Lögberg - 30.10.1919, Síða 3
Vane «* Nina
EFTIR
Charles Garvice
Þar reyndi liann að njóta skilningarvita
sinna og ákveða, hvað hann ætti að gera — og
svo gekk hann nt um litla hliðið, langs með
steingirðingunni unz hann kom að viðtalssal
hestaþjónanna.
Hann var tómur, því allir áttu svo annríkt
við að slökkva eldinn, og Vane, sem enn var að
reyna að átta sig eftir beztu getu, tók treyju og
húfu, sem lágu á borðinu, fór í treyjuna, lét á
sig húfuna og gekk svo í áttina til lystigarðs-
ins.
23. KAPITULI.
Þegar að Nína var farin, stóð Sutcombe
og starði út á sjóinn.
Hún hafði neitað honum; það var afar-
’þungt að verða fvrir því. En var nú samt sem
áður engin von, þó hún hefði beðið hann að
gleyma því, að hann sagði henni frá ást sinni?
Af orðum hennar: “Þér vitið ekki — þér vitið
ekki—” skildi hann, að hún bjó yfir einhverju
leyndarmáli — en það var að líkum ekkert voða-
legt leyndarmál, það var líklega í því innifalið
að hún elskaði og var heitbundin öðrum manni.
.Já, hvað sem orð hennar og hin kvíðafulla
framkoma hennar höfðu að þýða, þá varð hann
að finna sig í neitun hennar. Hann varð að
forðast að reyna að þvinga hana til nokkurs,
meðan þau voru að eins þrjú á eynni og hann
varð ávalt. að vera í návist hennar.
Sorgbitinn og óánægður gekk hann aftur
til kofa síns. En hann örvilnaðist samt ekki
að öllu leyti, því hefði hún lofast öðrum manni,
hvar var þá sá maður, og lívers vegna hafði
liann ekki gert vart við sig þessa mánuði alla?
Hann fór snemma á fætur næsta mogrun,
tók að sér það starf, er Mannering hafði fram-
kvæmt með svo miklum dugnaði, sótti eldivið,
kveikti eld og fór svo af stað til að skjóta fugl.
Þegar hann kom aftur, var morgunverður
tilbúinn og ungu stúlkurnar biðu hans.
Nína leit hálf hræðslulega til hans, en Sut-
combe var ekki sá maður, sem bar sorgina utan
•á sér, og hann mætti augnatilliti hennar með
glaðlegu kæruleysi. Hann var jafnvel svo
glaðui- og fjörugur, að liin glöggsýna systir
lians varð þess ekki vör, að neitt væri að. Að
onduðum morgunverði fór hann af stað með
þelahögg og spaða til þess staðar, sem Nína
hafði sagt honum frá. LTngu stúlkumar lof-
uðu að koma á eftir honum, þegar þær væru
búnar með sín störf. Sutcombe gekk fremur
ha'gt, því það sem hann þráði, var ást, en ekki
gull, en þegar hánn.var búinn að fara úr treyj-
unni og hafði unnið í fáeinar mínútur, greip
hann va'g gullsótt, svo hann fór að grafa með
þeim ákafa, sem að eins gullnemar finna til.
Og þegar þær komu til hans í hægðum sínum —
Vivíenna studd af styrka handleggnum hennar
Nínu, fundu þær hann lieitan og fyltan víga-
liug við gullgröftinn.
“Þér segið máske satt,” sagði hann og
benti á gullblettina, sem skinu dauflega á milli
moldar og steina. “Eg hefi ekkert vanagildi
við þetta starf, en eg skil það, að hér muni
vera mjög auðug gullnáma. ”
Nína kinkaði kolli og fann til dálítils móðs
eins og hann.
“Eg skal hjálpa yður,” sagði hún áköf.
“ Já, fáið þér mér spaðann, þér megið trúa því,
að eg kann að nota hann. Eg var vön----------”*
Hún þagnaði skyndilega, og Vivíenna, sem sat
T skugga klettanna, greip fram í fyrir henni:
“Hví get eg ekki hjálpað líka?”
