Lögberg - 01.04.1920, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. APRÍL 1920
Bls. 3
¥
HELEN MARLOW
EFTIK
Oþektan höfund.
“Það virðist vera skop af forlögunum,
•að iþessi stúlka skyldi ná svo mikilli samliygð
hjá þér. Á eg að segja þér hennar sanna ætt-
erm ? Hún cr óskilgetin dóttir mannsins þíns
sála'ða. og Carmen Calla, 'hin fegursta og létt-
úðugasta ieikmeyja á sinni tíð”.
35. Kapítuli.
“ Fals! fals!” hrópaði frú Douglas með
deyjandi rödd, eins og hjarta hennar hefði orð-
ið fyrir voðalegu 'höggi, og Helen stóð, eins og
hún væri orðin að steinlíkneslki, — náföl, ísköld
og magnþrota.
Augu thans gljáðu af ánægju yfir hinu illa,
sem hann hafði komið af stað, og !hann sagði.
„ “Eg veit, að þú viilt ekki trúa mér án sann-
ana; en að tveim dögum liðnum, skalt þú fá al-
veg óhrekjanlegar sannanir fyrir þessu.”
“Eg vil ekki trúa þér. Þú hefir búið út
jæssa lýgi til þess, að hefna þín,” sagði frænka
hans.
“Ó, föðursvstir Bessi, ætti og að geta sært
þitt blíða hjarta með þessari frásögn um ótrygð
eiginmanns þíns, ef liún væri ekki sönn? Nei,
nei, svo lélegur er eg ekki. Það er 'hreinn
sannleikur, sem eg segi þér. Douglas þing-
maður var elskhugi Carmen Callas, bæði áður
og eftir að ihann giftist þér. Eg segi ekki þar
með, að hann hafi ekki élskað þig líka.”
“Farðu burt annars gerir þú mig óða,”
hrópaði hún tryllinglega. “Bg vil ekki trúa
þér — aldrei, aldrei! I>ú lýgur um hinn fram-
liðna, sem ekki getur sjálfur tdkið til andmæla
og varið sig.”
Eg tala hreinan sannleika, þó hann sé
slæmur, og innan tveggja daga skulu sannanir
fyrir honum vera í þínum höndum. Þú skalt
þá vera nevdd til að trúa þessu. En Bessi
föðursystir, mér þykir slæmt að verða að særa
þig; en eg hefði aldrei nefnt eitt orð um þetta,
ef þú hefðir ekki í gærkvöldi farið að skifta
þér af mínum málefnum, oig eg gat ekki þolað
að þessi stúlka skyldi gabba þig, því tilvera
liennar er fulikomin móðgun gegn þér.”
“Þei, þei! hvort sem þú talar sannleika
eða ekki — stúlkan er góð og saklaus,” hróp-
aði 'hún óðagotslega; en hann sá að hún snéri
sér með hryllingi frá Helenu en brosti við sér.
í Armstrongsættinni var afbrýði mjög tíð
sem stundum líktist 'brjáli. Hann vissi þetta
og las það í hyllingum, sem sagði frá stjórn-
lausum viðbjóði, Og hann brosti ógeðslega þeg-
ar hann sá, að um Ilelen fór líka hryllingur, og
að hún flýtti sér svo þaðan.
Hún þaut inn í búningsklefann. fór úr fall-
ísgu fötunum og í þau föt, sem hún hafði verið
í kvöldið áður. Hendur hennar skulfu svo
mikið, að hún átti erfitt með að laga fötin eins
og þau áttu að vera, andlit hennar var náfölt,
í augum hennar 'hvíldi mikil ömlnun, þegar
hún snéri sér við til að yfirgefa herbergið og
húsið. .
Á þessu augnabliki stóð frú Douglas fyrir
framan hana, í svo afarmikilli geðshræringu,
að það var erfitt að þekkja hana.
“Hvað ætlar þú að gera? spurði hún.
“Góða Ikona, eg fer burtu héðan! Fyrir-
gefið mér, ó, fyrirgefið mér! að skuggi lífs míns
skuli falla jafndökkur á yðar líf. Þér mcgið
trúa því, að eg vildi heldur vera dauð, en að
verða fyrir þessu.”
“Bíð þú Helen! Vesalings barn, þetta er
ekki þín vfirsjón,” sagði frú Douglas í hásum
róm.
“Þetta getur ekki verið satt. Við skulum
ekki trúa því, sem hann segir,” sagði frú
Dougias.
36. Kapítuli.
Rudolph Armstrong hló með djöfullegri á-
nægju , þegar hann yfirgaf herbergi frænku
sinnar; hann áleit að hann mætti nú hrósa
sigri.
