Lögberg - 13.11.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.11.1919, Blaðsíða 6
Bl«. t LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1919. ttl _«efl skóU, Mt. sem Vert51 vore aí5 gelslum Veg'l llfsins S.. P. P. P. Að líta til baka. I síðasta Sólskins blaði athuguðum vér nokk- ur atriði frá fyrstu landnámsárum Jamestown- anýlendunnar. Nú viljum vér draga fram nokkur atriði úr sögu Plymouth nýlendunnar. Eins og vér gátum um áður, þá urðu afdrif jþeirra manna, sem þangað fluttust fyrst, alt ann- að en glæsileg. Því að þeir, sem ekki dóu fyrsta árið 1607, hröktust flestir í burtu. En Plymouth- félagið var samt ekki af baki dottið. Það vildi fá að vita ástæðuna fyrir þessum óförum, og því var það, að sjö árum seinna, eða árið 1614, fékk það skipstjórann John Smith til þess að takast ferð á hendur vestur til Norður Virginia, eins og það var þá kallað. Hann átti að kanna landsvæði fé- lagsins og draga upp af því landabréf. En land- 8væði félagsins náði frá Nova Scotia og til Long Island sundsins. Smith fór vestur og gjörði það, sem fyrir hann var lagt, og nefndi landsvæði þetta Nýja England, og heldur það því nafni enn í dag. Mismunandi trúarskoðanir. I sögu Englands, í þeim parti, sem f jallar um ændurbóta tímabilið, lesið þið um hvernig að Hin- rik áttundi og afkomendur hans brutu páfavaldið á bak aftur og sögðu, að það væri nauðsynlegt þroskaskilvrði að kirkjan á Englandi væri óháð. Margir gjörðu sig ánægða með þessa breyt- ingu. Aftur voru það aðrir, sem ekki voru á- nægðir; héldu því fram. að breytingar þær, sem gerðar voru á kirkjusiðum og trúaratriðum gengi hvergi nærri nógu íangt. Þeir héldu því fram, að nauðsynlegt va;ri að hreinsa vel til í kirkjunni og hlutu þeir því nafnið “Puritans”. En þrátt fyr- ir það, þótt þeir væru þannig óánægðir með til- högun á kirkjusiðum og kenningum, héldu þeir á- fram að vera starfandi meðlimir hennar. Og enn aðrir gengu lengra í kröfum sínum og sögðu, að menn þeir, sem sameiginlega skoðun hefðn á kirkjusiðum og trúmálum, ættu að fá að vera út af fyrir sig með þær skoðánir, svo að þeir voru kallaðir aðskilnaðarmenn, sökum þess, að þeir vildu segja skilið við ensku kirkjuna. En þjóðhöfðingjum á þeim tímum þótti við- sjárvert að leyfa mönnum að hafa mismunandi skoðanir á kiricjumálum. Þeir þóttust sjá, að ef menn fengju að komast upp með að óhlýðnast kenningum kirkjunnar, sem að var lögbundin rík- isstofnun, þá mundi ekki líða á löngu þar til þeir færu að óhlýýðnast í fleiru — héldu, að þá gæti svo farið, að þeir færu að óhlýðnast hinum borg- aralegu lögum ríkisins og jafnvel gæti sú óhlýðni gengið svo langt, að þeir færu að óhlýðnast þjóð- höfðingjunum sjálfum: Afleiðingin af því varð sú, að bæði kaþólsk- um og aðskilnaðarmönnum var bannað að halda sérstakar guðsþjónustur, og margir þeirra voru settir í fangelsi. I Aðskilnaðarmenn flýja landið. Heldur en að láta banna sér að tilbiðja guð sinn á þann hátt, sem þeir sjálfir þráðu, þá flúðu þeir af landi burt og fluttu þá til Niðurlanda, því þar máttu þeir tilbiðja guð eftir því sem þeir sjálfir þráðu. Það voru nokkrir menn úr hinum svo nefnda Scrooby söfnuðj, sem fyrstir