Lögberg - 08.04.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.04.1920, Blaðsíða 6
BUs. 6 LÖGBpitG FIMTUADGdWN 8. APRÍL 1920 Æska er æfi skólV Alt, sem lærist t>&. Vert51 vor* aS geislum Vegi lifsins & P. P. P Sítrónurnar þrjár. Saga frá Tyrklandi. (Framh.) En í stað 'þess að rétta lienni gnllbollann, þá hreif fegurð hennar prinzinn svo mjög, að hann gleymdi sér og stdð sem steini lostinn, þar til að prinzessan leit til hans með ásökunaraugum og hvarf. Það hafði engin áhrit', ']>ó prinzinn barmaði sér yfir þessu hugsunarleysi sínu, því hvað feginn sem hann vildi, gat hiaim ekki seitt prinsessuna til sín aftur. Hann tók því aðra sítrónuna og skar hana opna, og undir eins stóð vngismær frammi fyrir honum. ‘ ‘ Fögur sem morgunroðinn og hvít sem mjöllin,” hrópaði prinsinn frá sér numinn af gleði, og svo mikil áhrif hfaði hin töfrandi fegurð prinsessunnar á hann, að hann steingleymdi að bjóða henni að drekka úr boltanum, og hann rank- aði ekki við sér fyr en hún var líka horfin, þegar sð hann tók að ávíta sjálfan sig fyrir að óhlýðn- ast fyrirskipunum Vorsins. En aít kom það fyrii- ekkgrk Með skjálfandi hendi tók hann síðustu sítr- ónuna og skar hana opna með silfurhnífnum, og hann sá sem fvr unga og fagra mær standa frammi fyrir sér. En til þyss að ekki skyldi nú fara fyrir hon- um eins og áður, kreisti hann aftur augun til þess að verða ekki töfraður af fegurð hennar og rétti henni gullbollann með vatninu í tafarlaust. Mær- in bar hann að vörum sér með unaðsríku brosi og drakk úr honum. Svo lauk prinsinn upp augunum og varð inniilega glaður, þegar hann sá konuefnið, sera hann hafði verið að leita að, stknda frammi fyrir sér. Enginn árdagur gat verið fegurri en hún, með roða í kinnum, yfirlit bjart og svip, sem bar vott um hógværð og hreinleik. Prinsinn setti hana niður hjá sér, tók í hönd hennar, leit beint r hin góðlegu, fögru augu mær- innar og mælti í lágum rómi: ‘‘Vilt þú verða þonan mín?” Og honum til ósegjanlegrar ánægju svaraði hún í ákveðnum, en lágum rómi: ‘‘Já. ” Þegar prinsinn hafði áttað sig eftir áhrif þau, 'sem slíkar kringumstæður hafa á unga menn, tók liaim eftir því, að ástmey hans var mjög látlaust klædd. Hún var í ódýrum fellinga kjól, sem líkt- ist vatni á litinn. Kjóllinn fór henni að vísu mæta vel, en prinsinn, sem en hafði ekki náð fuHkomn- um þroska, fann til þess, að eitthvað skorti á bún- ing hennar til iþess að hann gæti jafnast við bún- ing hirðmeyja föður hans, sem mest hugsuðu um að hlaða utan á sig skarti og að sýnast. Ástmey hans hafði hvorki hringa á hendi né men um háLs sér. “ Elsku vina, þessi búningur er þér ekki sæm- andi,” mælti prinsinn. “Ef þú vilt bíða eftir mér hér, þá skal eg skreppa og sækja þér klæði úr úr atlasilki, sem eru í höll föður míns, og perlu- festi handa þér, til þess að bera um hálsinn.” Prinsessan, sem vissi að hún þurfti ekkert auðvirðilegt glingur til þess að skarta með, af- þakkaði boðið og beiddi hann að fara ekki frá sér. En það var þýðingarlaust, prinsinn lét sér (kkcrt segjast við fortölur