Lögberg - 09.09.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.09.1920, Blaðsíða 4
BU. 4 LÖCJB1.RG, FIMTUDAGINN 9. SEPTEMBER 1920 Jögbrrg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,(Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIjSIMI : GAKKY 416 o(? 417 Jóe J. Bfldfell, Editor Utanáskrift til blaðsins: THE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Wlnnipeg, Man- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man- VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. -€».27 Sýning á búsáhöldum A öðrum stað í blaðinu birtum vér tilkynn- ingu frá Búnaðarfélagi fslands um sýningu á búsáhöldum, sem haldast á á íslandi næsta vor. Vér ætlum ekki að fjölyrða hér um nauð- syn þessa fyrirtíekis, né heldur um nytsemi þá, er slík framfaraspor geta leitt til, því allir Vestur-fslendingar, er slíkum sýningum eru vanir hér í landi, og það munu flestir þeirra vera, skilja þýðingu slíkra sýninga fyrir fram- farir og afkomu manna, að því er landbúnaðinn «nertir. En vér vildum benda á annað, og það er hve ervitt landar vorir á ættjörðinni eiga upp- dráttar í þessu efni. Þeir eru fjarri þjóðum þeim, sem fram- sóknar mestar eru að því er verkfæra fram- leiðslu snertir og geta ekki kjmt sér nýjustu og starftækustu vélar, sem framleiddar eru, nema með miklum kostnaði. Þjóðin sjálf, hin íslenzka þjóð, er lítil og á þess vegna erviðaara með að fá nothæf verk- færi framleidd heldur en þær hinar fjölmennu þjóðir, er meira verzlunarþol hafa, og svo er hin einkennilega náttúra Islands, sem í mörgum tilfellum krefst vinnu verkfæra er henni hæfa. En þrátt fyrir það eru mörg verkfæri og búsáhöld, sem eru nothæf og þénanleg hvar í heimi sem er, og sum þeirra hafa ekki náð að komast heiin til gamki landsins enn sem komið er, en gætu orðið þar að miklu liði. Vilja nú ekki vestur-íslenzku bændurnir, sem þekkja til starfrækslu í báðum löndunum, Ameríku og Islandi, athuga nákvæmlega vélar þær, sem hér eru til og notaðar eru við jarð- yrkju, hvort ]>ær geti ekki orðið löndum vorum á íslandi að liði og benda þeim svo á þær og senda Búnaðarfélaginu myndir eða ‘catalogue’ af slíkum verkfæruin ásamt bendingum þeim, er þeir álitu að löndum vorum þar heima gætu orðið að liði 1 Vér teljum víst, að þeir vilji gjöra það — meira, vér skorum á þá að gjöra' það. Og vér skorum ekki einasta á vestur-ís- lenzku bændurna, heldur alla Vestur-Islendinga sem þekkja inn á vélar eða verkfæri, sem not- hæf gætu veri& fyrir landa vora heima, hvort heldur til jarðyrkju, heimílisiðnaðar eða ann- ara þarfa, að benda forstöðumönnum Búnaðar- félagsins á slíkar vélar og slík verkfæri og senda þeim uppdrætti (catalogue) af þeim. Eins vildum vér að bendingar í sambandi við vinnuaðferðir og vinnuvélar frá Vestur- íslendingum, sem þekkja .irm á slíka hluti og eru orðnir þeim vanir, verða með þökkum með- teknar af forstöðumönnum búnaðarfélags ís lands. Utanáskrift Búnaðarfélags Islands er: Til Búnaðarfélags Islands, Reykjavík, Iceland, Europe.. -------O------ • Sundraðir föllum vér. ‘ ‘ Nýstofnað er á ísafirði eimskipafélag inn- lent, sem skírt hefir verið Eimskipafélag Vest- fjarða. Var á stofnfúndinum kosin 7 manna stjórn í félagið og skipa hana: Jóhannes Þor- steinsson kaupm., formaður, Sigurður Sígurðs- son lögfræðingur, Magnús Magnússon kaupm., TrjTggvi Jóakimsson kaupm., Sigfús Daníels- son verzlunarstjóri, Ólafur Jóhannesson kon- súll og Hannes Stephensen kaupm. á Bíldudal. Félagið er