Lögberg - 13.11.1919, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.11.1919, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1919. BIs. 7 Formaður segirþaðhafi bjargað lífi síou. Mahoney bjóst ekki við að komast nokkru sinni úr rúminu, en nú er hann tekinn til vinnu áftur. peir eru ekki fáir, hinir undur- samlegu vitnisburðir, sem Tanlac hefir fengið, en vitnisburður James Maboney, sem heima á að 22 East 15th St., Los Angeles, og sem gerður var heyrin kunnur 9. okt. síðastl., verður að teljast einn af þeim allra eftirtekarverðustu sem oss hafa borist. Mr. Mahoney er allra manna ráðvandastur-, og má því treysta vitnisburði hans í alla staði. Mað- ur þessi hefir verið í full tíu ár við Richards-Naustadt Construc- tion Co. Nágrannar hans allir og vinir eru nær seim er reiðubúnir að staðfesta þenna vitnisburð. “Vinir mínir töluðu daglega um það sín á milli, að eg mundi eiga mjög skamt eftir ólifað, og sjálf- ur hugði eg það sama,” segir Mr. Mahoney. “í síðastliðnum júlímánuði tognl aði eg í bakinu við að lyfta þung- um stálbolta, og virtist alt tauga- kerfi mitt þar með ganga úr lagi. Meltingin fór út um þúfur og Imag- inn fyltist af gasólgu. pað var engu líkara, en að steinn væri í maganum á mér og mér varð ó- glatt af öllu, sem eg lét ofan í mig. Matarlystin þvarr dag frá degi og með henni hurfu einnig kraftarnir, og eg þori að full- yrða, að um það’ leyti mundi eg tæpast hafa getað látið vatn renna undir tíu punda lóð. -Áður en eg varð fyrir slysinu, vóg eg eitt- hvað hundrað fimtíu og fimm pd., en eg var að smá-léttast, unz eg var orðinn að eins sextíu og fimm pund, eða lítið annað en skinin bein. Eg heyrði oft kunningja mína, selm komu að heimsækja mig, vera að pískra um það, 'þegar þeir fóru, að nú mundi veslings Jim ekki endast mikið lengur. Og sjálfur hafði eg enda gefið upp alla von. Mér fór hnignandi dag frá degi og kökkurinn í maganum, eða hvað það nú var, olli mér þrá- falt meiri og meiri sársauka. Loks sagði læknirinn mér það, að fokið væri í öll skjól, ekki um annað að ræða en uppskurð, sem gæti þó tæpast haft nema einn enda, með því að mótstöðukraftur minn væri svo að segja þrotinn með öllu. “Dag nokkurn, skömmu seinna, kom kunningi minn einn til mín og sagði mér frá því, hve ótrúlega fljótt Tanlac hefði læknað dóttur sína, og hvatti mig til þess að reyna það. Eg þverneitaði í fyrstu, með því að konu minni var mót- fallin að eg tæki nokkur önnur meðul en þau, sem gefin væru samkvæmt læknis forskrift. En svo fór að lokum, að þessi kunn- ingi minn sagðist ætla að útvega mér flösku af Tánlac, án þess að nokkrir aðrir skyldu um það vita. Eg byrjaði að nota það þegar í stað, og eftir að vera kominn nokk- nokkuð á þriðju flöskuna, var mér talsvert farið að batna. Eg hætti samstundis að nota önnnur með- ul og bakverkurinn smáminkaði, og sömuleiðis kökkurinn í magan- um, eða hvað það nú var. Eg fór að fá matarlyst og jafnframt því að hressast og fitna. — Eg hefi í alt notað eitthvað nálægt tuttugu flöskum og veg nú hundrað og þrjátíu pund, og hefir þyngd mín rétt tvöfaldast frá því sem var rétt áður en eg fór að neyta þessa dásamlega lyfs. Nú er eg farinn að vinna fulla vinnu fyrir nokkru og þreytist varla nokkuð sem teljandi sé. — Eg sef vært og án drauma hverja nótt og vakna endurhrestur að morgni, með hug- ann þrunginn af starfslöngun. Kona mín er sannfærð um, engu síður en eg að Tanlac sé dásamlegt meðal, hið bezta í víðri veröld, og við sannarlega lofum það alla okkar æfi og ætlum aldrei að vera án þess á heimilinu.” Tanlac er selt í flöskum og fæst í Liggett’s Drug iStore, Winni- peg, og hjá lyfsölum út um land; hafi> þeir það ebki við hendina, þá geta þeir þó ávalt útvegað það.