Lögberg - 04.03.1920, Síða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir Ipegsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St. - Garry 1320
33. ARGANGUR
WINNIPE'G, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. MARZ 1920
NUMER 10
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada.
Robson dómari formaður
verzlunarmála nefndarinnar hef-
ir sagt af sér, og þó hann hafi
efcki opinberlega gefið ástæðu
fyrir því, iþá samit hefir hann sagt
nógu mikið til þess að gefa hug-
mynd um hana.
í tali við fréttaritara Free
Press komst Hon Robson svo að
orði: “Fastákveðið verð á vör-
um, og takmörkun á ágóða á
framleiðslu getur verið, og er
réttlát á stríðstíð, en ætti ekki
að mínu áliti að vera fast ákveöið
með lögum.
Takmörkun á ágóða á nauð-
synjavöru miðar til þess að hefta
framleiðslu á þeim vörutegund-
um, og hamla fólki frá því að
skifta sér í sumar af þýðingar-
mestu stöðum iliífsins. par ofan
í kaupið er það með öllu rangt, að
takmarka ágóða þeirra manna
sem jnauðsynlega framleiðslu
stunda, en láta þá sem munaðar-
vörur búa til og selja, hafa ó-
bundnar hendur, og það var
þetta óréttlæti isem gerði mér svo
erfitt fyrir við framkvæmd 'þeirra
laga og kom mér til þess að segja
af mér.”
“pví skýldir þú leggja höndur
á manninn sem flytur mjólkina
heim í ihús til þín, en látavbóksal-
ana sem græða 100% og þá sem
verzla með blóm, og ylmvatn
vera afskifta lausa?”
Ef að of mjög er þjakað kosti
þeirra manna sem nauðsynlega
framleiðslu stunda þá ihætta þeir
við þær atvinnugreinar, og snúa
sér að þeim sem sanngjarn ágóði
er ekki takmarkaður á með lögum.
“pað er ef til óvinsælt að segja
að það ætti að lofa þeim mönnum
sem þarfa frandeiðslu stunda A
Canada, að græða alla þá pen-
inga sem þeir geta, en þó er það
mín meining.”
R. D. Waugh fyrrum borgar-
stjóra í Winnipeg, hefir verið
boðið að sitja fyrir 'hönd Canada
i nefnd þeirri • sem á að sjá um
og stjóma, Saardalis héraðinu,
tiamkvæmt ákvörðun friðarsamn-
inganna. H£rað það sem hér
ræðir um, er um 1400 fermíiur
að stærð, og er meira en helming-
urinn af því svæði ko'lanámur.
Mr. Waugh er enn ekki búinn að
svara tilboði þessu, en talið er
víst af þeim sem hann þekkja, að
hann muni taka því. Launin
«ru 100,(|Ó0 frankar á ári.
Meþodistar í Canada íhafa
skotið saman $ 4,356,354, til þess
að efla trúboðs starfsemi sína
bæði heima, og erlendis.
Sagt er að en einu sinni ætli
löpnenn Thos. Kelly að leggja
tnál það sem Manitobafylki fékk
dæmt á hendur honum út af svik-
UTn 6 *ambandi við þinghúsbygg-
inguna fyrir dómstólana.
Ping bænda í Manitoba, hefir
staðið yfir í Winnipeg undanfar-
andi.
Bandaríkin
Wílson forseti hefir valið Bain-
bridge Colby frá New York, sem
eftirmann Robert Lansing, og
kemur mörgum það kynlega fyr-
ir, þar sem Mr. Colby hefir fylt
flokk repúblíka, og alls engin
afskifti haft af utanríkis málum.
^ Senator Arthur Caper frá
Kansas flytur frumvarp í öld-
ungadeild þjóðþings Bandaríkj-
anna, um að lögleiða líkamsæf-
ingar innan Bandaríkjanna. Held-
ur senatorinn því fram, að óhugs-
andi sé að sú þjóð isem ekki hugsi
um heilbrigði og líkams hreysti
barna sinna geti notið til fulig
síns eigin hæfileika og þróttar.
