Lögberg - 24.06.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.06.1920, Blaðsíða 3
LOGBERG. FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1920. Bls. 3 « HELEN MARLOW EFTIE Óþektan Köfund. Hún horfði til jarðar og varð eins rauð og rós, þegar liann tók hendi hennar. , “Eg læri að elska yður kæra Nathalia, og eg bið yður að segja mér, hvort eg má gera mér nokkra von. Ef eg yerð hér í Ameriku þangað til í vor, og biðla altaf til yðar af hrein- skilinni ást, viljið þér þá revna að gleyma því, að eg beidtli Helenar fyrst? Þér verðið að muna það, að hugur minn snéri sér tyrst til yð- ar til að fkma huggun? Viljið þér fjdgja mér til Englands, sem mín fagra elskulega brúður?’ Hún leit á hann feimnislega, skildi að það bjó alvara í orðum hans, og hin auðskilda þögn hennar sagði, að hún samþykti það. ---------o------- 66. Kapítuli. Þeir fáu dagar sem1 enn þá voru eftir af leikhússtarfi Helenar í New York, voru liðnir, og síðasta kvöldið hennar í leikhúsinu var sönn sigurhelgi; áhevrendur þreyttust aldrei á að hrósa henni. f Á jóladaginn voru henni færðar fleiri hundruð jólagjafir, allar verðmiklar, og allir unnu henni ]>eirrar hylli er hún fékk, að und- ariskilinrii. CJoise Graydon, sem hafði stúku út af fyrir sig, þetta kvöld, kvalin af afbrýði og og öfund yfir lirósinu, sem keppisystur hennar hlotnaðist. Hve yndislega Helen söng þetta kvöld, hve yndislega hún brosti, og hve hreykin hún var yfir þeirri aðdáun, er henni hlotnaðist hjá hin- um mörgu áhorfendum, er flestir voru söng- elskir og mentaðir í þeirri list, er naumast mögulegt að lýsa. En fá'a grunaði það, að sorg ríkti í huga hennar. Hún hugsaði nefni- lega alt af um hina veiku frú Monteitli, sem leið svo illa að eiginmaður varð að vera heima þetta kvöld hjá henni. Og þegar þær höfðu verið kallaðar fram í síðasta skifti á leiksviðið, þá gáfu þær sér ekki tíma til, Helen né Nathalia, að skifta um fatn- nð, en fóru í síða og þykka kápu og hröðuðu sér út að vagninum eins fljótt og þær gátu, til að komast sem fyrst heim. Sir Lorimer og Rudolph Ajrmstrong biðu þeirra í því skyni að fá að tala við þær, en þeir fengu ekki meira en góða nótt; því það va?eins og líf þeirra væri undir því komið, að komast sem fyrst heim til frú Monteith. “Ó, hve sorglegt það var, að við skvldum þurfa að leika í kvöld til þess, að fyrirbyggja vonbrigði svo margra,” sagði Nathaha, “eg fann til þess, að mér lá við að gráta, jafnvel í liátíðlegustu greinunum. Fanst þér það ekki eins Helen?” “Jú, það skar mig í hjartað alt. af” svar- nði hún. Þegar þær komu heim var þeim sagt að frú Monteith væri en þá lifandi, og þær gengu báðar inn til hinnar veiku konu. Hún lá nú róleg eftir nokkurra stunda kvalir. Læknirinn var nýfarinn, og liafði lof- að að koma næsta morgun. Hr. Monteith var alveg utan við sig af sorg; en hann fór frá rúminu, til þess að þær gætu sezt hjá því og hnéfallið við rúmið, til þess að kvssa fölu kinnina þessarar góðu vinkonu sinnar. En hvað daufu augun hennar gljáðu af ást, er ’hún sá þær hnéfalla í skrautlega hvíta klæðnaðinum sínljm með gimsteinunum. Hún var jafnglöð yfir hrósinu, sem þær fengu, eins og þær væru dætur hennar. “Mér þykir vænt um að alt er búið,” sagði Helen innilega, “svo við getum nú alt af verið hjá yður?” En jafnframt varð hún að minn- ast þess, að það því ver, yrði ekki lengi. Veika konan brosti alúðlega til ungu stúlkn anna, og huggaði þær með því, að þó samvera þeirra yrði nú skammvinn, þá hefði hún ó- brigðula von um, að þær mundu mætast seinna, þar sem að eins ríkti gleði og ánægja og