— Adv. * Agrip af ferðasögu Árna Sveinssonar til íslands sumarið 1919. (Niðurl.) Föstudaginn 22. ágúst vorum við nálægt Ontario vatni, er Tor- onto borg þar mjög nærri. Við fórum frá Toronto kl. 10 mínútur gengin til ellefu. Laugardaginn 23/ ágúst fórum við gegn um mjög hæðótt land, klöppótt, grýtt og óbyggilegt, sáum þó í lægðun- um nokkur smá og óálitleg bænda- býli, með smáblettum yrktum um- hverfis. Vorum í Sudbury kl. hálf sjö næsta morgun. pað er talsvert stór verzlunarbær. Landið sem við höfum farið í gegn um, er alt vaxið smáum greniviðar skógi vestur undir Selkirk, þótt grýtt sé. — Við vor- um komin til Selkirk kl. 3 en til Winnipeg kl. 4 e. m. Árni sonur Árna Eggertssonar mætti okkur á brautarstöðinni og tók alla nema mig heim í hús föð- ur síns; en það var fyr|r gáleysi hans. Eg þurfti inn í stöðvarhús- ið að sækja töskur mínar, en þeg- ar eg kom út með þær, var Árni farinn heim til sín. Eg keypti þá mann með mótorvagtt fyrir $1.75 til að flytja mig til nr. 766 Victor stræti. En svo fór eg strax það- an. með önnu dóttur minni til Quo Vadis Block, suite 27—28. Mánudaginn 25. ág. kom eg á skrifstofur Lögbergs og Heims- kringlu. Og þriðjudaginn 26. fór Anna með mér ofan á C.P. braut- arstöðina. Hafði eg rétt tíma til að kaupa mér farbréf og fara um borð á farþegalestina, sem fór á stað kl. 7.40 mín. Ferðin gekk vel til Glenboro. Svo skal eg að endingu geta þess, að mér leið mjög vel á öllu ferðalaginu á íslnadi og eins báð- ar leiðir á hafinu til og frá Islandi. Var eg þó á öðru farrými á aust- urleið minni, með White Star- línu gufuskipinu Megantic. En brytinn var mjög skyldurækinn og eftirlitssamur með það að fólkið hefði gott fæði og að rúm og allur aðbúnaður væri í góðu lagi. Og á Gullfossi leit brytinn og herberg- isþernan eftir því, að okkur vant- aði ekki neitt af því, sem við átt- um tilkall til. Gullfoss er ágætt skip, með flest nútíðar þægindi fyrir farþega. pað helzta, sem mér fanst hann vanta, eru nægi- lega öflugar vélar, til að láta hann hafa næga ferð. Svo er það þakklætisskylda mín að minnast þess, hvað mikla á- nægju eg hafði af að heimsækja gamla ættlandið okkar, og þá eink- anlega blessað fólkið, ættsystkini vor, og finna, hve hlýjan hug það ber til okkar Vestur-ísiendinga. Og marga langar til að ferðast hingað vestur, sérstaklega kven- fólkið, og sumt af því til að setj- ast hér að, því það kannast nú flest við, að Vesturheimur sé frjó- samt farsældarland, og þá ekki sízt kvenfólkið. Og kvenfólk- ið minti mig á æskuárin mín á íslandi, þegar eg sá það í peysu- fötunum sínum með skotthúfuna og fagra hárið, sem liðaðist laust eða í löngum fléttum ofan að mitti og á mörgum iengra; það var ií'ka laust við alt tildur. Svo vii eg votta mitt innileg- asta hjartans þakklæti, Indriða Einarssyni, konu hans og börnum, þeirra góðsemi mér til handa; og eins biskupinum, Jóni