Lögberg - 30.10.1919, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.10.1919, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER 1919 Bls. 7 Sama 05 fleygja pen- ingum í sjóinn. Póstmeistarinn í Cardiff gat Ekki Fengið Neitt, jsem Hjálpaði Konu Hans Annað en Tanlac. “pér getið sagt hverjum sem yður þóknast frá því, að ekkert annað meðal en Tanlac gat hjálp- að konu minni í veikindum henn- ar, enda erum við þakklát,” sagði J. Kuyper, póstmeistari i Cardiff, Alberta, hérna á dögunum, þegar hann var staddur í Owl lyfjabúð- inni í Edmonton “Siðastliðin sex ár,” bætti Mr. Kuyper við, “>hafði konan mín þjáðst af svo illkynjaðri gúgt, að hún gat með naumindum dregist um húsið. Eg hafði reynt öll hugs- anleg ráð pg eytt fádæmum af peningum 1 þeim tilgangi að bæta heilsu hennar, en alt kom fyrir ekki, þar til eg að lokum keypti handa henni flösku af Tanlac. Og síðan hún fór að nota þetta ó- viðjafnanlega meðal, hefir henni stöðugt batnað dag frá degi, gigt- in er að mestu horfin; konan hef- ir þyngst um mörg pund og yngst mjög í útliti. “Áur en hún fór að nota Tanlac var hún í reglulega aumkunar- legu ásigkomulagi. Limirnir voru hálfstirðir og verkir í bakinu og mjöðmunum lítt þolandi. Matar- lystin var svo að segja engin, enda var maginn í hinni rnestu ó- reglu. Fáir af vinum okkar hugðu að hún mundi nokkurn tíma kom- ast til heilsu af nýju. Eftir að hafa lesið í fréttablöð- unum um Tanlac og sannfærst um hve mörgum það hefði komið til heilsu, ákvað eg að láta konu mína reyna það. Og þótt ótrúlegt virðist, þegar tekið er tillit til þess hve afar veik hún var orðin, þá fór henni strax að batna áður en hún hafði lokið úr fyrstu flösk- unni. Hún hefir nú tekið tólf flöskur alls og er orðin eins hraust og sælleg og nokkur manneskja frekast getur verið. Hún neytir nú að minsta kosti þriggja vænna máltíða á dag og þolir hvaða mat sem er. Auk þess sefur hún vært og draumlaust hverja einustu nótt og vaknar með hugann þrung- inn af starfslöngun á hverjum morgni. Tanlac var meðalið sem dugði, eftir að alt annað hafði biugðist. pað fær oss því sannr- ar ánægju að geta skýrt almenn- ingi frá áhrifum þessa dásamlega meðals.” Tanlac er selt í flöskum.—Fæst í Winnipeg hjá Liggetts Drug Store og hjá lyfsölum út um land. Hafi þeir það ekki við hendina, þá geta þeir samt ávalt útvegað það.—Adv. Að hugsa rétt. Eftir Dr. Frank Crane. (Niðurl.) Afleiðingin verður máske fyrst í stað sú, að þú kemst að raun um að hugsun þín sé óákveðin, að þú hafir helzt ekki ákveðna hugsun í nokkru máli. En það, að finna til síns eigin vanmáttar, vankunnáttu, er frum- skilyrði'fyrir þroskun. pá fyrst getur þú farið að læra, þegar að sjálfsálit þitt er horfið og hroka- veggir þínir hrundir. pað að skrifa hugsanir þínar, kemur þér til þess að velja orð, sem þér finst bezt við eigandi hugsun þín eða hugsanir þær, sem um er að ræða, og er hin örugg- asta hjálp til þess að fullkomna mann í að tala málið. pað er þér líka stoð við það, sem margir flaska á í málinu, og það er að nota tvíræðar setningar. pað kemur þér líka til þess að hugsa sjálfum, venur þig af að hafa yfir eða fara með það sem aðrir hugsa og segja. f stuttu máli, það hjálar þér til þess að vera nákvæmar í hugsun og til þess" að hugsa beint en ekki í krókum og bugðum. “Skriftin gjörir mann nákvæman,” sagði Bacon. 