Lögberg - 25.12.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.12.1919, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. DESEMBER 1919. Bls. 3 u r HELEN MARLOW EFTIB Óþcktan höfund. Hátt hróp: “Hjálp, hjálp!” ómaði yfir vatnið, þegar hinn harði straumur hvolfdi litla hátnum og fleygði manninum út í fijótið. ‘ ‘ Ó, hann er druknaður, druknaSur hrópaði Kelen, þegar hann hvarf ofan í vatnið. En nei, því á því augnabliki, sem hún sá hann aftur, synti hann rösklega á móti straum- unm til að komast til mylnunnar. Þar stóð Helen örvilnandi og horfði á hann, flytjandi 7oænir um frelsun hans. Hún mundi nú alt í einu eftir því, að hún hafði séð langan kaðal hringaðan saman, skamt þaðan sem hún stóð. Hún greip hann með flýti og batt annan endan við sterka girðingu, sem náði niður að fljótinu. Hinum endanum kast- aði hún út í strauminn eins langt og hún gat, -og kallaði eins hátt og henni var mögulegt, svo að maðurnn skyldi taka eftr (því. Hann heyrði kall hennar og sá, að hún kastaði kaðlinum, og reyndi alt hvað hann gat að komast að fljótsbakkanum, jafnvel þó kraft- ar hans væru nú að þrotum komnir, nær sem var, gat hann nú sokkið af þreytu, fluzt ofan fyrir fossinn í faðm dauðans. Það var þetta sem Helenfyrir litlu síðan hélt að yrði endirinn. Ó, hamingjan góða! ef hann skyldi nú deyja þarna, rétt fyrir augum hennar, hann, sem hafði náð svo aðlaðandi og ómótstæðilegri hluttekningu hennar, hve sára sorg mundi það ekki færa henni; ævarandi sorg yfir fögrum vonardraumum; hann var nú fyrir fult og alt eyðilagður, var hrifiim burt frá henni—draum- ur um ást, sem hefði getað lifnað. En sú gleði! einmitt þegar kraftar hans sýndust að vera þrotnir, og örvilnaninnar drungi hafa gripið hann, kom kaðallinn honum til hjálpar, sem straumurinn bar til hans, svo hann gat gripið hann. Hann náði í hann og hélt sér eins fast og hann gat við hann, meðan hvítu hendurnar hennar Helenar drógu hann af öllu afli til lands, þangað til hún gat náð í hann sjálfan og kipt honum upp úr vatninu. “Frelsaður! frelsaður!” hrópaði hún himinglöð, þegar hann hné niður við fætur iiennar; en hann féll ekki í ómegin, því fallcgu dökku augun hans opnuðust og horfðu á hana með aðdáun, um leið og hann sagði við sjálfan sig, en þó svo hátt að það heyrðist, og mjög kurteist: “Fallega stúlka; það voruð þér, sem kveiktuð hjá mér ómótstæðilega Jöngun til að fara yfir þenna hættulega straum, en dirfska mín er vel borguð, því ekki held eg að sé mögu- legt að sjá-------” Síðustu orðin hans gat Helen ekki heyrt, því á þessu augnabliki var lítil hönd lögð á ÖkÍ hennar, og lítill drengur sem hún þekti vel, sagði fremur hörkulega : j “Helen komdu heim undir eins. Eg heri verið á verkstðinu og alistaðar að leita þín. Hún gamla amma þín er að deyja, og hún hefir eitthvað áríðandi að segja þér, áður en hún skilur við lífið. ó, komdu strax. Við skulum hlaupa, komdu!” Skelkuð og kvíðandi lét Helen litla drenginn taka hendi sína og draga sig af stað; af stað eftir götunum gengu þau leiðina til hins fátæk- lega heimilis Helenar og ömmu hennar. 