Lögberg - 01.04.1920, Side 2
J?ts. 2
LÖGBERG FIMTUADGINN 4. APRIL 1920
STÓR AD ALS-MORÐINGINN.
Eftir Axel Thorsteinssort.
I.
í Stóradal er steinagnótt,
en starfað eigi að síður
og þar er unnið fast og fljótt
uns fram á kvöldið líður
þeir vinna unz að sest er sól
og seint í hátt er farið:
Er nóttin hylur hygðarból
—Svo bændum þar er varið.
En örðugleikar ísalands
ei ögra þessum körlum,
því þar er aðalsmerki manns
að mölva grjót úr fjöllum
og höggva til í túnagarð,
að tyrfa, ræsa, og silétta.
peir télja sér það unninn arð,
af ást þeir gera þetta.
En sunnudögum oftast á
er til kirkju riðið
og varla nokkurn miissa má
þar mann í kirkju liðið.
Já, kirkju þarna þeyst er til —
og það er gömul saga —
að gera skaparanum skil
um skúra sunnudaga.
En skíni sól í heiði hátt
og heyjið flatt á völlum
er kirkju mengið furðu fátt.
Peim finst það synd þar öllum,
að nota ei þessa Guðs vors gjöf,
sem gefst á helgum víða,
því bændum finst það tímatöf
og taðan má ei bíða.
En vetrar daga dimmir fljótt
í dalnum stórra hlíða,
en þá er bara “saga sótt”
og sögð á bæjum víða.
Ein Iítil hrösun, atvik eitt
þar oft er glæpur ta/linn
og Gróu á Leiti vel er veitt
þá vappar bún um dalinn.
En þetta er fólksins elli í
ef einhver glatar hylli,
að góna á lífs hans skuggaský
þó skíni sólin milli:
Menn líta ei oft í eigin barm,
en aðra svipum keyra
og fæðist saga um hatur, harm,
er hrópað: Meira, meira.
II.
Viltur, einn og þreyttur. Nú er nótt,
nöpur hugsun hver — í myrkrið sótt,
dregin upp úr miðum sjúkrar sálar,
sorg, er engin listhönd málar,
skín í augum hans, er villur vega
vappar einn og hreldur, þreytulega.
Viltur, einn og þreyttur. Ljóssins leita
ljósblá augun vart í húsum sveita,
að eins mildum, góðum Guði hjá,
getur hvergi slíkan harm að sjá,
sem í augum hans, er villur vega
vappar einn og mæddur, þreytulega.
Viltur, einn og þ^evttur. Næðingsnætur,
Narfi, þegar enginn veit ’ann grætur,
ráfar mæddur, einn, en enginn veit,
upp um heiðar — út um sveit,
tautar orð á stangli — villur vega
vappar mæddur, þreytulega.
Viltur, einn og þreyttur. Næðingsnætur.
Narfi vappar einn og stundum grætur.
Enginn það þó vita maður má,
morðingjans <í augum tárin sjá.
Fjarri bæjum, einn og viltur vega
vappar Narfi löngum, þreytuloga.
III.
pað var einmitt slíka næðingsnótt,
napur vintdur kysti fjöllin grá.
Yfir Stóradalinn leið mín lá.
Ljós í glugga hvergi’ eg sá.
Yfir fannir hríðarskuggar skjótt
skunduðu og fyltu hug minn þrá.
Á förnum vegi fann eg þá
fátækling með tár á brá.
Fátæklinginn spurði eg úr spjörum.
Spurningunum þagði karlinn við.
Benti þögull yfir mjallar mið,
mæddur hlýddi á stormsins nið,
pó var eiirs og karls á visnum vörum
virtust fæðast orð, enn fanna um svið
að eins heyrði eg kaldan næturnið,
Narfi hvarf, sem þyldi ’ann enga bið.
IV.
Eg áfram lengi gekk, um fánnir fór
og fyr en varði barði kotsdyr á.
En eins og mektarkonungs staður stór
á stundu þeirri fanst mér hreysið smá.
Eg sat í stofu lengi. Saga sönn
mér sögð var þar um Narfa og karlsins ætt.
Um sporið morðingjans, er fanst í fönn,
þars fyr eg hafði skrítnum karli mætt
Mig setti hljóðan lengi. Narfa nafn
er nú í hug minn grafið fast og vel.
