Lögberg - 22.04.1920, Side 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUADG.INN 22. APRÍL 1920.
VerCl vor»
aC gelalum
Vegl llfslns i.
P■ P- P
Æaka er
æfi sk6U,
Alt, sem
lærlst þá.
ssasssaiastsasasaisasaaasisgssasrassasasgrasaaasasagsasaa
Árstíðirnar fjórar.
“I>að cr svo dimt enn þá, elsku mamma,”
svaraði Klara.
‘ ‘ Þegiðu og flvttu þér á stað,” var eina svar-
ið sem hún fékk frá móður sinni, og Klara flýtti
sér s;em mest hún mátti að búa sig og lagði á stað.
Hún fór sama veg og hún hafði áður gert,
fram hjá trénu, þar sem hún sá fuglinn, og sat
hann þar enn. Músarbróðir, som hafði heyrt tfl
hennar koma, teygði sig upp úr feysknum trjá-
stofni og tísti til Klöru: “Ef þú heldur beint á-
fram, þá finnur þú velgjörðamenn þína,” og tók
hún bendingu hans með þakklæti og hélt áfram.
Og það leið ekki á iöngu þar til hún var farin að
verma sig við eldinn og mennirnir spurðu hana í
vorkennandi rómi, livernig stæði á því, að hún
hefði verið send aftur út í kuldann.
“Epli!” cndurtók Janúar, þegar hún hafði
sagt honum frá erindi sínu, og ávarpaði einn af
félögum sínum á þpssa leið:
“September, nú verður þú að koma til hjálp-
ar.” September tók Við stafnum af Janúar og
skaraði að eldinum, og það varð haust og jörðin
umhverfis þau var stráð með alla vega litum blöð-
um af trjánum, og rétt hjá þeim stóð eplatré hlað-
i.ð eplum. f
Septembcr sneri sér að Klöru og vingjamlegt
bros lék um varir hans. “Tíndu tvö af þeim,”
madti hann, og þegar hún hafði gjört það, rétti
hann stafinn að Janúar, hann skaraði að eldinum
og það ríkti aftur snjór og kuldi.
Þegar Klara kom heim, fékk hún Láru eplin,
og tók hún við þeim með. þótta-regingi. Samt
borðaði hún eplin og bragðið, sem var óvanalega
gott, hafði þau áhrif á hana, að hún skipaði Klöm
að sækja húfu sína og yfirhöfn, kvaðst tjálf ætla
að fara að tína epli í skóginum, og kvaðst ekki
mundu hætta fyr en hún hefði fundið bæði fleiri
og betri epli heldur en þau væru, sem Klara hefði
komið með. Móðir hennar reyndi að aftra henni
frá að fara, og Klara bauðst til að fara með henni,
en Lára afþakikaði það með hrottaskap, þaut út
úr húsinu og skelti hurðinni á eftir sér.
Úti var bjart, sólin helti geislum sínum yfir
snjóinn og hann kastaði þeim aftur frá sér sem
skínandi perlum.
Lára fór sömu brautina og Klara hafði farið.
Fram hjá trénu, þar sem fuglinn sat. En nú lét
hann ekkert til sín heyra, því hann sá eitthvað það
í svip Lám, sem hann var hræddur við. En það
var öfund og ágimd.
Eftir að Lára hafði farið nokkuð víða um
skóginn og hvergi fundið ávexti, kom hún loks
auga á eldinn og fór þangað. Hún gekk að eld-
inum og tróð sér fram fyrir mennina án þess að
yrða á þá og fór að orna sér við hann.
“Vanhagar þig um nökkuð?” spurði Janúar
dálítið styggur, sökum ókurteisi þeirrar, er Lára
hafði sýnt.,
“Ekkert frá þér,” svarói Lára með þykkju
og í kaldranalegum rómi.
Gamli maðurinn sagði ekkert, en skaraði að
eldinum með staf sínum þegjándi; og strax fór
að þýkna í lofti, og eftir dálitla stund tók að snjóa,
fyrst hægt og strjált, svo virtist alt loftið verða
íult með snjókomu.
