Lögberg - 16.10.1919, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.10.1919, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FiivíTUDAGINN 16. OKTÓBER 1919 Uppskurður varð ekki nauðsynlegur Rœða “FRUIT-A-TIVES” KOM HENNI TIL FULLRAR HEILSU 123 Papineau Ave., Montreal. “í þrjú ár hafði eg þjáðst mjög af innanþrautum, ásamt bólgu og uppþembingi. Eg hitti læknir, er ráðlagði uppskurð, en eg neitaði Eg heyrði um “Fruit-a-tives” og ákvað að reyna það. Mér batnaði strax nokkuð við fyrsta skerfinn; og held áfram að nota það. Nú er eg stálhraust og flyt “Fruit-a-tives” mínar beztu þakkir.” Mme. F. Gareau. Hylkið á 50c., 6 fyrir $2.50 og reynsluskerfur á 25c. Fæst í öll- um búðum og gegn fyrirfram borgun frá Fruit-a-tives, Limited, Ottawa. ^ra Einars Friðgeirssonar á Borg á 50 ára afmæli kauptúnsins í Borgarnesi, 22. marz 1917 Eg hefi nú þulið það, sem eg veit : um Borgarnes fram að þeim tíma, S að löggiltur var verzlunarstaður á | Borgarnesi við Brákarpoll í Mýra- ; syslu. En það skeði Anno Domini 11867, 22. marzmánaðar, með allra- j mildilegustu opnu bréfi. Ekki var ■ þó bygt þar neitt íbúðarhús í næstu j 10 ár. petta 10 ára tímabil leyfi eg | mér að nefna lausakaupatímabilið. I pá var rekin allmikil verzlun hér á skipum úti. pað voru alt segl- skútur. Lágu þær ýmist svín- bundnar inni á Pollinum (c. höfðu kaðla á bæði lönd) eða þær lágu við akkeri úti á núverandi legu, ef fleiri voru en svo, að rúmast gætu á Pollinum. Að minsta kosti síðari ár þessa tímabils munu vanalegast hafa komið 6 skip á hverju sumri til lausaverzlunar. Gengu lausa- kaupin oft fjörugt um borð, þegar gott var veður, en ef hvesti, varð mörg jómfrúin að kasta fyrir borð með sorg og harmkvælum sælgæt- inu, sem búðarmennirnir höfðu gætt henni á. Fremur var þá sumblsamt um borð, ef mælt væri með templara mæli, en víst þótti það ekki tiltökumál þá. Á þeim tím- um, sem engin verzlunarskip voru hér, var alt með kyrrum jörum og varla önnur umferð erí smalarnir frá Borg og stöku sjófarendur á opnum bátum, sem lentu þar, ef illa stóð á sjó eða þeim þótti hag- kvæmt að geyma skip sitt hér. Lausakaupmenn borguðu 20 kr. fyrir hvert skip til Borgarábúand- ans, en Nesið hafði ekkert gott af þeim, en ilt eitt. Landið blés upp vegna átroðnings. Fugl og selur flúði alveg burt. Og hvað sela- veiði snerti, var það tilfinnanleg- ur skaði. Sama árið og Nesið var löggilt (1867), 11. júlí um sumarið, var S. Jakobsen & Co. leigður “Skalla- grímsdalur við Brákarpoll, hlíða á j milli og frá fjalli til fjöru, til að ! setja þar verzlunarstað.” Aldrei bygði þetta Jakobsens-félag, og j fékk enginn annar útmælda lóð til verzlunar fr en 4. sept. 1873; þá var Pétri Péturssyni, líklega þeim, er síðar varð bæjargjaldkeri í Reykjavík, útmæld lóð á Suður- nesklettunum, þar sem Jónarnir verzla nú, en aldrei bygði þessi Pétur, og var sú hin sama lóð, með hækkuðum leigumála því næst leigð “Akra-Jóni”, sem fyrstur varð til að byggja hér verzlunar- hús og íbúð. En það var ekki fyr en sumarið 1877. í skýrslu prests- ins að Borg, séra Guðm. Bjarna- sonar, til biskups um tekjur hans árin 1872—1877, stendur þessi málsgrein: “Enn fremur hefir hér verið bygt íshús, og lóðartoll- ur fyrir það í fimm, sem samið er um að þa veri nota, er 60 kr. um árið. Nú hefir það gjald ekki ver- ið borgað nemaf yrir fyrsta árið, þar eð það hefir ekki verið notað lengur en það eina ár.” (Dags. 24. febr. 1878.) petta mun verið hafa íshús, sem Englendingur að nafni Moses(?), frá Browman & Co. í Hull, bygði til að geyma í ís. Hann fékst við að flytja út kæld- an lax. Viðina úr þessu húsi flutti hann eftir eitt ár inn að Ferjuokti og setti þar upp sams- konar íshús. — En á undan þess- um Englendingi hafði annar Eng- lendingur, Ritchie (?) að nafni, Peaterhead, sett upp skúr í