Lögberg


Lögberg - 16.10.1919, Qupperneq 6

Lögberg - 16.10.1919, Qupperneq 6
Bls. 6 LöGBERG, FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1919 Sagan af Monte Cristo. VII. KAPITULI Tiboulen eyjan. En þótt Edmond væri dasaður og lægi við köfnun, þá hafði hann þó ráð á að halda niðri í sér andanum á meðan hann risti pokann utan af sér mð hnífnum, sem að í',aría hafði gefið honum, og með því móti gat hann losað höfuð sitt og handleggi. En hann hélt áfram að sökkva lengra og lengra niður í djúp hafsins, því lóðið var enn fast við fa'tur hans. Hann var búinn að marg- reyna að ná til snærisins, sem lóðið var bundið við, með hnífnum, en árangurslaust. En hann hugsaði sér að gjöra eina tilraun enn, svo hann setti á sig sveiflu og tókst að ná til snærisins og skera það í sundur það varð honum til lífs, því hann var orðinn aðfram kominn mjög. En nú skaut honurn upp á yfirborð sjávarins, þar sem hann gat náð andanum og teigað að sér loftið heilnæmt og hressandi, en lóðið og pokinn, sem nææri því vrnr orðinn að líkklæði Edmonds, hélt áfram að sökkva. Edmond var ágætur sundmaður; en þegar er hann kom upp á yfirborð sjávarins, var hann orð- inn svo máttþrota, að hann varð að hvíla sig dá- Iitla stund. En hann þorði með engu móti að liggja á sjónum lengi, því hann óttaðist að verð- irnir frá fangelsinu mundu sjá hann. Svo hann steypti sér í sjóinn, og þegar hann kom upp aft- ur, var liann kominn hundrað og fimtíu fet frá staðnum, sem hann hafði farið niður á Fyrst gat Edmond ekki gjört sér vel grein fyrir veðrinu, því að dimt var af nóttu; en þegar honum fór að skýrast sýn, sá hann, að himininn var þakinn skýjum, og fanst honum að hann myndi búa yfir einhværjum hamförum, því bæði voru skýin ógurleg og svo var vindstaða í loft- inu svo mikil, að vindurinn þeytti skýjunum á- fram og tætti þau í sundur. Einstaka sinnum sá hann glitra í stjörnu í gegn um skýjarof, en vind- urinn þeytti óðara einhverjum skýflókanum fyrir stjörnuna, svo ekkert sást nema skýin dimm og ægileg, þar sem þau veltust fram í himinhvolfinu. Fram undan honum lág hafið víðáttumikið og geigvænlegt, og vrar líka auðséð á því, að veðra- breyting var í nánd, því það var farið að ókyrr- ast og öldurnar að falda hvítu. En á bak við hann gnæfði fangelsið, sem hann vrar að flýja úr, geigvænlegra heldur en nokkurt ofsaveður gat verið. Aftur steypti Ed- mond sér í sjóinn o synti all-lengi undir yfirborð- inu, því honum sýndist hann sjá ljós og menn á hreyfingu í landi, og óttaðist að þeir mundu koma auga á sig. Þegar hann kom aftur upp, sá hann hvorki votta fyrir ljósinu né heldur mönnunum, — sá ekkert í myrkrinu og heyrði ekkert nema nið sjáv- arins og þyt vindarins í loftinu. En samt var hann óumræðilega þakklátur — þakklátur fyrir að hafa sloppið úr fangelsinu, þakklátur fyrir að hann kunni manna bezt að synda, svo að hann var nálega eins vel heima hjá sér í sjó eins og á landi. En spurningin, sem Edmond þurfti að leysa úr og fyrir honum vakti, var sú, hvert hann ætti að halda. Það var að vísu nóg af eyjum í sjónum alt í kring um hann, en það bjó fólk í þeim flestum og honum fanst það óráðlegt að fara þangað, því það væri ekki ómögulegt, að það legði óþægilegar spurningar fyrir hann og ef til vill segði fanga- verðinum í Chateau d’If til hans. En sú tilhugs- un var óþolandi. Eini óhulti vegurinn var því, að leita uppi eyju þar sem engir menn byggju. Og þegar Edmond fór að hugsa sig vel um, þá mundi hann eftir lítilli eyju, sem Tiboulen var nefnd og sem enginn lifandi maður hafði