Lögberg - 20.11.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.11.1919, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NOVEMBER 1919 BI». S Vane «g Nina EFTIB Charles Garvice Og á meðan þau hlustuðu á hann undrandi og allskelkuð, sagði hann frá óhappinu og þeirri fórn, sem hann færði Júlían. “Hvaða gagn og ánægju gat eg haft af nafnbótinni og auðnum?” spurði hann blátt á- fram. “Eg hafði, að eg hélt, mist Nínu fyrir fult og alt. Því þó að hún væri lifandi, áleit eg að hún mundi heldur kjósa að stofna sér í lífs- hættu, en að lifa hér með mér. Lífið var mér einskis virði; — eg fann mig ekki færan um að lifa því lífi, sem af mér var krafist. Ög Júlían var hæfari til að vera húsbóndi í Lesborough en eg; eg hélt að eg tæki að eins fram fyrir hendur tímans ofur lítið. Eg vildi aldrei gift- ast, þó eg hefði haft frelsi til að gera það, því eg elskaði konu mína, hvort sem hún var lögleg kona mín eða ekki. Og svo hvarf eg. svo að Júlían gæti verið húsbóndi í minn stað. Það var ekki stór fórn; og vesalings gamla mann- eskjan, þessi daufdumba stúlka, sem þótti svo undur vænt um hann, fórnaði Kfi sínu til að írelsa mitt. Það var eins konar endurgjald — að eg gerði þann mann, sem hún elskaði, ríkan og ánægðan. Vkkur sýnist máske, að eg hafi breytt sem hálfviti — en þá var eg ekki búinn að finna konu mína aftur. ” Hann roðnaði og leit í kring um sig. “Hún er konan mín, Sut- combe lávarður — segið þér henni það.” Sutcombe hneigði sig alvarlegur. “ Já,” svaraði hann. “Eg er lögmaður, og eg þekki giftingarlögin. Hjónaband vkkar er lögum samkvæmt.” “Þökk fyrir,” sagði Vane, án þess að líta af andliti Nínu. Hún stóð upp, og gekk út þegjandi ásamt Vivíennu. í dyrunum nam hún staðar og leit á Vane, sem staðinU var upp, en settist aftur, þegar hann sá tillit hennar. “Hún'er ekki fyllilega ánægð,” sagði hann undur lágt, þegar hún var búin að loka dyrun- um á eftir sér. Sutcombe kinkaði kolli. “Það er alveg eðlilegt. Þér verðið að gifta yður aftur á vana- legan hátt, þó að þessi gifting sé í einu og öllu áreiðanlega lögum samkvæm. ” “En það er enn þá eitt,” hélt Sutcombe á- fram. “Er yður á móti skapi, að segja mér ná- kvæ#nar frá brunanum? Það er leiðinlegt um- talsefni, en eg hefi ástæðu til að spyrja.” Vane endurtók frásögnina um hinn voða- lega atburð í galdraklefanum. Sutcombe greip við og við fram í( fyrir honum með ýmsum spurningum, svo sagði hann alvarlegur: “Og þetta kallið þér óhappa tilviljun?” “Auðvitað,” svaraði Vane undrandi. “Ve- salings gamla þernan lét brennandi löginn renna niður á gólfið, og loginn kveikti í fötum hennar” — það fór þryllingur um Vane. “Já, bruninn var eflaust óhappa tilviljun,” sagði Sutcombe enn alvarlegri og leit rannsak- andi augum á Vane. “En gufan, sem næstum því kæfði yður? Dyrnar voru lokaðar,— band- ið, sem átti að opna loftsmuguna slitnaði í hendi yðar. Og Júlían frændi yðar kom ekki aftur?” “Guð minn góður! Um hvað eruð þér að hugsa?” hrópaði Vane, sem fölnaði í andliti — ekki eingöngu yfir grun hins mannsins, heldur af því, að hann sjálfur hafði ofurlífinn grun um, að þetta gæti máske verið satt. “Eg held að þetta hafi verið ásetnings- morð,” svaraði Sutcombe. Vane hrökk við og starði óttasleginn á hann. “Morð? Júlían hefði átt að vilja deyða mig? Ó, þér þekkið hann ekki. Hann er ekki fær um slíkt!” Svitinn stóð 1 stórum dropum á enni hans. Sutcombe liorfði fast á hann. “Þér höfðuð aldrei kynst frænda yðar fyr en þann dag, sem þér mættuð honum hjá lög- manninum, og þér þektuð hann ekki að neinu leyti,” sagði hann. “Eg veit