Lögberg - 24.06.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.06.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1920 NUMER 26 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. í Calgary stóð nýlega yfir mik- ið kvenna þing, þeirra er tilheyra J.O.D.E., og sóttu þangað konur frá öllu landinu, austan jafnt og vestan. Frá Winnipeg fór Mrs. Campbell, sú er æðsta sess skipar i þeim félagsskap í þeirri borg. Tveir þingmenn gengu úr flokki stjórnarinnar í Ottawa, O. Wright og W. Buc’hanan. Hinn fyrnefndi er bóndi og fylgir afnámi verzlun- artolla, kvaðst ihafa fylgt stjórn- inni meðan stríðið stóð, en hyrfi nú aftur til fylgis við sína stétt- arbræður og að sinni fyrri stefnu: að vinna að sigri frjálsrar verzl- unar. Hinn .síðarnefndi gaf sömu svör, að hann slægist í flokk með þeim sem frjálsa verzlun, eða niðurfærslu tolla vildu fylgja. Haft er eftir formanni fyrir félagi verksmiðjueigenda, að mik- íll sé auður vesturlandsins af ökrum og engjum, en ekki séu verlksmiðjum'ar vestan|lands eft- irbátar annara atvinnu greina, með því að áætlað sé að andvirði þess varnings, sem þær fram- leiða í ár muni nema 400 miljón- um dala. Margir af þeirn félög- um hafa verið á ferð um vestur- landið, og þótti mikið koma til þess er þeir sáu, landsnytja og yinnubragða. peir sáu margir í fyrsta sinn, námufærið í Mani- toba og hraðfara aukning bygðar- innar, auðæfi Alberta fylkis, (kol gas úr jörð, fjörusandur, fadl- vötn) og aðstöðu hagræði B. C. fylkis, (hafnir hinar beztu til austurfara, miéjlmar og s'kipa- ,stóll). Létu þeir í ,ljósi, að vart mundi minni fjárvon að nýtingu þess auðs? iheldur en að frjósemi jarðar, þegar fram líða stundir. < Fyrir þinghúsdyrum hér eru uppsett líkneski þeirra Woilfs iher- foringja og Dufferin lávarðar, er landstjóri var ihér um eitt skeið, hinn mikilhæfasti maður. Mynd- irnar eru úr eir, ærið stórar, um Æjö smálestir á þyngd hvor þeirra. Gufu'bátar voru 1543 að tölu, er skoðaðir voru samkvæmt lögum í Canada, alls 740,668 smiálestir að stærð, er állir voru eign lands- manna. 67 fórust eða hættu förum á árinu, siamtals 33,528 tonns að stærð. Árið 1918 var búið til Cement í Canada fyrir rúmar 7 miljónir dala, én kalk fyrir 1,87 ,025 dali, brick fyrir 1,879,811 dali og leir- pípur fyrir ihálfa mi'ljón. Reiknað er að brunnið hafi skógar í Canada 437 sinnum á við það sem felt var til brúkunar í öllu landinu árið sem leið. i * Gamaldags Iptjórnmálamenn, gem kystu krakkana, gáfu karl- mönnum vind'la að reykja, og öll- um alúðleg gamanyrði, hvenær og hvernig sem ástóð, hafa nú fengið hættulega ikeppinauta. Kvenn- þjóðin hefir haldið innreið sína inn á það formhelga svið. Og jafnvel þeir sem mest standa á móti borgara réttindum kvenn- fólksins, verða að játa að þær hafa til að Ibera skerpu sem sér gegn um holt og hóla, kjark sem ekki verður kúgaður og þol til að 15á því sem þær hafa sett sér, og þá ekki 'Sízt — atkvæði “ef þær ganga eftir þeim.” pannig farast einu blaði orð um hluttöku kvenna 'í stjórnmálum, en ekki þorir sá að spá miklu um áhrifin að öðru leyti, ihvort þær munu til í að selja atíkv. 