Lögberg - 30.10.1919, Side 6
Bls. 6
LöGBERG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER 1919
Til umhugsunar.
Lífið er dýrmætasta gjöf guðs, og því stend-
ur ekki á sama, hvernig með það er farið.
Lífið er stutt stund og líður fljótt, og er oft
horfið, áður en mann varir.
Þess vegna er nauðsynlegt, þegar á unga
aklri að gjöra sér grein fyrir þeim megin atrið-
um í lífinu, sem að geta gjört það fagurt og efn-
isríkt, geta gjört þig, unga systir, og þig, ungi
hróðir, ekki að eins að miklum mönnum og kon-
um, heldur um fram alt að góðum mönnum og
góðum konum.
Myrkrið.
þegar að dimt er í húsunum heima hjá ykk-
ur, þá þráið þið öll, kæru börn, að kveikt sé ljós.
Kkki af því, að þið séuð myrkfælin, heldur af því,
að það er í eðli allra barna að þrá ljós. Þau eru
Ijóssins börn að upplagi, en ekki böm mvrkursins.
Þegar að kalt er í húsinu heima hjá ykkur, þá
vitið þið að það er af því að dáið hefir á arnin-
um og að ykkur getur ekki liðið vel fyr en eldur
hefir verið kveiktur og húsið og þið sjálf yluð upp.
Svo er þetta í lífi voru — í lífi vkkar. Þar er
snemma ljós og þar er líka skuggi.
Skuggarnir lífi ykkar eru hugsanirnar ljótu:
þegar ykkur dettur í hug að aðhafast eitthvað
ljótt, að hrekkja menn eða skepnur, skrökva að
pabba eða mömmu, þá er það af því, að ljósið log-
ar ekki nógu bjart í sálu ykkar, að þar eru afkim-
ar, sem ljósið ekki nær til þess að lýsa upp, og þar
er það, sem þessar og þvílíkar hugsanir þrífast.
Þær geta ekki þrifist í sálum ykkar, þar sem ljósið
nær að skína, því að ljósið í sálum barnanna og
allra manna er guð sjálfur. An hans væri þar
myrkur.
Kuldi.
Stundum kemur það fyrir, að kalt er í sálum
unglinganna og líka í sálum fullorðinna manna.
En kuldinn hefir lamandi áhrif á alt líf. Þegar
kalt er orðið á haustin í náttúrunni og snjókornin
detta úr loftinu og hylja blómin og jurtirnar, þá
fölna þær og deyja.
Líf sumra manna er eins og haustélin — orð-
in, sem þeir láta út úr sér, eru eins og snjókornin
ár loftinu, köld, bitur og lamandi.
Ungu vinir, munið þið eftir, að láta aldrei
verða kalt í sál ykkar—að láta líf ykkar verða eins
og járnköld éljadrög. En það getið þið átt alveg
víst að verður, nema því að eins að á arni sálar
ykkar brenni kærleikurinn—kærleikur Krists.
Það er þá tvent, sem mannslífið þarf til þess
að geta þroskast, það er Ijós guðs og kœrleikur
Timinn.
“ Ef eg þá tíð, sem guð mér gaf,
gálaus forsóma næði”,
segir Hallgrímur Pétursson. Hann er þar að
minna á, hversu tíminn sé dýrmætur. Hafið þið
nokkurn tíma hugsað um það sama? Hugsað um
afleiðing arnar af því, að sóa tímanum í gáleysi?
Vér höfum lært að fara vel með heilsu vora.
Oss hefir verið kent að meta gildi peninga vorra
og temja skap vort; oss hefir verið kent að meta
og spara flesta hluti nema mínútur og klukku-
stundir.
En þó eru það einmitt mínúturnar og klukku-
stundirnar, sem vér ættum að fara sem bezt með
og spara sem mest, því þegar ein mínúta eða ein
klukkustund er liðin, getum vér aldrei náð henni
aftur.
Lœrðu snernma að meta og spara tímann.
Það sem að einkennir alla góða og mikla
menn og góðar og miklar konur, er, kunnátta þeirr
að fara vel með tímann. Það er fleira en það, sem
ungir menn og uhgar stúlkur geta lært af þeim,
og það er, að þeir og þær byrjuðu snemma að nota
tímann vel, — skildu, að það er á æskuárunum,
sem að grundvöllurinn er lagður fyrir alt lífið,
og að hver stund, sem þá er misbrúkuð, hefnir sín
síðar í lífinu.