“Eg hefi nú hefnt mín ágætlega yfir þoirn
þremur, sem bökuðu mér háðung gærkvöldi.
Að sj'á hvernig fallega stúlkan engdist sundur
og saman af smáninni, sem hangir við fæðingu
liennar. Hvernig mín mikiliáta föðursystir
fann tign sinni og sóma misboðið, þegar hún
Pékk að heyra um ótrygð manns síns. Ha, ha!
Hún hefir alt af í endurminningum sínum lit-
ið ú harm, 'sem helgan mann, hún hefir neitað
hiðlum í tugatali vegna hans, og nú kemst hún
að því, að hann var ekki sá, scm hún hélt hann
vera. Og hún skal fá sannanirnar. Og Fred
hvað ætli að hann segi, þegar að hann heyrir
sannleikann? Hata mig enn þá meira en áður,
auðvitað; en hvað skeyti eg um það? Eg hefi
altaf hrósað sigri yfir honnm og eg skal alt af
gera það.”
Hann gekk upp í sitt eigið^ herbergi og
lagðist á rúmið til að hvíla sig dálítið. Nótt-
ina áður gat hann naumast sofnað eina mín-
útu, sökum æsingarinnar yfir þeim grikk, sem
hann varð fyrir, og af því að hann var smán-
aður. Hann hafði ekið beina leið aftur til
ungfrú Graydon og vinstúlku hennar, án þess
að geta um það með einu orði, hvaða niðurlæg-
ingu hann varð fyrir, og hann var hjá þeim
langt fram yfir miðnæt.ti. Þegar liðið var
langt á daginn, fór hann á fætur, og þegar að
hann heyrði að fi*ú Douglas hefði tekið Helenu
heim með sér, varð hann alveg óður.
“Hún, vemdarengili hennar. Svei, það
skail cg brátt koma í veg fyrir,” sagði hann
hálreiður yog þegar hann hafði hlustað bak við
fortjaldið, þangað til að hann var búin að
heyra eios mikið og hann vildi, kom hann
frekjulegur inn til þeirra, með þessa hræði-
legu nýung, sem vakti örvilnan tveggja kvenn-
persjóna. ' 1
Þegar Fred Oakland kom þar hálfri
stundu eftir að Helen var flúin, fann hanri frií
Douglas í aumkunarverðu ásigkomulagi. Him
var náföl, allur ánægjugljái var horfinn úr
auvum hennar, og hún leit þannig út, eins og
mörg ár væru liðin síðan hann sá hana seinast.
Hún gat ekki grátið, en reyndi með hinum
ömurlegasta róm að segja lionum frá öllu.
Voðalega djúp og sár tilfinning fylgdi hverju
orði.
Rudolph hafði getað sært liana því dýpsta
sári sem hugsast gat.
“Þetta getur ekki verið satt; það er alt
of hræðilegt til að geta verið satt!” hi'ópaði
hann ákafur, en hún stundi:
“Hann hefir lofað að koma með sann-
anir.”
“Og Helen? Get eg fengið að sjá þessa
ógæfusömu stúlku? Máske að eg geti huggað
hana dálítið, því við viljum ekki viðurkeima
þessar sannanir án mótmæla, Bessie frænka.”
Iíún vrarð að segja honum að Helen væri
strokin þaðan, og alclrei gleymdi hún gremju-
lc-ga augnatillitinu hans til sín.
“Þú lézt hana fara þannig — þetta ör-
vilnaða, vinklausa þara. Ó, hvernig gaztu
verið svona miskunarlaus ? ”
“Þú mátt ekki ásaka mig fyrir það, Fred;
eftir að eg hafði heyrt þessa kveljandi frá-
sögn, var það drepandi písl fyrir mig að sjá
hana. Hefir þú gleymt að það er hættuleg
aíbrýði arfgeng í ætt okkar? Ilún var lif-
andi vitnisburður um yfirsjón manns míns- og
cg — eg hefði farið að hata hana, ef hún hefði
verið hér kvr. ó hve mjög eg elskaði mann-
inn minn. Hvílíkt traust bar eg alt af til
hans. Hve mörg tár hefi eg ekki felt á gröf
hans, og hve sára sorg befi eg ekki geymt í
huga mínum yfir missi hans. Og hvað á eg
eftir af öllu þessu? Alt líf mitt frá þessari
stundu verður óþolandi. Hve máttvana
þessi orð: “Hann var þér ótrúr,” hafa gert
mig, því getur engin maður með orðum lýst”.