stofnað með hlutafé og hafa þegar fengist í loforðpm 360,000 kr. Munu þó enn vera eftir efnamenn þar vefjtrii, sem engu fé hafa enn lofað, en menn ætlú að gerist hlut- hafar.. Og stórverzlanir margár hafa enn ekki ákveðið hluttökuna, en fullyrt að sumar þeirra leggi stóran skerf af hendi til félagsins, Er á- hugi manna mikill fyrir því þar vestra, að félaginu takist að fá nóg stofnfé og taka til starfa hið fyrsta. Ætlun þess mun vera, að fá sér millilanda- skip fyrst og sennilcga mun það leggja áherzl- una á það fremur en strandferðaskip. Enda munu þau borga sig betur. Eru þetta góð tíðindi og er vonandi, að Jætta nýstofnaða félag geti trygt sér nóg fé til framkvæmda, því ekki eru samgöngur vorar enn komnar í það horf, sem þær þurfa að færast í. Vonandi líður ekki á löngu þangað til Norð- lendingar og Austfirðingar renna á sama vaðið.” Ofan skráða frétt, sem tekin er úr Morgun- blaðinu, sem gefið er út í Reykjavík 31. júlf s.l., las eg þrisvar sinnum áður en eg trúði mínum eigin augum, og spurði sjálfan mig: “A nú að fara að eyðileggja það fyrirtæki, er þarflegast hefir verið stofnað hjá þjóð vorri síðan á land- námsöld, Eimskipafélag íslands?” Eg skal fúslega játa, að f jarlægð mín gjör- ir mér ervitt fyrir að átta mig á þessari nýju hreyfingu og skilja til fulls ástæður- þær, er til. grundvallar kunna að liggja fyrir henni, en eft- ii fréttinni að dæma, er ekki hægt að sjá annað, en að þessir landar mínir á Vestfjörð- um séu að mynda nýtt eimskipafélag, sem sé óháð og starfi í samkepni við Eimskipafélag fsands, — keppinaut, sem eigi að vaxa og þrosk- ast á kostnað þess. Þegar Eimskipafélag íslands var stofnað, var það sérstaklega eitt, sem gaf manni von um þroskun þess og blómlega framtíð, og það var einhuga þjóð — einhuga um að brjóta af sér viðjar útlendrar ánauðar, að því er vöru- flutninga og viðskifti snerti, sem hún hefir orðið að lúta í mörg hundruð ár; stofnun Eim- skipafélagsins varð ekki að eins til þess að losa um þá fjötra, varð ekki að eins afl á sjálf- stæðis og þroska-braut þjóðarinnar, heldur líka verndarengill hennar frá beinum voða á nýafstöðnum neyðartímum. íslenzka þjóðin er að eins smáþjóð, — minst þjöðanna, með takmarkað gjaldþol, þegar um stór fyrirtæki er að ræða, og skifting þess er ekki .að eins hættuleg fyrir slík fyrirtæki, held- ur £etur beinlínis orðið þeim til eyðileggingar, og þegar við skiftingu innstæðufjár lands- manna bætist skifting þeirra sjálfra í öðrum eins velferðarmálum eins og Eimskipafélags- málinu í tvo eða fleiri flokka, í jafn marga flokka—eftir ósk greinarhöfundar Morgun- blaðsins að dæma—eins og landsfjórðungarnir eru, þá eru allar þessar siglinga framkvæmdir íslendingá dauðadæmdar. Mér er full-ljóst, að enn sem komið er hefir Eimskipafélag Islands ekki getað fullnægt öll- Lim þörfum íslendinga, að því er millilanda- ferðir snertir, og við því var heldur varla að búast, því það hefir ekki haft nægan tíma til vaxtar þess og þroska, er útheimtist til að auka svo skipastól sinn, að allir partar landsins geti notið skipaferða þeirra sem fólk á hinum ýmsu stöðum þarf eða óskar. En þótt slíkt sé óþægilegt, og ervitt, þá finst mér að það ætti ekki a?5 knýja menn út í önnur eins örþrifa úrræði eins og hér virðast vera á ferðinni. Mér finst sannarlega, að landar mínir á íslandi ættu að athuga vel afleiðingarnar, sem af því gætu leitt í nútíð og framtíð, ef íslend- ingar færu að mynda svo mörg eimskipafélög í landinu, að