Lögberg - 16.10.1919, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.10.1919, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1919 SBfinBHSBBBBBHHBBHBBBBBHDiraVj JSj crq §| m Utanáskrift til blaðsins: T»tE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, ^an. Utanáekrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, A/lan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Gefið út hvem Fimtudag af Th« Col- umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Marn. TALSIMI: GARRV 416 og 4(7 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager ‘*Hefndin er heimskunnar fró.” Hin ýmsu iðnaðarfélög í landinu eru sem oðast að halda þing sín og fundi til þess að tala um mál sín og ráða ráðum sínum. Og í sjálfu sér er það ekkert undarlegt, því ef nokkurn tíma hefir verið þörf á að hugsa málin vel, þá er það nú. Og ef nokkurn tíma hefir verið þörf á góðum ráðum, þá er það nú. Eitt af þeim félögum, sem er nýbúið að halda ársþing sitt, er félag lvfsala, sem hér var haldið í bænum fyrir nokkrum dögum. Mörg mál voru þar rædd og afgreidd. Mál, sem snertu atvinnugrein þeirra, og mál, sem voru almenns eðlis. Eitt af þeim málum, sem rædd voru og af- greidd á þessu þingi, var verzlunarsamband lyf- salanna hér við Þjóðverja, og leyndi sér ekki, að þingmönnum var mjög þungt í skapi til Þjóð- verjanna, því þeir . samþyktu að útiloka lyf ]>eirra, að svo miklu leyti sem í {æirra valdi stæði, frá markaðinum, með því móti að kaupa jmu ekki, verzla ekki með þau. Vér gátum skilið og sætt oss við þessa hugsun, meðan vér vorum í stríði við Þjóðverja, meira að segja, oss fanst ástæða til slíkra fram- kvæmda þá. En nú er öðru máli að gegna. Vér erum ekki lengur í stríði við Þjóðverja. Þeir eru yfirunnir og hafa gengið að friðarsamning- um við oss, sem vér sjálfir settum. Það er sérstaklega þrent, sem vér höfum að atliuga við þessa stefnu, sem víðar hefir hreyft sér heldur en hjá þessum lyfsölum. Það er fyrst, að vér erum að brjótá vorn eigin friðarsamning við Þjóðverja, ef ekki bókstaflega, þá vissulega anda þeirra. Vér erum að ala á óvildarhug til þjóðar þeirrar, sem vér erum búnir að samþykkja að búa við í friði. ' Og vér erum að ala á óvildarhug innan vors eigin þjóðfélags, því það er öllum Ijóst, að liér á meðal vor í Canada er fjöldi af þýzku fólki og fólki af þýzkum ættum, sem tók drengilegan þátt í kjörum canadisku þjóðarinnar á meðan að á stríðinu stóð, og sumir þeirra sendu syni sína til Evrópu til þess að berjast á móti ætt- rnönnum sínum, og miklu fleiri voru þeir, sem þátt tóku í kjörum þjóðar vorrar með því að styrkja stríðsmálin peningalega. Ef til vill er ekki hægt að særa það fólk, þann part þjóðar vorar, eins mikið með neinu og þessu. En það sem þessi þjóð þarf öllu öðru 1‘remur með nú, er innbyrðis eining. En svona tiltæki er sízt til þess að auka hana, og er því ranglátt frá öllum sjónarmiðum. Annað. Þjóðverjar hafa gengið inn á að greiða feikna miklar skaðabætur til samherja vorra, og flestum mönniim, sem um það mál hafa nokkuð hugsað, er það víst ljóst, að engin líkindi eru til þess að þær skaðabætur verði greiddar, nema því að eins, að þýzka þjóðin nái elnalegufn og verzlunarlegum ]>roska. En livernig á hún að geta það, ef að allar verzlunarstétir færu að dæmi lyfsalanna hér og neituðu að kaupa eða verzla með vörur }>ær, sem Þjóðverjar hafa til að selja ! Það er hverj- um manni auðsætt, að hun gæti það ekki. En það er annað, sem vnnist, ef að allir