Og nú eg birti í hljóði sögusafn,
þótt sé það flest um beiskju lífs og hel.
En, fyr en eg segi sögu hans,
eg set hér drætti fáa
úr ellisögu ’ins aldna manns,
með ennið hvelfda og háa.
Hann ráfaði’ æ um runnahlíð,
er röðull himins brosti
og eins í vetrar argri hríð,
þá alt var bundið frosti.
Að ráfa — það var yndið eitt
og engum manni að sinna,
af innri gleði ’hann átti ei neitt
og aldrei reyndi’ að finna.
En óravegu oft hann tróð
og annara fylgd ei kaus,
og börnum af honum beigur stóð,
sem björn þar færi laus.
í hraunsins jaðri hreysið var
— sem hreiður fugls í gjótu —
og sólin aldrei birtu bar
1 bústað hans og Tótu.
pví aldna skari ei var rótt,
er aftan seig á ölakka,
því þegar skall á niðdimm nótt
fór Narfi út að filakka.
En mannsins sál er aldrei ein,
þótt auðna heims burt flýi:
Hins aldna kvendis ósk var hrein:
Að eyða hverju hans skýi.
pá allar stundir einhver var
þar “æru hans að tosa”
hún árum sínum eyddi þar
og aldrei sá hann brosa.
En þegar söng 1 hrauni hríð
og hreysið huldi snjór,
því eirðarlaus þar ár og síð
inn aldni raumur fór —
sem heyrði ’ann einhvem djöfla dans,
þvers dauði riða um grund.
En núna sögð skal saga hans
og sögð á þessa lund:
VI.
í dalsins botni er býli smátt
í björkum skrýddri hllíð
og móti bláum 'himni hátt
sig hefur reynihrísla fríð.
Hún var af góðum manni setti lí svörð
og síðan prýddi ’ún aidna jörð
par bundust heitum fríður svanni og sveinn,
þars svörðinn prýddi reyniviður beinn
pau reistu bú. Hún réði húsum þar
og Reiði aldrei gestur þeirra var.
0g árin liðu—undir viðnum væna
í vöggu smárri ljósblá augu mæna.
Og sumarþeyrinn lék um laufin smá
og litlu augun stara, horfa á.
Og pabbi og mamma brosa. Góðan Guð
í geði hrærðu og þenna lífsfögnuð
í hljóði lofa. Fáein falla tár.
pau finna að Guð er hjá þeim, mildur, hár.
VII.
Og árin líða. Hinn ungi sveinn
er upp að vaxa í sálu hreinn.
Og móðirin elskar svo ungann sinn,
að alt af við hann er hugurinn.
Hún kallar hann “Ljósálf” og “Lítinn mann”
og lífsgleði djúpa og hreina ’ún fann.
Hvers hugsun var bæn með björtum vonum.
Hún bað hverja stundu fyrir honum.
(Framhald.)
—
Heiðurssamsœti
héldu Breiðvíkingar í Nýja ís-
landi þeim Magnúsi Magnússyni í jónsson. Brá þeim 'heldur
veizlu. KI. lítið eftir 3 komu svo
þau Magnússons hjón og í fylgd
með þeirn þau Mr. og Mrs. Gunnst.
og Ingibjörgu Sveinsdóttur konu
hans þ. 10. marz s. 1., til minning-
ar um tuttugu og fimm ára hjóna-
bandsafmæli þeirra. Fór at-
höfnin fram á Eyjólfsstöðum
í Breiðuvík, heimili silfurbrúð-
hjónanna, og hófst kl. milli 3 og
4 síðdegis. Var fjöldi fólks i
heimsókninni, er var undir for-
ystu Gísla kaupmanns Sigmunds-
sonar. Kom það sér vel að hús
þeirra Mr. og Mrs. Magnússonar j
er stórt og rúmgotfc, svo hæglega
var tekið á móti öllu því fríða liði
er Gísli kaupmaður hafði í fylgd
með sér.