Lára reyndi alt sem hún gat til þess að kom-
ast heim, en snjórinn hafði fylt spor hennar, svo
hún vissi ekkert hvert hún fór, *og seinast lenti
hún í snjóskafli, sem hún komst ekki í gegn um.
Svo snjóaði yfir hana og hún dó.
Móðir Lára fór að verða hrædd um hana, þeg-
ar veðrið breyttist, og eftir því sem lengra leið á
dginn og hún ekki kom, varð hún hræddari. Sein-
ast fór hún að leita. Hún fór víða um skóginn,
en varð einskis vör.
Sðast sá hún eldinn, fór þangað og tróð sér
fram fyrir mennina, til þess að oma sér, eins og
dóttií hennar hafði gert.
Gamli maðurinn skaraði að eldinum, og það
tók að snjóa, og það leið ekki á löngu þar til hún
lenti líka í fönn og Klara átti hvorki móður né
systur lifandi.
En þrátt fyrir þennan brest þeirra, þá þótti
klöru vænt um þær, og lífið hefði orðið henni langt
og leiðinlegt, ef að vinir hennar, sem hún hafði
kynst í skóginum, hefðu ekki heimsótt hana.
Þeir heimsóttu hana á hverjum mánuði árs-
ins og færðu henni blóm, ávexti eða fögur gulleit
blöð. Maðurinn með hvíta skeggið einn kom tóm-
hentur, sat hjá henni á kvöldin og sagði henpi und-
arlegar sögur frá vetrartíðum í ýmsum löndum.
Þegar dagar liðu áx Klara upp og varð fög-
ur og góð stúlka. Margir komu og beiddu henn-
ar, en hún vísaði þeim öllum frá með góðvild og
kurteisi þar til að tígulegur prins úr fjarlægu
landi kom og tók hana með sér til þess að giftast
henni.
Litla stúlkan, sem varð frœg
fyrir vísindi.
Fyrir fimtíu áram var lítil stúlka að vappa
um dálítið herbergi, þar sem faðir hennar vann að
efnarannsóknum, með ósköpin öll af glösum fyrir
framan sig og hélt sumum þeirjra til skiftis yfir
eldi. — Stundum heyrðust undarlegir brestir og
snark og fékk það telpunni meira en lítillar á-
hyggju. Lyktin af hinum raismunandi efnum var
ekki ávalt sem viðfeldnust, en Marie litla lét það
ekki á sig fá, hún v-issi, að pabbi mundi verja hana
gegn allri hættu.
Marie vrar kornung, þegar hún misti móður
sína, og frá því er hún fyrst mundi eftir sér, hafði
föðurhöndin ástríka hlúð að henni.
Eftir að Marie fór að stálpast til muna, varð
það hennar hlutskifti að þvo flöskur og glös fyr-
ir pabba sinn og lagði hún við starfa þann hina
mestu alúð. Hann sagði henni margar fallegar
og fræðandi sögur, og skýrði fvrir henni á einn
eða annan hátt hinar ýmsu efnafræðistilraunir, er
hann var að fást við, og hlustaði hún jafnan á með
stakri athygli. Einnig gerði hún sér alt far um
að fylgjast með liinum margbrotnu umræðum, er
daglega fóru fram á efnarannsóknarstofunni,
milli pabba hennar og hinna mörgu gesta, er að
garði bar.
Heimili Próf. Sklodonski og hinnar ungu
dóttur lians var í Warsaw á Póllandi, í þeim hluta
landsins, cr Rússar réðu yfir. — Stjórnarfarið
var þar bágborið mjög, sem kunnugt er, og stóð
almennngi hinn mesti beygur af yfirvöldunum.
Marie var send í skóla. Námið lét henni vel,
en þó lá henni það nær hjarta, að hlusta á skýr-
ingar pabba síns um hin einstöku atriði efna-
fræðinnar og sjá hann gera rannsótknir. Þar
fanst henni líka hún njóta sín bezt. Samt út-
skrifaðist hún úr skóla að eins sextán ára gömul
og hlaut væi-ðlaunapening úr gulli fyrir fram úr
skarandi þekkingu í stærðfræði.
