Lögberg - 24.06.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.06.1920, Blaðsíða 4
Bls. 4 LOUBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1920. vniRiiiMáiuimwjm erg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,)Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAliSIMI: GARRX 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor Útanáskrift til blaðsina: THE COLUNIBIA PRESS, Itd., Box 3172. Winnipeg, K|aF\. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. »27 iiiiiiiiimiiia'iiiiiiiiniiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiig Til athugunar. Nú færist kosningadagurinn nær, sii alvörií- stund, þegar vér, kjósendur Manitoba-fylkis, eigum að ráða örlögum Jiess um næstkomandi fjögur ár, þegar vér eigum að kveða á um það, hvort stjórnin, sein verið hefir, Norrisstjórnin, eigi að halda áfram að fara með völdijj, eigi að beiria málum fylkisins áfranx á þeirri braut, sem hún hefir lagt og farið eftir á liðnum árum, eða að fá það vandamál í hendur öðrum flokk- um, sem um völdin keppa. t}egar um þetta mikils varðandi málefni er að ræða, þá vitum vér að það er vilji allra góðra borgara, að láta það eitt ráða atkvæðum sínum, sem verða má fylkinu og íbúum þess til lieilla og blessunar. Vér vitum að allir kjósendur, konur jafnt sem karlar, vilja leggja allar Öfgar °g æsingar til síðu og láta réttsýni og lieilbrigða dóm- greind ráða. Og þegar um slíkt val er að r;eða, val, sem getur þýtt svo mikið fyrir framtíð Manitoba- fylkis, þá er náttúrlegt og sjálfsagt, að menn byggi niðurstöðu sína á því sem Norrisstjórnin hefir gjört, og svo á því sem vænta megi af hin- um flokkunum sem um völdin sækja. Vér höfutn iivað eftir annað bent á það í Lögbergi, hverju Norrisstjórnin hefir afkastað. ,í löggjöf til heilla og framfara fylkisbúum, sem svo mikið ht}fir kveðið að, hún hefir verið talin til fvrirmyndar um þvert og endilangt þetta land, og hjá nágrannaþjóð vorri, Bandaríkjun- um. Mó þar telja verkamálalöggjöf Norris- ifetjórnarinnar, löggjöfina um bænda og sveita- lánfélög, um meðhöndlnn á andlega óhraustu fólki o. s. frv. Halda menn nú, að þetta séu e'ntómir gull- hamrar, frá ókunnugu og óþektu fólki f En það eru ekki einasta þeir, sem fjær eru, sem viðurkenna að Norrisstjórnin hafi vel gert. Mótstöðumennirnir sjálfir viðurkenna það, ef ekki með því að játa það opinberlega, þá samt með þögninni—með því að geta ekki fund- ið neinum ákærum á hönd stjórnarinnar stað og með því orðið að játa, að hún hafi verið hin nýtasta í afskiftum sínum af velferðarmálum fylkisins; og þegar svo er ástatt—þegar svæsn- ustu mótstöðumeim hennar geta ekkert fundið, sem vit er í, til að áfella hana fyrir, og mað- ur hefir fulla trvggingu fyrir því, að hún muni •iáta sér eins umhugað um velferðarmál fvlkis- búa í komandi tíð, eins og hún hefir látið sér ant um þau á liðnum árum, er þá nokkurt vit í að hafna henni fyrir eitthvað, sem er óreynt og vér vitum ekki hvernig gefast muni ? Það sem völ er á. Ef til viil er ekki með öllu rétt að segja, að þeir flokkar allir, sem keppa um völdin í Manitoba við þessar kosningar, séu óreyndir. Afturhalds- fJokkurinn er ekki með öllu óþæktur í Manitoba. En sú reynsla, sem Manitoba menn hafa af honum, er frá voru sjónarmiði ekki þannig vax- in, að oss finnist að menn ættu að sækjast eftir því, að fá honum völdin í hendur. Menn eru varla búnir að gleyma því, hvem- ig hann stóð í dyrunum