Laiust fyrir hádegi þenrfá sama
dag hafði þeim Mr. og Mrs. Magn-
ússon verið boðið til heimsóknar
norður að Gásiastöðum um mílu
vegar, þar sem búa ung hjón, þau
Gunnsteinn Jónsson og Elin kona
hans, syatir Th. Thorsteinssonar
bankastjóra í Winnipeg. págu
þau boðið. Sátu þau hjón þar í
góðu yfirlæti fram til kl 3. Á
meðan höfðu þeir Gísli kaupmaður
og undirforingjar hans farið suð-
ur að Eyólfsstöðum, tekið þar hús
af fólki, raðað borðum og bekkjum
og atólum og undirbúið alt til
en
ekki í brún, að korna að heimili
| sínu umkringdu af sleðum er hsim
| sækjendur höfðu ekið I, og til-
búnum veizlusal í húsinu og um
það hálft annað hundrað manns
aðkomandi. Hefir sjaldan betur
verið gert að koma á óvæntri heim-
sókn, því slíkar heimsóknir eru
ekki æfinlega óvæntar sem svo eru
nefndar, en hér var það trúlega og
greinilega. pau Mr. og Mrs.
Magnúsison kunna manna bezt að
taka á móti gestum og oft er gest-
kvæmt á heimili þeirra, en það
var ekki laust við að brosað væri
að þeim undrunarsvip sem var á
andlitum þeirra þegar þau komu
heim til sín, og sáu hvað að hafði
drifið á meðan þau voru í burtu.
j Gagnstætt því ier venjulega
gerist tóku gestir á móti húsráð-
endum við dyr hússins og báðu
þau velkomin. Leiddi Gísli kaup-
maður þa/u Mr. og Mrs. Magnús-
son síðan til sætis í öndvegi í
veizlusalnum og bað gesti skipa
sér undir borð alla þá er að gætu
komist. Gerði hann svo grein
fyrir heiimsókninni, og bað síðan
séra Jóhann Bjarnason að taka
við stjórn samkvæmisins um
stundarsakir-
Var þá næst sunginn sálmur-
inn “Hve gott og fagurt og indælt
er,” og séra Jóhann las blblíu-
kafla og hafði bæn. Var svo
sungið versið “ó, lífsins faðir
láni krýn.” Að því búnu flutti séra
Jóhann ræðu fyrir minni silfur-
brúðhjónanna. Að henni lok-
inni kvaðst hann afhenda stjórn
samkvæmisins aftur í hendur
Gísla kaupmanns.
Stóð Gísli þá upp og flutti stutta
cn skilmerkilega tölu, og afhenti
silfurbrúðhjónunum gjafir dýrar
og kostulegar. Voru þær fjórar
að tölu: Fyrst, silfurhnífar og
gaflar í tilgerðum eikarkassa, gjöf
frá bömum þeirra hjóna. Ann-
að stundaklukka gersemi mikil
með viðeigandi áletrun, er kostaði
$115. priðja, silfurbúinn göngu-
stafur, áletraður, «em kostaði
$ 35,00, til handa Alagnúsi.
Fjórða silfunsjóður að upphæð
$ 25,00, handa Mrs. Magnússon.
pegar Gísli kaupmaður hafði lok
ið við að afhenda gjafiraar, skip-
aði hann svo fyrir, að næst skyldi
veitingar fram fara. parf naum-
ast að geta þess að þær voru með
þeim höfðingsbrag sem algengur
er í íslenzkum samsætum.
Að veitingum afloknum var aft-
ur byrjað á ræðuhöldum, með
söng og kvæðaflutningi á milli.
Fyrst sungið “Hvað er svo glatt”.
Flutti síðan Hallgrímur Friðriks-
son kvæði fyrir minni si'lfurbrúð-
hjónanna. Talaði þá Bjarni Mar-
teinsson. Er hann þaulæfður
ræðumaður og talaði snjalt. Var
þá annað kvæði flutt af Jóhannesi
H. Húnfjörð. Næst talaði Mrs.
Valgerður Sigurðsson, ekkja Stef-
áns heitins kaupmanns Sigurðs-
sonar á Hnausum. Er hún kona
gáfuð, talsvert mentuð og prýði-
lega máli farin. Tel eg hana kom-
ast nær ólafíu Jóhannsdóttur í
ræðuflutningslist, en nokkra aðra
konu íslenzka, er eg enn hefi heyrt
tala. Er hún móðursystir Ingi-
bjargar konu Magnúsar. Talaði
hún skemtilega og vel að vanda.
pá var þriðja kvæðið flutt. Gerði
pað (Mi|s. Sigríður Friðriksson,
kona Hallgríms Friðrikssonar.