fóru burt af Eng- landi árið 1607, og fór sá hópur til Amsterdam fyxst, en flutti sig eftir lítinn tíma til brogarinnar y Leyden, þar sem þeir þurftu að vinna baki brotnu til þess að hafa ofan af fyrir sér. Þarna áttu þeir heima í tíu ár, en á þeim tfu áram breyttust kringumstæður þeirra. Þeir fengu að vísu að halda trúarbragðalegu frelsi sínu, en þeim tókst heldur illa að innræta börnum sínum trú sína. Þau urðu foreldrum sinum frá- hverf, trúarlega og tóku upp þar innlenda siði svo fljótt, að auðséð var að þeir mundu verða alhol- lenkzir ef ekki yrði einhver rönd við reist. Svo þeir tóku það ráð að flytja úr landi burt með sig og sína, og réðu við sig að flytja vestur um haf til Ameríku. þar sem þeir fengju að lifa sínu eigin lífi óáreittir. Þeir gerðu samninga við ráðsmenn Lundúna- félagsins um að láta sig fá bújarðir, þegar vestur kæmi, og lögðu svo af stað frá Hollandi á skipi, sem þeir nefndu Speedwell, árið 1620. Á leiðinni vestur komu þeir til Southampton - á Englándi, þar sem að vinir þeirra slógust í för- ina á öðru skipi, sem að Mayflower hét. Svo lögðu bæði skipin út frá Southampton saman; en þau voru ekki komin langt undan landi, þegar Speedwell fór að leka, því það skip var gamalt og lítt sjófært, svo þau urðu að snúa aftur til lands og afferma það. / / A Píla (frnnarnir leita sér hcclis í Ameriku. En að síðustu lagði þó Mayflower ó stað aft- ur raeð hundrað farþega innanborðs, sem var fleira en góðu hófi gegndi, og var því þröngt á skipinu. Svo hrepti það hvassviðri mikið í hafi, en loks eftir langa og harða útivist kom May- flower til Cape Cod 21. nóvember 1620. En það var í landeign Plymouth félagsins, og var því enn löng leið til landa þeirra, er Lundúnafélagið hafði úthlutað þeim, því þau voru lengst vestur með ströndinni, þar sem nú er New Jersey. En bæði vaf nú það, að komið var fram á vetur og eins hitt, að fólk var illa leikið eftir sjóferðina, svo að hópurinn réð við sig að setjast þar að, sem þeir voru komnir, bæði sökum ástæðanna, sem að ofan eru greindar og eins fyrir þá sök, að þeim var ljóst, að landnám var þeim velkomið í landeign- um Plymouth félagsins. Svo þeir lentu 21. des- ember 1620, í stað þeim, sem John Smith hafði áður gefið nafnið Plymouth. En veturinn sá var erfiður og kaldur, og ný- byggjarnir voru illa undir hann búnir, í þunnum kíæðum urðu þeir að vera úti í vetrarnæðingun- um, því nú var eftir að byggja skýli fyrir vetur- inn. En þeir voru ólíkir hinum fyrri hóp sem út fluttist að því leyti, að þeir voru ótrauðir til e vinnu. Fyrst var félagsbú hjá þessum nýlendumönn- um. Þeir höfðu lánað peninga í félagi á Englandi til þess að kaupa það, sem nauðsvnlegast var til ferðarinnar, og þeir héldu þerm félagsskap áfram bæði við vinnu og vistaföng eftir að vestur kom. En brátt fór að bera á óánægju með slíkt fyrir- komulag, því ágreiningur reis út af því, að sumir fóru að draga sig í hlé við vinnuna, og þar kom að þeir, sem afkastamestir voru, afsögðu með öllu að vera að vinna fyrir aðra. En húsin komust upp handa þessu fólki; það voru bjálkahús, flest með moldargólfum eða þá klofnum trjám, sem lögð voru á jörðina þannig, að flata hliðin sneri upp. En samt, þó að þessi skýli kæmust upp, voru viðbrigðin fyrir þetta fólk svo mikil, að það veikt- ist og helmingurinn af því dó um veturinn. Framh. Sagan af Monte Cristo. 