4. Ivapítuli. Með innilegri bæn í huga sínum um, að geta fundið ömmu sína enn þá lifandi, gekk Helen inn í húsið, þar sem hún hafði búið ásamt ömmu sinni í tveimur litlum herbergjum, og með hægum, naumast heyranlegum skrefum nálgaðist. hún herbergið, sem dauðinn hafði heimsótt. Já, dauðinn hafði verið þar. Meðan litli pilturinn hljóp um kring og ieitaði Helen- ar, var amma hennar gengin til hinnar síðustu hvíldar. Hún var farin héðan án þess að hafa fengið tækifæri til að segja dótturdótturinni frá leyndarmáli, sem gart hafði síðustu stundir hennar svo erfiðar, án þess að kveðja, varð t hún að yfirgefa liana — alein var nú “hin * i'agra Helen,”— alein í heiminum. Vingjarnlegar nágrannakonur færðu hina framliðnu í náhjúpinn, og þegar sá maður, sem um jarðarförina átti að sjá, kom til staðar, þá kom þessi hræðilega spurning, sem fátækt fólk verður oft að segja með þungum stunum: ‘ ‘ Ilvar á að fá peningana til að borga með jarðarförina?” Hin góða kona, sem húsið átti og bjó þar sjálf, hafði látið Helenu fara inn í sitt svefn- herbergi; seinna spurði hún þessa vsalings grátandi stúlku hinnar voðalegu spurningar, hvort hún ætti peninga til að borga fyrir lík- ldstuna og annan kostnað. “ó, frú Johnson, eg á ekki einn einasta dollar. í’dag var mér sagt upp vinnnnni í verkstæðinu; hinn illgjarni ráðsmaður ásakaði mig fyrir að hafa skemt gamlan dúk, og vildi halda peningunum, sem eg átti inni, til að bæta fyrir þá skemd sagði hann..” “Nei góða, ó góða mín,” hrópaði frúJohn- son, en Helen greip fram í fyrir henni: “Aðeinsþann, sem séð hefur um jarðar- förína, vérð eg að biðja að umlíða mig’; þegar eg fæ vinnu aftur skal cg sannarlega borga honum.” “Vesalings barnið mitt, hinn gamli ágjarni okrari vili ekki bíða eftir borguninni; hann mundi ekki vilja líða þig um eitt cent, hann sagði mér blátt áfram að alt yrði að borga fyrirfram; annars vildi hann ekkert hafa með þetta að gera.” “I||ann segist ætla að útvega líkkiztu, grafa gröfina, ljá líkvagn og keyrsluvagn fyrir tuttugu dollara; enn fremur sagði liann, að þetta væri svo ódýrt, að liann græddi ekki cent á því; en peningana verður liann að fá fyrir- fram. Hafir þú enga peninga, bætti hann við þá mun bærinn sjá um útförina, eins og hvers iátæklings, sem lifað hefir á bæjarsjóð.” “ Sveitarómaga jarðarför! Mín vesalings amma! Nei, aldrei, aldrei!” stundi Helen upp, auðmýkt og sorgmædd. Hún þrýsti hendinni að enni sínu og stundi örvilnuð. “ Eg — eg — eg held að eg geti útvegað tuttugu dollara. Segið manninum að hann verði að bíða þangað til eg kem aftur, og að hann skuli fá sína peninga.” Iíún lét á sig hattinn og fór. Alveg utan við sig gekk hún eftir götum bæjarins, þangað til hún kom til bárkaupmannsins. “Ó, hr. ísak,” stundi hún upp. “Þér sögðust vilja gefa mér tuttugu dollara fyrir hárið mitt, og eg hefi ásett mér að taka tilþoði yðar. Gerið svo vel að klippa það af mér undir oins og fá mér peningana, því ve^alings amma mín er dáin, og eg þarf þá til að borga útfarar- kostnaðinn.” Gyðingurinn sagði ekki eitt meðaumkunar- orð við hana, en kvakaði af gleði og flýtti sér iun í bakherbergið til að finna skæri. Nú kom ung og falleg stúlka að búðarborðinu; hún gekk til grátandi stúlkunar og strauk indæla liárið hennar með mjúku höndunum sínum. “ó, það væri bæði synd og skömm að fórna þessu aðdáanlega fagra hári; gyltu lokkarnir þess eru skapaðir til að vefja sig um hjarta clskhugans. Þú skalt ekki missa það, fátæka stúlkan mín!” sagði hún. Eg skal lána þér peningana til að borga útfararkostnaðinn.” Undrandi og hrifinn af innilegri þalcklætis tilfinningu, leit Helen á fallegu, dökkeygðu konuna, sem var klædd í silkikjól og skreytt gimsteinum,. “ “Egiþekki yður ekki,” svaraði hún feimin. “Pað gerir ekkert. Eg þekki þig og kenni í brjósti um þig, veslings stúLka mín. Eg skal lána þér tuttugu dollara, og þú getur borgað mér þá aftur, þegar þú ert fær um það. Taktu peningana strax, og farðu nður en gamli Gyð- ingurinn kemur inn aftur til að eyðileggja þína eigin hárlokka. Hlauptunú!” Hún þrýsti tuttugu dollara seðli í