Var kvæði það til ibarna silfur-
brúðhjónanna. pá talaði næst
Mrs. Helga Jónsson, kona Lýðs
bðnda Jónssonar í Lundi í Breiðu-
vík. Er hún systir Ingibjargar,
! greind kona og vel máli farin.
| .Væst 'talaði Sigurjón pórðarson
bóndi í Nýhaga í Geysisbygð. Er
hann roskinn maður og fór seint
að fást við ræðuflutninga á
mannamótum. Má benda á hann
>em gott dæmi upp á, að óþarfi sé
fyrir aldraða skynuga menn, þó
lítt sé þeir æfðir við ræðugerð,
að isitja þegjandi á mannamótum,
þegar aðrir áræðnari og fram-
gjarnari menn tala eða flytja
ræður. Mun það láta nærri, að
sé maður nokkurn veginn viti bor-
• inn, ekki ófróður og bresti ekki á-
ræði að horfast í augu við hóp af
fólki, þá geti sá hinn sami, með
æfingu, orðið isæmilegur ræðu-
maður. Get eg þess til, að marg-
ur si'tji þegjandi á mannfundum,
oft og tíðum, sem snjallar gæti
mælt en sumir, sem sí og æ eru
að tala. Áræðisleysið er víst í
þessu, sem mörgu öðru sú óheilla-
fylgja, er heftir för margra þeirra
er áfram ættu að komast.
pegar gestir höfðu lokið við
ræðuhöld sín, stóð silfurbrúðgum-
inn sjálfur á fætur og flutti
skipulegt og gott erindi. pakkaði
fyrir þá sæmd, sem þeim hjónum
hefði verið sýnd með heimsókn-
inni og gjöfunum og því, er sagt
hefði verið í ræðum og kvæðum.
Bjóst hann við, að kona sín myndi
einnig taka til mális. Hún væri
sér fremri, þegar til ræðuhalda
kæmi. Varð þó ekki af því, að
Ingibjörg talaði að því sinni.
Virtist henni sem heimferðahug-
ur mundi vera kominn í suma gest-
ina, með því framorðið var orðið;
mundi það og nægja, fyrir hönd
þeirra beggja, er bóndi hennar
hafði sagt. pað var hverju orði
sannara. Ræða Magnúsar í alla
staði fullnægjandi fyrir þau bæði
og aðra, er hlut áttu að máli.
peim til fróðleiks, sem fjær eru
og þetta kunna að lesa, má geta
þess, að Magnús Magnússon er
ættaður af Vesturtandi, ólst að
mestu leyti upp á Vatnseyri við
Patreksfjörð. Kom vestur um haf
1888. Ingibjörg kona hans er
ættuð úr Borgarfirði syðra, fædd
i Síðumúla í Hvítársíðu. Foreldr-
ar hennar Sveinn Árnason og por-
gerður Jónsdóttir. Bjuggu þau
fyrst á Síðumúla, en síðar all-
lengi á Kleppi í Reykholtsdal.
pau eru bæði enn á lífi og hér
vestra. Nam Sveinn Iand I skóg-
’mum vestur af Breiðuvík og
nefndi Aðalból. Mun hann (nú
hafa selt landið og eru þau hjón á
vegum barna sinna. Alsystkini
Ingibjargar auk Helgu, sem áður
er nefnd, eru Gróa kona Sveins
Pálmasonar bónda í grend við
Winnipeg Beach, og Jóhannes
Sveinsson, bóndi skamt frá Am-
aud hér suð-austur I fylkinu.
Hálfbróðir Ingibjargar og þeirra
systkina er Jón Sigurðsson, bóndi
á Haukagili í Hvítársíðu, fyrrum
þingrmaður Mýramanna.
pau Magnús og Ingibjörg hafa
eignast þrettán böra. Eru tvö af
þeim gift, Jón Vídalín Magnús-
son, giftur Rannveigu dóttur Al-
berts bónda Sigursteinssonar á
Selstöðum í Geysisbygð, og Helga
porgerður Sigríður, gift porsteini
I. Sigmundssyni. Eru ungu hjón-
in hvortveggju búandi í grend við
Eyjólfsstaði. Tvö börn hafa þau
Mr. og Mrs. Magnússon mist. Hin
níu, á ýmsum aldri, eru heima í
föðurgarði.