11. KAPITULI. Tollþjófarnir. Skipið Amelía stóð ekki lengi við í Leghorn, því óður en vikaNvar liðin frá því að þeir komu, var skipið aftur hlaðið baðmull, skotfærum, tó- baki og gisnu líni. Og voru allar þessar vörur tolfríar í Leghorn, því þar var frjáls verzlun. En þær áttu að fara til Frakklands og gátu þær ekki komist tollfríar þangað á löglegan liátt. En hlutverk skipverja á Amelia var að koma vörunum til Corsiea, þar sem annað skip átti að vera til staðar að-koma vörunum' þaðan og til Frakklands. Þeir fóru frá Leghorn að kveldi dags og sigldu fyrir þægilegum byr alla nóttina. Snemma næsta morguns kom skipstjórinn upp á þilfar og bjóst hann ekki við að hitta neinn af skipverjum þar nema stýtimann. En auk þess sá hann Ed- momd, þar sem hann stóð út við öldustokkinn og starði á hrúgu af hrikalegu grjóti, þar sem hún reis upp úr hafinu um mílu vegar frá skipinu, og á andliti hans var einkennilegur svipur. Edmond var að horfa á Monte Cristo eyjuna, staðinn sem að Faria hafði lýst svo vel fyrir honum og sem að hann hafði þráfaldlega séð í draumum sínum. Hann vissi, að hann þurfti ekkert annað en að steypa sér í sjóinn og synda til eyjarinnar, það tæki hann ekki meira heldur en klukkutíma. En hann spurði sjálfan sig: “Hvað get eg svo gert eftir að eg kemst þangað, verkfæralaus og matarlaus,” og honum fanst þegar að hann hugsaði málið vel, að í þannig löguðu ástandi myndi hann ekki fá miklu til leiðar komið. “Eða, hvernig ætti eg að komast í burtu þaðan aftur,” hugsaði hann, “og hvað mundu skipverj.ar hugsa um mig, ef eg stingi af nú þegar? Og svo skyldi nú enginn fjársjóðurinn finnast og sagan um þessa auðlegð vera bara heilaspuni úr Faria? Nei, það gat eigi verið, því erfðaskrá Spado kardí- nála eða það, sem eftir var af henni, var þó til. Faria hafði sýnt honum hana og hann kunni hana reiprennandi alla saman.” Og hnn hafði orðin yfir til þess að ganga úr skugga um, að hann hefði ekki gleymt neinu, og á meðan tók hann augun aldrei af eynni. Daginn eftir komu þeir upp að ströndum Cors- iea, en héldu sig þó í hæfilegri fjarlægð frá henni þar til tók að kvelda. Sáu þeir þá að eldur var kveiktur á landi. En það var merki frá samverka- mönnum þeirra þar, að öllu væri óhætt og að þar væri óhultur staður til þess að koma vörunum á land. Og sem svar upp á þetta, lét skipstjórinn á Amelia kveikja á lukt og draga hana upp í topp á öðru mastrinu. Enn fremur tók Edmond eftir því, að skip- stjórinn, eins og varkárum manni sæmdi, hafði látið færa tvær fallbvssur til á þilfarinu þannig, að þær voru handhægar, ef á þurfti að halda, og þó að þessar byssur væru ekki af stærstu gerð, var ekki neinn vafi á að þær mundu geta orðið skeinuhættar þeim sem vildu ónáða tollþjófana í sambandi við verzlun þeirra. En það kom ekki til þess að þær þyrfti að brúka við þetta tækifæri, því alt gekk mæta vel. Seint um kvöldið komu f jórir bátar úr landi og með mannafla þeim, sem Amelia gat veift, var bú- ið að skipa öllum vörunum upp klukkan tvö um nóttina. Að því loknu. eða næsta dag, kallaði skipstjóri menn sína fyrir sig og borgaði hverj- um manni sinn hluta af ágóðanum, eins og oft var siður hjá slíkum mönnum, og komu rúm þrjú pund sterling í hlut. Þegar þessu öllu var lokið, héldu skipverjar á stað til Sardinia og áttu þeir að taka þar farm af sherry-víni og tóbaki. 