hennar, heldur skildi við hana og hélt heim til hallarinnar. Prnsessan beið all-lengi eftir elskhuga sínum, En þegar hann kom ekki, varð hún hálf hrædd og klifraði upp í tré eitt fagurt, sem stóð við gos- brunninn, og faldi sig í limi greinanna, þannig, að líkaminn var með ölíu hulinn, andlitið fagra var skýlulaust og speglaðist í vátnsþrónni, sem var við rætur trésins. En þarna hafði hún samt ekki setið lengi, þegar að negrakona ein, sem það verk hafði á hendi að sækja vatn í vatnsþróna og bexa til eld- húss, kom með fötu sína og ætlaði að sökkva henni í, og þegar henni varð litið niður í vatnsþróna, sá hún hið forkunnar fagra andlit prinsessunnar spegla sig í vatninu. Hún horfði dálitla stund á andlitsmvndina í vatnþiu, leit í kring um sig tij þess að vita, hvort nokkur væri nærstaddur, en þar var enginn. Aftur leit hún á myndina í vatn- inu og sagði: “Aldrei datt mér í hug, að eg væri svona falleg, eg er langt um of falleg til þess að láta húsmóður mína skipa mér hvað sem henni gott þykir. Farðu vel, vatnsfata! Eg skal aldrei framar bera þig,” og með það sneri hún sér frá vatnsþrónni og gekk með löngum skrefum heim til hallarinnar. “Hví kemurðu tómhent, Debóra? Hvár er vatnið?” mælti húsmóðir hennar. “Eg sá mig í vatninu og eg get sagt þér það hreint út, að eg er alt of falleg stúUca til þess að vera að vimia fyrir þig eins og þræll,” svaraði Debóra. “Þú ert'ljót eins og syndin. Farðu tafar- laust til baka og gjörðu það sem þér var sagt,” svaraði húsmóðir hennar. Debóra fór tautandi til vatnsþrórinnar. Aft- ur leit hún í vatnið og sá mynd prinsessunnar, og aftur fyltist hún ímyndunardrambi. “I>að er satt”, mælti hún ákveðið. “Eg er fögur eins og draumur, og mitt lilutskifti ætti að vera að giftaSt prins og búa í skrautlegri höll.” og með þá tilfinning í huga henti hún niður vatns- fötunni í annað sinn og gekk með myndugleika miklum inn til húsmóður sinnar, sem, þegar hún sá hana, fór að skellihlæja. “ Ef að bara iþú vissir sjálf, hve ljót þú ert, þá myndirðu hætta þessari vitleysu,” sagði hús: móðir liennar og tók þriðju vatnsfötuna og rak Debóru með harðri hendi út aftur til þess að sækja vatnið, og sagði að hún skyldi eiga sig á fæti, ef hún kæmi aftur án þess. Og enn þá sá vinnukonan andlit prinsessunn- ar í vatninu, þegar hún beygði sig niður til þess að sökkva vatnsfötunni í. “En eg er falleg,” tautaði hún fyrir munni sér, “fögur eins og drotning.” • Síðustu setninguna sagði hún svo hátt, að prinsessan heyrði, og fór hún að skeOlihlæja. Negrakonan'leit skyndilega upp og sá prins- essuna uppi í trénu, og brá henni heldur en ekki í brún. Dálitla stund stóð hún sem steini lostin — húsmóðir hennar hafði þá rétt að mæla — þessi fallega mvnd, sem hún sá í vatninu, var alls ekki af henni, og meðan hún stóð þarna og horfði á prinsessuna, fyltis hjarta hennar hefndarhugs. “Hún skal fá að borga fyrir þetta,” sagði r hún við sjálfa sig. Svo leit hún upp til prinsess- unnar brosandi og bauð henni góðan daginn. “Hví értu að fela þig þarna í trénu, fagra