'í slump- um, beita hrekkjum í kosningum, sem hann telur upp nokkra, eða ganga í gegn þess háttar með lagi eða oddi og egg. pað þykir nýung, að W. F. Connor hefir afsalað isér störfum í verzlunarnefnd, er hann hefir gegnt síðan Robson hætti, kvaðst hafa nógum lögmannsstörfum að gegna, enda væri andi löggjafar nú 'í landi sá, að s'íður kýsi hann opin'berum störfum að sinna, en einstakra. “Ef eg fæ því ekki fram komið að annast mál þjóð- arinnar með þeim hætti, sem eg á- lít haganlegast, þá er mér vænst að hugsa um sjálfan mig,” er haft eftir honum. Hanrt hafði áður kvartað uiji, að framkvæmdir aiefndar væru að engu gerðar, með því að hún fengi ekki að kjósa starfsmenn sína, heldur væru þeir kosnir af rikisþjóna nefnd. Sá sem eftir er í nefndinni segir nóg að vinna fyrir hugaða kjark- menn ef fengi'st gætu. Á öllum kirkjuþingun:, sem nú eru haldin víðsvegar í Canada, hafa launakjör presta komið til umræðu. Kaupgjald þeirra hef- ir hækkað lítið en úgjöldin meir en tvöfaldast. Meþódista þing leggur til að ekki skuli giftum presti minna kaup greiða en 2000 ,dali á ári. Bretland Vopnasmíða ráðaneyti Bretlands hefir haft mikið að gera fyrirfar- andi ár, að koma út margvísleg- um varningi, sem stjórnin þurfti ekki á að halda að loknu stríðinu. Fram að maí byrjun nam andvirði hins selda 347 miljónum sterlings punda, eða um fimm miljónum á viku, frá ársbyrjun. Verzlun með kol var nýlega gef- in frjáls á Englandi, þannig að hver mátti kaupa íhlutunarlaust það sem hann þurfti, af hverjum kaupmanni, sem hann vildi, en kaupendum ráðlagt að skifta við sömu kaupmenn og fara sparlega með eldsneytið. Kolaverð má ekki fara upp fyrir vist takmark, en að öðru leyti er sú verzlun innan- lands háð þeim lögum um fjár drátt, sem á Englandi gilda. Út- flutningur kola er enn undir op- inberu eftirliti. Hinn þýi lands'tjóri á Gyð- ingalandi, Herbert Samuel, var herraður af konungi áður hann lagði af stað. Sitefnu Iandstjórn- ar birti hann á þá ieið, að öllum skyldi traustlega varið trúar- frelsi og fullkomin lagavernd veitt og örvun til efnalegra fram- fara og framtaka. Helztu stöð- ur innanlandfs vertða ,sk!ipaðar breskum mönnum, reyndum að hæfileikum, hinar lægri stöður verður öðrum veittur aðgangur að hverjum flokki isem þeir tilheyra. Fulltrúar dúkasala á Bretlandi og í Ameriku eru hér staddir og segja prísa háa háldast munu, með því að skortur sé á dúkum, á við eftirspurn, flutningsgjöld há, vegna skorts á flutninga skipum og kaupafólk dýrt vegna stuttra vinnustunda. Kaupmenn bæjar- jns tóku á móti þessum sínum stéttarbræðrum og héldu þeim veizlu. Nýlega gengu á fund 'breskra ráðherra þeir menn sem bera fyr- ir brjósti “samband til að af- nema stríð,” meðal hverra er get- ið nafnkendra verkamanna for- lingja. ipesisum 'svöruðu þung- lega þeir Loyd George og Balfour, spurðu þá margra hluta, hvernig þeir hugsuðu sér framkvæmdum fyrir komið og börðu jafnan nokkru við tillögur