Lögberg


Lögberg - 20.11.1919, Qupperneq 6

Lögberg - 20.11.1919, Qupperneq 6
BIh. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NOVEMBER 1919 Sagan af Monte Cristo. 12. KAPITULI. Monte Cristo eyjan. Það var naumast að Edmond tryði því að þessi heppni væri þannig að berast upp í hendurnar á honum, að hann eftir alt væri að því kominn eftir alt stríðið að sitíga fæti sínum á töfraeyjuna, og það undir hinum eðlilegustu kringum stæðum, sem mögulegt var að hugsa sér. Hugsunin um það, að að eins fáar mílur veg- ar lægju nú á milli sín og uppfyllinga vona hans, gjörðu honum svefnin lítt mögulegan. Og þegar loks að hann sofnaði þá fanst honum að erfðaskrá Spada kardínála með stórum rauðum stöfum dansaði fyrir augrum sér, og svo dreymdi hann að hann væri kominn í einhvern hellis- skúta, og honum fanst sem að þar inni glitraði allstaðar á dýrindis gimsteina, og jafnvel í hvelf- ingu hellisins fanst honum að fagurlega tilbúin hálsmen héngju. Og í svefninum fanst honum að hann fylti vasa sína með glitrandi demöntum, og fara svo út úr hellinum. En þegar að hann kom út í dagsljósið, og ætlaði að fara að skoða steinana við það, þá voru vasar hans, tómir. I>etta höfðu verið tómar vindbólur. Hann reyndi til þess að finna dyr hellisins aftur en gat það með engu móti. Það voru því sár vonbrigði í huga Edmonds þegar að hann vaknaði daginn eftir. En hann gleymdi því brátt við umstangið við að koma skipinu á stað því það var orðin siður hjá skip stjóranum að láta Edmond sjá um allan slíkan nndirbúning því hann fann að hann gat treyst honum eins og sjálfum sér. Þegar að klukkan var sjö um kveldið var alt til reiðu og tíu mínutum síðar sigldi Amelía út úr höfninni og fram hjá vitanum sem var ný búið að kveikja á. Það var nálega logn á sjónum, aðeins svo- lítil vindblær af suðaustri, og yfir höfðum sjó- mannanna var himininn heiður og f jölstyrndur. Edmond sagðist ætla að stíra skipinu sjálfur og sagði að skipverjum væri best að ganga til hvílu því að lítil hætta væri á að veðrið breyttist skyndilega, og að hann væri fær um að sjá um það sem að gera ;þyrfti einn. Skipverjar urðu fegnir og sögðust geta treyst manninum frá Malta fyrir skipinu alveg óhræddir. Og alla nóttina stóð Edmond við stýrið, á skipinu voru öll segl uppi, og það skreið liðugt áfram því vindurinn var hagstæður og hafði aukist dálítið um nóttina. 0g um morguninn, þegar að skipstjórinn kom upp til þess að hvíla Edmond, var Monte Cristo eiyjan komin í augsýn. Edmond fór niður í svefnklefa sinn og lagðist fyrir, en þrátt fyrir það þó að hann hefði vakað alla nóttina þá gat hann með engu móti sofnað og eftir að hann hafði velt sér í rúminu í tvo klukkutíma fann hann að sér mundi með öllu árangurslaust að reyna til þess að sofna, svo að hann hætti alveg við það og fór upp á þilfar. Þegar að hann kom upp voru þeir rétt ný- komnir fram hjá eyjunni Elba sem er fræg fyrir það að hún var fangelsi Napóleons mikla um tíma, og beint fram undan þeim var Monte Cristo eyjan, sem var alt af að skýrast meir og meir eft- ir því sem nær henni dró. Það var eins og Edmond vildi gleypa eyjuna með augunum og hann fór að hugsa um hvað sín mundi bíða þar, skyldi það alt vera ein stór blekking. Eða uppfylling vona sinna og drauma Að síðustu var til marksins náð og akkerum kastað við Monte Cristo eyjuna kl. tíu um kveldið. Edmond var fyrstur í land og evo var hann glaður að hann hoppaði af kæti vog honum fanst að hann mundi jafnvel geta kyst kalda steinana. Þessi staður var ekkert einkennilegur fyrir hina skipverjana þeir þektu stað þennan vel og, höfðu komið þar margoft áður. En Edmond hafði aldrei komið þar fyr, þó að hann hefði margoft farið þar fram hjá á ferðum sínum til MarseiIIes. Síðari partur kveldsins var