Lögberg - 02.10.1919, Síða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. OKTÓBER 1919
BIs. 5
■
■
■
P
m
B
-1
■
'J!
Áflstöð Yðar Eigin ;
Boejarfélags
getur sparað yður
50% á eldsneytisreikningnum. B
Eldið Við Rafmagn I
og gerið yður gott af ódýrasta suðu- y
magninu í Norður-Ameríku. ■
1
CSty Light & Power -
54 King Street :
iinniHiHBi!!»niiiHi!!aiiiiniii!niiiia!ii!Biiiinuii«iuiaiiiiBi!iiniuiBi"|muinii!H!iiin!!UBiiiinuMiiiin»»n^
skíru silfri frá Jóhannesi kaupmanni Sigurössyni og konu hans, og
prýðisfagur hengilampi frá porsteini Borgfjörð og konu hans, o.s.frv.
Að þessu loknu stóð Sveinn kaupmaður Thorvaldsson á fætur og
bauð boðsgeStina velkomna, fyrir hönd sína og systkina sinna, er til
saankvæmisins höfðu efnt. Kvað hann það ótíðan viðburð og þess
verðan að hans sé rækilega minst, að samleiðin verði svo löng, að hjón
fái setið fimtugasta brúðkaupsafmælið. En fyrir það kvað hann sig
og systkini sín vera af hjarta þakklát, að foreldrum þeirra hefði auðn-
ast að ljúka þe^im áfanga, og óskaði og vonaði, að þau mættu enn lengi
með þeim devlja, hraust og glöð, og að nóttin væri fjarri. pakkaði
hann gestunum komu þeirra á staðinn og bað þá að neyta þess, sem
fram yrði borið, og skemta sér eftir föngum. Söng þar næst Gísli
Jónsson fýrsta og tvö síðustu versin úr “Vísum íslendinga’’ eftir
Jónas Hallgrímsson, en fjöldi borðgesta sö,ng með. Var þá tekið til
snæðings.
Að borðhaldinu loknu byrjuðu ræðuhöld og söngvar að nýju.
Tók Jóhannes kaupmaður Sigurðsson fyrstur til máls 0g lýsti starfi
brúðhjónanna eftir hingaðkomu þeirra frá Islandi. pótt starfið væri
margt og þarft, kvað hann 'þó ekkert lýsa heimilislífi þeirra betur en
börn þeirra, er væru sómi og pyýði þessarar bygðar og vors vestur-
íslenzka mannfélags. Flutti þá skáldið Guttormur J. Guttormsson
brúðhjónunum kvæði það, er hér fer á eftir. Annað kvæði flutti skáld-
ið Magnús Markússon, sem einnig er birt hér. Auk þeirra, er þegar
eru taldir, fluttu þessir ræður: Jón Sigvaldason, er afhenti brúðhjón-
unum $50.00 gjöf í gulli frá nokkrum vinum þar við Fljótið; Hálfdán
Sigmundsson; Mrs. Guðrún Briem, er aðallega beindi orðum sínum
að brúðurinni; Björn Hjörleifsson og porvaldur pórarinsson. Milli
ræðanna skemti herra Gísli Jónsson með söngvum, en með söngvunum
lék herra Viktor Eyjólfsson á pianó. Var það hin bezta skeyntun.
Voru þeir kallaðir fram hvað eftir annað. í eitt skifti, er Gísli var
kallaður fram, söng hann síðasta erindi veizlukvæðis Guttorms, brúð-
hjónunum og gestunum til hinnar mestu ánægju. Um söng Gísla þar
í veizlunni var þetta erindi kveðið, og sent oss nokkrum dögum síðar,
af skáldinu þar nyrðra:
“Gísli fyllir hæsta hús með söng,
Er heyrist fram um tímans löngu göng,
Og steypis-fossi hljóms, of heljar þögn,
er henni snýr í lífsins söngva-mögn.”
pá voru lesin tvö bréf til brúðhjónanna frá Guðna porsteinssyni
og B. B. Olson á Gimli.
