Lögberg - 16.09.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.09.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYN IÐ Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WFNNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 16. SEPT, 1920 NUMER 31?- Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Sir Robert Borden og Hon. Do- herty dómsmálaráðgjafi eiga að mæta fyrir hönd Canada á þingi alþóðasamibandsins, er háð skal vera í Geneva í næstkomandi nóv- embermán. Kostnaður við þjóða- ^amlbandið á yfirstandandi ári hefir numið $2,500,000 og þar af greiðir Canada $125,000. ' Kona ein, Mrs. Ryan að nafni, var nýlega tekin föst í Winnipeg og sökuð um að hafa fyrirfarið barni sínu ungu. CLík barnsins fanst við járnbrautarteina skamt frá Reditt stöðinni í Ontario; tal- ið líklegt, að barninu hafi verið fleygt út um vagnglugga. Konan á heima í Kenora, Ont, og var send þangað til yfirheyrslu. Íbúatala Torontoborgar nemur 512,812,, samkvæmt nýprentaðri skýrslu frá niðurjöfnunarnefnd borgarinnar. Er Toronto þá orðin tólfta stærsta borgin á meginlandi Norður-Ameríku. Borgin Montreal, sem er lang- stærst allra borga Canada og tal- in að vera sú fimta í röð stórborga þessa meginlands, telur nú um r.íu hundruð þúsund íbúa. Járnbrautamála nefndin í Can- fda, sem setið hefir á rökstólum að undanförnu, hefir ákveðið að flutningsgjald á öllum brautum skuli hækkað um 35 af hundraði í Vestur-Ganada, en 30 af hundraði austan vatnanna miklu. Svo er jafnframt fyrir mælt, að hækkun- in í þessu fonrni skuli þó eigi ptanda lengur en fram í næstkom- andi júlímánuð. Flutningsgjöld farþega hækka samkvæmt niður- stöðu nefndarinnar um 20 af hundraði. — Fargjalda og flutn- ings hækkun þessi hefir þegar mætt ákafri mótspyrnu í Vestur- landinu, sem og eðlilegt er, þar sem hún hlýtur að koma mjög hart niður á almenningi. Verzl- unar og viðskiftafélög víðsvegar um landið mótmæla stranglega þessum aðförum járnbrautar- nefndarinnar og fara óvægum orð- um um forseta hennar, Mr. Car- vell, fyrrum ráðgjafa opinberra verka í bræðingsstjórn Bordeqs. Ovíst er enn með öllu, hvort mót- mæli þessi muni leiða til nokkurs árangurs, þess þó getið til, að Mr. Meighen lítist ekki sem bezt á undirtektirnar svona rétt fyrir aukakosningarnar austur frá og væntanlegar sambandskosningar, sem þá og þegar geta skollið á. Ö'llum þjónum, er vinna við þjóð- eignabrautirnar í Canada, Cana- dian National Railways, efir ver- ið veitt launaviðbót, er nemur 20 af hundraði. petta telja starfs- mennirnir ófullnægjandi og fara fraih á alt að því helmingi meiri hækkun. Sagt er, að fjórir menn muni sækja um foorgarstjóra embættið í Winnipeg við kosningar þær, er fram eiga að fara 3. des. næst- komandi, og búist við aðjieir verði Edward Parnell, S. J. Farmer og bæjarfulltrúarnir J. K. Sparling og J. L. Wiginton. Nýlega hefir því einnig verið fleygt, að kona muni og keppa um hnossið. AIls munu vera um tuttugu og fjórar þúsundir kvenna á kjörskrá í borginni. Hinn 9. þ.m. fanst lík af sex eða átta mánaða gömlum dreng vafið innan í pappír á tröðin.ni ínilli William og Tecumseh stræta í Winnipeg. Leynlögreglan er að rannsaka atburð þenna, þó er enn ókunnugt um hver niðurstaða-n