Lögberg - 01.04.1920, Qupperneq 4
Bl«. 4
Lö(SBS,RG, FIMTUDAGINN 4. APRÍL 1920
i
Fals og flárræði.
Eftir Bernard Macfadden.
Aldrei hefir neitt varanlegt unnist mönn-
unum til handa með falsi.
Dagur iðrunarinnai* kemur óumflýjanlega
yfir þjófinn, ef hann lifir nógu lengi.
Blekking, látalæti og fals getur, í fljótu
bragði, virst styrkja málstað einstakra manna.
En ef almenningur — heil þjóð,— leggur slíkt
í vana sinn, þá liggur ekkert fyrir henni annað
en siðferðisþrot.
Vér gerum oss oft seka í smá-ósánnind-
um, til þess að firrast óþægindi. En slíkt eru
viðsjárverð skifti. j
Það er ekki ósjaldan, að maður h^yrir
kunningja sinn segja: “Hvað þú lítur vel út.”
En ef þeir segðu það, sem þeim býr í brjósti,
mundu þeir segja: “Það er ekkir sjón að sjá
þig.”
Þessar smá-lygar eru kannske vel meint-
ar í fyrstu. En þær festast við rnann smátt
og smátt, og verða seinast að vana. Og alt líf
þeirra, er þannig breyta, verður falskt. Sann-
leikurinn verður eftirtektaverður hjá því
fólki fyrir það eitt, hvað lítið ber á honum.
Það verður sjálfu sér ótrútt, ekki síður en öðr-
um.
í verzlunarlífinu borgar ráðvendni sig
margfaldlega. Þeir, sem óráðvandir eru, falla
vanalega á sjálfs síns bragði.
Og réttlæti í lífi einstaklinganna, réttlæti
í þínu eigin lífi og við þá, sem þú hefir einhver
mök við í lífinu, marg-borgar sig.
Að lifa í umheimi eins og vér gerum, sem
er fuliur af ótrúmensku og sérgæðum, getur
gert oss erfitt — ináske nálega ómögulegt, að
vera algjörlega trú. Maður, sem fylgdi ná-
kvæmlega reglum sannleikans og trúmensk-
unnar, gæti orðið nálega óþolandi á meðal vina
sinna og kunningja.
En það er hægt fyrir hvern og einn, að
reyna að sýna trúmensku í framkomu sinni —
að þegja, þegar menn ætlast til að maður segi
ósatt, og vera hlutlaus, þegar manni er ætlað
að framkvæma eitthvað, sem er ímynd lvg-
innar.
Sýndu réttsýni í viðskiftum við umheim-
inn og við sjálfan þig.
Þá ver^Sur líf þitt einhvers virði og þér
miðar eitthvað áfram. Og sökum- þess að þú
verður ávalt í sannleiksleit, mun þér takast að
sneiða hjá miklu af falsi annára, og lífið verð-
ur þér á þann hátt meira virði.
“Um fram alt mundu að vera sjálfum þér
trúr. Og því fylgir, eins og nóttin degin-
um, að þú getur ekki yerið ótrúr öðrum.”
Hvar sem vér lítum í dag, mætir auganu
fals og fláræði, vér búum í umheimi, þar sem
hver keppist við annan um að sýnast.
Lífið er eitt stórt leiksvið, og vér erum
leikendumir—leikum þar vom part, á hverj-
um degi lífs vors.
Maður sá, eða kona, sem getur klofið
þann straum og verið í raun og sannleika sönn,
era sannarlega fágæt. Mest af fólkinu berst
með straumnum, og ef þú ert einn í þeim
fjölda, reyndu þá bara að gera það bezta, sem
þú getur. Og það bezta getur orðið björt við-
leitni til þess að forðast liina ráðandi óráð-
vendni.
Vér hyljum líkarni vora, og það er eins
og vér fyrirverðum oss fyrir þá. 1 huga
marga er líkaminn óhreinn og ófágaður.
En þegar vér hugsum um líkami vora með
lotningu og af hreinum huga, hvað er það þá í
sambandi við líkama eða líffæri mannsins, sem
er ljótt?
Skortur ksá á fegurð, sem vér kunnum að
finna til í þessu sambandi, kemur frá sjálfum
oss — verður til í huga vorum, er afvegaieidd
hugsun vor.
