Lögberg - 09.09.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.09.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sern verið getur. R EY N IÐ Þ AÐ! TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 9. SEPT, 1920 NUMER Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. pað stendur á prenti í frétta- blöðum, að tekjur landsins verði í ár $600,000,000, ef alt fer að feldu, skattar heimtast af inntektum pg tollar af viðskiftum manna, svo sem verið hefir um undanfarna mánuði. Nú teljast útgjöldin ár- lega nálægt 350 miljónir. Fyrir því verða afgangs um 250 miljón- ir, er verja má til að borga skuld- irnar. pær eru gífurlegar, $2,- 300,000,000, en ef því fer fram sem á horfist, verður þjóðin skuld- laus eftir fáein ár. Ef nokkurt land stendur vel að vígi til að rétta fljótt við eftir íhlaupið, þá er það Canada, með þann mikla auð, sem í landskostum býr, og því þreki og framfara dug, sem landsmenn hafa til að bera. Hon. MackenzieiKing, foringi liiberala flokksins, sagði í ræðu nýlega, að betra væri fyrir alla “democratic” flokka og stéttir og samtök, að safnast undir fána lib- erala flokksins gegn íhaldsmönn- um er nú réðu mestu. Hann kvað þjóðina vera fulltrúalausa, með því að þingmenn væru ekki full- trúar þeirra skoðana, sem nú réðu mestu hjá þjóðinni, og krafðist kosninga, sem allra fyrst. Meðan svo stæði, að stjórnin styddist við meiri hluta þingsins, væri hún í raun og veru ábyrgðarlaus og færi því einu fram, sem fáir vildu vera láta, úr því þingið sjálft væri ekki bært um að framfylgja vilja sinna kjósenda. Hann kvað þjóðinni ríða á að setja menn til stjórnar, sem væru ekki með öllu mosa- vaxnir í stríðsvenjunum, — kynnu önnur ráð fyrir sér en feta að eins þá götuslóða, sem þá voru skor- aðir. Mr.' King er væntanlegur vestur hingað áður langt um líð- ur, og er ráðinn til fundarhalds í Winnipeg. peir sem standa fyrir kornhlöð- vm í Fort William og Port Arthur hafa leitað leyfis til að færa upp gjöld fyrir korngeymslu, úr einu centi á bushelið upp í eitt og fjórða part úr centi, sökum vax- andi kostnaðar á undanförnum ár- um. Enn fremur var þess leitað, að styttur væri sá tími, er korn væri geymt kauplaust, yrði eftir. leiðis að eins tíu dagar en ekki fimtán, eins og áður hefir verið. Beiðst var og leyfis til að auka gjöld á meðhöndlun ýmsra korn- tegunda í kornhlöðum hins opin- bera vestanlands. . pau gjöld eru nú 1% cent á bushelið, en þess beiðst, að þau væru hækkuð um hálft cent. Móti þessu er lagst al hálfu bændannal, að sögn, og gagna krafist er sönnuðu aS hækkun þessi væri sanngjörn eða brýn. Úrskurður kornmálanefnd- arinnar ekki enn birtur. — Korn- hlöðumenn báru nýlega fyrir stjórnina þá kröfu, að minni mun- ur yrði gerður á flutningsgjaldi fyrir malaS hveiti og ómalað, ícváðu þann mismun svo mikinn að útlendir malarar gæti keypt ómal- að hveiti hér í landi, flutt heim, malað það og selt fyrir lægra verð en hérlendir malarar gætu staSið sig við. petta mundi leiða til þess, að malarar gætu ekki staðið sig við að mala meira en hér í landi væri keypt, en við það mundi úrgangs- korniö hvergi nærri nægja til að fullnægja eftirspurn eftir gripa- fóðrinu>y pvíkröfðust þeir, að stjórnin hjálpaði þeim til að rétta skakka þann, annáð hvort með út- flutnings premíu á