kann að verða. Lady Burnham, -sú er í för var með blaðamanna hópnum brezka, er hingað kom til Winnipeg fyrir skemstu, flutti nýverið tölu í Tor- onto, þar sem hún bar Canadafólki a brýn óhæfilega eyðslusemi og vanhirðu á efnum sínum. Kvað hún sér hafa ofboðið, hve miklu fólk eyddi til óþarfa af vatni, við, gasi og rafmagni á heimilum, en einkum þótti henni þó brögð að eyðsluseminni og skeytingarleys- inu, að því er matvælum við- kemur. I Norrisstjórnin í Manitoba hef- ir ákveðið að veita fjárhagslega aðstoð fólki því, er tjón beið af völdum skógarelda í fylkinu á yf- irstandandi sumri. Er landbún- aðardeildin að láta meta tjónið undir leiðsögön J. H. Evans að- stoðar ráðherra akuryrkjumál- anna. Bretland peir sem búa til Whisky á Bretlandi hafa ekki mátt flytja það til Bandaríkja fram að þess- um tíma en fyrir skömmu vár það banri afnumið, og nú er sagt .að geysimiklar byrgðir séu komnar til Amerilcu “til sölu í lyfjabúð- um”; svo mikið hefir að sögn kveð- ið að þessum útflutningi, að þessi metall er sagður torfenginn á Bretlandi. Efst á dagskrá þar eru verka- mannaráð að knýja það fram, að kolanámur verði opinber eign, og væntanlegar aðferðir þeirra til þess, sem er verkfall um alt land. pað er nú verið að undirbúa sem kappsamlegast. Stjórnin í ann- an stað, með þá að baki sér sem þessu eru mótfallnir, býst til mót- stöðu. Verkamenn á Bretlandi hafa að sögn leitað samtaka við námamenn í Ameriku, að taka þátt í verkfallinu seint í þessum mánuði og láta til skarar skríða. Talið er að ef námamenn hafa sitt fram, muni þar af stafa bylting í skipun og stjórn þjóðfélagsiris7 svo ekki verði um fulltrúastjórn að ræða, heldur gerræðisfulla grimd og harðstjórn. ------o------ Bandaríkin Fjórir verkamanna foringjar í St. Paul voru nýlega settir í varð- hald fyrir lítilsvirðandi ummæli um dómstóla þjóðarinnar. Upp- naflega voru mennirnir dæmdir í $125 fjársekt hver, en með því þeir eigi greiddu gjaldið á réttum tíma, tók lögreglan þá fasta. Menn þessir eru Dan. W. Stevens, for- seti verkamanna sambandsins þar í borg; Leslie Stinson ritari, Lynn Thomson útbreiðslunefndarmaður og R. D. Cramer, ritstjóri að verkamanna bláðinu Labor Re- view. Gustaf Nelson, tengdasonur hins alkunna stjórnmálamanns Knute Nelsons senators, hefir ver- ið tekinn fastur og sakaður um að hafa skotið Joseph Middleton til foana í síðastliðnum marz- mánuði. Mr. McAdoo, fyrverandi fjár- málaritari Bandarikjanna, hefir á- kveðið að leggja innan skamms upp í pólitiskan leiðangur til stuánin^s Mr. Cox, forsetaefni demókrata. Hefir McAdoo ný- lega lýst ýfir því, að hann vilji enga tilslökun í áfengis löggjöf þjóðar sinnar og telur bannið ó nýtt með öllu, ef leyft verði sala léttra vína og áfengra öltegunda. Cox forsetaefni lýsti yfir því í ræðu, fluttri að Butte, Mont., að svo fremi að hann vinni í næstu kosningu, muni hann tafarlaust taka upp sjálfstjórnarmál íra og fyl&ja því fram af alefli á full- trúaþingi alþjóða - sambandsins. K\\að hann heppilega úrlau-sn sjálfstæðismálsins írska vera frumskilyrði fyrir því, að innbyrð- is friður og samúð gæti komist á meðal hinna enskumælandi þjóða. Mr. Hardi^g, forsetaefni repú- blíkana, er nú lagður af stað í kosninga