hendina á Helenu, og ýtti. henni gegnum dyrnar út á götuna, um leið og tsak gamli kom inn með stór • skæri. “Hvar er stelpan, Helen Marlow?” spurði hann, og leit í kring um sig með litlu, gíöggu augunum. Fallega konan saraði honum kuldalega: “Hr. Isak, eg lánaði henni tuttugu dollara og ifékk hana til að hætta við að selja fallega hárið sitt. ” Gyðingurinn skrækti af vonbrigðum sínum og unga konan hló svo háðslega, að hann skip- aði henni að fara út, æstur yfir því, að hún hafði eyðilagt þessa gróðavon hans. Helen flýtti sér heim. Þrátt fyrir sorg sina, gladdist hún yfir góðvild ókunnu konunnar og fékk harða manninum þessa lánuðu peninga lil þess að hann annaðist jarðarför ömmu sinnar. En nú gat ekki þessi vesalings stiílka verið til staðar við æfinguna þetta kvöld, þar sem hún hafði mist þann eina ættingja, sem hún átti í ueiminum. Daginn eftir, síðari hluta dags, var kistan tekin út úr þessu fátæka heimiíi; fámennur hópur syrgjandi kunningja fylgdu henni tl kirkjugarðsins, og meðan skær tár strymdu niður kinnar Helenar, heyrði hún moldarrekurnar detta á kistuna, og Ihin kæra lá brátt hulin undir þykkri og mikilli mold. 5. Kapítuli. Helen sneri aftur til einmanalega herberg- isins síns, þar sem hún fann tvær af verkstæðis- stúlkununi, sem biðu hennar, og eftir að þær höfðu hitið í ljósi sainhrygð sína í kjörum liennar, sagði Bertie Parker: “Það lítur svo út, sem við tökum ekki þátt i þinni stóru sorg, þegar við biðjum þig að koma og vera við sýninguna í kveld, en við héldum, að þú mundir ógjarnan vilja, að vesal- ings Gertie Allen skyldi missa tækifærið til að fá dálítið af peningum. Við komum því til að biðja þig að koma, þar eð þú hefir aðal hlutverk ið, og það er of seint til þess að önnur taki það íið sér.” Gertie Allen var ung stúlka, sem þjáðist af tæringu, og eina riVðið til þess, að henni gæti batnað, var að fara til Colorado og dvelja þar um tíma. Fjölskylda hennar var of fátæk til geta borið þenna kostnað; þess vegna höfðu vinstúlkur hennar, hinar eðallyndu verkstæðis vinnukonur, tekið að sér að halda þessa kveld- skemtan; 'þær ætluðu að reyna með henni, að fá* svo marga peninga, að Gertie gæti verið um tíma í þessu vestlæga héraði. “Nei, eg vil ekki gera Gertie þá miklu sorg 'þess vegna ætla eg að framkvæma hlutverk mitt í kvöld, þó að eg hafi orðið fyrir þessari miklu sorg. Og eg vona, að enginn álíti mig tilfinn- ingarlausa, þó eg sé glöð og kát, því það heyrir til hlutverki mínu, eins og þið vitið.” Nú fóru stúlkurnar að hjálpa Helenu til að tína saman og búa um það, sem hún átti að brúka á leiksviðinu þetta kvöld, og hún fylgdi þeim heim til þeirra. Spaug og hMtur ungu stúlknanna varð til þess, að lina sorg Helenar, og hugsun hennar mintist þess, sem fram hafði farið daginn áður. Hún sagði vinstúlkum sínum frá hinum fallega, ókunna manni sem hún hafði dregið upp úr fijótinu, og með talsverðum ákafa spurði hún, livort nokkur þeirra hefði heyrt það. . “Ekki eitt einasta orð,” svöruðu þær og famst þetta eikennilega skáldlegt, þær töldu sjálfsagt að hann mundi leita hennar, f inna hana og giftast henni, þar eð hún hefði frelsað líf hans. “Eg verð aldrei glöð, fyr en eg sé hann aftur,” sagði.hún, og kinnar hennar urðu blóð- rjóðar. “Ó, stúlkur,” bætti hún við, “hann hlýtur að vera ókunnur maður frá einhverri stórborginni, því hann líkist ekki hinum nngu, doðalegu hversdagsmönnum í Milford. Hann var í nýtízku fatnaði, fallegur, með dökk-jörp augu og Ihár, beint nef og snoturt, lítið yfirvar- arskegg.” En hvað félagssystur hennar hlógu glað- lega að þessu hrósi, sem