Lögberg - 02.10.1919, Síða 4

Lögberg - 02.10.1919, Síða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTTTDAGINN 2. OKTÓBER 1919 £Vp Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager LltanáskriTt til blaSain*: TH,E C0LUN|BIJ\ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, M,an. Utanáakrift ritstjórana: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, tyan. VERÐ BLAÐSINS: »2.00 um ári8. Gefið út Kvem Fimtudag af Th» Coi- umbia Pre*s, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TAJiSIMI: GARRV 41« og 417 IIIHIMililllllllllllllllllllllíílfllliriilllilllililllll'llllimi1".: C- 1 ^ / * oigimamo nyja. Eins og getið hefir verið um hér í blaðinu, þá stendur til að nýtt lán verði boðið út af stjórn Canada í þessum mánuði. Undanfarandi hafa Victory lán verið boðin út og keypt af landsmönnum umsvifalítið og hispurslaust, þegar stjórnin þurfti að fá pen- inga til þess að geta haldið stríðinu áfram og að ekki var í nein skjól að leita hjá nema til landsmanna sjálfra, þá brugðust þeir vel við, reyndust drengir góðir og lögðu fram í hvert skifti meira heldur en um var beðið. Nú ætlar stjórnin enn á ný að biðja menn um að kaup skuldabréf upp á mörg hundruð miljónir dollara, og hún treystir því, að menn muni verða vel við þeirri bón — treystir því, að menn muni ekki bregðast. Áður keyptu menn skuldabréf í þessu landi og öðrum löndum sansherja vorra til þess að stríðshugsjónir þær, sem þær þjóðir börðust fyrir, mættu sigra. Nú kaupa menn skuldabréf til þess að hjálpa sinni eigin þjóð, Canadaþjóðinni, til þess að verða ekki undir í baráttunni fyrir tilveru sinni og þroskun. Vér heyrum menn spyrja, hvernig standi á þessu. Hvernig á því standi, að stjórnin þurfi nú á peningum að halda, þar sem stríðið sé nú búið. Já, það er satt, að stríðið er búið og flestir af’ hermönnum vorum eru komnir heim til sín. En stríðskostnðurinn er ekki búinn. Vextir af þ.jóðskuldinni, sem nú er komin hátt upp í tvær biljónir dollara, þurfa að borg- ast. Eftirlaun til þeirra, sem mistu fyrirvinnur sínar í stríðinu, mega til með að borgast. Eft- irlaun þeirra af hermönnum, sem ófærir urðu til vinnu af völdum stríðsins, verða að borgast. Ivostnaður við heimflutning hermannanna og laun þeirra fyrir ákveðinn tíma eftir að þeir koma heim, verður að borgast. En engir peningar eru til þess að borga þetta með, nema svo, að menn vilji hlaupa undir bagga, ekki að eins nokkrir menn, heldur almenningur — allir, því margar höndur vinna létt verk—, þvf hinar vanalegu tekjur stjórn- arinnar hrökkva ekki fyrir vanalegum út- gjöldum, að viðbættum útgjöldum þeim, sem í sambandi við stríðið standa. Og þar við bætist verzlunrástandið í heim- inum, sem vér eins og aðrir verðum að mæta, ef vér viljum verða af með þær vörur, sem vér höfum afgangs frá þvf, er vér sjálfir þurfum oss til viðurværis heima fyrir. Þjóðirnar, sem vér höfum verzlað með búsafprðir vorar við, hver annari ver staddar, J-urfa á korni og kjöti að halda, en hafa ekki einn einasta eyrir til þess að borga með í svip- inn. Svo að annað hvort er fyrir oss að sitja með vörur vorar allar eða að minsta kosti svo og svo mikið af þeim óseldar, eða þá að lána þeim vörurnar þangað til þær geta borgað. En til þess að það sé hægt, þarf stjórnin að hafa pen- inga til þess að borga framleiðandanum, því undir þeim kringumstæðum er það ókleift fyrir hvern einstakling að lána, heldur verður það að gjörast í nafni þjóðarinnar og undir umsjón stjórnarinnar. Stjórnin er því að biðja um þetta lán til þess að geta borgað fyrir þær afurðir lands- manna, sem umfram eru þarfir sjálfra þeirra, til að gjöra mönnum mögulegt að verða af með þær undir sömu kringumstæðum og aðrar þjóðir, sém vörur hafa afgangs og til