leiðangur sinn og held- ur margar ræður á dag. Vill hann ekki að Bandaríkin blandi sér pema sem allra minst inn í mál- efni Norðurálfunnar og fer hörð- um orðum um pjóðasambandið, League of Nations. Ber hann einnig demókrötum á brýn afskap- lega eyðslusemi á almennings fé og hgitir betri ráðsmensku á þjóð- arbúinu, ef flokkur sinn komist til valda. Síðustu fimm ófriðarárin hefir tala miljónamæringa í Bandaríkj- unum þrefaldast. Árið 1914 yor\j þeir 2348, en 6664 voru þeir árið 1917. Miljónamæringar eru þeir taldir, sem hafa 100 þúsund dali í árstekjur. Ef miðað væri við 5 per cent af einni miljón (50 þús.), þá væru þeir miklu fleiri. He.lmingúr þessara mil- jónamæringa, eða 3333, voru ým- iskonar gróðabrallsmenn. 920 verksmiðjueigendur (einkum her- gágnaverksm.), 300 bankamenn, fl20 bændur og myllnueigendur.— '716 starfsmenn hinna og þessara fyrirtækja voru einnig taldir mil- jónamæringar. Af þessum miljónamæringum greiddu fjórir skatt af meiri tekj- um en 5 miljónum dala árið 1917. Hæstur þeirra var Rockefeller, með 34936604 dala tekjur. Meðal þessara fjögra miljóna- mæringa var ein kona, frú Harri- man ekkja járnbrautarkonungsins. þó námu tekjur hennar ekki nema 3794559 dölum það ár.— 226 aðrar kbnur í Bandaríkjunum eru taldar miljónamæringar. Hvaðanœfa. Feykilegir landskjálftar hafa gengið á Norður ítaliu og valdið stórkostlegu eigna og manntjóni. Fjöldi foæja og borga liggur í rúst- um og hafa kippirnir orsakað meiri og minni spell á 7,920 ferm. svæði, einkum í þeim hluta lands- ins, er Emilia nefnist og liggur á milli Apennines og Pó árinnar. Alls er sagt að um átta hundruð manns hafi týnt lífi á landskjálfta- svæðinu en tugir þúsundfa sætt meiðslum. Ógrynni fólks standa þar uppi húsnæðislaust og án mat- ar og fata. Járnbrautarverkfall hefir stað- ið yfir í Mexico að undanförnu sökum þess að stjórn járnbrautar- málanna vildi eigi veita brautar- þjónum launahækkun þá er þeir fóru fram á. Svo fóru þó leik- ar að þjónarnir báru hærra hlut og fengu kaup sitt hækkað um 75 af hundraði. Lauk þar með verk- fallinu. En er ástandið í Mesopotamiu alt annað en friðvænlegt. Alvar- legar skærur eiga sér stað á degi hverjum og hafa Bretar mist tals- vert af liði sínu. Uppreistarmenn halda ■ sig í smáhópum víðsvegar um landið, svo lítt kleyft er að átta sig á hvaðan helzt sé veðra von. D’Annunzino skáldið og æfin- týramaðurinn sem tókst á hendur að mynda stjórn í Fiume í fyrra, þvert á móti vilja ítölsku stjórn- arinnar, hefir gefið út yfirlýs- ingu þess efnis að héðan í frá skuli Fiume ásamt landi því öllu, er borginni fylgir, vera sjálf- stætt ríki. Nýlega varð þýzka stjórnin að greiða Frökkum 100,000 franka í skaðabætur fyrir árás, er þýzkir gerðu á skrifstofufranska kon- ^úlsins í Breslau. Einn af mótstöðumönnum þeirr- ar hreyfingar, að kvennfólk fengi atkvæðisrétt, var hinn frægi kar- dináli Gibbons, hann hefir lýst því cpinberlega að úr því kvenmenn hafi fengið atkvæðisrétt, þá sé það hátíðleg skylda þeirra að nota hann sem foezt og greiða atkvæði hvarvetna sem atkvæðum megi við koma, skoða það ekki að eins vera rétt, heldur skyldu. Svo má heita að ítalía sé um þessar mundir í einu ófriðarbáli. Gerbyltingamenn hafa náð