Hið falska og fláráða líf, sem vér höfum
alist upp í frá blautu bamsbeini, hefir skapað
þessa hugsun í sainbandi við líkami vora hjá
oss. Vér höfum falið líkami vora fyrir sólinni
og loftinu, unz þeir eru orðnir veiklaðir og ó-
fagrir, holdið laust, meyrt og hvítt, eins og
veðurbariri bein.
Vér erum að deyja eins og flugur, mörg-
um árum fyr en þörf gerist.
Oss dagar oft uppi, í andlegu forardýki,
og vér deýjum þar. Þessi ósönnu en alkunnu
orð: “skammastu þín”, hljóma í eyrum manna
undir eins og þeir geta staðið einir. Það er
mín trú, að margir af þeim, sem nú eru á lífi.
eigi eftir að sjá þann dag renna upp, þegar ráð-
vendnin verður viðurkend að vera affarasæl-
ust, ekki einasta í viðskiftalífinu, heldur á öll-
um sviðum mannlífsins.
Og þá rís mannkynið upp og út yfir það ó-
holla andrúmsloft, sem umkringt hefir sann-
leikann og sakleysið á liðnum öldum.
--------o---------
Stjórn fólksins.
VI. Landbúnaðar löggjöf Norrisstjórnarinnar.
V. ÚtrýwAng illgresis úr ökrum.
Það er ekki eitt eða tvent, sem bændumir
í Manitoba hafa við að stríða í sambandi við
landbúnaðinn, heldur ótal erfiðleikar.
Hann á það á hættu, að haglstormar komi
og sópi öllum gróður í burtu af ökrunum.
Að þurkar og hitar séu svo miklir, að kom-
ið þorni og visni.
Að ormar nagi rót þess, svo að það falli og
fölni.
Að ein frostnótt gjöri alla uppskeravon ó-
nýta og eyðileggi með öllu arðvonina af árs-
crfiði bóndans.
En þetta er jafnvel ekki versti óvinurinn,
sem bændurnir eiga við að stríða. Því sjaldn-
ast ganga þessar plágur yfir samfleytt svo ár-
um skiftir.
Mesta hættan, sem yfir landbúnaði fylkis-
ins hefir vofað, stafar frá illgresinu, sem hefir
læst sig eins og pest úr einum akri í annan, úr
einni sveitinni í aðra, þar til nálega hver akur-
blettur í öllu fylkinu var svo að segja löðr-
andi.
Menn gátu ferðast hér um komræktar-
héruðin svo klukkutímum skifti á þeim tíma,
sem akrar voru orðnir þroskaðir, og séð eins
langt og augað eygði, ékki græna akra, heldur
gula.
Fyrst framan af skildu menn ékki við hve
skæðan óvin hér var að etja. Það var ekki fyr
en hinar verri tegundir illgresis fóra að þrosk-
ast til muna í ökrunum, og rætur þess að draga
allan vökva og gróðrarkraft úr jörðinni, svo að
komið hætti að þrífast í þeim, að þetta fór að
verða fyrir alvöra alvarlegt.
Og þetta var ékki 'einasta eitt ár, heldur
fór vaxandi með hverju ári, þar til akramir
voru orðnir með öllu óhæfir til sáðningar.
Og þessu ástandi fylgdi ánnað, sem ekki
var síður óálitlegt heldur en uppskerabrestur-
inn, og eignatjónið, sem af honum leiddi fyrir
bændur.
Löndin féllu í verði, og svo var komið í ekki
allfáum sveitum fylkisins, að þau voru orðin
óútgengileg og enginn vildi eiga þau, og var
þetta ilígresis spursmál að verða vandræðaefni
viðfangs í sambandi við landbúnað fylkisins.
Þannig var þá ástatt, er Norrisstjómin
kom til valda, því þó að Roblinstjórnin hefði
cinn einasta mann til þess að líta eftir því ó-
skapa verki, sem þetta alvarlega mál útheimti,
þá var það sama og ekki neitt — illgresið fór
sí-vaxandi en uppsberan þverrandi.
Norris-stjórnin tók hér seih víðar duglega
í taumana og leicídi í gildi lög, sem ef þeim er
sanngjamlega framfylgt, verða búin að reka á
fiótta úr fylkinu innan tiltölulega skamms tíma
lang-versta óvin bændanna, illgresið, eða að
minsta kosti búið að koma svo mikilli reglu á
í landbúnaðinum, sem fram að þessum tíma
hefir verið mjög svo af handa hófi, að menn
sái aldrei í akra, sem eru iitsteyptir.