möluðu hveiti €ða ívilnun á flutningsgjaldi þess. Móti því risu eigendur skipa. En er stjórnin kvaddi malara til að sjá sjálfir ráð við þessu, svöruðu þeir, að skip þau, er landiS ætti, væru rétt til þess að styðja iðnað •og atorku í landinu, og ef þeim væri til þess stjórnað, en ekki haldið í samtaka bákni skipafélaga til sérgróSa (Norfch Atlantic €ombine), þá mundi stjórnin á- líta það sjálfsagt, að nota þau til að styðja eina mestu atvinnugrein landsins í samkepni við þá, sem hennar hnekki stunduðu í öðrum löndum. Innflutningur fólks til þessa lands eykst daglega. í júlímán. uði síðastliðnum fluttist yfir 12000 manns inn í landið um hafnir en 4700 frá Bandaríkjunum, sem er miklu meira en í fyrra á sama tíma. petta fólk, sem kom hand- an um haf, er mest frá Bretlandi, ætlaði þriðjungur þess sér að taka lönd til ábúðar, hitt vanast strit- vinnu eða meðferð véla. Svo er sagt, að færri komist hingað frá Bretlandi, en vilja, og að allt far- þegarúm sé fyrir fram pantað, í farþegja skipunum, mörgum mán- uðum áður þeim er ætlað að leggja af stað. - Einn af bændafulltrúunum í Ontario, er ekki náði kosningu síðast, bar margar sakir á mann sem þá var í ráðherrastöðu, um mútugjafir og atkvæðakaup fyrir kosningu til þings í einu kjör- dæmi. pær sakargiftir eru fim- tíu 'Og fjórar talsins. Sá sem sakaður er hefir lagt fram gagn- sókn í málinu með 63 ákærum á hendur þeim sem leitaði á hann. Mál þetta á að takast fyrir í haust, að sögn. prír nafnkendir menn voru boðnir til sýningar veizlu í Tor- onto nýlega, og héldu allir ræður. Sir George Foster harmaði þann ó- róa er menn hefðu í frammi og við- leitni til að færa úr skorðum þá skipun þjóðfélagsins sem komist hefði á og skapast smásaman. Mr. MoKinnon, formaður verksmiðju eigenda félags kvað landið kaf- hlaðið af sköttum, rannsóknum og nefndum. Hon. E. C. Drury, stjórnarformaður í Ontario kvað ráðlegast að halda saman og treysta hinu góða og sanna.— Sir George Foster bað menn gæta þess að ekki yrði þjóðfélagi skipað sem hlut úr dauðu efni, heldur væri efnið lifandi menn, og því mætti aldrei gleyma. Stjórnin í British Columbia hef- ir varið þrem miljónum dala til að stofna nýjar atvinnugreinar á umliðnu ári. Ein ástæða til þessa nýja tiltækis, sem er fágæt, er sú sögð að mjög margir her- menn, svo að skiftir tugum þús- unda, hafa sezt að í B. Cv umfram þá, sem þaðan fóru í herinn. Allan þann tíma sem sykur hef- ir verið að stíga sem mest, hafa miklar byrgðir sykurs verið geymd ar í einu vöruhúsi stjórnarinnar í Halifax, ekki minna en 112000 sekkir. pessi fúlga hefir verið seld hvað eftir annað, og hver kaupandi selt aftur, fyrir hærri prís en hann keypti fyrir, en var ekki hreyfð heldur geymd þar í fjóra mánuði. Sagt er að ein- hverjir syðra hafi átt byrgðir þessar, og komið þeim fyrir til geymslu, í vöruskála landstjórn- arinnar. Bruni varð í Ottawa um helg- ina, eyddist skautasvellskáli, mjólkurhús með hesthúsi og mörg íbúðarhús. Skaði metinn yfir 100 þúsund dali. Stelvísir voru að verki í þorp- inu Rapid City Man., um helgina, brutust'inn í þrjú stærstu verzlun- arhúsin, og höfðu á burt með sér peninga og verðmæta muni til 'fleiri þúsund dala. Milli 30 og 40 þingmenn Mani- toba fylkis tóku sig upp í fe.rða- lag norður í óbygðir norður af