Að loknum ræðum stóð brúðirin aldna á fætur óg þakkaði gestum
sínum komuna, vináttuna yfir umliðnu árin, gjafirnar og kveðjurnar
mörgu og hlýju. Dáðust allir að því, hve hún var ern og hress þrátt
fyrir háan aldur og hve vel hún kom fyrir sig orði, þótt fremur hafi
hún annað tamið sér um æfina, en ræðuhöld.
Samkvæminu sleit um kl. 9 með kaffidrykkju og pjóðsöng vorum,
íslendinga: “Eldgamla ísafold.”
pau hjónin, porvaldur porvaldsson og puríður porbergsdóttir, eru
bæði ættuð úr Skagafirði. porvaldur er fæddur á Hafragili í Ytri-
Laxárdal 30. júlí árið 1842. Voru foreldrar hans porvaldur bóndi
porsteinsson á Hafragili og María Egilsdótir bónda á Miðgrund, syst-
ir Gottskálks silfursmiðs á Völlum. En porsteinn faðir porvaldar á
Hafragili var porvaldsson, á Skíðastöðum, porsteinssonar á Skíða-
stöðum, porvaldssonar. Er það hin alkunna og fjölmenna Skíðastaða-
ætt í Skagafirði. En kona porvaldar yngra porsteinssonar á Skíða-
stöðum var pórunn Guðmundsdóttir, Jónssonar, Sigurðssonar lög-
réttumanns í Ási í Hegranesi, Jónssonar, Teitssonar, Björnssonar
prests á Melstað, Jónssonar biskups Arasonar. Ungur að aldri misti
porvaldur föður sinn; ólst hann þá upp með móður sinni fyrst á Hafra-
gili til 10 ára aldurs, þar næst á Ingveldarstöðum í sömu sveit og
síðara manni hennar, ólafi Kristjánssyni, til fulltíða aldurs.
puríður porbergsdóttir er fædd á Dúki í Sæmundarhlíð 8. janúar
árið 1837. Voru foreldrar hennar porbergur hreppstjóri á Dúki, an-
nálaður greindarmaður í sinni tíð, Jónsson hreppstj. á Dúki Oddsson-
ar bónda á Tunguhálsi, Sveinssonar prests í Goðdölum (frá 1736—
1757), Pálssonar prests í Goðdölum (frá 1712—1736), Sveinssonar
prests á Barði í Fljótum (frá 1649—1687), og Helga Jónsdóttir prests
Reykjalíns á Ríp í Hegranesi (frá 1839—1857). Hjá foreldrum sínum
ólst puríður upp til fullorðinsára.
pann 11. júlí árið 1869 voru þau porvaldur og puríður gefin sam-
an í hójnaband 1 Reynistaðakirkju af sóknarprestinum þar, séra
Magnúsi Thorlacius. Voru svaramenn þeirra porbergur hreppstj.
Jónsson á Dúki og Einar umboðsmaður Stefánsson á Reynistað.
Bjuggu þau fyrst nokkur ár á Dúki, eða ofan að árinu 1874, en þá
færðu þau sig að Reyn í Hegranesi, er þá var í eyði, og bygði porvald-
ur upp jörðina. par bjuggu þau í 9 ár. Árið 1883 færðu þau sig að
Ytri-Hofdölum í Blönduhlíð og bjuggu þar um 4 ára tíma, eða þangað
til þau fluttu alfarin af íslandi til Vesturheims árið 1887. Er hingað
kom settust þau að í Árnesbygð í Nýja íslandi, í Víðidalstungu, og þar
hafa þau búið í 29 ár. Árið 1916 létu þau af búskap og færðu sig
norður að Riverton-bæ við íslendingafljót, til Sveins sonar síns, og
þar hafa þau átt heima síðan, í húsi, er þeir synir þeirra létu reisa
handa þeim.