nokk- urn tíma búið í, en sem hafði einungis verið heim- 'kynni sjófugla frá ómuna tíð; og þangað réði hann við sig að lialda, þrátt fyrir það, þótt hann vissi, að eyja sú lægi í þriggja mílna fjarlægð, og þótt leiðin hlyti að verða erfið sökum sívaxandi sjó- gangs. En hvernig í ósköpunum átti hann að finna þessa sérstöku eyju? Voru nokkur líkindi til þess, að hann mundi rata út í hana í myrkrinu ó- skaplega, sem á var skollið og sem virtist alt af vera að verða svartara og svartara. En rétt þeg- ar Edmond var að hugsa um þessa erfiðleika, brá fyrir Ijósi, og var eins og Edmond yrði snortinn af einhverju ósýnilegu afli, og honum skildist alt í einu, að ljÓ8 það hlyti að koma frá vitanum, sem stóð fyrir utan höfnina í Marseilles. Og hann vissi, að ef hann synti beint á ljósið, þá væri eyj- an Tiboulen til vinstri handar. Ef hann þess vegna héldi til vinstri handar, þá ætti hann að ná til eyjarinnar. Og með þessa fullvissu í huga, lagði hann hraustlega til sunds í áttina til Tiboulen; en þeg- ar hann hafði synt í klukkutíma, fanst honum að hann ætti að fara að ná til eyjnnar. Hann var líka farinn að þreytast, því ógjörn- ingur var að halda kyrru fyrir eða synda á baki, vegna þess, hve vont var orðið í sjóinn; og svo tók hann að gjörast órór út af því, að hann var lirædd- ur um að hann væri farinn að villast. En hann barðist á móti þeim hugsunum sem mest hann gat, og sótti sundið af kappi. Náttmyrkrið virtist líka leggjast að honurn með sínum lamandi þunga. Loftið sýndist hon- urn þungbúnara, en liann hafði nokkurn tíma séð það fvr, og honum sýndist ský eitt, sem var svart ara og ægilegra heldur en hin, koma vaðandi að sér, eins og það ætlaði að velta sér yfir hann; og rétt í sömu andránni fann hann til skerandi verkj- ar, rótt eins og hann hefði verið stunginn eða skótinn. En hann vissi, að það gat ekki verið, því hann hafði ekki orðið var við neinn mann, né heldur heyrt neitt byssuskot. Hann rétti út hend- ina og fann eitthvað hart í sjónum. Svo setti hann niður fótinn og fann, að hann var kominn að landi, og hann skildi nú að skýið ógurlega, er honum virtist ætla að steypa sér yfir hann, var alls ekki ský, heldur einkennilegir hamrar, sem risu upp úr sjónum svo sem tuttugu fet frá honum — hann var kominn til eyjarinnar Tiboulen. Edmond stóð kyrr dálitla stund, síðan fór hann upp á land og hans fyrsta verk var, að krjúpa niður á klöppinni, sem honum fanst nú vera eins mjúk og mýksta hvíla, í heitri og inni- legri bæn til föðurs síns og herra, sem hafði frels- að hann úr þrengingunum. Að því loknu sofnaði hann þar út af á klöpp- inni, þrátt fyrir drunur sjávariús, sem með helj- ar afli henti sér á bergið, og þrátt fyrir regnið, sem nú var farið að steypa sér niður úr skýjunum svörtu, er grúfðu yfir eynni. Hann svaf vrært og rólega, því svo var hann orðinn þrevttur og að- fram kominn í viðureign sinni við öldur hafsins. En hann hafði ekki sofið nema svo sem eina klukkustund, þegar hann vaknaði við óskaplegt brak og bresti, og það var eins og eldhnöttur ílýgi um alt loftið. Nú fann hann líka til stirð- leika og kulda, en við það var ekki gott að gjöra þarna á eynni, því þar var ekkert skýli, ekkert af- drep, þar sem hægt var að bíða af sér óveðrið, ekkert nema berir klettarnir. Að síðust fann Edmond þó skúta undir ein- um af þessum klettum, og þangað skreið hann. En svo var mikill ofsi í veðrinu, og með svo miklu afli skall sjórinn á hamrana, að ekki einasta steinn sá, sem Edmond hafði skriðið undir, lieldur og eyjan öll lék sem á