ekkert þeirra gæti þrífist. Segjum, að Vestfirðingar haldi áfram með sína félagsmyndun, Norðlendingar og Austfirð- ingar gjöri hið sama og komi sér upp nægileg- um skipastól til þess að annast flutning á öllum millilandavörUm hvert í sínum landsfjórð- ungi, þá yrðu eimsknpafélögin á íslandi orðin fjögur. Fjögur eimskipafélög hjá þjóð, sem telur um 100,000 mans, er keppa svo hvert við annað um þann takmarkaða vöruflutning, sem flattur er til og frá landinu. Finst mönnum að nokkurt vit geti verið í slíku ? Samt er nú ekki mest að óttast hagfræði- legu leiðina á þessu, því þótt eitt eða fleiri ]>essara félaga ylti um, þá að líkindum væru það tíltölulega fáir menn, sem féflettir yrðu, og er það ekki óbætanlegt tjón. Hitt er verra, að það sundrar landsmönn- um svo hörmulega í þessum samgöngumálum, áð þeir gætu ekki viðnám veitt eða beitt afli því, sem þjóðin í heild sinni á yfir að ráða, þegar á þá er leitað. Vér munum glögt eftir því á stofnfundinv um í janúar 1914, að mönnum stóð þá mestur stuggui* af útlendum yfirgangi í sambandi við þetta eimskipafélagsmál, og hefir sá ótti ef til vill verið á rökum bygður; að minsta k'osti var mönnum nokkur vorkunn þó þeir væru hræddir, eftir reynslu þá, er þeir voru búnir að ganga 1 hm. En kringumstæðurnar gerðu hann að engu um tíma. Stríðið kom og með þvi skipaþurð svo ó- skapleg, að sagan hefir víet ekki frá öðru eins að segja; hver dallur, sein á flot gat farið, \ ar tekinn til vöruflutninga um hin ýmsu höf, og skipastóll þjóðanna var ekki nærri nógu mikil) til þess að fullnægja kröfunum. En tímarnir breytast og þá líka ástandið með skipastól heimsins. Skipunum fjölgar og áður en margir áratugir líða fara eimskipafé- lögin að keppa um flutninga eins ákaft og þau nokkurn tíma gerðu, og þá mega íslendingar vera vissir um, að fram hjá þeim verður ekki gengið fremur en öðrum. Svo ef Eimskipafélagi íslands gat staðið hætta af útlendri samkepni árið 1914 með ein- huga þjóð á bak við sig. Hvað verður þá í fram- tfðinni, ef að slys það hendir landa vora, sem þeir eru hvattir til í þessari Morgunblaðs- grein ? Eg vildi mega segja við landa mína á Is- landi: Ósamheldnin hefir kollvarpað mörgum nytsamlegum hugsunum og fyrirtækjum. Látið hana aldrei ná til þess að eyðileggja Eimskipa- félag íslands. Jón J. Bildfell. Lifði í manna minnum 900 ár. Nýlega var presturinn og skáldið séra Jaines B. Dollard á ferð austur í Quebec-fylki hér í Canada. Bar hann þar að búgarði einum fátæklegum. Hann sá bónda, er var hvítur fyr- ir hærum. úti við vinnu. Hann tók hann tali, spurði hvaða þjóðar hann væri. Bóndinn kvaðst vera írskur, og af því að presturinn var af írskum ættum tókst samtal með þeim og hneigðist að hinu hörmulega á- standi, er nú á sér stað á Irlandi og út frá því út í sögu Ira, sem bóndinn gat nú reyndar lítið talað um annað en það, sein foreldrar hans og kunningjar höfðu sagt honum, og sem lifað hafði í ininnum þess fólks, kynslóð fram af kynslóð, því bóndinn kunni hvorki að lesa né skrifa. A meðal annars sem bóndiim kunni frá að segja, var Brjánsbardagi, sem háður var við Dýflin 1014: “Og það var Dani einn í þeim bardaga, sem ekki vildi flýja, þegar írar ráku flóttann, heldur laut og batt sköþvengi sína.” Hér hefir þessi atburður, sem sagt er frá í síðasta kapítula í Njálu, gymst óbreyttur í manna minnum í 906 ár, að öðru leyti en því, að nafn mannsins hefir ruglast, því eins og allir vita, sem Njálu hafa lesið eða sögu Þor- steins