Lögberg - 13.11.1919, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.11.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTllDAGINN 13. NÓVEMBER 1919. Bls. 5 MlXTl# ^öSON’S COMPANJ^ Lang frœgasta TÓBAK I CANADA segja einn samanhangandi aldin- garður. Bændur voru að þurka sveskjur og apríkósus á borðum, sem lögð voru á grundina. Okkujr var sagt, að aldingarðar í þessu bygðarlagi seldust fyrir 2,000 dali ekran, enda nemur uppskeran í ár frá 500 til 800 dölum af ekr- unni. Okkur leizt bezt á að leita okk- ur að verustað þar sem verð á landi væri lægra, en veðrátta þó hagstæð. Eftir stutta töf í San Jose fórum við suður um héruðin, sem liggja með fram sjónum. Landslagið er fjöllótt, en frjósam- ir og vel ræktaðir dalir hér og þar sem leið okkar lá um. Að lyktum námum við staðar hé í San Louis Obispo County, og er það um 200 mílur norður af Los Angelos. Okkur leizt vel á héraðið og ásettum okkur að svip- ast um eftir jarðarblett og fénaði, því við höfðum ásett okkur að setj- ast að úti á landi, ef þess væri :ostur. !. Innan skamms fundum við það, sem við ileituðum eftir? 20 ekrur af landi með íveruhúsi og allri á- höfn, vel í sveit komið og með góðum kjörum. Við erum nú flutt á litlu jörðina okkar og hyggjum gott til framtíðarinnar. Eg byrjaði að plægja í dag og ætla að sá í landið hið allra fyrsta og planta í garðinn. Grasið, sem byrjaði að gróa eftir rigninguna á dögum, er fjögra þumlunga hátt, en eucalyptus skógurinn og eikurnar eru algrænar. Við erum 2% mílu frá bænum Los Berros. Járnbrautir liggja báðum megin við landið okkar, en þjóðvegurinn( sem liggur um endilanga strönd- ina, er héðan skamt í burtu. Hér í grend er geysimikið landflæmi óræktað og óbygt, ágætlega fallið til sauðfjárræktar og allskonar jarðargróða, því loftslagið er fram úr skarandi milt og hagstæð veðr- átta árið um kring. Skamt héðan er stöðuvatn, sem heitir Black Lake, fult af fiski og niður á ströndinni hefi eg fundið ágætan skelfisk, og í sjónum úti fyrir eru alls konar fiskar, svo sem Barra Cuta, Tuna, lax( síld, lúða og mackrell. Fólkið hér virðist mér í meira lagi latt, ef það ber sig ekki eftir björginni. En eg skyldi ekki fást um slíkt; eg hefi orðið nóg að starfa hér heima, og við hjónin unum vel nýja heimilinu okkar. Með beztu kveðju til allra kunn- ingja og landa nær og fjær. Og hér með sendi eg þér $2,00, svo eg megi vera áskrifandi Lögbergs í heilt ár. Með vinsemd, Garfield J. Sannes. Fréttabréf. Vogar P. O., 14. okt. 1919. Herra ritstjóri: Eg var að vonast eftir þér eða Rögnv. Péturssyni á samkomuna okkar þann 10. þ. m., en enginn kom og ekkert skeyti. Eg hafði þó skrifað ykkur báðum nokkru áður. — Seint gengur mér með þjóðræknisfélagið og ver en eg vildi. pó vona eg að geta sent ykkur eitthvað bráðum. pað hef- ir verið ill-mögulegt að ná mönn- um saman á fundi fyrir annríki, sem stafar af tíðarfarinu, svo eg verð að fara á milli þeirra, en til þess hefi eg ekki haft tíma enn þá. Lítið breytist tíðarfarið til batn- aðar. September óþurkasamur í mesta lagi, svo heyskapur og þresking gekk mjög seint. Nokkrir ekki búnir að ná heyi enn þá. Heyskapur þó yfirleitt í mesta lagi, því grasvöxtur var með af- brigðum. Margir mundu því geta selt hey að góðum mun ef styttra væri að flytja það til járn- brautar; en eins