fvrir völferðarmálum fylkisins, svo þau náðu ekki fram að ganga, svo sem bindindismálinu, lrvenfrelsismálinu og mentamáJunum, sem voru í hans stjórnartíð ixotuð sem pólitiskt skálkaskjól. En þó margt og mikið væri nú að á því svæði í stjórnartíð afturhaldsflokksins, þá kast- aði þó ekki tólfunum fyr en tii fjúrmála kom, og oi sú saga svo ófögur og var fvlkinu til svo mikils tjóns, að oss þykir næsta ólíklegþ að þeir af fvlkisbúum, sem láta sér ant um veJgengni og sóma þess, muni Játa völdin í hendur þeirra sömu manna fvrst nm sinn. Enda finna þeir til þess sjálfir, að lítil sig- urvon muni vera fyrir þá við þessar kosningar. Þeir hafa meira að segja sagt það sjálfir, en bætt svo við, að það sé um að gera að veikja stjórnina sem mest að unt er, og boðið fylgi •sitt og fulltingi mörgum af hinum svo kölluðu bamda þingmannsefnum, og eru meira að segja til þess búnir að taka höndum saman við verkamenn — erki óvini sína —, ef þeir með því fengju komið Norrisstjórninni frá vöJdum. Og það er eitt af því sem hugsandi kjósendur í Manitoba ættu að hafa fast í huga við í hönd farandi kosningar, ættu að muna það, að aft- nrhaldið er þess búið, að taka höndum saman við alt og alla, til þess að koma þeirri stjórn frá völdum, sem nýtust hefir revnst síðan fylk- ið bygðist, — ættu að muna, að atkvæði með þeim, sem mótfallnir erú stjórninni, er atkvæði með afturhaldinu. Um hina aðra flokka, sem sækja um völd- in, er fátt að segja, utan verkamanna flokkinn, sem að líkindum eykst að kröftum í næstu •kos’ningum, að minsta kosti að því er Winni- pegbæ snertir; en sára lítil Jíkindi eru til þess, að afl hans verði a'gilegt í þessum kosningum. En ef hætta væri á því, ef menn héldu, að sá stjórnmálaflokkur, sem lengst vill ganga í æsinga og umturnunar áttina mundi standa næri i því að ná völdxim, þá ættu menn sannar- Jega að hugsa sig vandlega um, athuga ástand og afleiðingar, sera af slíku gæti leitt fyrir fylk- ið og þroskaskeið þess. Hefndarhugur einnar stéttar í fylki voru t i 1 annarar, getur aldrei komið neinn góðu til Jeiðar. — En það er einmitt það, sem þér, ís- lenzkir kjósendur, enxð beðnir að beita við næstu kosningar, af sumum af leiðtogum þess flokks. Forðast er af þeim, að segja rétt og satt frá málum, en málstaður mótstöðumanna þeirra svertur og þeir svívirtir, og það blað, sem þeim málurn heldur fram á meðal ísjenzkra kjósenda, er svo gjörþrotið að öllu velsæmi, svo þrungið af hefndarhug fyrir ímyndaðar mótgjörðir, að sannleikurinn er því einskis virði, og velferð fylkisins sem heildar liggur því í léttu rúmi,'ef að eins það ,gæti komið beim mönnum til valda, sem fremst ganga í æsmgaáttina. Islenzkir kjósendur! Atkvæði, sem greitt er með slíku fargani, er atkvæði á móti fram- þróun og velferð fylkisin s íslendingar! Vér skiftumst í flokka og ríf- umst á mannamótum út af sérmálum vorum.— Velferð Manifoba fylkis er engin sérmál. Þeg- ar um hana er að ræða, á allur stéttarígur að hverfa, öll síngirni að gleymast, allur hiti og æs- ingar að stöðvast. Það eitt, sem fvrir sam- vizku vorri er til blessunar og uppbyggingar landi og Jýð, á þá að koma til greina. --------o-----•-- Bein löggjöf. Því hefir verið haldið að íslenzkum kjós- endum í opinberu blaði, að Norrisstjórnin hafi svikið loforð sitt nm beina Jöggjöf- Náttxirlega er þessi ákæra bláber ósann- indi og hefir margsinnis verið rekin ofan í rit- stjóra þess blaðs, — en hann er eins