Síðu-Hallssonar, var þetta ekki Dani, heldur íslendingur, Þorsteinn sonur Síðu- Halls, er sagði, þegar Kerþjálfaðr náði hon- um og spurði hann “hví hann rynni ekki”, “því,” sagði Þorsteinn, “at ek tek eigi heim í kveld, þar sem ek á heima úti á fslandi.” --------o—------- Eru sambandskosningar í nánd? Ef ráða má nokkuð af líkum, mun mega telja víst,að gengið verði til sambands þíng- kosninga áður en langt um líður. Aukakosn- ingar eiga að fara fram í tveimur kjördæmum þann 20. þ.m., þar sem Meighen-stjórnin þarf að ta ráðgjafa endurkosna, þá F. B. McCurdy ráðgjafa opinberra verka í Colchester kjördæmi og tollmálaráðgjafann R. W. Wigmore í St. John. Það er litlum vafa undirorpið, að undir úrslitum þessara aukakosninga er framtíð nú- verandi sambandsstjórnar að mestu eða öllu lcyti komin. Tapi hún báðum þessum ráð- gjöfum, eða jafnvel þó ekki væri nema öðrum, getur tæpast um annað en nýjar kosningar ver- ið að ræða. Stuðningsmenn stjórnarinnar voru lengi vel vongóðir um, að þessir tveir nýju ráðgjaf- ar mundu ná kosningu gagnsóknarlaust, en sem betur fór, varð eigi af slíku. Útnefning fór fram síðastliðinn mánudag, og var í Colchester kjördæminu Capt. Hugh Dixon fulltrúaefni bænda settur til höfuðs ráðgj. opinberra verka, en í St. John fóru svo leikar, að Dr. A. F. Emery, eindreginn fylgjandi frjálslyndu stefn- unnar, var útnefndur gegn tollmála ráðherran- um, Mr. Wigmore, er fram til síðustu stundar \ar talinn líklegur með að ná kosningu án gagnsóknar. En svo fór um sjóferð þá. Báðir nýdubbuðu afturhalds ráðgjafarnir verða að berjast upp á lífið fyrir kosningu sinni, og eru hvergi nærri vissir um sigur. Meighen-stjómin kaus sjálfa sig til for- ' ystutignar. — Nýja forsætisráðgjafanum datt ekki í hug að lúta svo lágt, að spyrja “sauð- svartan almúgann” nokkuð um það, hverjir stýra ættu stjórnarfleyinu næstu árin. Hvað ætli fólkinu kæmi annað eins smáræði við og það! Ekki er sopið kálið, þó í ausuna sé kom- /ið, segir íslenzka máltækið gamla og góða. Einka-málsvari afturhaldsins, Mr. Meighen, á eftir að bíta úr nálinni, enda almælt, að kosn- ingahorfurnar í Colchester og St. John séu þegar farnar að valda honum hugarhrellingar. Allir sannfrjálslyndir menn eru fyrir löngu sannfærðir um, að stjórnarskifti í Ott- awa eru eigi að eins æskileg, heldur og bein- línis sjálfsögð. Eigi fyjálslynda stefnari að sigra við næstu kosningar, ríður lífið á að vinna og vaka. — Hersveitir afturhaldsins standa búnar til víga og fyrirliðarnir sumir hverjir era ekki sem \andastir að meðölum. Skipi frjálslynda fólk- ið sér eigi tafarlaust í fylking undir leiðsögn hins glæsilega foringja, Hon. MacKenzie-King, getur framtíð frjálsra stjórnmálaskoðana í landi þessu beðið óbætanlegt tjón. Canada á að vera framtíðarland frelsis og fagurra hugsjóna. Afturhaldsstjórnir eru á- valt þrándur í götu beggja þessara hugtaka. Þeir, sem rækja vilja skyldur sínar við kjör- landið nýja, hljóta að fylgja frjálslyndu stefn- unni við næstu kosningar. Verið vakandi! Sýnið afturhaldinu í tvo Iieimána við næstu sambandskosningar. Þær geta skollið á áður en flesta varir. --------o--------- Auðvelt að spara ÞaS er ósköp auðvelt aö venja sig á a8 spara me8 þvi aö leggja til s'rðu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari- sjóösdeild vorri er borgaö 3% rentur, sem er bætt við höfuöstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. SELKIRK BRANCH, . - • W. E. GORDON, Manager. Sýning á búsáhöldum. Vorið 