og hér hagar til, mundi það varla svara kostnaði. Akrar reyndust illa, þegar þreskt var; kornið illa þroskað og illgresi fram úr hófi. Er óvanalegum hit- um og rigningum kent um. Með október brá tíðinni til kulda. Hef- ir verið frost alla síðastl. viku og snjóað á sumum stöðum. Víða munu hafa skeimst garðávextir, af frosti, því fáir voru búnir að hirða þá, enda eru frost fátíð svona snemma hér við vatnið. Byrjað er á vegavinnu á aðal- flutningabraut okkar austur til Mulvihill. Björn J. Matthews á Siglunesi hefir tekið að sér ver*k- ið, en stjórnin leggur til þess þrjú þúsund dollara—á þeim hluta vegarins, sem liggur gegn um Siglunesbygð. Verkið gengur seint, sem von er, því fáir geta lagt menn og hesta, vegna anna heima fyrir, sem stafa af tíðar- farinu. Mætti þó öllum vera á- hugamál að brautin yrði gjörð, því kalla má, að hún sé ófær með flutning nema í þurkatíð. Félagslíf er fremur dauft hér enn þá. Valda því annríki og ilt tíðarfar. pó var haldin hér skemti- samkoma 10. þjm. til inntekta fyr- ir lestrarfél. Herðubreið. Ræðu- menn voru: Jón frá Sleðbrjót, Guðm. Jónsson og Stefán O. Ei- ríkssen. Jón talaði um “ísland sem fullvalda ríki”. Guðmundur ta-laði um “Canada og áhrif íslend- inga á canadiskt þjóðerni.” Stef- án mælti fyrir minni bygðarinnar og kvaddi hana um leið, því hann er að flytja héðan vestur til Blaine á Kyrrahafsströndinni, og fer al- farinn í næstu viku. Fór hann hlýjum orðum um bygðina, og kvaðst hvergi hafa unað sér betur en hér, og því að eins flytja héð- an, að hann vonaði að hlýrra lofts- lag yrði sér heilnæmara. pá tal- aði Jón frá Sleðbrjót til Stefáns, fyrir hönd sína og bygðarinnar. par næst var kökuskurður og dans á eftir, “eins og lög gera ráð fyr- ir.” — “Glaðar stundir höfðu menn að Oak View 12. þ.m. Höfðu sveitungar Stefáns O. Eiríkssonar gengist fyrir að gjöra honum heimsókn, til þess að kveðja þau hjónin, eins og tíðkast nú á dög- um. Mun þar hafa verið um 60 manns aðkomandi. Foringi flo'kksins var J. K. Jón- asson frá Vogum. Stýrði hann at- för og samsæti röggsamlega. Auk hans fluttu ræður: Sigurður Sig- fússon sveitaroddviti, B. J. Mat- thews, F. J. Eyford og Guðmund- ur Jónssson. Voru þeim hjónum gefnir gripir tveir til minningar; houm vönduð ferðataska, en henni gullúr. Voru letruð nöfn þeirra á munina. Stefán bóndi þakkaði gjafirnar og heimsóknina og kvað sér þessa stund mundi minnisstæða. Fór hann mjög hlýj- um orðum um bygðina og bað henni allra heilla. — Konur höfðu flutt með sér veitingar, og var þar mannfagnaður hinn bezti. Kvæði var þeim hjónum flutt, kveðja frá bygðarmönnum, er p. p. p. hafði orkt og skrautritað af snild, sem honum er lagið. Skemtu menn sér við söng og samræður lengi dags. — Stefán bóndi hefir verið einn af fremstu mönnum bygðar þessarar og er því skarð fyrir skildi, er hans missir við. Hann er vel greindur maður, og hefir aflað sér ótrúlega mikillar þekkingar á síðari árum; því ekki átti hann kost á að læra margt í æsku fremur en aðrir, sem ólust upp í fátækt heima á gamla land- inu um miðja næstl. öld. — Kona hans, Oddný Eiríksson, er orðlögð dugnaðarkona og hefir stundað bú þeirra með frábærri elju og um- hyggju, enda eru þau orðin vel efnum búin. peim er því sannar- lega vel unt að njóta hvíldar í ellinni í veðurblíðunni í Blaíne. petta er orðin löng rolla, en ó- vandlega úr garði gjörð. Veit ekki hvórt þú vilt taka einhverja kafla úr henni, en nenni ekki að skrifa um aftur. pinn einl. Guðm. Jónsson. Silfurbrúðkaup priðjudagskveldið hinn 4. þ. m. urðu þau hjónin Mr.