlega verfastir, eða eins og
ræðumaður komst að orði, að þeir
ættu að halda Jónasi, Bjarna, Matt-
, asi og Steingrimi þar til þeir væru
| heima hjá sér hjá Shakespear, Byr-
on, Tennyson og Milton. En að
það væri slys fyrir þá að skifta á
því bezta sem þeir ættu, fyrir það
andlausa rugl, sem flyti hér alt í
kring.