4. Talaðu um það. pú ert lánsmaður, ef þú átt ein- hvern vin, sem þú getur óhindrað- ur og óhikandi talað um alt við, sem þér býr í huga — talað um Hinum góða keim er að þakka ’T'tWe CANÁOIÁN. SACT CO. LIMITtED' það án þess að óttast að þú verðir misskilinn eða að fá snuprur fyr- ir óljósar eða sérkennilegar skoð- a:iir. pví hagnaðurinn af því samtali or þinn. Hugsanir þínar skýrast. Niðurstöður, sem þú ert að nokkru leyti kominn að, verða fastráðn- ar, þar sem þú varst í þoku verður skýrt, þessar óljósu hugsanir, sem fyrir þér vaka eða vöktu, festast að formi og meining. Talaðu, en ekki skaltu prédika, þræta eða deila á þann, sem þú átt tal við. En bara tala við hann, og þegar um samtal er að ræða, þá er ánægjulegat hlusta — gefðu gætur að því, sem að” vinur þinn segir, athugaðu hugsanir hans vel. pað er mikils virði að fá að vita, hvaða áhrif þessi eða hin hugsun hefir á huga annara en sjálfra vor. Hans útsýni frá þeim hugsana punktum eru ef til vill bjartari og beinni en vor, eða þín. 1 sambandi vfð bókmentastarf mitt er samtal við aðra það, sem oft hefir vakið hjá mér sumar af minum beztu og fegurstu hugsun- um, sem án örfandi samtals hefðu víst aldrei komið fram í huga mín- um. Margir okkar kannast við þann sannleika, að bezti vegurinn til þess að læra, sé að kenna. pegar eg var á skólaaldri, þá varð eg að lesa bókstafareikning, en eg gat aldrei skilið hann. pegar eg hafði lokið náminu, tók eg að mér kenslu við sveitaskóla. par varð eg að kenna bókstafareikning, og með því að kenna hann, þá lærði eg hann sjálfur. Börnin á þeim skóla lögðu aklri alllítinn skerf til minnar mentun- ar. Hvernig svo sem mér hefir tekist að gjöra það til þeirra. Ef að eitthvert atriði er óljóst fyrir þér, einhver hugsu í þoku, þá reyndu að skýra hana fyrir ein- hverjum. pú getur máske skýrt hana fyrir sjálfum þér, þó að þú getir það ekki fyrir þeim sem þú talar við. 5. Lestu með eitthvað ákveðið fyrir augum. Náttúrlega lestu. Vér tilheyr- um lestrar og upplýsinga öld. Og þú lest það, sem þér gott þykir. í staðinn fyrir, að þú ætt- ir að lesa það, sem þú hefðir gott aí. pví það er það eina, sem nokk- urt menningargildi hefir. Sá maður, sem ekki getur breytt smekk sínum á þann hátt, að geta hætt við það sem honum er geð- þekt nú, og vanið sig á að njóta sinhvers annars, hann á ekki von á að geta þroskast menningarlega. Einhver maður hefir sagt, að það sem menningunni hefir farið fram, það hefir unnist fyrir að fá viðbjóð á einhverju — hætta við það og leita annars. Pað meinar: með því að vera óá- nægðir með þann smekk, sem menn hafa eða höfðu, geta náð haldi á öðrum, sem er betri. pessar framfarir fást ein- göngu með því að kynnast því sem betra er og venjast því þar til að vér fellum oss við það. Og þegar vér höfum lært að meta það, sem gott er og fullkcvmið, . getum vér ekki sætt oss við það ófullkomna. Pú lest að sjálfsögðu dagblöð, tímarit og skáldsögur, og hafa öll þessi rit sitt gildi. En ritin og bækurnar, sem þú ættir að lesa, hafa staðið á bóka- hyllu þinni langa hríð ósnertar. Segjum að þú takir eina þeirra of- an í kvöld og lesir í henni í hálf- an klukkutíma, hvort sem þér lík- ar hún eða ekki. Taktu hana aft- ur á morgun og svo alt af í sama mund í þrjátíu daga samfleytt, og vittu hvernig fer. Pú verður var við menningar- legan þrótt, þú finnur með sjálfum þér til ánægju yfir því að þú hef- ir unnið bug á sjálfum þér í stað- inn fyrir að vera þræll sjálfs þín, og það sem bezt er, þér fer að verða þetta nautn. Vér skulum tiltaka fjórar ó- dauðlegar bækur