Lögberg - 01.04.1920, Side 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUADGANN, 4. APRÍL 1920
Hjarðmœrin
JEANNE D’ARC.
“Úrlþví að við höfurn nú lokið við að skreyta
Alfatréð, þá skulum vrð setjast niður og borða
kökurnar okkar í skjóli þess.” sagði Jacques. —■
“Flýttu þér, Pierre, opnaðu körfuna,” og hinir
tveir, Iitlu frönsku drengirnir, buðu Catherine að
setjast til Ixtrðs með sér og njóta máltíðarinnar
undir vængjum angandi trjáilmsins.
Allstaðar ríkti dulræn 'þögn, sem þó var rof-
in endrum og eins með lilýjum þyt í hinum blað-
þrungnu greinum.
Fimm aldir eru liðnar frá því er þessir þrír
nnglingar léku saman í Domremy |xirpinu í fylk-
inu Ixirruine á Fi*akklandi.
Allir, jafnt ungir sem gamlir í nærliggjandi
lréniðum, höfðu heyrt getið um Álfatréð. Árum
saman hafði hið fagra beykitré staðið á bakka
Meuse-árinnar, og bændurnir trúðu því í fullri al-
vöru, að í skugga þess hefðist við mesti fjöldi
álfa. — Þeir höfðu einskis látið ófreistað, er auka
niátti á fegurð trésins. Við ræturnar var krist-
allstær uppspretta, komu börnin þangað á hvíld-
ardögunum og skrýddu trjárgeinarnar með alla-
vega litum blómsveigum, er þau fléttuðu sjálf.
ISvo mikla ást höfðu börnin fengið á trénu, að
helzt vildu þau aldrei annarsstaðar vera, og voru
þau því abnent kölluð Börn trésins. Þau töluðu
ávalt um töfrafegurð þess og báru hana saman
við alvörusvip hins dökka eikarskógar, er sýnd-
ist eins og óklífandi hamraveggur beint fram und-
an. — Álfatréð vann, — það var engum vafa und-
iroiqjið!
“Heldurðu að hún komi í dag?” hvíslaði
Catherine.
“Hver?” spurði Pierre.
“Pierre veit ekki við hvað þú átt; liann var
of ungur til þess að geta komið með okkur hingað
síðast,” svaraði Jacques. “Okkur liefir verið
sagt, að einhvern tíma, þegar við höfum skreytt
Álfatréð Líkt og í dag, muni gerast merkisvið-
burðnr, — að lítil álfamær muni koma út úr skóg-
inum og vinna kraftaverk. ”
“ó, hvað það væri gaman, ef við fongjum að
sjá hana,” sagði Catherine með saklausum undr-
unarljóma í augunum.—
Það var engu líkara, en að bömin liefðu hitt
á óskastundina; skógurinn opnaðist og létt fóta-
tak heyrðist álengdar. Börnin hoppuðu upp.
“Og þama kemur hún!” hrópuðu þau eins
liátt og þau gátu, um lejð og Htil stúlka á þeirra
íeki þokaðist hljóðlega út úr forsælunni og nam
staðar á sólgyltri flöt öðru megin við Álfatréð.
Hún var fátækt bændabarn, alveg eins og
bau sjálf. Stakk einn stuttan, úr grófum dúk, bar
hún yztan klæða, en hafði á fótum tréskó þunga
<ig óþjála. 1 hendinni bar hún göngustaf. — Aug-
un ljómuðu af þrá ; hún bar höfuðið hátt og féll
hárið í mjúkum bylgjum niður um herðar og bak.