hún lét í ljós yfir hon- um, en þær sýndu l'íka hluttekningu að ungra stúlkna venju; en Bertie Parker sagði: “En thugsaðu nú ékki of mikið um þenna guðdómlega mann, sem þú drógst upp úr fljót- inu, svo það sikemmi ekki hlutverk þitt í kvöld; því það verð eg að segja þér, að til staðar verð- ur regluleg leikmær, og hún mun auðvitað hlæja og hæðast að því, sem okkur skortir.” “ ó! ” 'brópaði Helen, en Bertie bætti við: “Já, Gladys Drew, leikmær frá Boston, kom hingað að heimsækja ættingja sína um stutta stund, og við höfum sent henni aðgöngu- miða gefins. ó, hvað hún er fögur, með indæl, dökk augu og yndislegar, rjóðar kinnar, í bM- um silkikjól, sem skrjáfar í— ó!” Helenu datt strax í hug konan, sem var henni svo vinveitt daginn áður. Hún mundi eft- ir dökku augunum, rjóðu kinnunum og bMa silkikjólnum. Hjarta Ihennar sló hraðara, þeg- ar hún hugsaði um GLadys Drew. “Við verðum að gera alt eins vel og við . getum, þegar jafn markverð persóna veitir okk- ur þann heiður. að vera viðstödd sýningu okk- ar,” sagði hún, um leið og hún ihugsaði um, hve vndislega gylta hárið hennar myndi skína í birtu gasiljósanna þetta kvöld, og gleðja hina eðallyndu konu, sem hafði frelsað það úr hönd- um Isaks. Höll bæjarráðsins í Milford var troðfull þetta kvöld, áður en tjaldinu var lyft upp fyrir fyrsta þættinum af: “ Ast ihænir að sér ást.” Það var sýnishorn af félagslífi undir beru lofti, með mörgum litbreytingum, listigarðafé- lag, kínverskir ljósberar, fallegar stúlkur og karlmenn í lafafrökkum. Helen lök aðal hlut- verkið, hina yndislegu,- gáskafullu meyjur sem dansaði og var svo ástleitin, að allir karlmenn , urðu skotnir í henni. Leikurinn gekk mjög vel, þótt hann að eins væri ieikinn af listélskum stúlkum og áhorfend- urnir voru svo kurteisir, að þeir klöppuðu sam- an lófum fyrir hverjum einum af leikendunum, sem vakti sjáifsálit og ánægju hjá stúlkunum. Þeir fyltust eldmóði yfir hinum yndislega “ randardansi ”, sem Helen dansaði, en þeim fanst Ihún vera enn þá meira aðlaðandi í síðasta kaflanum, þegar hún ikom fram sem brúður í mjúkri, ihvítri slæðu með vfirburða fögrum fell- ingum. Þegar tjaldið féll, var hún beðin að koma aftar fram á leiksviðið og þá bókstaflega rigndi yfir hana hinum fegurstu blómum. Hún var áhorfendunum mjög þakklát, en stóð þarna kafrjóð og vandræðaleg; hin inn- dæla brúður hneigði sig frammi fyrir áhorfend- unum í þa'kklæt.isskyni, þegar skyndilega, — ó, hvelirðilegt — lítill vindgustur beygði ljósið í lampa, sem stóð á gólfinu, svo það náði í slæð- una, sem Helen var hulin með, og á einu augna- bliki teygði hin giáðuga eldtunga sig upp undir 'höfuð hennar og gleypti thið mjúka vefjarefni, sem hún var hulin í. Hvtflík augnabláks umbreyting. LófaMappið og örvunarhrópin breyttust í skelfingaróp, og skelkaðar manneskjur ýttu og hrintu hver annari til þess að komast sem fyrst út, eins og þetta væri brennandi thús. Helen virtit yfirgefin í þessari voðalegu neyð; eldblossarnir umkringdu hana eins og voðaleg blæja — dauðans brúðarblæja. Varð hún að deyja þarna, svona ung og fögur? Ætluðu menn að yfirgefa hana þama, án þess að reyna að bjarga henni? Heyrðu! Skyndilegt og hátt hróp, og um leið og hin óttaslegna stúlka ætlaði að flýja, stökk einn af áhorfendunum yfir ljósaraðimar til að hjálpa. Það var fallegi maðurinn, sem hún hafði bjargað niður hjá gömlu mylnunni. Hann hafði setið allfjarri leiksviðinu og - horft með aðdáun á leikinn alt kvöldið, og hug- ur hans var ástbundinn við hina indædu Helen Marlow. Gladys Drew hafði talað sannleika, þegar hún sagði, að