sölu verða að gjöra. En það er, eins og sagt hefir verið, með því að lána í mörgum tilfellum þar til þjóðir þær í Evrópu, sem kaupa, geta borgað. Það er því um tvent að velja fyrir Canada- þjóðina í þessu sambandi. Fyrst að kaupa nógu mikið af skuldabréf- um, svo að stjórnin geti fengið næga peninga til þess að mæta útgjöldunum og borga fyrir vöru- forða þann, sem landsmenn hafa til að selja, til þess að geta selt eða lánað þær til þjóða þeirra, sem þurfa þeirra með, en hafa ekki kaupeyrir sem stendur. Annað: Liggja með vörur vorar óseldar og láta aðrar þjóðir taka tækifærin til verzlunar- sambanda við þessar þjóðir, með því að lána þeim vörurnar í bili. Vér erum ekki í neinum vafa um hvað Canadaþjóðin muni gjöra í þessu sambandi. Vér erum ekki í neintina vafa um hvað Vestur- lslendinar muni gjöra í þessu sambandi. Þeir munu gjöra sitt ýtrasta til þess að sjá þjóðinni verzlunarlega borgið í framtíðinni. Vér vitum að allir þeir, sem geta, munu kaupa skuldabréf, þegar þau verða boðin út, til þess að trvggja verzlunarlega velmegun Jíjóðarinnar og fram- tíðar velmegun hennar. Og vér vitum líka, að þeir muni kaupa þessi skuldabréf af því, að frá hagfrðeðilegu sjónar- raiði eru það þau beztu kaup, sem nokkur mað- ur, karl eða kona, getur gert. Ekkert til, -sem er tryggara, —- ekkert til, sem er eins trygt eins og þessi skuldabréf, því á bak við þau standa ekki að eins einstaklingar og allir bankar, sem til eru í landinu, heldur alt auðmagn landsins, landið sjálft. Og enn fremur eru þessi skuldabréf, sem eiga að bera 5y2% vexti, svo handhæg og svo vel trygð, að maður getur selt þau nálega hve- nær sem er og hvar sem maður er staddur í landinu. Laudar góðir, munið eftir að kaupa skulda- bréf Dominion stjórnarinnar, þegar þau verða boðin út í þessum mánuði. Að hugsa málin á Helgafelli. Það er í frásögur fært um Snorra goða, að þegar hann vildi hugsa mál sín sem bezt, eða er hann var að ráða fram úr vandamálum fyrir aðra menn, þá fór hann upp á Helgafell og liugsaði þar málin í ró og næði, sat þar tím- unuih saman aleinn, með dýrð íslenzkrar nátt- úru fyrir augum sér og íslenza sveitaró í hug og hjarta. Þessi skarpvitri maður, 'Snorri, fann til þess, að þegar um þýðingarmikil spursmál var að ræða, þá þurfti að grand-skoða þau á adar hliðar, velta þeim fyrir sér, teygja þau sundur og saman, til þess’ að sjá veiku hlekk- ina í þeim og sálda þau þar til þau voru orðin Ijós og skýr. Og ekki einasta það, þeldur líka að gjöra sér nákvæma grein fyrir áhrifum þeirra á menn og málefni. f Marga hafa syndir mannann ?erið í lið- inni tíð og margvíslegar. En vér efumst um, að nokkur synd sé stærri, né heldur almenn- ari, heldur on synd hu£suimr<ljeysisms. Það er að segja, hversu margir fremja þá óhæfu, að tala án þess að hugsa; hversu margir það eru, sem grípa hugsanirnar á lofti og hlaupa með þær í blöð og bækur og gjöra sitt til þess að drepa smekkvísi manna, deyfa fegurðar- tilfinningu þeirra, gjöra menn sljórri, skiln- ingslausari og verri menn, heldur en þeir í raun og veru eru. Þessi brestur manna er orðinn svo tíður og almennur, að menn falla ósjálfrátt fyrir honum. Því hvort heldur að menn koma inn ■'í bókpverzlanirnar hér, taka dagblöðin sér í hönd eða hlusta á ræður manna, þá steypist yfir mann þetta sama flóð — flóð af óköruð- um eða hálf-köruðum hugsunum — mælgi, s<:-m ekkert hefir til brunns að bera nema nekt- ina og sem endurspeglar sál er var innantóm, lýsti huga, sen* ekkert nenti að hugsa. Einn merkur maður hefir sagt, að lang- f'estar yfirsjónir mannanna séu af því sprottnar, að þeir hugsi ekki nógu yandlega, brjóti hugsanirnar ekki nógu vel til mergjar áður en fólk lætur tungu sína flytja þær út í heiminn. Hugsum okkur að menn alt