“Mig hefir einu sinni dreymt,” sagði stúlk-
an. “ Það var um það leyti, er eg var vön að gæta
hjarðtfirinnar utan í hlíðarendanum. Eg veit nú,
að eg á qkki að dvelja alla æfina í Domremy. Nú
hefi eg sagt ykkur leyndarmál mitt, og það gerði
eg sökum þess, hve mjög eg ann ykkur öllum, kæm
leiksystkini. Vort dásamlega fósturland, Frakk-
land, þarfnast minna veiku krafta, eg finn að eg
er kölluð til brottfarar í þeim tilgangi einum, að
helga þjóðinni líf mitt og krafta, ekki þessu smá-
þorpi, sem eg þó elska heitt, heldur þjóðinni allri,
landinu öllu. óvinir Frakklands skulu bíða ósig-
uþ og eg skal stuðla að því, að Dauphin verði
krýndur í Rheims. Eg ætla sjálf að vera viðstödd
krýninguna. Nú verð eg að kveðja ykkur, leggja
af stað og reyna að vinna landi mínu gagn. ’ ’
Börnin höfðu hlýtt á mál hennar steinþegj-
andi. En Catherine, sem var í rauninni mesti ær-
iþ&i, gut ekki lengur á sér setið og rak upp skelli-
hlátur. “Jeanne Romee!” sagði hún hlæjandi.
‘ ‘ Þetta er þá eftir alt saman að eins litla hjarð-
mærin frá Domremy — ekki fremur álfamær, en
°g sjálf! Og henni finst líklegt, að mún muni
geta frelsað landið; ekki nema það þó! Þetta held
eg sé skoplegasti draumurinn, sem eg hefi nokk-
ura tíma heyrt.”
Hin börnin hlógu líka. Þau þektu Jeanne
vel, höfðu gengið með henni á skóia og horft á
hana hlaupa kring um kindahópinn. — Jeanne lék
sér mjög sjaldan; til þess átti hún langt of ann-
ríkt, en hún vissi meira um fugla, blóm og tré, en
algengt var.
Oft bar það við, er Jeanne sat yfir hjörð
sinni, að benni fanst hún heyra ótal raddir kalla
á sig, og skipa sér af stað til þess að reyna að
bjarga landinu. Það var hlegið að henni, ef hún
sagði einhverjum frá íþessum dulröddum, og hún
hætti smátt og smátt með öllu að minnast á þœr.
Henni geðjaðist ekki að ofsahlátri bamanna.
Þau tóku saman pjönkur sínar og flýttu sér heim.
-— skildu Jeanne eftir eina------aleina.
Hún stóð grafkyr dálitla stund og litaðist um.
Henni sýndist blámi fljótsins smá dofna, blómin
hverfa inn í dulræna fjarlaagðarmóðu, og hvítu
skýhnoðrarnir leysast upp. En fyrir framan sig
sá hún bregða upp nýrri mynd. Það var stúlka
í mjallhvítum herklæðum, ríðandi á hvítum gmnn-
fáki. 1 hægri hendi veifaði hún fannhvítum fána;
það var hún, hún ein, er leitt gat til sigurs hinar
þreyttu, frönsku fylkingar og bjargað frelsi
landsins. Sýnin hvarf jafn skjótlega og hún hafði
birzt. Jeanne heyrði enn bergmálið af hlátri
barnanna. Hún leit niður fyrir sig stundarkom
og féll í djúpar hugsanir, en innan fárra mínútna
rankaði hún við sér og labbaði af stað í áttina til
heiinilis síns — kofans fátæklega og rislága út
við skógarjaðarinn. Þar bciS hennar ávalt ærið
verkefni; hjarðgeymslan útheimti langt dagsverk,
en þar að auki þurfti hún að spinna garn og hjálpa
mömmu sinni við heimilisstörfin.
Hin friðsama bamsæfi Domremy stúlkunnar
breyttist snögglega og tók á sig a'lvarlegri blæ.
Ófriður, ógurlegur ófriður gaus upp. Englend-
ingar tóku að berja á Frökkum, og áður en langt
um leiS varð smáþorpið viS ána Meuse daglegur
sjónarvottur höimunganna. Þúsundir særðra
hermanna vora fluttir um veginn, þar sem heim-
ili Jeanne stóð. Og hún, sem nú var orðin dálítiS
eldri og þroskaðri, var dag og nótt önnum kafin
viS að hjúkra.Hún gaf hinum hungruðu mat, hin-
um þyrstu svaladrykk, og gekk oft úr rúmi sjálf
fyrir særðum og aðfram komnum hermönnum
sinnar ástkæru þjóðar. Alt af öðru hvora birtust
henni svipir stúlkunnar í hvítu herklæðunum, ríð-
andi á hinum fannhvíta gunnfáki, og alt af var
hún sannfærð um, að þar færi einmitt eina stúlk-
an, er leitt gæti franska herinn til sigurs. —
AS lokum ásetti Jeanne sér, að frelsisdraum-
urinn skyldi rætast, hvað sem það kostaði. —
(Framh.)