Helgasyni, og konu hans. Ekkjunni frú Guð- rúpu J. Hallgrímsson og ekkjunni frú Helgu J. Ólafsson, sömuleiðis dóttur hennar, sem er kona Ág. prófessors Bjarnasonar. Og þó biskupsekkjunni, móður prestsins okkar, séra Friðriks Hallgríms- sonar. Við höfðum langt samtal, og þótt við hefðuín skiftar skoðan- ir viðvíkjandi andatrú og öðrum trúmálum, kom okkur vel saman, og eg hafði sannarlega ánægju af að heimsækja hana. Já, mér var sannarlega ánægja 1 að heimsækja vora kæru ætt- bræður, og eg vona, að viðskifti og samvinna Austur- og Vestur- íslendinga haldist og fari stöðugt vaxandi í framtíðinni. Enda eru nú góðar horfur á því, þar sem á- formað er að mnyda þjóðræknisfé- lag austan hafs og vestan, nefnil. á íslandi og í Vesturheimi. Er mjög áríðandi, að það komist sem fyrst í framkvæmd, til að auka og efla þekking unga fólksins í sögu forfeðranna og ættlandsins helga, “norður við heimskaut í sval- köldum sævi“, sem nú á síðastl. 10 árum hefir tekið svo miklum fram- förum viðvíkjandi allri sjávarút- gerð, og er Eimskipafélagið gott dæmi iþess, þótt það sé ekki enn þá að öllu ieyti eins vel úr garði gert og hin eldri gufuskipafélög, sérstaklega að því er snertir vél- ar og ferðahraða. En eg vona, að fljótlega verði ráðin bót é því, og að skipin veri útbúin með nægi- lega öflugum vélum, svo þau geti farið 20 til 25 eða jafnvel 30 mil- ur á einum kl.tíma. Svo Eimskipa- félagið okkar verði ekki á eftir öðrum gufuskipafélögum í því til- liti. — Eg óska og vona, að stöð- ugt framhald verði á framförum á öllum svæðum menningar og mentunar, og að höfuðborgin Rvík verði þar á undan með góð fyrir- myndar-dæmi, eins og hún hefir oft verið á liðinni tíð. pví til sönn- unar vil eg leyfa mér að benda á hið mikla þrekvirki í sambandi við hafnarbryggjuna. par sem áð- ur var útgrynni og brimgangur, er nú vel bygður hafnargarður, og höfnin dýpkuð. Og leðja og malargrjót, sem þar til gjörðar vélar tóku og lyftu upp úr hafnar- botninum, var haft til að fylla upp ofan við hafnarveggina, sem eru hringmyndaðir og mætast á þeirri hllið sem horfir til sjávar. Er þar að eins mjór inngangur fyrir skipin, svo að enginn stórsjór fær komist inn á höfnina.. Auðvitað hrökk ekki það efni, sem tekið var úr hafnarbotninum til að fylla og slétta hið mikla svæði alt í kring og ofan við hinn háa og öfluga hafnar grjótvegg; varð því að flytja efnið sem vantaði nokkuð langt að, með þar til gjörðri járn- braut, sem hafði gufuvagn? eða mótorvagn til að draga vagnana er efnið var flutt á. pegar tekinn er til greina fólks- fjöldi óg og efnahagur bæjarins, má telja þessa hafnargerð með stórvirkjum heimsins, sem sýnir dugnað og fyrinhyggju Reykja- víkurbúa. pví óefað borgar þessi hafnargerð sig í framtíðinni, þar eð vanalega eru miklar siglingar og skipaverðir til Reykjavíkur, eiukanlega í sambandi við hina miklu fiski-útgerð landsins. Og nú má ganga af hafnargarðinum um borð á skipin, og það má líka aka öllum vöruflutningi um borð á flutninga skipin. En þrátt fyrir það, að mér leið svo einstaklega vel á feðraland- inu og blessað fólkið var mér svo frábærlega gott og alúðlegt, þá hvarflaði hugur min oft og tíðum heim til fjölskyldu minar í Can- ada. Og það var sannarlegur fagnaðarfundur, þegar börnin mín og börn Ingibjargar dóttur minn- r