og páfa- gaukurinn, að'lxann heldur áfram að endui’taka sömu ósannindin viku eftir viku og mánuð eftir mánuð í bJaði sínu. Oss dettur ekki í hug að reyna að sannfæra þann mann um sannleikann—það væri árang- urslaust, enda vitum vér að Islendingar yfir- leitt vita hið sanna í þessu máli, vita, að lög- fræðingar jieirra manna, sem fastast fylgdu málum þessum fram, sömdu þessi lög, og þegar að vafi'Jék á því að stjórnin í Manitoba hefði rétt til þeás að innleiða þau, þá fylgdi hún mál- inu, varði lögin eins lengi og hún gat. Og þeg- ar þau eða partur þeirra var síðast talinn eða úrskurðaður ólöglegur af levndarráði Breta, þá lxefir st.jórnin framfyJgt anda laganna í verkinu- NorVisstjórnin í Manitoba er líklega eina stjórnin í þessu landi, sem hefir látið vilja al- mennings rijóta sín eins og hann hefir komið fram gegn um umboðsmenn fólksins á þingi, á þann hátt, að hún beitti afli sínu til þess að að- stoða alla þá menn, sem nytsamlegar fram- kvæmdir hafa vakað fyrir til heilla landi og lýð, án þess að gjöra þau spursmál að flokks- málum, — verið í sannleika vakandi fyrir vilja og þörfum fvlkisbúa, og beitt sér fvrir velferð- armálum þeirra án þess að draga þau inn í þröngsýna flokka pólitík, og því haldið Joforð frjálslynda flokksins (frá 1914 um beina löggjöf, þrátt fyrir það, þótt lögin sem samþykt voru, næðu ekki fram að ganga. Drengshapur mannanna liggur ekki í því, að vera þrœlar bókstafsins, heldur þjónar andans, og það hefir Norrisstjórnin verið. --------o-------- Kelly og Sigurður Júlíus. “Þú verður aldrei frægur maður, en al- i*a,andur getur þú orðið/ ’ var einu sinni sagt um mann einn á meðal Vestúr-Islendinga. Hið sama má segja um þá Oontraetor Kelly og Sigurð Júlíus. Þeir geta aldrei orðið fræg- ir menn í sögu þessa fylkis, en alræmdir geta þeir orðið og eru Jíklega að verða. Kelly fyrir að sölsa undir sig mikið af fylk- isfé og svíkja verk þau sem hann átti að inna af hendi fyrir fylkið, eins og hann gat, en Sig- urður fyrir að lxera fram fvrir lesendur sína meira af ósannindum, en nokkur annar maður. Því vér ætlum, að skrif hans um afskifti Nprr- isstjórnarinnar af Kelly-málunum, stjórnist fremur af óstjórnlegri tilhneigingu að segja ó- sajtt, en af þekkingarskorti. --------o-------- Kosningin í St. George. Séra Albert Kristjánsson, þingmannsefni stjómarandstæðínga í St. (Jeorge’s kjördæm- inu, hefir látið svo rækiJega iit á vellingspott- inn þann 15. þ.m., að heita má að út af fljóti framsíðu Voraldar. Hann hefir auðsjáanlega a'tlað að gæða kjósendum á einhverri fyrir- myndarfæðu svona rétt fyrir kosningarnar og þess vegna til bragðlxætis viðað að sér heilmiklu af ákærukryddi á hendur fylkistjórninni og þeim hinurn frjáJslynda flokki, er hún styðst við. Ákærurnar vitanlega gripnar úr lausu Jofti, hefir þingmannsefnið tvímælalaust Jesið og lært af handbók eonservatíva, því þar er alt á sömu bókina lært, sami tónninn í öllu, svo ekki nær nú frjálstyndið lengra en það. Það er í raun og veru óþarfi að svara þess- ari pólitisku prédikun séra Allxerts; tilgangur- inn auðsær, að eins sá, að þyrla upp dálitlu kosningaryki, í von um að vinna fylgi. Kjós- endur þeir, ef nokkrir eru, sem prédikunina Jesa, munu fljótt sjá, hvar fisJcur liggur undir steini. Prédikarinn (séra A. K.) segir, að það hafi komið fvrir, að fylkinu hafi verið komið í botn- Jausar skuldir. Að slíkt hafi komið fyrir, ef- ast enginn um. En það hefir