Átta börn hafa þau hjón eignast. Mistu þau fjögur heima á ís-
landi, er svo hétu: María, Ólafur, María, Helga, er öll dóu í æsku; en
fjögur fluttust með þeim hingað vestur: Sveinn, kaupmaður við ís-
lendingafljót; Guðrún, gift Sigurjóni Jónssyni í Odda við Árnes; Dr.
porbergur í Saskatoon-bæ, prófessor í efnafræði við háskóla Saskat-
chewan fylkis, og Porvaldur, candídat í náttúruvísindum, er andaðist
við Harvard háskólann fyrir nær því 16 árum síðan, rúmt 25 ára gam-
áll, án alls efa hinn efnilegasti námsmaður, er Islendingar hafa átt
í hópi sínum liér vestra.
Hin öldnu hjón eru búin að afljúka miklu og þörfu dagsverki.
Iðni og trúmenska hefir auðkent þau alla þeirra daga. pau hafa verið
sí-starfandi og ber jörð þeirra í Árnesi þess merki, er heita má að öll
sé nú lögð í rækt, en áður var öll í stórskógi, er þau námu sér þar
bólfestu. . pau hafa mátt heita nýbyggjar í tveimur heimsálfum, og
segir það sig sjálft, að einhvern tíma hefir orðið höndu til að taka.
Gestrisni og greiðasemi hefir og einkent þau, og vinfesta og stöðug-
lyndi eru þeir kostir, er þau hafa eignast í ríkum mæli. pau eru bæði
prýðisvel gefin og hafa hagnýtt sér þá gáfu sér og öðrum til blessun-
ar. Undir æfikvöldið njóta þau nú þeirra launa, sem nytsamt líf alla-
jafna veitir, sæmdar og virðingar samferðamannanna, nægtar og ró-
semdar að erfiðinu loknu.
í GULLBRÍJÐKAUPI
Porvaldar porvaldssonar og puríðar porbergsdóttur.
pið brúðhjón, silfri sæmd af háum aldri,
Með sveiga gulls, sem tíminn lét í arf —
pið heyrið nú, af hörpu strengja galdri,
öll hjörtun þakka sjötíu ára starf.
Sparsemi mótar manngildið
Nafnkunnur vinnuveitandi sagði fyrir skömmu:
“Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss I dag, eru Þelr,
sem spara peninga reglulega.
Einbeitt stefnufesta, og heilbrlgSur metnaður íysir
sér I öllum störfum þeirra. »
þeir eru mtnnirnir, sem stöðugt hækka 1 tigninni, og
' þeir eiga sjaldnast & hættu að missa vinnuna, þött atvinnu-
| deyfð komi með köflum.” j
| THE DOMINION BANK S
Notre Dame Brancb—W. H. HAMIIiTON, Manager. j
Solkirk Brancli—F. J. MANNINO, Manager.
L_______________________i______________________________1
Á meðal okkar eilíft líf sér hreyfir,
Og ykkar líf er brot af geisla þeim,
En niðja ykkar andi, gulli dreifir
Og undrabliki Ijóss, um Vesturheim.
Pið gerðust heild, en heildin sú er eining,
Sem hér í lífi skiftist ekki í tvent,
Og ekki’ er dauðinn sjálfur sundurgreining,
Hvað svo sem okkur hefir verið kent.
pess hinstu rök, að heilu megið deila,
pau hljóta að falla skóla vorum í,
pví aldrei getur verið hálft^það heila,
Og hjónin verða lengstum eitt af því.
Við biðjum þess, að gæfan ykkur geymi
Og gefi að hjá oss lengi dveljið þið,
því yndisstundir vorar hér í heimi
Er himnum ekki dælt að jafnast við,
Og hverju sem um sáluhjálp þið trúið, •
Pið saman flytjið Drotni þakkargjörð,
Að friðsæl, glöð og frjáls þið hafið búið
í fimtíu’ ára ríki hans á jörð.
Mr. og Mrs. porvaldsson, á 50 ára hjónabands-afmæli.