mættu mér á vagnstöðinni í Gienboro, sem er fimm mílur norðvestur frá heimili mínu. — Ferðin frá Glenboro heim gekk mjög vel, þótt fremur væri þröngt mótorvagninum. En sumt blessað fólkið var ekki stórvaxið, og þröngt mega sáttir sitja, og eink- anlega þegar það eru börn og for- eldrar. — Alt var í bezta lagi, þegar eg kom heim á heimili mitt, uppskeran hafði gengið fljótt og vel, því veðrið hafði oftast verið hagstætt. Eins og yður mun flestum kunnugt, er það kvenfélagið hér í austurbygðinni, sem hefir eftir- lit með öllu, er j^essari samkomu viðkemur; það var því dugnaðar- konan Mrs. Guðrún G. Simmons, sem bað mig að segja hér ágrip af ferðasögu minni heim til gamla og kæra feðralandsins okkar. Og mér var það kært, að gjöra fyrir hana þann litla greiða. Eg fékk þá líka um leið tækifæri til að þakka mínum kæru Argyle-siend- ingum fyrir alla þeirra góðvild til mín, og nú einkanlega í sambandi við íslandsferð mína. Til dæmis skilnaðar samkomuna í Argyle Hall, og í því sambandi hina myndarlegu gjöf: ferðatöskuna með nafni mínu, ártali og utaná- skrift, snildarlega grafið á nýsilf- urs skjöld, þannig orðað: “Árni Sveinsson, Glenboro, Man. Frá vinum í Argyle-bygð, 1919.” Úr- smiðurinn okkar, G. Lambertsen í Glenboro, gróf þessar setningar á skjöldinn. pað er ekki peninga- gildi töskunnar, sem gjörir hana að svo miklum dýrgrip í eigu minni, heldur er það hinn einlægi og innilegi velvildarhugur íslend- inga í Argylebygð til mín, sem hún ber vitni um, sem eg met svo mikils og sem virðist vera svo al- mennur meðal ísl. Til dæmis is voru það að eins 2 heimili í allri bygðinni (þau eru í austurbygð- inni), sem mér vitanlega tóku eng- an þátt í skilnaðar samkomunni. Er mér þó hlýtt til þeirra og eg hefi oft heimsótt þau, og hefi jafnan mætt þar höfðingsskap og gestrisni, og húsbændurnir hafa stundum heimsótt mig. Mér er því sönn ánægja að votta mitt innilegasta hjartans þakklæti öll- um Argyle-íslendingum fyrir framkomu sína gagnvart mér við þetta tækifæri, og eins á hinni liðnu tíð, sem nú er nærri 37 ár, og höfum við oftast allir unnið saman i öllum framfaramálum vorrar kæru Argyle-bygðar. Með vinsemd og virðingu. HVAÐ sem þér kynnuð eð kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT i HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið OVER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., hotni Alexander Ave. GOFINE & C0. * Tala. M. 3208. — 322-332 lOlice Aveu Horninu & Hargrave. Verzla með og vlrða brúkaða hú«- munl. eldatðr og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum á öllu sem er nokkura virkl J. J. Swanson & Co. Verxla með faateignir. Sjá um leigu á húaum. Anneat l*n og eldeábyrgðir o. fl. 808 Paris Bullding Phone Maln 2508—7 H. J. Metealfe, (Um 12 ár forstjóri fyrir ljós- myndastofu T. Eaton félagsins) Tilkynnir að hann hefir tekið að sér JOY LAFAYETTE STUDIO 489 Portage Avenue (nálægt Wesley College) Og þar óskar hann að hitta alla sína gömlu skiftavini og nýja. Fljót skil. Greiðum kostnað. Tökum ekki umboðslaun af Fur Sendingum RAW FURS OG HÚÐIR Allar Tegundir Skrifið eftir Markaðsskrá, Verðskrá og Merkiseðlum McMILLAN FUR & WOOL COMPANY 277-9 Rupert St. Winnipeg FULLFERMI AF ÁNŒGJU ROSEDALE KOL Óviðjafnanleg að endingu og gæðum. Spyrjið nágranna yðar, sem hafa notað j)ap. Ávalt fyrir liggjandi birðir af Harðkolum og Við Thos. Jackson & Sons Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63-64 Forðabúr, Yard, í vesturbænum: WALL STREET og ELLICE AVENUE í Talsími: Sher. 71. Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Seljum einnig ný Perfect reiðhjól- Skautar smíðaðir, skerptir og •ndurbættir. J. E. C. Williams 641 Notre Dame Ave. North American Detective Service J. H. Bergen, ráðsm. Alt íöglegt njósnarstarf leyst af hendi af æfðum og trúum þjón- um. — íslenzka töluð. 409 Builders’ Exchange, P.O. Box 1582 Portage Ave. Phone, Main 6390 A. G. CARTf tt úramiður GuU og silfurvöru Kupmatur. Selur gleraugu vW /dlra hæfl frjátíu ára reynr* i I öllu sem aC úr hringjum , g öSru gull- stássi lýtur. — G' rir vlð úr og klukkur á styttr tlma en fölk hefir vanist. 206 NOTRE * IAME AVK. Síml M. 4529 - tVinnipeg, Man. Dr. R. t. HURST, »• >mber of Roj i Coll. of Surgeons, k.Ng., útskrlfaðt t af Royal Coliege of PWslclans, Lt don. SérfrnClngur 1 brjöst- tauga og kven-sjúkdömum. —Skrtfst SOf Kennedy Bldg, Portage Av«. .V mót. Baton's). Tals. lá. 814. Helmh'' M. 1111. Tlml til vlCtala: kl. 2—t ■yg 7—8 e.h. Phones G. 1154 and G. 4775 Halldór Sigurðsson General Contractor 804 McDermot Ave., Winnipeg B. B. Ormi&ton blómsali. Blóm fyrir öll tækifæri. Bulb, seeds o. s. frv. Sérfræðingur í að búa til út- fararkranza. 96 Osborne St,, Winnipeg Phoqe: F R 744 Keinyli: FR 1980 Islenzk vinnustofa ACgerC bifreiCá, mötorhjöla og annara reiChjöla afgreidd fljött og vel Kinnig nyjir bifreiCapartar ávalt viC hendina. SömuleiCis gert viC flestar aCrar tegpndir algengra véla S. EYMUNDSSOBT, Vinnustofur 647—649 Sargent Ave. Bústaður 635 Alverstone St. Dr. B. J.BRANDSON 701 Lindsay Building Teubtbonr min aao OrricB-TfuAB: a—3 Halmill: 779 Victor 8t. TKI.RPHONK BálRT aai Winnipeg, Man. í Vár leggjum sérstaka áherslu á aC aelja meðöl eftlr forskrlftum lækiia Hin bestu lyf, sem hægt er aC fá, eru notuð eingöngu. Þegar þér komlC meC forskrlfUna tll vor. meglC pár vera vlss um að fá rétt þaC sem læknlrlnn tekur tll. CObCLECHK tt CO. Notre Danie Ave. og Sherbrooke St. Phones Qarry 2890 og 2691 Qlftinealevflshréf «eld. Dagtals. St J. 474. Næturt. St. J. Kalli sint á nött og degl. DR. B. GEK2ABEK, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandi aCstoCarlæknhr viC hospttal I Vlnarborg, Prag. og Berlin og fleiri hospitöl. Skrifstofa á eigin hospitall, 416—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutimi frá 9—12 I. k; X—• og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigiC hospital 416—417 Pritchard Ave. Stundun og læknlng valdra ajúk- linga, sem þjást af brjöstveikl, hjart- veiki, magasjúkdómum, innyflavelkl. kvensjúkdómuin, karlmannaajúkdöm- um.tauga veiktun. Dr. O. BJORN&ON 701 Lindsay Building fHI.KPIIONEtOARRT 352® Office-tímar: a—3 HKIMILIi 764- Victor Stieet l'RI.HPUOMKt GáKRT Tflíl WÍHnipeg, Man, Dr- J. Stefánsson 401 Bayd Building COU. PORT^CE Atí. & EDMOfiTOK *T. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka ajúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. og 2 5 e. h.— Tal.ími: Main 8088. Heinrfii Í05 OliviaSt. Tal.