eða öllu heljlur bók bókanna, biblíuna, og svo bækur þeirra Shakespeare, Bac- on og Emerson. pú hefir rétt til þess að ráða þínum eigin smekk — segja til hvað þér er geðfelt og ekki geð- felt. En þú hefir engan rétt til þess að segja, að þér falli engin af þessum ofannefndu bókum í geð. Tímans tönn hefir reynt að granda þeim, en ekki getað. Ef að þú hefir ekki smekk fyrir neina þeirra, þá er að eins eitt til, sem þú getur gjört. pað er að lesa þær þangað til að smekkleysi þitt hverfur og þú ferð að finna til nautnar af að lesa í þeim. Ef þér er það um megn, ef þú getur ekki lært að verða elskur að þessum bókum, þá getur þú ekki vænst eftir neinum menningar- legum þroska. En sláðu ekki þetirri hugsun of fljótt fastri. pví það má vera undarlegur mað- ur, eða kona, sem með iðju og ein- beittni getur ekki rutt sér braut upp á sigurhæðir þær, sem þessar bækur er að finna á. “pví ríki menningarinnar, eins og ríki himnanna, má þola ofbeldi, og þeir ofbeldisfullu taka það með valdi.” En á þessar bækur er ekki bent að eins fyrir það, hversu listin frá bókmentalegu sjónarmiði er þar á háu stigi. pær eru fyrir- mynd að formi og hugsun, og að hafa þær sem förunauta getur ekki annað en komið oss til þess að láta oss þykja vænt um þær. Og þegar oss er farið að þykja vænt um þær, getur naumast hjá því farið, að vér verðum aðnjót- andi þrótts þess og þeirrar feg- urðar, sem blasir þar við oss á hverju blaði. Ft. Lærðu að meta möguleika. Mest af ákvæðum þeim, sem við verðum að dæma um, eru hvorki sönn né heldur ósönn. pau geyma i sér dálítið að hvoru- tveggju — af því sem er satt og því, sem er ósatt. Fæst af vandræðum þeim, sem maður lendir í, eru af því, að mað- ur sé kvaddur til þess að dæma á milli þess sem er satt og ósatt, heldur af hinu, að vér erum kvaddir til þess að dæma á milli tveggja atriða, sem bæði hafa svo og svo mikið sannleiksgildi. Dóm- greind manna þarf á metaskálum að halda, ekki siður en á mæli- kvarða. Vér getum ekki vitað hvað er i bezt. pað eina, sem vér getum vitað, er, hvað líklega sé rétt. Goethe segir, að til sé arabisk- ur málsháttur, sem segi: “að það sem sé sannleikanum gagnstætt, sé líka satt.” Kastaðu ekki frá þér neinu á- kvæði eða meiningu fyrir þá skuld, að á móti henni sé haft, því það er mótspyrna á móti sérhverju fyrirkomulagi og hugsun í heim- inum. Ef að þú bíður eftir að ákvarða sjálfan þig, þangað til þú getur funáið einhverja mótbáru gegn því, sem er ómötmælanlegt, þá fer þú í gröf þína óákveðinn og reik- andi. Lærðu að meta og ákveða hvað af því, sem um er að ræða, sé not- hæfast fljótt. peir sem eru fljótir að meta sannleiks- og nota-gildi hugsana, vita ekkert meira, eru ekki fróð- ari en við hin, en þeir hafa það fram yfir oss, að þeir eru ákveðn- ir og eru sér meðvitandi þess að hafa ráðið fram úr því, sem ann- ars hefði getað orðið þeim til tjóns og tálmana. Fólk það, sem ávalt er hikandi, vantrúað, og hugsjúkt út af því, hvort það hafi gjört rétt eða rangt og er ófáanlegt að taka nokkrar ákvarðanir sjálft á meðan nokkur ma'ður finst, sem móti mælir slíkri ákvörðun, og þeir sem þeim fylgja eru ár út og ár inn í gapastokk. Vertu fljótur til framkvæmda, ákvarðaðu þig tafarlaust og haltu svo áfram. Líttu ekki um öxl, því skeð getur, að ákvörðun þín sé ekki rétt. En hún hefði ekki verið réttari, þó að þú hefðir tvístigið og fárast yfir henni í heila viku, og þú berð meiri virðingu fyrir sjálfum þér og horfir