Ekki býst eg við að Mr. og Mns
Magnússon geti með ríkisfólki
talist. pau hafa samt sem áður
komist prýðilega af með kostnað-
arsamt húshald og stóran barna-
hóp. Magnús er maður freanur
heilsutæpur, en hefir í mörg ár
haft umfangsmikinn fiskiútveg á
Winnipegvatni og verzlað með fisk
í stórum stíl. Fær hann orð fyr-
ir að vera hinn áreiðanlegasti
maður í öllum viðskiftum og hefir
Iöngum haft sömu mennina 1 vinnu
hjá sér ár eftir ár. Ingibjörg
kona hans er mesta ágætiskona,
kona fríð sýnum, dável greind,
fremur glaðlynd og hefir mesta
yndi af að vera að gleðja og
hjálpa. Heimili þeirra og heim-
ilislíf er hið ánægjuiegasta. Njóta
Copenhagen
Vér ábyrgj
umst það a<
vera algjörleg;
hreint, og það
bezta tóbak í
heimí.
Ljúffengt og
endingar gott,
af því það er
búið til úr safa
tniklu en mildu
tóbakslaufi.
MUNNTOBAK
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLFNDINGA I VESTURHEIMI
P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba.
I stjórnamefnd félagslns eru: séra Rögnvaldui- PétnrssOB, forneli,
650 Maryland str., Winnipeg; Jón J. IMldfell, vara-fonsi ti, 2106 Po. .age
ave., Wpg.; Sig. Júl. Jóhannesson, skrifari, 957 Ingersoll str., Wpg.;
Asg. I. Blöndahl, vara-skirifari, Wynyard, Sask.; S. D. B. Stephanson,
fj&mi&la-ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Stefán EMnarsson, vara-
fjft.rmfilaritari, Arborg, Man.; Ásm. P. Jóhannsson, gjaldkpri, 796
Victor str„ Wpg. ; Séra Albert Kristjánsson. vara-gjaldkerl., Ivundar,
Man.; ag Slgurbjörn Sigurjónsson. skjalavörSur, 724 Beverley str„
Winnipeg.
Fastafundi heflr nefndin fjóröa föstudag hvers mánaðar.
7!
»*«■
A. CARRUTHERS Co. Ltd
SENDIÐ I
Húðir yðar,UH,Gœrur, Tólgog Senecarætur \
til næstu verzlunar vorrar.
VJER greiðum hæsta markaðsverð. |
VJER sendum merkispjöld og verðáætlanir þeim er æskja. |
Adalskrifstofa: WINNIPEG, Manitoba
ÚTIBÚ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask., Saskatoon, Sask.; I
Édmonton, Aita.; vancouver, B. C. |
P G FÆ EKKI MEÐ NEINUM
orðum lýst því, hversu mik-
ið eg á Tanlac að þakka, því
það hefir veitt mér fulla heilsu
eftir tólf ára þjáningar,” segir
Mrs. Olivine Peltier í Ver-
mont.
“Eg fæ aldrei nógsamelga veg-
samað Tanlac, það hefir veitt mér
fulikomna heilsu eftir tólf ára
þjáningar,” sagði Mrs. Olivine
Peltier, að No. 26 East Allen
Street, Winooski, Vermont.
“Eg hafði þjáðst mjög tilfinn-
anlega af taugaveiklun og svefn-
leysi í mörg ár og gat oft ekki
sint húsmóðurskyldum mínum, og
var í raun og veru búin að missa
aila sanna lífsgleði.
“Matarlystin var í hinni mestu
óreiðu og það stóð ávalt á sama
hvers eg neytti, mér varð ávalt ó-
glatt á eftir. Maginn þandist út
af gasi, og orsakaði það bæði hug-
arvíl og hjartveiki.
“Eg hrökk upp með andfælum á
■nóttunni við bvað lítið skrjáf sem
um var að ræða, og eins og gefur
að skilja tapaði eg þyngd og var
svo að segja ekki orðin annað en
skinin bein. Eg var alt af að
reyna ný og ný meðöl, en alt kom
fyrir ekki.
