Lögberg - 26.02.1920, Page 6

Lögberg - 26.02.1920, Page 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUADGINN 26. FEBRÚAR 1920. Francis frá Assisi. ii. í litlu borginni Gubbio, þangað sem að eins lá lítfc fa*r f jallvegur, virtust allir standa á öndinni sökum gráúlfs eins, er gerði hvarvetna hinn mesta usla, drap geitur og sauðfénað og gekk að minsta kosti í einu tilfelli af fjárhirðinum dauðum. Eng- inn hafði kjark í sér til iþess að stíga eitt fet út fyrir borgarhliðin, því þar var undir eins úlfinum að mæta, en hann hafði þrenna mannskrafta. Slyr.gustu veiðimenn höfðu gert hverja til- raunina á fætur annari til þess að drepa úlf þenna, en eigi fengið á honum unnið. Þeir höfðu stund- um séð skuggann af óargadýrinu, þar sem það skauzt frá hinni og þessari beinahrúgunni, en það var líka alt og sumt. Úlfurinn lét lítt til sín heyra fyr en orðið var svo rökkvað, að hann þóttist ó- hultur, en er fram á kveldin leið og fólk var geng- ið til hvílu, heyrði það til hans í námunda við húsin og varð þá gagntekið af ótta. Um þessar mundir kom Bróðir Francis til Gubbio, og fólkið vrarð heldur en ekki forviða, þeg- ar hann skýrði því frá, að hann ætlaði sér að fara ideinn út fvrír borgarhliðin og taka á móti úlfsa. Flestir töldu það vera hið sama og ganga út í opinn dauðann, en Francis lét ekki telja sér hug- hvarf og kvaðst vel vita, við hvað væri að 4 etja o£ hver aðferð mundi koma að beztu haldi. Þannig lagði Francis af stað úf fyrir borgina, e ns og hugprúður hermaður, reiðubúinn að taka á móti óvini sínum. Þegar hann kom út í skógar- jaðarinn, heyrði hann til úlfsins, og svo að segja á sama augnabliki kom villidýrið á harða hlaupi með opið gin og lafandi tungu, albúið til þess að ráðast á ofurhuga i>ann hinn mikla, er svo fífl- ójarfur gerðist að ganga í berhögg við það En bróðir Francis ávarpaði úlfinn með hárri roddu, en þó viðkyæmri: “Kom þú, bróðir úlfur lilustaðu á mál mitt, vinn hvorki mér né holdur nokkrum öðrum mein framar.” Mikill nm fólks liafði gengið í humáttina á cftir Francis og varð ekki lítið undrandi, er það sá hinn grimma úlf kasta sér fyrir fætur hans, eins og saklaust lainb. — Jafnvel smábörn 'komu í • stórum hópum og hlustuðu á orð þau, er Francis marlti til úlfsins. “Ef þú hættir að drepa menn og skepnur,” sagði íVancis, “og lætur framvegis borgarbúa í friði, þá muntí allir fyrirgefa illverkuað þann, er þii hefir verið valdur að. Þú þarft ekki að óttast hungur, fólkið í Gubbio mun sjá þér fyrir lífsvið- arværi. Lofaðu mér því nú opicberlega að upp frá þessu augnabliki skulir þú ekki vinna r.okk- urri lifandi veru tjón.” • Úlfurinn rétti annan framfótinn að Francis og lagði hann í hönd hans, og voru samningarnir • með því lögfestir. Að því loknu hvarf Francis heim til borgar- innar og fylgdi úlfurinn honum eins og fylgispak- ur smáhvolpur. Eftir þetta lifði úlfurinn mörg ár í borginni og vitjaði húsanna á víxl til þess að fá fæðu og var honum allstaðar vel tekið. Hvorki mönnum né skepnum var leyft að styggja hann, og aldrei vann hann eftir það nokkurri lifandi