reiðiskjálfi. Þegar Edmond hafði legið dálitla stund í fylgsni sínu, þá kom þrumuljós, sem var svo bjart, að það lýsti ekki að eins upp eyna, heldur og sjó- inn umhverfis hana; og við það sá Edmpnd rétt í svip fiskibát, sem öldurnar og rokið var að reka upp að klettunum, á þeim stað þar sem Edmond vissi að bráður bani væri vís þeim, sem innan- borðs voru. Edmond langaði sáran til þess að gefa mönn- unum í bátnum einhverja vísbendingu um hætt- una, sem þeir voru staddir í. Hann reyndi að kalla, en það var þýðingarlaust, enda varð hann þess fljótt var af köllum, sem bárust frá bátnum með vindinum, að mönnunum sjálfum var full- ljóst í hvaða hættu þeir væru staddir. Afram hraktist báturinn undan vindinum. Mastrið, sem stóð uppi, bognaði sem reyr og segl- ið, sem við það hafði verið fest, hafði stormurinn rifið og flaxaði rifrildið af því til og frá í rokinu. Alt í einu heyrði Edmond eins og brothljóð í gegn um ofveðrið, og í sama bili kom glampi af skrugguljósi, sem lýsti upp sjóinn, þar sem báturinn átti að vera — en nú sást hann ekki; ekk- ert sást nema plankar og bómur af bátnum, sem öldurnar voru að henda á milli sín, og nokkrir menn, sem í óveðrinu voru að reyna að bjarga sér á sundi. Svo huldi náttmyrkrið alt saman aftur. Edmond stökk á ætur og flýtti sér niður af klöppinni og niður að sjávarmálinu. En er hann kom þangað, sást hvorki né heyrðist til skipbrots- mannanna. Ofviðrið hamaðist með jafn mikilli áfergi eins og áður, en báturinn og mennirnir voru horfnir. Með þennan raunalega atburð í huga gekk Edmond hægt og þreytulega til baka í fylgsni sitt og settist þar niður til þess að bíða komanda dags. Ilonum datt ekki í hug að reyna að sofa, fyrst og fremst leyfði veðrið honum það ekki og svo var hann alt af að hlusta eftir neyðarópi frá skip- brotsmönnunum, og vonaðist hálfpartinn eftir, að hann gæti orðið til þess að bjarga lífi einhvers þeirra. Þegar leið á nóttina, fór veðrinu smátt og smátt að slota, skýin fóru að greiðast í sundur og söfnuðust í bólstra í vesturátt. Hér og þar sást í heiðbláan himininn með blikandi stjörnum. Að síðustu sást rauð rönd yzt út við sjóndeildar hringinn í austurátt; röndin stækkaði, sólin gægð- ist upp úr hafinu og geislar hennar titruðu á haf- fletinum og gyltu öldukambanna, sem enn þá voru hvítir. Dagurinn var kominu. Þjóðkunnar merkiskonur. 9HI!lllll!!lltl!llllllilllllllllllillll|{llllil|{lllllllll>ll!!llllllllllllllllll!l!!!l!!llllllllllllllllllllli:il!IIIIIIIIIUIIIIIIIII!nilll!lll!l>llllllil!tlllllII]Hin]llWIll!lllllll!!>l Mary Todd Lincoln. • Ef að Abraliam Lincoln, einn af hinum ágæt- ustu mönnum, sem sagan segir frá, hefir nokkurn tíma fengið að njóta ástar sannrar og einlægrar konu, þá hefir það verið á hans yngri árum, þeg- ar hann gaf hönd sína og hjarta ungri mey, er Anna Rutledge hét, dóttir gestgjafa nokkurs í New Salem, Illinois. Þessari stúlku, sem var bæði viðkvæm, saklaus og einlæg, unni Lincoln með öllu því kærleiksafli, sem hið stóra hjarta hans átti yfir að ráða. En svo kom boðberi dauðans og benti henni og mælti: “Löng er leiðin, líður liún óðum, sí-viðbúin, senn mun eg þig kalla”. Og næst kom sjálfur dauðinn og tók hana. Hann varð að taka liana, þessa saklausu og inndælu mey, sem alin var upp við brjóst náttúrunnar, og sem enn var ekki nema barn að aldri, og kippa henni burt úr lífinu, frá vinum og vandamönnum og frá elskhuganum, er stóð eftir sem lostin björk á vor- degi, sem aldrei framar í lífinu gat elskað nokkra konu eins og hann hafði elskað Ann Rutledge. Nokkrum árum