“Eiginmaður minn hafði einnig
verið heilsutæpur um hríð, en hon-
um hafði tekist að lækna sig með
Tanlac. Hann hvatti mig til að
reyna það, og sannleikurinn er
sá, að S’íðan eg fór að nota Tan-
lac, varð eg alt önnur mann-
eskja.
“Nú hefi eg beztu matarlyst,
sef vært og draumlaust á hverri
nóttu og hefi á fáurn vikum
þyngst um níu pund. Tanlac
hefir reynst mér töfralyf, og það
fær mér sannrar ánægju að geta
Mtið almenning vita um hinn
undraverða kraft þess.”
Tanlac er selt í flöskum og fæst
í Liggett’s Drug Store, Winnipeg,
og hjá lyfsölum út um land. pað
fæst einnig hjá The Vopni-Sig-
urdson, Ltd., Riverton, Man. —
Adv.
þau hjón, sökum höfðingsskapar
og góðrar þátttöku í öllu því er
betur má fara, al'mennra vin-
sælda.
Fréttaritari Lögbergs.
Ávarp til
Mr. og Mrs. -M. Magnússon.
(Flutt á 25 ára giftingar afmæli
þeirra 10. marz 1920.
Er rís frá unnum sumarsól
og sunnan þeyrin, andar hljótt
og dreyfir yl um dal og hól,
sem draumsjón birtist (hægt
og rótt,
Oss náttúrunnar munarmynd,
í morgunroðans gulllnri laug.
frá himin tærri ljóssins ljnd
að iífsine fjærsta stjónarbaug.
Já, svo er brosbýrt berasku vor
með blóma fjöld, og daggar-
skraut,
og ástarþrár, að 'auka þor ,
að yfirstíga hverja þraut.
par til að knýtist sál við sál
í sönnum kærleiks rósáhjúp,
og gleði þrungið guðamál,
fær geisilum laugað hugardjúp
Já framtíð blikhrein brosir
mót,
og burtu feykist sérbver hrygð,
er ungur halur, hýra snót
sér hefir fest og svarið trygð,
og það er gulivægt gæfu spor.
sem gá'laust enginn feta m|á,
og tekur óskift ástarþor
svo eining Ihvergi víkj frá.
Pið hafið sýnt, og sannað oss
að 'Sú var ástin laus við tál,
er bundust fyr, log blíðu-hnoss
sem breyttist ei, þá leið var hál.
Nú eftir fjórungs- aldar bið,
er en sem fyrrum hlýtt og bjart.
í isameining og sönnum frið,
þið sigrað hafið bölið margt.
Pví enginn kemst svo langa
leið,
a8 líti ei stundum* kulda él.
Ef settist ávalt só!l í heið
Ihve sviplausj myndi æfibvel
pið bafið vinir, starfað stórt
og stefnufestu jafnan sýnt,
en aldrei bopað eða slórt
né ykkar sigummrki týnt.
Um fjórðung a/ldar ykkur tvö
fékk auðnan vafið blómafjöld.
Já, fjórar dætur, synd sjö
nú svipljúft skreyta æfikvöld.
í sveináhópinn samt er skarð
því sjá á ba'k þið máttuð tveim
er fyrir handan feigðar garð
í friðarríkum dvelja heim.
Hjá ykkur þeirra munarmær
mynd er greypt á hugarspjöld,
og vonin sú burt sorgir þvær,
að sjáist aftur hinsta kvöld.
Já harnalánið brúðhjón kær,
er bezta sigurgjöfin lífs,
og gleðiiþrungnum geislum
sJær,
hvert gengið spor, í þrautum
kífs.
Já, megið una en sem fyr
í eining saman lífs um dröfn,
og sólarheima blíðu byr
beri vona knör í höfn,
og auðnist langa æfi bið
en, og vermi hjartna ból,
ástin heilg, og efli frið,
uns að meiði hnígur sól.
Jóhannes H. Húnfjörð.
Kvæði flutt.. í silfurbrúðkaupi
Mr. og Mrs. M. Magnússonar, að
Hnausa P. O. 10. marz 1920.