bænum Pas, að skoða námur og iandsnytjar og njóta náttúru blíð- unnar. Til Brussels er á leið kominn Hon Hugh Guthrie, að taka þátt í fundi Legaue of Nations, sem á að fjalla um fjármál helzt. Með honum verða til meðráða tveir fulltrúar frá bönkum eystra. Mr. Guthrie ætlar jafnframt að hafa tal af þeirri nefnd á Bretlandi, sem hefir með höndum það starf, að reisa minnisvarða á leiðum fallinna hermanna. Um 48 þús. Canadamenn hvíla á Frakklandi, 3000 á Bretlandi og 6000 í Canada. pað er sagt í ráði, að hafa minnis- varðana á leiðum þeirra alla eins útlítandi. Nýlega eru farnir hjá austur úr, hinir brezku blaöamenn, er áður var getið, að á ferð hefðu verið vestur að hafi. par skildu við hópinn þeir sem frá New Zealand voru og Ástraliu, fóru skemstu leið til átthaga sinna, en þeir frá Bretlandi hinu mikla snéru við til síns heimalands/ Mikið létu þeir yfir viðtökunum og því, hve vel þeim litist á landið, íbúana og þeirra rösklegu athafnir. Margra firna og fyrirbrigða verður vart í þessu fylki á þessum síðustu og verstu tímum. Engi- sprettu hættan var niður kveðin með atbeina stjórnarinnar og orm- ar, maðkar, sveppar og aðrar sníkjur, dýra eða jurtalífinu til- heyrandi, sýndust taka dæmi þar af og skríða í felur og forða sér, jarðepla blaðætur komust ekki upp nueð moðreyk, grasmaðkar, ef í dagsljós gægðust, dóu af drykkjar þröng, ryðsveppar respekteruðu bændasamtök og háa hveitiprísa og héldu sér í skefjum, allir þess- ir og margir aðrir af sníkjandi meðlimum náttúru samfélagsins ,voru kyrlátir og skaðlausir í ár. En ekki er náttúrunnar eyðandi kraftur iðjulaus. Á einum stað hér í voru fagra og frjósama fylki er ófögnuður upp kominn. Kvik- indi þau, sem nefnast “lizards”, hafa gert vart við sig. pau Pau eru af skriðkvikinda kyni, alt að sex þml. á lengd, þau stærstu, beinlaus, slepjuleg en meinlaus. Slík óboðin aðskotadýr hafa heim- sótt einn stað í fylkinu, sem eng- inn fer til nema að nauðsyn krefji, sem er Ninette heilsuhælið. par líta þau dnn um allar gættir, ef opnuð eru, skríða í stórum breið- um um engjar og akra (ef nokkr- )ir finnast), skóga og skeiðgötur. Ekki er það talið sannsögulegt, sem sumir juku í fréttina, að kvikindi þessu hafi flutt með sér gripi, er þau fundu fyrir sér útum haga. Látin er á Englandi barónessan af Earnscliffe, ekkja hins náfn- togaða stjórnarformanns Sir John A. Macdonald. Hún var seinni kona hans, háöldruð orðin, pálega hálfníræð. Eldar eru sagðir upp komnir á ýmsum stöðum norður í óbygðum ,hjá Norway House hér í fylkinu. ,Fátt er þar af fólki, utan Indíán- ar, sem teljast tómlátir að kæfa bálið í iþetta sinn. Akravinna hefir gengið mjög greiðlega vestanlands í ár, vegna einstakrar veðurblíðu. ------o------ Bandaríkin Suður hjá Louisville, Ken- tucky, kom svo mikið regn úr lofti ,í dal nokkrum, að allan dalinn ,flæddi, sem olli yfir 100,000 dala tjóni. í hafnarborgum austanlands í Ameríku er svo sagt, að verkföll breiðist út með hraða meðal þeirra sem vinna að því að afferma skip og hlaða. Látið er í veðri vaka, að tilefnið sé ekki beiðni um hærra Jcaup og styttri vinnutíma, eða (betri aðbúð, heldur séu menn þessir reiðir út af því, hvernig Bretastjórn stendur að málum íra, enda sagt að þeir neiti aðeins að vinna að vöruflutningi með brezkum skipum. Verkafall