————o--------1—
Sítrónurnar þrjár.
fíatja frá Tyrklandi.
ÞaS var einu sinni Sultan einn í Tyrklandi.
Hann átti sér son, sem honpm þótti mjög vænt um.
Drengur þessi var fríðúr sýnum, glaður í
viðmóti og hafSi aldrei aðhafst neitt ljótt, svo að
menn vissu.
Við hirð Sultansins vora margir efnilegir
unglingar, bæði piltar og stú'lkur, en hann bar af
þeim öllum saman eins og gull af evri.
Þegar hann óx upp, fóra stúlkurnar, sem við
hirÖina vora og voru af göfugum ættum, að líta
hýra auga til hans, en hann umgekst þær með
allri kurteisi, en engin þeirra fann náð í augum
hans, og hann sýndi þess engin merki, að honum
léki hugur á að kvongast, og að síðustu fór svo, að
faðir hans fór að bera áhyggjur út af þessu.
Einu sinni kom Súltaninn að máli við son sinn
og spurði: “Hví festirðu þér ekki konu? Það er
:þó sannarlega kominn tími til þess að þú gerir
það. Því mér væri kært, að sjá bamabörn mín,
áður en eg geng til minnar hinztu hvíldar.”
“Það ætti sannarlega að vera hægt að finna
konu-efni, sem væri við þitt hæfi, í öllum þeim
kvenna skara, sem umkringir þig hér. Eg skyldi
ekki vera lengi að því, ef eg væri í þínum spor-
um.”
Prinzinn horfði á föður sinn hugsandi dá-
litl stund og mælti:
“Eg krefst meira, en nokkur þeirra getur
veitt mér, faðir minn. Og ef það er annars vilji
þinn, að eg fastni mér konu, þá ætla eg að fara í
langferð — máske umhverfis jörðina, til þess að
leita að prinzessu, sem eg get elskað af öllu mínu
hjarta. Hún verður að vera fögur eins og roði
morgunsólarinnar, hvít eins og mjöllin og hrein
og saklaus eins og engill.”
“Mæltu heill, sonur,” svaraði Sultaninn.
‘ ‘ Eg óska þér góðrar ferðar og heilar heimkomu. ’ ’
Og án meiri málalenginga bjó prinsinn ferð
sína og hélt á stað.
Það var vetur og loftið var þurt og kalt og
fanngljáinn endurspeglaði geisla sólarinnar, sem
stöfuðu jafnt niður á láglendi og hæðir.
í fjarska gnauðaði hafaldan og því ölduhljóði
fylgdi einhver seiðandi kraftur, sem dró hann að
áér, og þegar hann kom til strandarinnar, sá hann
hvar fagurt skip lá við akkeri fyrir framan
ströndina.
Hann stóð og horfði á skipið, og var að hugsa
um hagi sína, þegar að ósýnlegar verar lyftu hon-
um upp og liðu með hann fram á skipið, en svo
hægt, að hann varð þess ekki var fyr en hann stóð
á þilfari iskipsins. Hann heyrði, að akkerisfest-
amar vora dregnar inn og fann að skipið skreið
á stað.
I þrjá daga og þrjár nætur skreið skipið á-
fram fyrir hagstæðum vindi. En enginn maður
sást á skipinu, nema maðurinn, sem stóð við stýr-
ið. Hann var dökkur yfirlitum, nokkuð þungbú-
inn og hafði ekki talað orð alla leiðina.
Að morgni hins fjórða dags stanzaði skipið
við eyju eina litla og þegar prinsinn fór að litast
urn, 8á hann sér til mikillar undrunar, að uppá-
haldshestur hans var með á skipinu, og þessi und-
arlega skipshöfn var að flytja hann í land, og var
hann söðlaður og að öllu reiðubúinn.