hugrórri j fram á lífsleiðina. Að varast að treysta á það, sem handhægast er. Með þessu ijneina eg, að maður á ekki að slá einni hugsun fastri sökum þess, að þér finst þú eigir að gjöra það, án þess þó að vera sannfærður um það sjálfur. í þessu sambandi má ekkert “ætti” eiga sér stað. Dómur ér ekki sanngjarn, ef hann er sérdrægur. Ástæðurnar með og ástæðurnar móti ættu að legjast á metaskálar, og svo ætti dómurinn að falla í vil þeim á- stæðunum, sem þyngri eru á meta- skálunum, án tillits til afleið- inga. Sumt fólk, sem þykist vera guð- hrætt, er siðfræðilega sterkt á öll- um svæðum, nema á svæði hugs- annna. Pað hefir enga siðfræði, að því er hugsanir þess snertir. pað seg- ist trúa vissum atriðum. Ekki samt sökum þess, að það sé sann- fært um sannleiksgildi þeirra, — margir hrósa sér af því, að þeir skilji það ekki, viti alls ekki hvort þau eru sönn eða ósönn, og að fólk eigi ekki að beita rökfimi i þeim efnum sökum þess, að af- leiðingarnar af því að trúa þeim atriðum, séu heillavænlegar. pað er alveg eins og dómari segði: “Eg dæmi sækjanda mál- ið, ekki samt sökum þeas, að máls- bætur heimili það, heldur af því, að það er heillavænlegt fyrir mann- félagið.” pannig hafa góðir og gáfaðir menn þráfaldlega misboðið sínum eigin skilningi. peir hafa slegið einhverri setning, lærdómi, eða hugsun fastri, og eru svo hræddir við að veita móttöku nokkru því, sem henni er mótstríðandi. peir kalla sjálfa sig talsmenn sannleikans. En sannleikurinn þarf enga varðmenn, enga vörn. Hann getur séð um sig sjálfur, og oss mennina líka. Sannleikurinn er aldrei hættulegur. pað er lýg- in, sem alt af er vantrúuð. Látum oss halda oss við sann- Ieikann, “eins og guð gefur oss náð til þess að skilja hann”, og fylgjum honum svo öruggir, hvert sem hann kann að leiða oss. Slíkt er s ö n n trú á hið sanna. Sú teg- und trúar, sem spyr hvaða áhrif hún muni hafa, skyldi hún leiða unga fólkið afvega? hneyksla þá trúuðu? eða vekja umtal og óá- nægju? pað er ekki trú á sann- leikann, það er að eins haltrandi trú, því hún trúir því ekki, að sannleikurinn sé ávalt og undir öllum kringumstæðum óhultastur og ábyggilegastur. 8. Vertu fús að læra. peir sem mest og bezt hafa hugsað í heiminum, hafa verið yf- irlætislausir menn og konur. Sókrates, sem máske hefir ver- •ð gáfaðastur allra manna, sagði: “Eg veit ekkert”. Og hann var si- spyrjandi. Ef að þú ert námfús, þá getur þú lært eitthvað af hverjum ein- asta manni, og hverri einustu konu, sem þú mætir, -og þú mætir mörgum. pú ert á degi hverjum í háskóla, sem er fullur af fólki, og það er enginn á meðal þeirra á svo lágu stigi, að þú getir ekki lært eitthvað af honum eða henni. Sjálfsálit er versti óvinur I hreinnar hugsunar. pað lokar | dyrunum, sem liggja út að braut [ fi amfaranna. Hugsun hefir enga sérstaka þýðingu fyrir það, að hún er þín eigin. Sökum þessara ástæða, er sam- kvæmni ekkert keppikefli. Vér eigum að keppa eftir sannleikan- um. Jafnvel þó það sem vér lær- um I dag, verði í ósamvæmni við það, sem vér hugsuðum í gær. 9. Viðurkendu verksvið trú- arinnar. Pað er að segja, að hinn æðsti !og mest áríðandi sannleikur verð- ! ur að verða eign vor fyrir trú, en I ekki skilning. Eg meina ekki með þessu, að við ættum að trúa því einu, sem skilningur vor fordæmir. Heldur að vér eigum að trúa, þegar trú- ar atriðin liggja fyrir utan og upp yfir takmörkum mannlegs skilnings. Vér getum ekki þekt það, sem bezt er í lífinu, sn