Með þessu er ekki sagt, að unglingar eigi ekki
að hafa neinn tíma til leikja og skemtunar. En
vér vildum benda á, að uppvaxtarárin mega ekki
vera eintómur leikur. Vér meinum, að ungling-
arnir verða strax að læra að gegna skylduverkum,
sem verða að sitja í fyrirrúmi fyrir öllum leikjum.
Læra að skifta tímanum á milli skylduverkanna
og leikvallarins. Því ef menn læra að meta tím-
ann og spara hann, þá er hann nægur til þess að
þú og hver annar mhður geti notið hæfilegra
skemtana og líka reynst skylduverkunum trúr.
Ur ýmsum áttum.
Fyrsti bóndinn í Canada af hvítum mönnum,
var Louis Herbert. Hann reisti bú í Quebec fylk-
inu árið 1617, níu árum eftir að Quebecbær var
myndaður af Samuel de Champlain.
Fyrsti brezkur landstjóri í Canada var yfir-
hershöfðingi Breta í Norður i^meríku, Sir Jeffrey
Amherst.
Að austan, vestan og norðan liggur Canada
að sjó, og er strandlengja sú 13,000 mílur á lengd,
sem er nálægt því að vera helmingur ummáls
jarðarinnar.
Flatarmál Canada er 3,729,665 fer-mílur, eða
2,386,85,395 ekrur. Canada tekur yfir einn þriðja
hluta hins brezka veldis og er þrjátíu sinnum
stærra heldur en England, Skotland, Wales og ír-
land til samans.
Konan Harriet C. McCabe, ekkja séra I. D.
McCabe frá Ohio, er látin, 92 ára að aldri. Hún
var ein af þeim konum, sem beittu öllum sínum
kröftum til þess að tendra ljós kærleikans í heim-
inum. Ekki að segja öðrum að gjöra það, heldur
gjörði hún það sjálf. A meðal annars góðs, sem
hún gjörði, var að mynda W. C. T. U. og með eig-
in hendi ritaði hiin lög þess félags, sem hún sjálf
hafði samið.
4,200 ára gömul skólabók. Langdon prófes-
sor í Oxford á Englandi hefir komist að þeirri
niðurstöðu, að liinar svo kölluðu Nippon stein-
töflur, sem geymdar eru við háskólann í Pennsyl-
vania, séu elztu skólabkur, sem til eru í lieimi, og
sanni þær, að það sem börnunum var kent fyrir
4,200 árum var að mestu leyti það sama og kent
sé enn í dag. Þeim var þá kendur reikningur,
landafræði, saga og málfræði.
Margföldunartöflurnar á þessum steinplöt-
um eru merkilega skýrar og tölurnar á þeim sýna
skýrt og ómótmælanlega, að þrisvar sinnum einn
eru þrír og fimm sinnum einn eru fimm.
Sagan af Monte Cristo.
Um borð í Amelia.
Þegar Edmond opnaði augun, sá hann að
hann lá á þilfari Tartana, sem hélt áfram ferða
sinna.
Það fyrsta, sem hann reyndi til þess að gjöra,
var að átta sig á stefnu skipsins, og honum létti
mikið, þegar hann varð þess var, að skipið stefndi
í burtu frá Chateau d’If fengelsinu.
En svo var hann aðþrengdur, að þegar hann
vildi láta fögnuð sinn í ljós í orðum, þá varð það
að eins andvarp, þungt og mæðulegt, sem hann
gat komið upp.
Hjá honum stóðú þrrr skipverjar og var einn
þeirra að nudda á honum hendurnar með ullar-
dúk. Annar \Tar að bera flösku að vörum hans, og
þóttist hann þekkja, að það var sami maðurinn
sem að úr bátnum var að hughreysta hann. Og
sá þriðji, sem sýndist vera bæði stýrimaður og
skipstjóri, stóð með höndurnar í vösunum og
horfði á Edmond með samhygðarsvip.
Hitastraumurinn, sem færðist í hendurnar á
Edmond við nuddunina og rommið, sem í flösk-
unni var, hleypti svo miklu lífi í hann, að hann
gat litið í kring um sig, og þegar skipstjórinn
spurði hann hvaðan hann væri, á gat hann svar-
að: “Eg er sjómaður frá Malta. Skipið, sem eg
var á, kom með vínfarm frá Syracuse, en í gær-
kveldi lentum við í ofsaveðri og skipið brotnaðo í
spón.”
“Hvaðan kemurðuf” spurði skipstjórinn.