“Það getur þú, eflaust,” svaraði Sut-
vombe. ‘ ‘ Þú getur tínt úr þá steina, sem gullið
ei' í. ”
Þegar þau voru.búin að skifta vinnunni á
milli sín, héldu þau áfram steinþegjandi, þang-
að til Sutcombe og Nína voru búin að safna
saman stórum haug, og Vivíenna öðrum minni,
en verðmeiri. Við og við hætti Sutcombe til
þess að þurka svitann af andlitinu — og horfa
á Nínu. Hann sá greinilega, að þó hún ynni
hart — alt of hart eftir hans áliti — þá hugsaði
hún ekki um gullið. Einu sinni tók hann eftir
því, að hún leit út á sjóinn, og heyrði hana and-
v&rpa, eins og hún væri að hugsa um liðna tím-
ann. Og þegar hann sá liinn sorgþrungna svip
hennar, rann honum í skap og hann fann til
beiskrai' óvildar gegn hinum óþekta manni,
hvers endurminningar trufluðu frið hennar og
gerðu hana ógæfusama. En hann hélt áfram
;ið vinna og sagði ekki neitt; hann átti einskis
annars kost, en að líða þegjandi.
Þau hættu að eins vinnunnar til að neyta
matar, og þegar myrkrið kom, þá sagði Sut-
combe að nóg væri fengið, því nú væru þau búin
að safna saman miklu af gullblöndnu grjóti.
En þegar þau horfðu á feng sinn, datt honum í
hug* að þessu fylgdu erfiðleikar.
“Hvernig getum við flutt þetta héðan?”
spurði liann hugsandi.
“Við verðum að láta það í kassa,” sagði
Vivíenna allhreykin, en Nína hristi höfuðið.
“Það eru ekki nógu margir kassar til,”
sagði hún.
“Og við getum ekki flutt þetta liéðan, án
]>ess að skipverjar komist að leyndarmáli okk-
ar,” sagði Sutcombe, “og þó þeir séu góðir
drengir, þá mun naumast nokkur þeirra geta
veitt freistingunni mótstöðu, að strjúka úr vist-
inni og reyna að komast liingað aftur til að ná
i gullið.”
■ “Við liöfum engin áhöld til að mala grjót-
ið, svo við verðum líklega að taka það með okk-
ur eins og það er,” sagði Nína. “Faðir minn
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER 1919
Bls. 3
r
sagði raunar eitthvað í þá átt, að í dalnum til
suðurs væri afarmikið gull á sumum stöðum,
og mjög auðvelt að ná því.”
“Eg ætla að fara þangað á morgun,” sagði
Sutcombe, “og þangað fer eg aleinn, það er alt
of langt fyrir Vivíennu. Og áuk þess þurfið
þér að hvíla yður, Decíma — ungfrú Wood,”
stamaði hann, og Vivíenna leit frá einu til ann-
ars, þegar hann skifti um nafnið. “Mér er á
móti skapi, að þér vinnið eins hart og þér hafið
unnið í dag.”
Nína hristi höfuðið. “Það hefir ekkert
rnein gert mér — þvert á móti,” sagði hún fljót-
lega. “En við getum verið heima og unnið í
húsinu á morgun, ef þér viljið,“ sagði hún al-
úðlega.
Þegar ungu stúlkurnar háttuðu um kvöld-
ið, studdi Vivíenna hendi sinni á handlegg Nínu
og hvíslaði:
“Hefir liann sagt nokkuð, Decíma?”
Þögn Nínu var nægilegt svar.
“Gagnar það ekki, góða?”
Nína liristi höfuðið og reyndi að halda tár-
unum kyrrum.
“Nei,” sagði liún svo undur lágt. “Eg er
svo linuggin. Þetta er svo kuldalegt, og þó
hefði eg viljað gefa svo mikið fyrir að geta
sagt já. Lafði Vivíenna, bróðir yðar er sá
bezti, sá eðallvndasti—”
Hún þagnaði skyndilega, því %hún mundi
eftir lýsingu, sem Fleming gaf henni af Vane
Mannering. Fyrst roðnaði hún og svo fölnaði
hún. f
“Það er einhver annar, góða,” sagði Viví-
enna. “Vesalings Sutcombe.”
“Og eg, vesalingur,” sagði Nína með sam-
anblandinni sorg og beiskju.
Vivíenna leit á hana. “Var nokkur annar
á skipinu, sem fórst — nokkur, sem var hér í
evnni? Haldið ekki, að eg spyrji af forvitni.
Mig undrar, hvort eg muni geta hjálpað yður.
Er það hugsanlegt?”
Nína hristi höfuðið. “Nei, enginn getur
hjálpað mér,” sagði hún. Og alt í einu fann
hún til löngunar, að geta notið samhygðar sinn-
ar elskulegifvinu og að segja henni leyndarmál
sitt.