Borg- arnesi. Hann sauð niður kjöt og lax. Ekki var hann nema eitt ár i Borgarnesi, en flutti sig inn að Grímsárósum í Hvítárvallalandi og rak þar atvinnu sína í nokkur ár. — Árið 1881 bygði porsteinn snikari Hálmarsen lítið íbúðarhús jkog stóð það þar sem pósthúsið er nú. Mun þa hafa verið rifið niður árið 1884 og sett upp aftur inni á Hvtárósi (“Hólnum”). En það hið sama ár, 1884, mun Finn- ur kaupmaður Finnsson hafa bygt. Hann bygði fyrst þar sem nú eru kaupfélagshúsin vestari (“Bryde- húsin”). pað hús hans brann og bygði hann þá nýtt hús á sama Copenhagen Vér ábyrgj- umst það að vera algjörlega ! hreint, og það bezta tóbak í heimí. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufl MUNNTOBAK Sigurláns-skýrteina Canadaþjóðarinnar ÞEGAR þú lánar peninga, þá gengurðu fyrst úr skugga um það, hvort lánþegi sé fær um endurgreiðslu, og að hann geti greitt þér vöxtu af fé þínu, jafnóðum og þeir falla í gjalddaga. Þegar þú lánar Canada peninga þá veiztu, að þeir eru undir öllum kringumstæðum tryggir. Sigurlánsskýrteini Canada eru trygð með öllum auðæfum Canadaþjóðarinnar, öllum iðnaði og öllu því verðmæti, er liggur í námum, fiskiveiðum, skógum og landi. Að ummáli er Canada einn þriðji hluti af öllu hinu brezka veldi; þrjátíu sinnum stærra en United Kingdoms, tvisvar sinnum stærri en Indland; átján stærðir Frakklands og að að heita má jafnstórt og öll Norðurálfuríkin til samans. Canada er stærri en öll Bandaríkin til samans, að meðtöldu Alaska (stærð Canada 3,729,665 fermílur; Bandaríkin og Alaska, 3,617,673 fermílur.) Canada telur yfir 440,000,000 ekrur af byggilegu landi; en tæpur áttundi partur er enn undir ræktun. Canada á stærstu og beztu fiskivötn í heimi, sem eru fullar 232,000 fermílur að ummáli. Canada á yfir 225,000 ekrur af timburflákum, og er auðug- asta skógland í brezka veldinu. Námalendur Canada hafa svo að segja tæpast verið snertar og þó gáfu þær af sér $210,204,970 síðastliðið ár. Kornuppskeran í Canada hefir tvöfaldast á síðustu fimm árum—frá $552,771,500 upp í $1,367,909,970. Canadaþjóðin hefir aukið innstæðufé sitt á Bönkum og í Pósthúsum um hér um bil sjötíu og fimm af hundraði á fimm árum, eða frá $1,086,013,704 upp í $1,740,462,509. Verzlun Canada hefir meira en tvöfaldast á fimm árum — frá $1,085,175,572 upp í $2,564,462,215. Canada kemur út úr ófriðnum, sem ein af sterkustu og voldugustu þjóðum heimsins — með auðæfi sem nema $2,000 á sérhvern karl- mann, konu og barn í landinu. Sigurlánsbréf Canada eru beztu verðbréf, sem til eru, bæði hvað viðvíkur háum vöxtum og tryggingu. Þar að auki vitið þér það, þégar þér lánið Canada peninga, að þá eru vextirnir greiddir á hverjum sex mánuðum — og þér þurfið eigi annað en fara til næsta banka og fá þá út- borgaða. Canadiskum borgurum gefst bráðum tækifæri á að kaupa Sigurlánsskýrteini af nýju. Þetta verður að líkindum í síðasta skiftið, sem yður gefst kostur á að kaupa verðbréf Canada með svona ágætum kjörum. Búið yður undir kaupin. Trygging allrar Canadaþjóðar innar er að baki. "^Si Vietory Loan 1919 “Hverjum Dollar Eytt i Canada' Gefið út af Canada’s Victory Loan Committee í samráði við fjármálaráðgjafa sambandsstjórnarinnar í Canada. stað og g'eymsluhús nokkru ofark; við það er nafn ensks fatasala nú tengt og kallað “Tjernyhús”. Fata- sali þessi hefir aldrei verið færð- ur til manntals í Borgarnesi, en mun hafa verzlað í þessu húsi einn sumartíma og keypt það. Húsið stóð svo í mörg ár mannlaust og í greinarleysi. Árið 1877 var, sem sagt, fyrsta verzlunarhúsið og jafnframt í- búðarhús bygt hér. pað gerði Jón Jónsson kaupmaður (“Akra-Jón” var hann oft kallaður). Hann komst að sámningum við Johan Lange lýsiskaupmann í Bergen. Lét Lange hann fá vörur og verzl- aði Jón fyrst með þær undir sínu nafni, en síðar lét hann alt af hendi við Lange, hús og ,vörur. Keypti hann sér þá hús og búð í Vesturnesinu, sem Finnur kaupm. Finnsson hafði bygt; þar verzlar kaupfélagið nú. pað mun verið hafa árið 1886. — Fyrsti tómthús- maðurinn í minni tíð bygði 1891, og átti hús hans að verða gisti- hús. pað bygði porsteinn Einars- son. Nú er það hús rifið og ullar- þvottahúsið komið í bólið þess. Fjórða húsið bygði porbergur porbergsson fjórum árum síðar, nefnil. 