Helgur heilla dagur
hreyfir instu tónum,
hálfrar aldur hagur
hugans lyftir sjónum
gegn um liðnár leiðir
lýsir hjartans minning,
blíðum geislum breiðir
bæði tap og vinning.
Á sigurdegi himinheiðum
frá hjartans grunni brenna ljós,
um hálfa öld sem lýstu leiðum
til láns og frama hal og drós,
og vígðu starfið von og dug
meða viljans krafti’ og bróðurhug.
Frá manns 0g konu kærleiks arni
fær kraft og menning sérhver þjóð,
þar fyrsta ljósið brosir barni
með bending út á tímans flóð,
ef æskustigin stefna rétt,
er starfi lífsins takmark sett.
Pið göfgu hjón, í hug og verki
sem hafið fylgst um langa braut,
hér gnæfir ykkar gullið merki
við geislum fágað haustsins skaut;
þó halli degi enn er afl
með eld og þol við lífsins tafl.
Nú fagna vinir hlýtt af hjarta,
sem hafa notið ykkar liðs,
með ósk um framtíð unaðs bjarta,
unz öldur þagna hinzta miðs,
og signir fagurt sólarlag
í sæmd og þökk um merkan dag.
M. Markússon.
Manitobastjór nin og Alþýðumá adeildin
Greinarkafli eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnsr.
Flestar a.vaxtategundir geymast bezt
á þeim stað, þar sem hitinn er að eins I
lftið fyrir ofan suðumark. Par sem
svalt er og myrkt, en eigi frýs, ættu
menn að geyma vetrarforða sinn af &-
vöxtum. pess þarf vandlega að gæta,
að loftið þar,sem ávextir skulu geymdir,
s£ hvorki of þurt né heldur of rakt. J>ar
sem of mikinn raka er að ræða, er hætt
við að ávextir mygli og losni I sér, en á
ofþurrum stað, einkum I kjöllurum þar
sem furnace er eða eldavél, geta þeir
stundum skrælnað sökum skorts á
raka. Og yfirleitt mun mega segja það,
að ávextir séu oftar skemdir af ofþurki,
heldur en of miklum raka.
1 allflestum tilfellum mun fólk nota
kjallara sína til þess að geyma í ávexti.
f sumum húsum, einkum þö f bæjum:
eru einhver hitunaráhöld í kjöllurum.
Og fer þá oft svo, að kjallararnir verða
að meira eða minna leyti óhæfir til á-
vaxtageymslu sökum hita. Til þess að
bæta út þessum vandkvæðum ,er ágætt
ráð, og hefir enda víða verið tekið upp,
að búa til afhólfaða krubbu í kjöllurum
fyrir ávextina, og duga til þess I flest-
um tilfellum einföld borð, ef þau falla
vel. En gæta verður þeis, að hafa
krubbuna opna þegar allra kaldast er f
veðrinu, svo að hitinn nái að komast
þar inn, þvf að öðruym kosti gæty á-
vextirnir ef til vill frostð.
Vfða f smærri bæjum og eins úti á
landsbygðinni hagar enn svo til, að eng-
in hitunaráhöld eru f kjöllurum, og þar
þarf ávaxtaeigandinn enn þá betur að
gæta þess, að ávextirnir eyðileggist ekki
sökum frosts. par sem miklar birgðir af
ávöxtum eiga að geymast í kjöllurum
yfir veturinn, er ágætt ráð að byggja
reykháfana þannig, að þeir nái ofan f
kjallarana, svo a hægt sé a hafa þar
litla ofna eða einhver önnur hitunar-
áhöld.
Með því móti má verja ávexti gegn
skemdum af völdum frosts, um hvað
mikinn harðindavetur sem vera kynni
að ræða.
par seiri ávextir eru geymdir f kjöllur-
um með stéin, moldar eða steinsteypu-
veggjum, þarf að láta þá vera svo langt
frá veggjunum, að umhverfis geti leik-
ið næilegt af fersku iofti.