Hann heldur áfram og segir:
“Eg er mótfallinn því, að menn
séu skyldaðir til heræfinga, en
trúir því að líkamsæfingar og
upplýsing þeim viðvíkjandi í öll-
um skólum landsins gefi hinni
uppvaxandi kynslóð þau hin hag-
kvæmu Munnindi, sem sagt er að
hann verði aðnjótandi við her-
æfingar, án þess að verða fyrir
þeirn óheilnæmu áhrifum sem her-
æfinga skyldan, hefir í för með
sér, og sivo bætist við að líkams-
æfingarnar ná tii hinna uppvax-
andi kvenna jafnt sem karla.
Eins og á stendur nú hjá þjóð
vorri, þá mæli eg með þvi, að við
sé höfð öll sú sparsemi sem mögu-
legt er að koma við. En trúi því
að með því að leggja fram $ 10,
000,000, að Bandaríkin geti lagt
grundvöllinn að fyrirkomulagi
sem verði sterkt afl til viðhalds
lýðveldis hugsjónum vorum, auka
heilbrigði og ánægju uppvaxandi
kynslóðarinnar, og tryggja þjóð-
ina jafnvel og heræfinga skyldan
sem kostar svo hundruðum mil-
jóna skiftir á ári.”
óvíða hefir verið meiri mót-
spyrna á móti vínsölu 'banninu
heldur en í New Jersey. En
þrátt fyrir hana eru þó ávextir
vínbannsins augljósir og ómót-
mælanlegir.
íTrenton var á meðal brennandi
ispursmála, sem fólk þurfti að ráða
fram úr skortur á fangelsum.
En svo hefir þetta breyzt við vín-
bannið, að gömlu fangelsin, eru
ekki einasta nógu stór, heldur
eru þau líka orðin hálf tóm. Á
þenna hiátt sparast Orean hérað-
inu 100,000 dollarar sem íbúar
þess hefðu þurft að leggja fram
fyrir viðauka við fangelsi þess
héraíls, ef vín'bannslögin hefðu
ekki 'komist á.
Hið sama segir Joseph M.
Thomson aðal eftirlits maður
opinberra bygginga 4 New Jersey
að eigi sér stað um alt ríkið.
Dr. Arthur S. Halley forseti
Yale Háskólans, 'hefir lýst yfir
því að hann ætli að segja forseta
stöðu skólans af sér 1921, nema
því að eins að eitthvað óvænt
komi fyrir.
Friðarsamningarnir voru lagðir
aftur til umræðu fyrir öldunga-
ráð Bandaríkjanna í vikunni sem
leið, með það á tilfinningunni, að
fram hjá þeim yrði nú ekki geng-
ið fyr en annað hvort iþeir yrðu
samþyktir eða féldir.
Herbert Hoover, fyrv. vista-
stjóri Bandaríikjanna, sem nú á
síðustu tímum hefir verið mi'kið
talað um sem forsetaefni við næstu
kosningar í Bandaríkjunum, hef-
ir nú lýst yfir því, að ihann sjái
ek'ki neitt unnnið við að sækja um
þá stöðu, hvorki fyrir þjóðina í
heild né heldur fyrir sjálfan sig,
og hefir því bannað stuðnings-
mönnum sínurn að láta nafns
sírts getið þegar undirbúnings-
kosningar undir forsetakosning-
ar fara fram 20. apríl næstkom-
andi í Geoygia.
Maður að nafni John C. Ols-
head er nýlátinn í Brookline,
Mass. Hann var þektur fyrir
uppdrætti sína af skemtigörðum
og sýningasvæðum; á meðal ann-
ars, sem hann gerði uppdrátt að,
var alheims sýningarsvæðið í Chi-
cago, og sýningargarðurinn í
Winnipeg.
Hermálanefnd neðri málstofu
þjóðþings Bandaríkjanna hefir
komið sér saman um að leggja til
að heræfingaskylda sé lögleidd
innan Bandarí'kjanna frá 1. júlí
1922.