1 þeirri ferð bar fátt til tíðinda. Þeir komu í tæka tíð til Sardinia og tóku vörumar um borð í skipið. En þegar þeir voru búnir að létta akkerum komu tollþjónarnir og lenti þá í bardaga, og í honum særðust tveir af mönnum Ameliu og annar þeirra var Edmond. En skipið komst undan og út á rúmsjó. Þegar að þar var komið, var farið að kanna sár mannanna og kom þá í ljós, að Edmond hafði fengið skot í handlegginn, en var ekki hættulega særður, sem betur fór, því læknir var enginn á skipinu, og varð Jacopo því að taka að sér að búa um sárið, og greri það fljótt. Þessir tveir menn, Edmond og Jacopo, urðu brátt mjög samrýmdir. Og það var oft hægt að sjá þá tvo, þegar skipið leið áfram fyrir hægum byr, sitja saman á þilfarinu eða þá í borðsal skips- ins, og var Edmond þá að kenna Jacopo á sama hátt og Faria kendi honum, og var Jacopo fljót- ur að læra alt, sem Edmond kendi honum um legu laudanna, hvernig að menn færu að hagnýta sér kompásinn og hvernig menn færu að gjöra sér grein fyrir stjörnunum. » Þannig liðu tveir mánuðir, að Edmond fékk ekkert tækifæri að komast til Monte Cristo eyj- unnar. En hann hafði samt verið að hugsa um það, hvemig hann mætti framkvæma þann ásetn- ing sinn. Hann hafði komist að þeirri niður- stöðu, að hyggilegast væri að segja upp vistinni á skipinu að liðnum þeim þrem mánuðum, sem hann hafði ráðið sig, og leigja sér svo smáskip til þess að fara á til eyjarinnar, og til þess hafði hann næga peninga, er hann hafði sparað af kaupi sínu. Og þegar hann væri kominn til eyjarinnar, þá hefði hann nægan tíma til þess að leita að fjársjóðnum í næði. Það eina, sem honum þótti að þessu fyrirkomulagi, var það, að hann þurfti að ráða menn með skipinu, sem ag gætu máske farið að hnýsast eftir því, hvað hann væri að gera þar. Aðal spursmálið í þessu sambandi virtist vera það, hvernig hann ætti að fara að losna við slíka fylgisveina. Hann var enn að velta þessu fyrir sér eitt kvöld, er þeir lágu í höfn einni og skipstjórinn kom til hans og spurði hann að, hvort hann vildi ekki verða sér samferða í land; kvaðst hann eiga erindi við kaupmenn, sem voru náttúrlega toll- þjófar. Ednuind var fús til þess, svo þeir gengu í land og að vínsöluhúsi einu litlu, sem þar stóð við götu eina 'þar skamt frá höfninni, sem ekki var fjölfarin. Þegar þeif komu til búðarinnar voru menn þeir, er skipstjórinn þurfti að finna, þar fyrir, og tóku þeir tai með sér tafarlaust. Og umræðu- efnið snerist um það, hvar bezt mundi að skipa upp tyrkneskum gólfábreiðum, silki og þessháttar vöru, sem fara átti til Frakklands. Upp á mörgum stöðum var stungið, sem menn höfðu þó eitthvað að athuga við. Að síðustu sagði einn af fundarmönnum, að álit sitt væri, að til þess væri enginn staður heppilegri en Monte Cristo eyjan, því þai byggi enginn maður, og þar