dimmur, en fyrri part nætur kom tunglið upp — teigði sig fyrst upp yfir sjávarflötinn og lýsti upp loftið með hinni silfurtæru birtu sinni, og það hækkaði smátt og smátt. og tunglsljósið náði til klettanna og gjáanna á Monte Cristo eyjunni og einkenni- Iegar skuggamyndir virtust myndast og hverfa jafn hraðan. “Hvar eigum við að sofa í nótt” spurði Edmond Jaeopo. “S.jálfsagt úti í skipi,” svaraði Jacopo. “Ætli það færi ekki betur um okkur í ein- hverjum hellisskútanum hérna á eynni?” spurði Edmond. “Hvaða hellisskúta? Það eru engir Hellis- skútar á Monte Cristo, sem eg veit af,” svaraði Jacopo. Það fór heldur að fara um Edmond. Hvað skyldi Spadi kardínáli hafa meint með því að segja, að hann hefði falið fjársjóðinn í helli á Monte Cristo, ef að þar skyldi svo enginn hellir veral En það glaðnaði yfir honum því honum fannst að hann geta skiiið ganginn í þessu. Honum fanst skiljanlegt, að Spada kardínáli !i'*tði ekki skilið hellisdyrnar < pnar, þó að hann hefði nú falið fjársjóðinn þar, heldur bvrgt fyrir iþær. Svo var heldur ekki óhugsandi að eldsum- brot hefðu átt sér stað á eyjunni og yfirborðið þar breyzt, og ef þgð hefði átt sér stað, var ekki líklegt að þessi fjársjóður fyndist nokkurntíma. Hann réði því við sig að hefja leit undir eins og dagaði.^hi þar til vissi hann að ekki var til setu boðið, því að skipinu sem að átti að mæta þeim hafði verið gjört aðvart með merki er báðir málsaðiljar skildu, og vissu skipverjar því, að engum manni mundi koma dúr á auga þar til búið væri að skipa vörunum um. Og á meðan að Edmond var að hjálpa til að skipa upp vörunum var liann að hugsa um, hvað skipfélagar hans mundu segja, ef að hann segði þeim frá því sem í huga hans bjó, en hann var of gætinn mað- ur og þagði yfir leyndarmáli sínu. Þegar að skipshöfnin á Amelíu hafði lokið verki sínu gengn þeir til hvuldar og tóku á sig náðir í nokkrar klukkustundir. Daginn eftir var Edmond snemma á fótum, og tók byssu og skotfæri og kvaðst ætla að vita hvort að hann næði ekki, einni eða tveimur. geitum, þar þær gengu sjálfala þar í eyjunni. Hann sagðist ávalt vera einn þegar að ftann færi á fugla eða dýra veiðar, og svo vildi hann gera nú. Jacopo aftók það með öllu, og sagðist fara ef hann færi, og varð það s\ro að vera, því Edmond hélt, að félögum sínum mundi þykja það . kynlegt, ef hann afþakkaði samfylgd Jacopo með öllu, svo það varð úr að hann fór með honum. En þeir höfðu gengið langt á la*d upp þegar að Edmond tókst að leggja eina geit að velli, og sendi Edmond Jacopo með hana til strandar, raeð þeim fyrirmælum, að hann og félagar hans skyldu matbúa hana, og kalla sig þegar því væri lokið, og ef hann svaraði ekki kalli þeirra, þá skvldu þeir hleypa af byssu, og mundi hann þá heyra til þeirra og koma tafarlaust. Svo hélt Edmond áfram einsamall og veitti nák\ræmlega eftirtekt því sem fyrir augun bar, til þess að vita hvort að hann sæji engin merki um fjársjóðinn, sem þar átti að vera falinn. Alt í einu tók hann eftir einhverju einkenni- legu á klettunum, rétt eins og það væri mark, eða merki, af manna höndum gerð. Hann athug- aði þau nákvæmlega, en svo tapaði hann þeim í bili, en eftir að hann hafði haldið áfram nokk- ura stund, fann hann þau aftur og fylgdi þeim þar til að hann kom að götu einni, sem að var auðsjáanlega gamall lækjar farvegur, beggja- megin við farvegin, óx þéttur myrtluviður sem að hafði svignað, svo að toppamir náðu saman yfir lækjarfarveginn. Edmont ýtti viðn- um sundur með hendinni, og sá hann þá þessi sömu merki þar niður í farveginum, sem að hann hafði séð á klettunum. Hann fylgdi þeim, og gekk all lengi eftir lækjar farveginum þar til að hann sá framundan sér, stóran stein, sem fylti algjörlega upp farveginn, en sá ekki hin minstu merki til