Lögberg - 08.04.1920, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.04.1920, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 8. APRÍL 1920 Auður er bygður á sparsemi Ef þú þarft að vinna hart fyrir peningum þín- um, þá láttu peningana vinna hart fyrir þig. Sparisjóður vor borgar 3 prct. árlega og ervöxt- unum bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK MixtJF dSON'S ^ gOMPAN^ Lang frœgasta TÓBAK í CANADA mæltu máli af erlendum, einkum dönskum, orðum og talsháttum, að halda mætti að hún nálgaðist tortýning sína hrötöum skrefum. En hins vegar er eigi að eins unt, heldur auðvelt, að rita tiltölu- lega hreina færeysku, og sneiða hjá flestum þeim aðskotaorðum, ir með II. betri eink. og Hend- rík Otteson með II. eink. Seg'lskipið “Sigurfarinn” sem Færeyingar höfðu nýlega keypt hér af Duusverzlun og hlaðið vör- um og ætlað að sigla heim á leið, er nú talið af. Hefir ekki spurst til þess í nærri mánuð. Skipshöfn- in var færeysk. Annað skip, sem Færeyingar höfðu og keypt hér, kúttarinn Portland, fórst einnig á heim- leiðinni þannig að þýskur botn- vörpungur sigldi á það svo það sökk, en botnvörpungurinn bjarg- aði mönnunum og flutti þá heim. Eggert Stefánsson söngvari dvelur nú suður á ítalíu í Adiago. Til ítalíu er líka kominn Gunnar Gunnarsson skáld, með fjölskyldu sinni. Fleiri landar eru um það ibil að fara þangað, t. d. Nina Sæ- mundsson myndhöggvari og mál- ararnir Kriistín Jónsdóttir og Guðm. Thorsteinsson og Jóhann- es Kjarval og líklega Ríkarður Jónsson. -r— í Leipzig á pýskalandi dvelja þeir Jón Leifs pianoleik- ari og Páll íísðlfsson. Sildarsalan hefir gengið treg- lega, eins og sagt hefir verið áð- ur. Vildu ýmsir útgerðar menn ekki iselja í sumar af því að verð- ið þótti of lágt og hafa legið með síldina siðan . Nú kváðu sumir vera farnir að selja síldina fyrir 45 kr. tunnuna, en verðið, sem 1 boði var í sumar, var að sögn 90 —95 kr. og jafnvel hærra. Nýkoomin fregn frá Khöfn segir nú að síldarverðið sé að hækka. Pungar horfur eru nú sagðar viðast um land. Jarðlaust er hér um bil allstaðar og víðast í austursveitunum hér hefir fé ver- ið á gjöf frá því um miðjan nóv. og er því heyfengur margra bænda á þrotum. Úr Skagafirði er Hka nýlega skrifað, að um langt skeið hafi ekki verið þar eins snjóþungt og nú. Eldsneyti í Reykjavík er nú enskt kokes. Fékk stjórnin skipsfarm af því frá Lundunum um miðjan síðastl. mánuð og þykja þau gott eldsneyti. Verð á tonni er 360 kr. “Ungar vonir” eihtir ljóðasafn, sem nýkomið er út, eftir Stein- þór Sigurðsson prentara, prentað í litlu upplagi, með tölusettum eintökum, eins og Söngvar föru- mannsins, í fyrra, eftir Stefán frá Hviadal. Egill Vilhjálmsson bifreiðar- stjóri hefir verið skipaður próf- dómari við bifreiðarstjóra próf og meðdómandi M. E. Jeasen skóla- stjóri. Dr. Jón Stefiánsson, sem verið hefir undanfarin ár í London, er nú farinn til Algier í Afríku, á- samt konu sinni, sem er frönsk að ætt. Nýlega hefir hann skrifað bróður sínum, Steinback, tanp- lækni á