meira en þér. ” “Þér?” “Já, því eg hefi ekki verið undir áhrifum þeirrar alúðar og blíðu, sem hann ber utan á sér. Eg get dæmt breytni hans með áhrifa- lausri hugsun. Hugsið yður, hve mikið hann græddi við dauða yðar — jarlsnafnið, auðinn og stúlkuna, sem hann elskaði.” “En eg stóð ekki á milli þeirra,” sagði Vane ákafur. “Hún skeytti ekki meira um mig og eg skeytti ekki um hana. Það vissi hún.” Sutcombe brosti hörkulega. “Hún hafði elskað yður, og eg er alls ekki viss um, að hún elski yður ekki enn þá. Að minsta kosti hefir hann haldið það. Þér oruð í vegi hans, Les- borougli — og hann reyndi að verða af með yð- ur. Hvers vegna kom vesalings gamla þernan aftur til þessa ógeðslega herbergis og inn um aðrab dyr? Hún tortrygði húsbónda sinn — og eg tortryggi hann — og hún kom til að frelsa vður frá dauðanum og hann frá að fremja morð. ’ ’ Vane þaut á fætur. , “Eg get ekki — eg vil ekki trúa þessu,” lirópaði hann. “Eg þori það ekki. Júlían, minn eíni frændi.” “Guð gæfi, að þér hafið á réttu að standa en eg á röngu,” sagði Sutcombe. “En yðar skvlda liggur opin fyrir augum. Þér verðið að fara til Englands og komast sjálfur að sann- leikanum. Farið þangað með leynd, og látið ekki vita, hver þér eruð------” “Já, eg fer,” sagði Vane ákveðinn. “Og eg skal sanna, ,að yður skjátlast, verið þér viss um það. Júlían hefði átt að reyna að myrða mig!” Hann hló, en í hlátrinum fólst efi og kvtíði. Þeir sátu nokkra stund, fevo sagðist Vane verða að fara. “Eg má ekki yfirgefa bátinn lengur; eg er ekki viss um sjávarföllin, ” sagði hann. “Eg skal koma hingað á morgun, og þá getum við talað saman um þetta, en stúlkurnar mega auð- vitað ekki heyra eitt orð um það.” Þeir kvöddust með því að þrýsta hvor ann- nótt. Vane lá vakandi, starði á stjörnurnar og hugsaði um Nínu, en Sutcohbe gekk fram og aftur í kofanum sínum, hann reyndi af alefli að sigra vonbrigði sína og sorg. Þegar hann gekk að læknum næsta morg- uninn eftir, varð hann hissa á því að sjá Viví- ennu sitja niður á bakkanum. Hún gaf honum bendingu, en þegar hann kom nær, varaði hún hann við að hafa ekki hátt, með því að lyfta fingri stínum. “Þey,” hvíslaði hún. “Hún sefur núna; hún hefir verið vakandi í alla nótt, en nú blund- ar hún ofurlítið. Við höfum talað saman, og hún hefir (trúað mér fyrir öllu. Eg hefi hugsað um þetta, Sutcombe,” hún þagnaði snöggvast og beit á Vörina. “Þú ert líklega viss um, að giftingin er lögum samkvæm?” “Alveg,” sagði hann alvarlegur og leit undan. “Beygðu þig niður — eg ætla að hvísla nokkru að þér, Sutcombe.” Þegar hann hafði lotið niður, hvíslaði hún einhverju að honum með hægð. Hann hrökk við og stundi þungan, en svo kinkaði hann kolli samþykkjandi. “Já,” svaraði hann lágt, “það skulum við gera. Það er ágæt hugmynd þetta, Viví- enna. Hvernig gat þér dottið slíkt í hug?” “Eg er kvenmaður, góði minn,” sagði hún. “En þú verður að flýta þér dálítið — við höf- um ekki mikinn tíma að missa.” “Eg skal leysa mitt hlutverk af hendi, ef a ðþú getur framkvæmt þitt,” sagði hann og studdi hendi sinni á öxl hennar. “ Að vita hana ánægða er mín innilegasta ósk.” Tár komu fram í augu hennar og hún klapp- aði kinn hans. Hún þurfti ekki að segja neitt. Nina vaknaði fremur seint, en varð þess vör, að draumur sinn um, að Vane væri kominn aftur til sín, væri sannur. Vivíenna stóð hjá henni með tebolla í hendinni. “Litli letingi,” sagði hún. “Við höfum neytt morgunverðar öll saman, og Sutcombe er farinn til vinnu sinnar. En hvað þér eruð fall- egar þegar þér roðnið, Decíma, — því Decíma heitið þér enn í mínum