þetta hófst í New York og hefir þreiðst út þaðan. Farið er að krauma í stjórnmála pottinum syðra, með brigslum og sakar giftur, heldur snúðug- um. Su er ein, sem þingmaður nokkur, Britten að nafni, skaut á loft, að annar flokkurinn hefði fengið fé nokkurt að gjöf frá Bret um, til að standast kosninga kostnað, með fleiri atvikum líkrar artar. pví máli var þegar skotið til rannsóknar, en ekki hefir ýt- arleg niðurstaða þar um í hámæli komist, utan hlutaðeigendur neita harðlega að nokkuð sé hæft í þessuy segja það afleitan upp- spuna. Hinn flokkurinn hefir þegar lýst öðrum sökum á þann, er umgetna sök færði í hámæli, mikið óshotrum, sem víst verða kannaðar með nefnd. pykir Ame- ríkumönnum heldur vænkast, er ræðumönnum vex móður og rjúfa friðarský það hið mikla, er yfir stjórnmálunum hefir hvílt fyrir- farandi. peir sem fyrir sam- pkotum standa til kosninga þarfa eru eltir á röndum og rýnt eftir hvaðan skildingarnir koma og live miklir þeir eru, sem mörgum þyk- ir gaman. Lesa má í blöðum, að dómkröf- ur séu útgefnar til að taka lög- námi viðskiftabækur þeirra sem verzla með kol, og neitað höfðu að veita eftirlitsmönnum stjórnar- innar leyfi til að rýna í þær og þau kolafélög kærð um fjárdrátt í kolaverzlun, gagnstætt lögum. Mikil ringulreið er sögð á vinnu í kolanámum þar, með verkföllum og ýmsum kröfum. Um marga stuldi hefir veröldin heyrt getið, bæði fyr og síðar, smáa og stóra, ríkra og fátækra, en tæplega um að stolið hafi verið vöruflutningalest, nema í skáld- sögum. pó er það sagt í fréttum að iþetta hafi komið fyrir í Chicago í vikunni, vörulest með 20 vögnum var hnuplað með því móti, að sá sem Sitýra skyldi var knúður til að skilja við hana, þaut svo lestin sína leið og fanst seinna mann- iaus langar leiðir í burtu. Ein- hverjum óróa meðal verkamanna er kent um þennan stórkostlega stuld, sem því betur er fátíður. > r? -,■*.• ■■■■ •••*»:( Æstu menn í stjórn járnbrauta syðra hafa tekið sig saman að biðja stjórnina að vernda sig fyrir lög- lausum athöfnum sem í frammi eru hafðar á járnbrautunum, af þeim sem félögin hafa rekið úr vistinni eða sjálfir lagt niður verk. peir hnupla togreiðum, berja verk- fallsbrjóta og valda margskonar spjöllum og truflun á rekstri brautapina, að sögn þessara fé- lagshöfðingja. Einkennilegt mál var fyrir rétti í N. York nýlega, ungur maður var fyrir réttinum, sakaður um ó- skikkanlega hegðun. Hann hafði setið á fremsta bekk í leikhúsi, en á pallinum fyrir framan hann stóð söngmær og kvað við raust kvæði sem byrjaði svona: “Come to my arms and kiss me”, piltlnum brá svo við, að hann spratt upp úr sæti sínu, stökk upp á pallinn og lét ekki segja sér þetta tvisvar. Hann bar það fyrir réttinum, að hann hefði ekki getað að sér gert, tilfinningarnar hefðu borið sig ofurliði. Dómari lét þá söngmeyna kveða vísuna í réttinum og að því loknu múlteraði hann piltinn fyr- ir dæmafátt óskikkelsi. Suður í Fensilvania eru kola- nemar sagðir að hafa gert verk- fall, sjötíu þúsundir að tölu, þar sem anthracite* kol eru úr jörðu grafih, talið stofnað af þeim for- sprökkum, isem óánægðir voru með kaupgjald það sem ákveðið var af þar til settri nefnd fyrir ekki löngu. Til þeirra ráða er sagt tekið þegar í stað, að efna til nýrra samninga um kaup og hlunn indi. Bretland