ísafirði, og lætur hið bezta af veru sinni þar isyðra. Lofts- lag er ágætt, getur þó orðið helzt til heitt, og óvíða í heiminum mun vera ódýrara að búa en þar. Dok- torinn lofar mjög gestrisni og kurteisi Araba og segir sér finn- ist iþví líkast, sem hann sjái dags- daglega fyrir augum sér æfin- týri úr “1001 nótt.” Líklega er er Dr. Jón eini íslendingur, sem þarna hefir átt heima, síðan ís- Iendingar voru herleiddir til Al- gier 1627. Eimiskipafélaigáð vekur athygli á iþví, að það beri enga ábyrgð á þjófnaði eða ráni sem framið kunni að verða í skipum félags- ins eða landssjóðsskipunum, og ráðleggur þeim, sem vörur senda nieð skipunum, að vátryggja þær gegn þjófnaði. í fjárhagsnefnd eru kosnir í neðri deild: Magnús Guðmunds- son, porleifur Guðmundsson, pór- arinn Jónsson, Hákon Kristófers- son, Jón A. Jónsson, og í efri deild: Björn Kristjánsson, Guð- jón Guðlaugsson og Guðmundur Ólafsson. 1 fjárveitingarnefnd eru kosnir í n. d.: Magnús Péturs- son, porl. Jónsson, Pétur Jónsson, Bjarni Jónsson, ólafur Proppé, Stefán Stefánsson og Gunnar Sigurðsson og í efri deild: Jóh. Jóhannesson, Hjörtur Snorrason, Linar Árnason, Karl Einarsson, Sig. H. Kvaran. —Lögrétta FŒREYISK ÞJÓÐERNISBARÁTTA Framh. frá 2. bls. því, f einhver fæst til að gefa út bækur þeirra. pjóðin er svo lítill, og þeir sem bækur kaupa svo fáir, að bókaútgáfa svarar ekki kostnaði. Meiri hluti allra fær- eyskra bóka eru smákver, oft minna en fimtíu blaðsíður. Blöð og tímarit hafa orðið að hætta eft- ir fá ár, og félög, sem stofnuð hafa verið til að koma út bókum, hafa oftast gefist upp von bráðar. f landi þar sem flestir eða allir geta lesið dönsku, er engin hægð- arleikur að keppa við dönsk rit. En eigi þjóðin að fá alt vit sitt úr erlendum bókum, er hún dæmd til dauða fyr eða síðar. Ef fær- eyskt þjóðerni á að geymast, er Færeyingum lífsnauðsyn að eiga innlendar bókmentir. Sterkasti þáttur í færeyisku þjóðerni er tungan. Og hún er í háska stödd. Meðan barnaskól- arnir eru danskir að mestu, og sem tíð eru í talmálinu. pví oft- ast hafa þau ekki, eða að minsta kosti ekki nema að nokkru leyti, útrýmt samsvarandi orðum fær- eyskum; venjulega eru bæði orðin notuð jafnhliða, oft hvort innan um annað. Fornum nöfnum hafa Færey- ingar flestum týnt og tekið upp biblíu- eða dýrðlinganöfn i staða- inn. En annars kemur hér und- arlegt atriði til greina. Hver Færeyingur heitir einu nafni og er skrifaður öðru, — leifar frá þeim tíma, þegar ritm'álið var eingöngu danskt. Ef A spyr B hvað hann heiti, svarar B aldrei t. d: Eg heiti Josep Paterson, heldur segir hann eitthvað á þessa leið: Eg heiti Jógvan og er kall- aður Jógvan á Laði, og ef það nægir ekki, tilgreinir hann líka föður sinn, Pætur í Stovu. 