vér getum trúað því. Til dæmis “kærleikurinn”, — “það sem mest er í heimi”. pér er ómögulegt að vita, að ástvinir þínir elski þig. pú trúir því. Og sú trú er eins ábyggileg og þekkingarlega eins víst og að tveir og tveir eru fjórir. í sannleika, það er aflvaki lífs vors. Reikningsfræðin er það ekki. Vér vitum ekki, hvort hinir framliðnu lifa. En vér trúum því. pað er eitt af því, sem er fyr- ir utan og ofan takmörk skiln- ings vors og þess vegna ekki hægt að sanna. En sökum þess að vér lifum í sambandi við eilfðina, sökum þess að ódauðleika meðvitundin geng- ur sem rauður þráður í gegn um alt, sem vér hugsum og gjörum, þá verðum vér betri, hugprúðari og fullkomnari. En ef vér fyrir trúna ekki get- um skilið þennan sannleika, þá verðum vér bölsýnir, dýrslegir og grimmir, og líf vort verður berg- mál af kenningunni, sem sagði: “Etum, drekkum og verum glaðir, því á morgun deyjum vér.” Vér vitum ekki að guð sé til. En guðsmyndin hefir verið vak- andi í sálum manna frá fyrstu tíð. Hún varð til þar fyrir trú, hún hefir haldist þar við fyrir trú og hún verður þar fyrir trú. Og hún er aflvaki fegurðar og siðfágunar sálar vorrar. Án trú- ar væri heimurinn sannarlega ve- sæll bústaður. Svo það, sem gjörir manninn andlegan, en ekki dýrslegan, mik- inn, með háleitar ‘hugsjónir, en ekki fyrirlitlega skepnu, sem er þræll lasta sinna, fær hann í gegn um trúna. Trúin er því hugsaninni nauð- synlegt verkfæri, ekki til þess að opna huga mannsins fyrir ósann- indum og óhæfu og þannig skapa hefð, sem hefir við engan sann- leika að styðjast. Heldur til þess að ná haldi á hinum andlega sann- leika, sem hefir óendanlega miklu meira lífsgildi heldur en sann- indi þau, sem líkamann snerta, sem aldrei verða sönnuð, eða ó- sönnuð, sem liggja langt fyrir ut- an merkjalínur þekkingar þeirr- ar, sem vér notum , eldhúsum og á efnarannsóknar stofum. Og á meðan að vér erum annað og meira en dýr, sem matreidd eru í eldhúsi eða rannsökuð á lyfja og efnafræðis stofum, þá er trúin oss ómissandi. 10. Viðurkendu köllun kær- leikans. Eg tala um kærleikann eins og eg talaði um trúna, tala ekki um hann frá sjónarmiði tilfinning- anna. Heldur til þess að benda á áhrif hans á framþróun skilnings- ir.s. Business and Professional Cards HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA UT 1 HÖND eða að LÁNl. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið OVER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., homi Alexander Ave. GOFINE & C0. Tftls. M. »208. — 822-3S2 bJllce A*e. Horntnu á Hargrave. Verzla metS og vtrBa brökaCa höa- muni. eldstöv og ofna. — Vér kaup- um, seljum og sktftum S ötlu sem «r nokkure virkt J. J. Swanson & Co. Verzla me8 fasteigmr. Sjá um leigu á húsum. Ann*»rt Un og eldsábyrgðir o. fl 808 Paris Building Plione Maln 2598—7 Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Seljum einnig ný Perfect reiðhjól- Skautar smíðaðir, skerptir og «ndurbættir. J. E. C. Williams 641 Notre Dame Ave. A.Q. CARTFR úramiður Uull og silfurvöru ► aupmaOur. Selur gleraugu vlf 'Ilra tia-fi prjáttu ára reyn»* i t öllu sem aC úr hringjum « g öCru gull- stássi lS'tur. — <3 rir vt8 úr og klukkur á styttr tlma en fölk hefir vanist. 