Marie var fátæk. Pabbi hennar varði öllu
þvx fé, er hann»gat framast án verið, í þarfir raim-
sókna sinna. En vinnan átti vel við Marie, og
þess vegna vílaði hún eigi fyrir sér að vaka langt
fram á nætur við flösku og glasaþvottinn fyrir
pabba sinn.
Þegar María var eitthvað tuttugu og fjögra
ára að aldri, bar það til tíðinda, að nokkrir ungir
stúdentar, er sótt höfðu fyrirlestra hjá föður
hennar, lentu í ónáð við stjórni’na og keisarann.
Ákæramar gegn þeim þeim voru bygðar á því, að
þeir hefðu sungið pólska föðurlandssöngva og
vildu reyna að rífa Pólland undan rússnesku krún-
unni. — Marie var hrædd um, að sér myndi verða
stefnt sem vitni í málinu og að sig myndi ef til vill
bresta kjark frammi fyrir hinum rússn'esku harð-
stjóram, og þess vegna tók hún í kyrþey saman
föggur sínar, keypti fai’seðil á járnbraut til Par-
ísar og lagði af stað. Þegar þangað kom, hlaut
hún við mai’gskonar vandræði að stríða. Það var
alt annað en hægðarleikur fyrir fátæka pólska
stúlku, er eigi kunni nema dálítinn graut í franskri
tungu, að komast að atvinnu. Dag eftir dag fór
hún frá einni efnarannsóknarstofunni til ánnarar
og sótti um vinnu, og allstaðar fékk hún sama
svarið, að slík störf væru ekki fyrir kvenfólk.
En að lokum, eftir að hafa soltið heilu hungri vik-
um saman, aumkaðist yfir hana góðhjartaður
prófessor í Sorbonne og veitti henni atvinnu, við
glasaþvott og eftirlit nieð eldfæram byggingar-
innar. Hún leysti störf sín af hendi með frábærri
samvizkusemi og dró saman svo mikla peninga,
að hún gat keypt sér bækur og föt og sótt háskóla-
fyrirlestrana stöðugt. Tveimur árum síðar tók
hún fullnaðarpróf í stærðfræði og efnafræði, með
fyrstu ágætiseinkunn. Á Sorbonne háskólanum
kyntist hún ungum efnafræðingi, Pierre Curie, og
feldu þau skjótt hugi saman. Giftust þau skömmu
síðar og var heimili þeirra sannkallað himnaríki
á jörðinni. Þau höfðu sama áhugamálið tij þess
að lifa og starfa fyrir. Þau helguðu efnarann-
sóknum alla sína krafta og þráðu um fram alt ann-
að að geta fundið þar lyklana að ýmsum leyndar-
dómum lífsins. Og frú Curie varð sigursæl; það
er hún, sem fann upp radium, þennan undrakraft,
sem veitir frá sér straumum ljóss og hita, án þess
þó að missa nokkurs í af frumafli sínu, að þtfí er
frekast verður séð.
Þau hjónin eiguuðust tvær elskulegar dætur,
sem báðar eru nú fulltíða. En sorgin var á næsta
leyti. Húsbóndinn, vísindamaðurinn nafnfrægi,
varð undir vagni á götum Parísarborgar og beið
bana af.
Harmurinn var skerandi sár, en frú Curie
sýndi frábært þrek og hugprýði, og starfaði svo að
segja dag og nótt. Minningin um ástvininn látna,
umhyggjan fyrir framtíðarheill dætranna og ástin
á vísindunum, hélt henni vakandi og vinnandi.
Árið 1903 var Nobelsverðlaununum ($40,-
000) skift á milli hjóanna, og 1911 hlaut hún aftur
sömu verðlaun fyrir efnafræðisþekkingu sína, og
er það í fyrsta sinni að verðlaun þau hafa verið
veitt oftar en einu sinni sömu manneskjunni.
Frú Curie heldur enn áfram vísinda iðkunum
sínum í París, elskuð og virt af öllum, sem þekkja
hana persónulega og blessuð af alþjóð heims fyrir
störfin miklu í þarfir mannúðar og vísinda.
Froskurinn og asninn.