Hún grét og var alveg utan við sig. Hann
sá þess vegna að það var gagnslaust og hefði
verið grimdai'legt að ásaka hana. Þessi ör-
lög, sem.hún nú hafði orðið fyrir, voru en
þyngri heldur en þegar hún misti barnið sitt,
og Iþegar eiginmaður hennar dó.
Hann yfirgaf hana, og hraðaði sér af stað
til Nathaliu, í þeirri von að finna Helenu þar.
P^ólkið í húsinu sagði honum, að Helen hefði
komið þangað, en svo hefðu báðar stúlkurnar
farið út.
Frá því augnabliki að þær yfirgáfu her-
bergi sitt, komu þær ekki aftur þann dag, og
ekki heldur seinna. Það komu aldrei nein
boð frá þeim, og enginn gerði kröfu til hinna
fátæklegu húsmuna, sem þær skildu eftir. Und-
arleg þögn, einkennilegur leyndardómur liluldi
þær ógagnsæju myrkri. Þegar búið var að
leita að þeim í heila viku, með miklum kvíða
og örvilnan, slepti F'recl Oakland allri von.
Hann reyndi að gleyma — já, að hrinda hugs-
untnni frá sér.
Rudolph Armstrong hafði komið með
sannanir til frú Douglas, se mekki virtist mögu-
legt að hrekja. Hún varð enn þá hryggari og
örvilnaðri en áður, en hún gat engin ráð fund-
ið til að hrekja þær.
Fred Oakland fór til Európu, sorgþrung-
in og vonlaus, eftir að hafa hætt við sína á-
rangurslausu rannsókn. Hann þáði stöðu
þar, til tveggja ára, vonandi að geta gleymt og
yfirunnið sorg sína með því, að vera s(felt
stayfandi.
37. Kapítuli.
Við sknlum nú stutta stund snúa okkur
aftur að Gladys, vinkonu Helenar, sem skyldi
svo skyndilega og sorlega. við hana, þegar hún
stökk út úr vagninum um leið og hestarnir
fældust.
Gladys var vanalega stjóraandi sjálfri sér
og stilt kona, en gripin af skelfingu hafði hiin
séð mann sinn nálgast, og jafnframt tekið eft-
ir iþéirri aðferð sem hann notaði til að fæla
hestana.
Óttaleg skelfing greip hana, þegar hún sá
þetta morðáform Harry Dale, hún misti alla í-
hugun, svo hún var öll önnur en hin hugrakka
kona, sem hún var vön að vera.
Að hugsa sér, að þessi maður, sem hún
hafði elskað, og þótti enn þá vænt um, var svo
glæplundaður og guðlaus, að hann langaði til
að gera hana að farlama manneskju það sem
eftir var æfi hennar.
Vitstola af hræðslu og hatri til þessa
kalda morðingja, varð hún alveg utan við sig;
hún gleymdi Helenu, húu gleymdi öllu af
hræðslu við dauðann, sem virtist bíða hennar.
Dökku augun hennar horfðu ofan eftir göt-
unni; þar sem fult var af vögnum og manneskj-
um, sem skjálfani af ótta horfu á hættuna, sem
hún var stödd í, en engin rétti fram hjálp-
andi hendi.
Hún rak upp hátt hljóð — hræðsluóp, sem
heyrðist af fjöldamörgum eyrum — og svo
stökk hún út úr vagninum ofan á götuna, sem
i ar steinlögð. Hún hugsaði ekki um Helenu;
hún varð því alein eftir, til að mæta forlögum
síntun. Þegar hún bom niður á götuna, lá hún
saman hnipruð á henni, en hjálpsamir menn
þutu til hepnar, og báru hana yfir á gangstétt-
ina, og lítill hópur umkringdi hana undir eins.
Sumir í hópnum þektu þetta öskugráa,
meðvitundarlausa andlit, og sögðu, að þetta
væri ungfrú Gladys, sem starfaði í leikhúsfé-
lagi þar í bænum. Hún væri annað hvort
dáin, eða hættulega særð. í þnnnvanganum
var djúpt og ljótt sár, sem blóðið streymdi úr;
hún hlaut að hafa lent á skarpri steinrönd, að
því er virtist.
Skyndi'lega kom maður hlaupandi til
þeirra. Hann hafði lilaupið svo hart á eftir
vagninum, að andlit hans var löðrandi af svita
og nú tróð hann sér inn á milli fjöldans, hann
sá meidda andlitið og lirópaði með uppgerðar
sorg:
“Ó! Þetta er konan mín! Hún lifir!
Guði sé lof!” hrópaði hann með sorgarróm.
Svo leit hann í kring um sig.