“Við kyntumst — forlögin hnýttu okkur
saman, en hann skeytti ekki um mig. Það —
það var annar------” Hiin þagnaði, sneri sér
undan og fékk velsæmistilfinningu sína til að
hjálpa sér og varðveita sfilling sína.
Vivíenna klappaði henni alúðlega.
“Og þér, góða — þér getið ekki gleymt,
þér elskið liann enn þá, þó að þið séuð skilin?”
Nína laut hofði niður, og Vivíenna hafði
fengið nægílegt svar. Hún hugsaði um bróður
sinn.
“Má eg segja Sutcombe þetta?” spurði
hún með hægð.
“Já, segið þér honum það. Eg vil helzt að
hann geti skilið, að ósk hans geti aldrei ra'zt —
að eg er öðrum bundin—”
“Bundin !” — endurtók Vivenna undrandi.
En Nína mundi eftir loforði sínu og vildi ekki
segja meira.
Morguninn næsta endurtók Vivíenna orð
Nínu fyrir Sutcombe.
Hann kinkaði kolli þungbúinn. “Eg skil,”
sagði hann. “Qg maðurinn, liver sem liann er,
hefir ollað henni sorgar. Og það er orðið mitt
hlutskifti að vera áhorfandi, án þess að geta
hjálpað. Máske eg rekist á hann einhvern dag-
inn, og þá—”
“Gleymdu ekki, að hún elskar hann enn
þá,” sagði Vivíenna með blíðri alvöru.
Hann fór af stað til dalsins í þungum hugs-
unum. Þegar hann kom heim um kvöldið, kom
hann með lítinn poka með litlum gullmolum og
gullsandi í, og sagði, að faðir Nínu hefði talað
sannl'eikann þegar hann sagði, að þar væri auð-
velt að finna gull og gullsand í árfarveginum.
“A morgun förum við með yður,” sagði
Nína, en það vildi liann ekki lieyra nefnt.
“Það er alt of langt,” sagði hann. “Og
einn maður getur sótt það, sem við getum haft
með okkur á þessari ferð, án þess að skipverjar
fái vitneskju um það.”
Vesalings ungi maðurinn vildi helzt vera
einn með sorg sína. Að vera í námunda við þá
stúlku, sem maður elskar, en getur ekki fengið,
er alloftast óþolandi kvöl. Og Sutcombe fór
aftur aleinn suður í dalinn, til að berjast við
vonbrigði sín eins vel og hann gat.
1 dalnum var mjög fallegt, og þar var jafn-
einmanalegt sem fagurt. Ekkert hljóð lieyrð-
ist nema af þelahögginu og spaðanum og stein-
unum, sem ultu ofan. Endrum og eins flaug
fugl upp eða froskur kom út úr einhverri glufu
á milli steinanna og leit til hans.
Ef liann hefði ekki verið liugsandi og starf-
andi, þá_hefði lionum fundist kyrðin og einver-
an leiðinleg, en nú liafði þetta svæfandi áhrif á
huga lians.
Þegar hann var búinn að vinna í nokkrar
stundir, hætti hann til þess að neyta hádegis-
verðarins, sem Nína hafði búið um lianda lion-
um, og ákvað að vinna enn liálfa stund, áður en
hann hætti þenna dag. Hann tók upp úrið sitt,
til að sjá livað klukkan væri.
En þegar hanmleit á það, fanst honum að
einhver manneskja mundi vera í nánd við sig„
og ósjálfrátt sneri hann sér við og sá mann sitja
á klettinum beint fyrir ofan sig.
Maðurinn studdi olnboganum á hnén og
sat eins kyr og myndastytta, svo Sutcombe datt
í hug að þetta væri draumsýn. Hann teygði úr
sér og starði undrandi á manninn.
Hann sá, að maðurinn var ungur, en mag-
ur og þreytulegur. Hann var klæddur eins og
algengir sjómenn Qru, en hendur hans gáfu til
kynna, að hann væri lieldri maður, þó bæði
liendurnar og andlitið væri dökkleitt og veður-
bitið. En það voru augun, sem aðallega vöktu
athygli Sutcombes, þau voru svo gletnisleg og
þó beiskjuleg á svip.
Loksins gat Sutcombe talað.
»
i
“Halló, Sir!” kallaði hann og lyfti liúf-
unni.
Maðurinn ansaði kveðju hans.
“Góðan daginn,” sagði hann alvarlegur.