í einu gerðu sér grein fyrir því, hvað móðgunaryrði, sem í hugsunarleysi hrökkva út, af vörum manna hafa gjört mikið ilt, hye mörg ör að þau hafa sett á sálir meðbræðra vorra og systra; ætli mönnum færi þá ekki að skiljast, hversu hugs- unarleysið getur verið illvígt og miskunnar- laustf Hugsum oss, að menn vildu gjöra sér grein fyrir því, hve verzluanr-fyrirtæki, sem iila hafa verið hugsuð, illa athuguð, hafa gjört niikið fjártjón. Hugsum oss, að menn vildu gjöra sér grein fyrir öllum þeim eyðileggj- andi hugsunum, sem menn í hugsunarleysi hafa sent út frá sér, en sem svo hafa heltekið einhverja saklausa og óþroskaða sál og gjört hana óhamingjusama til æfiloka; skyldu menn þá ekki geta farið að skilja, hve mikið tjón af því getur hlotist ? 0g hversu mikla ógæfu það gfetur leitt yfir menn og málefni. , Það er hin me^ta unun, að horfa yfir hreinan og vel ræktaðan kornakur. Tír þeim akri geta menn vænst arðsamrar uppskeru. En það er líka jafn-ömurleg sjón, að sjá akur, sem út ataður er í illgresí, og úr þeim akri er heldur ekki neins arðs að vænta. Svo er með hugsanir mannanna, hinar hreinu og óhreinu; þær, sem grundaðar eru, og hinar, sem ókaraðar eru að þvælast fyrir skilningarvitum manna. Hugsunarleysis illgresið í mannlífsakr- inum, er að engu leyti betra en illgresið í korn- akrinum. Því hvorutveggja háir hreinleik og þroska. Vér getum trúað því, að ýmsir verði oss sammála um þörfina á því að taka Snorra goða sér til fyrirmyndar — og að vér færum að hugsa hugsanir vorar að Helgafelli. Menn hafa alt af þurft þess, þeir er vel vildu hugsa, og menn þurfa þess enn í dag. Að sjálfsögðu geta ekki allir náð til fells- ins forn-helga í Helgafells-sveit í Snæfellsnes- s\ slu á Islandi. En það gerir ekkert til. Menn geta samt farið með hugsanir sínar upp á Helgafell — farið með hugsanir sínar í ein- hvern friðhelgan reit, þar sem menn gefa sér tima til þess að brjóta þær til mergjar. Og ef nokkurn tíma hefir verið ástæða til þess fyrir einstaklinga og þjóðir að taka hugs- anir sínar og ráða þeim til lykta uppi á Helga- felli, þá er það einmitt nú. Öllum hJýtur að vera ljóst los það og öf- ugstreymi, sem um heim allan er komið á hugsanir manna. Allir hljóta líka að sjá ham- stola hugsanir manna, sem bera heila mann- fJokka áfram að einhverjum takmörkum, sem þeir sjálfir vita ekki hver eru — að einhverju takmarki, sem er eins óljóst fyrir mönnum þessum sjálfum, sem «ækja fram, eins og barn- inu nýfædda. Vér skulum láta ósagt, hver sé aðal ástæð an til þessa ástands. Menn segja, að það sé þeim að kenna, sem náð hafa haldi á svo eða svo miklum auðæfum í löndum eða lausum aur um. Ef til vill er eitthvað satt í því. En vér viljum spyrja: Iivort mun hugs- unarleysis-flóðið, sem dunið hefir yfir alla menn og læst sig um líf þeirra og sál, þar til Jieir eru orðnir ófærir að hugsa eina einustu hugsun út, skoða nokkur mál ofan í kjölinn, eða gjöra sér grein fyrir réttu eða röngu, viti eða óviti, eiga sinn þátt í ástandinu, eins og það nú er orðið? Menn tala um að endurreisa það, sem af- laga hefir farið eða úr skorðum gengið á stríðstímunum, og er það virðingarvert. Það e r nauðsynlegt að auka framleiðsluna, því annars verður aldrei að eilífu hægt að mæta hin- um auknu útgjöldum í stóru og smáu. Það er virðingarvert og líka ljúft skyldu- verk að hjálpa hermönnum vorum til þess að ná aftur festu í borgarafélagi voru og kenna þeim, sem þess þurfa, til þess þeir geti séð fyrir sér sjálfir. öll viðleitni manna til þess að koma á jafnægi eftir þann óskaplega hildarleik, sem þjóðirnar eru nýbúnar að taka þátt í, er há- tíðleg skylda vor. # meira virði en alt þetta væri það, ef einhver gæti fundið upp ráð til þess að kæfa mælgina, sem flæðir eins og