mær?” spurði Debóra hlýlega. “Eg er.að bíða eftir prinsinum núnum. sem ifór að sækja mér kiæði úr skarlatsilki og festi úr /perlum til þess að hafa um hálsinn,” svaraði prinsessan feimnislega. “Ó, hve vindurinn fer illa með gulilitaða hár- ið á höfðinu á þér,” sagði Debóra. “Levfðu mér að koma upp til þín til þess að laga það. Þú mátt tkki yera ógreidd, þegar prinsinn kemur til . baka. ” “Ó, hvað þú ert góð,” svaraði prinsessan og beygði höfuðið niður til þess að Debóra skyldi ná til þess að greiða hár sitt. En hin fláráða Debóra stakk mjóum prjóni í höfuð henni, svo að hún féll nálega meðvitundarlaus úr trénu. En áður en hún kom niður á jörðina, breyttist hún í snjóhvíta dúfu sem flaug í burtu með sóru kvaki. "Debóra klifraði svo upp í tréð og faldi sig þar, unz prinsinn kom með klæðin og perlufestina og þá var það hún, en ekki prinsessan, sem hann sá. “Hvar er prinsessan mín?” spurði prinsinn. “Hún er fögur sem morgunroðinn og hvít sem mjöM. Hvað hefir þú gert við hana?” “Kæri prins, á meðan þú varst burtu, kom töfrakona, sem lagði á mig, að eg skyldi breytast í það gerfi, sem þú sérð nú fyrir þér, og svona verð eg að vera, þar tii þú hefir tekið mig þér fyrir eiginkonu. En þremur dögum eftir giftingu okkar má eg aftur verða fögur eins og fegursta prinsessa, en ef þú ekki treystir mér, verð eg að vera í álögum til enda lífs míns.” Þó að prinsinum þætti ekki álitlegt að ganga að eiga konu, sem jafn óálitleg var og sú, sem við hann talaði, þá hafði hann nú samt lofað því, og hann var einn þeirra, sem aldrei vildi ganga á bak orða sinna. Svo hann kallaði á þjónustukonur, sem hann hafði komið með til þess að þjóna heitmey sinni, og bauð þeim að klæða koneufni sitt í skrautklæð- in, sem hann hafði komið með, og að því búnu stigu þau bæði ásamt þjónustukonunum, upp í vagn og keyrðu heim til hallarinnar; leiddi hana fram fyrir föður sinn og tilkynti honum, að þetta væri konuefnið sitt. Súltaninn varð náttúrlega standandi hissa, en þegar þrinsinn var búinn að segja honum allar ástæður, var hann syni sínum samdóma um, að heiðurs síns vegna mætti hann til með að giftast og lifa svo við þó von, að úr mundi rakna. Á meðan feðgarnir voru að tala um þessar sakir, fór Debóra úr einum salnum í , höllinni í annan, skipaði þjónum fyrir með verk, og þótti þjónunum sumar skipanir hennar mjög einkenni- legar. Síðast komst hún fram í eldhús og skipaði yfir matreiðslumanninum að sjá um, að nóg kjöt yrði steikt til brúðkaupsveizlunnar. Og rétt í því að hún var að gefa þessar skip- anir sínar, í skrækhljóða málróm, varð henni litið út í eldhússgluggann og sá hvar lítil hvít dúfa sat á gluggakistunni. “Dreptu þennan fugl og gefðu mér hann til kveldmatar,” mælti Debóra í skipandi róm. Yfir matreiðslumaðurinn, sem ekki þorði að óhlýðnast skipunum nýju húsmóðurinnar, tók hárbeittan hníf í hönd sér og stakk honum í brjóst hvítu dúfunnar. Þrír blóðdropar féfllu niður af gluggakiái- unni, þar sem dúfan sat, og niður á hlaðið En þar sem þeir féHu, spruttu út grænir knappar. í fyrstu voru ^þeir smáir, en uxu undarlega fljótt og urðu að stórum sítrónutrjám með fögrum blómknöppum á, og þessir blómknappar snerust aftur upp í sítrónur. A meðan að þessu fór fram, var prinsinn að leita að heitniey sinni, því þó honum þætti súrt í broti að ganga að eiga hana eins og nú var komið hag hennar, þá samt vildi hann standa við loforð sín eins og maður. 