Lögberg - 04.03.1920, Side 4
Bls. 4
LÖGBERG, flMTUDAGINN 4. MARZ 1920
Verð eg að gera það?
Ósköpin öll eru það, sem sagt hefir verið
og ritað um viðreisn atvinnuvega landanna,
sem aflaga fóru í stríðinu.
Með eldlegum tungum hafa menn talað um
um framleiðslu lífsnauðsynja, að þær þvrftu
að vaxa svo mjög, að skörð þau, sem urðu í
forðaframleiðslu heimsins yrðu ekki einasta
fylt, heldur meira en fylt.
Menn hafa talað um hina nýju tíma, eða
breyitu tíma, sem hin komandi ár eiga að færa
mannanna börnum.
Þegar só'lskin velmegunarinnar breiði sig
út yfir allar bygðir mannanna, þegar jöfnuð-
ur, friður og eining ríki á meðal allra manna.
Þetta er alt fallegt og meira, <það er aðlað-
aridi fyrir alla menn að hlusta á það og hugsa
um það.
En það er með framfarir á 'þessum svæð-
um, eins og allar aðrar framfarir, að þær eru
vissum skilyrðum háðar. Lögmáli, sem er jafn-
órjúfanlegt og rás tímans.
Engum manni, sem þekkir til kringum-
stæða þeirra, sem nú eiga sér stað í heiminum,
dylst, að þörfin til vakningar í þessum efnum
er brýn.
En oss virðist að menn leggi oft alt. of mikla
áberslu á þörfina, án þess að yfirvega nægilega
skilyrðin til þess að uppfvlla hana.
Hver eru þá skilyrðin til þess að fram-
leiðslan geti aukist?
Vilji mannanna. Ekki að eins bændanna,
eða 'þeirra manna, sem framleiðslustofnunum
veita forstöðu, heldur allra.
En viljaleysið er nú einmitt nútímans
mesta mein.
Fjöldi af hinu uppvaxandi fólki voru er
svo að segja ófáanlegt til þess að takast á hend-
ur verk við sumar atvinnu stofnanir landsins,
hvað sem í boði er. Það er upp úr því vaxið
og þarf ekki skarpskygnan mann til þess að sjá
livert stefnir fyrir slíkum atvinnugreinum.
En samt'er það nú ekki það versta, sem að
aukin framleiðsla hefir við að stríða, því að
fyrir jwrirn atvinnuvegum liggur ekkert annað,
ef að afstaða fólks breyti^t ekki gagnvart þeim,
heldar en að lcggjast niðhr.
Ilitt er verra, að oss virðist að öll vinna sé
að verða nkkurs konar prísund, — sé að verða
nokkuð, sem allir vildu helzt komast hjá.
“Verð eg að gjöra það ?” er spuming, sem
fólk spyr sjálft sig að nú á tímum. Vinnan er
að verða nauðung, sem menn vilja helzt sneiða
hjá, ef þeir gætu.
En verk, sem með nauðung er unnið, er
aldrei unnið til hálfs.
En hvernig stendur á því, að þessi spurn-
ing: Verð eg að gjörfa það? er nú á vörum
fleiri manna og kvenna heldur en nokkum tíma
áður?
Til þess geta legið og iiggja að líkindum
rnargar ástæður. En höfuð-ástæðan er efnaieg
velmegun. Þegar að maðurinn eða konan geng-
ur til verka með þeirri tilfinningu, að honum sé
sama hvort að hann heldnr atvinnu sinni eða
ekki, sökum þess að hann eða hún þurfi ekki að
vera upp á neinn kominn, þá missir maður hina
sterkustu hvöt til framsóknar við vinnuna.
Frumbyggjamir, þeir sem enn eru hjá
oss og þeir, sem gengnir eru til hvíldar eftir
afkastamikið æfistarf, spurðu ekki þessarar
spumingar. Þeir ruddu skógana, yrktu slétt-
urnar, unnu á jámbrautum, og á þeim dögum
reis aldrei neitt spursmál um þörfina.