huga. Að minsta kosti þangað til eg get vanið mig á að kalla yður Nínu. Mér geðjast vel að því, hvernig hann sagði það — Nína, Nína!” Nína leit niður og roðnaði enn þá meira. “Lesborough lávarður gekk ofan að bátn- um til að laga eitthvert segl eða eitthvað þvílíkt. Og Sutcombe spurði, hvort þér gætuð saumað fáeina poka fvrir sig fyrir hádegið. Hann lang- ar til að fá þá eins fljóttt og mögulegt er.” “Já, auðvitað,” svaraði Nína áköf. “Lát- ið þér mig fá segldúki'nn, svo skal eg byrja slrax. En hvað eruð þér að gera?” • “Eg er að eins að laga ýmislegt. Eigum við ekki að taka pokana með okkur yfir í skóg- inn? Eða máske þér viljið heldur vera hér, ef hann skyldi koma?” Nína stóð upp fljótlega. “Við skulum fara yfir í skóginn, þar er svo skuggasælt og inndælt að vera,” sagði hún. Þær gengu þangað, sem Vivíenna stakk upp á. Þaðan gátu þær ékki séð ofan á bakk- ann, og meðan þær voru að vinna, fékk Vivíenna Nínu til að segja sér frá skipsrekanum og því, sem svo skeði. Og þær áttu svo annríkt við þetta, að þó að Nína við og við liti í kring um sig til að gá að hvort enginn kæmi, þá leið tím- inn fljótar en þær áttu von á. Loks heyrðu þær fótatak, en það glaðnaði ekkert yfir Nínu, því það var ekki sá, sem hún bjóst við og þráði. Þetta var Sutcombe. “Er nokkur af pokunum búinn? Þúsund þakkir, lafði Lesborough,” sagði hann glað- lega. , Nína hrökk við og roðnaði. “Eg—eg—kallið þér mig þessu nafni?” spurði hún, að hálfu leyti glöð og að hálfu leyti efandi. “ Já, það er yðar nafn og yðar nafnbót,” svaraði hann alvarlegur. “En eg býst við, að eg hugsi oft um yður sem Decímu.” Hún rétti honum hönd sína og hann tók hana og þrýsti innilega. “Lesborough lávarður á annríkt með bát- inn sinn,” sagði hann. “Þegar þið eruð búnar með pokana — ef þér eruð þá ekki alt of þreytt- ar—” ( “Nei, nei,” svaraði hún alvarlega. “Máske þér viljið þá gera svo vel, að fara með þá ofan í kofann minn, ef eg má biðja yður um það ? Vivíenna, eg þarfnast hjálpar þinnar litla stund.’” Þau gengu af stað, en þegar þau voru búin að ganga ofurlítinn spotta, nam Vivíenna stað- ar, sneri aftur og kysti Nínu. Á því augnabliki var ekkert, sem gaf sérstaka ástæðu til ástarat- lota; en kvenfólk undrast aldrei yfir því, þótt einhver af þeirra kyni kyssi þær, og Nína þáði kossinn og endurgalt hann alúðlega. Þegar þau voru farin, hélt hún áfram að vinna, þang- að til allir pokarnir voni búnir, svo stóð hún upp glöð í lund og gekk í áttina til kofans. Hún Hún leit aftur í kring um sig, en sá enga mann- eskju, í kofanum var heldur enginn. Hún lét pokana í eitt hornið, gekk út og ofan á bakk- ann. Þegar hún var komin svo langt, að hún sá út á sjóinn, sá hún sér til undrunar skip á sigl- ingu. Það var Aríel, og nú mundi hún alt í einu,- að það var þennan dag, sem það átti að koma aftur. Hún stóð og starði á það, og sér til mikillar undrunar og ótta varð hún þess vör, að það sigldi frá eynni en ekki til hennar. Hún hljóp ofan að víkinni, þar sem einn af bátnm Aríels hafði legið við akkeri, og varð enn þá hrxddari, þegar hún sá að hann var Jiorfinn. Hvað átti þetta aÖ þýða? Eitt augnablik starði hún á skipið, sem sigldi burt með allmiklum hraða, því vindurirm var því hagstæður. Svo hljóp hún upp fyrir bakkann og hrópaði á Viví- ennu. Hún kom ekki, en hár og myndarlegur maður kom út úr kofanum. Það var Vane. Hún stóð grafkyr og starði lafmóð frá honum á Aríel. “Hvað er nú á seiði? Þú hrópaðir, góða vina mín,” spurði hann. “ Já, svaraði hún kvíðandi. ‘ ‘ Eg hrópaði á lafði Vivíenu. Eg get hvorki fundið hana né Sutcombe