&Mrs Finnur Johnson að 668 McDermot Ave. hér í borginni, fyrir næsta óvæntri heimsókn. pau áttu silfurbrúðkaup itt þann dag, og höfðu nokkrir vinir þeirra tekið, sig saman í kyr- þey að votta þeim samúð sína og vinaþel, í sambandi við tuttugu og fimm ára hjónabandsafmælið, á þann hátt, að njóta með þeim glað- rar kveldstudar, þakka fyrir sam- fylgdlna og bera fram árnaðaróskir Samkvæmið hófst klukkan hálf níu og stýrði því J. J. Bíldfell. Að 'samkvæminu settu, bað séra Björn fólk að syngja þrjú vers úr sálminum “Hve gott og fagurt og inndælt er,”, í lok sönj>tsins flutti prestur bæn, og ávarpaði þar næst heiðursgestina með stuttri ræðu, um leið og hann fyrir hönd komu- manna, afhenti silfurbrúðhjónun- umvandaðan silfurborðbúnað, til minja um heimsóknina. par næst sungu allir “Hað er svo glatt sem góðra vina fundur’. Frá kvennfé- lagi fyrsta lút. safnaðar er Mrs Johnson hefir lengi veitt forstöðu, hlaut hún fagran blómsveig sem virðingar og vináttu tákn frá starf- systrum sínum. Mesti fjöldi karla og kvenna tók til máls og einkendi sami ylurinn allar ræðurnar. Á milli ræðanna voru isungnir íslenzk ir þjóðernissöngvar og dró engin af sér. * Silfurbrúðhjónin þökkuðu með hlýjum orðum, fyrdr heimisóknina, og létu eigi sinn hlut eftir liggja í því að gera kveldið sem ánægju- legast fyrir alla. Eftir að forseti hafði lýst aðal- skemtiskrána tæmda ,voru fram- reiddar veitingar er báru glögg einkenni hinnar alkunnu íslenzku risnu. Yfir 60 manns munu hafa tekið þátt í heimsókninni, og er það þó óefað eigi nema lítið brot úr vina- hópi silfurbrúðhjónanna, því hann er stór bæði innan bæjar og utan. 3. Nóvember 1912. Heiðruðu landar og Viðskiftavinir. Eg undirskrifaður hefi í hyggju að taka að mér aktýgi ykkar til viðgerðar, ásamt öllum skófatnaði ykkar, sem þurfið á því að halda, og nú er tíminn til þess, á meðan snjórinn er og áður en vorvinna byrjar aftur. Hvort það er karl eða kona gildir einu fyrir mig. Og öll mín vinna e'ðia viðgerð vil eg að -sé vel og sterklega gerð, svo að fólk sé ánægt með það og' engin svik í verki. Um eitt þarf eg að áminna ykkur, góðu viðskiftavinir, og það er það, að láta það ekki liggja svo vikum skiftir hjá mér, eftir það er tilbúið, því að það kemur sér afar- illa, komi slikt oft fyrir. Og svo bið eg alla að hafa það hugfast, að eg vil hjálpa yður og vil standa með ykkur hér engu síð- ur en eg stóð við hlið félögum mín- um á hinum róstusama vígvelli hinu megin við sundiðl Og svo get- ið þér séð, að eg ber traust cil yðar, hvort sem þér eruð persónulegir vinir mínir eða ekki, því allir þurfa og vilja vinátttu, að eg hygg, hvað- an sem hún kemur. Og það er mín ósk, að geta fengið góða viðskifta- vini, og að endingu mælir þetta yð- ar einlægur vinur John Lindal. skó- og söðlasmiður. Box 65, Lundar, Man. Landhelgi. (Eftir “Vísi.”) Sjávarútvegssamvinnunefnd hef- ir borið fram í neðri deild svolát- andi tillögu til þingsályktunar um stækkun á landhelgissvæðinu: — Alþingi ályktar, að skora á ráðu- neytið að gera tilraun til þess að fá samningum um landhelgislín- una breytt þannig, að hún verði yfirleitt færð út og landhelgis- svæðið stækkað, en sérstaklega þó að landhelgissvæðið taki yfir alla Kristallinn í góðu salti verður að vera ekta og bráðna vel. pess má æt.