Oss finst því ekki án orsaka, nú, þegar
}>örfin til framleiðslu á öllum svæðum í heim-
inum er svo brýn, að apyrja: Er velgengnin
að eyðileggja okkur? ^
Höfum vér ekki nógu skarpan skilning og
nógu mikið viljaþrek til þess að svíkja ekki lit
við köllun vora í lífinu, hver svo sem hún er, án
þess að vera i*ekin til þess með einhverju afli,
sem vér verðum að beygja oss fyrir?
Eitt íslenzkt orðtæki segir: “Neyðin kenn-
ir naktri konu að spinna. ”
Era það virkilega svipuhögg neyðarinnar,
sem ein geta dregið fram þann þrótt, sem sál
vor og líkami á yfir að ráða?
Erum vér ekki fær um að oss líði efnalega
vel, án þess að vér missum, með auknum efnum,
manngildi vort.
Ef vér lítum til listamannanna, skáidanna,
u)>pfm<lingau)annanna, þá sjáum vér, að þegar
urn listaverk þeirra eða uppfyndingar er að
ræða, sem þeir hafa haft mest fyrir, eru þau
flest framleidd þegar þeir áttu ekki til næsta
máls og vissu varla hvar þeir ættu höfði sírm
að að halla, þegar þeim datt ekki í hug að
spyrja: Verða eg að gjöra það?
Til þess að geta mætt kröfunni um aukna
framleiðslu og átt nokkra von um nýja og betri
tíma, verða menn og konur að mæta skyldu-
verkum lífs síns án þess að spyrja um það, hvort
það verði að gjöra þau.
Stjórn fólksins.
VI. Landbúnaðar-löggjöf Norris-
stjórnarinnar.
Eins og öllum er kunnugt, þá er landbún-
aðurinn aðal atvinna og auðsuppspretta fylkis-
búa, og fyrst svo er, þá er líka í augum uppi, að
mikið er undir því komið, að vel sé farið með
1 a ndbún aðarmálin.
En þegar um það er að ræða, þá er það sér-
staklega tvent, sem kemur til greina. Fyrst
löggjöf stjórnarinnar. Annað fólkið, sem und-
ir þeirri lögjöf á að búa.
Það er aldrei nóg að leiða í gildi lög, hvað
ágæt sem þau kunna að vera, ef að þeir, sem
undir þeim lögum eiga að búa, geta ekki notið
réttarbóta eða hlunninda þeirra, sem lögin
veita. Þetta á sér stað í sambandi við öll lög
og undir öllum kringumstæðum, en ekki sízt
þar sem um framþróun iðnaðar er að ræða.
Það er hægt að gefa út lög um meðferð á
búpeningi, um plægingar, sáning, uppskeru,
hreinsun á illgresi úr ökrum manna, o. s. frv.
En slík lög kæmu að litlum notum, ef bændur
kynnu ekki aðferðirnar.
Það er því ljóst, að jafnhliða landbúnaðar
löggjöfum þurfti og þarf að vera kensla.
Þegar Norrisstjómin kom til valda, var til
búnaðarskóli hér í fylkinu, sem bygður var af
líoblin-stjórninni.
Hann er settur hér skamt fyrir utan Win-
nipegbæ og hefir sótt hann fjöldi karla og
kvenna víðsvegar úr fylkinu og má nærri geta,
hve óendanlega miklu góðu sú stofnun hefir
komið til leiðar.
En hún er ekki einhlít. Hún er góð sem
aokkurs konar miðstöð , er sendi strauma út frá
sér í allar áttir.