lávarð. Og Aríel — Aríel siglir burt frá eynni. ” Hann skygði fyrir augun með hendinni og horfði á eftir skipinu. Svo leit hann til hennar svo undarlega ogó segjanlega glaðlega. “Eg fann þetta í kofanum,” sagði hann og rétti henni miða. “Máske þú finnir skýring- una í þessum miða.” Hún tók samanbrotna blaðið og las: “Kæra Nína! F yrirgefðu mér,— það er fcg, sem er orsök þessa samsæris — að eins eg. Mér datt það í hug, þegar við töluðum saman í gærkveldi. Við ætlum að sigla okkur til skemt- unar hálfs mánaðar tíma, svo komum við aftur til að líta eftir því, hvort þið eruð kyrr á eynni. En Lesborough lávarður hefir bátinn sinn, og það getur vel verið, að ykkur detti í hug að eyða sæludögum ykkar annars staðar. Ef við finnum ykkur ekki, förum við til Englands og biðum komu ykkar til okkar gamla heimilis. Þangað til vúð sjáumst og á meðan eg lifi, góða, er eg þín ávalt trvgga Vivíenna.” “Þau eru farin,” sagði hann lágt. “Og þau hafa skilið okkur eftir alein. Nína, elskan mín!” Og á sama augnabliki lá hún í faðmi hans, og fól andlit sitt við brjóst hans. Mánuði síðar var það einn morgun, að geislar vetrarsólarinnar læddust í gegn um blæjurnar fvrirgl uggum morgunverðar stof- unnar í Lesborough, og féllu á hina liörunds- dökku persónu Júlíans, þar sem hann sat við borðilð og horfði á hinar mörgu og góðu mat- artegundir fyrir framan sig,- án þess að hafa nokkra lyst á að neyta þeirra. 1 dökku fötun- um sínum leit hann út fyrir að vera magrari nii en nokkru sinni áður, en jafn glæsilegur og stimamjúkur og vant var. Andlit hans var fölt, það var næstum eins hvítt og blóðlaust og hendurnar, sem léku sér að glóðsteikta brauð- inu á diskinum. Við hlið hans stóð bréfavesk- ið; öðru hvoru tók hann bréf úr veskinu, opnaði það og leit kæruleysislega á það, lagði það svo á borðið og gaf því engan gaum fremur. “A eg að færa yður bolla af fersku tei, lá- varður?” spurði Prance lágt — nú orðið töluðu allir lágt í höllinni — síðan að húsbóndi þeirra varð fyrir hinu voðalega óhappi. “Hvað þá? Já, kæra þökk,” svaraði Júl- ían. “Er herra Holland hér?” “ Já, lávarður. Hann er í bókaherberginu hjá lir. Tressider.” Júlían kinkaðik olli. “Þér megið fara; eg vil ekki meira, Prance. Biðjið Dodson að hafa tilbúinn vagn -— lokaðan vagn — um það leyti sem klukkan er ellefu.” “Já.lá varður,” svaraði Prance jafn stilli- lega og áður. Þegar hann var farinn út, sneri Júlían sér aftur að bréfunum, og alt í einu hvarf dökki, skuggaríki svipurinn úr augum lians, og í stað 'lians kom bjartur án.ægju glampi. Hann hafði fundið bréf, sem vakti áhuga hans. Hann opn- aði það og las, og um leið kom rauður blettur í í ljós í dældmiklu kinnunum hans. “Komdu ekki að heimsækja mig. Eg er ekki svo hraust, að eg geti veitt nokkrum mót- töku. Eg skal skrifa þér aftur, þegar eg er orðin hressari. Júdith.” Hann kreisti bréfið saman með skjálfandi fingrum og starði liugsandi á vegginn á móti sér; svo tætti hann bréfið í sundur í smáar agn- ir og fleygði þeim í ofninn. Nokkrar mínútur sat hann enn þá kyr og horfði fram undan sér eins og liann væri að dreyma, svo stóð hann skyndilega upp og gekk inn í bókaherbergið. — Ráðsmaðurinn og lögmaðurinn sátu við borðið og á milli þeirra lágu á borðinu skjöl og reikn- ingabækur. Þeir voru búnir að tala um nýja jarlinn. “Hann er alveg eins og hann liefir verið, hr. Tresider, ” sagði Holland. “Hann lítur út •eins og maður, sem gengur í draumi og er hálf- ■brjálaður. það er eins og hann geti ekki glevmt voðalega kvöldviðburðinum. ” “Nú, jæja,— þa$ er heldur ekki mjög langt síðan,” sagði Tressider og stundi. “Nei, það er það nú raunar ekki; mér finst þetta í raun og veru ekki mjög undarlegt. En nú á hann bæði nafnbótina og auðinn, og eg verð að segja, að hans hátign lítur ekki út fvrir r.