þeirra. Sögðu ómögulegt að kúga lönd til friðar, eða til að halda gerðardóma, að svo stöddu. Er það haft eftir einum þeirra, að ef sendinefnd hefði róið á innra borðið eins og ráðherrarnir og ylað þann kant- inn á maskínunni, þá mundi hún þafa komist að ful'lri raun um, hve ervitt væri að setja samband til allsiherjar friðar á sitokkana, og halda því til starfa. pað er haft eftir forsætiisráðherra, að tæp- lega mundi alþjóða 'her bezta ráð : til að vernda frið en það væri skemsta leiðin til að eyða sam- bandinu, að reyna till að koma á friði með þvingum 1 því sam- tali kom fram, >að þeir álitu öðru máli að gegna, ef Amerika skær- íst í málið, er hægast ætti aðstöðu og nálega gæti hverju fram komið er hún vildi, ef til þess hefði ráð- in hug. Eftir tilmælum breskra verka- manna er til Rúsislands fóru í erindagerðum, hefir stjórnin þar gefið lausa fanga, utan þá sem í haldi voru fyrir lagabrot. \ Friður við Ungverjaland var ný lega undir skrifaður í París. pann dag settu íbúar 'í Buda Pest, höf- uðborg 'landsins, upp sorgarbún- ing, búðum var lokað, vagnan hættu umferð og kirkjuklukkum var hringt sem við jarðarför. Bandaríkin Frá Islandi. Fund fjölsóttan héldu í St. Jmuis þeir, sem stunda klæðagerð og ræddu meðal annars um verð á klæðnaði. Hver og einn kendi þeim um þáa prísa, sem hann keypti af. Búðahaldarar kendu um heild- sölum, heildsalar afsökuðu sig, bentu á þá, sem dúkana létu búa til, en þeir undu sér út úr vand- anum með því að benda á hátt verkakaup og okurverð á hreint öllu, em þeir þyrftu á að halda til klæðagerðar, og ekki sízt því skarði, sem höggvið væri í ábata þeirra með sköttum samkvæmt fjárdráttar lögum. Ekki er get- jð, að fundarmenn hafi komist að annari niðurstöðu en þeirri, að prisarnir mundu víst haldast í háu horfi enn um stund. í Dulutih réðst skrill á negra þrjá, er unnu við “Circus” þar staddan, dæmdu þá til dauða skyndidómi, og festu upp síðan. Negrana tók skríllinn af lögregl- unni, braut ilögregllustöðina og sinti engum fortölum. Herlið kom um seinan að stöðva upphlaupið. Brotist var inn á heimili hins fræga söngmanns Caruso á Long Island og lg*imste{num \stolið &r virtir voru á hálfa miljón dala. J|iklum iverðlaunum er) heit|ð þeim sem vísa kann á hina stolnu muni, eða einhvern part þeirra. Við nýafstaðið manntal töldust íbúar New York 'borgar rúmar 5 milljónir, íbúatalan hafði aukist um 854,268 á síðasta áratug, eða um 179 per. cent. “Hvar lendir alt þetta? Erum vér svo útvalin þjóð, að vér meg- um sá vindi, en uppskera ekki hvirfilvind, leika oss að bráði, en saurgast ekki, setja á stokkana einveldi, er nái til allra mannlegra athafna, halda þó áfram að vera frjáLsra manna samfélag, þjóð- veldi og samband óvinnandi ríkja? Ef ekki er stöðvað það rek, sem þjóðin er á til skriffinsku stjórn- ar, þá verða hérlendir skornir og skaptir og viðjum vafðir umfram alla aðra í veröldinni og þá mun stórra hera þörf til að framfylgja lögunum; og sú kemur tíðin áður lýkur, að vér verðum allir stjórn- arþjónar og vinnum