Það sem nauðsynlegt var fyrir stjórnina
að gera, var fyrst og fremst þrent:
Fyrst, að íeggja fastar skorður við því, að
menn sætu ekki auðum liöndum og léti þennan
meinvætt breiðast út og vaxa, án þess að
stemma stigu fyrir honum.
Annað, að koma fólki í skilninginn um, hve
afar skæður vogestur þetta er, og að framtíðar-
von þessa aðal atvinnuvegs fylkisins væri und-
ir því komin, að dllir legðust á eitt til þess að
útrýma honum.
Og þetta gerði stjómin.
Nefnd sú, sem hefir'þetta mál til meðferð-
ar, eða réttara sagt eftirlit með þessum lögum,
tók tafarlaust til starfa árið 1917.
Fundir voru boðaðir út um alt fylkið, og
þeir hæfustu menn, sem völ var á, fengnir til
þess að leggja þetta mál fram fyrir bænduma,
og frá 1. janúar 1917 til 1. júlí sama ár, voru
eitt hundrað og tuttugu fundir haldnir í þessu
sambandi víðsvegar um fylkið.
Á þessum fundum voru fyrirlestrar haldn-
ir um þetta málefni; mönnum var sýnt fram á,
meðal annars, hvernig þeir ættu að fara að
bekkja hinar mismunandi illgresistegundir, —
hvernig ætti að fara að útrýma því, — og skað-
ann, sem það gerði mönnum.
Á hinn bóginn taka lögin það fram, að hvar
sem um sé að ræða akra, þar sem illgresið hef-
ir náð verulegri fótfestu og að eigandinn hirð-
ir ekki um að eyðileggja það, þar skuli sveit-
arráðið láta slá slíka akra áður en illgresið nær
að sá sór, á kostnað eigenda.
Hvað mikil hrif að iþessar einbeittu fram-
kvæmdir stjórnarinnar í þessu mikilsverða
máli hafa haft nú þegar, er ekki gott að segja,
og því síður að reikna með tölum þann hagnað,
sem fylkisbúar hafa bæði beinlínis og óbein-
línis haft af þeim framkvæmdum.
Auk nefndar þeirrar, sem sérstaka umsjón
hefir með lögum þessum, hafa hinar ýmsu
sveitir kjörið eftirlitsmenn, hver innan síns
umdæmis, samkvæmt fyrirmælum iaganna og
voru þessir urnsjónarmenn orðnir 197 að tölu
við áramótin 1918 og 1919.
f skýrslum eins af Jæssum sveita-eftirlits-
manna í suðvesturhluta Manitoba stendur:
“Maður einn, sem eg var alt af á hælunum
á í fyrra sökum þess, að akur hans var útsteypt-
ur með illgresis tegund þeirri, er nefnist
‘'Sow Thistles”, og sem var mjög ósanngjam
í roinn garð, þegar eg var að knýja hann til þess
að gera við þessu, — gjörði honum tvo kosti,
annað hvort yrði hann að gjöra það sjálfur, eða
þá að eg yrði að sjá um að það yrði gjört. —
Hann tók sig til og reyndi með mesta myndar-
skap.
“Svo leið árið og eg kom aftur til þessa
sama manns árið eftir. Hann hafði sáð í akur-
inn, en eg sá ekkert illgresi í honum þegar eg
kom í kring; eg fór heim að heimili bóndans og
hann kom á móti mér, og það fyrsta sem hann
spurði mig að var þetta: “Fanstu nokkuð af
illgresi í akrinum ? ’ ’ Eg svaraði ‘ ‘ nei ’ ’ við því.
“Eg sá fyrir því,” mælti hann. Þegar eg fór
frá þessum bónda, hitti eg nágranna hans, sem
átti stóra bújörð, er lá að landi hins fymefnda
bóndans. Þessi maður er mjög vandlátur og
hefir strítt mikið við að halda ökrum sínum
hreinum. Hann ávarpaði mig og sagði: ‘ ‘ Herra
umsjónarmaður, það er meira virði til mín en
alt árskaup þitt, að landið við hliðina á mér
skyldi vera hreinsað.”
Nýjar bækur.