ekki komið fyrir síðan Norrisstjómin kom til valda- Prédikarinn segir, að það hafi komið fyr- ir, að nokkur skuldabréf fyJkisins, sem haldið var í London á Englandi, hafi færð verið til New York, og af þeim þurfi fvlkið nú að greiða liærri vexti en ef þau hefðu verið kyr á Eng- landi og auk þess tapi það stórfé í ‘exchange’ á afborgunum til Bandaríkjanna. Hefði prédikaranum verið reglulega ant um að leiða kjósendurna í St. George í allan sannleika,, þá mundi hann að líkindum hafa tilgreiht hve miklu fé fylkið hefði tapað í þessu tilliti. En einhvern veginn hefir það skotist fram hjá honum í þetta sinn, því væntanlega hefir hann vitað betur. Sannleikurinn er sá, að á þessum skuldabréfa flutningi gra'ddi fylk- ið hátt á aðra miljón dala. Prédikarinn sakar Norrisstjórnina um það, að Roblin og félögum hans hafi verið slept án refsingar. Ekki á Norrisstjórnin dómstólana, og verður henni því ekki um kent, livernig málum þeim lauk. Prédikarinn áfellir enn tfremur Norris- stjórnina fyrir að Kelly, sem fundinn vár sekur x:m $1,250,000 fjárdrátt, liafi verið Iátinn laus. Vrald sambandsstjórnarinnar réði þar öJlu um, % og viti séra Albert ekki betur, fáum vér lxtt skilið, með livaða rétti hann getur ætlast til at- kvæða í St. George þann 29. þ.m. Álíka veigamiklar og þetta eru hinar ákær- urnar, er séra Albert ber fram gegn stjórniöni. Það getur ekki hjá því ifarið, að svona lag- aðar prédikanir beri að eins þann eina árangur, að afla Skxxla Sigfússyni enn meira fylgis og tryggja kosningu hans margfalt betur, þótt hún hafi að sönnu alt af verið vís. --------o-------- Fylgið merki. Manitoba stjórnin var kosin til að koma í framkvæmd vissum stefnu atriðum, og hefir Irúlega látið þeinx framfvlgt verða. Þau voru svo nýstárleg, brutu svo hart bág við fornar venjur, að nálega var dæmalaust, stefnuskráin svo .'frjálsleg og við framtóðina miðuð, að hér í iandi hafði nær ekkert svipað dæmi gerzt. Þess- ari stefnuskrá hefir Norrisstjórnin haldið til framkvæmda trxxlega og örugglega. Hún hafði þungan bagga tekið eftir forvera sína, og stóð í ströngu á hinum erviðustu tínxum er yfir land- ið hafa gengið, kom þó ölluin nýmælum frani, erliún hafði heitið. Það mun öllum korixa sam- an um, að ekkert nauðsvnjamál fylkisins hafi hún vanrækt, né vísað af höndum sér nokkru at- riði er fólkinu mátti að gagni koma og fyrir lxana var Jxoi-ið. Hún liefir í fylsta máta vei'ið stjórn, ekki flokks eða fylgisVina eingöngu, heldur brautryðjandi og frömuður framtaka er öílu fvlkinu komu að haldi. Fyrir þetta á hún lof skilið; dugnaður, trximennska og sívakandi, cinbeittur vilji til að beita sér fyhir áhguamáJ og nytjamál fvlkisbúa, liefir einkent hennar stjórnarferil. Hún á því traust þeirra skilið. Hér í Winnipeg veit hver Islendingur livaða nafn hann á að merkja fyrst. Þeir hafa hingað til flestir skipað sér undir merki fram- faranna og fvlgt því með þeim sem öruggast bar það, þegar við ofurefli var að etja. Þeir munu ekki láta undan því merki hrekjast, þeg- ar það er borið fyrir þeiri'i stjórn, sem dugmest • er og einlægust og viljabezt að beita sér fyrir Jiagsmunum alls fylkisins. --------'O------- íslenzkir kjósendur í Winnipeg Eins og þegar er kunnugt, verður kosn- inga aðferðin í Winnipeg nokkuð með öðrum hætti, en almenningur hefir átt að venjast hing- að til. Síðasta fylkisþing lögleiddi hlutfalls kosn- ingu fýrir Winnipeg borg, fjölgaði þingmönn- um úr