ð vera sá maður, sem nokkur hlutur getur haft áhrif á, fyrst hann ekki opnar augun fyrir þeim hagsmunum, sem dauði frænda hans færði honum.” .“Nei,” sagði Tessider. “Eg hefði ekki getað trúað því, að hr. Júlían — afsakaði —■ eg man aldrei eftir að nefna hann með sínu retta nafni, — að hann gæti gleymt, live mikils verð og voldug persóna hann er nú orðinn. Þér seg- ið að hann geti ekki sofið?” “Tenton sagði í gær, að lians hátign hefði ekki háttað, og að hann heyrði til lians ganga nm gólf alla nóttina.” Gamli lögmaðurinn ypti öxlum. “Eg hefi aldrei haldið, að hann væri jafn tilfinningar- laus. Því lengur sem eg lifi, hr. HoIIand, þess sannfærðari verð eg um, að erifðast af öllu er að læra að þekkja samvistamenn sína..’’ R. S. ROBINSON StttfnMtt 188} Hðtl8it4ll S230.000.00 útlbO: Sttttttltt. Wttth.. 8. S. A. Edmontttn, Alttt. U Pu, Mtttt. Ksnttra. 8it Kaupir og selur Húðir, Ull og Seneca Rót Saltaðar og frosnar nautshúðir . J2Í5—.30 Saltaðar og frosnar Kiphúðir ...35—.40 Saltaðar og frosnar Kálfshúðir ..45—.50 Hrossahúðir, hver ............. $5—$12 Ull, pundið ..........#.........35—.45 Prime Seneca rætur .............. $1.35 Hæzta verð fyrlr klndagærur. WINNIPEG Sendlð belnt til HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST, Einnig 150-152 Pacific Ave. East Notíð tœkifœrið! Vér viljum fá 500 íslenzka menn til þess að læra meðferð á dráttvélum (tractors), einnig alt sem lýtur að Welding og Batt- ery vinnu. Eftirspurn eftir slíkum sérfræðingum er afarmikil. Afbragðs kaup, þetta frá $100 til $300 um mánuðinn. — Mörg hundruð íslendinga hafa lært hjá oss^síðast liðin fimm ár. — Lærið góða handiðn að vetrinum og byrjið fyrir eigin reikning. Ókeypis atvinnu-skrifstofa vor leiðbeinir yður að loknu námi. Vér höfum allar tegundir Automobíla og annara véla við hend- ina, sem lærlingar fá að æfa sig á. Fónið oss eða skrifið eftir ó- keypis kensluskrá. Komið og skoðið vorn nýtýzku-skóla. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED, Rétt hjá Strand leikhúsinu. Office, 626 Main St., Winnipeg útibú: Regína, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver. »T/» .. | • Vi* timbur, fjalviður af öUum . Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al»- j konar aðrir stríkaðir tiglar, Kurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir | að sýna þó ekkert sé keypt. t - ■ I The Empire Sash & Door Co. ! -----------------1 Limitad HENRY AVE. EAST WINNIPEG yj’• -V#/ • The Campbell Studio Nafnkunnir ijótmyndasmiðir Scott Biock, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta ljósmyndastofan i Winnipeg og ein af þeim stærsta og beztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. Adanac Grain Co., Ltd. 408—418 Grain Exchange WINNIPEG, - - MANITOBA Vér ábyrgjumst sanngjarna flokkun og sendum hverjum viðskiftavini hluthafamiða—Participa- tion Certificate, og högum verzlun vorri að öllu leyti samkvæmt fyrirmælum stjórnar og laga Stjórnarleyfi og ábyrgð Skrifið sem fyrst eftir upplýsingum og Sendið Oss Svo Korn Yðar Allar Allar tegundir af tegundir af KOLUM EMPIRE C0AL C0MPANY Ltd. Tals. Garry 238 og 239 Kaupið Kolin Undireins pér sparið með því að kanpa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL LINKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 2620 Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.