íð vænt.a f l ManitobastjórninogAlþýðnmáladeildin Greinarkafii eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnar. Skilvindur á bændabýlum. í síðasta blaði var getið um hinn nýja bækling landbúnaðar- deildarinnar, er nefnist “The Cream Separator on the Farm”.— Bæklingurinn er ritaður á ensku og saminn af Prófessor Brown og Mr. Norman, og fæst með því að skrifa “The Publication Branch, Deartment of Agriculture, Wirini- peg. pað var dálítið drepið á það í síðasta blaði, hve stórmikill hagnaður væri því samfara, að nota skilvindur. Staðurinn, sem Skilvindan skal standa á. Hvernig skilvindan reynist, er að miklu leyti undir því komið, í hvaða stelilingum hún er. Skil- vindan má ekki vera langt frá þeim stað, sem kýrnar eru mjólk- aðar, til þess að hægt sé að skilja mjólkina undir eins. Mjólkin skilst betur þegar hún er svo að segja með eðlilegum líkamshita kýrinnar — hér um bil 100 stig á Fahr. Sé skilvindan ekki á hent- ugum stað og mjólkin er ekki skil- in strax, þarf vitanlega að hita hana upp og við það tapast ekki svo lítið af rjóma. Sjálfsagt er að geyma skilvinduna á hreinum stað, þar sem loftgott er og aigi mjög kalt, og þarf undirstaðan að vera svo styrk, að hægt sé að hafa hana vel fasta. Meðferð skilvindunnar. pað er mjög áríðandi, að menn fylgi nákvæmleg'a reglum þeim, er skilvindunni fylgja, að því er meðferð þeirra snertir. Sé stað- urinn, sem skilvindan stendur á, þannig, að hún hristist meðan verið er að nota hana, slitnar hún fyr og gengur úr lagi; og við það tapast einnig allmikið af rjóma. Afar áríðandi er að halda skilvind- unum vandlega hreinum og setja þær mjög vanlega af stað, þegar byrjað er að skilja, og smá-auka hraðann. Gæta verður þess vand- lega, að renna ávalt heitu vatni (110 til 120 Fahr.) í gegn um skilvinduna áður en tekið er að skilja, og eins a reyna að hafa mjólkina sem allra hreinasta. Rétt er að láta skilvinduna snú- ast eins lengi og hún vill án þess að stoppa hana með krafti. pað er merki á góðum skilvindum, ef þær snúast .lengi af sjálfsdáðum. Hreinsun skilvindunnar. Eftir að búið er að skilja, skal hreinsa skilvinduna þegar í stað. Sé hún ekki hreinsuð undir eins, sillist bragðið á rjóma þeim, sem skilinn er næst á eftir. Alla parta og öll hjól skilvindunnar | skal hreinsa vel úr volgu vatni. Of heitt vatn skal eigi notað. En alla þá hluta skilvindunnar, sem gerðir eru af tini, skal þvo úr sjóð- ‘ andi vatni og láta þá síðan þorna r Sparsemi mótar manngildið Nafnkunnur vfnnuveitandl sagði fyrir skömmu: "Beztu mennirnir, er vinna íyrir oss 1 dag, eru þelr, sem spara peninga reglulega. Einbeitt stefnufesta, og heilbrigður metnaSur lýsir sér i ftllum störfum þeirra. I>eir eru mtnnirnir, sem stöSugt hæltka i tigninni, <>g Þeir eiga sjaldnast á hættu aS missa vinnuna, þótt atvinnu- deyfS komi meS köflum.” THE DOMINION BANK Notre l)ame llranch—W. H. HAMII/TON, Munuger. Selkirk Hrancli—F. .1. M^NNING. Munnirer /fistöð Yðar Eigin \ Bœjarfélags | getur sparað yður s 50% á eldsneytisreikningnum. # Eldið Við Rafmagn ■ og gerið yður gott af ódýrasta