Lögberg - 16.10.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.10.1919, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1919 Bls. 3 Vane og Nlna EFTIB Charles Garvice Flestir voru nú í rauninni komnir upp á loft, en fáeinir voru enn þá í dagstofunni og gróðrarhúsinu. Judith stóð hjá pálmaviðar- trjánum og hlustaði svipdimm á þungt fótatak á hjallanum fvrir utan. Það var Vane', sem gekk þar fram og aft- ur. Ástin, sem hún bar til hans, jafnvel á þeirri stundu sem hún sveik hann, liafði nú l)reyzt í hatur, en þrátt fyrir hatrið, gerði endurminn- ijigin um hina gömlu ást vart við sig enn, og að sjá hann, lieyra rödd hans og fótatak, hafði enn þá nægilegt vakl til þess að koina henni í hreyfingu. Hún var búin að snúa sér við í því skyni að fara upp í herbergi sitt, þegar hún lieyrði ann- að kyrlátara fótatak og Julían kom inn í gróðr- arhúsið. Þó undarlegt sé, þá höfðu þau ekki íundist vitnalaust síðan þau mættust fyrir neð- an hjallann. Henni liafði alls ekki verið nauð- synlegt að revna að forðast liann, því hann gerði enga tilraun til að ná tali af henni undir fjögur augu. Hvorki með orðum eða bending- um höfðu þau minst á það, sem þá átti sér stað á milli þeirra. En þegar Vane var til staðar, hafði Judith verið miklu alúðlegri við frænda lians, cins og hann hafði beðið liana um, — já, svo ástúðleg var hún, að Vane var sannfærður um að orð sín hefðu borið ávöxt, og alt mundi enda vel milli hennar og Júlían. Hún tók bókina, sem lá á borðinu fyrir framan hana, og ætlaði að fara án þess að segja eitt orð, en Júlían rétti hendi sína í veg fyrir liana og lét hana nema staðar. “Þetta er seinasta kvöldið,” sagði hann lágt og leit í áttina til hjallans, þar sem þau enn þá heyrðu Vane ganga fram og aftur. “Já,” svaraði hún kæruleysislega. “Þetta hafa verið skemtilegir dagar, og faðir minn og eg höfum skemt okkur ágætlega. Eg bvst við, að við förum nú til Nizza. ” “Gerið þið það ekki,” sagði hann í bænar- rómi. “Bíðið þið fáeina daga.’” Hún leit á hann með drambsamri undrun, en bláu augun hennar urðu að líta undan ástar- blossanum, sem logaði í augum hans. “Hvers vegna ættum við að bíða?” sagði hún. “Eg held við förum að eins í gegn um London, án þess að nema þar staðar.” Hann beit á vörina og horfði niður fvrih sig. “Getur ekki bón mín haft nein áhrif á yð- urf” hvíslaði hann spyrjandi. “Haldið þér, að eg geti skilið við yður — og hve marga mán- uði? Hafið þér gleymt hvað fram fór á milli okkar þarna úti, fyrir neðan hjallann? ” Hún hló fyrirlitlega. “Þér munið það eflaust,” sagði hann ró- legur. “Þér hugsið um það á hverju augna- bliki — alveg eins og eg. Og það er eins og samningur okkar hafi fest rætur í huga mín- um. ’ ’ Hún reyndi að hlæja aftur. “Mér væri kærast, að þér vilduð gleyma lionum,” sagði liún. “Það var að eins afleiðingin af augna- bliks brjálsemi og ístöðuleysi kvenmanna, hr. Shore, og ekert annað — og það gat ekki verið neitt annað. Eg mundi skammast mín yfir slíku, ef eg gæti ekki hlegið að öllu þessu brjál- æði. ’ ’ ‘“Okur kom saman um, að þér skvlduð verða konan mín, ef eg yrði húsbóndi hér,” sagði hann, eins og hún hefði ekkert sagt. “Þér ertuð mig með því að segja, að samningur okk- ar væri ómögulegur, en þér sóruð, að þér vilduð efna loforð yðar og staðfestuð samninginn með kossi.” “Já, það var auðvitað auðvelt að lofa þessu, — það eru jafn-litlar líkur til að eg verði að efna þetta loforð, eins og til þess, að eg verði drotning Englands, þegar þér verðið kóngur þess. Þú ert húsbóndi í Lesborough,” hún benti út á hjallann, þar sem þau heyrðu Vane enn þá ganga fram og aftur — “og þér eruð og