engin umskifti ættu sér stað. Og hún endurtók orð, sem hún hafði oft áður sagt þeim, og sem komu frá hennar kvenn- lega hjarta. , “Kæru börn geymið alt af hreint hjarta og góða kvennlega geðsmuni. Það eru svo níargar manneskjur, sem tala illa um leikhúsin og álíta, að hinar mörgu freistingar hljóti að skemma eðlisfar kvennmannsins, en það er ekki tilfellið, því eg hefi þekt margar góðar leik- meyjar, er liafa lifað svo hreinu lífi, að það gæti verið fyrirmynd margra í öðrum stöðum. Ef við að eins varðveitum trúna, þá gefur guð okkur styrk til að standa á móti öllum freisting- um”. s Þetta voru göfug orð, og þau festu rætur í hinum sorgmædda huga þeirra; þær mundu ávalt eftir þeim, sem hinum síðustu orðum henn- ar til þeirra, því litlu fyrir dagrenningu fékk hún slag, sem svifti hana lífinu. Þrem dögu msíðar, á nýársdag var hún jarðsett í Greemvood grafreitnum, meðan of- urlítil snjókoma breiddi hvíta blæju á leiði hennar. Hinar sorgmæddu stúlkur og hinn sorgþrúngni eiginmaður, snéru aftur heim til hins tÓma húss. Monteith lokaði sig inni í lestraherbergi sínu, aleinn með sína sáru hrygð. Nathalia fékk sínar hryggu hugsanir til að snúa sér að öðru bjartara; hún hugsáði um Sir Lori- mer, sem hafði verið henni svo blíður við jarð- arförina. Helen gekk fram og aftur um gólfið í her- bergi sínu, og hugsaði með iðrun og örvilnan um kvöldið. Því þenna morgun hafði hún fengið seðil frá Ajrmstrong, þar sem hann sagði henni að búið væri að undirbúa alt fyrir leynigiftingu þeirra þetta kvöld. Hann ætl- áði að sækja hana í lokuðum vagni kl. átta. Hún gæti afsakað sig hjá fjölskyldunni með þv, að hún ætlaði með honum að heimsækja vin þeirra. Það var næstum komið myrkur, þegar þau j komu aftur frá jarðarförinni, svo hún hafði að eins fáar stundir til að hugsa um hin grimmi- legu forlög sín. Hún var ákaflega sorgþrungin, þar sem hún gekk fram og aftur um gólfið í þykkum svörtum sorgarkjól. Hún var eins örvilnuð eins og nokkur manneskja getur verið. Fred Oakland var enn ekki kominn aftur úr ferð sinni til New Englands; með mikilli angist hugsaði liún um það, að þegar hann kæmi, þá væri hún brúður annars manns, þess manns, sem hún hataði af fullri alvöru. Hún hefði enga kröfu til Oaklands, ekki heimild til hinna minstu ástaratlota hans. Hún féll á kné og bað guð að taka sig upp til sín, heldur en að hún yrði að giftast Rudolph Armstrong. -----------------------o--------- V 67. Kapítuli. Meðan liún lá þarna biðjandi og kveinandi af sorg, var barið að dvrum, og hún spratt á fætur. Fadetta kom inn með böggul og bréf. Hún sagði að það hefði komið á þessu augnabliki frá hr. Oakland. Með niðurbældu hljóði opnaði Helen bréfið er liljuilm lagði af, sem var það ilmvatn er hann mat mest. Hún las: “Kæra Helen! “Við komum heim aftur fvrir einni stundu síðan. Eg sendi yður með þjóni mínum hina mikilsverðu smámuni frá North Milford, því eg vil ekki trufla yður í kvöld í sorg yðar vfir hinni kæru framliðnu vinkonu yðar. Frú Dou- glas líður mikið betur og jafnar sig furðu fljótt og vel eftir áhrifin af lyfi Harriets, sem mun hafa verið eitrað. Eg ætla að leyfa mér að sjá yður á morgun til þess, að segja vður nýungar frá Milford. Fred. Oakland.” Stúlkan stóð og beið meðan hún las bréfið og spurði svo, hvort ungfrú Helen vildi ekki fara í annan kjól. “Nei, Madetta,’.’ svai-aði hún, “því eg ætla út með hr. Armstrong í kvöld. Og nú máttu fara.” Stúlkan fór aftur til herbergis síns, og til þess að fá eitthvað annað að hugsa um en sorg- aráliyggjur sínar, leysti Helen umbúðirnar utan af bögglinum, sem hún liafði fengið. Hún skoðaði fallega barnklæðnaðinn og gulnuðuv blöðin. ® Meðan hún las leið tíminn áfram, sem aldrei stendur kvr. Rudolpli Armstrong ætl- aði nú að fara, hróðugur af sigri sínum yfir stúlkunni, sem hann líafði ofsótt svo ómannlega og gert næstum örvilnaða. Hann nam staðar nokkur augnablik í dag- stofunni, til að kasta kærulausri kveðju á frú Douglas og Fred Oakland, sem sátu þar saman. “Það er rokviðri í kvöld, Rudolpli,” sagði frænka hans, “þú ætlar þó ekki að fara neitt núna,” hún reyndi að tala vingjarnlega. Sem endurgjald vináttu hennar, hló hann ilskulega. “Helen bíður eftir mér, og liið versta ó- veður skal ekki hamla mér frá að uppfylla lof- orð mín við hana,” svaraði liann. Með háðslegum hlátri gekk liann út í gang-’ inn. Framdyrnar stóðu opnar, og við birtuna af lampauum gat maður séð viðbjóðslegan flæking, sem var að tala við eina af vinnukon- unum. ^ “Nei Harriet Hall er hér ekki nú; hún fór skyndilega héðan fyrir viku síðan, og við vitum ekki hvar hún er,” sagði stúlkan. “Þá verð eg að fá að sjá húsbónda þiun” sagði maðurinn með reiðisvip. “Hér er hr. Armstrong,” sagði liún, og Armstrong kom* fram í birtuna, dökkur, fali- egur og hrokalegur. Þessi viðbjóðlslegi flækingur leit djarf- manulega á miljónarann, og sagði í skipandi róm: “Hr. Armstrong, þér verðið þá að fara með mig inn í bókaherbergið yðar, svo eg geti fengið að tala við yður vitnalaust. ’ ’ Armstrong brúkaði alt af dramb og fvrir- litningu gagnvart mönnum af lágum stéttum, hann ýtti manninum hörkulega til hliðar og sagði: ‘ ‘ Farðu frá mér, liundurinn þinn, eða eg sparka þér ofan tröppurnar.” \ragu Rudolph Armstrongs beið fyrir utan, og hann vildi auðvitað ekki láta þenna flæking tefja sig; en hann tók í handlegg Rudolphs og reyndi að halda honum kvrrum. Af þessu leiddu ryskingar, og til þess að losna við hann, reif Rudolph sig lausan og hrinti honum ofan fyrir dyratröppurnar. Frú Douglas, Fred Oakland og nokkuð af vinnufólkinu, hafði flýtt sér út í ganginn, til að vita af hverju þessi hávaði orsakaðist, en alt skeði svo skjótlega, að það sá að eins að Rudolph lirinti manninum út. Þegar hann var búin að því, jsté hann upp í vagninn sinn án þess að lífa við. Flækingurinu lá saman kreptur á þunna snjónum, sem huldi steinlögðu, gangstéttina. 68. Ivapítuli. Fred Oakland og nokkrir þjónar hlupu niður tröppurnar til að sjá hvernig flækingnum liði; hann lá á grúfu eins og hann væri dauður. Þeir snéru honhm við og sáu þá, að blóð rann úr sári á höfði hans, og hann kveinakði líka af kvölum. Frú Douglas var líka komin til þeirra, og nuggaði höndum saman yfir fúlmensku Rud- olphs. Hún sagði strags: “Wrið þið hann inn í húsið, og sækið svo læknir; hann má ekki deyja; annars verður Rudolph morðingi, og slæmur blettur festist við heiðarlega nafnið Armstrong.” Meðan verið var að hlynna að þessum særða manni, ók Rudolpli áfram til Helenar, án þess að liugsa hið minsta um það, sem hann hafði gert. Þegar honum var farið að mislíka hve lengi hún lét liann bíða, þá lieyrði hann létt fótatak, sem gladdi liann, og hún kom inn í fögrum, svörtum klæðnaði. Glófa hafði hún á höndum sínum og hélt á litlum bögli; hún stóð með Utidarlegum svip fyrir framan hann. “Helen þú ert ferðbúin, en því ert þú í sorgarbúningi? Það á ekki. við fvrir brúður; fáðu þér annan fatnað,” sagði luvnu; hann var hrædcfur við hjátrúna, sem fylgdi svörtum br úðarbúningi. Helen liló svo einkennilega, þegar hún svaraði: Hjónabandið er jafn óheillavænlegt og fatn aðurinn, svo það gerir engan mismun. Ef eg giftist yður