Maður að nafni Abráham Sa-
bagh er nýlátinn í Detroit, ættað-
ur frá Sýrlandi. Hann var Mú-
hametstrúar og skildi eftir svo-
hljóðandi erfðaskrá: 1. sál mína
gef eg til og fel ‘á hendur spá-
manninum Múhamet. 2. Ef að eg
verð að deyja, þá er það minn vilji
að þeir, sem sjá um erfðaskrá
mína og eignir sjái um, að $300
verði varið til þess að biðja fyrir
sálu minni og skal slíkt bænahald
standa í 30 mánuði; 200 til vel-
gjörða og tryggingar í pílagríms-
för minni til Mecca; $50 sem
fórnarfé til hins heilaga Abo-
Albadal Musteris; $200 til afplág-
unar sex stór-syndum og fjórum
smá-syndum mínum og skal þeim
varið samkvæmt iskipunum míns
hcilaga kenniföður.
Fyrsta þessa mánaðar af-
henti stjórn Bandaríkjanna járn-
brautir landsins til hinna fyrri
endum.
Dómsmálastjóri Bandaríkjanna,
Palmer, hefir ákveðið að sækja
um forseta embættið undir merkj-
um Demókrata flokksins við í
hönd farandi forsetakosningar.
Bretland °
Langt er síðan að mönnum hef-
ir orðið eins tíðrætt um nokkra
kosningu á Bretlandi, eins og
Paislley kosninguna, sem fram fór
í síðastliðnum mánuði á Sktetlandi.
pað serm gerði iþessa kosningu svo
eftirtektaverða var það, að fyr-
verandi forsætisráðherra Breta,
H. H. Asquith, sótti þar um þing-
mensku á móti verkamanni og
merkisbera samisteypu stjórnar-
innar. Atkvæðagreiðsla fór fram
12. febrúar, en þegar atkvæðin
voru talin 25. sama mánaðar, þá
kom í iljós, að Asquith hafði náð
kosningu með miklum atkvæða-
mun. Atkvæði féllu þannig, að
hann fékk 14,736 atkvæði, J. M.
Biggar, verkamanna fulltrúinn,
fékk 11,902 atkvæði, og sam-
steypustjqrnar merkisberinn að
eins 3,795 atkvæði. —
pessi sigur Asquiths er mjög
vinsæll á meðál allra flokka og
hlaða, því maðurinn er viðurkend-
ur að vera einn sá allra hæfasti
stjórnmálamaður sem Bretland á,
og meira að segja Lord North-
cliff, sem steypti Asquith stjórn-
inni, tekur afturkomu Asquiths á
löggjafarþing þjóðarinnar með
miklum fögnuði og er strax far-
inn að tala um Asquith sem eftir-
mann Lloyd George.
Kjördæmi iþetta, Paisley kjör-
dæmið, hefir ált af sent stuðn-
ingsmenn frjálslynda flokksins á
þing síðan 1832. Síðasti þingmað-
ur á undan H. H. Asquith fyrir
þetta kjördæmi, var Sir John Mc-
Callum, sem dáinn er fyrir
skömmu.
1 enska blaðinu News of the
World, frá 8. febr. stendur eftir-
fylgjandi grein: “Óvanalega mik-
*ð berst til Englands af kjöti frá
nýltíiidununi, öll fiystihús, sem
hafnarnefnd Lundúna borgar á
yfir að ráða, eru full af kjöti og
í viðbót við það eru fjórtán skip
ferrad með kjöti frá Nýja Sjálandi
og Ástralíu; er sagt að þau til
samans flytji ekki færri en
I, 800,000 sauðarföll; og svo er
kjötforðinn orðinn mikill, að stað-
hæft er að aldrei hafi verið annar
eins þar í landi síðan árið 1909, en
þá fór pundið ofan í 7—10 cents.
pað sem Bretar þurfa af innfluttu
kiöti til notkunar mánaðarlega
eru 30,000 tonn. En nú þessa síð-
ustu mánuði hafa 60,000 verið
flutt inn mánaðarlega, og við
það verður að bæta 100,000 tonn-
um, sem geymd eru í frystihús-
um víðsvegar um land.
Bankastofnun ein útlenzk, sem
um 20 ára skeið hefir rekið verzl-
un í Lundúnum, hefir leigt þar á
öðru lofti í gamalli byggingu í
borginni, sem hvorki er í lyftivél
né önnur nútíðar þægindi, befir
greitt 550 pd. sterl. á ári í húsa-
léigu í öll þau tuttugu ár, sem hún
hafði verið þar. En nú um daginn
fengu forstöðumenn stofnunar
þessarar tilkynningar, að húsa-
leigan yrði framvegis 2,000 pund
sterling. pað er eins og víðar sé
há húsaleiga en í Winnipeg.