Þetta hefir og verið ljóst fyrir Norris-
stjórainni, því það er ekki einasta, að öll rækt
hafi verið lögð við búnaðarskólann sjálfan og
ekkert til sparað að gera hann sem fullkomnast-
an bæði að því er snertir hin vanalegu náms-
skeið, og eins þau, sem fram fara við skólann
á öðrum tímum, heldur hefir liún haldið náms-
skeið árlega út. um alt fylkið. Árið 1917 vora
þessi námsskeið haldin að Morden, Crystal
City, Virden, Carberry, Langrath, Portage la
Prairie, Plumas, Grandview, Russell, Ross-
bura, Glenella og Neepawa, eða á 12 stöðum.
Árið 1918 vora þessi námsskeið haldin að
Dauphin, Gilbert Plains, Benito, Swan River,
Roblin, St. Rose, Minnedosa, Shoal Lake, Bin-
scarth, Hamiota, Beausejour, Emerson, Peters-
field, Oak Ijake, Elkhom, Lenore, Wellwood,
Brookdale, Somerset, Killaroey, Cartwright,
Gladstone, Langrath, Oakville og í 26 öðrum
stöðum.
I alt hefir því stjómin látið halda náms-
skeið á fimtíu stöðum víðsvegar út um fylkið
árið 1918, og má af því ráða, hve afar mikla á-
herzlu hún hefir htgt á uppfræðslu fylkisbúa í
landbúnaðar málum.
Auk þess hefir stjórnin lagt mikla rækt við
að mynda landbúnaðarfélög og styrkt þau
drengilega, sem sjá má af því, að þegar Norris-
stjórnin kom til valda, voru þau fá og fámenn,
en nú eru þau sjötíu, sem eru sí-starfandi að
landbúnaðarmálum; þau halda hverf út af fyrir
sig sýningar á hverju ári, gefa verðlaun fyrir
bezt gerðar sumar-plagingar, fyi’ir fallegasta
korn standandi á ökrum, o.s.frv., er alt miðar
til þess að örfa samkepni manna og glæða fram-
sóknarþrá þeirra til fullkonmunar í sínum
verkahring.
Auk þessara landbúnaðarfélaga, sem nú
hafa verið talin, hefir Norrisstjórnin lagt mikla
rækt við félög meðal ungmenna.
Séð höfum vér einhversstaðar gert gys að
þeirri starfsemi stjómarinnar, en slíkt mun
fremur af s'kiTningsskorti en illvilja, og látum
vér það því óátalið.
En vart trúum vér því, að hugsandi rnönn-
um þyki slík starfsemi ólþörf. Því það, sem
liggur til grundvallar fyrir henni, er sameigin-
leg hætta, sem vofir yfir öllum þjóðum, eins og
tnargoft hefir verið tekið fram bæði í ræðu og
riti að undanförnu, hættan sú, að ungdómurinn
yfirgefi landbúnaðinn og þyrpist í borgimar;
og þegar vér hugsum um það, að “bóndi er bú-
stólpi og bú er landstólpi”, þá getur manni skil-
ist, að það er ekki alveg sama hvemig að fer
með framtíðar bóndann og að því er áríðandi,
að “kenna þeim ungaþann veg, sem hann á að
ganga.”
Þegar Norrisstjórnin kom til valda, voru
'5? slík ungmennafélög til í fylkinu, en árið 1919
era 230 aðal-félög, með 1,200 d'eildum, starfandi
í fylkinu.
f félögum þessum era um 30,000 ungir
menn og konur, og mun einsdæmi í Ameríku, og
líklega 'þótt víðar væri leitað, að samtök á með-
al uppvaxandi fólksins hafi tekist jafn vel, og
má það þakka mest einlægri aðstoð Manitoba-
stjórnarinnar.
Um stefnu þessara ungmenna félaga, eða
augnamið það, sem fyrir forgöngumönnum
hreyfingar þessarar vakir, þarf ekki að segja
mikið, annað en það, sem bent er til að framan.