hafsjór alt í kring um oss — hugsunarleysis fleiprið, sem drífur að oss eins og skæðadrífa, og komið bæði konum og körlum til þess að hugsa mál sín vandlega, og brjóta þau til mergjar að Helga- felli, að dæmi Snorra goða. Nýjar bækur. Ciuðgeir Jóhannsson, Kötlugosið 1918. Ársæll Árnason gaf út. Reykjavík 1919. Bók þessi er að vísu ekki stór, að eins 72 blaðsíður í átta blaða broti. En hún er merki- leg fyrir þá sök, að hún hefir inni að halda lýsingu af náttúru-undri Islands, Kötlugosinu síðasta frá 12. október 1918. Lýsingarnar, sem allar eru eftir sjónar- votta, eru svo skýrar og greinilegar, að það er eins og þessi hrika-viðburður í náttúru Is- larids sé uppmálaður fyrir sjónum manns — eins og að maður sjái reykjarmökkinn, sem svo var dimmur, að hann breytti björtum degi í dimmustu nótt; eins og maður heyri dunur og dynkina, þegar vellandi hraunglóðin er að brjótast út úr eldgýgnum, og eins og að vér sjáum flóðið velta fram sandana og bera með sér ísbjörgin himingnæfándi. Fyrst í bókinni er lýsing á aðdragandan- um að gosinu, vindstöíjiu, veðri og ýmsum fyr- irbrigðum sem fóru á undan gosinu, eft- ir höfundinn sjálfan, Guðgeir Jóhannsson. Er þar vel sagt frá og greinilega, svo að mað- ur sér undir eins, að þar talar sjónarvottur. Málið er látlaust og hugsunin skýr. Svo halda lýsingarnar áfram frá sjónar- vottum úr Mýrdal, af Hjörleifshöfða, úr Skaftártungu, Álftaveri, Meðallandi og af Sjðu, og allar eru lýsingarnar góðar. Hér er sýnishorn af einni úr Álftaveri: VHeim til mín var komin konan Sigrún frá Hraungerði með öll börn sín 6 að tölu. Lét eg þá alla, unga og gamla, fara heiman af bæjunum og suður í svoTíölluð Virkisfjárhús, sem eru sunnar og standa hærra en bæirnir. Þegar þar var komið, varð ekki meira að gert. Þá Var hJaupið að koma austur hjá bæ mínum, og önn- ui flóðkvísl rann austur hjá Hraungerði. Með- an þessu fór fram hér, reið Jón Brynjólfsson austur að Mýrum. Á þeim bæ var enginn karl- maður heima. Var þar ekki annað fólk, en ekkj- an Jóhanna, ein stúlka og 2 börn. Þessu næst kom hlaupið með miklu jakaflugi austur af öllum hæðum milli bæjanna og fylti upp alla mýrina kring um Þykkvabæjarklaustur. Komst það nærfelt að kirkjugarðinum. En þá skall á náttmyrkrið og varð hver að taka því, er að höndum bar. Dreif þá vikur í sífellu, svo ilt var að horfa frá sér. Varð fljótt sporrækt. Eld- ingar geisuðu um alt loft, og þrumur dundu í sí- fellu, svo varla varð hlé á. Þá gekk öskumökk- . urinn hér fyrir norðan, því kaldi var á land- sunnan, er bægði honum frá. Að morgni hins 13. okt., sem var sunnudag- ur, var vatnsflóðið'að mestu hlaupið af, en jök- ulhrannir, sem víða eru 4 m. þykkar, liggja svo langt sem augað eygir á öllum leirum og gras- lendi, sem hlaupið fór yfir. Nú var fólk hér orðið óðfúst að vita um af- drif þeirra manna, er sást til í gær fyrir ofan Skálm á hröðum flótta undan flóðinu. Voru þar milli tuttugu og þrjátíu af efnilegustu mönnum hreppsins. Um hádeg i komu flestir þessir menn heim til sín. Komu þeir gangandi, því eigi var fært með liesta fyrir hrönnum.” Það er ekki einasta, að maður hafi fengið hér nákvæma, heldur einnig skemtilega og fróðlega lýsingu á þessu ægilega Kötlugosi, og á höfundurinn þakkir skilið fyrir það. Bókin er líka afar mikils virði frá sögulegu sjónar- miði og frá því sjónarmiði hefir hann og unn- ið þarft verk. Þrjar myndir fylgja bókinni: Landa- bréf, þar sem megin-hluti jökulsins sést og sveitarinnar sunnan undir honum, afstaða eldgýgsins og fleira. — Önnur myndin sýnir reykjarmökkinn upp úr jöklinum, og þriðja myndin sýnir hrikalegan jaka, sem fluzt hefir með vatnsflóðinu fram á sanda. Frágangur bókarinnar er góður, bæði að utan og innan, og teljum vér víst, að hún muni fá iúarga kaupendur hér vestra; hún á það skil- ið. — Fæst í tíókaverzlun Finns Johnson, 698 Sargent Ae., og kostar í kápu 90c. niiBiii! VIIIBIII The Royal Bank of Canada Höfuðstóll löggiitur $26.000.000 Varasjööur.. $16,400,000 I’orsetl ... Vara-forsetl Aðal-ráðsmaður Allskonar bankastörf afgTeldd. HöfuiSstöll greiddur $16,100,000 Total Assets over. .