verðið sníkjugestur hans.” “0g erfinginn,” sagði hann með óbifandi “Þér gleymið því. Og komi nokkuð fyrir, sem að fyrir fult og alt stöðvar fótatakið þarna úti, þá krefst eg þess, að þér efnið loforð vð- ar, Judith.” Andlit hans var ekki fölara en vant var, það var þvert á móti kominn ofurlítill roði í mögru kinnarnar, en Judith Orme varð að beita •öllu sínu vilja-afli til að dylja hryllinginn, sem kom henni til að skjálfa, og reyndi að gagns- lausu að mæta fasta tillitinu svörtu augnanna með fyrirlitlegu brosi. “Þér eruð enn að hugsa urn sorglega söng- leikinn,” sagði hún og ypti öxlum. “Viljið þér bíða eina viku í Englandi?” spurði hann, án þess að gefa háði hennar hinn minsta gaum. “Nei,” svaraði liún. “Þrjá daga — tvo?” sagði hann hgt og þolinmóðlega. “Ekki einn!” sagði hún ákveðin. “Viljið þér gera svo vel og lofa mér að komast fram hjá yður? Það er orðið áliðið.”’ Hann vék til hliðar, en þegar hún ætlaði að fara, greip hann hendi hennar og þrýsti kossi á hana. “Þó að þér hlægið og beitið háði, get eg samt lesið í huga yðar,” hvíslaði hann. “Eg má treysta yður, hatrið er sterkara en ástin, og eg veit, að eg fæ laun mín. Þér efnið loforð yðar.” Hún leit á hann feimnislega, nam staðar, -eins og liún væri að lilusta eftir fótatakinu úti. Augu hennar urðu alt í einu sem eldsglóð, og með rödd, sem var jafnlág og hans, sagði hún: “ Já, — þó eg viti ekki hvern eg hata mest —yður eða hann, þá skal eg efna loforð mitt.” Þegar hún var farin, stóð Júlían kyr litla stund og horfði fram undan sér, heitu varirnar sínar vætti hann með tungunni. Hún hafði minst á brjálæði, og liann vissi að það var hið rétta orð. En það er ógeðsleg áforma hygni í sambandi við suma brjálsemi. Hann gekk út um fjarlægustu dyrnar á gróðurhúsinu, þvert yfir litla garðinn, þaðan inn í efnarannsóknarstofuna og settist á stól. “Hún ætlar að fara,” tautaði hann. “En að sjá hana, er það eina, sem veitir mér kjark. Þegar hún er farin, hefi eg ekki kjark til neins. Það er hennar nærvera — röddin hennar, sem hrekur óttann burt úr huga mínum og fyllir æðar mínar með logandi olíu. Nei, eg get ekki beðið. Annað hvort í kvöld eða aldrei.” Um leið og hann talaði þrútnaði andlit bans af geðshræringu, því hræðslan átti harðan bardaga við löngun hans. Dyrnar opnuðust hægt og áður en hann gat lirakið voðasvipinn burt af andliti sínu, kom Deborah inn með há- vaðalausum skrefum. — Hann þaut á fætur og gekk að borðinu, hrifinn af skyndilegri hugsun. Hin gamla trygga þerna þekti hann alt of vel, Hin gamla, trygga þerna gætti lians alt of vel og þekti hann betur en þörf var á; það var heppilegast að verða af með hana fyrst um sinn. Hann sneri sér við með hægð, gaf henni bendingu og brosti. “Ertu búin að búa um það, sem þii ætlar að hafa með þér, Deborah?” sagði hann. “Nei,” svaraði hún. “Bú þig þá út undir eins núna. Eg vil heldur að þú farir í kvöld en í fyrramálið; mér er það hentugra. Þér er það auðvelt; það-fer lest klukkan 8.30, og þú getur ekið til stöðvar- innar, til þess er nægur tími. ” Hún horfði á hann skörpum, rannsakandi augum, með miklum kvíðasvip og næstum því hræðslu. “Sendið þér mig ekki í burtu, hr. Júlíán,” sagði hún með biðjandi svip og hreyfði fing- urna sína mjög fljótt. “Leyfið mér að vera hérna þangað til þér farið.” Hann leit til hennar undrandi. “Við hvað áttu? Hvað gengur að þér, De- borah?” spurði hann. “Hvers vegna vilt þú ekki fara héðan fáeinum stundum fvr en á- kveðið var?” Þöglu varirnar hennar hreyfðust og augu hennar litu niður, eins og þau væru hrædd við að mæta hans. “Leyfið mér að vera kyrri, hr. Júlían”, bað hún hann aftur. “Þér