Til Bandaríkjanna ætla Bretar að borga 250 miljónir dala í haust er þeir tóku að láni fynr fáum árum. Peninga til þess fékk stjórnin með því að fá fólk til að stofna til sparnaðar í hverri sveit og sókn í landinu, meðal barna og verkamanna, sem alkunnugt var meðan stríðið stóð, að skírteini voru fengin þeim er spara vildu litlar upphæðir. pessi mikla fúlga hefir sparast saman á stutt- um tíma af smáskildingum fólks- ins. Stjórnin hefir ráðið, að fá þess^a upphæð og borga renturnar innanlands, heldur en að láta þær renna út úr landinu. Leigan af upphæðinni er ekkert smáræði, meir en 12 miljónir dala á ári. Hér sannast fyllilega hið fornkveðna, að safnast þegar saman kemur. Sjómenn hafa nú orðið samtök til að bæta kjör sín og gæta rétt- inda sinna, að dæmi þeirra sem á landi vinna. Pau samtök vilja þeir færa út, svo að þau nái til hvers fljótandi fars sem á sjó kemur. Sagt er að stjórn þessa sambands sé í London. Hún heimtar nú hærra kaup fyrir alla meðlimi þess félagsskapar er hún stendur fyrir. Pví hefir tæplega verið neitað, en hinu færast eig- endur skipa undan, að lögleiða átta vinnustundir á dag, með því að varla mundi rúm fást í skipun- um til að hýsa þann skara allan er þá mundi þurfa til áhafnar. í Glasgow hafa Iþeir sett upp kornhlöðu, er miklu hraðara vinn- ur en fyr gerðist þar, svo að hún getur tekið við hundrað tonnum korns á klukkustund. London Times getur þess að baron Hardinge muni innan skams verða útnefndur sendiherra Breta í Paris, í stað jarlsins af Derby, er gengt hefir sendiherra embætt- inu á Frakklandi að undanförnu. Baron Hardinge hefir áður ver- ið sendiherra Breta í Constantino- pel, Berlin, Paris, St. Petersburg og gegndi um hríð landstjóraem- bætti á Indlandi. Hvaðanœfa. pjófar í Parísarborg hafa tekið upp spánýtt ráð til að létta undir sína iðju. peir notuðu það nýlega í tilgreindu húsi þannig, að þeir létu eiturloft leggja inn í það, þangað til þeir voru rænulausir, sem inni fyrir voru, eftir það settu þeir á sig tilfæringar til að verja vitin fyrir áhrifum þess, rann- sökuðu svo ihúsið í hólf og gólf í hægðum sínum. * Sagt er að eitur það hafi komið frá hergagna birgðum hins opinbera. pjófar þessir fóru leið sína, þegar þeir þóttust hafa tokið sér af og náð- ust ekki í það sinn. pað nýjasta, sem sézt hefir á prenti viðvíkjandi sparnaði á eldi- við er það ráð, að mylja kolin eins smátt og mél, blanda salla þann hæfilega með lofti og láta hann drífa inn í eldhólf með þar til gerðum tilfæringum. par með er sagt að kolin drýgist til mikilla muna, hlaupi ekki í hellu, og svo vel eru tilfæringarnar stiltar, að ekki þarf að gá að eldinum, að sögn. En dýrar eru þær, 395 dal- ir fyrir meðalstórt íbúðarhús. pessi aðferð tjáist notuð hafa ver- ið meðan stríðið stóð, til stórmik- jls sparnaðar og hægðarauka, og sé komin á í ýmsum löndum. Sag.t er að Serbia logi í uppreist um þessar mundir og að Croatar Ungverjar og Montenogröbúar hafi myndað samsæri í þeim til- gangi að leggja undir sig land Serba. En er ekkert hlé sýnilegt á ó- friðnum -milli Bolsheviki ötjórnar- innar rússnesku og Pólverja. Velt- ur þar á ýmsu; báðir málsaðiljar þykjast hafa betur í viðureign- inni eftir blaðafréttum að dæma, en sönnu næst mun það þó vera að Pólverjar hafi í flestum tilfellum