Það var rétt um sólsetur. Skýin roðaði í
vestri. Það hafði verið hvast um daginn, en er
að kvöldi leið, varð loftið trara, og nú var til að
sjá sem alt léki í ljósum loga, en sólin var að síga
í æginn.
Nálægt polli einum lá froskur, ekki fagur á
að líta — og skáblíndi upp í sólina, en fékk auð-
sj/ianlega ofbirtu í augun.
Það sló purpura-bjarma á laufið, en tréstofn-
arnir vora ljósrauðir, og pollurinn leit út eins og
blóm- og grasvafinn spegill. Aftaninn breiddi
smátt og smátt út skuggatjald sitt, og undir því
hljómaði fuglakliðurinn, svo undurfagur'og lað-
andi. Alt var svo rólegt og kyrt, og aumingja
froskurinn horfði áhyggjulaust mót hinu hverf-
anda dagsljósi, eins og hann væri niður sokkinn í
djúpar hugsanir. Hver vcit nema þessari skepnu,
sem vér höfum viðbjóð á, hafi sjálfri fundist hún
vera hamingjunnar barn og að hún nyti allra lífs-
ins gæða, fundist hún standa í sambandi og sam-
hengi við geiminn, óendanlega, sem allar aðrar
'.•erar. Hversu ófullkomið sem augað er, þá spegl-
ar himin-neistinn sig þó x því. Auga þeirra dýra,
sem lægst eru sett í dýrakf rfinu, finna einnig til ó-
endanlegleika stjarnahiminsins.
Maður gekk fram hjá, gretti sig, er hann sá
froskinn, og steig ofan á höfuðið á honum; það
var prestur og var hann að lesa í handbókinni
sinni. Þá bar að kvennmann; hún bar fagurt
blóm á brjóstin; hún stakk augað úr froskinum
með solhlífinni sinni. Presturinn var gamall, kon-
an var ung og fögur. Þr. komu fjórir skóldrengir
hlaupandi, þeir voru háværir og kátir og léku við
hvern sinn fingur. Þeir vora aldrei vanir að
láta svo nokkum dag hjá líða að þeir ekki sýndu
karlmensku sina á litlu varnarlausu kvikindunum.
Froskurinn var að reyna til þess að mjaka
sér áfram til þess að komst skugga, en drengirnir
urðu varir við hann og hlupu til. “Við skulum
drepa hann, hann er svo Ijótur” bölluðu strákarn-
ir, “svo viðbjóðsleg kvikindi er okkur þó óhætt
að gjöra við það sem okkur sýnist,” og svo byrj-
uðu þeir á að bora í blinda augað og hlóu dátt,
og þeim sem fram hjá gengu fanst þetta góð
skemtun og gerðu fremur að hvetja þá en letja.
Það seitlaði blóð út úr hverju nýju sári, sem kvik-
indið fékk og froðan vall út um munninn við hvert
högg. “Hann froðufellir af reiði,” sögðu strák-
amir. Höfuðið var marið, annað augað stungið
út og einn fóturinn var slitinn af, og þó reyndi
froskurinn til að mjaka sér áfram. Það var
rétt eins og dauðinn sjálfur fyrirliti þetta her-
fang.
Loksins komst hann í poll og fann þar hæli
um stund.
Drengimir, ljóshærðu og rauðkinnuðu. voru
allir sammála um það, að þeir hefði lengi ekki
skemt sér eins vel og göspruðu hver framan í
annan; loksins kom þeim saman um að kasta stór-
um steini niðuur í pollinn, til Iþess þó að slá smiðs-
höggið á þetta athæfi og vinna algerlega á frosk-
inum. Þeir höfðu ekki augun af honum og svip-
ur þeirra var ljótur og grimmilegur. Einn þeirra
stökk burt, valdi sér stóran stein og kallaði til
hinna: “Þessi er víst nógu stór.” 1 því bili sáu
þeir gamlan horaðan asna, sem kjagaði áfram á
mölinni fyrir þungum vagni. Hann var svo
illa útlítandi að það vora helzt líkur til þess að
hvert sporið sem hann steig, mundi verða það
8Íðasta, en íþó lét vagnstjórinn högginn dynja á
honum. Vegurinn var ójafn, pollarnir djúpir
og það hrykti í hjólunum. Asninn gat varla kom-
ist fet fyrir fet, vagnstjórinn helti úr sér fúkyrð-
unum, en skepnan tók með þögn og þolinmæði —
en hvað hún hugsaði, það vitum við ekki.