1 daglegu tali er að eips niotað skírnarnafnið í færeyskri mynd þess, og maðurinn kendur við bæ- inn þar sem hann á heima. En ef A þarf að skrifa nafn B, spyr hann ekki hvað hann heiti. heldur hvernig hann sé skrifaður, og þá svarar B Joen Petersen. Áhrif dönskunnar koma ekki jafnt fram á öllum sviðum máls- ins, eins og að Mkindum ræður. NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, Langflest orð, sem tengd eru við I dagleg störf eða ihluti, sem tíðk- aðir hafa verið í Færeyjum frá ó- munatíð, eru innlend. En þegar Færeyingurinn á að tala um efni, sem liggja fyrir utan daglegan verkahring hans, hættir honum við að hugsa á dönsku: Hér eru tvö dæmi, sem sýna hvernig mál flestir tala í lögþing- inu.pau eru valin alveg af handa- hófi, tekin eftir lögþingstíðindun- um í Tingakrossi: “Henda konfliktin isýnist mær at hva sitt upprinnilsi í tí nógv ovsterka úfttrykki, direksjónin hevur givið fyri isinum vilja í tí cirkulerinum, sum hevur haft til fylgi at kommissjóninar hava givið tapt pá forhond”. “Okkara lærarir eru ivaleystj so fornuftigir, at teir forstanda! neyðvendigheitina av, at tað verður gottgjört, at teir duga siítt arbeidi. 9k úta dii r eks j óni n hevur altíð latið tað verið sær maktpáliggjandi, at hva föroyskt millum fagini í feriekursus- unum.” Svona kafla er hryggilega auð- velt að leggja út á dönsku. En auðvitað er þetta tekið af versta endanum. Mestalt, sem skrifað hefir verið á færeysku á síðari ár- um, hefir verið á sérlega hreinu og vönduðu máli. Oft hafa Fær- eyingar leitað til islenzku, og fengið þaðan orð, sem þá vanhag- aði um. En talmálið er fult af dönskum orðum eftir sem áður. pað sem einna mest vantar, eru innlendar kenislubækur 1 skólana. Færeyingar hafa eignast málfræði lesbækur, biblíusögur, jurtafræði og reikningsbók. Enn vantar landafræði, dýrafræði og sögu, þar sem gengið sé út frá Færeyj- um og ekki Danmörku. Fyrir nokkrum árum sótti kennari einn um styrk til að semja landafræði, sem sniðin væri við hæfi fær- eyskra barna. En amtmaður- inn setti upp að bókin skydi vera á dönsku, og því vildi hinn ekki ganga að. VI. pað er ekki meira en hér um bil fitam aldir síðan að sama tunga gekk um allar eyjar í Atlands- hafi norðan Bretlands. Nú er öldin önnur. Hjalt- land hvarf til Skotlands sem fyr segir, og Orkneyjar fylgdu því. Grænlendingar hinir fornu voru drepnir niður, af því að enginn kom þeim til hjálpar þegar mest lá á. ísland og Færeyjar eru eftir. Við vitum ekki hvenær röðin kem- ur að okkur. En hún er komin að Færeyingum. pjóðerni þeirra er í háska. Ef ekki er tekið í taumana, má vel vera að það glatist. Islandi er það tjón, sem ekki verður bætt. Við missum að vísu ekki hluta af sjiálfum okkur, en þó þann frændann, sem okkur er skyldastur og líkastur. Við getum stutt Færeyinga á marga vegu. Fyrst og fremát getum við keypt færeyskar bækur miklu meira en við gerum. Við munum ekki iðrast þess. Aldrei er verra að vita, hvemig aðrir hugsa en mað- ur sjálfur. Og ef við komum á annað borð einu sinni auga á, hve náskylt bæði mál og annað er með okkur og Færeyingum, er engin hætta á, að okkur líði það nokkru sinni aftur úr minni. Ef Færeyingar gætu treyst því, að nokkur hundruð eintök myndu seljast á íslandi af hverri nýti- legri bók, sem þeir gæfu út, ætti það að geta orðið þeim nokkur styrkur. Bezta