borið hærra hlut. Lithuaniu- menn hafa ráðist að Póllandi með allmikum herafla, er líklegt talið að það sér gert í samráði við Bolshevika. Hafa Pólverjar beð- ið stjórn sambandsþjóðanna að skerast í leikinn, með því að fyrir- mæli friðarþingsins í sambandi við landamæri Póllands hafi skýlaust verið rofin af Bolshevikum og Lithuaniumönnum. — i. Nokkrir birtufletir iðn- aðarmála. eftir Herbert W. Magoun, Ph. D. Á miðöldum tóku þeir sig saman sem ha-ndiðnir stunduðu á Ind- landi, til að gæta hagsmuna sinna í félagi. peir urðu þess brátt varir, að það mætti verða þeim hagur að fækka þeim, sem gáfu sig til að læra handiðnar verkin. pað fór fram, og þá tímar liðu varð það, að ekki mátti taka aðra til að læra handiðn manns en þá sem voru í ætt við hann. pau samtök er með þessum hætti voru stofnuð, urðu stór og sterk og auðug; en ekki sáu þeir fyrir,\em i þeim voru, hvað fram mundi koma. Af -sáði því er þeir settu niður, spratt upp ávöxtur, en ekki náði hann þeim viðgangi, fremur en epli og kartöflur, er þeir gerðu sér vonir um, er til hans höfðu sáð. Slík sæði líkjast fornri fyrirmynd eða uþp af þeim kemur ávöxtur gersamlega ólíkur þeirri plöntu eða þeim ávexti er þau spruttu af, og svipað kom nú fram á gildum þeim eða samtökum er nefnd voru. Með engu móti er unt að segja til árangurs fyr en að uppsker- unni kemur. Plönjtur kunna að pretta vonir, þó dæilegar séu á að líta. Handiðnamenn (þeir er greint yar frá) höfðu fríða plöntu, því að þeim gekk vel og eignuðust til að sjá auð fjár, frjálsræði í at- höfnum og sæludaga. En nú er ávöxturinn fullþroska og sést greinilega.. Hann er ekki girni- legur; því að stéttaskifting staf- aði að lokum frá ráði þessu, en þeirri tilhögun fylgdi sú auðvirði- legasta áníðsla, sá iðnaðar þræl- dómur sem engin von vermir, hvers líka heimur hefir aldrei séð. En svo vildi til, að ávöxtur þessi fékk færi til þroska, og þá iðnað- arnám var fullbundið við heima- fólkið, gat hann ekki annað en náð viðgangi. En þeirrri skipan fylgdi að enginn tók öðrum fram um neitt og vonir eyddust, ef til urðu. pví að Hindúi má ekki breyta til um vinnu sína, þó honum þyki hún vond. Fyrir því er séð af hans trú- arbrögðum, nema hann afræki þau og taki kristni. Nú skal nefna dæmi til að skýra þetta. Tveir vefarar búa í nábýli Annar dýfir bandi í rauðan lit áð- ur vefa fer, hinn lætur það halda lit. Sá er eini munurinn. Nú kemur það upp að sókst er eftir jrauðum lit en ekki eftir hvítum, er lítils virði þykir hjá hinum. Veitir sá náunga sínum liðsinni, sem úr hvítu v-efur, með því að dýfa því í rauðan lit? Síður en svo! Svelta má hann en ekki það. Ef hann dirfist að reiha það, verð- ur honum nafn gefið: “samtaka- brjótur” (“scab”) er fylgir hon- um alla æfi. Svona segist manni frá, sem þangað fór frá Ameriku, að boða trú, og hafði sig allan við að reyna á þessar iðna skorður. pær virð- ast furðulega fávíslegar og hrotta. lega fráleitar. En í voru fagra landi má sjá stefnur er horfa til sama miðs. pað er bundið ó- rjúfanlegum skorðum, hvað tré- smiður má gera, og hvað ekki og slíkt hið sama kemur fram í öðr- um handiðnum. pað má vel vera að þes-si saga sé sönn — ólyginn sagði mér — þó ekki geti eg á*> byrgst það: Strákar brutu grindur fyrir bartskera vestra. Sá á fór á fæt- ur í býtið