í kvöld, Rudolph Armstrong, þá skal það verða gert í þessum fatnaði.’” ’ “Ef“ endurtók liami og yfti öxlum. Hann vissi nú samt að gagnslaust var að biðja liana; sneri sér því að dyrunum og sagði: “Góða mín, láttu ekki prestinn þurfa að bíða eftir okkur.” “Ó, eitt augnablik. Eg hefi ákveðið að Nathalia fari með okkur,” sagði hún. “Jæa, láttu hana koma,” sagðiHiann sam- þykkjandi. “Og svto,” sagði hún ákeðin og leit hörku- lega á hann, “verður presturiun að bíða dá- lítið, því eg ætla að finna frú Douglas, áður en eg rétti yður hendi mí-na.” Fölur af reiði og illum grun, sagði liann: “H\rers vegna viltu það?” “Svo eg segi eins og er, hefi eg ákveðið að segja henni sannleikann um það, á hverju trúlofun okkar byggist, og vita hvort hún vill þiggja ])á fórn, sem eg geri hennar vegna.” Hann vissi mjög vel að frænka hans mundi aldrei leyfa það, og kvíðandi vfir því, bað hann hana að hætta við þetta áform. En hvað var að Helenu? Hún var róleg og ákveðin. Hvorki bænir eða fortölur gátu breytt stefnu hennar. Hann nísti tönnum af reiði, e nhún hélt fast við sitt áform; liún vildi sjá frú Douglas. “Eg giftist yður ekki, nema eg fái að sjá frú Douglas og segja henni, að eg geri það henn- ar vegna,” sagði hún, og hann varð að sam- þykkja þetta. Hann hélt jafnvel að mikillæti frú Douglas væri svto stórt, að hún mundi þiggja þessa fórn af Helenu. Hann ásetti sér að nota öll sín á- hrif á hana, og þar eð Nathalia kom nú, stigu þau þrjú inn í vagninn og óku til fimtu avenue. Helen hafði ekki sagt Nathaliu neitt ann- að, en að hún óskaði að hún yrði sér samferða í heimsókn. Hún vTar strags fús til þess, þó hún furðaði sig á því, að Helen hélt á bögli og hélt honum fast. “HvTað liefir þú í þessum böggli, Helen?” spurði hún. “Það skaltu fá að vita seinna,” var hið dularfulla svar. Þau komu til heimilis frú Douglas, og gengu samhliða upp tiiöppujrnar. Rudjolph sá við birtuna af rafljósinu, að blóð var á snjón- um fyrir neðan tröppurnar. “Þessi bamsettur bófi; eg hefi líklega meitt hann, þegar eg fleygði honum ofan,” liugsaði liann kæruleysislega og barði að dyrum. “Við erum komin í undarlegum erindum frú,” sagði Helen, þegar kveðjurnar voru af- staðnar. Þegar hún settist niður gátu allir séð að hún skalf af geðshræringu. Svarti klæðnaður- inn hennar gerði, að liún leit næstum út eins og svört myiidastytta með náfölt andlit, en augun blikuðu starandi. “Undarlegum erindum,” endurtók hún og horfð? á frú Douglas, sem svaraði alúðlega: “Það er kær og vælkomin heimsókn Helen.’ Unga stúlkan Imeigði sig og bætti vrið: “Eg er viss um þér hafið furðað yður á því að eg skyldi lieitbindast Rudolpli Arm- strong, og eg er komin hingað til að segja yður hina sönnu orsök til þess.” Rudolph hló háðslega, en Heien gaf því engan gaum. Húu liorfði að eins á frú Dou- glas, og sagði nú með vel völdum orðum, hvern- ig Armstrong hefði pínt og kvalið sig, og að síðustu þvingað sigvtil að lofa sér að giftast honurn. “Það var yðar vegna að eg gerði það,” sagði hún; “ eg elskaði yður svo heitt og inni- lega, að eg gat ekki gert mér grein fyrir því. Eg gæti fúslega fórnað Kverju tsem vTera skyldi fyriit yður.” “Mín góða Helen,” sagði frúin og flutti sig af einhverju hugboði að hlið_ liennar, tók hendi hennar og hrópaði: “Þú skalt ekki fórna þér á þenna hátt fyr- ir mig. Eg þigg það ekki. Látum Rudolph gera alt það illa, sem hann getur, til að sværta minn framliðna eiginmann; en jafn bölvuðum manni og þessum, skalt þú aldrei giftast. Augu Helenar blikuðu af ánægju, og, ó, hve aðdáandi og gæfuríkur var Fred Oakland