Prinsinn og hestur hans voru settir á land í
eyju þes'Sari, og þegar prinsinn leit -váð til að sjá
hvað skipið hefðist að, sá hann sér til undrunar,
að það var horfið.
Hann fór að líta í kring um, sig á eynni, en
sá hvorki menn né heldur nein merki til manna-
bygða, og til þess að gjöra þetta enn óálitlegra
fyrir prinzinum, var veðrið svo kalt, að liann gat
úaumast haldið beizlistaumunum í hendi sér.
En þrátt fyrir þetta lét hann ekki hugfallast,
lieldur sté á bak hesti sínmn og reið á stað.
Hann hélt áfram ferð sinni all-lengi, þar til
að hann isá fram undan sér lítið hús, hvítt á lit.
Það stóð á hæð einni og var þar ekkert að sjá
nema flatlendið í kring, snævi þakið og kuldalegt. ;
Hann flýtti sér lieim að húsinu, því honum
var bæði kalt og hann var orðinn svangur. Hann
drap á dymar gætilega. Eftir litla stund kom
öldruð en góðleg kona til dyranna. Andlit henn-
ar var fölt og hárið á höfði hennar var snjóhvítt.
Hún sagði ekkert, en horfði spyfjandi augum á
komumann.
*‘Eg er að leita mér að konu, móðir góð,” tók
prinsinn til máls. “Það verður að vera falleg-
asta prinsessan, sem til er í heiminum, og hún
verður að vera eins góð og hún er falleg. Get-
urðu sagt mér, hvar hana er að finna?”
Gtamla konan lét dyrnar aftur til hálfs um
leið og hún sagði: “Þú finnur hana ekki hér. Eg
er Veturinn, og liér umhverfis sérðu ríki mitt. Eg
liefi engan tíma til þess að hugsa um ástamál, en
hún systir mín, sem er haustið, getur máske hjálp-
að þér. Þú finnur hana með því að halda beint
áfram eftir veginum.”
Prinsinn þakkaði gömlu konunnni fyrir ráð-
leggingamar, sté á bak hesti sínum og liélt á stað.
Hann vonaðist að minsta kosti eftir því, að þegar
liann kæmi til hausts, þá myndi hún að minsta
/kosti gefa honum eitthvað að borða.
Eftir að hann hafði ferðast all-lengi, kom
hann út úr ríki vetrarins og inn í ríki haustsins.
Þar sá hann trén svigna undir ávöxtunum; á akr-
ana, sem voru slegnir, sló gulbleikum lit, og í-
koraarair voru í óða önn að draga hnotur inn í
votrarbústaði sína.
Afram hélt prinsinn þangað til hann kom að
litlu brúnleitu húsi, sem stóð í jaðri á skógi, sem
lítið eitt var farinn að fella laufin.
Prinsinn sté af baki og drap á dyrnar. Eftir
stund var dyranum lokið upp og út í þær kom
kona rjóð í kinnum, með mekið, svart hár á höfði
og dökkmórauð augu. Andlitssvipur hennar var
góðlegur. Hún stóð í dyrum hússins og virti
komumann fyrir sér, án þess að bjóða honum
inn.
“Að hverju ertu að leita, ungi vinur?” spurði
konan.
“Að konuefni”, svaraði prinsinn.
“Svo,” svaraði konan. “Þá get eg ekki
hjálpa þér. Nafn mitt er Haust og eg hefi alt
of mikið að gjöra við að tína saman ávexti, til þess
að mega vera að hugsa um tilhugaHf og giftingar.
“Systir mín, Sumarið, er draumsjónakona, hún
getur máske útvegað þér það sem þú leitar að.”
Að svo mæltu lokaði hún húsdyrunum og gat
prinsinn ekbert annað gert, en halda áfram ferð-
inni.