verzlunarmenn vildu gera alvöru úr þessari til- lögu lvfsalanna, og það er gjaldþrot og eyði- legging þýzku þjóðarinnar. f þriðja lagi er það eitthvað svo lítilmann- legt, að ráðast á einstaklinginn eða þjóðir, þeg- ar þær eru máttvana og yfirunnar. Oss finst að bæði lyfsalar og aðrir ættu að gefa Þjóð- \-erjum tækifæri til þess að lifa og þroskast. Voröld og “Viðutan.” Enn er Voraldar ritstjórinn að reyna að gera stefnu sína í landsmálum skiljanlega. Hann segist fylgja verkamönnum, af því þeir séu frjálslyndir. Bændum, af því að þeir heimti frjálslyndi, og Laurier-mönnum, af því að þeir 1‘ylgi frjálslyndi. Þremur mismunandi, stefn- um, sem engar eiga samleiðir né geta átt sam- leið, segist Voröld fylgja. Ekki þarf svo sem að kvarta yfir stefnuleysinu! Segjum nú, að þegar til kosninga verður gengið, að í ýmsum tilfellum sæki þrír menn í sömu kjördæmunum: verkamaður, bóndi og Mc- Kenzie-maður, sem er náttúrlega ]>að sama og Lauriermaður, hjá Voröld. Verkamaðurinn í nafni verkamannaflokks- ins, sækir fram til þess að auka afl verka- manna á löggjafarþinginu, svo að þeim veitist hægara að bæta kjör þess sérstaka flokks, sem fyrst og fremst eru fólgin í því að hækka verka- laun, en stytta vinnutíma, samkvæmt niítíðar- liugsunarætti verkamanna. Bóndinn sækir fram undir svipuðum inerkjum, að því leyti, að hann er málsvari íiokks manna, sem stundar sérstaka atvinnu í landinu og fer á þing til þess að líta sérstaklega eftir hag þess sérstaka flokks. En þó er þess að gæta, að kröfur þessara tveggja flokka eiga ekki allstaðar samleið, því að það, sem verka- manna flokkurinn leggur aðal áherzluna á — meira kaup, stvttri vinnutíma — er bein eyði- legging fyrir atvinnu bóndans, svo gjörsamlega, að ef verkamennimir fengju því, framgengt, sem að O. B. U. vildi fara fram á að lögleiða sex stunda vinnu á dag, þá yrði framleiðsla bóndans að vera eingör.gu bundin við vinnuafl það, sem skvldulið hans gæti leyst af hendi — eða að hann yrði þá beinlínis að hætta. Svo að á meðan að stefna verkamanna er sú, sem nú á sér stað, er blátt áfram heimska að vera að reyna að telja bændum trú um, að hagur þeirra og hagur verkamanna sé eitt og hið sama. Svo kemur þriðji maðurinn til sögunnar, og það er merkisberi Mackenzie King, leiðtoga, sem ekki tilheyrir neinum sérstökum flokki manna, sem ekki er leiðtogi fyrir neina sérskoð- un, né heldur sérstaka iðnaðargrein, heldur leiðtogi allra jafnt, verkamanna, bænda og ann- ara stétta mannfélagsins. Leiðtogi, sem að sjálfsögðu mun sporna á móti sérstökum hlunn- indum fyrir eina sérstaka iðnaðargrein, hver svo sem hún er, heldur ber hag allra jafnt fyrir brjósti. Ætlar Voröld þá að styrkja þá alla? eða er svo mikið fum á blaðinu, að það viti ekki sjálft, hvað það er að segja? Norrisstjórnin á ekki upp á pallborðið hjá Voröld í síðasta blaði. Hún er þar dæmd til dauða. Ráðherrarnir allir saman miskunnar- laust forda-mdir, nema hann Winkler gamli; hann er sá eini af ráðherrum þessa fylkis, sem fundið hefir náð í augum ritsjóra Voraldar. Hinir allir, ásamt þingmönnunum, að þremur undanteknum, þeim Skúla Sigfússyhi, Mr. Bas- kerville og Capt. Wilton, afturhalds berserkir, scm sigla undir fölsku frjálslyndisflaggi! Ekki eru neinar forsendur fyrir þessum dómi ritstjórans. Ekki með einu orði bent á, að þeir hafi í einu einasta atriði brotið stefnuskrá þá, sem ritstjóri Voraldar hældi á hyert reipi fyrir stuttu síðan, sem heldur er ekki við að búast, því honum er ]>að