líka, því hann var til staðar. En hún þorði ekki að líta þangað sem hann var, er hún þó elskaði svo innilega; hún var hra?dd við að hún opinberaði tilfinningar sín- ar með því. f stað þe®s leit hún á Rudolph Arnxstrong og sagði kuldalega: “Þér heyrið það frú Douglas vill ekki að eg fórni mér fyrir sig; loforð mitt er því ónýtt, eg eg neita að giftast yður.” Hann byrjaðij með því líku blóti og gífur- yrðum, að frú Donglas hrópaði: “'Svei, Rudolpli, eg skammast mín fyrir að vera í ætt við þig.” “Þú hefir alt af verið mér mótstæð, alt af tekið málstað annara gegn mér, en — gættu þín fyrir hefndm inni,” hvæsti hann og gekk til dyra. Hugsið yður annað eins! Vér greiíSum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er að lær^ hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $5h um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning.'—Mörghundr- uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina. Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str„ Winnipeg (hjá Starland leikl Barber Gollege, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. Útibú: — Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary !!/• .. I • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og als- konar aðrír strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og ajáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limitad HENRY AVE. EAST WINNIPEG Allar Allar tegundir af tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 238 og 239 Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri íþörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L 'head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra möigulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er »ú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. " GARBUTT M0T0R SCH00L, <Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. A. CARRUTHERS Co. Ltd. •J SENDIÐ Húðir yðar,Ull,Gœrur, Tólgog Senecarætur til næstu verzlunar vorrar. VJER greiíSum .hæsta markaðsverð. VJER sendum merkispjöld og verðáætlanir þeim er æskja. Adalskrifstofa: WINNIPEG* Manitoba ÚTIBÚ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask„ Saskatoon, Sask.; Edmonton, Alta.; Vancouver, B. C. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG. Helen vissi að hann ætlaði nú að fara og cpinbera hneykslið um fæðingu sína; hún lvfti upp he'ndinni og sagði í skipandi róm: “Bíðið — sjálfs yðar vegna — og hevrið alt, sem eg hefi að segja.” Hann nam staðar ósjálfrátt sökum henn- ar skipandi raddar. Hún leit á frú Douglas m<eð biðjandi brosi. “Eg verð að biðja yður að gera mér mikinn greiða. Viljið þér sýna okkur öllum — mvnd- ina af yðar franúiðna eiginmanjii — föður mínum?” Oakland hljóp til þeirra og lagði handlegg sinn «m mitti frú Douglas, sem reikaði og lá við að falla í yfirlið. “Hertu upp hugann, kæra frænka,” sagði hann, “og gei’ðu það sem hún biður um. Hún befir heimild til þess, og það liggur gitthvað bak viS þetta — mjög hræði- íegt, held, eg,” hvíslaði hann. “Komið”, sagði 'hún, og smokkaði hand- legg sínum undir handlegg Oaklands til að styðja sig, og öli gengu þau á éftir henni; það vrar eitthvað sem tældi Rudolph til að vilja sjá endan á þessu. Þau komu brátt inn í herbergið, þar sem mv-ndin hékk — að hún snéri að veggnum, sýndi glögt hvæ mjög að lygasaga Rudolplis hafði sært liana. • Oakland lét því frú Dougþis setjast á stól, af því hún skalf hálf magnþrota, snéri svo myndinni af manni hennar við og benti Helenu að koma. -------o------

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.