okkur bita og viðurlífi með því að gægjast hver að öðrum, nema skorður séu við reistar.” Með þessum orðum mótmælir eitt Bandaríkjablað þeirri löggjafar sókn, sem eigi ,sér stað eða farið sé fram á með stórum gjöldum úr almennings- sjóði. í einu ríki syðra var maður tek- inn og leiddur fyrir dóm. Sökin var, að hann hefði farið of hart á 'hjólum þeim, sem stigin eru. Um .málalok er ekki getið, en þetta er ,sett á prent sem dæmi upp á stranga dagagæzlu, eða skamt sé til ofa ef margir gæta laga. í ríkinu Vermont eru 14 fang- elsi, sum stór. Tíu af þeim standa auð síðan vínsölubann komst á, og eiga að leggjast niður. Stjórnin í Bandaríkjunum hefir selt 690 hermanna skála nálægt borginni Des Moines, til að bæta úr húsnæðiseklunni, sem sögð er mikil þar sem annars staðar. Einn þingmaður syðra segir gott ráð gegn verkföllum að setja upp dómstól er hæstiréttur verði í deilum milli verkamanna og verk- gefenda. Til þess dóms skuli málum skjóta, þegar búið sé að reyna sættir og samkomulag á- rangurslaust. Annar þingmaður stingur upp á því, að stjórnin hætti með öllu að skifta sér af viðskiftum, og leggur til, að sá kaupskipastóll, sem bygður var á kostnað þess opinbera á síðustu árum, verði sendur til þeirra hafna, þar sem amerískar vörur eru fyrir, ella verði honum lagt upp og skipin eyðilögð. Lög eru til í Bandaríkjunum um óleyfilegan fjárdrátt í verzlun og iðnfyrirtækjum, þeim var beitt í fyrsta sinni fyrir fám dögum, er tveir fjárdráttarmenn voru sektaðir fyrir dagprísa er altaf þokuðust upp á við. Svo er sagt að þýzkir hafi í smíðum skip er alls nema 325,000 Kennaraskólínn þar fer burt- farar prófi nýlokið, og tóku það 6: Guðrún Jónsdóttir fékk 68 stig, Hallgr. Jónsson 76 st. Ingimar Jóhannesson 75 st., Jónas Guð- mundsson 73 st. Jónas Jósteins- son 73 st. og Sig. Sigurðsson 74st. Fálkinn tók aðfaranótt 16. þ. m. 6 botnvörpunga sunnan við land, 4. enska 1 þýzkan og 1 franskan. Að eins tveir af þeim voru þó tekn ir við veiðar í landhelgi, enskur og þýzkur. En hinir voru með vörpuhlera útbyrðis innan land- helgi og fengu því að eins lágar sektir. Snjóflóð grandaði tveimur mönnum í Vopnafirði 2. páskadag, báðum frá Hvammgerði. peir hétu ólafur Grímsson og Sigurð- ur porsteinsson. (höfðu innbrotsþjófar látið greip- ar sópa um hirzlur en miða höfðu þeir skilið eftir, hvar á stóð: “Nú vitið þið hverjir sendu vkkur að- gögumiðana.” Á Persalandi hamaðist upp- hlaups múgur aðræðismanns höll hins þýzka konsuls og heimtaði framselda flóttamenn russneska er þar áttu að vera faldir. pegar ínn kom í húsið fanst ræðismað- urinn dauður, hafði skotið sig. Úr bœnom. Mr. P. O. viku. Finnur Johnson frá Hove kom til bæjarins í síðustu pau Lárus Pálson og Miss. Ingiibjörg Helgaison voru gefin saman í hjóna'band þ. 4. júní s. 1. Séra Jóhannes Bjarnason fram- ungra listamanna hér í álfu. Ein holzta listastofnun Banda- ríkjanna nú um mundir, The Louis C. Tiffany Foundation, í Oyster Bay, N. Y., hefir fyrir nokkru sðan sæmt hann schol- arship og er hann fyrstur