“Hvaðan komið þér?” spurði Sutcombe.
“Eg vissi ekki, að hér væri aðrir menn á þess-
ari eyju”.
Maðurinn kinkaði kolli til sjávarins.
“Eg kom á land frá fiskimanna bát fyrir
hálfri stundu síðan.”
Nú þögnuðu þeir báðir dálitla stund og
voru hugsandi, svo spurði ókunni maðurinn
jafn-rólega og alvarlega eins og áður:
“Þér eruð líklega að grafa gull?”
“Já,” svaraði Sutcombe.
“Og eg sé að þér hafið verið heppinn.”
“Já,” svaraði Sutcombe.
“Eg óska yður til liamingju,” sagði ókunni
maðurinn með þeim róm, sem ekki geymdi hina
minstu ögn af öfund, en bar þar á móti vott um
kæruleysi, sem Sutcombe furðaði sig á. “En
þér munduð era enn þá hepnari, ef þér vnnuð
lengra uppi í dalnum.”
Sutcombe starði á hann.
“Þér þekkið eyjuna — hafið þér verið hér
fvrri?”
Veiklulegt, sorglegt bros lék allra snögg\r-
ast um varir mannsins.
“Já, eg þekki eyjuna, og eg hefi verið hér
áður,” sagði hann. “Er þetta í fvrsta skifti,
sem þér eruð hér?”
Sutcombe kinkaði kolli.
“Já, — eruð þér aleinn?”
“Eg er aleinn.” Hann brosti eins og hann
grunaði, að Sutcombe væri hræddur. “Þér
þurfið eklíert að óttast, eg skal varðveita leynd-
armál j;ðar. Eg hefi alls enga löngun til að
taka þátt í fundi yðar, því eg hefi ekkert við
gull að gera.”
Sutcombe leit undrandi til hans. *
“Það furðar mig,” sagði hann alvarlegur.
“Því allur fjöldi manna þarfnast þó peninga.”
“Þér verðið þá að vera svo vænp, að skoða
mig frábrugðinn reglunni,” svaraði hinn kurt-
eislega. “Gull er að eins virði þess, sem mað-
ur getur fengið fyrir það; en eg get-ekki fengið
minstu ögn fyrir það af því, sem eg þarfnast.
Má eg vera svo djarfur, að spyrja hver þér
eruð ?’ ’
‘“Nafn-mitt er Sutcombe.”
ókunni maðurinn kinkaði kolli.
“Lávarður Sutcombe frá Southerwood?”
“Já, — Southerwood átti eg eitt sinn, en
eg seldi það.”
“Nú getið þér kevpt það aftur, ef þér vilj-
ið, lávarður Sutcombe,” sagði hinn ókunni og
leit á pokann með gullinu í. “Þér eruð aö
líkindum miljóneri nú. Nafn mitt er — Rich-
ard Mortimer. Eg er á einmanalegri veiðiferð
og lenti hér af tilviljun. Hafið þér eldspvtu hjá
yður?”
Sutcombe rétti honum eina eldspýtuöskju.
“Má eg taka sex af þeim? Kæra þökk. Nú
verð eg að fara aftur tií bátsins míns.” Hann
stóð upp, tók byssuna, sem legið hafði við fætur
lians, og kvaddi vingjarnlega. En Sutcombe
hreyfði sig eins og til að stöðva hann. ^
“Að eins eitt augnablik, hr. Mortimer,”
sagði hann. “Þér þekkið eyjuna og leyndar-
málið með gullið. Má eg spyrja, hvort nokkur
annar þekki til þess? Mig langar til að vita,
hvers eg má' vænta mér. ’ ’
“Engin önnur lifandi manneskja þekkir til
þess — að einni undantekinni, ” sagði Richard
Mortímer, “og eg held að ekkert sé að óttast af
henni, fremur en mér. Og að því er mig snert-
ir, ann eg yður eyjarinnar og alls, sem hún hef-
ir að geyma. Verið þér sælir. ”
“Bíðið,” sagði Sutcombe hörkulega. Hann
var orðinn fölur og efasvipur í augum lians.
“Er yður ógeðfelt að segja mér nafn hins
mannsins?”
Richard Mortimer horfði hugsandi á svip-
harða andlitið og rannsakandi augum.
“Já, mér er það ógeðfelt,” sagði liann.
“Er það kvenmaður?” spurði Sutcombe.
Richard Mortimer roðnaði og leit á hann
svipdimmur.