suðu,- |J magninu í Norður-Ameríku. B City Light & Power 54 King Street ■ i fm ■ 1 ■■W—iM IIIMI!l!lHII!IHi;!IHim!ll!HIII!Hit*"^lllll mm flóa og firði og helztu bátamið. Ástæður nefndarinnar eru þess- ar: Hvaðanæva af landinu hafa borist og berast á hverri vertíð kvartanir um veiðispjöll og veið- arfæra, sem landsmenn verða fyr- ir af völdum útlendinga, bæði á landhelgissvæðinu og utan þess. Fyrir það þykir sjávarútvegs- nefnd hlýða að bera fram til- lögu þessa. títfærsla landhelgissvæðisins r.iundi veita landsmönnum rýmra friðað svæði fyrir veiðarfæri sín, því að tíðast eru brot landhelgis- löggjöfinni framin yzt í land- helginni og nærri landhelgislin- unni, en landhelgisvörnin mundi þá einnig auðveldari, er flóar og firðir hefðu eigi óhelguð belti mið- línis milli andnesja. Mesta áherzlu verður að leggja á friðun fjarða og flóa, þar sem grunnmiðaveiði er stunduð og botngróðurinn með dýralífi því, sem honum fylgir, hænir fiskinn að á vertíðinni; þær stöðvar liggja víða rétt utan við núverandi land- helgislínu, eins og t.d. í innri hluta Faxaflóa. Slík fiskimið j bafa frá ómunatíð verið eins ogj forðabúr landsbúa, sem veittu j björg, þegar annað brást. Upp- ræting þeirra af útlendum-^veiði- mönnum er landinu ómetanlegt tjón, sem sjálfsagt er að varna, ef kostur er á. RflGUR OSKAST Vér erum ávalt Reyðubúnirtii þess að Kaupa góðan RÚG SENDIÐ BYRGÐIR YÐAR TIL | ! B. B. Rye Flour Mills | LIMITED WINNIGEG, MAN. Tilagan var samþykt umræðu- lítið í neðri deild í gær og verður nú lögð fyrir efri deild. Auglýsingí Lög- bergi borgar sig. Pantið kútinn með rauðu gjörðunum með Maltum Stout eða Temperancc Aie Bláu Gjarðirnar pýða Maltum Allar beztu ög IJúffengustu teg- undirnar af sætu maltum og hops, eru innifólgnar í Maltum Stout. Bragöið er óviöjíifnanlegt og sllk- ur drykkur styrkir líkamann bet- ur en npkkyð annað. peir, sem iðulega neyta þessa drykkjar, hressast og styrkjast og fá meiri matarlyst og betri meltingu. Ekkert herðir fólk betur gegn vetr- arkuldanum. — Maltum Beer, Maltum Stout og Temperance Ale fæst nú f tunnum eða kútum, % og. % stærð, mátuleg fyrir heimili, einnig selt í flöskum. Pantið frá matvöru- eða aldinasalanum eða heint frá E. L. DREWRY, Limited, Winnipeé KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG. f T f T T T ? T ? ? ? ? ? ? ? ? ? T ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? V f f ? f f f t f f f ? f ♦!♦ Fáheyrð kjörkaup á yfirhöfnum kvenna Afarfallegar Fur Trimmed Vetrar-yfirhafnir Vanaverð $79. $85. og $89. Seljast nú á $65 00 pessar yfirhafnir eru alveg óviðjafnalegar að sniði, frágangi, og hvað verðið snertir, skara þær langt fram úr öllum slíkum tegundum, sem á markaðinum eru. pær eru ákaflega hlýjar, með breiðum og þykkum ekta Hudson Seal krögum, sem ekkert óveður gengur í gegn um. Yfrhafnir úr vanalegu klœði. Rá\ Vanaverð $45.00 og $49.00 Seldar á Stórkostlegt úrval af fyrsta flokks Silvertones, alullar kápum, með breið- um kraga og ermaslögum, með því allra fínasta sniði, sem þekst hefir, bæði fyrir ungmeyjar og frúr. Kjörkaupsvetð $39.50 Hollinsworth & Co. Ltd. Specialists in Womens and Misses Ready-to-Wear 386 Portage Ave. - - Boyd Bldg. X ?! f T f f f f T f f f f t f f t f f f f f f f t é

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.