Islandica, Vol. xii, Modem Ioelandic, eftir
Iíalldór Hermannsson, gefin út af Comell Uni-
versity Library, Ithaca, New York. 66 bls. 8
bl. br. Verð $1.00.
Þetta nýjasta rit hr. Halldórs bókavarðar
Hermannsonar, er ekki langt, en það felur í sér
ógrynni af fróðleik og nær þegar í stað föstum
tökum á huga lesandans. Bókin er í raun og vera
stutt yfirlit yfir sögu íslenzkrar tungu; frá-
sögnin skýr og skemtileg, eins og höfundinum
er lagið. Á annari blaðsíðu bókatinnar gerir
höf. lesendum sínum grein fyrir þvf, hvenær
tunga vor hafi eignast sérheiti sitt. Segir hann,
að fyrst hafi hún kölluð verið dönsk tunga, og
muni hugtak það, að því er næst verði komist,
hafa fyrst verið notað af Sighvati Þróðar-
syni í kvæði einu frá 1015. Hjá öðrum skáldum
komi það einnig fyrir, svo sem Markúsi
Skeggjasyni (um 1104), Einari Skúlasyni árið
1153 og jafnvel geri 'það vart við sig í Lilju, bók
Eysteins Ásgrímssonar, um miðja fjórtándu
öld.
Orðið tyorrœna, það er að segja bundið við
norsku og íslenzku, segir höf., að hafi eigi
þekst fyr en á þrettándu öld, en iþví nafni hafi
svo íslendingar kallað tungu sína fram á sext-
ándu eða seytjándu öld, að íslenzku-heitið
haslaði sér völl að fullu og öllu.
Höfundur skýrir frá því með stökustu ná-
kvæmni, hvernig íslenzkan hafi fyrst blandast
útlendum orðum, hve dönsku-áhrifin hafi fljótt
náð sér niðri, eftir að Islendingar mistu lög-
gjafarvaldið úr höndum sér. Lág-þýzku orð-
in, er um þær mundir komust inn í íslenskuna,
telur höf. að aðallega megi rekja til Hansa-
kaupmanna.—
. Einnig bregður höf. upp skýrri mynd af
málfegrunar tímabilinu, hvatningu Baldvins
Einarssonar til þjóðarinnar, starfi Fjölnis-
manna, Sveinbjarnar rektors Egilssonar og
annara verndarvætta tungunnnar. Þá er og
drepið nokkuð á ýihsar réttritunarreglur og
mismunandi skoðanir helztu málfræðinga á
stafsetning; er í því sambandi minst flestra
þeirra bóka, er að einhverju leyti koma við
það mál.
í niðurlagi bókarinnar getur höf. þess, að
ýmsir menn hafi stundum látið þá skoðun í ljós,
að eigi væri óttalaust með öllu um framtíð ís-
lenzkrar tungu — útlendu áhrifin gætu smátt
og smátt orðið henni yfirsterkari. En ekki
kveður hann fyrirsjáanlega neina hættu í þá
átt. — Ef um hættu gæti orðið að ræða, þá
mundi hún að sjálfsögðu stafa frá snöggu að-
streymi útlendinga inn í landið og samfara því
risavöxnum stóriðnaði, en slíku þurfi vart til
að dreifa fyrst um sinn.
Höf. lætur þess getið, að á yfirstandandi
tímum muni fleira fólk tala íslenzka tungu, en
nokkur sinni áður — um níutíu þúsundir á ís-
landi og um tuttugu þúsundir í Canada og
Bandaríkjunum; kveður hann íslendinga í þess-
um tveim síðasttöldu ríkjum hvorki tala tung-
una eins og vera ætti, né heldur ávalt rita. Það
(málið) er fult af óhreinindum og hlýtur auð-
vitað að hverfa um leið og innflytjendahópam-
ir líða undir lok. Ber höf. fyrir sig í 'þessu efni
og styðst við: Leif III, 1885, 14. tbl., bls. 53;
Heimskringlu I, 1887, 49. tbl. (Einar Sæmunds-
son); Sunnanfara VII, 1898, bls. 18-19 (Jón Ól-
afsson); og Magnús Jónsson, Vestan um haf,
Reykjavík 1916, bls. 58-68.
Vér erum ósamdóma höf. að því er þessa
atriðis kemur og hyggjum, að ályktun hans í
þessu efni stafi beinlínis af ókunnugleika á hög-
um þjóðarbrotsins íslenzka í Canada og Banda-
ríkjunum.