eruð ekki frískur,— þér sofið ekki. Eg vaki—og eg sé ljós í her- bergi yðar, eitthvað----”, hún hætti að hreyfa fingurna og nuggaði höndum saman, eins og hún hefði sagt of mikið. Júlían hló beiskjulega. “Eg skil alls ekki, hvað að þér gengur, Deborah,” sagði hann óþolinmóður, og hin und- arlega óvild hennar til að yfirgefa hann gerði hann enn ákveðnari í því, að hún skyldi fara. “Ef þú segðir, að þú værir ekki frísk, þá væri auðvitað réttast að þú værir kyr; eg hefi veitt því eftirtekt núna um tíma, að þii hefir ekki verið sjálfri þér lík. Loftið hérna er líklega óholt fvrir þig. Nei, komdu nú ekki með nein- ar mótbárur, góða Deborah mín. Eg vil helzt að íbúðin mín sé í góðu lagi, þegar eg kem heim á morguh —- því eg fer héðan á morgun, — og eg vil að þú farir í kvöld.” Hún hneigði sig með Austurlanda rósemi og fór að laga ýmislegt í herberginu. Að lítilli stundu liðinni snerti hún við öxl hans og benti á snúrurnar, sem lágu að loftsmugunum. “Þær eru næstum því slitnar í sundur,” sagði hún. Júlían leit upp og sneri sér svo við aftur. “Eg veit það! • Eg veit það!” sagði hann ó- þolinmóður. “Það gerir ekkert, þær duga dá- litla stund enn þá. En nú vil eg helzt vera al- einn. Hún gekk til dyranna, en nam staðar og leit á hann með samanblandinni ást og örviln- an. Svo lyfti hún upp hööndunum og sagði hægt: “Hr. Júlían, eg var trú þerna föður yðar. Eg hefi líka unnið fyrir yður með einlægri trygð. Eg er fús til að leggja líf mitt í sölurn- ai fyrir yður, hr. Júlían.” v Hann kinkaði kolli og reynd alt hvað hann gat að dylja óþolinmæði sína. “Eg er ekki eins og aðrar stúlkur. Eg get hvorki lievrt né talað; en þegar einhver sorg eða hætta er á ferð, liefi eg alt af vitað það, þó ekki hafi verið sagt eitt orð eða nein bending gefin^sem aðrir gætu skilið. Og mi nálgast hættan!” Nú fór lirfllingur um liana og hún skalf. “Eg veit —- og hver ætti að geta vitað það betur — þegar eittlivað kvelur yður — og nú hugsið þér um nokuð, sem er afar voðalegt, hr. Júlían — gerið það ekki — guðs vegna, þá látið þér það ógert. Hún er ekki þess virði. Hún er falleg —- það veit eg vel — en hún er ekki þess virði.” Júlan varð náfölur, og í augum hans end- urspeglaðist hræðslan, sem logaði í augum liennar. Svo hló hann, þvinguðum, ógeðsleg- um hlátri, tók upp pyngjuna sína og rétti henni nokkra peninga úr henni. “Hérna er nægilegt fyrir farseðilinn, De- borah,” sagði hann fremur vingjarnlega, en þó með skipandi rómi. Þegar hún tók við peningunum, greip hún hendi hans, féll á kné og lyfti biðjandi örviln- aða andlitinu sínu upp til hans. “Eg sé fleira en flestir aðrir, og hefi næm- ari tilfinningar en þeir, sem geta hevrt og tal- að,” sagði hún. “Eg er hrædd, eg þekki þetta augnatillit; móðir yðar var vön að líta þannig út. Eg er hrædd, ó, leyfið mér að vera kyrri.” Hann reisti hana á fætur, leiddi liana að dyrunum og lagði höndina á öxl hennar. “Heimskulega Deborah,” sagði hann með fingramálinu um leið hann opnaði dyrnar. “Þú ert viðkvæm og ekki vel hraust, og hefir band- vitlausar ímyndanir. Eg skal senda þig til læknis, þegar eg kem heim.” Hún kom hvorki með mótmæli né bænir, en leit til hans eins og hundar gera — sem þrátt fyrir alt elska húsbónda sinn og eru honum tryggir, — hún hneigði sig og gekk út róleg og þolinmóð. Júlían stóð litla stund með hnyklaðar brýr. Hann beit á vörina og hugsaði um það, hve mik- ið hana í raun og veru grunaði, svo ypti hann öxlum, hrinti frá sér hugsaninni um hana og fór upp á loft til að hafa fataskifti. Dagverðarstundin var óvanalega fjörug þetta kvöld. Judith, sem var klædd yfirburða fallegum kjól, er fór henni