haldi á 200 verksmiðjum og útlitið sýnist benda á að um reglulega stjórn- arbylting sé að ræða. Mótspyrna gegn Bolsheviki stjórninni erxstöðugt að aukast á Rússlandi. Hefir slegið í brýriu í Pétursborg og nokkrir af höfð- ingjum Bolshevika látið þar lífið. Meighen stjórnin hefir neitað að fresta ákvörðun járnbrautar- nefndarinnar um hækkun flutn- ings og fargjalda í Canada. Mót* mæli streyma að stjórninni úr ölTum áttum, einkum þó úr vestur- landinu, sem vitanlega verður harðast úti. Ekki ólíklegt talið að hækkunin verði stjórninni að fótakefli. Einn af ráðgjöfum í stjórn New Brunswick fylkis hefir sagt af sér embætti, sá er stjórnaði námum og stjórnarlöndum í því fylki, Hon. Dr. F. A. Smith. Tilefnið er sagt ósamþykki í r^ðaneytinu út af því, hvar hafa skyldi friðað pvæði fyrir veiðidýr. Sagt er jafnframt, að útlit sé fyrir al- mennar kosningar í því fylk seinna í haust. Úr bœnom. Verzlunarráð Winnipegborgar hefir mótmælt ákvörðun járn- brautanefndar, er veitir járn- brautum ívilnuri þá, sem annars- staðar getur. Bæjarráðið hefir stutt þau mótmæli og ákveðið að senda þau til Dominion stjórnar- Jnnar. Sumir bæjarfu'lltrúar létu sér ekki títt um samþykt þá, sögðu hækkun þessa af römmum toga spunna, en aðrir réðu, sem vildu ekki ]x)Ia álögurnar með öllu um- talslaust. Séra Rúnólfur Marteinsson og frú hans fóru snögga ferð suður til Dakota fyrir síðustu helgi að heimsækja gamla vini þar syðra. Pétur Hermann frá Mountain, N. D., kom til bæjarihs fyrir helgina og lagði siamdægurs á stað vestur til Elfros, Sask. Bjóst við að verða fjóra fimm daga í ferðinni. Mun Pétur vera að líta sér eftir landi til kaups. Mrs. Jóhanna Ellis kom vestan frá Leslie, Sask., á mánudaginn, eftir þriggja vikna dvöl þar. Aðstandendur þeirra íslenzku manna er í herþjónustu gengu, eru vinsamlegast beðnir að senda sem allra fyrst myndir og æfiá- grip hermannanna til Mrs. J. B. Skaftafeon 378 Maryland Street. petta er mjög áríðandi fyrir út- gáfunefnd Minningaritsins. Sá orðrómur hefir oss borist úr St. George kjöræminu, að Norris- stjórnin hafi ókveðið að taka höndum saman við afturhaldsmenn þá, er kosnir voru til þings í Mani-' toba og gjöra þá John Haig og Mr. Tupper að ráðherrum. — Naumast þarf að taka það fram, að þetta er tilhæfulaust slúður, hefir ekkert við að styðjast — ekki einu sinni svo mikið sem flugufót. Séra Friðrik Hallgrímsson frá Balur, sem valið hefir hér í Win- nipeg síðastliðnar tvær vikur og gegnt prestsverkum í Fyrstu lút. kirkju, hélt heimleiðis eftir helg- ina síðustu — gat því miður ekki verið lengur í burtu frá söfnuðum sínum í Argyle, þó Fyrsti lút. söfn- uður hefði feginn vilja fá að njóta þjónustu hans lengur. Fyrsta þ.m. lézt að heimili sínu við River Hights hér vestan við bæinn etftir langa legu, Magnús Guðlaugsson, Hann var 68 ára gamall og hafði dvalið hér í Win- nipeg frá því að hann fluttist vestur um haf. Magnús heit, var jarðsunginn frá Fyrstu lút. kirkju af , séra Friðrik Hallgrímssyni 3. september. Frá Islandi. Úr Vestmannaeyjum er skrifað': Síðastl. fimtudag komu hingað þeir landlæknir G. Björnsson og loftskeytastjóri Friðbjörn Aðal- steinsson, eftir ferðavolk austur í Landeyjar, þaðan til Eyrarbakka og siðan á