þess, að þar væru nein jarð- göng eða hellir. Þessi vonbrigði höfðu mikil áhrif á Edmond. En hann sá að ekki var um annað að gjöra, en að snúa til baka, til félaga sinna, sem nú hlytu að vera farnir að undrast um hann. Félagar hanns höfðu matreitt geitina, og voru í þann vegin að kalla á hann þegar að þeir sáu hann koma fram á kletta brún fram við ströndina rétt hjá sér. Edmond fór að klifra niður, en þegar að hann átti hérum bil tólf fet niður á jafnsléttu, misti hann fótanna, og með skerandi hljóði féll hann og hvarf sjónum • þeirra. Félagar hans tóku til fótanna og hlupu þangað sem þeir hööfðu séð hann detta, og þar lá hann meðvitundarlaus. Einn af félögum hanns hafði með sér svolítið af rommi á pela, því reyndu þeir að hella ofaní Edmond og þeim til mikillar gleði, opnaði hann augun og leit í kringum sig. Þeir spurðu hann hyar að hann væri meiddur, og sagðist hann hafa sáran verk í bakinu, öðru hnénu, og höfðinu. Félagar hans vildu bera hann niður að strönd- inni en Edmond gat ekki til slíks hugsað, sagðist ekki þola neina hreifingu, og hann beiddi þá að fara og matast, sjálfur sagðist hann ekki hafa lvst á neinu, vúldi að eins fá að vrera einn og hvíl- ast. Þetta gjörðu þeir, en að máltíðinni lokinni gengu þeir til hans aftur og urðu þeir þá þess varir sér til mikillar hrv'ggðar, að Edmond hafði versnað að mun. , Skipstjórinn vrar í óvissu um hvað hann átti til bragðs að taka. Hann varð samkvæmt áætlun að sigla þá um daginn áeliðis til Nice, til þess að taka þar vörur, en hann sá ekki hvernig að hann átti að fara að skilja Edmond eftir einan. Hann gat með eingu móti skilið hann eftir einan til þess að deyja á þessari eyðieyju. En Edmond sagðist heldur vilja deyja heldur en að láta kvelja sig með því að vera borinn, ’ um borð í skipið. “Nú, jæja,” sagði skipstjórinn, “við förum þá dálítið seinna á stað en til stóð, það er alt.” — “Nei, nei,” mælti Edmond, “þetta er alt mér að kenna, og fyrir alla muni, þá látið mig ekki tefja ferð ykkar. Skiljið mér að eins eftir dálítið af brauði, byssu og skotfæri, og verkfæri til þess að byggja skýli yfir mig, ef a$ ske kynni að þið yrðuð lengi í burtu áður en að þið vitjið mín aftur. Eg get fullvissað ykkur um að mér er óhætt.” “En þú deyrð úr hungri áður en þú kemst á fætur og getur bjargað sjálfum þér,” sögðu fé- lagar hans. “Það vildi eg heldur, en að láta hreyfa mig nú” svaraði Edmond. Skipstjórinn sagði mönnum sínum að fara um borð, og fór sjálfur með þeim. En þegar alt var til reiðu út á skipinu, og það til búið að létta akkerum og halda á stað, fór skipstjórinn aftur, að finna Edmond til þess að vita hvort að hann, hefði ekki breytt skoðun sinni. “Við verðum viku tíma í burtu” sagðiihann, og til þess að koma hér við í baka leiðinni. þá þurfum við að fara á okkur mikinn krók , til þes að sækja þig,” sagði skipstjórinn við Edmond. “Hlustaðu á það, sem að eg hefi að segja,” mælti Edmond, “ef að þið skylduð finna róðrar bát á leið ykkar innan fárra daga, þá beiddu mennina að koma hingað og sækja mig, eg skal borga eigendunum vel fyrir að fara með mig til Leghorn. Ef að þii skyldir ekki mæta neinum, þá verður þú að vitja mín sjálfur.” Við þessari ráðagjörð Edmonds þagði skipstjórinn, leizt sjáanlega ekki á hana, en hristi bara höfuðið. Jacopo sem hafði komið í land með skip- stjóranum mælti: “Eg skal verða hér eftir með Edmond, þá er honum óhætt. ” “Hvað verður þá um þinn hluta af verðlauna- fénu?” spurði skipstjóri. “Hvað kæri eg mig um það?” mælti Jacopo, “Þú ert ágætis drengur, Jacopo,” sagði Ed- mond, “en þetta get eg ekki leyft þér að gera. Eg þarf ekki á neinni hjálp að halda, því þegar að eg hefi hvílst í einn eða tvo daga, verð eg búinn að ná mér aftur. Því eg vonast eftir að finija græðandi