ráðið að kenna íslending- um að lesa færeysku er sennilega það, að gefa út nokkra færeyska ieskafla með íslenzkum skýring- um, málfræði og orðasafni. pá þyrfti líka að gefaút tilsvarandi bók handa Færeyingum með ís lenzkum lesköflum, því að þeir eiga að sjálfsögðu eigi siður að lesa ofekar mál en við þeirra. íslenzk blöð ættu að flytja rít- dóma um færeyskar bækur og helzt líka greinar á færeysku við og við. pað kemur stundum fyrir að dönsk blöð flytja grenar á sænsku eða norsku, og ætti okkur ekki að vera vandara um en þeim. íslenzkir bókaútgefendur ættu að senda fáein eintök af því, sem þeir gefa út, til bókasafnanna í Færeyjum, svo. sem amtsblka- safnsins og bókasafna skólanna, fyrst og fremst lýðháskólans. íslenzkir unglingar þurfa að komast í bréfaskifti við jafnaldra sína færeyska. Málið ætti ekki að vera til baga. Má vera að Færeyingarnir sferifi ekki svo hárrétt, að ekkert megi út á setja, — við lesum gjarna í málið fyrir þeim, því að við munum, að þeir voru ekki látnir hafa fyrir því, að læra að rita móðurmál sitt í æsku. Væri þetta annars ekki mál, sem ungmennafélögin vildu hugsa um? pað þarf að fá til íslands fær- eysfea fyrirlesara og íslendinga til Færeyja í sama skyni. Og væri það loks ekki ráð að stofna íslenzk-færeyskt félag til að vinna að öllu þessu og mörgu öðru. Dansk-fslenzka félagið er góð fyrirmynd. Hvað sem því liður. Eitthvað verður að gera áður en það er of seint. Dr. Jón biskup Helgason. — Skírnir. reglur. pessi uppruni var hinn fyrsti til múnklífis reglu, og var hún stofnuð 305. Hann andaðist 361, 105 ára gamall, að sagt er. En það er regla, að andlátsdagur helgra manna er talinn fæðing þeirra, eins og talið var hjá hinum fornu Egiptum. Af Antoníus hinum helga er rituð saga á ís- 'enzku, og er til br°t af henni á skinnbók í safni Árna Magnús- sonar, og sagan heil á skinnbók frá 15 öld í Stokkhólmi í bókhlöðu Svíakonungs, Nr. 3 í arkarbroti. 20. Janúar heitir Bræðramessa, og er sá dagur haldinn í minn- ingu um tvo rómverska menn, Fabianus og Sebastianus. pessir menn voru tþó ekki bræður, og áttu reyndar ekkert skylt hvor við annan. Fabianus varð biskup í Róm tuttugasti og fyrsti í röðinni, og bar það til með undarlegum hætti. Hann kom til Rómaborgar ár 238, til þess að vera við biskups kosning. pá bar svo til, að þar kom dúfa fljúgandi inn í salinn, þar sem verið var að kjósa, og sett- ist á höfuð Fabians. petta þótti öllum þeim, sem voru að kjósa, bending frá guði, og hann var kosinn til biskups. Síðan var hann biskup 14 ár. pað sem mest liggur eftir hann er það, að hann bygði kapellur yfir grafir margra 'píslarvotta. Hann var drepinn í hinni stóru ofsókn í tíð Decius keisara, ár 250, og var gefið það að sök, að Filippus keisari, sem hann hafði sfeírt, hefði gefið hon- um allt gullhús sitt eða fjársjóðu. —Sebastianus var drepinn löngu síðar, þegar Diocletianus var keisari . Hann var hraustur hers- höfðingi og var fyrst bundinn við stólpa, og skotinn með örfum, en varð ekki skotinn til dauðs, og var þá sleginn þar til hann dó; það var árið 302. Um Sebastianus hinn helga er rítuð saga á íslenzku og eru brot af henni frá fjórtándu og fimmtándu öld á skinni í safni Árna Magnússonar, en hún er heil á skinnbók í bókhlöðu kon- ungs i Stokkhólmi, Nr. 3 í ark- arbroti, frá fimmtándu öld. Til minningar um Halldóru Jómdóllir Pétnr**on. F... okt. 1826. D. april 12. 