Hann tók eftir því, er hann hafði haldið ferð-
inni áfram um hríð, að grasið meðfram veginum
var hátt og grænt, og á ökranum stóð komið í
blóma. Loftið var milt, og blærinn, sem kysti
kinnar hans, var frískandi og ilmþrunginn, og
sóhn baðaði ferðamanninn og náttúruna um-
hverfis hann; svo heitir voru geislar hennar, að
prinsinn varð að hneppa frá sér yfirhöfninni, til
þess að verða ekki of heitt.
Það er óþarfi að segja frá, hve innilega prins-
inn varð glaður, þegar hann sá lítið en laglegt gult
hús meðfram veginum, skamt í burtu, og var það
umkringt af fallegum greniviðartrjám.
Þegar hann kom að húsinu, sté hann af baki,
gekk upp að dyrum þess og drap á þær. Einhvers
staðar í nágrenninu heyrði hann vatnsnið, og varð
hann að játa, að hann hugsaði þá meira um að fá
eitthvað að drekka, heldur en um konuefnið.
En hann vaknaði frá þeirri hugsun við það,
að hurð hússins var lokið upp og í dyranum stóð
kona mikil vexti, með jarpt hár, og virti hann fyr-
ir sér.
“Mér þykir fyrir því, að geta ekki hjálpað
pér,” sagði hún, eftir að prinsinn var búinn að
segja henni frá erindi sínu. “Eg er líka önnum
kafin, en flýttu þér til systur minnar, Vorsins,
hún er vinur elskendanna og verður víst fús til
þess að hjálp þér. ’ ’
Svo prinsinn hélt áfram ferð sinni þar til að
hann kom að litlu grænu húsi við veginn; um-
hverfis það spratt blómsturviður og niður undan
hverjum glugga vora reitir með hinum fegurstu
blómum, og þegar hann drap á dyr, kom til dyr-
anna kona lítil vexti, með mikið og fagurt hár
hár ógreitt, og með djúp- blá augu.
Prinsinn ávarpaði hana á þessa leið:
“ Vilt þú ekki miskunna þig yfir mig? Systur
þínar hafa sent mig til þín. Eg er að leita mér
að konu, sem er fögur sem roði morgunsólarinnar,
hvít eins og snjórinn og góð eins og englar
guðs. ”
“Þú biður ekki um lítið,” mælti vorið bros-
andi. “Eg skal reyna að gjöra alt sem eg get
fyrir þig. En gjörðu nú svo vel að koma inn með
mér og hvíla þig, því þú hlýtur að vera bæði
þreyttur og matarþurfi.”
Ug prinsinn fylgdi konunni inn í húsið, sem
fult var af inndælum blómum.
Þegar hann hafði matast á brauði og hun-
angi, og svalað iþorsta sínum í inndælli nýmjólk,
kom konan með þrjár sítrónur á silfurbakka og á
bakkanum var fallegur en litill hnífur úr silfri og
bolli úr gulli, með mjög einkennilegu lagi.
Þetta eru töfragripir, scm eg æta að gefa
þér og sem þér ríður á að varðveita vandlega. Þú
skalt þú lialda tafarlaust heim aftur og þegar þú
kemur heim til þín, skaltu fara til gosbrunnsins,
sem er á bak við höllina. Þú skalt Hta í kring um
þig, og þegar þú ei*t viss um að enginn sér til þín,
skaltu taka silfurhnífinn og skera opna eina sít-
rónuna. Og þegar þú hefir gjört það, mun koma
í ljós forkunnar fögur pi-insessa og biðja þig um
vatn að drekka. Ef að þú undir eins býður henni
vatn í þessum gullbolla, þá ílendist hún hjá þér og
verður konan þín, en ef þú verður hikandi, jafnvel
þó það verði ekki nemk eitt augnablik, þá hverfur
hún og þú sérð hana aldrei framar.”
“Það er nú ekki líklegt, að eg verði svo ein-
faldur, ” sagði prinsinn. “En cf það skyldi koma
fyrir, á eg þá að verða einsetumaður alla mína
æfi?”
“Þú verður þá að opna aðra sítrónu,” svar-
aði Arorið alvarlega, “og nákvæmlega það sama
kemur fyrir. Ef þú hikar, þó ekki sé nema lítinn
part úr mínútu, þá hverfur prinsessan og þá hef-
irðu að eins eina sítrónu eftir.