jurtir, hér í kletta skorunum, sem að dragas viðann úr sárum þeim, esm að eg hefi fengið,” og um leið og hann sagði þetta brosti hann oiurlítið. Skipstjórinn og Jacopo skildu nauðugir vib Edmond, og fóru til skips. Akkerum var létt, seglin þanin og innan hálfs tíma var Amelía eins og lítill svartur depill á sjónum yst út við sjóndeildarhringinn. MORGUNSÁLMUR BARNA. Jeg er vaknaður, Jesú minn! jeg vil þig lofa af ölluh jarta að lít eg enn heimsins ljósið bjarta, heilbrigði og gleði í hjarta finn. Og þú hefir mig enn í nótt verndað svo ekkert vann að granda, í voktun þinna sterku handa því hefi eg sofið sætt og rótt. Æ, hvað þú góður ert við mig, ó, hvað eg nú til dagsins hlakka, alt er það, guð minn! þér að þakka, láttu mig geta lofað þig. pú gafst mér alt, sem gott eg finn: þú gafst mér náð og miskun þína, þú gafst föður og móður mína og blessaðan Jesú, bróður minn. Hvernig á eg að þakka þér? pað er svo veikt mitt barna sinni; einni eg treysti gæzku þinni, að þú hjálpir í öllu mér. —Lestrarbók Alþýðu. Feðratungan og þjóðrœknin. Eftir Sigurð Vigfússon. Feðratungan og móðurmálið. Pað hefir áður verið stuttlega drepið á það, með hvaða hætti menn talast við um víða veröld og lands- homanna milli. Nú eigum vjer tal urrí það, hvaða tungumál beri að virða mest. En það er feðratung- an og móðurmálið. pjer hyggið máske, að það sje eitt og hið sama, en svo er eigi. Feðratungan er það mál, sem feður vorir og forfeður töluðu og rit- uðu. Móðurmálið er nýjasta málið á sjerhverri öld. pað var fyrsta námsgreinin vor, raddmálið, sem fyrst barst að eyrum vorum, einfaldasta málið, nýj- asta málið — því miður ekki ávalt hreinasta málið, en ætíð tamasta málið, og venjulega kærasta málið. Strax og skyn vort tók að þróast- var byrjað á því að kenna oss að tala það. Undir eins og vjer fórum að vitkast að mun- vorum vjer látin læra að lesa það og skrifa. pað gekk eigi þrautalaust af. Og efa- laust hafa sum af oss felt margt tár yfir því. En nú er það örðugasta afstaðið. Vjer, sem þegar erum komin nokkuð til <aldurs- höfum lært að tala nokkurn veginn rjett mál, eftir því sem hægt er að læra það bókarlaust. En það er að mestu daglegt mál að eins. Ef oss gimir að auðga oss að þekkingu á þjóðtungu vorri, þá ber oss að setjast við fætur feðra vorra, skamt fram og langt fram á öld- um. peim, er best kunnu móðurmál sitt og feðra- tungu sína. En þá er að eins að finna í bókum.. Ef vjer óskum að lesa fagurt mál og auðugt, hreint og lýtalaust, þá þurfum vjer að ganga að góðum bókum, og læra við knje þeirra fræðimanna og skálda, er best kunnu málið á liðnum öldum, og best þekkja það á þessum tímum. Feðratungan fræga nærði þau brjóst, er veita oss fegursta, auðugasta og kröft- ugasta skáldamálið, sem heimur hefir að bjóða. Fegursta málið getum vjer að eins lært af bókum. Uppruni tungu vorrar. Móðurtunga vor hefir svo sem eigi orðið til alt í einu. Tungumál manna eiga sinn þroskaferil, eins og alt annað í heimi þessum. pjóðtunga vor á sjer langt tilveruskeið og tiginn ættferil. Fyrst og fremst er hún skilgetin dóttir norrænunnar, móður- tungu “feðranna frægu”. Norrænan er aftur af forn-þýsku (gotnesku) bergi brotin. Og forn-þýsk- an er útrunnih af eld-fornri tungu austur í Asíu, er málfræðingar kenna við svo nefndan Erana þjóð- flokk. pessi frummóðir þjóðtungu vorrar er einnig ættmóðir flestra Evrópumálanna, sem eru þó svo frábreytt að svip og eðli. Slíkri breyting hafa þau tekið á vegferð sinni niður í gegn um ómældar aldir, að eigi var annara meðfæri en lærðustu málfræðinga að rekja skyldleika þeirra til einnar og sömu frum- móður. Skyldust mál íslensku eru: danska, norska, sænska, enska og þýska, og er oft vitnað í þau mál til skýringar á tungu vorri, sem hefir líkt og