sex upp í tíu og gerði alla borgina að einu kjördæmi. Það virðist svo, sem sumir menn hafi ótt- ast, að þessi nýja kosninga aðferð mundi reyn- ast. kjósendum ærið flókin og vandasöm, en sá ótti er á engu bygður. Aðferðin er ofur ein- íöld, munurinn að eins sá, að í stað þess að marka kjörseðilinn iheð krossi, skal setja tölu- stafinn 1 aftan við nafn þess manns, er kjós- andinn vill helzt; tölustafinn 2 við nafn næsta frambjóðanda, er hann vill veita fylgi, o. s. frv. Kjósandi ræður því vitanJega, við hvaða nafn hann markar tölustafinn 1, en sé ekkert nafnið merkt með þeim tölustaf, er seðillinn ógildur- 8é tölustafurinn 1 settur aftan við fleiri nöfn en eitt, verður seðillinn dæmdur ógildur. Ekki má heldur setja nokkurn annan tölustaf við nafn frambjóðanda oftar en einu sinni, því þá verður sá seðill einnig ógildur. I Winnipeg skal kjósa 10 menn, og er þess að vænta, að hver kjósandi um sig merki við jafnmörg nöfn með tölustöfum 1—10, en það er álgerlega í sjálfs vald sett í hveri'i röð tölurnar koma, fer kjósandi þar eftir því, á hverjum frambjóðendanna hann hefir mest traust. Undir merkjum hins frjálslynda Norris- flokks sækja 10 frambjóðendur í Winnipeg (sjá nöfnin á blaðsíðu 2 í þessu blaði Lögbergs.) Veitið öíum þessutn atkvæði yðar, og tryggið Manitobafylki þar með sanna fólks- stjórn. Þegar |þér sendið peninga til gatnia landsins pá bjóðum vér yður að hag- nýta yður Banka vorn, sem hefir samband við öll önn- ur lönd. Fáið uppiýsingar hjá úti- bús ráðsmanni vorum. THE ROYAL BANK OF CANADA Höfst. og varsj. $35,000,000 Allar eignir $558.000,000 Ánægjuleg kvöldistund. Samsöngur/nn í Fyrstu lút. kirkju, hinn 16. þ. m. tókst yfir- leitt mæta vel. Söngflokkurinn, undir stjórn Mrs. S. K. Hall, var vel æfftur og kröftugur, “svo að- hljómurinn húsið fýlti”, kom það sér þó betur einkum í síðasta kafla Kantötu prófessors Sveinbjörns- sonar, er útheimti afarmikið radd- magn. Kantatan söngst vel alt í gegn. Einsöngur þeirra Mrs. S. K. Hall og Mr. Gísla Jónssonar var ágætur. “Anthem” Mrs. S. K. Hall, hljómaði þýtt, og var raddsamræmið hið bezta. Mr. og Mrs. Alex Johnson sungu Sólseturljóð, tvísöng eftir séra Bjarna porsteinsson, snild- arlega, enn fremur tókst Páli Bardal einsöngurinn vel að vanda. Mr. Fred Dalman lék nokkur lög á Cello, og var leik hans tekið með hinum rnesta fögnuði. Veigamesta verkib á Iskemti- skránni, var auðvitað Kantatan, lék prófessor Sveinbjörnsson með því undirspilin sjálfur. Samkoman var sæmilega sótt, en hefði þó mátt vera rniklu betur. ManitobastjórninogAlþýðomáladeildÍD GreinarkafJi eftir Starfsmann Aljxýðumáladeildarinnar. Um eyðing á kartöflu-lús. Með því að notkun jarðepla er svo almenn, þá er jarðepla lúsin betur þekt en önnur kvikindi. Fullvaxnar lýs koma fram fljótt eftir að graisið kemur upp og verpa eggjum sínum neðan á blöðin, svo sem 500 hver. pau ungast út á viku eða skemmri tíma og ungviðið tekur ti'l að bita með mi/killi ákefð, þurfa mikið til að leggja í vöxtinnt gera því mikinn skaða ef ekki er ráð tekið í tíma. pað er fullþroskað á 16—18 dög- um hverfa þá jörð um hálfsmán- áðar tíma, breytast þá og verða að vængjuðu, ajkeljuðu 'kv'ikindi, fullvöxnu. pau vérpa á ný og ungviðið sem úr þeim eggjum kem- ur, skundar sama ferilinn. Pví eru tvennar kynslóðir þessara kvikinda í Manitoba hvert sumar. Sú sem isíðar kviknar lifir í jörð allan veturinn. pað er áríðandi að herja á jarð- epla lúsina, þá