lista- manna í Bandaríkjunum að verða fyrir slíkum lieiðri frá þeirri stofnun. G-erðist þetta að tilh'lutun listastofunnar í Ph i 1 adelpliia (The Pen ns yl- vania Academy of Fine Arts) og var herra Walters valinn úr stórum hópi listamanna, frá þeirri stofnun og öðrum. Verð- settur á peningavísu mun heið- ursstvrkur þessi metast um $2,000, og opnar óefað fyrir þessum unga og framgjarna listamanni nýjan heim, þrung- inn björtum framtíðarvonum. Tiffany stofnunin mun með svipaðri tilhögun og The Ame- rican Art Academy í Itóma- borg á Italíu. Engum vafa því Úr ýmsum áttum. Tekin var sjávarborgin Danzig, við Eystrasalt 'af pjóðverjum, (skyldi hún verða engum háð, svo Póllendingar í 'hinu nýja ríki hefðu greiða götu til sjáivar. Sagt er að Norðmönnum væri boðið af æzta ráði, að hafa á'byrgð á stjórn þennar en þeir hafi hafnað því þoði. Á þingi Ungverja er af stjórn- arinnar hálfu borið upp laga frumvarp á þá leið, að hver sem uppvís verði að óleyfilegum fjár- drætti skuli sæta 25 vandaarhögg um á iljarnar! þesisi refsing er karimönnum ætluð eingöngu. Tyrkneskt kvennfólk hefir breytt um hætti isiíðan stríðið hófst meðal annars af því að þær gengdu mörgum verkum karl- manna, meðan stríðið stóð. pær ■hafa lagt niður að lifa út af fyrir sig og sömuleiðis það að hafa þykka slæðu fyrir andliti, þá úti eru meðál fólks. pær ganga með ber andlit, en skarta slæðunum, með því það þykir vel fara ef snildarlega er fyrir komið og lit- ir og efni vel valið. Kosningar fara nú fram á pýzkalandi, sem af hafa borist ó- róasögur. pær eru annað veifið bornar til baka sem kosningahvell- ir, er lítil alvara fylgi að öðru leyti. Communistar og Sosíalist- ar ýtast á, 'hinir síðari klofnir í tvent: “óháða” og “hófsama”. peir óháðu segja Communista vera Bolsheviki og þá hófsömu lítið betri. Móti hvorum tveggja eru meðalstéttir í bæjum og þeir sem stórar landeignir eiga í sveit. Kosningaþing eru lífleg að sögn. Svo er eldiviðarlítið á ítalíu, að verið er að slæða kol upp úr höfn- inni í Genoa, er dottið 'hafa í sjó- inn á undanfarinni tíð. pau kol seljast fyrir 120 dali tonnið. j'afframt er sagt að innflutning- ur kola frá Bretlandi næmi þann sama mánuð 232.073 tonnum. Hon. W. A. Watt, fjármála ráð- herra Ástralíu, kom nýlega til Lundúna og í samtali þar við fjár- málamenn gat hann þess, að þjóð- skuld Ástralíu væri nú komin upp í þrjú. hundruð miljónir pd_. sterl., sem gerir $1,455,000,000 eða 60 pd. sterl. á hvert höfuð í land-l inu eða $291. Segir hann að Ástr- alíubúar hafi ekkert að mæta þess- ari skuld með annað en manndóm þjóðarinnar. Á hinu þýzka þingi var því ihreyft, hvort ekki væru aðgerðir hafðar til að fá frönsku stjórnina til að burtkalla flökkumanna lið- sveitir frá pýzkalandi, er mjög ó- þokkaðar væru af hrottalégum skepnuskap við kvenfólk. pví svaraði stjórnin svo, að slíkar til- raunir hefðu reynst árangurslaus- ar, þó margar þjóðir ‘hefðu Nmálið skorist, og mundi því vísað til League of Nations. Kona ein með- al þingmanna tók til máls og minti þingmenn