veru mein, uppfvlti öil sín lóforð við Francis og dó i ,ks í hárri elli í friði við alla. Annað atriði í lífi Francis hefir orðið harla linglíft á vörum fólksins, en það stendur í 3am- fcandi við ást hans á fuglunum; hafa margar tákn- •• yndir verið málaðar af Francis 0g hiuum stóru fnglahópum, er á hann hlýddu. Þegar bróðir Francis var á ferðalögum, nám Iiann oft staðar þar sem fólk var við útivinnu sína, sagði þvi fallegar dæmisögur 0g reyndi að láta J ví skiljast, hversu óendanlega miklu hamingju- samari hinir fátæku væru hinum ríku. Ávalt þeg- f»r svo var ástatt, þyrptist að honum úr öllum átt- um mikil mergð fugla. Það var engu líkara, en að fuglana langaði til þess að fá að njóta hvers cinasta orðs af vörum hans. Þeir flögruðu með forvitniskvaki grein af grein, reyndu allir að-kom- ast sem næst Francis, eins og til þess að geta heyrt sem allra bezt efni og anda orðanna, og stundum settust þeir kyrlátir líkt og tamdir hauk- ai á axlir ræðumannsins. Einu sinni ávarpaði Francis fuglahópinn þesum orðum: “Það er svo fjölda^ margt, sem mig langaði til að leiða athygli yðar að, kæru fjaðrasystkin,” og svo sundurliðaði hann fyrir þeim dýrð n^ttúrunnar og á hve undursamlegan hátt akrarnir fæddu fuglana, hve óþrjótandi svöl- un þeir sækti í lækina, og tíve óendanlega fjaðra- fötin væru hlý og færu þeim vel. Alt þetta sagði hann að væri dásamleg, himnesk gjöf, sem að eins vrði fullþökkuð ineð hugarauðmýkt 0g lítillæti. Fuglarnir höfðu sungið og kvakað, þegar . Fráncis byrjaði að tala, en orð hans höfðu þau á- hrif að þá setti hljóða, þeir drógu að sér vængina og stungu undir þá nefjunum. Þeir skildu guð- spjallamál Francisar. En er hann hafði lokið máli sínu, flugu þeir syngjandi og sigurfagnandi í allar áttir — austur, suður, norður og vestur. í þeim tilgangi að flytja boðskap hans um víða veröld. / Sagan af Monte Cristo. 13. Kapituli. Sinbad the, Sailor. Seint á árinu 1838 voru tveir ungiiynenn frá París staddir í Florence. Þeir voru í heldri manna röð og hétu Abert de Morcerf greifi og Frances d ’Epinay barón. Þessir ungu herrar höfðu komið sér saman uin að fara ekki burt úr landinu fyr en rómversku leikirnir væru af staðnir, sem þá voru fyrir hendi. Og með það í huga skrifuðu þeir gestgjafa einum í Róm, sem Pastrini hét, og beiddu um gistingu. Gestgjafinn svaraði þeim aftur og sagði, að öll herbergi í gestgjafahúsum í Rómaborg væru nú leigð, 0g svo væri líka í sínu húsi, að undan- skildu einu herbergi og s,etustofu, sem þeir gætu fengið ef þeir vildu fyrir eina Louis á dag. Þessu boði tóku félagamir, og eftir að þeir vom búnir að tryggja sér fastan vemstað í Róm á meðan að leiknir stæðu yfir, vildu þeir gera sér sem mest úr tímanum þangað til leikirnir byrj- uðu, og Albert lagði á stað til Napels. France varð eftir í Florence og var að brjóta heilann unf hvað hann ætti að gera sér til gagns og gamans á meðan hann biði eftir leikjunum. — líann hafði heimsótt Corsica, fæðingarstað Napó- leons Bonaparte, og nú datt honum í hug að fara til Elba, þar sem sami maður var síðar fangi. 