fyrst hún sýnir sig. pað er með öllu ómögulegt að fá góða uppskeru jarðepla ef grasið ést. Ástæðan fyrir því er næsta auðskilin. Mikið af nær- ingu sem þarf til vaxtar jarðepla, kemur úr lofti; ef blöðin eyðast getur plantan ekki náð næringu. pess skal ekki bíða að blöðin et- íst, áður byrjað sé að eyða blaðlús inni. Ef garðurinn er svo smár a vel megi tína af lúsina og ung- ana, þá er það ágætt ráð, þó sein- legt og leiðinlegt sé. En ef garðurinn er stór verður að beita eitri. Eggjunum er ekki öllum verpt á sama tíma, ungast því ekki út x sama mund, því skyldi eitrinu beita hvað eftir annað, hvenær isem noíkkuð töluvert er af eggjum áblöðunum. Pari.S Green og Arsenate of Lead eru beztu eiturlyfin. Með Paris Green skyldi hafa óleskjað Lime, svo ihið fyrnefnda brenni ekkí blöðin^ í þessum hlutföllum: Paris Green 1 pund Lime (óleskjað) 1—2 pd. Water 40 gallons Arsenate of L/ead festist betur við blöðin en Pariis Green.. pað er bæði dust og deig blandað þannig: Deig 3 til 4 pund í 40 gallon af vatni. 1 Dust 1 til 2 pd. í 40 gallon af vatni. Sumir vilja heldur nota Paris Green vatnslaust og skal þá bland að einu pundi af Paris Green við 50 pd. af kalki og sá á grasið vott af skúr eða dögg. Blandan fest- jst ekki á þurru grasi. Ef vatn er haft með Paris Green þá skal væta það og Ihræra í deig, bæta vatni við ismátt og smátt, þar til blandan er þunn, hella þá óllu vatninu saman við. Ef pundi eða tveimur af Paris Green er fleygt í vatnskagga, þá festist það við bjarmana en blandast Lít- ið. Hræra skal blönduna vel rneðan ausið er á grasið. Gæta skal þess að ekki isé ofmiklu á ausið. Bezt er að úðinn isé ekkí meiri en svo, að ekki renni út af grasinu. pegar renna fer af á annað borð, veitir al'lri vætunni til blaða brodda og lekur ofan 1 jörð en lítið verftur eftir annað en dropar á broddunum. Hæfileg- ur úði þornar þar sem á kemuf og aitrar alt grasið jafnt. J Háskólamentun í boði. J ■ Góð og vel uppalin unglingsstúlka, er aðstoða vill við 1 1 innanhússtörf á bezta heimili, getur fengið taekifæri á að | afla sér háskólamentunar. Stúlkunni verður sýnd mcð- m _ urleg umönnun í alla staði. Skrifið i; Mrs. Arthur E. Morgan, Engelwood, Ohio. KlEia.ili.lil.iiili. a, | ■!■■ f ■' Frá Islandi. Heyakstur á bíl Bílarnir þykja þægilegt flutn- ingstæki, og til margra hluta nyt- samir. — Fyrst voru þeir að eins notaðir til mannflutninga. En nú er farið að nota þá til flutn- inga á þungavöru, á upphleypt- um vegum, þar á meðal heyi, eink- um hingað til höfuðstaðarins. — Hitt er enn þá fáheyrt, að bændur í sveituih noti þá til þeas að flytja hey heim af engjunum. Enda þyrfti til þess víða gagngerðar bætur á engjavegunum. Sá fyrsti — og ef til vill sá eini hingað til — sem þetta hefir gert, er Jón Gugmundsson, bóndi á Heiðarbæ í pingvallasveit. Hann keypti bíl í fyrra vor, og flutti á bonum allan siinn heyskap heim að bæ, um 3. stunda lestagangs- ve8- — Með mikl'um kostnaði gerði hann engjaveginn bílfæran, og telur hann, að það hafi borgað sig. En hjálp var það, og gerði yfir höfuð kleyft að búa þarna til færan veg fyrir bíl, var, að veg- stæðið er þurlent. En annars er þetta virðingar- verður dugnaður og framtaks- semi og er öðrum til eftirdærois. Dýrir hrútar. Til Noregs korou seint í haust er leið, 4 hrútar, af “persisku” íjárkyni, sem keyptir voru í Am- ericu, og ætlaðir eru til kyn'bóta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.