1918. Almanak, árstíðir og merkisdagar. 15. Janúar er kendur við Maur- us, sem sumir telja ábóta og læri- svein hins helga Benedikts, sem hafi andast þenna dag ár 584, en aðrir segja sé hinn sami og Hrab- anus Maurus, sem var merkismað- ur mikill fyrir lærdóm sinn á dög- um Karlamagnús keisara og þar eítir. Ha«n var fæddur í Mainz, varð ábóti í Fulda og síðar erki- biksup í Mainz og andaðist þar 856. Sumir. telja hann til 4 febrúar. Hanrt var 'lærisveinn Alkuins, hins nafnfræga kenn- ara keisarans Karlamagnúsar. og hefir eftirlátið sér mörg rit, sem en eru til. pess má geta, að hann var fyrstur manna til að fylgja því fram, að prédikað yrði á pjóð- versku, eða á alþýðu máli, í stað- in fyrir latínu, sem áður hafði verið venja. Saga á íslenzku um Maurus hinn helga (ábóta en ekki Hrabanus) er til heil á skinnbók frá 15. öld í bókhlöðu Svíakonungs í Stokkhólmi Nr. 2 í arkarbroti. 17. Janúar er Antoniusmessa. Hann ar kallaður hinn helgi og hinn mikli, því hann varð fyrstur og frægastur einsetumaður. Hann var fæddur í Neðra-Egiptalandi og tók fyrir þegar í æsku sinni að gefa sig í einsetu. Ekki gekk honum þó til lestrarfýsn, því hann var ekki bóklæs, en hann vildi slá huga sínum alsendis frá veröld- dnni. Hann samdi reglur um það hvernig einsetumenn skyldu haga tli hjá sér, þegar þeir væru sam- an, og fékk nokkra aðra til að sam- eina sig um að játast undir þessar Lögberg er víðlesn- asta ísl. blaðið. Frétta bezta og áreiðanleg- asta. Kaupið það. v “En sjóladóttir sat að vef, og söng um ungar hetjur stef, í dúka óf hún afrekssögur, og unni blár og löndin fögur. “í skildi hafð hún skýra gull, er skein á mjallahvítri ull, á lofti svifu blóðgir brandar, en brynjur voru úr silfri þandar.” (Tegnir í Friðþjófi). Vefnaðarins vegleg list varv' ein sem að alla fy-(r)st, ið'kuðu vorar ágætar Ás-kynis göfgu mæðurnar. Háfleygt- rúna- Hávamál- -hrannar-logaði-glóða-bál, í sinn dýrann ófu vef, óð um hetjur, sögu-stef. íslands mæður ófu flest ullarklæðin, mjúk og bezt, skjólvoðir og skautdúka, skart-ábreiður, róslinda. Fínhent, hýr, mörg faldatróð, fráneyg, hárprúð, kinna-rjóð, fléttaði sinn í fagra vef ^ fjölbreytt skraut, og rúna-stef. pú ófst líka, móðir mín, mjúka voð og kosta-Mn. pú ófist síðast, þú ófst fy(r)st af þreki, dug og hreinni list. pú ófst haldgott, þétt og slétt; þú skipaðir litum rétt. pú ófst trútt, sem þig hver bað — þú ófst miklu fleira en það. pröng í gegnum þreytu ár, þér er féllu ekkju-tár, pú ófst, gegnum þraut og nauð, þitt og barna daglegt brauð. pú ófst stundum þreytt og svöng, þjáð, um dægur köld og löng, þitt dagsverkið þungt og hart; — þá varð kvöldið hlýtt og