$460,000,000 Slr HERBERT S. HOLT K. 1,. PEASE - - C. E XEIIjIj Vér byrjum reiknlnga viB elnstakllnga e8a íélög og sanngjarnlr skHmftlar velttir. Avtsanlr seldar tll hvaöa staBar sero er A fslandl. Sérstakur gaumur gefinn sparisjöösinnlögum, aem byrja niA mef 1 dollar. Rentur lagöar vií á hverjum 6 tníouSum. WINNIPEG (West End) BRANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Patcrson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager. iiiimiiMniniii! IIIIHIIIIHI!!III ll!HB!!H.;:.■!!!!■.!! ■!!!« ^IHIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllllllllllll iiiiiiiiiiiiiiiiffliiiraiiiiraiL'iiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiJiiiiii í:::biii!B!|i'I iiiiiiiiiraiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiinniminiiiiiiiuraiiiig Mcmbers Winnipeg Grain Exchange. Mcmbcrs Winnipcg Grain and Produce Clearing Association. N0RTH-WEST C0MMISSI0N CO, LTD. Islenzkir Hveitikaupmeiui Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange WINNIPEG, MANITOBA I íslenzkir bændur! m Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við H megum borga sem fyrirfram borgun út á hveiti í ár fyrir No. I 1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað | er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn- inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að g senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt. íslendingar! Við viljum mælast til þess að-þið sendið 3 okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar jg sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um- || Iboðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða. Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki jj s stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við H í það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært. H j Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum 1 ; sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að • g rangindi við tegundaflokkun (gradíng) getur ekki átt sér stað. jj a petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa U y mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo • ] það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. r. petta er ætíð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver 1 g líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að 1 einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært. í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er H H hæg^að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki hetur, en ; aðrir. peir sem vildu geyma hafra,. bygg eða flax um lengri 1 | eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. 1 | Við borgum ríflega fyrirframhorgun og látum hvern vita um, g f§ þegar við álítum verð sanngjarnt. Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við’ 1 okkur, og vonum að þeir og allir íslendingar skrifi okkiir, þeg- f§ ■ ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum bréf- jj g um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku. Virðingarfylst. Hannes J. Lindal, Ráðsmaður. uimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiuniiiiiiiiiiiuiiuiiniHiniiiimuHiiiiiiiiiiiuuiniuiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiuuiniiiiifliiniiiii Gullbrúðkaup Þorvaldar Þorvaldssonar og Þuríðar Þorbergsdóttur. Gullbrúðkaup þinna öldnu og góðkunnu heiðurshjóna, porvaldar