NokJcrar Binstakar Ávaxtategundir.
BEETS—pótt tegund þessi þoli að
vfsu dálftið frost, þá ættu menn samt al-
ment að taka hana^upp áður en frost-
anna er von. Eigi að borða Beets nýj-
ar, þá er bezt að láta fylgja þeim svo
sem fjóra Þumlunga af stöngli; en eigi
þær að geymast, er bezt að slfta þær af
stönglinum. Beets geymast bezt f sandi.
Hitinn þar sem þær eru geymdar. má
eigi vera meira en fjögur stig fyrir of-
ari frostdepil, og geta þær geymst svo
fram f maf.
CABBAGE—skal vera geymt f lofts-
lagi rétt fyrir ofan frostdepil. Ávaxta-
tegund þessi þarfnast umfram alt nægi-
legs af fersku lofti. Ef Cabbage frýs,
verður að þfða^ það með hinni stókustu
varfærni.
CARROTS. Geyma skal ávaxtateg-
und þessa á svölum stað og myrkum, og
helzt innan um dálftið af sandi.
CAULIFLOWER geymast venjulega
ekki lengi. Sé tegund þessari hrúgað
mjög saman, er hætt við að höfuð henn-
af þrútni um of og skemmist. Taka skal
blöðin af og láta á hyllu.
CITRONS pær ætti að sjóða niður
undir eins, þvl þær þola lítið og skemm-
ast fljótt.
ONIONS Með tegund þessa skal fara
þannig, að raða skal lauknunum á hyll-
ur þannig, að um hann geti leikið ferskt
loft, og má hver röð eigi vera þykkri
en sem svarar 10 þumlungum. óþrosk-
aðan lauk skal aldrei geyma, en þær teg-
undir, sem geymdar eru, þurfa að vera
vandlega þurkaðar áður.
PARSNIPS Eigi þær að geymast
fram eftir vetrinum óskemdar, eiga þær
helzt að vera huldar með r.ökum sandi.
POTATOES.—Hafa má þær f stórum
hrúgum, en þó er nauðsynlegt að gott
Ioft nái að leika um þær öðru hvoru. og
varast skal að láta þær vera fast upp
við vegg þvf slagi frá veggnum getur
fljótt valdið myglu f uppskerubyngnum
SKVASH og PUMPKIN Geyma skal
ávaxtategundir þessar á vel þurrum
stað og skulu þær teknar upp með
stönglinum. Pær þola meiri hita, en
flestir aðrir garðávextir.
TURNIPS—Svenskar turnips geymast
vel og má hrúga þeim saman eftir vild.
Iioftslagið, þar sem þær eru geymdar,
má ekki vera mjög saggasamt. Pær
gevmast betur séu þær óskornor og 6
hrnuflaðar.
Mannfagnaður.
Á laugardagskvöldið þann 20.
sept. s.l. urðu þau hjónin Mr. og
Mrs. Benjamín Jónsson að Lund-
ar P.O., Man., fyrir næsta óvæntri
heimsókn. pegar klukkan var um
níu þlyrptist inn á heimili þeirra
allmikill skari karla og kvenna,
með ys og gleðilátum og tók sam-
stundis húsráð öll í sínar hend
ur. Aðallega voru það nágrann-
ar og vinir þeirra hjóna, er hóp-
inn fyltu, og munu ástæðurnar
til þessarar óvæntu heimsóknar
einkum hafa verið þessar tvær:
Hin fyrri sú, að hjón þessi höfðu
látið reisa nýtt íbúðarhús á land-
eign sinni í sumar; en hin síðari,
að þá höfðu þau lifað saman í
hjónabandi um tutt. og fimm ára
skeið. pessara tveggja atburða
vildu svo vinir þeirra minnast og
þakka þeim fyrir, samveruna og
samvinnuna með einni glaðri
kveldstund.