8vo var það kveld eitt, að hann gekk niður að ' Leghom höfninni, og sá þsA’ léttiskip bundið við bryggjuna. Hann samdi við skipstjórann, sveifl- aði að sér yfirhöfn sinni og lagðist fyrir í skut skipsins- kallaði upp og sagði: “Á stað til Elbá.” Eftir að hann hafði skoðað sig um á eynni, steig hann aftur á skip og fór til Marciana. Þar f rétti hann, að á eynni Pianosa væri gott til fugla- veiða, svo þeir héldu þangað. En þar varð hann fvrir vonbrigðum, því eftir að vera búinn að ganga um eyna í marga klukkutíma, kom hann til baka þreyttur og í íllu skapi, með að eins eina rjúpu í hendinni og lét ekkert vel yfir ferðinni. “Ef þér, herra æninn, vilduð fara til Monte Cristo eyjarinnar, þá væri engin þurð á veiði,” inælti skipstjórinn. “Eg hefi ekkert leyfi til að skjóta dýr eða fugla á þeirri eyju,” mælti France. “Þéi* þurfið ekkert leyfi, herra minn,” svar- aði skipstjórinn; “það er engin bygð á eynni; hún er satt að seg.ja ekkert annað klettabelti og grjót hólhr — þar er ekki ein dagslátta af graslendi.” “Hvaða veiði er þar að finna?” spurði ungi maðurinn. “Viltar geitur svo þúsundum skiftir,” svar- aði skipstjóri. “Hvar getur maður haft náttstað þar?” spurði France. “í helliskútum, sem nóg er af á eynni, eða þá úti í skipinu.” Á þessa tillögu félst France’ svo þeir héldu til Monte Cristo. Þegar þeir komu til eyjarinnar, var áliðið kvelds. Þeir sigldu með fram kletta ströndinni þar til að fyrir þeim opnaðist vík, og sáu þeir að eldur var kyntur í víkurbotninum. Þegar France sá það, varð honum ekki um sel og hélt að hér lægju svik undir. En skip- stjóri fullvissaði hann um, að þetta væru að eins leyni kaupmenn, sem oft lentu við ey þessa til að ferma og afferma skip sín með vörum, er þeir revndu til þess að koma á ýmsar hafnir án þess að borga toll af þeim. “Það er svo þægilegt fvrir þá að athafna sig í þessari eyju,” sagði hann. Svo gerði skipstjórinn merki með ljóskeri, sem hann hélt á í hendinni, og var strax svarað úr landi. í þeim merkjum skildi France ekki. Þeg- ar á land kom,/sjá þeir hóp af mönnum, sem sátu umhverfis eldinn, en á eldinum lá nýskotin geit, sem þeir voru að steikja til kveldmatar. France virti eldinn, mennina, geitina og landslagið fyrir sér, að svo miklu leyti sem liann gat. En náttmyrkrið lagðist yfir aÞ, svo hann sá ekkert frá sér nema við glampa þá’ sem eldu.y- irtn á strörídinni sendi út frá sér. Eftir að France hafði staðið þarna dálitla stund koná skipstj. til hans og spurði:“ Hvaða útvegir munu nú verða til kveldmatar? Við höf- i nm ekkert nema þessa einu rjúpu, sem’líklega næij skamt. Eg ætla að ganga til manna þessara, sem eru að gæða sér á geitarketinu, og vita hvort þeir geta ekki miðlað okkur af því.” Þegar skipstjórinn, sem hét Gaetano, kom til líaka, sagði hann France að foringi flokksins hefði ekki einasta verið fús að gefa þeim ögn af nýju geitarketi tíl kveldverðar, heldur hefði hann boð- ið þeim unga herramanni frá París til kveldverð- ar með sér. En hann hefði sett þá skilmála, að það yrði bundið fyrir augu honum, á meðan hann væri leiddur inn í