Aformið er, að snúa liuga þeirra að land-
inu — að þeim atvinnuvegi, sem öll framtíðar-
velmegun Manitoba-fylkis byggist á, og mun
enginn telja slíkt óþarfaverk.
Arið 1919 vora félögum þessum fengin í
hendur þessi tólf verkefni: Að ala upp grísi,
kálfa og alifugla, ra-ktun koms og garðávaxta,
fatagjörð, matreiðsla, niðursuða, trésmíðar, að
þekkja og eyðileggja illgresi og að semja rit-
gjörðir.
Deildir stofnuðu þessi unglingafélög í sam-
bandi við sýningar landbúnaðarfélaganna, og
vora á þeim sýnd 1,964 svín, sem unglingarnir
áttu og höfðu alið upp; skýrslur félaganna
sýna, að ungmennafélögin í fylkinu hefðu alið
upp og átt um þrjú þúsund svín, sem voru talin
$S0,000 virði, og voru sum þeirra með því bezta,
sem framleitt var í fylkinu í þeirri grein. 5,500
unglingar stunduðu alifuglarækt, 606 bænda-
efni ræktuðu dálitla kornakra, sem þeir sáðu í
því bezta útsæði, sem fáanlegt var, og í öllum
öðrum greinum, er félög þessi lögðu stund á,
sýndu félagsmeðlimir geysi mikla framför.
Vér höfum bent á það, sem hér að framan
er sagt, til þess að sýna, hve nákvæmlega að
Norrisstjórnin hefir athugað landbúnaðarmál-
in og hve vandlega að hún vill byggja á svæðum
þeirra sem á öðrum svæðum.
------o------
I fr
'Útdráttur úr ræðu
eftir J. C. BROWN, liinn nýkosna forseta sa/m-
einuðu bœndafélaganna í Manitoba.
Byrðar akuryrkjustéttanna.
Á umliðnum árum hefir starfsemi félags-
deilda vorra því nær einvörðungp hnigið að
því, að greiða ögn úr tilfinnanlegustu flækj-
unum, sem að oss hafa ofnar verið. Vér höfum
verið þeirrar skoðunar, og erum1 enn sannfærð-
ir um réttmæti hennar, að akuryrkjustéttimar
hafi orðið að sveitast undir þyngri byrðum, en
aðrir flokkar þjóðfélagsins, með öðrum orðum,
að byrðarnar hafi komið óverjanlega ójafnt
niður.
En þó svo hafi að vísu verið, þá er hitt víst,
að vér höfum ógjarna kvartað, heldur borið ok-
ið mikið til þegjandi. Nú er þó svo komið, að
afstaða vor gagnvart þjóðfélaginu í heild sinni
er að gerbreytast, og eftir því sem málunum nú
horfir við, er fátt líklegra en að svo geti farið,
að innan skamms muni forysta þjóðarinnar
lenda í vorum höndum, ásamt ábyrgðinni, er
henni auðvitað fylgir líka. — Það liggur því í
augum uppi, hve afar áríðandi það er fyrir
hvern einstakling innan vorra fjölmennu fé-
lagsdeilda, að gera sér sem allra ljósásta grein
fyrir hverjum lið þeirrar stefnuskrár, er vér
nú, allir fyrir einn og einn fyrir allá, höfum
bundist samtökum um að hrinda í framkvæmd.
Með því eina móti getum vér með nokkram rétti
aflað málum vorum fylgis á meðal almennings
og vænt sigurs.
“Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum
vér. ” Er ekki hugsanlegt, að ófriðurinn mikli
hafi kent oss eitthvað nýtil'egt, sem koinið gæti
að sönnum notum á sviði hinna ýmsu samfélags-
mála? Kannske ekki beinlínis ófriðurinn sjálf-
ur, þótt eitthvað megi sjálfsagt af honum læra.