mótorbát til Vestmanna eyja. Landlæknirinn var í eftir- litsferð. Stjórn sjúkrahússins hélt landlækni veglega veizlu í matsal sjúkrahússins, og gat því, vegna húsnæðis ekki boðið nema fáum þeirra, sem gjarnan hefðu óskað að sitja veizluna, enda var fyrirvarinn harla naumur. Salur- inn var prýðilega skreyttur ísl. flöggum og blómum, en yfir höfði landlæknis voru nafnstafir hans, G. B. úr lyngfléttum, lýstir raf- ljósum. Sigurður lyfsali flutti heiðurs- gestinum ræðu og þakkaði honum fyrir hin mörgu og ýmislegu störf í þarfir þjóðarinnar; ræðumaður gat þess, að mikið væri starf- að í eyjum úti, og væri því ekki ó- eðlilegt, að eyjarskeggjum væri kærkomið tækifæri að heiðra gest sinn, því það væri einmitt sívak- andi og óbilandi starfsþol, sem einkendi heiðursgestinn og allan hans æfiferil. óskaði honum að síðustu allra heilla og að hann mætti starfa áfram sem bezt og mest, án þess að líta til hægri eða vinstri, eða hirða um augnabliks- vinsældir fólksins, og fara því einu fram, sem hans eigin góðu gáfur segðu honum. Landlækn- ir mælti .síðan fyrir minni Vest- mannaeyja. Var það skörulegt og alvarlegt erindi og sýndi, að heiðursgesturinum er enn í fylsta fjöri, andrikur og víðsýnn og geymir enn æskunnar trú á fram- tíðina, framfarir og vaxandi heið- ur ættjarðarinnar og Eyjanna. pá töluðu einnig> hr. ibæjarfógeti Karl Einarsson og séra Oddgeir Guðmundsson fyrir minni land- læknis. Samsætinu lauk um mið- nætti og héldu gestirnir heim þressari í huga og ríkari af ræð- um við hinn gáfaða og hámentaða heiðursgest. — pá gleðjast eyjarskeggjar yfir komu loftskeytasjórans; var hann að sjá stað hinni væntanlegu loft- skeytástöð, og er það vitanlega öllum hér hið mesta gleðiefni að fá hingað loftskeytastöð, bæði vegna sambandsins við megin- landið og björgunarskipið; ekki síst fyrir þá sök, að tækin eru af allra nýjustu gerð og svo full- kominn sem völ er á. Vestm.ey- ingar eru því að maklegleikum mjög þakklátir hr. landsímastjóra Forberg, sem hefir verið aðal- hvatamaður þessa fyrirtækis. Sagnfræðingafundur fyrir Norð- urlönd átti, eins og áður hefir ver- ið sagt frá, að vera í kring um miðjan þennan mánuð. Af ís- lendingum sátu hann dr. Jón por- kelsson og Bogi Th. Melsteð. Af fyrirlestrum þeim, sem ráðgerðir voru á fundinum má nefna, einn um undirbúningsmentun aðstoð- arbókavarða, um orsakir endur- reisnarstefnunnar, um sænskt þingræði á 18. öld, um stefnubreyt- ingar á danskri sagnfræði um 1880 o. fl. — Meðal fyrirlesar- anna voru Korén, sænskur, Koth, norskur og Aage Friis, danskur. Magnús Jónsson prófessor, sem fengið hefir lögfræðiskennaraem- bættið við háskólann hér,, sem L. H. Bjarnason hæstaréttardómari hefir áður gengt, er nú, eins og áíur, ritari dönsku lögjafnaðar- nefndarmanna og hefir dvalið hér ásamt þeim. Með honum er frú hans sem er dönsk, og tveir synir, Úlfur og Vagn. pau fara til Khafnar nú aftur með nefndar- mönnum, en mun koma hingað aftur í febrúar næstkomandi og hr. M. J. þá taka við prófessors em- bætti sínu hér, en til þess tíma þjónar L. H. Bjarnas^n því. Drengurinn, saga Gunnars Gunnarssonar, sem birst hefir áður hér í blaðinu í íslí þýðingu, er nú komin út i sérstakri foók og kostar kr. 3,8». Símfregn