1921 hefir Búnaðarfélag íslands ákveðiö, að stofna til sýn- ingar á allskonar verkfærum og vinnutækjum, sem hafa verið not- uð, og líklegt er, að séu nothæf hér, við búnaðarstörf. Tilgangur sýningarinnar er, að fá saman á einn stað sem mest af þeim verkfærum, sem notuð hafa verið, og líklegt er, að hægt sé að nota hér, við bústörf. pessi verk- færi á svo að reyna, og um þau að dæma, af þeim mönnum, sem ætla má, að hafi bezt vit á þeim hlutum, sem um er að ræða. pessi saman- burður og dómur, á svo að vera til leið’beiningar fyrir bændur og búalið á næstunni. Jafnframt þessu er tilgangur sýningarinnar sá, að sýna breytingar þær, sem hafa orðið á starfsháttum, og hvert stefna eigi í Iþeim efnum. A þessa sýningu hefir öllum veríð gefinn kostur að senda verk- færi, jafnt einstaklingum sem fé- lögum, eða stofnunum, hvort sem er útlent eða innlent. Að eins að það, sem sýnt er, geti átt við staðhætti hér. Allir sem hafa gert umbætur á verkfærum, sem að gagni mega koma, hafa hér tækifæri til, að koma fram á sjón- arsviðið. Enda mun heitið ríf- legum verðlaunum fyrir allt, sem til umbóta horfir. peir, sem eiga eldri verkfæri, eru ibeðnir, að gefa stjórn Búnaðarfélagsins kost á, að fá þau á sýninguna, því mik- ils er um vert, að hún geti orðið fjölskrúðug af (þeim verkfærum. Margt af því eldra, er nú að hverfa úr sögunni. En það hef- ir menningarlegt gildi, að vita með hverju, og á hvern hátt, feð- ur vorir unnu. Vér höfunn enn sem komið er, gert lítið af því, að vekja menn til starfa, segja í 'hverju sé ábóta- vant, og hvert stefna eigi. Fátt er gagnlegra í þessum efnum, en góðar sýningar, og vel sé þeim, er hér hafa hafist handa, og byrjað á starfinu. — Tvær iðnsýningar hafa verið haldnar í Reykjavík (1883 og 1911), og auk þess nokkr- ar héraða. og fjórðunga-sýningar, einkum á Norðurlandi. par hef- ir mest verið sýndur heimilis- iðnaðifr, og konur aðallega staðið fyrir þeim sýningum. — Bú- fjársýningar hafa verið haldnar nokkrar síðan um aldamótin, fyrir tilstuðlun Búnaðarfélags íslands. En verkfærasýning hefir hér eng. in verið <háð. pað er því mikils um vert, að þessi sýning fari sem bezt úr hendi, en það er undir því komið, að hluttakan verði sem al- mennust, og að engir, sem hafa eitthvað gagnlegt að sýna, dragi sig í hlé. Hér fer á eftir skrá yfir muni þá, sem ráðgert er, að taka á syn- inguna: I. Jarðyrkjuáhöld. 1. Vélar: Dráttarvélar, með til- heyrandi plógum, herfum, skurð- gröfum, og öðrum vinnutækjum. 2. Hestverkfæri: Plógar, herfi, akurslóðar, hestrekur, valtarar, áburðardreifarar (fyrir húsdýra- áburð og tilbúin áburð), forar- dreifarar, sáðvélar (fyrir korn, grasfræ, rótarávexti og jarðepli), raðhreinsarar, jarðeplaupptakar- ar o. s. frv., alt af ýmsum gerðum, og til notkunar undir ýmsum kringumstæðum. 3. Handverkfæri: Rekur, skófl. ur, kvíslar, ristuspaðar, fyrirskurð arhnífar, torfljáir, malhögg (hak- ar), íshögg, járnkallar, pálar, handbörur, hjólbörur, klárur, sköfur, taðkvarnir, sérstök stkurð- gerðar áhöld, svo sem: skurð- stunguspaðar, ræsaspaðar, pípu- ræsasköfur, pípukrókar, móskerar, o. s. frv., allt fyrir ýms störf og kringumstæður. II. Garðyrkjuáhöld. £áðvélar, garðvaltarar, raðhreins- ^rar, hlúplóga, handsláttuvélar, g-rasklippur, sigð, skóflur, rekur, kvíslar, garðhrífur, arfajárn, rása. járn, kartöflukvíslir, rófukvíslar, (sjá líka 1. 2. og 3). III. Heyvinnuáhöld. 1. Hestverkfæri: Sláttuvélar, rakstrarvélar, snúningsvélar, ýt- ur, vögur, heysleðar, heyvagnar, stakkvagnar, þrúgur. 