um megn—það er að segja með viti. Svo að hann tekur til ráðanna, sem honum eru tömust, þótt þau séu ekki sem heið- virðust, að láta vitleysuna flakka, því skeð geti að einliver sé nógu grunnhygginn til þess að gleypa hana. Énda virðist ritstjóra Voraldar verða þar að trú sinni, því einmitt í þessu sama blaði Vor- aldar (síðasta blaði) er einhver náungi, sem nefnir sig Viðutan, að jórtra upp einni slíkri vitleysu, sem ritstjórinn sjálfur er margbúinn að stagast á og senda út frá sér í Voröld, þó að hann viti, að það sé blekking ein. Þessi Viðutan, sem að líkindum er rétt- nefni á manninum, segir, að það sem þeir hafi mest á móti Norrisstjórninni í Nýja Islandi og það, sem bitið hafi höfuðið af allri skömm, sé það, að Norrisstjórnin hafi áfrýj^ð sínum eig- in lögum (um beina löggjöf), beinlínis til að fá þau dauðadæmd. Þarna sér ritstjóri Voraldar ávöxtinn af blaðamensku sinni, að maður, sem trúir skýr- ingum hans á opinberu máli, gjörir sjálfan sig að flóni, af því hann trúir því sem Voraldar- ritstjórinn segir. Vér búumst ekki við, að þessi Viðutan viti betur og því væri ósanngjamt að álasa honum En ritstjóri Voraldar veit, að þetta eru helber ósannindi, en heldur þeim fram samt og líður öðrum að halda þeim fram í blaði sínu. Hann veit, að úr því ágreiningur varð um rétt fylkis- ins til þess að leiða slík lög í gildi, og þá líka um réttmæti laganna, þá var það heilög skylda Norrisstjórnarinnar eða hvaða annarar stjórn- ar, sem við völdin hefði yerið, að sjá um, að lögin væru stjórnarskránni samkvæm, áður en stjórn og þjóð bygði á þeim. Upptíningur. i. Flest helztu tímarit Bandaríkjanna hafa að undanfömu verið að minnast manns eins all- einkennilegs, sem orðinn er þjóð sinni kunnur fyrir meira en mannsaldri, þótt fáir viti hans rétta nafn. Maður þessi er nú mjög hniginn að aldri, fullra áttatíu og tveggja ára, en þó þrung- inn af áhuga og starfsfjöri, sem ungur væri. Bandaríkjaþjóðin þekkir hann undir nafninu ‘‘Farmer Doolittle", en að eins sárfáir nán- ingjar vita, að skírnarnafn hans er George Lit- zenburg. Öldungur þessi, “Famier Doolittle”, var einu sinni bóndi, eins og gerfinafnið bendir til, en óslökkvandi löngun til þess að takast á hend- ur blaðamensku varð þess valdandi, að hann brá búi og komst að sem fregnriti við blaðið “Eagle”, gefið út í bænum Wichita, Kansas. Mr. Leo Fitzpatrick gefur eftirfarandi lýs- ingu af hinum aldna fréttaritara í tímaritinu “‘American Magazine.” “Skörnmu eftir að Col. M. M. Murdock, einn hinna elztu blaða útgefenda í Kansas, hafði fengið sér fáeina leturkassa, dálitla hand- pressu og byrjað að gefa út Wichita vikublað- ið, fóru að sjást fyrstu fréttagreinarnar undir- skrifaðar af “Farmer Doolittle” og nefndust þær “Musings of the Sage of Dog Creek”. Ritgerðirnar vöktu undir eins eftirtekt og um- tal og rnenn fóru að stinga saman nefjum um það, hver þessi nýi bændaheimspekingur mundi nú annars vera. Fám mánuðum síðar var hrundið upp hurðinni að hinni litlu skrifstofu Col. Mur- docks, og inn kom maður óvenju hár vexti, fremur krangalegur, en þó hjólliðugur. Komu- maður var “Farmer Doolittle” og hafði ákveð- ið að bregða búi að fullu og öllu, en takast í stað þess á hendur blaðamensku. Þetta gerðist árið 1872, og þótt öldungurinn sé nú með átta- tíu og tvö ár á herðum, þá gegnir hann enn með fullu fjöri fregnritastarfinu fyrir blaðið “Eagle.” Eins og gefur að skilja á svo löngum tíma, þá hafa orðið margar breytingar við blaðið; sumir