næsta morgun að bæta það brotna. Honum kom ekki til hugar að gera meira, en Yfirnefnd Verkamanna félaga sektaði hann hárri sekt fyrir að fremja smíða- vinnu! Hann borgaði sektina. prír mánuðir liðu hjá. pá komst hann í færi. Hann lagði fram skrá hundrað og fimtíu manna, sem sannir voru um þá sök, að hafa rakað sig sjálfir. Hann lét sannanir fylgja, . krafðist nú sekta og Afði það fram, með því að dæmi var þá til að fara eftir. Sektirnar varð að greiða. Hvað mundi verða, ef annað eins yrði alment? pað er líkast gríðarlegu gamni. En er það gaman? Kunningi minn var kallaður “brotabukkur” fyrir að gera við dyragrind hjá sjálfum sér utan samtaka stunda. Gremj- an og gangurinn í honum var á borð við ólmandann í þeim sem ákærðu hann, og svo átti það að vera; Sá samtaka forkur, sem skipaði manni að hætta vinnu á hlaðinu hjá sér, hann fékk að heyra hljóð úr horni og skyndi- kall neðan úr bæ. En sá atburður geymir alt um það lærdóm og það er tími til kominn að vér gætum að fríheitum vorum, sem háski er búinn. Oss kann að henda það slys, að vér mistum þau ella. Gildin í India stóðu á sérgæzku og ágirnd, og ef þau ryðja sér til rúms í sam- tökum verkmanna á annað borð, þá mun niðurstaðan verða fult svo bág að lokum. Á vissum verka- manna þingum í Ghicago reyndu nokkrir íhaldssamir forkólfar að sýna mönnum fram á, að almenn- ingur ætti og nokkurn rétt á sér, en þá hrópuðu fundarmenn: “F— taki fólkið!” pessi ósómi sýnir, að ekki er með öllu trútt um að til sama horfs sæki hér og þar. pað er fornkveðið mál, að ást sé blind. Hún er skygnari og sér lengra en ágirndin. Ágirnd mun gera verkalýð sömu skil og auði: vefja honum heðni um höfuð; og ekki mun verkafólk koma mýkra niður fyrir það, að verkafólk á í hlut en ekki auðfólk. par af skyldi okkar verkafólk fá eftir- þanka. Lika ætti það að opna á því augun. Forkólfar, sem kitla ágirnd verkmanna, eru blindir og leiða blinda. peir vinna sér í hag- inn meira en þeim mönnum, sem þeir leiða afvega. peirra ráð munu bíta að lokum til að eyða einmitt því, sem þeir lofast til að ná, beint með sama móti og gilda —eða iðnskorðu tilhögunin leiddi til iðnaðar þrælkunar. • Mikið vildi meira og tapaði öllu. pað er gamalt spakmæli. pað er volaðs vera og allsherjar lögmál. Pegar menn heimta of mikið, þá knýjast aðrir til að losna við þjón- ustu þeirra, ella reyra sig fjötrum ánauðar. Eins lausung er annars ánauð og í lögmálinu er lausnin falin og hvergi annars staðar. En það lögmál verður að vera réttvíst og sanngjarnt, ganga jafnt yfir al-la, duga þeim fátæka jafnt.og þeim ríka, og því má með engu móti beita til rána. Að vor lög hafa til þess notuð verið, er al- kunnugt og haft að orðtaki. iSú var tíðin, að samtaka sperð- illinn var talinn sjálfsagður. Braskarar náðu tökum á bærilegu fyrirtæki og létu það ganga úr sér. pegar það þótti til þrots komið, fengu þeir “minor stock- holder” til að skoða og skýra frá högum þ-ess; hvareftir því var umbreytt, hann fékk tilhlýðilega viðurkenning, þá nýjum hlutum var útbýtt fyrir gamla, braskarar eða fjárdráttarmenn tóku aftur tökum og skildingar streymdu til þeirra. Peningarnir fyltu ekki vasa þeirra, sem áður fyr lögðu í félagið. Til þess voru ekki held- ur ráðin stofnuð. pað verður nú ljósara með degi hverjum, að þessar og