200 NOTRE ' IAMK AVE. Síml M. 4520 • tVlnnlpeK, Man. Dr. R. .. H(JRoI, • >mbt»r nf ko) 1 Coll. «f SurgvonR k. útskrtfa&, r af Koya) Collwae o: PUjmcians, L< don. SérfiseKlngur I brjöet- tauga o« kv<*n-sjökdömum —4ík-lf»t 301' ECenneiiy Klclg Pmvag' Vve ' mftt lt»too'í). Tala M k 14 Hetmb M 2169« Tlml tt) rlftata kl. 2—i og "—K e.h r --------------- i Dr. B. J. BKANDSON 701 Lindsav Building j Cagtals. St. J. 474. Næturt. St. J. 8»* Kallí sint á nött og degl. D K. B. G K K Z A B K K, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. B'yrverandl aCatoöarlæknir vtö hospítal 1 Vtnarborg. Prag, og Berlin og fleiri hospitöl. Skrifstofa á elgin hospitall, 41*—417 Pritehard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutimi frá 9—12 f. h.; 3—• og 7—9 e. h. I>r. B. Ccmbeks eígið bospftail 415—417 Pritchard Ave. stundun og læknlng valdra ajúk* linga, sem þjást af brjöstvelkl, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflavelkl. kvensjúkdömum, karlmannaajúkdöm- um.tauga velklun. TKI.KeHO.VF Sllll 3*0 OrriCB-TfMAK: 2—3 Heimfli: 77* V ctor 3t. Tki.bphonk e*Rny íiai Winaipcji, Viuii. THOS. H. JOHNSON og • HJÁLMAR A. BERGMÁN, i íslenzVir IrigfræðÍBvar, I SmtirsrorA'—Rcom Si 1 McArtfcvr íiuiidint, fJortage Avenne ÁaiTUx P (). Bnx tBRð. I TeMónar 4303 og 450.4. '.Vínnipe, V «1 sersiHKit áherslu A a{ selja Utvðöl eftlt forskritluin í t k..H Htr. Oezt u lyí, sem hægt er a 9 fA. eru notuf) elngör.gu. begar þer koni’f meb foiskriftina tll vor. moy>b r vera viss u.n afc ta röii i>hö b»ui læknirirtn tekur tli. roiXJUCDOK * 00. Notre liKine A»«. og Slierbrooke St. Phones Garry 2696 og 26 91 Oiftlnifaleyfisbréf s»id. North Aiuerican Detective Service J. H. Bergen, ráðsm. Alt löglegt njósnarstarf leyst af hendi af æfðum og trúum þjón- um. — Islenzka töluð. 409 Builders’ Exchange, P.O. Box 1582 Portage Ave. Phone, Main 6390 Or. O. BJ0RN80N 701 Lindsay Building rKl.KPBIINK.GiKKV itSÍ* Office timar: 2—3 MKIMILI: 7 64 Victor Otieet lKI.BPHONF.1 GARRY T«i» WÍHnipeg, Man. Phones G. 1154 and G. 4775 Halldór Sigurðsson General Contractor 804 McDermot Ave., Winnipeg Dr. J. Stefánsson 4-01 Boyd Building COR. PORT/\CE AVE. 8t EDM0)IT0|4 *T. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er a8 hitta frá kl. 10 12 f.h. Og 2 5 e. h.— Talsími: Main 3088. Heimili Í05 S OliviaSt. Talsími: Garry 2315. B. B. Ormiston blómsali. Blóm fyrir öll tækifæri. Bulb, seeds o. s. frv. Sérfræðingur í að búa til út- fararkranza. 98 Osborne St , Winnipcg; Phorie: F R 744 Keirr)i!i: F R 1880 Islenzk vinnustofa Aögerö bifreiöa, mötorhjöla og j annara reiChjöla afgreidd fljött og vel Einnlg nýjir bifreiöapartar ávalt viB hendina. Sömuleiöls gert viö flestar aörar tegundir algengra véla S. EYMUNDSSON, Vinnustofur 647—649 Sargent Ave. Bústaður 635 Alverstone St. Dr. M. B. Haildorson 401 Boyd Bullding Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstakiega berklasíki og aöra lungnasjúkdóma. Er aö finna á skrifstofunni kl. 11_ 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif- stofu tals. M. 3088. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3158 DR. O. STEPHENSEN Telephone Garry 798 TiJ viðtals frá kl. 1—3 e. h. heimili: 615 Banatyne Ave., Winnipeg pað er talað um að kærleikurinn eða elskan sé blind. Fráleitari villa á sér naumast stað. pví kær- leikurinn er það eina, sem sjónina hefir. það er kuldinn og hatrið, sem er blint. Til þess að geta skilið eitthvað, þá þarf manni að þykja vænt um það, hvort heldur það er bók eða barn. Líkami vor er svo margbrotinn. Sál og líkami svo samrýmt, skyn- semi og ástríður svo saman ofn- ar, að alt þetta er samverkandi. “Vér erum ekki sköpuð í aðskild- um pörtum.” Hugmyndir