Eftir að fólk hafði alment áttað
sig og heilsast, bauð kvenþjóðin
öllum til borðs og voru veitingar
fram boijnar af þeirri alkunnu
rausn, er einkennir íslenakar kon-
ur. En er borðum var hrundið
kvaddi séra Albert Kristjánsson
sér hljóðs og flutti langa og
snjalla ræðu fyrir minni heiðurs-
gestanna og lýsti því fagurlega,
hver orsök væri til þess að svo
margt manna væri saman komið
við tækifæri þetta. Kvað hann sér
hafa falið verið að skýra með
nokkrum dráttum góðhug þann,
er nágrannar heiðursgestanna
bæru til þeirra, og væri sér það
sannarlega ljúft. í ræðulok af-
henti hann heiðursgestunum
vandaða borðstofumuni úr eik,
frá nágrönnum og vinum þeirra
hjóna, og var það hin veglegasta
gjöf.
Silfurborðbúnaður var hjónun-
mm einnig afhentur frá ættingj-
um og venzlafólki.
Hjóninn þökkuðu hlýhugann og
gjafirnar með stuttum ræðum. Á
meðal annara tóku til máls: Mrs.
Gsli Jónsson, Einar P. Jónsson
og Hallur E. Magnússon, er
flutti eftirfylgjandi kvæði til
heiðursgestanna. Vakti fólk við
söng, gleði og glaum fram findir
jnorgun og hvarf heimleiðis með
ljúfar endurminningar.
Einn af gestunum.
KvæðiC verCur aC bíCa næsta blaCs
■ökum rúmleysis.
Bjarni Marteinsson frá Hnausa
kom til bæjarins í vikunni.
Alveg einstakt í sinni röð
Þér getið séð alt Evrópu-stríðið . fyrir
aðeios $4 50 á yðar eigin heimili.
StrfCIC er á enda! ! Munduð þér vilja sjá allar hinar voðalegu orustur í Frakklandi, Belgfu, Rússlandi,
ítalíu, Serbíu Englandi og 1 öðrum pörtum Evrópu? ivt 'nuuo -r vilja sjá sjóorusturnar, kafbátana, bryn-
drekana, eða orusturnar f loftinu. eyðileggingu kirkna, skóla, borga og bæja út um víða verö^d?
pér getið séð alla atburði þessa á yðar eigin heimili, I hinu nýjasta Stereoscope. Myndirnar eru allar
teknar á orustuvöllunum og allir hlutir koma fram á ,r> e ns og i eir f raun og ver« gerðust.
Lestur blaða og bóka getur ekki gefið eins glögga hugmynd um atburðina og gott Stereoseope. — J>essi
Stereoscope eru bæði falleg og endast I það óendanlega. Með þessu mðti getið þér fengið sönnustu lýs-
inguna af stríðinu mikla.
pessi Streeoscope, ásamt sex flokkum af myndum, 150 myndum I alt, verða seld að eins stuttan tfma
á $4.50. Sannvirði hluta þessara er yfir $10.0 og vér höfum einka útsölu á þeim.
Svona hlutir gera heimilin glaðari og skemtilegri. Ef þér viliið eignast munina, þá sendið pöntun yðar
strax áður en verðið hækkar. — Vér greiðum flntningsgjaldið sjdlfir.
Gerið svo vel og sendið oss pöntun yðar sem fyrs essari auglýsingu, og látið fylgja $4.50 I
Postal, eða Express Money Order, þá sendum vér mgjaldið sjálfir.
Variety Sales Gompany
Dept. 74 B.
1136 MILWAUKEE AVE., CHICAGO, ILL.
Gullt Gull! GulEt
Sannar Skýringar,
Hlutir í “Red Robe” námunni,
sem seldir voru á 20c. hver, stigu
upp í $24 og gáfu í beinan arð
$3,000 af hverjum $25 er keypt
var fyrir. $100 í þessum hluta-
bréfum gáfu $12,000 arð, og sá,
sem keypti fyrir $5,000, græddi
$60,000. petta var engin hepni,
heldur að eins bein afleiðing af
auðlegð námunnar.