7 “Hún er í eldhúsinu, yðar hátign,” sagði þjónn einn, sem prinsinn spurði eftir henni; svo prinsinn sneri þangað, en á leiðinni til tíldhússins \arð hann að ganga fram hjá sítrónutrjánum. Og þegar hann sá sítrónumar, sem nú voru orfðnar fullþroskaðar á greinum trjánna, stanzaði liann og tíndi þrjár þær fallegustu. Hann flýtti sér ineð þa>r inn í herbergi sitt, þar sem hann j geymdi silfurhnífiim og gull'bollann, fylti bollann með vatni, en tók silfurhnífinn og skar þá fyrstu opna. Eins og fyr stóð forkunnar fögur prins- essa hjá honum og rétti hondina til þess að ná í bollann með vatninu. “Nei,” svaraði prinsinn, “þú ert yndisleg og fögur, en þú ert ekki prinsessan mín. ” t annað sinn skar hanm opna sítrónu og fór sem fyr, að fögur prinsessa stóð hjá honum og > rendi vonaraugum til bollans. Én prinsinn hristi' i höfuðið og hún hvarf eins og sú fyrsta. Svo tók hann þriðþi sítrónuna og skar hana opna og innan stundar vafði hann prinsessuna sína að brjósti sér. Það var mikil gleði hjá Súltaninum, föður hans, iþegar hann fékk að vita, að þessi fagra og góðlega prinsessa var konuefni sonar síns. En þegar hún sagði þeim söguna um Debóru, þá varð hann afar reiður, og lét kalla hana fvrir sig, og spurði hana að hvaða hegningu hún áliti réttmæta fyrir þann, mann eða konu, sem misbyði svni sínum. * “Ekkert nema dauði,” svaraði Debóra. “Og það á björtu báli. Látið kasta manni þeim, sem boðið hefir syni yðar, inn í glóandi ofn, og lokið svo ofnhurðinni. ” “Kona, þú hefir kveðið upp dauðadóm yfir sjálfri þér, ” svaraði Súltaninn, um leið og hann benti þjónum sínum að taka Debóru og fara með liana í burtu. t En prinsessan þoldi ekki að horfa upp á angist þá, sem lýsti sér í svip hennar. “Hún er fátæk og óupplýst, og það hlýtur að vera tilfinnanlegt, að vera eins ólagleg o‘g hún er. Eg bið um lausn og frelsi henni til handa, og gjörið það fyrir mig, að veita mér þá bón, og það skal vera mín festargjöf.” Súltaninn gat ekki neitað tilvonandi tengda- dóttur sinni um fyrstu bónina, sem hún hafði beð- ið hann, og prinsinn leit blíðlega til hennar og mælti: “Eg sá, að þú varst fögur sem morgunroð- inn, og hvít sem mjöllin, og nú veit eg að þú ert blíð og góð sem engill. ’ ’ Og þó hann yrði að mæta erfiðleikum og sorg í lífinu jafnt sem gleði, þá varð hann gæfumaður. Inn í líf hans ált flutti hin fagra og blíðlynda prinsessa ljós og yl, eins og inn í líf aUra manna, sem hana þektu, enda var hún hið mesta uppá- haldsgoð fólksins. Og í hvert sinn, sem prinsinn sá ávexti sítr- ónutrjánna, þá mintist hann með þakklæti og virðingu gjafanna, sem Vorið gaf honum, og sem urðu honum til svo mikillar blessunar. -------o-------- Hjarðmœrin