“Frá grjóteyjunni, sem þú sérð þarna,” svar-
aði Edmond og benti í áttina til skersins. “Skip-
ið okkar rakst á hana og þar komst eg í land, en
íelagar mínir allir fórust, að því er eg bezt veit,
og* er eg sá eini sem af komst. Eg sá til ferða
ykkar, og af því að eg óttaðist liungursdauða
þarna á evnni, þá tók eg það ráð með hjálp bómu,
sem eg náði í og sem að landi hafði rekið frá skip-
inu, að synda í veg fvrir ykkur; og varð þetta mér
til lífs þó að tæpt stæði, því að eg var að drukna
þegar menn þínir björguðu mér.”
“Það var eg,” sagði sjómaðurinn með svarta
skeggið; “o geins og þú segir, þá mátti það ekki
tæpara standa, því að þú varst að sökkva þegar
eg náði í hárið á þér. ”
“Já,” sagði Edmond, og um leið og hann
rétti út hendina bætti hann við: “eg er þér inni-
lega þakklátur. ”
“En eg var að því kominn, að hætta við að
bjarga þér,” hélt sójmaðurinn áfram, “því þú
leizt fremur út fyrir að vera stigamaður en heið-
arlegur borgari, með alt þetta sjóblauta skegg og
hár. ’ ’
Edmond mundi þá eftir því, að hann hafði
hvorki séð rakhníf né skæri síðan hann kom í
fangelsi, og gat því vel trúað, að hann væri ekki
sem aðgengilegastur útlitum. En til þess að sjó-
maðurinn gerði ekki meira veþur út úr því, sagð-
ist hann hafa strengt þess heit, að skera hvorki
hár né skegg í tíu ár, en að þau tíu ár væru nú
rétt nvliðin.
“Spursmálið er nú, hvað við eigum að gjöra
við þig,” mælti skipstjórinn.
“Bétt það sem þér sýnist,” svaraði Edmond.
“Skipið, sem eg var á, er brotið í spón. Skip-
stjórinn er dauður. Eg einn komst af allslaus.
Ef að þú vildir lofa mér að vera með þér, þangað
til þú kemur til hafnar, þá getur þú sett mig þar
á land. Eg óttast ekki framtíðina, því eg er góð-
ur sjómaður og get því fengið mér eitthvað að
gjöra.”
Skipstjórinn á Tartana spurði Edmond því
næst að, hvort hann væri kunnugur á höfnum með-
fram Miðjarðarhafinu, og hvort hann gæti sagt
sér, hvar bezt væri að leggja skipinu.
Edmond sagðist hafa stundað sjómensku frá
því að hann hefði verið drengur og sagði, að það
væru fáar hafnir þar til, sem hann gæti ekki stýrt
skipum inn á eða út af, þó að bundið væri fyrir
augu sér.
“Ef að það er svo, hví ættum við þá ekki að
taka hann með okkur? Hann getur verið okkur
til ómetanlegs gagns,” sagði sjómaðurinn með
svarta skeggið, sem hét Jacopo.
“Það lítur út fyrir, að maðurinn sé ekki fær
um að gjöra mikið, eins og ástatt er fyrir hon-
um,” sagði skipstjórinn.
Þessi orð skipstjórans komu inn þeim ásetn-
ingi hjá Edmond, að sýna þessum mönnum hvað
í sér byggi. Og hann spurði: “A hvaða leið er-
uð þið ? ”
“Við erum á leið til Leghorn,” svaraði skip-
stjórinn.
“Ef ferðinni er heitið þangað,” svaraði Ed-
mond, “þá eruð þið að eyða tímanum til einskis.
Eg þekki leið þangað, sem er miklu stvtri en sú,
sem þið farið, og skal eg sýna ykkur hana, ef þið
viljið lofa mér að stýra.”
Skipstjórinn leit stórum augum til Edmonds
og var auðsjáanlega í efa um, hvað hann ætti að
gjöra við þetta tilboð. En Edmond virtist vita
um hvað hann var að tala, og einlægnin í orðum
hans og atvikum kom skipstjóranum til þess að
þjggja ráðið.
Svo Edmond tók við stýrinu, og vakti það
ekki litla undrun hjá skipverjum, að hann breytti
stefnunnni, sigldi með fram skerjum og um örmjó
Sund með kletta og sker á báðar hliðar, sem að
skipstjpri sjálfur hafði ávalt litið á sem ófær.
Honum fanst mikið til um sjómensku kunnáttu
Edmonds og það leið ekki langt þangað til hann
var orðinn einn af föstum starfsmönnum á skip-
inu. Og til þess að bæta úr fataleysi Edmonds,
tók Jacopo nokkur af sínum eigin fötum og gaf
honum og spurði, hvort það væri nokkuð fleira,
sem Edmond þyrfti á að halda.