eftir dauða Ann Rutledge kyntist Abraliam Lincoln annari stúlku, sem hét Mary Todd, ungri, laglegri og glaðlyndri stúlku, og þessi kunningsskapur snerist upp í vinskap. Honum fanst eins og glaðlyndi hennar dreyfa þunglyndisskýjunum, sem honum fundust grúfa yfir sér og vefjast utan að sér á alla vegu. Hon- um fanst hún vera eins og vermandi geisli í vor- næðingum. Honum var sjálfum kalt og hann þráði yl — kærleiksyl eins og þann, er hann hafði fundið leggja að sér frá sál Ann Rutledge. Það var því ekki fyr en eftir að hann var trú- lofaður Mary Todd, að honum skildist til fulls að gifting sú gæti ekki annað en leitt ófarsæld yfir þau bæði, og tók honum það mjög sárt stúlkunnar vegna. Þetta jók mjög á ógleði hans og áhyggjur, og eftir því sem dróg nær giftingardeginum, varð hann órórri. Svo til þess að reyna að ráða bót á þessu, þá settist hann niður og skrifaði henni langt og ræki- legt bréf og sagði henni alt sem honum bjó í huga, en aðal kjarninn í bréfinu var sá, að hann fyndi til þess, að .sér þætti ekki nógu vænt um hana til þess að giftast henni, og að giftingin gæti orðið til þess að gjöra þau bæði óhamingjusöm. Þear hann hafði lokið við bréfið, kallaði hann á vin sinn, sagði honum upp alla söguna og beiddi hann að færa Mary Todd bréfið. En þessi vinur hans hlustaði þegjandi á sögu Lincolns, og þegar hann hafði lokið við hana, rífur hann bréfið, sem hann hafði tekið við, í smá snepla og fleygir þeim í eldinn. “Vertu maður, Abe,” (svo kölluðu vinir Ab- rahms hann); “farðu og segðu stúlkunni sann- leikann sjálfur,” mælti þessi vinur hans. Svo skildu þeir, en nokkrum klukkustundum síðar hitti þessi sami maður Lincoln; hann var þá á gangi úti á götu og auðsjánlega í mjög ])ungum þönkum. Þessi kunningi Lincolns gckk til lians, lagði höndi sína á öxl honum og mælti: “Hvemig gekk það, Abe?” “Ef satt skal segja,” svaraði Lincoln, “þá brast mig kjarkinn. Hún grét—svo—snildarlega, að eg var sjálfur farinn að gráta, áður en eg vissi af, svo eg tók hana í faðm mér og kysti hana.” “Þú ert heimskingi, Abe,” mælti vinur hans. “Nú er hún viss með að giftast þér.” “Jæja,” svaraði Lincoln auðmjúklega, “ef að eg hefi fjötrað mig, þá verður það svo að vera. Það er búið og eg stend við það.” Giftingardagurinn var ákveðhm 1. janúar 1841, og á tilteknum tíma kom brúðurin klædd í skart til brúðkaupsins. Presturinn og gestirnir komu— allir komu, sem þar áttu að vera, nema Abraham Lincoln, brúðguminn sjálfur. Svo var beðið og beðið, en alt til einskis, því ekki kom brúðguminn. Brúðurin, sem hélt á stórum blómvendi. þeg- ar hún kom inn í brúðarsalinn, hafði nú slitið hann allan í sundur, og blöðin lágu slitin og rifin við fætur hennar. En brúðguminn kom ekki að heldur. Að síðustu fóru vinir hans að leita að hon- um. Þeir fóru fyrst heim til hans, en hann var þar ekki. Svo héljiu þeir áfram leitinni úti á víða- vangi, og að síðustu rákust þeir á hann þar sem hann var að ráfa um, án þess að vita sjálfur hvert liann væri að fara. Þessir vinir hans fóru ekki með hann í brúð- arsalinn, heldur heim til sín, og þar lagðist þetta svo þungt á hann um tíma, að vinir hans voru hræddir um, að hann mundi missa vitið. Að þetta hefir verið erviður kafli í lífi Lin- ohis, má sjá af því, að þá skrifar hann vini sínum einum: “Eg er óhamingjusamasti maðurinn í veröldinni.” En svo blés þetta yfir, að minsta kosti fvrir manna sjónum, og Abrahain Lincoln náði sér og í annað sinn var efnt til brúðkaups. Það var 4. nóvember 1842, og þá voru þau Abraham Lincoln og Mary Todd gefin