Heimastjórnarfrumvarp íra var
lagt fyrir brezka þingið 25. febrú-
ar 'S.I., og er það mjög svipað því,
sem Lloyd George skýrði frá í
þinginu í desember síðastl. Frum-
varpið gerir ráð fyrir tveimur lög-
gjafar þingum á írlandi, sem að
nefnist Suður og Norður lands-
þing.
Á Norðurlands þinginu eiga
sæti 52 þingmenn, en á Suður-
landsþinginu eiga 128 þingmenn
sæti. Frumvarpið tekur og fram
að á brezfca þinginu eigi sæti 12
menn frá Norður' írlandi, en 30 frá
suðurparti landsins.
Fram er tekið í þessu frum-
varpi, að 40 manna stjórnarnefnd
sé kosin af Norðan og Sunnan-
lands þingunum, 20 af hvoru þingi
og myndar sú nefnd sameiginlega
stjórn, sem vonast er eftir að
verði vísir til sameiginlegs þings
á^meðal íra 4 framtíðinni. Fram-
kvæmdarvald hefir sú nefnd samt
ekkert annað en það, sem þingin
veita henni. Löggjafarvald þess-
ara tveggja þinga er all takmark-
að. En þeim er veittur réttur til
þess að mynda sameiginlegt þing
fyrir íra, og er slíku þingi veitt
miiklu meiri réttimli heldur en
veitt eru þessum tveimur stjórn-
um. Sagt er að írum litist illa á
frumvarp þetta.
Sir Ackland Geddes hefir verið
skipaður sendihierra Breta 4 Wash-
ington. Hann hefir áður gegnt
ráðherra embætti í samsteypu-
stjórninni á Englandi undir for-
ystu Lloyd George.
Þjóðrœknisfélags-
þingið.
Hið fyrsta ársþing pjóðræknis-
félags íslendinga i Vesturheimi
var sett samkvæmt fundarboði
í íslenzku blöðunum, miðvikudag-
iiin 25. febrúar sJl., klukkan 2 e.
h. Var fyrst sunginn sálmur og
þar næst flutt bæn af Kjartani
prófasti Helgasyni. sendimanni
Austur-íslendinga. Lýsti forset-
inn, séra Rögnvaldur Pétursson,
þá þingið sett og skýrði ítarlega
frá stofnun félagsins og starfsemi
þess á hinu liðna ári. Eftir að
dagskrá hafði samin verið og sam-
þykt, voru nefndir settar 4 málin
og fundi því næst frestað.
Um kvöldið kl. 8 flutti séra
Jónas A. Sigurðsson fyrirlestur
áhrifamikinn og vel fluttan um ís-
lenzkt þjóðerni.
Daginn eftir komu þingmenn
saman á venjulegum tíma og
ræddu mál; lögðu sumar nefndir
þá fram álit sín. — Var þá og
Tengið til kosninga og urðu þess-
ir fyrir valinu:
Forseti: séra Rögnv. Pétursson.
Varafors.: J. J. Bildfell.
Rit.: Sig. Júl. Jóhannesson.
Vararit.: Á. I. Blöndahl.
Féh.: Ásm. P. Jóhanmsson.
Varafðh.: sr. Alb. Kristjánsson.
Fjárm.rit.: Gísli Jón|f>son.
Varafj.m.r.: Stefán Einarsson.
Skjalav.: Finnur Jónsson.
Endurskoðendur voru kosnir:
Einar P. Jónss.on og Sveinbjörn
Árnason.
Klukka átta um kvöldið hins
sama dags hófst skemtisamkvæmi
það hið mikla, er' W'mnipeg-deild
pjóðræknisfélagsins, Frón, hafði
stuðlað til að haldið yrði 4 sam-
bandi við ársþing allsherjar fé-
Iagsins. Fagnaðarmótið var afar-
fjölment og mun það einróma álit
meginþorra fólks þess, et viðstatt
var, að veigameiri skemtisamkoma
muni sjaldan hafa haldin verið
á meðal Vestur-fslendinga.