frá Seyðisfirði segir þá sögu eftir Færeyingum, sem komið höfðu af fiskiveiðum, að þeir hefðu séð einhverskonar hylki á floti í sjónum fyrir norðaustur- landi suður af Langanesi og orðið varir við 10 alls. Hugðu þeir þetta vera sprengidufl og styrktist grunur þeirra við það, að þeir sáu á reki í sjónum lifrarföt og skips- bómu, sem þeir héldu vera leifar af skútu, sem farist riefði. — Enn fylgir það sögunni, að einhverjir hafi gerst svo djarfir að draga á land við Langanes eitt af duflum þessum, og anipað hafi komið á land í Bjarnarey fyrir sunnan Vopnafjörð. pá hefir einnig rekið á Seyðisfirði, fyrir utan Vestdalseyri einhverskonar hylki, sem mönnum þykir grunsamlegt, en hvað þó vera miklu minna en menn hyggja venjuleg sprengi- dufl vera. “Kári Sölmundarson” heitir nýr íslenzkur botnvörpungur, smíðað- ur í Englandi og nýkominn\hing- að, eign hlutafél. Kári. Skipstjóri Aðalsteinn Pálsson. V. Peters, enski miðillinn, sem áður hefir verið sagt frá að vænt- anlegur væri hingað í sumar, er r.ú sagður koma hingað innan skams. Lárus Jóhannesson cand juris, sonur Jóh. Jóh. bæjarfógeta, fór utan með “Gullfossi” síðast. Hann ætlar að dvelja fyrst í Danmörku og víðar við Norðurlanda háskóla og kynna sér frekar, bóklega og verklega, dómstdraf og mála- færslu og fer síðan líklega til pýzkaland6 og Englands og legg- ur aðallega stund á sjórétt og fé- lagarétt. Hann 'hefir, eins og kunnugt er, hæsta lögpróf, sem tekið hefir verið við háskólann hér. Með sömu ferð fór einnig utan systir haris, frk. Anna Jóhannies- dóttir. Vikið frá embætti. Sýslumanni Dalamanna, hr Bjarna p. Johnsen, hefir vetið vikið frá embætti um stundarsakir, en hr. porsteinn porsteinnsson lögfræðingur frá Arnbjargarlæk hefir verið settur sýslumaður í Dalasýslu. Björn G. Björnsson, sonur G. B. landlæknis er hér nú í kynnisför ásamt ameriskum námsfélaga sínum. B. G. Bj hefir verið við verkfræðanám við ameriskan há- skóla síðan 'hann varð student hér, og fer aftur vestur um haf innan skams til að Ijúka þar prófum. Kristinn Björnsson læknir frá Khöfn, sonur Björns sál. Guð- mundssonar múrara, dvelur hér nú um tíma ásamt frú sinni. Nýja Bió er nú komið í ný húsa- kynni, sem forstöðumaður þess, hr. Bjarni Jónsson, hefir látið reisa, og er þetta nú vandaðasta og fall- legasta samkomuhúsið hér í bæ. Að undanförnu hefir m. a. verið sýnd þar saga Björnssons Sigrún frá Sunnuhvoli, ágæt mynd. pað var þörf hér fyrir 'hús af þessari gerð, og það er eitt af því, sem af mestum myndarskap hefir verið leyst af hendi hér á síðustu tím- um. Nú að undanförnu hefir Sigur- jón Pétursson kaupm. haft opna iðnsýningu í Bárubúð. par hafa verið sýndar vörur frá þremur verksmiðjum, sem hann rekur: neta og veiðarfæraverksmiðjunni hér í bænum, ullarverksmiðjunni á Álafossi, og sápuverksmiðjunni sem er hér inni við Laugalækinn. Af þessu má sjá, að Sigurjón Pét- ursson er orðinn hér mikill at- hafnamaður. Vörurnar, sem framleiddar eru í öllum þessum verksmiðjum, fá alment. Meðan á sýningunni hefir staðið, hefir mik- ið verið keypt þar og pantað. Dúk- ar líta vel út og munu allmikið ó- dýrari en útlend fataefni, þegar litið er til endingarinnar. Prjóna- vél var þarna og skilaði frá sér sokknum