En af þjóða samvinnunni, sem ófriðnum var
samfara, hlýtur að mega læra margt. Sam-
vinna bandaþjóðanna vann stríðið.—Samvinna
á vígstöðvunum á sjó og landi, samvinna í
vopna-verksmiðjunum, samvinna í hjúkrunar-
starfinu og samvinna í öllum atriðum heima
fyrir, lét sigairinn falla oss og samherjum vor-
um í skaut. —
Þótt furðulegt megi kallast, eru einstaka
meim'og málgögn enn að spyrja, liverjir hafi
nú annars í rauninni unnið stríðið Jafnvel
tímarit eins og Ladies Home Joumal hefir kom-
íð fram með þannig lagaða fullyrðingu:
“Bandáþjóðirnar töpuðu stríðinu í fjögur ár
og tíu daga, en svo þegar Foch hershöfðingi
kom til sögunnar, þá vann hann stríðið með að-
stoð Ameríkumanna á 112 dögum.” Þessi stað-
hæfing er í alla staði röng og því lítt sæanandi.
Hver vann stríðið? Það gerðu Belgíumenn,
þegar þeir hnektu framgangi Þjóðverja á hinni
fyrstu atför þeirra að Paris. Það gerðu einn-
ig Bretar á hinum ýmsu orustuvöllum, og þó
umfram alt á hafinu. Canadamenn unnu stríðið
við Ypres, St. Julien, Vimy Ridge, Paschen-
daðle og Mons, en Frakkar unnu það við Ver-
dun. —
Að halda fram öðru eins og því, að Ame-
ríkumenn hafi unnið stríðið, nær vitanlega
engri átt, þótt þeir veitti samherjum að vísu ó-
metanlega hjálp, bæði á meðan þjóð þeirra var
hlutlaus, en cinkum þó eftir að þeir sendu
mannafla til vígstöðvanna til þess að berja á
Þjóðverjum. — Slík staðhæfing minnir ósjálf-
rátt á söguna af bóndanum, sem horfði á kon-
una sína sveitast við strokkinn í fjórar klukku-
stundir og hafðist sjálfur eigi að, en þreif svo
bullnna rétt þegar verkið var um það að enda,
og stærði sig af því á eftir, að hafa getað náð
smjörinu úr mjólkinni á tíu mínútum.
Menning nútímans er margbrotin.
Vér þurfum að láta oss skiljast, að menn-
ing nútímans er eins og feykilega margbrotin
vél, sem réttilega notuð, getur gefið þjóðlífinu
margfalt betri og meiri árangur, en hið einfalda
fyrirkomulag löngu liðinna alda.
Enginn maður með heilbrigðri skynsemi
mundi telja það svo mikinn ókost á bifreið, að
hann mundi neita að nota hana, þótt gangvélin
kynni að vera nokkra margbrotnari en alment
gerðist, ef hún hefði að öðra leyti flesta kosti
umfram aðrar vélar. Og væri þá frekar nokk-
urt vit í því, að kasta frá sér nútímamenning-
unni, þótt margbrotin sé og kostnaðarsöm, í
staðiiln fyrir eitthvað langt um lélegra, jafn-
vel þó það fyrirkomulag kynni að vera ögn
óbrotnara? (Framh.)
Það er þjóðarskylda allra að SPARA
Komist að niðurstöðu um hvað mikið þér getið lagt til síð« á
hverjum borgunardegi, og látið þá upphæð verða þá fyrsti* af
kaupi yðar, sem þér leggið í sparibanka.
Hvrjið reikning næsta borgunarag.
The Royal Bank of Canada
WINNIPEG (West End) BRANCHES
ror. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager
Cnr. Sargent 4 Beverley F. Thordarion, Manager
Cor. Portage 4 Sherbrook R. L. Paterton, Manager
Cor. Main 4 Logan M. A. 0’Mara Manager.
5%
VEXTIR OG JAFNFRAMT
O ÖRUGGASTA TRYGGING
Leggið sparipeninga y8ar I 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf meS arS-
miða — Coupon Bonds — I Manitoba Farm Loans Association. — Höf-
uðstðll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin flt
fyrir eins til tíu ára timabil, f upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda.