borðsalinn, er væri í helli ein- um þar skamt frá. France furðaði sig mjög á þessu öllu saman, sneri sér að Gaetano g sagði: “Þér þekkið foringia þessara manna?” “Eg hefi heyrt talað um hann,” svaraði skip- stjórinn. “Vel eða illa!” spurði France. “Hvoru tveggja,” svaraði Gaetano. “Jæja. Hvað hefðuð þér gert í mínum sporam?” spurði Farnce. “Tekið þessum kjörum, þó ekki hefði verið nema fyrir forvitnissakir.” svaraði Gaetano Og varð það líka að ráði, að það var bundinn klútur fyrir augun á France og Gaetano leiddi hann af stað. Fyrt gengu þeir lengi nokkuð eftir nálega sléttum sandi. Svo fann France að hann var knm- inn inn í eitthvert skýli, þar sem loftið var þungt, og svo fann hann að hann var leiddur inn í annað pláss, og þá þóttist hann vita, að hann væri kom i: n til þessa einkennilega foringja, því hann fann þykkan og mjúkan gólfdúk undir fótum sér og þá var honum líka slept. France stóð dálitla stund í sömu sporum, þar til við hann var sagt á frönsku: “Verið þér vel- kominn, herra minn. Gerið svo vel að taka skýl- vna frá augum yðar.” Það má geta nærri, að France hafi ekki verið seinn á sér að hlýða þessum skipunum, og þegar liann leit í kring um sig, þá var að eins einn mað- ur hjá honum. Hann var hár vexti, en grannur— andlitið var ekki einasta fölt, heldur nærri því bleikt að lit. Maður þessi var á milli þrjátíu og fjörutíu ára að aldri, eftir útliti að dæma. En út- lií þessa manns og búningur var ekki það, sem hafði mest áhrif á France, heldur hve lierbergi það er hann var stadduf í, var afar skrautlegt. Mennirnir stóðu þegjandi dálitla stund og horfðu hvor á annan. &.V0 tók húsráðandi til máls og bað France velvirðingar á varúð þeirri, sem hann sagðist hafa orðið að viðhafa við inngöngu France til bú- staða sinna. Eftir stutt viðtal opnaði hiísráðandi dyr ,að öðru herbérgi; það var og hið skrautlegasta. Borð stóð á miðju gólfi, lilaðið allskonar réttum. Borðbúnaður allur var hinn dýrasti. Hnífar og skeiðar úr skíru silfri, en leirílátin frá Kína af dýrustu tegund. Svertingi, ’sem AIi hét, gekk um beina, og France til stór undruna-r voru allar mögulegar tegundir matar fram bomar. Mennirnir settust við borðið, og húsráðandi rauf þögnina á þessa leið: “Mér þykir ávalt ó- þægilegt, að eigá Drðastað við menn, sem eg veit ekki hvað heita. Máske þéfc vilduð segja mér eitt- hvert nafn, sem eg gæti notað á meðan við tölumst við! Sjálfan mig getið þér kallað Sinbad the Sailor. ’ ’ “Þá ætti ekki illa við, að þér nefnduð mig Aladdin,” svaraði France. “Þau nöfn knýta okk- ur við Austurlönd. ” Meðan á máltíðinni stóð töluðu þeir um ýmis- legt; þar á meðal sjófarann nafnfræga, sem bai1 nafn það er húsráðandi hafði tekið sér. Svo barst umtalsefnið að ferðum húsráðanda. “Þér ferðist míkið,” mælti France. “Já,” svaraði húsráðandi, “eg gerði heit- strengingu á þeim tíma, sem mér datt sízt í hug að eg muijdi geta uppfylt hana.” Einkennilegt bros lék um varir hans, er hann mælti þetta. “Og eg gerði fleiri heitstrengingar’ sem eg vonast eft- ir að framkvæma bráðiega.” Þó húsráðandi scgði þetta með