væri því hvorki að óttast hermenn né heldur tollþjóna. Edmond hlustaði á þessa samræðu með at- hygli, og þegar talið fór að hneigjast að Monte Cristo eynnl, og ekki sízt, þegar allir urðu ásáttir með að hún væri einmitt heppilegasta plássið, sem hugsast gæti til þess að fela vörurnar þar til tæki- færi gæfist að koma þeim til Frakklands, varð hann að hafa sig allan við að gefa ekki geðshrær- ingum sínum of lausan tauminn. Og er málið var borið undir hann, sagði hann eins rólega og hann gat, að eftir lýsingunni á evnni, þá væri hún lík- legasti staðurinn, sem hann hefði heyrt talað um. , Svo var það afráðið, að Amelia legði af stað til eyjarinnar morguninn eftir, ef að veður leyfði, og vonuðust þeir þá ná til eyjarinnar ef hagstætt veður héldist, einhv.ern tíma á öðrum degi. Að svo mæltu var ráðstefnunni lokið og fór skipstjóri og Edmond fram á skip. Feðratungan og þjóðrœknin. Eftir Sigurð Vigfússon. Varðveisla móðurmálsins o'g feðratungunnar er und- irstad'i þjóðrœkninnar. pað er næsta undravert, hve vel Vestur-ís- lendingum hefir tekist að varðveita móðurmál sitt og feðratyngu, þegar litið er á alla þá örðugleika, sem þeir hafa haft að mæta, svo sem bókafæð og fleira. pó mun fæstum blandast hugur um það, að altaf vandast málið og efnin á að viðhalda því og varðveita það frá glötun. Mörgum þykir því sem pjóðræknisfjelagið nýstofnaða mundi vart geta tek- ist þarflegra efni á hendur en það að gera sjer sem allra mest far um að hlúa að feðratungu hinnar uppvaxandi íslensku kynslóðar hér vestra. pótt eg sje nýgenginn í pjóðræknisfjelagið, get eg eigi stilt mig um að leggja á ráðið og setja frarn nokkrar gagnlegar athuganir við íslenska tungu, sem kynnu að geta komið einhverjum íslensku-vini að notum, þótt í litlu sje.' Gæti þær orðið til þess að vekja upp einhvem færari mjer til þess að gera meira og betra, er tilganginum náð. En áður en vjer leggjum út í athugun tung- unnar sjálfrar, skulum vjer hugleiða ögn þann yfir- burða hæfileika, sem mönnunum einum er gefinn fram yfir skepnurnar, semsje málfærið sjálft og þýðing þess. Skilningsfæri mannsins. Eitt hið fyrsta, sem oss er kent, er það, að maðurinn sje skynsemi gædd vera. Og það er rjett. Heimurinn, með öllu því sem í honum er, er sjónar- svið anda vors, og líkami vor er gæddur skynfær- um, sem í daglegu tali eru nefnd skilningarvit, fimm að tölu. pessi'ékynfæri má skoða sem fregn- stöðvar, er veita oss margs konar þekkingu á um- heiminum. Augun sýna oss hluti, blóm og dýr í allri fjölbreytni þeirra og litskrúði. Eyrun færa oss hinar unaðslegu söngraddir fuglanna, er skemta oss svo undur vel. Nasirnar eru oss þarflegar til þess að greina blómailminn angansæta frá daun þeim, sem leggur af rotnandi líkömum jurta og dýra. Tungan veitir oss hjálp til að greina heilnæm efni frá óheilnæmum af smekk þerra. Húðin sendir oss tíðindi um sársauka og þægindi. öll þessi skynfæri eru trúir verðir líkama vors og rjett nefndar útstöðvar skynstöðinnar sjálfrar, sem hefir aðsetur sitt í heilanum, og er samtengd þeim með taugaþráðum líkamans. Skynfærin eru þannig í eðli sínu að eins nokkurs konar símastöðv- ar, sem senda skeyti inn á við til