Séra Kjartan' Helgason flutti
þar gullfallegan fyrirlestur, en
söngflokkur undir stjórn prófess-
or Sveinbjörnssonar söng mörg og
fögur karlakórslög eftir prófess-
orinn öðru bvoru, unz skemtiskrá-
in var tæmd. prjú þessara laga
hafa aldrei heyrst áður opinber-
lega.: “ó, fögur er vor fóstur-
jörð” við kvæði Jóns Thoroddsen,
“Móðurmálið,” ljóð eftir Gísla
Jónsson, og einsöngslag við Sum-
arúísur eftir Einar P. Jónsson,
sungið af prófessor Sveinbjörns-
son sjálfum.
f fjórsöngnum sungu: Gísli
Jónsson, Alfred Albert, Th. Swin-
burne og Brynjólfur Helgason.—
Rausnarlegar veitingar voru fram
reiddar og dans stiginn no'kkuð
fran! yfir miðnætti.
Á föstudagskveldið flutti séra
Rögnvaldur Pétursson fyrirlest-
ur mikinn og kjarnorðan, en
blandaður söngflokkur undir
stjórn Björgvins Guðmundssonar
söng nokkur lög og var að því hin
bezta skemtun.
Séra Kjartan Helgason var á
þeim fundi kjörinn lífstíðar heið-
ursfélagi pjóðræknisfélagsins.
Nánari fregnir af ársþingi
pjóðræknisfélagsins verða sökum
rúmleysis að bíða næsta blaðs.
Skauta-samkepni.
Skauta kappleikur, sem skera
átti úr hver fljótastur væri
skautamaður í Canada, fór fram
í Amphitheatre skautaskálanum
þriðjudags kveldið var. í þeim
leik tóku 17 menn þátt, voru þrír
frá New York ríkinu í Bandaríkj-
unum, tveir frá Chicago, einn frá
Aurora, 111., ellefu frá Winnipeg,
E. McGowan frá St. Paul, sá er
vann fyrstu verðlaun í samkepni
> Lake Placid fyrir sköipmu, var
ekki viðstaddur. En sá ter næstur
honum var þar, C. Jewtraw, var
viðstaddur og tók þátt 4 öllum
leikjum. pessari samkepni lauk
svo, að íslendingurinn Magnús
Gíslason Goodman (Mike Good-
man) bar af öllum keppinautum
sínum og hefir með heiðri unnif,
til heiðurs þess sem >því fylgjr, að
vera skautakappi Canada.
Magnús Gíslason Goodman, frá
Winnipeg hlaut fyrstu verðlaun,
með 90 stigum, C. Jewtraw frá
Lafce Placid, N. Y., önnur verðl.
með 80 stigum, og J. Moore frá
Lake Placid, N. Y., þriðju verð-
laun með 60 stigum.
Ur bœnnm.
Mr. Björgvin Guðmundsson, er
hér hefir dvalið í vetur að full-
komna sig í sönglist, hefir komið
á 40 manna söngílokk og mun
í nálægri framtíð lofa almenningi
hí. heyra til hans, og verða lögín
öll eftir hann sjálfan.
Bjarni Jónsson og Óskar Guð-
mundsson frá Árborg voru á ferð
í bænum í vikunni, þeir sögðu að
spanska veikin lægi þar allmikið
í landi.
Afmælishátíð.
Afmælis gamalmiennaheimilisins
Betel var minst með samkomu í
sunnudagsskólasal Fyrstu lút-
ersku kirkju á mánudagskveldið
I. þ.m., og stóð kvenfélag safnað-
arins fyrir samkomunni, eins og
það hefir gjört á hverju ári síðan
heimilið komst á fót. Virðist þetta
eiga vel við, því það er alkunnugt,
að þetta félag lagði fyrstu undir-
stöðu þessarar þörfu og vinsælu
stofnunar og hefir verið einn af
hennar allra beztu vinum jafnan
síðan.-—Dr. Jón Stefán&son stýrði
samkomunni, og var hún skemti-
leg og hin ánægjulegasta í alla
staði. Með söng skemtu: Miss
Hermann, Miss Thorvaldson, Mr.
Emil Jónsson, Mrs. Thorsteins-
son og prófessor Sveinbjörnsson
með sínum karlakór, sem nú þegar
er orðinn sterkur þáttur í sam-
kvæmislífíi íslendinga í Winni-
peg. Höfum vér, Vestur-íslend-
ingar nú þegar notið mikillar á-
nægju af að hafa prófessor Svein-
björnsson hér hjá oss og vonum
vér að mega lengi njóta ihans og
hans ljúfu listar.