mestu hægð, leyndi það sér ekki, að þungi bjó í orðum hans. “Þér híjótið a^ hafa liðið mikið, herra minn,” sagði France. “Hvers vegna haldið þér það?” spurði hús- ráðandi. “Málrómur yðar, andlitssvipur yðar, and- litsblær yðar og jafnvel líf það sem þér lifið, sýnir !mér þetta. Þér lítið út eins og sá, sem mannfé- lagið hefir ofsótt, og þér eigið því grátt að gjalda,” svaraði France. “Ó,” svaraði Sinbad, og þetta einkennilega . bros lék um varir honum, “Þér eigið ekki kollgát- nna. Eins og þ'ér sjáið, er eg nokkurs konar heim- sepkingur, og einhvern tíma máske kem eg '!1 Parísarborgar, og þá mega velgjörðamennirnir gá að sér.” “Og ef þér komið þangað,” svaraði France, “þá skyldi mér vera ljúft að endurgjahl i gestrisn- ina, sem þér sýnduð mér á Monte Cristo.” “Og mér skyldi vera nau’tn í að þiggja það-” svaraði húsráðandi, og bætti við, “crí samt er eg liræddur um, að það geti ekki orðið, þvf of eg kem þangað, þá verð eg líklega að ganga í dulargerfi og undir dularnafni.” Eftir að France var búinn að neyta af aðal- réttunum, bar Ali fram eftirmatinn í tveimufc litl- um bollum og svo tók hann silfurkönnu og setti á borðið. France þótti kanna sú einkennileg-, tók af henni lokið og sá, að í henni var eitthvað, sem líktist grænni kvoðu. “Þér vitið ekki, hvað í könnunni er,” mælti húsráðandi. “Nei,” svaraði France. “Það er guðafaaða sú, er Hebe bar á borð fyr- ir Júpíter. Ert þú maður fmmkvæmdasamnur? Trúir þú á mátt peninganna? Bragðaðu þetta- og nám- urnar í Peru^ Guszerat og í Calconda munu opn- ast fvrir þér. Er ímyndunarafl þitt ríkt? Eða ertu skáld? Bragðaðu þetfca, og þá munu merk^alínur tak- rnarka og rúms hverfa, hinn ómælilegi heimur mun opnast þér; þér haldið áfram laus við allar áhyggjur, inn í hinn takmarkalausa heim fegurð- ar og lotningar. Er ekkí þetta freistandi, sem eg býð yður? Þegar maður þarf ekki annað en gera svona,” og húsráðandi tók silfurkönnuna og tók lítið úr henni í teskeið, setti upp í sig, ballaði sér aftur á bak í stólnum, lygndi augunum og lét það remia ofan í sig. Á meðan húsráðandi aðhafðist þetta, sagði France ekki orð, en horfði á hann. En þegar hann \ar búinn að renna því niður, spurði hann: “Hvað hefir svo þessi dýrmæti rétt-ur að ' geyma?” 0 “Hafið þér nokkum tíma heyrt getið um gamla manninn, sem lá á f jöllum úti og reyndi að ráða Philip Augustus bana?” spurði húsráðandi, og hætti við: “Hann ríkti í dal einum auðugum. 1 dal þeim voru margir gróðrarreitir, og voru þeir þeir reitir plantaðir af Hassen-Ben-Sabah, og í þessum reitum salir bygðir hér og þar. í einum peirra veitti Hassen-Ben-Sabah heldra fólki við- töku og Marco Polo segir- að hann hafi gefið þar að borða sérstaka jurt, sem hafði þau áhrif á það, að því fanst það vera statt í paradís meðal hinna fegurstu aldintrjáa og fegurstu blóma.” “Já,” greip France fram í, “er þetta ’has- heesh’?, eg þekki nafnið á því að minsta kosti.” ‘ ‘ Það er nákvæmlega rétt, lierra Aladdin, það er ekta Alexandríu fhang, sem About-Gor hinn nafnfrægi framleiðandi — eini maðurinn, sem er þess verðugur að höll sé