“Vill nokkur gera mér þann greiða, að
útvega vagn? Eg verð að flytja hana heim’og
ná í lækni undir eins!” hrópaði hann með þeim
kvíða, sem að eins elskandi eiginmaður getur
synt.
38. Kapítuli.
Það sem hann beiddi um, var, gjört, og
undir eins og vagninn kom, hjálpuðu greið-
gjarnir menn honum til að lyfta henni upp í
vagninn og leggja haua á sessuraar. En hvað
þeir hefðu verið fúsir til að koma í veg fyrir,
að hann flytti hana í burt, ef þeir hefðu vitað
hvaða ófreskja af manneskju hann var, og hve
mjög vesalings Gladys hataði og hræddist-
hann.
En hann hafði sigrað, og nú var hún á
hans valdi. Hann ók svo innilega ánægður af
stað með hana til afarlélegs kofa í einum af út-
jöðrum bæjarins, sem stóð afskektur frá öðrum
liúsum; það var að eins skýli — og afar lélegt
skýli líka; en hann hafði hagað sér svo illa, að
honum var neitað um húsnæði hvar sem hann
bað um það; það var alkunnugt orðið, að hann
eyddi lífi sínu eingöngu til að neyta víns. Nú
nam vagninn staðar; hann borgaði ökumanni
og bar Gladys inn í herbergi, seni fremur líkt-
ist hundahúsi en íbúð mans.
Hann lagði hana á gamlan bedda, þvoði
andlit hennar og lét umbúðir um sárið á þunn-
vanganum. Honum hafði komið mikilvæg
hugsun til hugar, og ekki vildi hann nú, að hún
skvldi deyja.
Meðan hann þannig að vissu levti lilynti
að henni, vaknaði hún aftur til meðvitundar og
fann, að hana verkjaði sárt hingað og þangað
í líkamanum, og að hún hafði marist og meiðst
allvíða. Hún sá nú líka manninn, sem hún
hafði viðbjóð á og hataði.
Það var samkvæmt áformi hans, að láta
sem sér væri ant um hana og vellíðan liennar,
en hann gat ekki vilt þessari þjáðu konu sjónir.
Með mikilli beiskju hrópaði hún:
“Vertu ekki að reyna að leika hræsnara,
Harry Dale! Eg veit um glæp þinn. Eg sá
það varst þú, sem með ásettu ráði fældir hest-
ana. Þú hefir líklega viljað að eg misti lífið.”
Hann neitaði ekki þessari ásökun, en
reyndi að réttlæta sig.
“Eg var alveg óður af afbrýði, þegar eg
sá þenna gárunga vera að daðra við þig”, sagði
hann.
“Þér skjátlast í þessu. Hann veitti mér
enga eftirtekt, þessi maður biðlar til vinstúlku
minnar, sem var með mér — og eg var að eins
fvlgdarmey hennar,” sagði hún.
“Svei!” hvæsti hann út úr sér með fyrir-
litningu, eins og hann gæti ekki trúað slíku, og
hún skeytti ekki nm að skýra nákvæmar frá
veru sinni í vagninum.
“Hvaða þýðingu hefir það, livern grun
þotta úrhrak af manna hefir um mig,” sagði
hún við sjáfa sig og með fyrirlitningu fvrir
honum.
“Hvers vegna hefir þú flutt mig hingað?”
spurði hún. “Þú veizt hvar heimili mitt er,”
og hún leit með viðbjóð og hræðslu í kring um
sig, í þessu óhreina og hrörlega herbergi.
“Þú ert koua mín og þetta er heimili mitt,’
svaraði hann; “Þar af leiðandi er það líka
heimili þitt.”
Hann leit til hennar á þann hátt, sem va,kti
bæði viðbjóð og hræðslu hjá henni; en hún svar-
aði djarflega:
“Þitt heimili getur aldrei hér eftir orðið
mitt, Harrv Dale, nú hata eg og fvrirlít þig, og
eg krefst þess, að þú útvegir vagn og flytjir
mig heim. , Eg er svo kvíðandi \*fir því, að fá
að vita, hvernig að vesalings Helenu hefir geng-
ið. Eg var alveg vitstola, annars hefði eg
aldrei yfirgefið hana, eins og eg gerði”.
“Þú frelsaðir þitt líf með Iþví að stökkva
út úr vagninum; því hann rakst seinna á spor-
vagn, og stúlkan dó á sama augnabliki,” svar-
aði hann ilskulega.
Hann bjóst við að hún mundi æpa, og falía
í öngvit, en þótt hún fölnaði en þá meira, gerði
hún ekkert slíkt. Hún svaraði honum með
mikilli fyrirlitningu.