Þegar drengirnir sáu vagninn koma, þá
sögðu þeir hver við annan: “Við skulum ekki
kasta steininum strags, heldur bíða dálítið og láta
vagnhjólið merja hann í sundur, það er meira
gaman að því.” Þeir biðu við og voru óþolin-
móðir að sjá hvernig fara mundi. Vagnin var
kominn að pollinum, asninn sá froskinn og beygði
niður höfuðið, til þess að sjá þessa skepnu, sem
tók meira út en hann sjálfur. Hann sá að höf-
uðið á forskinum var marið og sundurtætt og blóð-
ið rann úr því, og hann sá að froskurinn hlaut að
verða undir hjólinu og tók því á öllum þeim kröft-
um sem hartn enn þá hafði til, til þess að láta
vagninn ganga ofurlítið aftur á bak og inn I ann-
að spor. Vagnstjórinn bölvaði og ragnaði og
barði asnann, en skepnan spenti vöðvana, blóðuga
og sundurtætta á móti vagninum og gat komið
honum dálítið til hliðar og frelsaði með því frosk-
inn, og fékk högg og barsmíð fyrir.
1 þessu bili lét ein litla höndin steininn detta
niður á froskinn, en einn af drengjunum — sá
sem hefir sagt frá þessum atburði — heyrði rödd
frá himninum stjömum skreytta, sem gagntók
hjarta hans:
“Vertu miskunsamur við skepnurnar.”
Victor Hugo.
TVEIR KONUNGAR.
Einu sinni í fymdinni var uppi voldugur
konungur í Austurlöndum. Hafði hann aðsetur
sitt í Babýlon. Hann var mikill konungur og sig-
ursæll, lagði undir sig erlend ríki, eyddi lönd og
brendi borgir og herleiddi ýmsar þjóðir til höf-
uðborgar sinnar. Annalana um hrevstiverk sín
lét hann rista með fleygrúnum á hamraveggina í
landi sínu. En er hann færðist á efri ár, lét hann
reisa sér leghöll eina mikla úr brendum tígulsteini.
Og er hann andaðist, var lík hans smurt dýrindis
smyrslum til þess að verja það rotnun og lagt til
hvíldar í leghöllinni miklu.
Aldimar liðu og landið blés upp. Hin mikla
höfuðborg hröraaði og hrundi í rústir og leghöll-
in féll til granna. Sjálfir hamraveggimir veðr-
uðust upp og urpust sandi. Og nú er hróður her-
konungsins mikla fallinn í gleymsku og dá og gröf
luins týnd í sandi eyðimerkurinnar.
Aldiraar liðu, og eimi kom öðram meiri. En
að lokum fæddist sveinbam eitt í Betlehem á Gyð-
ingalandi. Það var lagt í jötu, því að foreldram-
ir vora gestkomandi í borginni og höfðu hvergi
höfði sínu að að halla. Og huldu höfði urðu þau
að leita úr landi undan ofsóknum hinnar verald-
legu harðstjómar. En sveinninn óx og dafnaði,
og er hann var orðinn fúlltíða, gekk hann út á
meðal fólksins og boðaði því nýja siðu og nýja
trú.
Ekki brendi hann borgirnar né eyddi löndin,
né heldur úthelti hann blóði nokkurs manns. En
hann boðaði þá trú, að guð væri gæzkuríkur faðir
allra manna, og hann bað mennina unx að láta af
lxatri sínu og hemidai'verkum og elska hverir aðra
eins og bræður. Hann huggaði þá, sem hreldir
voru í hjarta sínu, og hjálpaði þeim, sem sjúkir
voru og hjálparvana. Og þó var hann krossfest-
ur og deyddur.
Ekki hafði hann rist nafn sitt á liamravegg-
ina. Og þó lifir það enn í hjörtum manna. Ekki
hafði hann heldur látið reisa sér leghöll neina.