aðdáanlega vel, tal- aði næstum viðstöðulaust með brosandi vörum og f jör í augum, og var mjög ánægjuleg. Vane ieit alvarlegu augunum sínum ýmist á liana eða á Júlían, og furðaði sig á því, hvort þau myndu nú loks vera heitbundin, en hann gat ekkert les- ið í andliti Júlíans; hann var rólegur og vin- gjarnlegur eins og vant var. Lafði Fanvortly, sem sat við borðsendan, horfði á þau glöggu augunum sínum. Letchfords hjónin voru eins vant var, mest hugsandi um sig og töluðu hvort við annað. Sir Chandes át og drakk með bestu lyst, brosti að hnittnum setningum, strauk efrivarar skeggið stállitaða og stalst til að líta á dóttur sína. Eft- ir því sem endi dagverðarins nálgaðist, hallaði Vane sér aftur á bak á stólnum og hætti að taka þátt í samræðunum um ráðagerðir og áform viðvíkandi vetrarskemtununum. þegar minst von var, hafðiVane þann sið að hætta að taka þátt í samræðum, og þá leituðu hugsanir hans til hinnar nafnlausu eyjar, þar sem lipur, yndisleg , ung stúlka var á ferð — til hennar, sem hann hafði elskað og mist. Við dagverðarborðið ómuðu raddirnar óglögt fvrir eyrum hans — hann heyrði skýra blíðu röddina sem ávalt ásótti liann bæði í vöku og svefni. ‘ ‘ Ó, elskan mín, sem eg hefi mist. Eg hélt þér að eins einu sinni í faðmi mínum — og, svo misti eg þig!” Hann rankaði við sér og stundi, svo lét liann portvínið fara til Sir Chandes. — Kvennfólkið var farið upp í salinn, og þegar SirChandes var búinn að drekka eins mikið og hann, gat stóð Vane upp. “Komdu og syngdu fyrir okkur, Júlían”, sagði hann. “Ekki neitt sorglegt í kvöld, heldur eitthvað sem getur fjörgað okkur”. Svo lagði hann hendina á öxl Júlíans. Júlían brosti til hans, og þegar hann var búinn að drekka kaffið sitt, gekk hann að píanóinu. Hann bað ekki Judith að leika undir á hljóðfærið í kvöld, og haiín söng skemtilegar og f jörugar en nokkuru sinni áður. “Ágætt!!” sagði Vane. “Var þetta ekki yndislegt?” spurði hann lafði Fanvorthy. “ Jú,‘ ’ svaraði hún og leit á fallega andlitið söngvarans. “Fer hann með þér þegar þú leggur upp í ferðina. — Ilvert ætlar þú annars að fara ?” “Eg veit það ekki ,” svaraði hann. “Eg verð kyr hérna fáeina daga enn þá, máske viku. Já, eg efast ekki um að Júlían fari með mér”. “Vesalings Vane”. tautaði hún, en hann heyrði það ekki. Sumir af gestunum voru seztir að spilaborð- inu, en Vane spilaði aldrei. Hugsunin um draumaeyjuna skildi ekki við hann þetta kvöld, og hann var svo órólegur að hann gat hvergi verið kyr. Hann kveikti í vindli og fór að ganga fram og aftur um hjallan á ny. Loksins hættu mennirnir að spila og gengu til hvíldar. Vane leit inn í salinn og sá Júlían og Judith hjá ofninum. Þau voru væntanlega að bjóða hvort öðru góða nótt, en hann sá ekki logann í augum Júlíans, þegar hann tautaði: “Þér viljið ekki bíða?” “Nei.” “‘En þér efnið loforð yðar?” “Já.” Meira töluðu þau ekki. Ilann opnaði dyrn- ar fyrir hana og hún fór út; svo rölti hann út á hjallann til Vane. “Júlían,” sagði Vane, “hafið þið komið ykkur saman? Hefir þú talað við hana, — og hefi getið leyndarmáls ykkar, kæri vinur Júlían hikaði allra snöggvast, en svo sagði hann: “Já, eg hefi talað við hana, og liún hefir sagt já. ” “Eg óska þér af einlægni allrar hamingju,” sagði Vane. “Ást er það eina, sem Judith- þarfnast, og hún hefir fengið ósegjanlega mik- ið af henni, það veit eg. Þetta er indælt; eg er svo glaður. Hvert æ.tlar þú nú?” “Inn í efnarannsóknarstofuna,” svaraði Júlían. En Vane sá ekkert annað en hina gæfu- ríku feimni elskhugans. “Eg kem inn til þín að lítilli stundu liðinni; eg ætla að eins að reykja vindilinn minn fyrst. Við verðum að tala