JEANNE D’ARC. (Framh.) “Eg verð að fara á fund konungs,” sagði Jeanne við foreldra sína. “Það getur kostað mig lífið, en engu að síður krefst skyldan þess, að eg leggi af stað.” Hún kvaddi í kyrþey heimilið og kindahópinn. Herforinginn, er umsjón hafði með þorpinu, sem hún átti heima ' í, var fremur styrfinn og ruddalegur maður, en hann lét þó tilleiðast að flytja stúlkuna til hirðarinnar frönsku. Hann leiðbeindi henni til konungsefnisins, sonar Frakka konungs. Þegar þangað kom, /éll hún á kné og sagði: “Faðir minn á himnum hefir sent mig á yðar ( und til þess að skýra yður frá, að þér munduð krýndur í Rhe.ims. Eg er hingað komin í þeim tilgangi, að hjálpa yður. ” Konungssonurinn komst svo við af hinni ein- lægu alvöru stúlkunnar, að hann gaf samstundis út fyrirskipun um, að láta liana fá öllum óskum sínum framgengt. Henni voru fengin mjalhvít herkæði, og hvít- ur, fagurlimaðuv gunnfákur, alveg eins og sá, er hún hafði litið í draumnum. Hún reið í broddi fylkingar með hvítan fána blaktandi í hepdi. Hinum þreyttu hermönnum fanst engu líkara, en Jeanne hefði send verið af himni þeim til hjálpar. Þeir fylgdu hinni hug- pniðu, ungu stúlku gegn um eld og reyk og börð- ust eins og hetjur. — Þannig höfðu þeir aldrei áður barist. Nú kunnu þeir ekki að hræþast. Jeannie d’Arc sveif á undan þeim hvíldarlaust líkt og vængjaður engill. Hún hirti ekki vitund um farartálmana, heldur hélt áfram, áfram, hvað sem á vegi varð, ókvíðin og óttalaus með öllu. Þegar ensku hermennirnir sáu hiná hvit,- klæddu stúlku, urðu þeir sktílkaðir, og héldu að þar færi engill af himni, er leiða ætti franska her- inn til sigurs. Englendingar hopuðu á hæli, með sundraðar fylkingar, en Frakkar unnu hvern stórsigurinn öðrum meiri. Jeannie leiddi herinn alla leið ti'l Jtheims, þar sem fara átti franí krýn- ing hins nýja konungsefnis Frakka. Heima í Domremy söknuðu alliv Jeannie. Kindahopurinn hafði fengið nýjan hirðir, sem 'þeim féll ekki nærri því eins vel við. Álfatréð stóð einmanalegt úti í skógarjaðrinum. Sveig- arnir, sem börnin höfðu skreytt greinar þess með, voru nú fölnaðar og visnar. Catherine, Jacques og Pierre voru öll orðin eldri og stærri, enda ætl- uðu-þau til Rheims til þess að vera viðstödd krýn- inguna. Þau höfðu heyrt margar undrasagnir af hinni hvítklæddu stúlku, er bjargað hefði * Frakklandi, og þeirra heitasta þrá var að mega sjá hana. Það var heiðskír og mildur vormorgun; úr öllum áttum streymdi folk til Rheims, í þeim til- gangi að fagna krýningu hins nýja konungsefnis. Þar komu einnig unglingarnir þrír frá Domremy- þorpinu. Oatherne, Jacques og Pierre námu stað- ar á breiðri flöt, beint fram undan dómkirkjunni. Þau höfðu aldrei áður séð annan eins fádæma mannf jölda saman kominn. Loksins sást til skrúðfylkingarinnar; húnleið áfram mjög hægt í áttina til dómkirkjunnar. f broddi gekk homleikaflokkur, en þar næst fríð sveit barna, í hvítum klæðum. Svo komu langai', alvarlegar herfýlkingar og æðstu embætitismenn ríkisins í logagyltum einkennisbúningum, ásamf aðalsmönnum og