Vér vonum, að þjóðarbrotið í Vestrinu
verði svo Jánsamt, að mega hafa hr. Halldór
bókavörð Hermannsson ! að heiðursgesti áður
en langt um líður, þó ekki væri nema fáeina
daga, og að þá muni honum gefast kostur á að
heyra, jafnvel fulltrúa þriðju vestur-íslenzku
kynslóðarinnar, inæla á hreina íslenzku.
✓
Það er þjóðarskylda allra að SPARA
Komist að niðurstöðu um hvað mikið þér getið lagt til dÉSw á
hverjum borgunardegi, og látið þá upphæð verða þá
kaupi yðar, sem þér leggið í sparibanka.
Byrjið reikning næsta borgunarag.
The Royal Bank of Canada
WINNIPEG (West End) BRANCHES
ror. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Maoager
Cor. Sargent 4 Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage 4 Sherbrook R. L. Paterson, Manager
Cor. Main 4 Logan M. A. 0’Hara Manager.
5%
.. VEXTIR OG JAFNFRAMT
O ÖRUGGASTA TRYGGING
Leggið sparipeninga yðar 1 6% Fyrsta Veðréttar Skuldabréí meí arð-
mií5a __ Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loans Association. — Höí-
uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjðrninni. — Skuldabréf gefin ít
fyrir eins til tlu ára tímabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaapenda.
Vextir greiddir viO lok hverra sex mánaOa.
Skrifið eftir upplýsingum.
Lán handa bændum
Peníngar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög *9.gri rentu.
Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja.
The Manitoba Farm Loans Association
WINNIPEG, - - MANITOBA
VEIDIMENN
Raw Furs til
Sendið
Yðar
HOERNER, WILUflMSON & CO.
241 Princess St., Winnipeg
VEL BORGAD fyrir RAW FURS
Sanngjörn flokkun
Peningar sendir um hæl
Sendið eftir brúnu merkiseðlunum
Skrifið eftir
Verðlista vorum
SENDID UNDIREINS!
^ Vér borgum
ý >• Express kostnað
VERDID ER FYRIRTAK!
Hin tíu boðorð vel-
gengninnar.
Eftir Dr. Frank Crane.
þriðja
Settu þér reglur.
og fylgdu þeim.
Er ekkj eins þýðingarmikið að
lífið gangi vél, og beri ávöxt, eins
og matvöruverzlunin gangi vel og
eflist?
Og hvað lengi mundi verzlunin
aukast og eflast ef að þar væri
ekkert bóklhald, og ekkert yfirlit
yfi-r það sem hann tæki á móti,
eða það sem að ‘hann borgaði út?
Gætir þú verið vel liðinn ög
reglusamur -teeknir án þe^s að
-hafa yfirlit yfir þá sjúklinga sem
þú þarft að heimsækja, heldur
fara þegar þér gott þætti og til
þeirra af sjúklingunum sem þér
sýndist?
Gætir þú ferðast, án þess að
líta í ferðaáætlun? Kannað ó-
þekt lönd án landabréfs, siglt
höfin án þess að hafa uppdrætti
af þeim eða áttavita. Verið
skólastjóri án þess að halda reglu
engan ákveðinn tíma til vinnu en
svo klukkutímum -skifti til leikja,
eða gætir þú leitt her til sigurs ef
að hermenn þínir væru ótaminn
skríll, og þú þektir ekki hið mi-nsta
til lands þes-s sem þú ættir að
berjast í?
Miklu síður getur þú vonast
eftir að öðlast velgengni lífsins
rieglulaust.
Gerðu áætlun yfir árið. Rað-
aðu niður iþínum áhuga málum
eftir gildi þeirra.
Settu það ‘þýðin-garmesta fyrst.
Eyddu engri mínútu, Mttu ekki
hrekjast eða berast með straumn-
nm.
Á hverju-m degi skyldi verkun-
um raðað niður. Skiftu þeim
tuttugu og fjórum klukkut-ímum
sem þú átt yfir að ráða niður í
deildir.
pað er ótrúlegt hvað miklu þú
getur komið til leiðar á tuttugu
og fjórum klukkutímum, ef þú af-
skamtar hverju Iverki vissan
ti-ma. pað -er þrjú hund-ruð sex-
tíu og fimm sinnum meiri undur,
hvað þú getur afkastað á hei-lu
ári með sama fyrirkomulagi.