á aðrar slíkar, er þýzkir hermenn hefðu í frammi haft á Rússlandi og í Belgíu. pá varð óp á þingi því. Á heimili nokkurt kom nýlega bréf með aðgöngumiðum að leik- húsi fyrir heimilisfólkið. í bréf- inu stóð ekki annað en þetta “Sjálf sagt vitið þið ekki hver sendir ykkur miðana. Góða skemtun”. tonns, af þeim er sagt þeir verðiFólkið fór og skemti sér að vilja. að láta af hendi við Breta 225,000 Pég'aiþ, yhdim kom um kvöldHð kvæmdi hjónavígsluna, og fór undirorpið, að nú gefst lierra hún fram á heimili hans í Árborg.1 ^öhers ómetanlegt tækifaeri Brúðguminn er sonur Páls bónda að fullkomna sig og fi-ægja á T. . Tr. , „ . , , listasviðinu. tslendingar, bæði Jonssonar a Kjarna i Geysir bvgð , , ,. , , T . jaustan liats og vestan, mega og konu hans Sigriðar Larusdott- • °.......° ir. pau hjón eru úr og komu snemma á tíð vestur. Bróðir Páls er porgrimur á Akri við íslendinga-fljót, einn af merk- ustu landnámsmönnum þeirrar bj'gðar. Brúðurin er dóttir Helga Jaikobssonar og konu hans Ingibjargar Böðvarsdóttur. pau fluttu vestur úr Borgarfirði syðra ,námu land skamt norð-austur af Árborg og farnaðist vel. par lézt Helgi fyrir nokkrum árum, en Ingibjörg hefir búið áfram á landinu m'eð börnum sinum. pau Mr. og Mrs. Pálssén lögðu upp í skemtiferðalag, að afstaðinni hjónavígslunni, en setjast svo að i návist við ættingja og vini, þar sem Lárus hefir þegar keypt á- gæta bújörð til ábúðar. Einn daginn í vikunni sem leið Iagðist maður á bæn í einu horn- inu á Union járnbrautarstöðinni, og baðst fyrir í langan tíma, unz lögreglumaður kom til, tvístraði mannþrönginni er utan um hann safnaðist og tjáði þeim bænrækna að svo fágætt væri hér um slóðir að sjá fólk biðjast fyrir, að þar af gæti' istafað óþægínd| log stíflan I umferðar, skyfldi hann þess vegna j.. vissuloga samgloðjast honum oKairaiiroi ■» • i •V' • i * yrir J»eim heiori, sem hann nu hefir hlotið. Þótt hann sé j fæddur og uppailinu hér í landi, ier hann góður tslendingur og 1 hefir í háveguin íslenzka þjóð, íslenzkar listir og íslenzkar bókmentir tim íslenzkar list- ir segir hann nýlega í bréfi: ‘ ‘ Oft er mér það spurning, hvoi'í tslendingar vfirleitt meti að verðugu gildi íslenzkra lista, auðugra eins og ‘söguru- ar fornu og ljóðin’. Andi þeirr- ar þjóðar, er um margar aldir hefir lifað óspilt — við barm hinnar íslenzku náttúru, brrt- ist þó í íslenzkimi listum engu síður en bókmentunum. Við verðum að taka til íhugunar, að íslenzkar listir eru þegar til aldurs kemur þær yngstu í Evrópu—standa iþó í miklum blóma, en þarfnast samúðar- þels og uppörvunar . . . . ” Hr. Walters er sterktrúaður á framtíðar möguleika íslenzkra Iistamanna, bendir þar á sem dæmi mvndhöggvarann fræga, Einar Jónsson, sem haun er persónulega kunnugur. Eg kyntist Emile Walters lítið eitt veurinn 1918—19. velja sér afviknari stað, þar sem, bænar iðja 'hans ylQi síður safn-1 Heimsótti hann þá Canada 0g aði fótks, nýunga. er jafnan er gjarnt til Islenzkur listamaður. EMILE WALTERS Vestur-íslenzku blöðin hafa getið þessa unga