heilans um alt það, er við ber í grend við oss. — Að þessu leyti eigum vjer sammerkt skepnunum. Yfirburðir mannsins. Maðurinn tekur langt fram öðrum skepnum jarðarinnar. Hann breytir hjóstrugum eyðimörk- um í frjósama aldingarða, gerir vegi yfir verstu torfærur, byggir stórhhýsi, skygnist inn í dularöfl náttúrunnar og tekur þau í þjónustu sína. í stuttu máli: breytir náttúruríki heims þessa í undraverðan manna bústað. Hann er konungur jarðarinnar. pessa yfirburði sína yfir dýrin á hann að þakka rannsakandi anda, sem honum er veittur fram yfir skepnuna. Raddfæri mannsins. Jafnframt þessum þróttgjarna rannsóknar- anda er maðurinn einnig gæddur þeim hæfileika, að geta varðveitt hugsjónir sínar og gróðursett þær í hugskot annars manns. Og í því skyni er hann út búinn með gróðursetningarfærum þeim, er nefnast raddfæri. Skilningsfærin voru áður nefnd sem mót- tökufæri að jýps. Eitt af þeim megnar þó að senda skeyti út á við, og það er tungah. Með aðstoð hennar getum vér gert hugsanir vorar skiljanlegar hver fyrir öðrum. Með hjálp raddfæranna senda menn- irnir hver öðrum taiandi hugsanaskeyti — eiginlega loftskeyti — og nefna það viðtal eða samræður. Tungan sendir hugsanaskeytið, eyrað tekur við því. Skynstöðin ræður skeytistáknin og gerir sjer grein fyrir hugsaninni. Frá náttúrunnar hendi er tungan einasta við- talsfæri mannsins, og því hafa viðræður manna á milli hlotið nafnið tungumál. Málleysingjum er kent að talast við með fingr- um og augum. pað er nefnt fingramál. Rithönd. Vjer getum þó því að eins talast við með raddfærum og eyrum, að vjer sjeum ekki langt hver frá öðrum. pegar langd; er á milli, getum vjer eigi heyrt hver til annars, og þurfum því að beita öðrum meðulum til þess að ræðast við. pá kemur í góðar þarfir sú uppgötvun mann- anna, að gera myndir af grunnhljóðum tungunnar. Á þann hátt geta menn skifst á hugsunum hvar sem er um víða veröld. Höndin ritar hugsanatáknin á blað. Augað' tekur mynd af hinu ritaða og birtir skynstöðinni hana. Skynstöðin ræður rittáknin og les hugsunina út úr rithöndinni. pegar menn talast við á þennan hátt, er höndin sendivjelin í stað tungunnar, og augað móttökufær- ið í stað eyrans. Símakerfið er í eðli sínu að eins langskeyt talfæri (hÖnd og tunga). Eðli tungumáisins. Sjerhvert tungumál meðal mentaðra þjóða skiftist þannig í tvær greinar: raddmál (mælt mál) og bókmál (ritmál). Raddmálið er viðtalsmál einstaklinganna. pað er myndað af hljóðum einum saman og gengur munn frá munni.' pað er lifandi mál og eldra en bókmálið. Bókmálið er menningar- og viðskiftamál þjóð- anna. pað varðveitir hugsanir manna frá löngu liðnum öldum um ómælilegt skeið, og nær til allra nær og fjær. pað er myndað af bókstöfum, og er að ýmsu leyti frábrugðið raddmálinu. pað er eng- mn kostur á að sýna öll hljóðbrigði raddmálsins í ritmáli. Vjer gerum þannig mun á framburði og stafsetning. Framburðurinn er grein af raddmálinu. Stafsetningin &rein af bókmálinu. pað eru einmitt reglurnar fyrir þessum tveim- ur greinum móðumálsins, sem vjer þurfum að læra. Vjer þurfum að læra að tala og rita rjett mál og hreint.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.