ími: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd BuJlding Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasyki og aCra lungnasjúkdóma. Er aO finna á skrlfstofunnl kl. 11_ 12 f.m. Og kl. 2—4 c.m. Skrlf- stofu tals. M. 3088. Helmill: 46 Alloway Ave. Talsimi: Sher- brook 3158 DR. O. STEPHENSEN Telephone Garry 798 Til viðtals frá kl. 1—8 e. h. heimili: 615 Banatyne Ave., WinnipegJ J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Someriet Block Cor. Portage Ave. ag Donald Street Tal». main 5302. A. S. Bardal 849 Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Enafrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimllis Tala Oarry 2161 Bkrifstofu T«rt. . Qarry 300, 378 Verkstofu Tals.: Garry 2154 Heim. Tkls.: Garry 2949 G. L. Stephenson PLUMBER Allskonar rafmagnsáhöld, svo sem stranjárn víra, allar tegundlr af glöeum og aflvaka (batteris). VERKSTDFft: 676 HOME STREET J. H. M CARS0N Byr ti! AUskonar Uml fyrir fatlaða inenn, einnig kriðsUtatunbúðir o. fl. Talsiml: Sh. 2048. 338 COLOWT gPP. — WINNIPEG. JOSEPH TAYLOR LOGTAKSMAÐUR Heimllis-Tals.: St. John 1844 Skrifstofu-Tals.: Matn 7978 Tekur lögtakl bæCt húsaleiguskuldir vnðskuldir, vixlaskuldlr. AfgrelCir alt sem aC lögum lýtur. Skrifstofa, 255 Main THOS. H. J0HNS0N og HJÁLMAR A. BERGMAN. íslenzkir lógfræCingar, SzRirsTOr*:— Koom 8n McArthmt BuildÍDg, Portage Avautut Áritun: P. O. Rox Ið5§. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipag Hannessoii, McTavfsh & Freemai lögfræðingar 215 Curry Building, Winnipeg Talsími M. 450 peir félagar hafa og tekið að sér lögfræðústarf B. S. Ben- sons heit. í Selkirk. W. J. Linda?, B.A..L.LB. fslenknr Ijögfræðingnr" Hefir heimild til aC taka að sér mál breCi í Manitoba og Saskatche- wan fylkjum. Skrifstofa aC 1207 Union Trust Bklg., Winniiieg. Tal- stmi: M. 6535. — Hr. Lindal hef- ir og skrifstofu aC Lundar, Man., og er þar á hverjum miðvikudegi. Tals. M. 3142 G. A. AXF0RD, Málafoerslumaður 503 PAIRIS BUILDING Winnipeg Hf Joseph T. 1 horson Íslenzkur Lögfræðiugur ^ Heimili: 16 Alloway Court,. AUoway Ave. MESSRS. PHILLIPS & SCARTH Bnrri.sters, Etc. 201 Montreal Trnst Bldg., Winntpeg Phone Main 512 Gísli Goodman TINSMIÐUR VKRKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Phoue Qarry 2686 Heimilie Oarry Nt Giftinga og Jarðarfara- blóm með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. TaU. 728 ST JOHN 2 RING 3 Gildi árangursins. pegar þér lesið vitnisburði í blöðunum, þá munuð þér oftast spyrja sjálfa yður fyrst, hvort á- rangurinn réttlæti hin sterku orð. Triner’s American Elixir of Bitter Wine er bezta meðalið gegn maga- sjúkdómum. pað fullyrðum vér. og það hefir reynsla annara sýnt. “Weston, Nebr., 24. ágúst 1919.— Triner’s American Elixir of Bitter Wine, er lang-bezta magasjúkdóms meðalið. það er alveg óviðjafnan- legt. Fr. Pacula.” Triner’s Ange- lica Tonic Bitters skarar fram úr þegar um er að ræða magnleysi og hugsýki. Lesið eftirfylgjandi vott- orð: “Ballston Spa, N. Y., 19. á- gúst 1919. Triner’s Angelica er fyrirmyndar lyf. pað bætir melt- inguna, hreinsar blóðið og veitir reglulegan svefn. Konan mín hafði þjáðst af kvefsýki í sjö ár og Triner’s Angelica læknaði hana alveg. Mich. Miller.” — Allir lyf- salar verzla með þessi meðul. pau eru einnig algengasta vörnin gegn inflúenzu. — Joseph Triner Com- pany, 1333—1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.