og efnilega listamanns áður. En í tilefni af því að hann liefir nú á ný borið úr býtum glæstan orðstír á listasviðinu, finst mér ekki óviðeigandi að hans sé minst frekar. Eius og góð vísa er ekki of oft kveðin, eins minn- umst vér vart um of þeirra manna, sem af eigin ramleik brjótast “áfram og upp á við” og stuðla til að upphefja þjóðstofninn íslenzka til vegs og virðingar. Herra Emile Walters, eins og bæði Lögberg og Heims- kringla hafa skýrt lesendum sínum frá áður, hefir lagt fyr- ir sig máiaralist og eins gull- og silfur- listsmíði. Sérstak- lega mun iliu'gur lians hafa hneigst að því fvrnefnda, þó hingað til hafi hanu rækt að jöfnu þetta hvorttveggja. Með óbilandi elju og ástunduu hefir hann rutt sér leið og skipar nú óefað sæti á meðal fivmstu dvraldi stuttan tíma í Winnipeg og Wynyard, Sask., þar fóst urforeldrar lians búa, ef eg man rétt. Um þræ mundir stóð hið svonefnda “miunisvarða- mál” í sem mestum blóma á meðal íslendinga, og var lierra Walters* þeirrar skoðunar, að einna hæfilegasti varðinn eft- ir fallna íslenzka hermenn í stríðinu, væni íslenzk deild við hið fyrirhugaða listasafn í Winnipeg. Tilfærði hann ótal mörg rök þessu til stuðnings og benti á, að minnisvarði eft- ir Einar JÓnsson myndi hvergi betur njóta sín en þar. Bar hann mál þetta mjög fyrir brjósti og var þrunginn af eld- heitum áliuga fyrir að það kæmist í framkvæmd. — Sem ritstjóri Heimskringlu studdi eg þessa tillögu eftir megni, en hlaut fremur daufar undir- tektir. Enda munu hafa legið þar til margar orsakit, sérstak- iega þó hve 'kappsamlega þá var fyrir öðrum tillögom bar ist (sem ekki erju þó komnar í framkv’æmd enn þá). Skáldið Stephan Gr. Stepansson léði þó Heimsrkinglu liðsyrði í þessu efni, í langri og ítarlegri grein í Voröld. Ef ekki hefði aðal- lega værið fyrir þá ástæðu, hve langt í land listasafnið í Win- nipeg virtist um þær mundir eiga, hefði að líkindum verið hægt að þoka þessu ögu lengra í áttina. En hvernig sem alt fer, verð eg ætíð þeirrar skoð- unar, að varanlegri minnis- merki fái íslendingar ekki reist hér í álfu, en íslenzkar deildir við stórborga listasöfnin Helztu æfiatriða lierra Walt- ers hefir verið getið í Lögbergi áður, og endurtekning slíks því þýðingarlaus að þessu sinni Enda er eg ekki nógu kunnug- ur til þess að gera æfisögu hans góð skil. Vildi að eins minnast hans lítillega sambandi við þann heið- nr, sem hann hefir nú orðið fyrir og sem íslenzku blöðin hafa enn þá ekki getið. Þeg ar um íslenzka afreksmenn er að ræðá, á hvaða sviði sem er. í orðsins rétta skilningi “góða Islendinga”, finst mér sem blóðið ætti að renna til skyld- unnar hjá hverjum sönnum Islendingi og ihann að skoða heiður þeirra, slíkra afreks- manna, heiður íslenzkrar þjóð- ar í heild sinni. Nú er skamt síðan íslenzku blöðin flutfcu “Fálkum”, hoc- Ae;y-leikurunum frægu, maklegt lof. Frægð þeirra fráu drengja mun óefað öllum ís- lendingum hið mesta gleðiefni. Engir aðrir liafa auglýst Is- land og íslenzka þjóð betur hér í landi. Jafnvel á yztu annesj- um