bygð til ipihningar um hann, sem á sé ritað: ‘Frá þakklátum heimi, til minningar um manninn, sem verzlaði með Kfs- ánægju.” “Vitið þér,” mælti France, “að eg hefi hina mestu ágirnd á að reyna þetta, svo eg geti borið um það fyrir sjálfan mig, hvort þetta er satt eða tkki.” “Þér ráðið því sjálfur, herra Aladdin. Gerið svo vel og bragðið það, ef yður gott þykir.” Svar Frances var að taka teskeið, taka jafn- inikið af þessu lyfi 0g húsráðandinn hafði gert og íerma því niður. Svo lögðu báðir mennirnir sig fyrir og fóru að reykja. Smátt og smátt fór lyf þetta að verka á France. Honiun fansfc einhver ósegjanleg ró færast yfir sig. Hann fann ekki lengur til þreytu, alt þetta vanalega 0g daglega hvarf honum, en iiýjar hugsjónir og nýir heimar brostu við honum. í þessu ástandi eða sæludraumi lá hann all- lengi, því þegar liann vaknaði sá hann, að hann hafði verið bprinn út undir bert loft. Alt var horfið—salurinn, hinn einkennilegi húsráðandi, þjónninn og öll auðæfin. Á ströndini við sjóinn sá hann skipshöfnina af skipi sínu 0g skipið sjálft úti ó höfninni Hann fór samt ckki strax til þcirra, heldur fór að leita að híbýlum þeim’ sem hann hafði verið í, en eftir tveggja klukustunda leit-til ónýtis kom hann aftur til manna sinna og sagði þeim frá viðburðuni þeim, sem fyri,r hann höfðu borið og spurði þá, .hvort þeir hefðu séð noklmð til ferða þessa ein- kemiiilega manns, sem hann hafði verið gestur hjá. Gaetano fékk lionum sjónauka, sem hann hélt b,' og benti honum út á Kafið, og þar sá hann yzt ' við sjóndeildarhringinn skip fagurt 0g stóð mað- ur í skut þess og rétti aðra hendina í áttina til 'Monte Cristo. Franco leit til Gaetano og spurði: “Er þetta hann ?’ ’ “Já,” svaraði Gaetano 0g kinkaði kolli. Tveir unffir menn.—Eftir Moody. Eitt sinn heyrði eg um tvo unga menn, sem komu kynnisferð til N. York utan af landi. Þeir bjuggu saman í herbergi í veitingahúsi. Það hafði verið venja þeirra beggja, að falla á kné um hátta- tíma og lesa bænir sínar, en hvorugur vissi þetta um hinn. Svo kom háttatími. Hvorugur vildi þá að vísu bregða út af siðvenju sinni, en hvorugur vildi þó verða fyrri til að knékrjúpa, af ótta fyr- ir því, að hinn mundi hæðast að sér. Þarna sátu þeir og gáfu gætur hvor að öðrum. Með einu orði, báðir voru í raun og sannleika heiglar. — Loksins herti þó annar þeirra upp hugann. Hann beygði kné fyrir Drotni, — blóðroðnaði að sönnu, rétt sem hann fremdi eitthvert ódæði, en gerði þó bæn sína. En jafnskjótt sem hinn sá það- gerði liann það sama. Þegar mennirnir svo höfðu lokið bæn sinni, var eins 0g hvorugur vildi verða fvrri til að standa upp. Þá tók annar til máls: “Mér þótti vænt um að þú kraupst, því*eg var hálf smeykur við þig.” Og sama sagði hinn. Báðir vildu biðja, en hvorugur áræddi það fyrir líkleg- um ádeilum hins. Broslegt var það, að þetta er þó ekki annað en það, sem algengt er, enda þótt það birtist í ann- ríri mvnd en héi segir. — Skammast þín ekki fvrir að tilheyra drotni. Láttu það heldur vera á allra vitorði. • “

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.