Séra Kjartan Helgason flutti
ræðu á samkomunni, sem allir
virtust hlusta á með sérstakri á-
nægju og eftirtekt, eins og æfin-
lega, þegar hann talar Ræðu-
manns hæfileikun séra Kjartans
r þannig farið, að því oftar sem
fólk hlustar á hann, því meir sæk-
ist það eftir því. pað er óneitan-
lega öllum góðum mönnum gleði-
efni mikið, hve margir iþeir eru
vor á meðal, sem með ánægju og
eftirtekt hlusta á hið vituríega og
góðgjarna mál séra Kjartans,
hvort sem hann talar um eilífðar-
málin, þjóðræknismálin eða líkn-
armálin.
Séra Kjartan byrjaði ræðu sína
með því að segja, að hann hefði
verið beðinn að minnast á afmæi-
isbarnið, Betel, og ætti hann því
líklega að tala um rílina. En nu
væri hann 4 því skapi, að hann
vildi heldur tala um æskuna. pað
æskuþrek, sem hug hafði og þor
tií að stofna gamalmenna heimil-
ið, án peninga, án sjóðs, en með
vinlægu trausti til guðs og dreng-
lundar mannanna. En hér skal
ekki út í það farið, að gefa neinn
útdrátt úr hinni gullfallegu ræðu
séra Kjartans. Vér gætum ekki
gjört það nógu vel.
Ágætar veitingar voru fram-
reiddar fyrir alla, sem samkom-
una sóttu. Aðgangur var ekki
seldur, en samskot tekin til arðs
fyrir Betel, og námu þau yfir
hundrað dollars.
Nokkur Sönglög,
eftir próf. Svb. Sveinbjörnsson.
íslenzku þjóðerni 4 Vesturheimi
verður Iþví að eins haldið við, að
fólkið haldi áfram að' lesa íslenzk-
ar bækur og syngja alíslenzk lög.
Enginn íslenzkra sönglagahöf-
unda htefir unnið þjóð vorri ann-
an eins heiður og prófessor Svb.
Sveinbjörnsson; þess vegna ættu
lögin hans að vera til á hverju
íslenzku heimili. — pví miður er
enn eigi hægt að fá hið ágæta
þjóðlagahefti prófessorsins, en þó
mun það innan skamms koma á
markaðinn, með iþví að hann hef-
ir sent eftir þeim hluta upplags-
ins, er hann varð að skilja eftir í
Edinburg. pó eru nokkur lög
eftir prófessorinn til sölu hér 4
borginni, og fást hjá hr. Finni
Jónssyni bóksala á Sargent Ave.,
og fylgja nöfn þeirra hér á eftir:
Fáninn, verð 50c.
Páskadagsmorgun, verð 25c.
Serenade, verð 50c.
Now is the Month of Maying,
tvísöngur, verð 50c.
The Troubadour, verð 50c.
Berceuse vioilin og piano, 50c.
“The Fairies”, verð 50c.
Tveir ihelgisöngvar: “Nights
Consolation og Song of Songs,
verð 50c.
Up in the North, verð 50c.
Textarnir eru allir enskir nema
við tvö fyrstu lögin, en andinn er
hánorrænn, eins og flestöll söng-
verk prófessorsins yfir höfuð. —
peir, sem sönglist unna og láta
sér ant um íslenzkt þjóðerni, ættu
að panta lög þessi sem allra fyrst,
því af sumum þeirra eru ekki til
nema fá eintök.
Frá Islandi.
Aflabrögð eru nú í bezta lagi
frá útgerðarstöðvunum hér suður
með flóanmm.
Haraldur Sigurðsson píanó-
leikari frá Kaldaðarnesi, er nú
sestur að í Khöfn.. og hefir feng-
ið þar kennarastöðu við söng-
listaskóíann.
Duusverzlun í Kteflavík er seld
Albert Petersen, sem lengi hefir
verið á verzlunarskrifstofu Duus
í Khöfn., en sagt, að í félagi með
honum séu einhverjir Islendingar.