riddurum, en síðastur fór hóp- ur syngjandi sveina! Að lokum fengu þó börnin frá Domremy komið auga á Jeannie! Hún var töfrandi fögur, þar seni hún sat í hvítri skykkjunni á hinum fannhvíta gunnfáki. í fánann hennar voru útsaumaðar með gullnum dráttum franskar liljur, fegurstu blóm landsins, sem hún hafði frelsað. En þrátt fyrir það, þótt vegur Jeannie væri blómum stráður og hún riði næst konungsefninu, þá var hiin jafn blátt áfram og lítillát, eins og í hjarðgeymslunni utan í hlíðarendanum við Dom- remy. Um leið og börnin þrjú störðu hugfangin á signrför Jeannie inn í Rheims, flaug í hug þeirra atburðurinn frá þeim tíma, er þau öll stóðu undlr Álfatrénu. Og þeim fanst orðin hljóma enn í eyrunum: “Eg het'i sagt yður leyndarmál mitt. sökum þess hve'eg ann yður heitt. Eg ætla að frelsa Frakkland/svo að Dauphin megi krýndur verða í Rheims. Eg ætla að vera viðstödd krýn- inguna. Nú verð eg að leggja af stað, landi mínu til hjáJpar. ” Þá stóð börnunum einnig greinilega fyrir hugskotssjónum hve oft Jeannie hafði neitað sér um að taka þátt í leikjum, til ]>ess að geta hjálpað sem mest ti'l við heimilisstörfin. Einnig gátu þau aldrei gleymt því, hve nærgætin hún hafði ver- ið við kindahópinn. Kindurnar ]>ektu hana aUar og voru svo dæmalaust hænxlar að henni. “Komdu lieim! Konulu heim með okkur til Domremy, Jeannie!” hrópuðu börnin. V Allir þrá komu þína, og nú hefirðu lokið æthmarverki þínu,” ,En hinni ungu kyenhetju var ljóst, að húu gat ekki horfið heim, livuð heitt. sem hún þráði árnið- inn og þytinn af rokkhjólinu. Hún vissi, að fram undan lá enn þá langur, langur vegur, márgfalt lengri og örðugri, en sá inlómum stráði, er hún hafði^riðið eftir á leið til krýningarinnar. Nei, hversu mjög sem hún þráði þorpið sitt inndæla, þá mátti hún undir engum kringumstæðum hverfa heim eins og ástatt var. Konungur Frakklands þarfnaðist hemiar enn, og Jeannie lagði aftur á stað til vígstöðv- anna, og reið í broddi hinna frönsku fylkinga, ]iar til Eng'Jendingar liertóku hana. Þeir trúðu því eindregið, að jafnskjótt og Jeannie d’Arc væri rutt úr vegi, mundu þeir vinna sig'ir á Frökkum undir eins; og Englendingar dæmdu Jeannie til aauða og létu brenna liana á báli eins og norn. Ef vér leggjuin við hlustir, er <vkki ólíklegt, að oss auðnist að greina eitthvað af þeim rödd- um, er bárust Jeannie til eyrna hina döpru daga, er hún sat í fangelsi og beið dauða síns. Vér getum ef til vill heyrt hinn> lokkandi nlð Meuse-fljótsins og þytinn í greinum Alfatrésins. Ef til vill heyrum vér einnig, er vér lítum vfir sögu löngu liðinna alda, óminn af sauðabjöllunum og rokksuðið frá Domremy, svo framarlega að vér getum skilið rétt hið göfuga frelsis og fórn- arstarf hjarðmeyjarinnar. Allar þessar endur- minningar renna saman í margþætta hljómheild, fléttast utan um nafn hvítklæddu kvenhetjunnar —dramnkonunnnar hugprúðu, er lét frelsi þjóðar sinnar ganga á undan öllu, fórnaði sjáílfu lífinu og vann sér það dýrðaniafn, er aldrei slær á ekugga.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.