porvaldssonar og puríðar porbergsdótur, er lengst hafa búið, síðan þau fluttu hingað til lands, í Víðidalstungu í Árnesbygð í Nýja íslandi, var haldið hátjðlegt af börnum þeirra, herra Sveini verzlunarmanni Thorvaldson við íslendingafljót; Dr. porbergi Thorvaldson, háskóla- kennara í Saskatoon, og Guðrúnu húsfreyju Johnson í Odda í Árnes- bygð, sunnudaginn þann 14. sept? s. 1., í samkomuhúsi Riverton hæjar við íslendingafljót. Boðsgestir voru á annað hundrað manns, og flestir úr tölu hinna eldri samferðamanna þeirra hjóna. Voru þeir flestir innan héraðs, og þó nokkrir frá Winnipeg. í tölu þeirra, er boðnir voru frá Winnipeg og þar voru staddir, voru þau hjón, por- steinn hyggingameistari Borgfjörð og kona hans; Sæmundur Borg- fjörð, faðir porsteins; Gísli prentsmiðjustjóri Jónsson og kona hans; séra Rögnvaldur Pétursson og kona hans; Jón Markússon og kona hans; Margrét Björnsdóttir og skáldið^ Magnús Markússon. Eru^hin fjögur síðastnefndu fornir nágrannar þeirra hjóna heiman frá Is- landi. Meðal sveitunga þeirra þar neðra má tilnefna: skáldið Gutt- orm J. Guttormsson og konu hans; hr. Jóhann Briem og konu hans; Jón Sigvaldason og konu hans og dóttur; porgrím Jónsson og konu hans; Björn Hjörleifsson ogkona hans; Hálfdán Sigmundsson og kona hans; Lárus Björnsson og konu hans; Einar porbergsson og konu hans; porvald pórarinsson hóksala; Jóhann Guðmundsson, konu hans og dóttur; Guðrúnu Illugadóttur og dóttur hennar; Baldvin Halldórs- son og konu hans; Victor 'kaupmann Eyjólfsson; Gísla kaupmann Sig- mundsson frá Hnausum; Sigurjón Jónsson tengdason brúðhjónanna; Jóhannes kaupmann Sigurðsson frá Gimli, konu hans og hörn; auk ótal fleiri, eldri og yngri, er vér eigi kunnum að nefna, og svo börn, venzlafólk og ættingja gullbrúðhjónanna. Samkvæmið hófst um klukkan hálf-þrjú, með því að hin öidnu hjón vorú leidd til sætis af vinum þeirra og nágrönnum, Jóhanni Briem og konu hans. Skipuðu þau sæti sitt til hvorrar handar gull- brúðhjónanna, meðan á athöfninni stóð. Borð höfðu verið reist eftir endilöngum salnum, og eitt yfir þveran pall við innri stafn hússins. Við það sátu brúðhjóin, börn þeirra og venzlamenn annarsvegar, en barnabörnin andspænis þeim hinumegin. Út frá hlið þeirra sat og yngsti ættinginn, sonar-dóttursonur þeirra. Voru þarna saman komn- ar við borðið fjórar kynslóðir. Gestir röðuðu sér við langborðin fram um húsið. Innan var húsið prýtt flöggum, en borðin hlaðin vistum af ýmsu tagi og skreytt blómum. Eftir að allir voru gengnir til sætis, hófst athöfnin með því, að séra Rögnvaldur Pétursson, er stýrði samkomunni, las nokkra kafla úr 139. Sálminum og flutti þar næst bæn. Var þá sunginn sálmurinn nr. 42 úr Viðeyjar-sálmabókinni: “Mín gæfa reist á guðs náð er,” eftir porstein prest Sveinhjarnarson á Hesti (1760—1798; dáinn 1814), er sunginn var áður við hjónavígslu þeirra fyrir 50 árum síðan. Flutti hann þá stutt ávarp til þeirra hjóna og mintist helztu æfiat- burðanna, að heiman og hérna í landi. Var þar næst sunginn sálm- urinn nr. 589 í Sálmabókinni: “Hve gott og fagurt og inndælt er,” eftir Valdemar biskup Briem. Voru bruðhjónunum þar næst afhent- ar margar og pryðilegar gjafir frá börnum þeirra og nákomnustu vinum. Með gjöfunum mælti séra Rögnvaldur Pétursson nokkrum orðum og kvað þeim fylgja hinar hugheilustu árnaðaróskir og hlýj- ustu vina óskir, en gjafirnar fram bar Anna, elzta dóttir Sveins kaup- manns, og lagði á borð fyrir afa sinn og ömmu. Gjafir barna þeirra voru: til brúðgumans gullúr, hið vandaðasta að öllu leyti; en til brúíJurinnar nisti úr gulli, ítalskt að gerð og hinn fegursti gripur. Ótal fleiri gjafir voru þeim færðar, svo sem kaffi-borðbúnaður úr

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.