og útkjálkum þessa mikla meginlands, þar Islendingar eiga óvíða bólfestu og íslenzk orð eru aldrei töluð, var nafn “íslendinganna” um tíma á tungu hverri! Þannig eru það íslenzku af- reksmennirnir, hvort heldur um afburða íþróttamenn, fræga listamenn eða aðra slíka ræðir, sem lielzt stuðla til að gera garðinn frægan. Ekki )eir Islendingar, sem mest tala, inest básúna þjóðrækni og íslenzku viðhald — eða mest glamra um ættgöfgi og “inn- lendan skríl’’! Eintóm mærð og mælska þeirra manna, sem sjálfir eru aðgerðalitlir, vTerð- ur léttvæg fundin á endanum. Það rætist ekki ætíð í reynd- inni, “sá hefir mest, sem kjafta kann.” En öll afreksverk útheimta meira og minna erfiði. Engir verða afburða íþróttamenn ut- an með margra ára æfingu, engir frægir listamenn, utan með margra ára iðkan og und- irbúningi. Til þess að verða aðnjótandi þessa heiðurs, sem hér er getið, hefir Emile Walt- ers orðið að leggja á sig .margra ára erfiði. Fátækur ,og með tva»r hendur tómar hef- ir hann ’rutt leið sína. LTngur og óþektur hóf hann námskeið sitt í Chicago í Bandaríkjun- u m, klauf slíkt með því að vinna fyrir sér í frístundum s:num, oft nætur sem daga. Þannig liðu fyrstu þrjú árin við listanámið og á þeim tíma mun hann hafa gengið að margvíslegri erfiðisvinnu, — jafnvél erfiðustu sveitavinnu, þegar svo bar undir. Þannig hefir Jiann sigrað allar þraut- ir í vegi og brotist áfram. Takinark hans er eflaust það, að komast sem lengst, því hver sigurvinningur hans liefir að- eins ‘ verið lionum hvöt til á- framhalds. Hver verðlaun, sem líann hefir lilotið, hafa að eins verið honum leiðarvísir— áfram. Tiffanv stofnunin er ekki fvrsta listastofnun Bandaríkj- anna til að særoa hann heiðurs viðurkenningu. Arið 1917 lilaut liann $50.00 verðlaun fyrir gull og siifursmíði og var þess getið í íslenzku bloðunum. Síðasta ár hlaut liann tvenn verðlaun, er námu til samans $210.00, fvrir mvnd sína “Har- vest time” ðg sem mun ein af hans Beztu myndum. Ein af myndum hans er til sýnis á The Winnipeg Art tíallery” og heitir “Moon- glovv”. Var hún keypt af auð- mæringi í Nevv York, er Jmtti viðeigandi að ihún færi til bernskustöðva málarans. Tvær myndir eftir sig sendi haun til fslands árið •sem leið, því Is- land og tslendinga ber hann seint og snemma fyrir brjósti. O. T. Johnson. PICNIC Fyrsta lút. sunnudags- skóla í Keenora Park næsta laug- ardag 26. Júní Allur undirbúníngur til ferðar- innar er nú klár. Báturinn fer frá Lu«ted Street bryggjunni kl. 10 f. h. og kl. 2 e. h.. ÖH sunnu- dagsskóla börn fara með fyrra bátnum, farseðlum verður útbýtt áður en gengið er á bátinn. pau börn, er eigi hafa samfylgd fu.ll- orðinna, eru beðin að koma i kirkjuna kl. 9 fjh. og verður þeim fylgt þaðan. Hver einn kemur með mat fyrir sig, en Ice Cream verður öllum veitt ókeypis. Allir vinir og vandamenn sunnudags- skóla barnanna, eru velkomnir. Farseðlar kosta 75c. fyrir fu41« orðna og 50c. fyrir börn, og verða tekin gild á bAðum bátunum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.