“Eitthvað til þess að nærast á,” mælti Ed-
mond, því hann liafði ekki smakkað mat í fjörutíu
og átta klukkustundir.
Jacopo fór óðara og sótti stykki af brauði
og romm í flösku og fékk Edmond.
“Hvað gengur nú að?” spurði skipstjórinn
alt í einu og benti í áttina til Chateau d’If fang-
elsisins.
Dálítill hvítleitur púðurreykur sást með fram
svörtum hömrunum og innan stundar bar vindur-
inn skothljóðið til þeirra.
“Hvað skyldi þetta vera?” spurði skipstjór-
inn og leit til manna sinna.
“Fangi liefir strokið í gærkveldi,” mælti Ed-
mond, “og þess vegna er verið að gera fólki að-
vart með skotum þessum. ’ ’
Skipstjórinn leit aftur á Edmond fast og
lengi, en þegar hann sá honum ekkert bregða,
heldur að hann stóð rólegur við verk sitt og át og
drakk með beztu lyst, sannfærðist hann um, að
hugboð það er í liuga hans hafði 'flogið, að Ed-
mond væri fanginn, er strokið hefði, væri á engu
bygt. En ef það kynni að vera, þá væri þessi mað-
ur ágætur sjómaður, og það væri þá þeirra tap en
sinn hagur.
Edmond hélt áfram við stjórn skipsins og var
að tala við mennina \ýð og við. Hann spurði
Jaeopo hvaða mánaðardagur væri og þótti Jac-
opo ]>að heldur einkennileg spurning.
Edmond tók strax eftir því og mælti: “Það
sem eg hefi orðið að ganga í gegn um þessa síð-
ustu klukkutíma, hefir haft áhrif á minni mitt.”
Og þegar að Jacopo sagði- honum mánaðar
daginn, sá hann, að það voru rétt f jórtán ár síðan
hann hafði verið tekinn fastur, og hann varp önd-
inni mæðulega, er hann hugsaði um ástmey sína
Mercedes, og liugsaði með sjálfum sér: “Hvað
skyldi nú vera orðið um hana?” En svo harðnaði
svipurinn á andlitinu og reiðin glampaði í augum
hans, þegar nöfn þeirra Danglers og D. E. Wil-
fords komu fram í liuga hans. Og í hjarta sínu
sór hann þess dýran eið, að hefna sín rækilega á
þeim.
En á meðan Edmond var að hugsa um þessi
mál, skreið skipið óðfluga áleiðis til Leghorn.
Guð heyrir bezt.
“Vorið — vorið — vorið— vorið, vor!”
Hann var í gráum vorfötum, svörtu vesti,
með gullilitað brjóst; sat á stauragirðingu og
söng, með allri þeirri lífsgleði, sem lævirki á yfir
að ráða á vordegi. Handan úr runnunum komu
samskonar söngvar.
“Skilurðu lævirkjann?” spurði (luðrún litla
Jakob bróður sinn.
“Sérðu gaupuna?” svaraði drengurinn og
hentist á eftir dýrinu, til þess að reyna að drepa
það. En gaupa slapp.
‘ ‘ Það er ljótt og lciðinlegt að drepa gaupur, ’ ’
sagði litla stúlkan.
“Eg fæ cent fyrir skottin,” svaraði Jakob
og skimaði í allar áttir eftir bráð.
“Þú og Gciri Jóns drepið þær svo illa; þið
voruð sjálfsagt í tíu mínútur með eina í fyrra-
morgun á skólanum. Þura Gíslason sagði, að
bræður sínir hefðu fengið þrjár Skottlausar í
boga. Svo þú sérð að einhver hefir bara skorið
skottin af þeim lifandi og slept þeim.”
“Uss — hvað svo sem gerir það? Þær finna
ekki mikið til.” .
“En þær finna víst til. Manstu ekki, að
amma sáluga sagði okkur, að Guð heyrði stunur
þeirra, sem kveldust? Hún sagði líka, að menn-
irnir söfnuðu eldi yfir höfuð sér, með því að
kvelja aðra.” <
“J—ú—ú, en — heldurðu að kvikni í hárinu
á manni?” spurði Jakob og strauk um kollinn.
“Ja — eg veit það nú ekki, Jakob, en það er
óttalega ljótt, að kvelja dýrin. Heyrirðu hvað
lævirkinn segir?”
“Lævirkinn, vitleysa! !hann bara syngur.
Þetta er alt vitleysa úr þér, að fuglar tali og —
ömniu með eldinn.”
“Ó, Jakob, þú mátt ekki segja þetta um ömmu
—af því hún er dáin. Þú heyrir, að allir fuglar
syngja ekki eins.” Guðrún litla dró stafi á göt-
una með ofurlítilli visinni trjágrein.