fullprjónuðum á 5 mín- útum. pað var sagt, að allir út- lendingar, sem inn kæmu þarna, keyptu sér þar meðal annars sokka. Yfir höfuð höfðu margir útlend- ingar, sem inn komu, látið vel yf- ir sýningunni. — Botnvarpa var sýnd þarna og tók yfir allan sal- inn, söml. síldarnet, þorskanet, á- dráttarnet, silungagildra, ála- gildra o. s. frv. Svo voru vörur frá sápugerðinni af ýmsum teg- und’um. Yfir höfuð var sýningin hin myndarlegasta og ætti að vera til þess að hvetja menn til stuðn- ings við ísl. iðnað með viðskiftum við þá, sem hafa hann á boðstóln- um. Úr Strandasýslu er skrifað 12 júlí: “Tíðin var mjög vond í vetur sem leið, allan tímann frá jólum til hvítasunnu. Okkur hér norð- urfrá þykir nú reyndar ekkert til- tökumál þó sjálfur veturinn sé nokkuð strangur, en verra er, þeg- ar vorin eru engu betri en sjálfur háveturinn. Fyrir páskana komu nokkrir góðviðrisdagar, og hefði þá haldist góðviðri nokkuð leng- ur, þá hefði bráðlega farið að koma upp jörð. En 2. Páskadag var komið ösku norðanveður með miklu frosti og fannkomu, og hélst það að mestu í hálfan mán- uð. Um sumarmálin, stilti aftur til í nokkra daga, en sunnudaginn fyrsta í sumri rauk aftur upp á riorðan, og mátti þá heita óslitinn r.orðangarður með kafaldsgangi til hvítasunnu. Brá þá til bata, og hefir síðan verið hæglát og stilt tíð, en þó fremur kalt alt að þessu. Margir urðu tæpir með hey, sem vonlegt var, eftir svo langan inni- stöðuvetur, en vandræði urðu eng- in; Sterling kom um sumarmálin með nokkuð af matvöru, sem kom sér einkar vel, bæði fyrir menn og skepnur. Hafíshroði nokkur kom eftir páskana, en gerði ekkert til- takanlegt tjón. En voðalegt var útlitið hér norðanlands eftir pásk- ana, þegar íshroðann var að reka inn. Verzlanir alveg matarlaus- ar, almenningur kominn að þrot- um með matbjörg og heylbirgðir manna mjög teknar að þverra. Hefði þá komið hafís fyrir alvöru, í hefði best sést hvernig farið hefði. pað er ófyrirgeflanlegt fvi irhyggjuleysi að birgja ekki Norðurlandið nokkurn veginn að matvöru fyrri part vetrar, og hlýtur fyr eða síðar að verða til stórtjóns. Bágar eru samgöng- urnar. Reyndar læt eg nú strand- ferðirnar vera, eins og áætlunir segja, að þær eigi að vera. En það er aldrei hægt að reiða sig á þær, ýmist er þeim breytt, ferðir feld- ar úr, eða skipin látin vera á ferð- inni töluvert á undan áætlun. Og virðist í þessu kenna töluvert ó- stundvísi þeirrar, er oss íslend- ingum hefir verið borin á brýn. pað er betra að hafa enga áætlun fyrir strandferðaskipin, heldur en að hún sé svo óábyggileg og reikul að ekki megi reiða sig á hana. Svo er annað, sem má ekki liggja í þagnargildi, og það er það, að yf- irmenn strandferðaskipsins þykja ekki neitt liprir eða liðlegir við- skiftis oft og tíðum. Sem lítið dæmi um stirðlega framkomu þeirra, má geta þess, að þegar skipið kom á sumardaginn fyrsta á Norðurfjörð, ætlaði maður nokk- ur hér í sveit að fá flutt með skip- inu 2 eða 3 lítil stykki til hafnar hér við Húnaflóa, sem skipið átti að koma á, og var kominn með þau að skipsfjöl, en enginn kostur var þess, að fá þessi stykki flutt með skipinu. Sögðu skipsmenn, að þeim hefði verið bannað af útgerð- inni, að taka nokkurn flutning í