þeirra, er t.d. stóðu þá í lægstu rim fregn- ritastigans, orðið aðal ritstjórar o. s. frv. En breyting á vtri kjörum öldungsins hefir engin orðið, svo teljandi sé. Hann ætlaði aldrei að verða neitt annað en fréttaritari og á skrif- borðinu hans stendur enn sama nafnið: “Farm- er Doolittle”. Hann er talinn að vera lang- eiztur amerískra fréttaritara þeirra, er nú eru uppi og starfa þann rækja. Að visu hefir hann í seinni tíð yngri mann sér til aðstoðar, en þó er öldungurinn á ferli árla morguns, með blý- antinn og vasabókina, að tína saman nýjungar, klæða þær í sparibúning handa blaðinu, sem hann er búinn að vinna við í f jörutíu og sjö ár. Aldrei nokkurn tíma ber það við, að hann skrifi sjálfur skírnarnafn sitt, — nei, svo langa langt í frá. Á öllum skjölum, sem hann undir- skrifar, peninga ávísunum, eða því um líku, stendur nafnið: “Farmer Doolittle”. Það mundi bera lítinn árangur að spyrja, hvar George Litzenburg ætti heima — þann mann mundu fáir kannast við. En ef einhver kynni að vilja vita um bústaðinn hans “Farmer Doolittle”, þá mundi ekki standa á svarinu, að minsta kosti ekki frá hálfu unglinganna í bæn- um og grendinni. HáÞðlegasti atburðurinn í lífi gamla mannsins og að minsta kosti sá, er honum verð- ur tíðræddast um, mun vafalaust mega teljast innsetning Wilsons í forseta embættið árið 1913. Hann hafði lesið með fögnuði um inn- setnjng Lincolns og forseta þeirra, er á eftir honum fvlgdu, og ávalt þráð heitt að mega vera yiðstaddur eina slíka athöfn, egar æðsti fulltrúi fólsins væri settur í embætti, og loks rættist vökudraumurinn. Útgáfunefnd blaðsins ákvað að gera honum einu sinni glaðan dag, og sendi hann sem fulltrúa sinn til Washington, til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum. Sérhver sá, er mætir “Farmer Doolittle” á stræti, getur eigi stilt sig um annað en líta um öxl, svo einkennilegur er maðurinn í framkomu og svip. Öldungurinn sýnist eins og nýskriðinn út úr margra alda bókfelli, önnum kafinn við að dusta af sér blaðsíðurykið, til þess að geta notið sem bezt útsýnisins yfir framsóknar- bvltingar hins nýja heims. í háttsemi allri telst “Farmer Doolittle” til hinnar eldri kynslóðar, þótt hann í andlegum skilningi lifi æfintýri þeirrar yngri. Hann er sex fet og fjórir þuml. á hæð, en vegur þó að eins hundrað og þrjátíu pund. Fataburður hans er næsta fornfálegur og á höfði ber hann afar barðastóran hatt, með því sniði/ sem að ems þekkist í Vesturríkjunum. “Farmer Doolittle” er hverjum manni stefnu- fastari og atfylgismaður hinn mesti. Oft og tíðum kom það fyrir, að blaðið, sem hann var við, snerist á aðra sveif í stjórnmálum, en hann taldi æskilegt; féll honum það illa, en að hann skifti sjálfur um skoðun, náði engri átt. Ekk- ert vald í heiminum gat komið honum til þess að víkja frá því máli, er hann var sannfærður um að væri rétt. Einu sinni höfðu blöðin flutt hvað ofan í annað sögur um stigamann einn, er talinn var að vera afar hættulegur. “Farmer Doolittle” á- kvað að reyna að kynnast manni þeim persónu- lega og fá að heyra sannleikann af sjálfs hans vörum. Honum tókst að komast þangað, er óbóta- maðurinn átti heima, en það var í skúta eða bvrgi þar sem óargadýr venjulegast höfðust við. Viðtökurnar voru ekki sem ljúfmannleg- astar fyrst í stað, en svo fór að lokum, að stiga- maðurinn sagði honum alla raunasögu sína og dró ekkert undan. Hafði sagan þau áhrif á fréttaritarann, að hann skrifaði þegar heim kom hverja ritgerðina annari sn