Settu þér reglur með leiki jafnt
sem vinnu. Ánægjan verður
tvöföld'þegar þú vei-st að þú hefir
tíma til þess að ljúka leik þínum.
Sá timi sem þú hefir til leikja
eða til líkamsæfinga verður þér
hálf ónýtur, ef þú gengur sífelt
með þá tilfinningu í huga, að þú
ættir að vera við vi-nnu þína.
pað er ekki nauðsynlegt að fara
altaf nákvæmlega eftir þessum
reglum, þú býrð þær til, til þess
að niota þær, en ekki ti-1 þess að
vera þræll iþeirra. Víktu frá
þeim ef þess gerist þörf. En
vertu viss um að hafa reglu til
þess að víkja frá.
Starf-sskrá, eða -starfsreglur
sem eru fyrir fram lagðar niður
fyrra mann óróleik og kvíða. pað
gefur þér verkefni þegar þú veist
ekki hvað þú átt að aðhafast. pú
þarft ekki að v-era mínútumaður,
eða eins og vél. pú átt að haga
þér skynsamlega í þeim efnum.
Fjórða.
Vittu hvað þú rilt.
Eg hefi átt tal við margt hug-
sjúkt og örvæntingarfult fólk
sem að hefir verið að brjótast um
í neti ógæfunnar, -en ekki getað
1-osa-st fremur en flugur frá
flugna pappír. pað hefir verið
þrælar ástríðna sinna, herfang
kringumstæðanna, óhepBÍ og efna
legra kringumstæða, það s-em
flest af þessu fólki fór fram á var
-ekkert ósanngjarnt, né það sem
því var óh-olt, heldur var það
þróttlaust og líðandi sðktrm þes-s
að það vissi -ekki hvað það vildi.
Taktu þér dag og dag, í það
minsta nokkrar klukkaatmidir og
athuga-ðu sjálfan þig, «efðu ná-
kvæmar gætur að atriðum þeim
sem þér finst að mund* gera þig
jsælaitn ef þú öðlaðíat þau, og
veldu svo þau sem mcwt «ru virði.
pað Ihílýtur að vera eitthvert
takmark sem þú þráir að ná öllu
öðru fremur. Gang þú ér skugga
um ihvað það er, sem sv* er mikils
viirði að þú sért reiðubúinn
til þess að hafna ölltt öðru, fyrir
það eina, og legðu sv* fram alla
krafta þína til þess að ná því.
pví það er á þann hátt, að þú
getur gefið lífi þinu -eining, á-
kvörðun og -samræral stefnu-
leysingarnir eru ávalt óhamingju-
samir.
Segðu ekki að eins, “að þú vilj-
ir v-erða farsæll,” komdu auga á
það í lífinu sem þú heldur að geri
þig farsælan, og stefndu að þvi
marki, undirbúðu þig u.ndir að ná
því, festu hugan við það, og jafn-
vel þó þú náir því aldrei, þá öðl-
astu það sem í eðli sín* er betra
líf, sem er sjálfu sér samkvæmt.
pví eins og Robert Louia Steven-
son segir:
“Hin sanna gleði mamianna er
ekki að lenda, heldur að ferðast.”
petta er eatt, en vel að merkja
með því móti, að þeir séu að fara
á einhvern stað, en aéu ekki £
endalausri hringferð «ns #g
maurar.
Fimta.
Ráddu fram úr ástamáffnw þínnm
á skynsamlegan bátt.
Meðvitund mannsi-ns er marg-
skift, -en sterkasti þátturinn
er kynferðfe meðvitundin. Og
víst er það, að þeir sem ekki læra
að skilja -hana, og halda henni
innan þeirra vébanda lem sæmd
einstaklingsins, fegurð Iffsins og
göfgi þess er samboðin ná aldrei
að njóta velgengni Mfsiina, að Iþví
er ánægju snertir.
pessi þrá kontt og karls, til
þess að njótast, er því ekká Ijót.
Höfundur alls lífs, blés konu
jafnt sem karli þetta í brjóst, og
við getum verið viss um, að hans
verk eru réttlát og ihrei*.
Fyrsta hlutverk vort, er því að
skilja þetta. iSkilja ■aeiningu
þess lögmáls.
peir foreldrar, setm *la börn
sín upp án þess að skýra þetta
/