þeirri ferð hafna á milli. Er slíkur stirðleiki, hvort heldur hann kemur fram hjá útgerð skips- ins eða skipshöfninni, ekki lag- •aður til þess að auka vinsældir almennings fyrjr innlendri skipa- útgerð, þegar að landsins eigin synir eru eru n:iklu óhðlegri í viðskiftum en útlendingar vanal. yoru meðan þeir réðu fyrir sam- göngunum. Mtargar af þeim fögru vonum, sem landsmenn gerðu sér við stofnun Eimskipafé- lagsins virðast nú — því miður — óðum að vera að hrynja um koll, og er leitt til þess að vita. — 1 þessu bygðarlagi eru 2 fastar verzlanir. Eiga þær mjög erfitt að- stöðu að því er öll viðskifti og sam- göngur snertir, og er fyrst þar til að nefna símaleysið, og þeir, sem nokkuð eru hér staðháttum kunn- ugir, geta nokkurn veginn giskað á, hvílíkum erviðleikum sé bundið fyrir verzlanir, í hvert skifti, sem þær þurfa að nota síma, að þurfa þá að sækja til Hólmavíkur, svo löng og vond sem sú leið er. Á vetrum getur það oft verið hreinn og beinn lífsháski að hætta sér yfir Trékyllisheiði. Og í annan stað má nefna samgönguvandræð- in eða erviðleikana á að fá skipin til að koma á hafnirnar hér norður frá, þegar þau fara um Flóann, enda þótt nægur flutningur sé fyrir þau. í fyrrahaust áttu verzl- anir þessar um 80 tonn af salt- fiski, sem þær náuðsynlega þurftu að koma frá sér og voru búnár að fá kaupanda að í Reykjavík, ef fiskurinn kæmist suður fyrir ára- mót. Var þá ýtarlega reynt til þess að fá Sterling til að taka fisk þennan, er skipið var hér á ferð í desember, en slíks var enginn kostur; var þó allur fiskurinn kominn á einn góðan stað, Reykj- arfjörð, og kunnugir sögðu, að nóg rúm hefði verið í skipinu. Varð þetta til þess, að fiskurinn komst ekki suður fyrir tilskilinn tíma. Fiskinn fékst ekkert skip er um Flóann fór síðan í vetur, til að taka, og fóru þó víst 4 eða 5 skip hér rétt fyrir framan í vetur, og það oft í bezta veðri. Fiskur- inn er óseldur enn, en allir geta séð, hvílikt tjón slíkt er fyrir verzlanir og héraðið í heild sinni. Hvort sem slíkt er að kenna út- gerðinni eða skipstjórum hvorum fyrir sig eða í sameiningu, er nokkuð sama, og bagaiegt er að búa við slikar samgöngur, og verða að líða stórtjón fyrir — að því er manni virðist — stirðleika einan saman. — peir góðu menn sem gera skipin út og skipstjór- arnir, mega þó vita það, að hér norður á Ströndum búa líka menn eins og annarstaðar á landinu, og að þeir eiga, sem aðrir landsmenn, sanngirnisrétt til að njóta svip- aðra þæginda í samgöngum sem aðrir landsmenn, og þeir góðu menn hafa gott af því að fá að heyra, að menn hér taka ekki hvað sem er fyrir góða og gilda vöru, og þeir finna vel, hvað við þá er átt, hvort sem þar á hlut að máli útgerð Eimskipafélagsins eða þjónar hennar, og menn kunna hér líka að meta menn eftir fram- komu þeirra, hverjir sem þeir eru, alveg eins og aðrir Tandsmenn. pað er eins og þessir menn haldi, að okkur útkjálkabörnunum megi alt bjóða, og að við gerum okkur alt að góðu orðalaust, en þar skjátlast þeim. Menn höfðú ekki búist við því, að hin innlenda út- gerð yrði verri viðureignar og stirðari í viðskiftum en útlend- ingarnir forðum, en sú er nú samt revndin á. Sv. G.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.