Stgr. Matthrasson læknir kom
úr ferð um Norðurlönd og pýska-
land með lslandi í síðastl. viku,
en ‘hélt héðan heim til Akureyrar
með þýska skipinu “ Dione” og
hafði hér 'því litla dvöl. Mun
síðar segja eiltthvað frá ferð sinni
hér i blaðinu.
Frá nýári er lögboðinn taxti
Ijósmæðra iþessi: Minista þókn-
un fyrir að taka á móti barni 7
kr. og 2 kr. og 50 aura fyrir
hvern dag sem ljósmóðÍT dvelur
hjá konunni, nema þann dag, sem
barnið fæðist. 1 kr. fyrir hverja
vitjun í kauiijstað e/ða kauptúni
þar isem ljósmóðir býr.
Vifilstaðahælið. Meðlag með
sjúklinguim iþar hækkar frá 1. n.
m., verður á 'sambýlisstofum 3 kr.
á dag í stað 2 nú, á tvímennings-
stofuim 4 kr. í stað 2,50 nú, og á
einbýlisstofuim 5 kr. í stað 3 nú.
Settur læknir á Eskifirði, með-
an Sig. H. Kvaran situr á þingi,
er Jón Benidiktsson stud. med.
Frk. Kristin Thoroddsén hjúkr-
unarkona, dóttir Skúla sál. Thor-
oddsenn alþm., er ráðin til spí-
tala Va’lpariso í Ohile og mun
fara þangað í vetur, segir Mrg.bl.
Strand. ÚtlenduT botnvörpung-
ur '&trandaði í nótt eða gæfkvöldi
á Gerðahólma hér suður í flóan-
um. Menn voru allir úti í skip-
inu í morgun, og Geir fór þó suð-
ur í björgunarerindum.
Nú er tekið til við vinnu að því
fyrir alvöru, að undirbúa rafljós
fcanda Reykjavíkurbæ, hjá Ár-
túnum. iprír verkfræðinjíar
eru við það: B. Christensen,
danskur maður, Guðm. Hlíðdal
og Steingrímur Jónsson Ef vel
gengur er sagt, að stöðin geti
tekið til starfa fyrir næstu jól.
Nýlega steldi botnvörpungurinn
Belgaum farm sinn í Englandi
fyrri nokkuð á 8. þúsund pund
strl.J og er það hæðsta verð, sem
fengist hefir fyrir skipsfarm af
fiski héðan.
Nýlega steldi Jón forseti farm
sinn í Englandi fyrir 3400 pund
sterl., Ethel fyrir 2720 og Vín-
land fyrir 4500 pund sterl.
Páll Bjarnason lögfr. frá Stein-
resi er frá nýári orðinn fulltrúi
bæarfógetans hér.
Verzlunarráði íslands var til-
kynt af stjórnarráðinu 12. þ. m.,
að verzlun með kol væri upp frá
því gefin frjáls. Nokkrar birgð-
ir mun þó landstjórnin eiga enn,
en ráðgert, að það taki kaupmenn
nokkurn tíma, að ná samböhdum
og fá vöruna hingað.
Úr Borgarfjarðarsýslu er
skrifað 31. des: “Heilsa og líðan
fólks hér yfiríeitt góð, Tíðin líka
góð í vetur framundir jól, oftast
þurviðri, en stundum nokkur
frost, ekki farið að gefa fé fram
til fyr en rétt fyrir jólin og kom
það sér vel, því hey voru með
minsta móti eftir sumarið hér
frann til dala. Engjar í sumat
með' allra snegsta móti. Sumir,
sem hafa veitt því eftirtekt, hvað
þeir eru vanir að fá af hverju
engjastykki, töldu sig í sumar
hafa fengið htelmingi minna af
þeim en 4 meðalári. par að auki
voru engjarnar hlautar svo að
það gekk ákaflega seint að ná
heyjuni^m. Rétt fyrir jólin gerði
dálítin rosa, kom þá dálítill snjór
og hver skemda-blotinn eftir ann-
an sem spilti svo högum, að nú er
lítið um haga fram til dala og
fremst í dölum haglaust. Nú er
aftur komið þurviðri og nokkuð
mikið frost.— Ekki urðu menn
hér sem ánægðastir með það,
hvernig kosningarnar foru í sum-
um kjördæmunum,, almenn Óá-
nægja yfir því að Jón Magnússon
skyldi tekki ná kosningu í Reykja-
vík jlletmane fhohú gnyyó ápkfn
vík, telja menn það tap fyrir land-
ið og rninkun fyrir kjördæmið.