bjart. Umhyggjunnar ástar-lín ófst þú fyrir börnin þín. pú ófst hrein með þokkasið þrifa-brag um heimilið, þú ófst, væn, með viturt lag, vandamanna þinna ihag. pú ófst, raungóð, þýð en sterk þjláðum miiskunar’ oft vertk. pú ófst, viðkvæm, vika-fús, vinsæld inn í granna hús; alúð, samúð, ekta-trygð. ófst pú út um þína bygð. pú ófst, eins og annað flest, eftirdæmið holt og bezt. pú ófst, gegnum þrauta-fans þinn vel ofinn sigur-krans. Er lífs-voðin ofin þín, 1 ’enni dygðarósin skýn, glóandi rúnum, gullhreinnar göfgar þinnar minningar. Gakk nú sæl í guðs friðinn, gullinn seztu í vefstóHnn; vefðu áfraan vefinn hans voðir mjúkar kærleikans. Geo. Peterson. Komið til 54 King Street og skoðið ElectricWashing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga City Light & Power 54 King Street Kaupið í Mail Order Christie Grants VERÐ OG VÖRUGÆÐI ÞOLA ALLAN SAMANBURD VORKÁPUR MEÐ ALLRA NÝJASTA SNIÐI. H Ullar Poplin $37.95 VERT eitt og einasta COAT, í vorum nýju byrgðum er þannig valið að efni, sniði og frá- gangi, að líklega væri óhugsandi að gera þeirri konu til hæfis, sem ekki mundi gete fengið í verzlun vorri þá tegund, er hana vanhagaði um. Og verið er sanngjamt. Heather Velour $26.95 Order No. 2t 353 Afbragðs góðar kapur «r alnll, með nýjasta ror- yfiihafna sniði. F68ra8- ar ermar og yflrhöfnin sjálf niður í mitti, moS brocaded tussah silkJ og allir saumar brydddir. Breiðir og oonvertible kragar. pessi Coat fljúga alveg út. Stærðlr eru 34 til 44. En litirnlr að- eins Heather. Order No. 2v 331 pessar yfirhafnir fara á- gætlega konum á öllum aldri, einkum smávöxn- um. Yfirhafnirnar eru fóðraðar niður um mitti og ermar með brocaded tussah silki. Kragi með- al breiður, set-in ermar með fallegum uppslög- um. Frágangur og efni er upp á það allra bezta og seljast yfirhafniroar langt neðan við algengt verð. Stærðir fyrir ung- ar stúlkur og smærri konur. Litimir: Navy, Sand eða Pekin Blue. Fallegt Velour $37.95 Order No. 2v 335 pessi vel sniðnu Coat eru margra dollara meira virði, en vér förum fram á að fá fyirr þau. J>au eru skreytt með fallegum bnöppum og silki- bródemðum stitching. Yfir- höfnin fóðruð niður I rnitti ég ermar sömuleiðis fóðraðar með brocaded tussah silki. Breiður adjustable kragi, set-in ermar með uppslögum og belti hring- inn i kring. petta eru mestu kjörkaup. Stærðir fyrir ungar stúlkur og smærri konur. Lit- ir: Beige, Delph Blue og Bu-r- gundy. 0r heimaspuBninni Ull $38.95] Order No. 2v 317 pessi Coat eru búin til ein- göngu fyrir verzlun vora, og eru óviðjafnanleg að öllum frágangi. pau eru gerð úr heima spunninni alull og fóðr- uð niður i mitti en ermar með twill mesmerized fððri. Breið- ur convertible kragi með Sail- or sniði, set-in ermum með þykkum uppslögum og pleat niður eftir miðju baki. Afar- gððar og hentugar yfirhafnir fyrir ungar stúlkur og smá- vaxnar frúr. Litir: mid-grey eða Oxford grey. / CHRISTIE GRANT LIMITED Vér greiöum allan flutnnigskostnað. WINNIPEG, CANADA.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.