saman í hjónaband af séra Charles Dresser. En hjónaband það, eins og við mátti búast, varð ekki ánægjulegt. Þó að María ynni manni sínm, þá gat hún aldrei sett sig inn í lífsskoðanir hans. Og þó hún fyndi sjálf til þess, þá reyndi hún ekki til þess að laga þetta, reyndi ekki að fylgjast með liinum sí-vaxandi hugsunum manns síns. Lincoln sýndi konu sinni frábæra umhyggju- semi. Þegar víst var orðið um, að hann hefði náð forsetakosningu, þá var það liún, sem hann hugs- aði fvrst um. “Þaðbýr kona í áttundu götu. sem kemur þetta mál við,” sagði hann um leið og hann braust út úr mannþrönginni til þess að fara heim að segja henni tíðindin. María Lincoln varð himin lifandi, þegar hún frétti um kosninga úrslitin. Var það ekki þetta, sem hana hafði alt af verið að drevma um — að verða forsetakona og húsmóðir í Hvítahúsinu? Og framkoma hennar sem lmsmóðir í Hvíta- húsinu þótti ágæt fyrst framan af. En því miður var María Lincoln ekki ein af þeim konum, sem geta unnið sér vini og haldið þeim. Hún var ákaflega framgjörn og metorðagjörn og það bar alt of mikið á þessum einkennum hjá henni til þess húh gæti verið vinsæl í félagslífinu, og svro bættist þar við óvanalega mikið taktleysi. Svo mikið bar á þessu, að henni tókst að móðga flesta, sem hún hafði eitthvað saman v-fð að sælda. Sem dæmi upp á þetta taktleysi hennar var það, að hún þráfaldlega sýndi ]>ólitiskum fjandmönn- um manns síns virðingarmerki, en lét helztu vini hans, konur þeirra og dætur, afskiftalaust. Og meðan kona Lincolns í fljótfærni og hugs- unarleysi var að safna glóðum elds vfir höfuð sér og manni sínum í félagslífinu, þá voru herðamar sterku að bogna undir vandamálum ríkisins, sem einmitt um það leyti lögðust á Abraham Lincoln með ofurþunga. Árin 1861, 1862, 1863 og 1864 voru einhver hin þyngstu og erviðustu ár, sem yfir Bandaríkja- þjóðina hafa komið, og vandasamari og erviðari stjómarfarslega, en nokkur önnur, sem hún hefir lifað. Og ef að maðurinn, sem vann nótt og dag að því að frelsa þjóð sína frá sjálfri sér, þreyttist og hrygðist undan þeim óskaplega vanda og þunga sem á honum hvíldi, þá hafði konan lians ekkert af þvú að segja — lé£ sig það heldur engu varða, þvrí hún undi sér glöð við veizluhald og gleði í Saratoga og Long Branch. Fyrir þetta makalausa skeytingarleysi og til- finningarleysi Maríu Lincoln í og með kjörum manns síns, hefir hún mætt hörðum dómum, og það víst ekki án orsaka. En þó eru fá mál svo, að ekki séu til málsbætur, og svo segja vinir Maríu Lincoln, að sé með framkomu hennar; hún hafi ekki getað ráðið við þetta sökikm veikinda, sem hún liafi lengi verið háð og síðast brutust út í heilasjúkdómi, sem í fyrstu skerti ráð hennar og að síðustu tók það með öllu á burtu. Og halda menn að frá þeirri veiki, þó dulin væri í fyrstu, liafi stafað hin óviðeigandi og einkennilega fram- koma Maríu Lincoln. Aths.—Vér setjum ekki ])essa lýsingu af Maríu Lincoln í Sólskin sökum þess, að vér álítum hana til fyrirmyndar eða jafnvel í merkiskona- röð. -— Þessi lýsing mætti heldur vera til þess að benda á, hvernig merkiskonur eiga ekki að vera. En kona þessi var gift merkum manni.—Ritstj. Sólskinsbörnin. Drottinn blessi ykkur öll, annist, leiði, styðji, heim svo veginn greiði. alla leið að himna höll Staksteina um víðan völl varist þið og ryðjið, þangað til að æfin öll er — þið drottin biðjið. Biðjið hann um leiðarljós lífsins veg að finna, allra síðast sæluhrós svo þið megið finna. Jón Eyjólfsson, Minneota, Minn.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.