1895, fimta húsið ólafur Guðmundsson (prestsson) 1897; sjöunda húsið Teitur Jónsson ár- ið 1898. Allir þessir fengu út- mældar 400 fer-faðma lóðir eftir tómthúsmannalögunum. Nú varð kyrstaða. Húsunum fjölgaði ekk- ert í sex ár. En svo fer aftur að komast rekspölur á. 1904 og 1905 er bygt sitt húsið hvort árið (J. Svarfhælingur og Gistihúsið). 1906 voru bygð fjögur hús, 1907 ekkert, 1908 fjögur hús, 1909 ekk- ert, 1910 fimm hús, 19111 tvö hús, 1912 fimm hús, 1913 þrjú hús, 1914 fimm hús, 1915 eitt hús og ekkert síðan. Alls eru nú 37 í- búðarhús. Manntalið óx auðvitað hægt, eins og byggingarnar. Fyrstu tíu árin eftir að bygð hófst varð fólk- ið flest 16 manns í tveimur húsum. Eftir önnur tíu ár var það orðið 57 menn í 17 húsum, og nú er það um 280 menn í 37 húsum. — Gjald- þolið óx fyrsta áratugin núr 45,00 upp í 204,00; annan áratuginn upp 504,00; þriðja áratuginn upp £ 991,00, og nú borga 80 gjaldend- ur 2711,00. — Útlendar vörur eru nú seldar í Nesinu fyrir 500 þús- und, og virðingarverð húsa er um 225 þúsund kr. Lóðir undir hús- um og ræktunarlönd eru leigð um 600 kr. pað er 5 af hundr. renta af 12 þús. krónum. Enn eru óvirt- ar allar girðingar og jarðabætur. Ræktunarlöndin stækka óðum og koma í gagnið. Mest eru ræktað- ar kartöflur. Búpeningseign er álíka og á einu stórbúi í sveit. Hér vil eg skjóta inn lítilli grein, sem eg kalla höpp og óhöpp. —Ekki ætla eg að telja upp hið heppilega við legu Borgarness, af- stöðu þess til héraðsins og næstu héraða, né neitt því líkt. —Happið mesta er það, hve þrautgóða land- námsmenn það hefir átt og dug- lega menn í kaupmannsstöðunni, því kaupmensku og kaupskap á Framh. á 7. bls. LÆRID VJELFRŒDl VULCANIZING BATTERIES og WELDING Lærðir bifreiðamenn, gas-dráttvélastjórar, tire aðgerð- armenn og oxy-welders, fá hátt kaup fyrir vinnu sína Eft- irsurn eftir slíkum mönnum er margfalt meiri en nemur þeim fjölda, sem læra slíkar handiðnir. Vér kennum þær til fullnustu á hinum ágæta skóla vorum. Bezti og fullkomn- asti skólinn í Canada. Vér höfum komið öllum vorum $25, 000 útbúnaði fyrir í einu lagi I stað þess að láta þá upphæð dreifast á sjö eða átta skóla.Engin stofnun í Canada jafn- ast á við skóla vorn eins og hann nú er. Kensluaðferðirnar hinar beztu sem þekkjast og eftir kröfum tímans. — Hjá oss má greiða kenslugjald út í hönd eða með afborgunum. Skrifið til Dept. X. GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED City Public Market Bldg. CALGARY, ALTA. Frá Lundúnum kemur sú frétt, að um 80 ritstjórar og blaða út- gefendur frá Bretlandi ætli að koma til Canada í ágúst næsta sumar og eiga þeir að vera gestir Dominion stjórnarinnar. Leið- togi flokksins verður Burnham lá- varður, eigandi blaðsins Daily Telegram,’ enn fremur verður Northcliffe lávarður með í þeirri för. Indíána stúlka, að nafni Mat- ilda Greenleaf, giftist nýlega Kín- verja, sem átti heima í Cumber- land I Manitoba. pegar kunn- ingjar stúlkunnar fréttu um gift- inguna, stríddu þeir henni svo mikið, að hún hljóp í burtu og faldi sig í skóginum. pað síðasta sem menn vita um hana er, að hún hafði fengið sér bát og stefnt. til óbygða eftir Mossy ánni. ==0 WJ Sparið peninga yðar með því að kaupa þá fæðutegund, sem þér fáið mesta næringu úr. í allar bakn- ingar yðar ættuð þér að nota (Government Standard) ird) tI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.