Líka búast bændur við því, að
landbúnaðurinn græði ekki á því
að missa Sigurð ráðanaut frá
þingstörfum.”
S.-pingeyjarsýSlu 20. des. ’19.
öllum hugsandi mönnum hér í
sýslu blöskrar þingkosningin í
R.vík að því leyti sem snertir fall
Jóns Magnússonar fyrir þesisum
Möíler. peir sem lesið hafa
“Vísir”, en reyndar ern þeir fáir
hér um slóðir, vita tekki til, að sá
maður hafi lagt til þjóðmála
annað en Ihelber ósannindi Hann
hefir, svo sem lesa miá, helst raus-
að um land,sverzlunina og farið
þar með staðlausa stafi. Við
það mál ætla eg ekki að eltast,
en drepa á aðalherferðir hans,
sem eru gegn kjötsölu útflutn-
ingsnefndar og hrossasölu. Kjöt-
söluvaðalinn hefir Jón porláks-
son rekið ofan í Möller með þeirri
rökfimi og orðfærni, ®em hann
er alkunnur að. Til viðbótar
orðum Jóns skal eg geta þess, að
við pingeyingar tókum gilda
skýrslu útflutningsnefndar um
kjötsöluna. í fyrra, eftir marg-
faldan lestur. Og þó að Möller
kynni að veifa hala s4num að okk-
ur með því urri, að okkur bresti
vit til að sjá sannindi þessa máls,
þá mun honum ekki endast vel
að etja kappi til þrautar við alla
pingeyinga í vitsmunum. Nærri
má geta, hvort þingmaður okkar
hefði verið látinh gagnsóknar-
Iaus um þingmenns'kuna hér í
sýslu, ef á honum hefðu fundist
sakir í kjötsölumáliuu svo mikið
sem þar var í húfi fjárhagslega
fyrir þetta fjárræktarhérað. Um
hestasöluna er það að segja, sem
Vísir gerði sig gleiðan yfir, að
þar fór blaðið með svo hártogaða
vitleysu ásamt póarni Tuliniusi,
að fádæmum sætti, þegar um al-
gáða menn er þó að ráeða. Jafn-
vel Morgunblaðið tók þar í öfug-
an streng við Kobba og Túlla, og
mátti þó ætla, að það blað léti þá
kumpána að minsta kosti óvítta.
Annars var tvöfteldni Morgun-
blaðsins í kosningabardaga Rvík-
ur alveg meistaraleg. pað hvatti
til að kjósa ‘^nnað hvort Jón
Magnússon eða Jakob Möller”—
eins og þetta værn jafningar.
Jú, Jón var talinn “nýtur J*ing-
maður” — maðurinn sem róið
hefir undir sæmd þjóðarinnar
gegnum brotsjóa dýrtíðar og
styrjaldar svo vel, að 100 Tulin-
iusar og 1000 Möllers Kokkar
mundu ekki hafa svo vel gert, þó
að þeim hefði verið trúað til þess.
En þá var þó ísland ekki svo
heillum horfið, sem betur fór.
pórarinn korost sntemma á svörtu
töflu bandamanna, og þaðan
munu hestarnir aldrei fá gneggj-
að hann að eiMfu. — Við héma
pingeyingar aumkvum -Rvik fyrir
kosninguna í haust, að því leyti
sem kosning Jakobs gildir, og víst
þarf 1000 ára steypiregn til þess
að þvo óvirðinguna af höfuðstaðn-
um. pessi kosning ásamt falli
Jóns Magnússonar Stetur kol-
svartan blett á söguna um aldur
og æfi — okkar sjálfstæðissögu.
pjóðin öll á það skilið fyrir þessa
dauðasynd að fara í skammar-
krókinn. G.
Eimskfél. hefir hækkað farm—
gjöld frá Amerfku um 10%.
pað er nú sagt fullráðið, að
hingað komi sendikonsúll frá
Sviþjóð á komandi sumri.
—Lögrétta 21. jan. 1920.