Og þó era honum reist fleiri eða færri hús í hverri
borg, í hverri sveit með krossmarkið á tindi. Og
enn eru honum haldin jól með kristnum mönnum.
1 Af þessu megið þér sjá, að máttur hins góða
er meiri og varanlegri en allur hergnýr og öll her-
trægð veraldarinnar; og ljós gæzku og mildi lifir
lengur en allskonar skotblossar og herbrestir
heimsins. Óttist því ei, að gæzka og göfuglyndi
sé til einskis. Sérhvert mildirí'kt orð, sérhver ó-
sérplægin athöfn er ódauðleg. Hún sigrar háð-
ung og spott andstæðinga sinna. Hún lifir í
hjörtum annar sem heilagur jóla-eldur. Og þótt
kristnir menn myrði hverir aðra og drepi, kné-
krjúpa þeir þó þeim, sem á krossinum dó, fyrir
kærleiksboðskap hans. En kinnroða hljóta þeir
að bera fyrir trú sína á þann, sem þeir telja mest-
an og beztan allra manna. Og kristni-nafnið ættu
þeir að réttu lagi ekki að bera.—Iðunn.
BRANA.
Þegar eg var lítil, var mér gefin kind, og
köölluðum við hana Brönu. Hún var stór kind, með
hvítt reyfi, rófustífð með stórt hööfuð. Fyrsta
árið, sem eg átti hana, átti hún tvö lömb, en þau
dóu bæði eftir stuttan tíma. Annað árið átti hún
aftur tvö lömb, þau voru stór og falleg, og við
kölluðum þau King og Queen. En seinni part sum-
ars drápu úlfahundar þau bæði. Þriðja árið átti
hún þrjú lömb, tvær gimbrar og einn hrút. Um
haustið reif úlfur aðra gimbrina, svo það varð
að farga henni, en hin lifðu bæði. Fjórða árið
átti hún þrjá hrúta og kom öllum upp; en einn dó
af slysi. Brana lét svo á sjá af því að hafa svona
mörg löömb, að við urðum að gefa henn mjólk, og
kom hún sjálf heim að húsi eftir henni. í vor á
Brana ekkert lamb. Hún er feit og hraust og á
að fá að lifa.
J. G. Sigríður Sigbjörnsdóttir.
--------o--------
Einu sinni var stúlka, sem átti rokk og spann
mikið. t hvert sinn, er hóll eða bláþráður kom á
bandið, sem oft vill verða, þá sleit hún dálítinn
spotta af um leið og hún bætti saman, og fleygði á
gólfið. Vinnukona var á heimilinu, sem ásamt
öðrum vinnubrögðum sópaði gólfin; hún veitti
þessu eftirtekt og hirti alla spottana. Þegar hún
hafði safnað svo miklu, að hún sá sér fært að
senda iþað í tóvinnuvél, þá lét hún gjöra sér klæðn-
að, sem var hlýr og fór henni vel. Nú bar svo við,
að ungur maður ríkur og vel metinn kom þess é
erindis að biðja heimasætunnnar, og þar sem þau
sátu á tali, gekk þjónustustúlkan um og var í ull-
arkjólnum sínum. “Vinnukonan þín er vel
klædd,” varð honum að orði. “Já,” svaraði hún,
“þegar eg er að spinna, þá tínir hún upp spott-
ana, sem eg fleygi á gólfið, og lætur vinna það í
föt handa sér.” — Maðurinn hugsaði sem svo:
“Ef eg giftist þessari fyrirhuguðu stúlku, þá
værður það til þess, að efiii okkar dreifast og
heimili okkar verður snautt og ánægjulaust. En
ef eg bið vinnukonunnar og fæ hana fyrir konu, þá
verður hún mér til sóma og fólki okkar fyrir-
mynd. ’ ’ — Hann hóf bónorð sitt til vinnukonunn-
ar og þau giftust og áttu farsælt heimili, en heima-
sætan varð að sætta sig við að spinna til að hafa
ofan af fyrir sér alla sína æfi.
Þóra Þorsteinsdóttir.