þessir gyltu lokkar væm skapaðir til 'þess að vefja sig um hjarta elskhugans. Þeir höfðu vafið neti um hann, sem hann vissi að hann gat aldrei losnað við. Með hvíKkri hræðslu hann sá hinar rán- gjörnu logatungur sveifla sér upp eftir henni, sem hann elskaði svo innilega. Hann stöfck yfir lampana og til stúlkunnar. Slaíðuna reif hann af henni, án þess að skeyta um að hann brendi sig, og traðkaði á hið þunna efni, sem enn þá logaði, þangað til þa ðslofckn- aði. Hin indæla persóna, er sem brúður hafði náð allra aðdáun, M að hálfu leyti í öngviti á gódfinu; hvíti klæðnaðurinn hennar var orðinn svartur og rifinn, en sjálf var hún óskemd að öðru leyti en því, að loginn hafði snert hörund hennar Htillega og tekið með sér lítinn lokk af hári hennar; það var eins og hann öfundaði hana af þessari verðmifclu gersemi. Ásthrifinn eins og hann var, fcnéféll hann fyrir framan hana og lyfti höfði hennar upp á handlegg sinn. “Helen, mín, Helen! eg hefi frelsað þig. Lít þú á mig, þú indæla mey; lít þú á mig, þri eg er hræddur, þegar eg sé hin síðu ihár auga- loksins iiggja svo hreyfingarlaus. ó, þú hefir ekki orðið fyrir neinum baga, kæra Helen mín!” sagði hann svo undur innilega. R. S. ROBINSON Kaupir og selur Stofn*ett 1883 Höfnftftóii wsn.noo on EG KAUPI TAFAKLAUST miki« nf 3IUSKRAT oy ÚLFASKINNUM 08: borga effirfylyrjnmH verð fyir fá eða mörg: VETRAR ROTTU SKINN ..............* 3.50 til $ 1.25 HAUST ROTTU SKINN ............... 2.25 til .75 Skotin, Stungin et5a Skemd ....... .75 til .40 KITTS ................. ....... .......25 tU .15 ULFSSKINN, fln, í kössum, No. 1.....$30.00 til $10.00 ULFSSKINN, fín, I kössum No. 2.......$30 til 7.00 ULFSSKINN No. 3.................... 3.00 tU J.50 ULFSSKINN No. 4 ........... ...................50 Einnig allar aðrar toBundir af Hkinnura á raarkatSsverM NautahöSir 22c til 18í*Kálfsskinn 50c til 40c 33c til 28c «8c til 24o. $8. til $4. úttfcú: Ssattl*. Wa«)i.. EdroMtM, Alfca La Pm, Maa. K«aara. t*L • $ A Senclið beint til HEAD OFFICE: 157-63 RUPERT AVE., WINNIPEG Einnig 150-156 Pacific Ave. East Hugsið yður annað eins! Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er aS læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr- uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina. Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi) Barber College, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. Útibú:— Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. ii'-- i. i ... %r ✓ • .. 1 • \i» timbur, fjalviður af öllum | Nyjar voruuirguir tegundum, geirettuf og al»- f konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetlð glaðir i að sýna þó ekkert sé keypt. j The Empire Sash & Door Co. UmltMJ HENKY AVE. EAST WINNIPEÖ The Campbell Stadio Nafnkunnir ljóimyndasmiðir Scott Block, Main Street South Simi 1127 gagnvart lðnaðarhöllinni Stsrsta og slzla ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stcrsta og beztu í Canada. Allar Allar tegundir af teéundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 2.38 og 239 Kolin Undireins pér sparið með því að kaupa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL IJNKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 2620 Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. Nú er rétti tíminn til þess að láta taka JÓLAMYNDIRNAR Vér getum ábyrgst yður jafn-góðar myndir, þótt teknar séu að kvöldinu við ljós, eins og við beztu dagsbirtu. Semjið við oss strax í dag. H. J. METCALFE Aðal eigandi. Lafayette Studio, 489 Portage Ave. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.