dálítið áform okkar,” sagði hann. 21. KAPITULT. Júlían kinkaði kolli og gekk inn i hinn fyr- verandi galdraklefa, þar leit hann í kring um sig, því þrátt fyrir skrautið, sem nú prýddi þetta herbergi, var þó eitthvað dularfult við það. Hann gekk að veggnum og skar í sundur böndin, sem héldu loftsmugu lilemmunum. Svo lokaði hann dyrunum, er sneru að garðinum, og huldi þær með fortjaldinu. Hann kveikti eld í spíritusofninum og lét við hlið hans — en ekki ofan á logann — skaftpott, með bláleitum lög í. Svo kveikti hann í smávindli og settist við borð- ið, eins og hann væri að lesa, en prentuðu orðin og línurnar dönsuðu fyrir augum hans. Að lítilli stundu liðinni barði Vane að dyr- um og kom inn. Hann hafði klætt sig í þægilega reykingartreyju með stórum málmlinöppum. R. S. ROBINSON Stofnwtt 1883 NtffitSftóll $230.000.00 Kaupir og selur e$Mi (Mttlt, Wuk.. EfmntM. Alta. L» r«*. Mu. Kniari. 0«L 1.1«. Húðir, Ull og Seneca Rót HRAAR HÚÐIR OG SKINN SaltaÖar nauts- hútSir _____ Saltaöar Kip hútSir _____ SaltatSar hálfs- húCir _________ HrosshúBir, hver & .. Ull ________ Prime Seneca Rœtur______ Sendlð belnt til Hæzta verð fjrrir kindagærnr. HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST„ WINNIPEG Einnig 150-152 Pacific Ave. East $7-$12 .40-.45 $1.30 Notið tœkifœrið! Vér viljum fá 500 íslenzka menn til þess að læra meðferð á dráttvélum (tractors), einnig alt sem lýtur að Welding og Batt- ery vinnu. Eftirspurn eftir slíkum sérfræðingum er afarmikil. Afbragðs kaup, þetta frá $100 til $300 um mánuðinn. — Mörg hundruð Islendinga hafa lært hjá oss síðast liðin fimm ár. — Lærið góða handiðn að vetrinum og byrjið fyrir eigin reikning. Ókeypis atvinnu-skrifstofa vor leiðbeinir yður að loknu námi. Vér höfum allar tegundir Automobíla og annara véla við hend- ina, sem lærlingar fá að æfa sig á. Fónið oss eða skrifið eftir ó- keypis kensluskrá. Komið og skoðið vorn nýtýzku-skóla. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED, Rétt hjá Strand leikhúsinu. Office, 626 Main St., Winnipeg titibú: Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver. * • .. 1 • ac» timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og al»- I konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. | Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir ; að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. — ■ —■ Limitsd ----------- ---- ! HENRY AVE. EAST - WINNIPEG i The Campbell Studio Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott Block, Main Street South Simi M. 1 1 27 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærstn og beztu í Canada. Areiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. C-------------------------------- VIÐSKIFTABÆKUR (COUNTKH BOOKS Hérna er tækifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books) Vér höfum nú tekið að oss E1NKAUMB0ÐSSÖLU á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetta einmitt sú tegundin sem yður vanhagar um. Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat- vöru- og Alnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bækur sínar bjá oss. SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN, SEM BEZT BRENNUS. SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX! TIL Œíje Columbta $reðö LIMITED Cor. Slierbrooke & William, Winnipeá Tals. Garry 416—417 Kaupið Kolin Undireins pér sparið með því að kaupa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL LINKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 2620 Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. KAUPÍD BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.