“Eg trúi þessu alls ekki. Það er lýgi,
sem þii segir, og segir það eingöngu í því skvni
aö oÚa mér sorgar. Eg skal áreiðanlega sjálf
komast eftir sannleikanum í þessu efni.”
Hún reyndi að setjast upp, en hné niður
aftur stynjandi af sársauka. Allur Hkami
hennar var marinn og fóturinn að nokkru leyti
genginn úr liði um öklann, svo hún gat eicki
staðið á honum.
“Ó, guð minn góður!” kveinaði hún og
féll aftur á bak á beddann úrræðalaus af sorg.
Hinn miskunarlausi, vondi maður, eiginmaður
hennar, brosti af þjáningum hennar.
“Þú sér að þú ert neydd til að þiggja
miskun mína og hjálp mína, og þú getur ekki
farið héðan. Eg get þess vegua eins vel sagt
þér saimleikann. Það er áform mitt að halda
þér hér sem fanga, þangað til eg get brotið á
bak aftur mikillæti iþitt,” sagði hann fólsku-
lega, og bætti svo við: “En þú þarft eitthvað
að borða, meðan þú dvelur hér, réttu mér þess
vegna peningapyngjuma þína, því eg á ekkert
einasta Cent.”
R. S. ROBINSON
Stofnsett Í883 K\ll“IK os SKI.II5 Itofutistéll SÍ50,000.00
Loðskinn, Húðir, Seneca Rætur, Ull, Feldi
OSS VANTAB TAFARI.ACST ntlkiO nf MCJSKRAT8, WOI.VES og MINK
me8 eftirfylífandl háa verOi í stérum og smáutn kaupnm:
WINTER. RATS .... *fl.50 to $8.00 MIK, Prime Pale .$35.00—$13 00
FAI.T. RATS.... .... $4.00 to $3.00 WOLF, Fine Cased No 1 $28.00—$10.
SHOT and CUT. $1.35 to .50 WOLF. Flne Cased Xo 2 $18.00—$7.
KITS................35 to ,15 WOLF. No. 3 .......$2.00—$í.00
MINK. Prime Dark ....$35.00 to $18.00 WOLF, No.. 4 .......50
Eins oíf allar aftrar teffitndir meO bezta verfti.
VKRÐLISTl, SEM NC ER GILOANIJI
Salted BEEF HIDES .. 25c—28« I KALFSKINS 45c—S5c KIPS 30c—35«
Frozen BEEF HIDES ...22«—I9e / HORSE HIDES ......$10.00 to $5.00
Uxa, Stíra, ogr Bola liööir, einnig brennmerktar hööir aö tiltölu lægri
Húöir horgast hæsia ntarkaöveröl daginn er þær koma til vor,
8END STBAX til 157-63 RUPERT Ave. og 150-6 PACIFIC Ave., WINNIPEG
\T s • .. 1 • timbur,
Nyjar vorubirgðir tegundl
timbur, fjalviður af öllum t
lum, geirettur og als- [
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. j
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætið glaðir ;
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limltad
HENRY AVE. EAST
WJNNIPEG
The Campbell Studio
Nafnkunnir Ijóimyndasmiðir
Scott Block, Maín Street South
Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni
Stœrsta og clzta ljósmyndastofan í Winnipeg og
ein af þeim stærsta og beztu í Canada.
Areiðanleg og lipur afgreiðsla.
Verð við allra hœfi.
Allar Allar
tegundir af tegundir af
KOLUM
EMPIRE COAL COMPANY Ltd.
Tals. Garry 238 og 239
FULLFERMI AF ÁNŒGJU
«iiBiíin!!niiiiimn«imi!fflinmminnnimmiKtJUiiiiuunnmnHiiminiiHnnii!nnniiflflt!iiiiHiiitiiimnmiimmimiioniuimiiiiiii!iiBnmiiiii«Bfflm»
ROSEDALE KOL
Óviðjafnanleg að endingu og gæðum. Spyrjið nágranna
yðar, sem hafa notað þau. Ávalt fyrir liggjandi
birðir af Harðkolum og Við
Thos. Jackson & Sons
Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63—64
Forðabúr, Yard, í vesturbænum:
WALL STREET og ELLICE AVENUE
Talsími: Sher. 71.
Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga
verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands.
Hví ekki að búa si® undir tafarlaust?
Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir
véla — L (head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1
Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf-
magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor
Garage, hvar ,þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinsra.
Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum
tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang-
fullkomnasta í Canada á allan hátt.
Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju Bann-
fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna.
—Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til
}>ess að skoða skóla vorn og áhöld.
GARBUTT MOTOR SCHOOL, Itd.
City Public Market Building. CALGARY, ALTA.