“Yður er alveg frjálst að geta þess, livort
það er kvenmaður eða karlmaður,” sagði hann
frávísandi
Sutcombe slepti spaðanum, sem hann hafði
stutt, sig við, og gekk fáein skref nær honurn.
“Sií eina persóna, sem auk okkar þekkir
eyjuna og auð hennar, er kvenmaður,” sagði
Sutcombe.
“Sem þér eigið að þakka þekkingu yðar á
eynni,” svaraði hinn hörkulega.
Sutcombe roðnaði.
“Það er satt,” svaraði liann alvarlegur.
“Nafn hennar er Wood, Decma Wood. Þekkið
þér hana?”
Mortímer liristi höfuðið. “Eg þekki enga
stúlku með því nafni,” svmraði hann. En alt í
einu varð liann dálítið ákafur. “Máske þetta
sé ekki hennar rétta nafn. Getið þér lýst
henni? ’ ’
“hefir dökt ár og grá augu, sem stundum
verða fjólulit. Hún lenti i skipreika með
Alpínu—”
iMortímer rak upp lágt liljóð, svo Sutcombe
brosti hörkulega.
“Það lítur út fyrir, að þetta komi yður á
ávart,” sagði hann með beiskju. “Fer eg of
langt með því að ólíta að þér þekkið stúlkuna,
og að hún hafi sínar ástæður til að gremjast yf-
. ir þeim degi, sem hún kyntist yður?” Hann
þurfti ekkert svar. Af eðlisleiðslu fann hann,
að sá maður, sem var orsök sorgar Decímu, og
geymdi lykilinn að leyndarmáli hennar, stóð
fyrir framan hann. “Þér lentuð í skipreika
með Alpínu. Getið þér neitað því?”
“Eg hvorki játa eða neita neinu,” sagði
Ricliard Mortímer. “En ef þér getið gefið
mér upplýsingar um þessa stúlku-------”
R. S. ROBINSON
8tefnt«tt 1885
Ntffiftrtéll 8250.000.00
Kaupir og selur
Húðir, Ull og Seneca Rót
HRÁAR HÚÐIR OG SKINN
Saltaftar nauts- Q/| | Hrosahúftlr,
húftir ... .0U-.04I hver L ....
SaltaCar Ktp .40-.45 í U1’ ------ .40-.45
húftir _-
Saltaftar hálfs* r pr_ /?r I Prime Seneca $1.30
Sendlð beint húSir -----j Rætur — ----------
tll Hæzta verð fyrir kindagærur.
HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG
Einnig 150-152 Pacific Ave. East
OttM:
iMttth Wnk., I.li
Edmenten, Alk
U Pas. Maa.
Kcnara, Itt
Hugsið yður annað eins!
Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er
að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða
fullnuma; góðar ’stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna,
að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna
og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr-
uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla
vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og
Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina.
Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu.
Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá.
HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED
Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi)
Barber College, 220 Pacific Avenue, Winnipeg.
útibú: — Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary.
•• 1 • timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og au- j
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
fComið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir •
að sýna þó ekkert sé keypt. ,
The Empire Sash & Door Co. |
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
Bl
The Campbell Studio
Nafnkunnir ljósmyndasmiðir
Scott Block, Main Street South
Simi LifL 1127 gagnvart iðnaðarhöllinni
Stærsta og elzta ljósmyndastofan í Winnipeg og
ein af þeim stærstu og brztu í Canada.
Áreiðanleg og lipur afgreiðsla.
Verð við allra hœfi.
Ádanac Grain Co., Ltd,
408—418 Grain Exchange
WINNIPEG, - - MANITOBA
Vér ábyrgjumst sanngjarna flokkun og sendum
hverjum viðskiftavini hluthafamiða—Participa-
tion Certificate, og högum verzlun vorri að öllu
levti samkva'mt fvrirmælum stjórnar og laga
Stjórnarleyfi og ábyrgð
Skrifið sem fyrst eftir upplýsingum og
Sendið Oss Svo Korn Yðar
Ailar
tegundir af
Allar
tegundir af
KOLUM
EMPIRE COAL COMPANY Ltd.
Tals. Garry 238 osí 239
Kaupið 11 D ^nt^re*ns
pér sparið með því að kaupa undir eins.
AMERISK HARDKOL:
EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar
REGAL LINKOL
LUMP and STOVE stærðir
Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina
D. D. WOOD & SONS, Ltd.
TELEPHONE: GARRY 2620
Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts.
RAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.