Hlutir í “Belmont” námunum
seldust einnig á 20 cent og stigu
upp í $11 hver; hlutakaup, sem
námu $100, gáfu á skömmum tíma
$5,000 í ávinning, og $25 þá að
sjálfsögðu fjórða partinn þar af,
eða $1,375.
Leitið upplýsinga.
LATIÐ NATTÚRUAUí'CEFI
CANADA
KOMA YÐUR í
ALNIR
“BOULDER” GOLD MINES, Ltd.
Engin persónu ábyrgð
Margir “Claims” liggja ónotaðir
en til þes að geta gert sér náma-
auð þenna nothæfan, þarf mikla
peninga og enn meiri vinnu.
Einn einasti
hlutur í félaginU gerir hluthafa
uinfnæjJuÁj uinnp i npun3tagaui
þess.
í Rice Lake gullhéraðinu, 125 mílur norðaustur af Winnipeg, Manitoþa (Líklega
eitt gullauðugasta svæði í heimi) liggja
“GLAD0NNA” Námurnar
fSem eru eign “Boulder Gold Mines, Ltd.”
“Engin persónu ábyrgð”
Vy
Á tiltölulega skömmum tíma hefir verið varið fullum $20,000 til rannsókna á náma
svæði þessu, og hefir við það sannast, hvílík ótæmandi uppspretta gulls og annara
málma er þar fólgin.
Ein gullæðin er meðal annars 3 feta þykk rétt fyrir neðan jarðarskorpuna, og hún
breikkar æ því meir sem neðar dregur.
60 fet niðri í jörðinni er æð þessi 7 fet á þykt.
Rannsóknir hafa leitt I ljós (gerðar af Milton-Hersey Co.) að frá $19.40 til $33.40
af gulli eru í hverju tonni, og tonnamagnið er óþrjótandi.
Til þess að geta unnið úr málm-uppgripum þessum, þarf mikið af
VJELUM
FREKARI UPPLÝSINGAR
“Hollinger” náman í Porcupine
greiddi vexti 12. ágúst 1919. Og
var það í fjórða sinn að náma sú
greiddi hluthöfum sínum arð á
árinu 1919, en næsta ár er búist
við útbýting arðsins fjðrðu hverja
viku. 1
“Hudson Bay Cöbalt” hlutir
voru seldir á 25 cents hver, en
stigu á skömmum tíma upp í $28
hvert hlutabréf.
petta félag vill ekki» einungis
bjóða yður jafngóð kjör og önnur
slík félög, heldur nokkru betri.
PARNA
BI»UR YÐAR
EINSTAKT
TŒKIFŒRI
Og í þeim tilgangi að afla slíkra áhalda, hefir félagið ákveðið að selja "fully
paid, non-assessable
Hluti fyrir 35 cents hvern
Nafnverð $1.00
BDIILDER GDLD MINES Limited
(Engin persónuábyrgð)
v 1203 McARTHUR BIDG., WINNIPEG, MANITOBA
Látið eigi ginnast af ódýrum námahlutabréfum. pað borgar sig aldrei að
kaupa anað en það bezta.
TIL ATHUGUNAR—Vér höfum umboðsmenn, er skilja og tala íslenzka tungu, svo
þér getið skrifað oss á yðar eígin máli, auk þess sem umboðsmönnum vorum væri sér-
stök ánægja í að heimsækja yður. Hafið það einnig hugfast, að innan fárra daga hækka
hlutirnir upp í 50 cent.
NOTIÐ pA» STRAX
Umsókn um Hluti
Gerið svo vel íið senda
Nafn...........................
Götunúmer .....................
Bær eða Bygð...................
Fylki .........................
Fjöldi hlutiybréfa.............
A 35 cent hvern.
Fully paid, Non Assessable
Eg læt hér með fylgja $........
Sendið peningana annað hvort í
Money Orders, eða Bank Drafts,
borganlegt til
BOULDER GOLD MINES, LTD.