þvílíkar að- farir eru í raun og veru sviksam- legar. pó ekki sé mönnum ljóst í fyrstu hvað undir býr, þá skilst þeim það á síðan og rísa gegn því fargani. Eg þekki til slíkra manna. Einn er Mr. H. P. O’Reilly í Springfield, Mass. Honum var boðið að ‘vera með” í að setja eina þess konar ráðagerð, á laggirnar; en hann frestaði því til að íhuga málið. par af kom, að hann hafn- aði tuttugu og fimm þúsund dala hlutaboði, gekk í lið smælingja meðal hluthafa, höfðaði mál gegn félagsstjórninni og átti á hættu að verða öreigi fyrir að breyta eftir samvizku sinni. “Mér virtist að- ferðin ekki ráðvandleg,” sagði hann við mig. Á slíkum mönnum hvílir fram- tíð viðskifta og verzlunar. “Auð- ur” hefir nógu lengi beitt þeim aðförum. “Yrki” hatast við hann vegna þess hann hefir haft rán í frammi, með tilsettum ráðum. En ekki skyldi Yrki ætla, að nú sé hans tími kominn til að fremja slíkt hið sama. Ef verkafólk hugsar til þess, þá mun það fljót- lega komast að því, að sú stóra jneðalstétt hugsar ljóst og sér hvert markmiðið er, svo greini- lega, að hún kann að fella dóm á það. Eg man eftir ketsala vestra, sem fylti blaðið í þorpinu með skömm- um um ketsalafélögin, þangað til hann fékk þær sömu ívilnanir, sem hann hafði áður fordæmt. Alt í einu fór hann að hafa lágt og lét vel til félaganna. pá fór fólk að furða sig á hvað til kæmi og á- stæðan fréttist jafnvel til þess bæjar, sem eg bjó í, fjörutíu míl- ur frá. pað var átakanlegt og eft- irtektavert, hvað sá maður var fyrirlitinn. Ágirndin í honum var svo frek, að félk veitti henni eftirtekt. Yrkja samtökin skvldu forðast, jafnvel grun um græzku, ef þau vilja sannfæra hávaða sinna fylgjendá um að þau vilji gera rétt. Ef verkstjórar eða vinnuveitendur hafa sýnt þeim á- girnd til eftirdæmls, þá er þar af enn stríðara tilefni fyrir verka- fólks forkólfa að fylgja réttu sleitulaust, án undanbragða. Ef þeir gera svo, mun Auður mæta þeim á miðri leið, skal ekki haldast annað uppi, og gera það sem rétt er. Almenningur skal sjá um það. Auði og Yrkja mun báðum koma í koll, ef hvor um sig beitir hinn brögðum; hvorirtveggja verða að hafa sjóð til iðnastríðs, bíða skaða að óþörfu af verkföllum sem ekki þurfti til að taka; fólkið verður að borga fyrir deilur þeirra, með því að greiða hærra verð fyrir alla hluti, og viðurlífis kostnaður þ.elzt í háu marki og verður svo að vera, því að tvennir tveir verða aldrei sex. Ef hlutur kostar sex dali vegna tafa og trafala að búa hann til, þá verður hann ekki seldur með ábata fyrir fjóra og enginn lifaiidi maður fæst til að ráðast í neitt fyrirtæki með því lagi. Fáir skilja þann lið, sem nefn- ist “kostnaður”. Sá tekur sér aldrei hvíld, vinnur á nóttinni og á sunnudögum líka. Hann hlut- ar svo til, að það kostar eins mik- ið að selja hluti eins og að búa þá til. Verkamenn skilja það ekki. peir vita hvað efnið kostar og hver verkalaunin eru. pví álykta þeir, að ef þetta hvorttveggja er fimm dali til samans, þá kosti hluturinn fimm dali, tilbúinn. Ef hann er seldur fyrir tólf, þó ætl^ þeir á- góðann sjö dali eða 150 prct. peir gæta þess ekki, að laun, hiti, ljós, eldiviður, trygging, að- gerðir, fyrning, flutningur, nýjar vélar og ýmislegt annað á að tak- (Framh. á 8. bls.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.