2. Handverkfæri: Orf, Ijáir, brýni, klöppur, steðjar, dengivél- ar, hverfisteinar, brýnsluáhöld ýmijkonar, lagjárn, hrífur, hrífu. hausar, tindar, heykvíslar, hey- börur, “rakstrarkonur”. 3. Ýms áhöld: Galtatjöld í AÐ SENDA PENINGA- HEIM getur þessi banki hjálp- að yður og er áreiðanleg- ur hvort sem sent er með pósti eða síma. Peningar sendir til Bret- lands, Frakklands, ítalíu, Belgíu, Serbíu, Svíþjóðar, Grikklands, Norvegs, Rou- maniu, Danmerkur, Sviss- aralands og víðar. Spyrjið ráðsmann vorn um skilmála THE RDYAL BANK OF CANADA Borgaður höfuðstóll og Viðlagasjóður 535,000,000 Allar eignir eru yfir $584,000,000 (hærur), heymælar, heyþurkunar- vélar, heypressur, lyftivélar fyr- ir hey o. fl. IV. Flutningatæki. Bílar, vagnar, kerrur, sleðar, hjólsleðar, móhrip, mykjukláfar, torfkrókar o. s. frv., allt af ýmsri gerð fyrir ólíkar kringumstæður ,(sjá líka III. 1). V. Reiðskapur. 1. Hnakkar, söðlar, uiylirdekk, hnakkskinn, hnakksessur, söðul- sessur, áklæði, hamól, spörar, reiðgjarðir, ístöð, hornístöð, beislis stengur með mélum og keðjum, hornstengur, svipur, keyri, þófa- reiði. Klyfberar af ýmsri gerð, klif- bera dýnur ýmiskonar, meljur, þófar, taumbeizli (mélabeizli og múlibeizli), höft og hnappeldur, heybandsreipi úr ýmsu efni — hrosshári, togi ló, kaðli, — ein- höldungar, hagldir af ýmsri gerð, 3. Aktýgi (með tilheyrandi taugum og taumum), hemlar fyrir einn hest of fleiri. VI. Girðingaefni. Gaddavír af ýmsri gerð, sléttur vír, vírnet ýmiskonar, stólpar úr tré, járni og steinsteypu (ýmis- lega gerðir og tilhafðir), kengir, lykkjur. Hlið og grindur (með ýmsum útbúnaði). Strengingatæki allskonar. VII. Mjólkuráhöld. Fötur og skjólur og allskonar trog og bittur (og önnur mjólkur. ílát). Mjólkuræklir, skilvindur, strokkar, smjörborð, hnoðunarvél- ar, smjörspaðar, ostamót, osta- pressur, ostaker, ostakvíslar, ostahnífar. Hitamælar, fitumælar, mæli- glös, skyrkollur, skyrsíur, skyr- grind, mjaltavélar o. s. frv. VIII. Matreiðsluáhöld. 1. Eldri áhöld: Biður — kolla, dallar, skjóla — fata, bakki — bitta, trog (grautar, mjólkur og | brauð-trog), eintrjánings trog'' (fisk-trog), ausa, sleif, stryffa,' pottur (skaft-pottur), panna vöflu járn (með skafti), góðráðajárn, ketill, kaffikanna, glóðarker, þyr- ill, þvaga — þvegill, skafi, þvara, grautarhrísla, hlemmur, strokkur, bullustrokkur, strokktré, vatns- beri, vatnsgrind, sigti, mjölsigti, mjólkursigti, skyrgrind, skyrsía, brauðmót, brauðhleifar, brauð- pönnur “(tertupanna”), kleinu- járn, kefli (kökukefli), stíll, hníf- ur, bjúghnífur, skrína, saltskrína, hnallur — stappa, tunna, kerald, áma, sár, askur, spónn, kola, kerta- stika, kertamót, ihófur, hófhalda, potthalda, pottkrókar, rist, (til að baka á brauð), þrífótur “(tréfót- ur”), trausti —legill, öskjur,— dollur, skál, spilkoma, bolli, disk- ur, fa-t, fýsiíbelgur — fýsispjald, kvörn, kaffikvörn (elst stein- kvörn), lóðavog — reisla, litar- pottur (úr eir) skörungur, eld- töng, sleggja, öxi, hríssópur, osta- mót, þvottabalar. Nútíðar áhöld: Eldavél, kola- karfa, kolaskófla, skörungur, eld- tangir, hringjakrókur, (komfur- k)'og), eldavélahreinsarar (kom- furrenser), Moðsuðukassi, (Hö- kasse), pottar, gleraðir (emalier- ede), s'tórir og smáir, steikara- pottar (járn), gufusuðupottar (blikk), potthlemmar (emalier- ede), pottaristar (Gryderist), pönnur (ýmsar stærðir), ketill,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.