Um ílandsins srveitir blómgar
jafnt sem bong,
sér breytir margt í tímans
þunga kífi,
því skærir geislar, skuggar,
gleði, og sorg,
það skiftist jafnan á í voru iífi.
Nú hér er inni, Mítt og
bjart,
og blíðir geislar ljúft og fagurt
skína,
ihér safnast hefir saman fólkið
margt,
á svip þess iljómar gleðin und-
ur fína.
1 dag skal rifja upp minnis-
mörk ei fá
úr margri tímans rún vor hug-
ur greiði,
þv*í þökk og iheiður hjónum nú
skal tjá,
sem hjúskaps luku aldarfjórð-
ungs iskeiði.
En hugur minn nú befir litla
bið,
og héðan burt sem skjótast
venda náir,
hann flýgur yfir fornra daga
isvið,
hvar fyrst eg vann á járnbraut
loks hann áir.
Og þar hann Magnús, Magnús
kundur var
þeim mæta hal eg kyntist starfs
'í önnum, ;
og brautarteina -og bönd við
saman þar,
þá bárum þrátt með öðrum
vöskum mönnum.
Og fyrir vestan Atlandis ólgu-
®já, ,
þá að eins dvalið hafði skamm-
an tíma,
og eg það vissi hann eignalaus
var þ»á,
við óþekt kjör, og störf hann
mátti gl'íma.
En sál bans átti drengskap bæði
og dáð,
'hinn dýra arf frá feðrum vor-
um glöðum.
Hann stuttu síðar staðfesti sitt
ráð,
og strags sér reisti bú að Ey-
ólfsstöðum.
Hann síðan æ með þor og mann-
skaps þrótt,
sitt þróað hefir anðnu dýar
■ gengi,
og stöðugt gull í greipar vatns-
* ins sótt,
en gugnað ei þó stundum hrakn-
ing fengi.
Sinn happadrátt hann hlaut úr
mannliífs sjó,
því 'helgur Stýrði ^auðnukraftur
mæri,
það af sér leiddi unun sæld og
fró,
er Ingibjörgu h’ann veiddi sitt
á færi.
pó gj'áld ætt h’ið unga bjarta
víf,
saimt ei gekk snauð i hjúskaps-
stöðu háa,
hún kom xneð blessun, ýlinn ljós
og líf,
sem leiddi á burt, hið dimma
kalda og smáa.
Og yfir liðna aldairfjóirðungs
tíð,
húh arins helgar þeirra kynti
glóðir,
og hús sitt prýðir, blómleg enn
og blíð,
þótt barna þrettán, nú sé orðin
móðir.
pið ibrúðhjón kær, í dag það vei
eg veit,
þó velti saerinn lífs með hvíta
skafla,
að aílis óboðin ykkar bindið heit
er annan byrjið hjúskaps leiðar
kafla.
Og hveraig svo sem blása náir
byr,
þið beint í horfið munuð kneri
snúa.
Með ást og trú og eining jafnt
sem fyr,
hér öllu þörfu, sönnu og góftu
hlúa.
pað allra hér mun ósk og vonin
blíft,
að aukin styrk, og blessun meg-
ið ihljóta.
Svo bygðin en um aldarfjóið-
ungs tíð,
hér ykkar fái starfs og gæfta að
njóta. —
H. V. Friðriksson.
Til barna Mr. og Mrs. Magnússon.
ó, elsku börn, sem ánægð lifið
hér,
þið eiga náið foreldra svo góða,
sem ykkur bera æ á höndum
s<&%
og öLlum ilífsins meta framar
gróða.
Á ykkar hjartna aigið rita
spjöld,
þann ásetning með kærleiks-
stöfum ljósum,
að( þið skulið æfi þeirra kvöld,
æ með skreyta manndygðanna-
rósum.
Ó, ibiðjið guð að gefa ykkur
styrk,
hið góða fagra, stunda vel og
læía,
ei þá verður æfibrautim myrk,
en ætíð ljómar gleðisólin skæra.
Ti'l ykkar lengri yrkja mun ei
brag,
því elli og heimska mér það
gjöra að banna,
en óska að gæfan ykkar verndi
hag,
svo alla hljótið vírðing góðra
manua.
Sigríður Eiríksson.