frænd- • tungur hennar tekið mjög miklum stakkaskiftum frá fornu fari og niður til þessa tíma. Ýmsir lærðir menn hafa gert sjer mikið far um að lagfæra það, sem aflaga hefir farið, og að sníða nútíðarmálið eftir þörfum og kröfum menningarinnar. Svo að feðratungan fræga er nú orðin djúpsæ fræðigrein. pekking á lögum hennar og reglum víðtæk málfræði. » Eðli málfræðinnar- Mörgum er eins og illa við málfræði peir sjá ekki, að hún sje annað en þreytandi réglur- torskild- ar og seinlærðar. Mönnum hættir við að ímynda sjer, að það megi komast af án málfræðisþekkingar sökum þess, að margur maður, sem engin deili veit á málfræði, talar og ritar fagurt og gallalaust mál. petta gerðu og forfeður vorir, og kunnu þeir ekki málfræði, að sumra manna dómi. En hjer hefir læðst slæmur misskilningur inn. pað er eins og slíkir ímyndi sjer, að menn búi fyrst til málfræðina, lagi síðan tungumálið eftir henni, og hafi þannig á valdi sínu að gera tunguna einfalda eða flókna eftir sjálfs- þótta. En því fer fjarri. Málfræðin er í insta eðli sínu að eins þekking á lögmáli því, sem tungan bygg- ist á, og á því mjög lítinn þátt í myndun málsins á annan hátt en þann, að gæta þess, að þroski og vöxt- ur tungunnar sje í samræmi við frumreglur málsins. pað er því auðsætt að sjerhver maður, sem hefir lært að tala rjett mál- hefir jafnframt numið allar helstu reglur málfræðinnar, þótt hann kunni eigi að gera sjer neina glögga grein fyrir þeim. Eiginleg mál- fræðisþekking er þá einkum fólgin í því, að vita skil- grein á reglum málfræðinnar og dæma á milli rjetts og rangs, þar sem um tvent eða fleira er að ræða. pannig má það vel vera að þeim, sem ekki hefir þekking á málfræði, sje það ráðgáta, hvort sje rjett- ara tal, að gefa kettunum eða köttunum. Hinum, sem hefir öðlast þekkingu á reglum málfræðinnar, er það ekkert efamál, að hið síðara er hið eina rjetta, hið fyrra gersamlega rangt, þótt það heyrist oft í, tali. /i Málfræðin er lykillinn að allri tungumála þekk- ingu. Málfræðisnámið. "Vjer byrjuðum svo sem ekki á málfræðisnám- inu þá fyrst, er vjer tókum að lesa og læra málfræð- isbækur. Vjer byrjuðum á því strax þá, er vjer sem ómálga börn fórum að reyna að tala ambögu- laust- og hinir eldri gerðu annað tveggja, að leið- rjetta málvillumar eða apa þær eftir okkur. Vjer kunnum þegar að tala málið allvel, er lagt var út í það, að kenna oss að lesa. Við lestur bóka mættum vjer ýmissi ósamhljóðan við mælt mál. Oss hætti við að halda það rangt, sem ekki var eins og vjer áttum að venjast- Eða á hinn bóginn, að bókin hlyti að vera rjett, og að vjer ættum að breyta málinu * eftir henni petta var þó engan veginn víst. pegar vjer fórum að kýnna oss reglur málsins, sem settar eru fram í málfræðum, sáum vjer fyrst fyrir alvöru, að tveir eða fleiri mátar geta verið rjettir. Sjerhver sá, er byrjar að nema málfræði, gerir vel í því að athuga það, að margt er þar sett fram, er hann áður veit. pað er óhjákvæmilegt. En þótt svo sje, er alls eigi víst að hann kunni að gera sjer glögga grein fyrir því, hvers vegna það er einmitt svo og ekki öðruvísi. Ennfremur mæturt] vjer sí- feldlega nýjum orðum, sem vjer þurfum að læra að hneigja rjett. pá kemur málfræðin oss að góðu liði, og getur máske sparað oss það ómak, að leita til orðabókar eða annara heimflda. Málfræðin er há- stig sannrar málkunnáttu og ómissandi fyrir sjer- hvern þann, sem óskar að læra mál til hlítar. Eitt má eigi gleymast, sem sje það, að mál- fræðin fjallar aðallega um ritmál og bókmál, hið eig- inlega viðskiftamál þjóðanna, tengilið fornra fræða og nýrra. En með því að raddmálið (mælt mál) er frummál það, sem ritmál og bókmál eru runnin af, hlýtur málfræðin einnig að eiga við það.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.