vorar breyta tilfiningum vorum og á- stríðurnar hafa áhrif á hugsanir vorar. Vér höfum dæmið fyrir oss, þar sem mentamennirnir þýzku eru, þegar þeir flýttu sér að verja ó- dæðisverk þýzka hersins, hvernig hatrið afmyndar og tekur frá mönnum möguleikana til þess að hugsa rétt. pað er sagt, að djöfullinn sé bæði vitur og slægur. Viti kann- ske eins mikið og guð sjálfur. En guð gjörir meira en að vita, hann elskar. pekkingin verður þá fyrst alvitur, þegar hún er vermd af geislum kærleikans. Kærleikurinn er ljósberi hugs- ananna. J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNiR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. #g Donald Street Tals. main 5302. A. S. Bardal 84S Sherbrooke St. Selur likkistur og annaat um útfarir. Allur útbúnaÖur sá bezti. Enafrem- ur aelur hann alakonar minniavarfta og legateina. Heimiti. T.la - Qairry 2151 ekrifata-fu Tala. - Qarry 300, 375 Verkstofu Tals.: Garry 2154 Heun. Tala,: Garry 294» G. L. Stephenson PLUMBER Allskonar rafmayriisáhöUl, avo sem atraujárn vira, aliar tegundlr af glösum og aflvaka (batteris). VERKSTOFA: 676 HQME STREET J. H. M CARSrON Byr ti! Allskonar llmi fyrir fatlaSa menn, cinnig kvlSslitaumbúðir o. fl. Talsími: Sh. 2048. 338 COLiONY 8T. — WINNIPKG. Hannessoo, McTavísh&Freemsn lögfræðingar 215 Curry Building, Winnipeg Talsími M. 450 ]?eir félagar hafa og tekið að sér lögfræðistarf B. S. Ben- sons heit. í Selkirk. W, J. Linda*, b.a.,l.l.b. íslenkur Liigfræðingnr Hefir heimild til aö taka aö sér mál bæöi I Manitoba og Saskatche- wan fylkjum. Skrifstofa aö 1207 Union Trnst Biils., Winnipeg. Tal- slmi: M. 6535. — Hr. Lindal hef- ir og skrifstofu aö Eundar, Man., og er þar á hverjum miövikudeg!. TaU. M. 3142 G. A. AXFORD, Málafscrslumaður 503 PARIS BUILDING Winnipeg Joseph T. Ihorson, ísleuzkur Lögfra ðingur : Heimili: 16 Alloway Court,, Alloway Ave. MKSSRS. PHlIiBIPS & SCARTH Barristcrs, Ete. 201 Montreal Tnist Bldí-., Wlnnipeg Pltone Main 512 Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI . Horni Toronto og Notre Dame Phoní Lietni!lif Qarry 2988 Qarry 899 JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR HeimUis-Tals.: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: Main 7978 Tekur löigtaki bæöi húsaleÍKuskuldlr, veöskuldir, vlxlaskuldtr. Afítrelöir alt sem aö lögum lýtur. Skriístofa, 255 >l»ln Street Giftinga Og blóm Jarðarfara- með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 HING 3 Ekki „Eg vona“ heldur “eg veit.” pað eru mörg meðul, sem sjúk- lingurinn tekur að eins með þeirri hugsun: “Eg vona að það bæti mér.” En ef þér þjáist af lystar- leysi, meltingaróreglu, höfuðverk eða taugabilun, og ef þér kaupið Triner’s American Elixir of Bit- ter Wine, þá vitið þér, “að það meðal hjálpar yður.” Hugsið yð- ur Mr. Albert Aavrda, R. 2. Yoa- kum, Texas. Hann hafði verið -svo þungt haldinn í 22 vikur, að fáir hugðu honum líf. En Trin- er’s American Elixir of Bitter Wine kom honum til heilsu aft- ur, eftir því sem hann tilkynnir oss í bréfi þann 24. sept s. 1. — Slím í hálsinum eða bólguþroti er mjög algengur kvilli á haustin. Undir eins og yður finst þér eiga örðugt með að renna niður matn- um, þá skuluð þér nota Triner’s Antiputrin leyst upp í volgu vatni og þér munuð verða steinhissa á áhrifunum. Fæst eins og öll önn- ur Triner’s meðölin hjá lyfsalan- um yðar. — Joseph Triner Cam- pany, 1333—1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.