“Jæja, hvað segir hann þá?” — “Hann seg-
ir: Vorið — vorið — vorið-vor, vorið-vor!”
“Gerir hann það ?” — “Já, auðvitað!”
Nökkru síðar kom Geiri Jóns að fá Jakob út
með sér að veiða gaupur. Þá var áliðið vors.
Móðir Jakobs var önnum kafin í eldhúsverkunum
og varð fegin að losast við drenginn út. Hitt
skeytti hún ekki um, að gaupu-ungarnir yrðu hung-
urmorða fyrir eftirlitslausa fjárgræðgi sonar
hennar.
Það urðu fleiri en gaupur fyrir barðinu á
þeim Geir og Jakob. “Við skulum hæfa þennan,”
sagði Geiri, en hann var aldrei fimur. Jakob
liæfði fuglinn svo hann datt, en þeir fundu hann
ekki.—
Systkinin liöfðu lengi hlakkað til að fara til
kauptúnsins með foreldrum sínum. Daginn eftir
veiðiför þeirra félaga varð af því. A leiðinni
heim lét faðir þeirra hestana lötra með löngum
' kippum. Börnin Iiöfðu fengið ýmiskonar glaðn-
ing og voru í góðu skapi. — “Hvað er seppi að
elta?” spurði Guðrún litla. — “Ætli hann sé
ekki að elta gaupur, ” svaraði Jakob. En Guðrún
hélt að svo væri ekki og beiddi föður sinn að
staldra við meðan liún gætti að því. Svo fann hún
lævirkjann í grasinu. Þar hafði hann legið frá
deginum áður, með beinið í vængnum brotið, sár-
ið blóðugt og óþolandi kvöl í því. Allar hreiður-
byggingar og brúðkaupshugur þut,u út í veður og
vind. Söngurinn varð að sorgarstunu. Kvölin
ríkti ein í meðvitund vesalingsins og andvörpin
líktust: vægð, vægð, vægð! Félagar hans héldu
áfram striti sínu sí-syngjandi af kærleikanum,
sem fylti huga þeirra. Guðrún litla tók veika
fuglinn og hjúfraði hann niður í kjöltu sína. En
þegar heim kom, var hann dáinn. —
Arin liðu og breyttu börnunum í fullvaxinn
mann og gjafvaxta mey. En þá skeðu önnur tíð-
indi. Stríðið mikla skall á. Jakob gekk í herinn
tuttugu og tveggja ára. Foreldrar lians tóku sér
nærri burtför hans, en nú tjáði ekki að kvarta.
Guðrún vildi fara í herinn til að hjúkra, en móðir
hennar kvaðst eigi mega af þeim báðum sjá í senn.
Þó kom svo að eigi tjáði að letja hana. ‘ ‘ Eg heyri
mennina stynja, mamma góða, eg má til að fara.”
Svo fór liún.
Orustan hafði verið ægileg. Reykjarmökkur
liuldi himinn og jörð. Valurinn endurkvað af
stunum. Jakob lá á jörðinni og reyndi að anda,
en lungun höfðu orðið fyrir eiturgasi óvinanna,
og voru að rifna sundur með ógurlegum kvölum.
“Guð minn, miskunaðu mér!” andvarpaði deyj-
andi pilturinn. Fram úr reykjarmekkinum komu
menn og konur með börur og önnur áliöld. Guð-
rún var á meðal þeirra. Þetta var hennar fyrsta
ferð á vígvöllinn. Sannarlcga var gott að eiga
taugar sínar óskemdar. “Rúna, systir — ert það
þú?” % Guðrún misti móðinn og kraup grátandi
við hlið bróður síns.
“Sérðu — Rúna — þetta er eldurinn, sem
hún — amma — talaði — um. Guðleysið—grimd-
in — er að — rífa — sundur — í mér — lungun.”
“Ó, Jakob! Vesalings mamma og pabbi!
Hvað á eg að segja þeim?”
“Segðu — þeim — að Guð — lieyri — bezt.
Hann — heyrði — gaupungana — læirkjann —
og — liann — bindur — enda — á — mínar —;
kvalir — með — dauðanum. En — nú — veit —
eg — livað — lævirkinn — söng— um. Það —
var — líf. Rúna, — þegar — þú eignast — börn,
— þá — kendu — þeim — að — vægja — lífinu —
sakir — þ-e-s-s — G—u—ð—s — s—e—m — a—ð
f—i—n—n—u—r — til —< me-ð — ö—1—1—u — s
—e—m — 1—i—f—i—r —” Bára.