Vextir greiddir við tok hverra sex mdnaOa.
Skrifið eftir upplýsingum.
Lán handa bændum
Peníngar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu.
Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja.
The Manitoba Farm Loans Association
WINNIPEG, - - MANIT0BA
VEIDIMENN
Raw Furs til
Sendið
Yðar
HOERNER, WILLIAMSON & CO.
241 Princess St., Winnipeg
VEL BORGAD fyrir RAW FURS
Sanngjörn flokkun
Peningar sendir um hæl
Sendið eftir brúnu merkiseðlunum
^ Vér borgum
ý Express kostnað
SENDID UNDIREINS! VERDID ER FYRIRTAKj
Skrifið eftir
Verðlista vorum
Endurminningar
og fréttir frá Islandi.
eftir Fr. Guðmundsson.
II.
Fúl og hvimleið þykir mér
þokan okkar fósturlands.
Veistu ei maður að hún er
efasemdir skaparans.
Hann er þá sem þú að leita
þess, hvað veðrið eigi að heita.
Báða reiti ragur við
rigninguna og sólskinið.
St. G. Stefánsson.
Eg hefi ekki orðið þess var að
menn væru reiðir við skáldið fyr-
ir þetta erindi, og eg held, að
fyrst eg ekki gætti að því, að taka
þetta óstint upp Islands vegna,
áður en eg fór heim, þá geri eg
það ekki heðan af. AuSvitað er
erindið alt leikur, nema tvær
fyrstu hendingarnar.
Alveg blöskraði mér hvað þokan
var þrálynd, súld og regnið, og
kuldinn ríkjiandi. Enda sögðu
landsmenn það, að sumarið hefði
verið í lakara meðallagi. Á suður
og vesturlandi var meiri hluti
töðunnar ekki hirtur fyr en um
höfuðdag, hún þó minna skemd
en ætla mátti, vegna þess hvað
tíðin var jafnframt köld. í júní-
mánuði ihöfðu verið þurkar á
Norðurlandi, og ihitar svo miklir
á Austfjörðum, að hann sté upp í
25 gráður á Celsíus á Seyðisfirði
( nokkra daga seinast í júní, og
fyrst i júlí 25 gr. á C. mun svara
til 56 gráður á Fahrenheit. Um
20. Agúst var biskup landsins Dr.
J. H., staddur á Barði í Fljótum,
Varð eg honum seinna samferða á
strandferðaþkipi, og sagði hann
mér þá, að fallið hefði um 10
þuml. þykkur fenjór út á sjáfar-
bakka iþar í Fljótunum. Um
þær mundir snjóáði iþá einnig
ofan í mið fjöll á Austurlandi,
og var isá snjór ekki horfii\n, fyr
en eftir fleiri daga.
Eg var staddur í R.vík í haust
þegar skólapiltar af Norðurlandi
voru að koma í Mentaskólann, og
það var um mánaðamótin sept. og
okt. og frétti eg þá, að Norðlend-
ingar áttu enn þá eittlhvað eftir
óhirt af útheyi sínu. pannig
var tíðin 'á vestur og Norðurlandi
úrkomusöm og köld venjufremur,
á þessu sumri eftir júnímánaðar
lok. Og er það þá furða þó mér
dytti í hug erindið hans Stefáns:
“Fúl og hvimleið þykir mér” o.
s. frv."
pað er enginn vafi á iþví, að
ógleymanlegir yndislegir dagar
og lengri tímabil, falla árlega 1
skaut flest allra manna heima á
ættjörðinni. Én svo mikill sárs-
auki er því samfara að kljúfa
aftur andstreymið og örðugleik-
ana á öðrum tímum, að iþað veldur
tortryggni til gjafmildi hinnar
íslenzku náttúru.