jallari til varn- ar þessu olnbogabarni þjóðar sinnar. “Farmer Doolittle” liefir verið ókvæntur alla æfi. — Ef einhver kynni að spyrja, hvort hann ætlaði ekki bráðum að setjast í helgan stein og liætta við fréttaritarastöðuna, þá myndi hann blátt áfram telja slíkt stórmóðgandi. Honum hefir aldrei komið nokkru sinni til hugar, að hætta við neitt það starf, að búskapnum undan- teknum, sem hann á annað borð hefir tekist á hendur. Ritvélar er honum meinilla við. Hann rit- ar enn með eigin hendi allar fréttagreinar sín- ar, þótt að eins einn maður í prentsmiðjunni geti komist fram úr klórinu.” E. P. J. aw!í;s lilllHIIH ■IHIIIIl IIIIIRIIIIBIIIIHIIIIBg The Royal Bank of Canada Hflfuðstóll löggi’tur $25.000,000 VarasjóSur. . $16,400.000 rorsetl ... Vara-íorsett Aðal-ráðsnuiður HöfutSstóll greiddur $16,100,000 Total Assets over. . $460,000,000 Sir IIERBERT S. IIOLT E. h. PEASE C. E NEILIj Aliskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reikninga vlB einstakilnga e(5a íélög og aanngjarnir ak’lmá.lar veittlr. Avlsanir seldar tll hvaða stafiar sem er á Islandi. Rérstakur gaumur geflnn sparlrjöfislnnlögum, sem byrja má. mefi 1 dollar. Rentur iagfiar vifi ft hverjum 6 mftnufium. WIXNIPEG (West End) BRANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Thonteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thoriíarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. ð’Hara Manager. iiiiHiiHHinmimiiiHiiiiHiiiMiiiiHimii! itnmitiwiui iii»iiihii:ii l,:;BIIIIBlnlM iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiitiiiii nininiiniiiiinimimmniia Meinbers Wlnnipeg Grain Exchange. Members Winnipeg Grain and Producc Clearing Association. NORTH-WEST C0MMISSI0N C0., LTD. íslenzkir Hveitikaupmenn Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange WINNIPEG, MANITOBA Islenzkir bændur! Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við megum borga sem fyrirfram borgun út á hveiti í ár fyrir No. 1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn- inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt. íslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um- boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða. Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við J?að sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. petta er ætið gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært. í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en aðrir. peir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um, þegar við álítum verð sanngjarnt. Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við okkur, og vonum að þeir og allir íslendingar skrifi okkur, þeg- ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum bréf- um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku. Virðingarfylst. Han nes J. Lindal, Ráðsmaður. jiiitiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiioiiiii'Jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiy Hvað grœðum vér? Skáldin eru menn, sem vér dá- um með mestri samhygð. Við sjónarhæðum, þeirra blasir tilver- an í fjölbreyttari myndum, en fyr- ir hversdagsmanninum. Gáfan sú hin guðdómlega, að geta vængjað orðin, svo þau svífi í sálir mann- anna með meiri áhrifum en ella, gerir ásamt hinu fyrra það að verkum, að andsvör skáldanna við lífsspursmálunum vega óendan- lega mikið í sálum fjöldans. Líka styrkir það áhrifin, að margir af bókmentalegum merkisberum þjóðanna leggja alla áherzlu á snild í