“Og ef að þig hendir einhver slysni í þriðja
sinn, þá skaltu lifa alla þína æfi ókvæntur.”
Prinsiun ætlaði að þakka vorinu fyrir þessa
velgjörð, en hún bandaði honum frá sér með rauna-
legu brosi og sagði honum, að hann mætti ekki
tefja.
Með óumræðilega mikilli gleði í huga hélt
hann á leið. Hann reið í gegn um ríki Sumars,
Hausts og Vetrav þar til hann kom til baka á eyj-
una við hafið og þar beið isama skipið eftir honum.
Hann fór með hest sinn um borð í skipið og
það lagði á stað heimlciðis í hagstæðum byr. Og
eftír þrjá daga kom hann heim til síns, fékk hest
sinn í hendur þjóni föður síns, en gekk sjálfur út
í garðinn á bak vlð höllina, þar sem brunnurinn
var. Hann fylti gullbollann með vatni, tók síðan
upp eina sítrónuna og skar hana opna með silf-
urhnífnum.
Og hann hafði ekki fyr framkvæmt þetta, en
frammi fyrir lionum stóð aðdáanlega fögur-prins-
essa. Hún leit til hans feimnislega og sagði:
‘ ‘ Eg er svo þyrst. Viltu gefa mér að drekka
úr gullbollanum?”
(Framhald).
--------o--------
TIL UMHUGSUNAR.
Þeir sem reiða sig á yfirburða hæfileika sína
og afkomu, en gleyma hinum einföldu og hóflegu
lífsreglum, geta orðið mintir á, að það er ekkert,
sem getur komið í staðinn fyrir vaiúð, og að
hugsunarleysi og skortur á reglusemi gjörir þekk-
inguna einskis virði, vísdóm hlægilegan og yfir-
burði í hæfileikum fyrirlitlega.—Johnson.
Iiláturinn er hin heilsusamlegasta áreynsla;
hann hjálpar meltingu mannanna betur en nokk-
uð annað, setm eg þekki, og vani sá, sem tíðkaðist
á meðal forfeðra vorra, að koma mönnum til þess
að hlæja við máltíðir, með því að hafa þar við-
stadda menn, sem gátu vakið hlátur með skrítlum
og skemtilegum sögum, hafa vísindin nú sannað,
að er í samræani við framreglur heilsufræðinnar.
Hufeland.
Deyfð og þugnlyndi er sú sorglega ástríða,
sem knýr fram tár augna vorra og andvörp
lijartna vorra, sem ekki væra til nema fyrir það.
Það fellur á lífsgleði vora líkt blekdropa á snjó-
hvítan pappír, sem ekki er minni blettur fyrir
það, þó hann sé meiningarlaus.—Lockhart.
Mikil vonbrigði eru svipuð sólarlaginu. Birta
Hfssólar vorrar er þrotin, og skuggar kveldsins
falla í kring um oss og heimurinn húmi klajddur.
—Lonyfellow.
Munaður er fyrsta, önnur og þriðja ástæðan
fyrir eyðing og ógæfu lýðveldanna. Ilann er
blóðsuga sú, sem stingur mennina svefnþorni
andvaraleysisins á meðan hann teigar Mfsblóðið
úr æðum voram.—Payson.
Það sem handhægast er, varir oft stutta stund,
en fruaureglur eru til frambúðar. Sökum þess að
steypiregn koma og vindar æða, getum vér ekki átt
á hættu að byggja hús vor á sandi.— Beecher.
Sá, sem fullur er fordóma, er haldinn illum
anda, og ekki einasta illum anda, heldur djöful-
legum, því hann útilokar sannleikann og leiðir oft
til eyðileggjandi yfirs,jóna.—Tryon Edwords.
--------o-------- i
SKRITLUR. j
Húsmóðirin: “I>ú getur ekki búist við að fá
svona mikið kaup, Bridget, þegar þú kant ekki
betur til verka en þetta.”
Bridget:—“Auðvitað, frú, sjáið þér ekki, að
það er miklu erfiðara fyrir mig, þegar eg kann
ekkert.”