Eg vildi lítilsháttar minnast á
bvernig blíðu faðmlög íslenzku ‘
náttúrunnar draga stundum dilk
á eftir sér. Á veturnar koma
hlákurnar eins og við munum
eftir, og það sá eg einu sinni í
# eínhverri tíðarskrá heima, að
veturinn 1797 eða rétt fyrir
aldamótin 1800, var svo góð tíð
á porranum og fram eftir Góu á
Norðurlandi, að menn hlóðu tún-
garða og kirkjugarða úr torfi,
sem menn stungu og ristu á
þessum tíma vetrar, og algengt
er það á Suðurlandi að svo kemur
góð tíð einhverntíma á vetrinum
að jörð þiðnar, og jurtir og blóm-
knappar springa út. Eru þetta
áhrifamiklir sælutímar fyrir menn
og skepnur. Annríki er þá lítið,
þegar allar skepnur ganga sjólf-
ala úti, og þá láta menn auðvitað
eftir sér að heimsækja nlgranna
og vini, og eiga skemtin samtöl
um landisins gagn og nauðsynjar.
pá er og tími til a8 lesa, og
auðga andann á margvíslegann
hátt. En svo koma frost og
hríðar, sem alla jafnast varir þá
lengst fram á sumar, og á þá
margur átakanlega stríðsamt og
bágt. Ær bera í þröngum og
dimmum húsum, og eru þá svo
þurftar- -frekar, þegar lömbin
hanga á þeim, að lítið hrekkur
heyið, sem sparaðist í vetrar-
hiákunium. pá þarf og að bera
mikið vatn í lambærnar svo þær
mjólki betur. Og ofaná þreytu
dagsins, verður svo fjármaðurinn
að vaka að mestu leyti á nóttunni,
svo að eklki séu tröðkuð undir
þau lömbin sem fæðast í hús-
þrengslunum, og jafnframt til
þess, að lambið og móðirin vill-
ist ekki hvað frá öðru fyrstu
mínúturnar, sem getur hæglega
kostað endalau'st stríð, þegar
hvorugt vill sjá annað.
Og þó er einn, og máske rersti
dilkur vetrarblíðunnar ótalinn
enn þá, og hann er sá, að þegar
grös og jurtir hafa sprungið út
á vetrinum, og svo frosið aftur í
hel, þá eru frækornin fallin úr
sögunni, sem næstliðið eumar
hafði lagt til síðu, handa vorsól-
inni að endurreisa af nýjan jurta-
gróður, og þá fer svo, að kom-
andi sumarsól, með öllum sínum
blíðu atlotum, er ráðalaus fram
eftir öllu sumri að framlepða bit-
haga, aukheldur engi.
Væri nú ekki eðlilegt, að fólkið
S'om við þetta býr og stríðir, fólk-
ið sem stendur varnarlaust fyrir
þessum aðköstum. Fólkið sem á
framtíðar velfarnan sína á valdi
þessara óútreiknanlegu árstíða.—
Að það hyggi með kvíða eftir á-
rangri af fyrirhöfn sinni, og van-
treysti landinu? Og hlýtur það
ekki að skapa sérstaklega þrótt-
mikla 'hæfileika, iað verða 'altaf
að beita sínu ýtrasta til að ná
takmarkinu ?
pegar Dr. Guðm. Finnbogason
var á ferðinni hér, sagði hann í
fyrirlestri, er hann hélt að Moz-
art: Að Islendingar hefðu í raun-
inni skáld til útflutnings. Náttúr-
lega var hann að segja að gamni
sínu. En eðlilegt finst mér það,
að íslendingar eigi tiltölulega
fleiri skáld en nokkur önnur
þjóð. Auðsjáanlega er íslexizk
náttúra með allan sinxi töfra-
ljóma, á einstökum augnablikum,
og yfirbragðsmikla hrikasvipinn
á sérstökum stöðum, öllu öðru