framsetningu. Láta sér um munn fara, að minstu varði . hvað sagt sé, sé það að eins vel sagt. Afleiðingin er sú, að mikill þorri manna telur sér trú um, að hitt og annað, sem ritað er miður holt, beri að skoða sem ágæti, fyrst j höfundur hafi komist til vegs, ver- ið dáður af mörgum, sumum merk- um mönnum. Skaðvænar kenn- ingar ná staðfestu í hugum fjöld- ans og sverta svo tilveruna í aug- um þeirra, einkum æskulýðsins, að þeir megna aldrei að reisa rönd við. Hryggilega myrk þrotlýsing á lífinu er “Ströndin”, eftir Gunn- ar skáld Gunnarsson. Samkvæmt henni er ekkert svikulla, en treysta guði og elska náungann. Söguhetjan, séra Sturla Steins- son er gerður göfugmenni. En traust hans á guði og kærleikur til mannanna gerir hvorki að styrkja hann sjálfan né hefja aðra.. Guð er honum fjarstur, þegar neyðin er stærst. Vitfirtur og yfirgef- inn lifir hann á náðarmolum harð- stjórans. Fljótlega grisjar í ósamkvæmn- ina. Trúin hjá séra Sturlu er sam- band milli sálar hans og guðs. Samt áformar hann óframkvæmt brot. — Hlýðnislöngunin er sam- fara sannri trú. Séra Sturla áformar ekki neitt það, er geti haft tvísýnar afleiðingar fyrir aðra; að eins til þess að fá per- sónulegar óskir sínar uppfyltar. Ákvörðun til að taka alt handa sjálfum sér, hvað sem kostar, er ciýrseðli. Löngun til að hlýða og líða sjálfur, svo öðrum megi vegna betur, er þroskaðs manns hug- sjón. Séra Sturlu er blátt áfram ómögulegt að ákveða fyrirfram með jafnaðargeði brot sín. Sam- j vizka hans leyfir ekki slíkt. — I önnur ósamkvæmni á lund prests- ins, er hluttekningarleysi með j konu hans, hversu sem hún líður. | Kemur það ekki í ljós, að hann I sýni henni hlutdeild, fyr en á dauðastundinni. En þá finna nú fleiri til en séra Sturla. Maður- inn, sem finnur til með fiskinum, verður að þumbaradurg í sambúð við konu, sem hann ann, og það þegar hann óttast mest, að sam- verudagar þeirra séu að varða I taldir. petta kallar maður að haga seglum eftir vindi. Auðvit- að eykst frú Helgu þrek við ástúð hans, en þá hefði forsjónin batn- að, en sagan aflagast. Séra Sturlu hryllir við dauðastríði fiskjarins. pað gera allir virkilega kristnir menn. pess vegna enda þeir kvalir dýra fljótar en þeir heiðnu. Rómverjar skemtu sér við að horfa á fiskana taka litaskiftum, á með- an lífið kvaldist úr þeim í sjóðandi vatni. í dag láta kristnir menn lífið fjara sjálft út, eða taka það fljótt. — pjáningum konunnar er lýst vel, þar sem frú Helga á hlut að.máli, en grunnséðar or- sakir, og kesknin, sem kemur í ljóá gagnvart heildinni annars staðar í bókinni, kælir líklega fórnfýsis- andann til bjargar hjá flestum, sem ekki eiga því kærleiksríkari eða trúfastari huga á að skipa. Svo er að sjá, sem sjómenn og þurrabúðarfólk hafi ekki náð hylli skáldsins. í flestum stéttum mannfélagsins býst maður við að finna “misjafna sauði 1 mörgu fé”, en hér eru þeir allir eins—svartir. Á meðal þeirra (auðvitað!) skeð- ur grimmasta ólán sögunnar, og- þá var nú ekki um björgun að ræða. Lýsing skáldsins á reita- konum er líkari því, að hún væri af skríl, en því fólki, sem um er að ræða. Heílmiklu máli eytt I það, að gera búning þeirra hjákátleg- an. En er það hlægilegt að klæð- ast hlífarfötum, þó fátækleg og ó- samlit séu, við óhrein störf? Til eru þeir, sem telja það þrifnað. Borgun fyrir lægstu störfin, í hvaða landi sem er, er sjaldnast svo góð, að hægt sé að afla allra þeirra þæginda, eða nauðsynja,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.