Lögberg - 16.09.1920, Síða 2
m». 2
LÖGBERG FIMTU ADGÍM N
16. SEPTEMBER 1920
Gigtar
Kvalir
ÍIÆTTU, ER HANN FÓR AÐ
NOTA FRUIT-A-TIVES.
3 Ottawa St., Hull, P.Q.
“Heilt ár þjáðist eg af gigt og
varð að liggja fimm mánuði í rúm-
inu. Eg reyndi fjölda meðala, en
alt kom fyrir ekki oð kom mér ekki
til 'hugar að eg mundi nokkru
sinni framar geta stigið í fæt-
urna. — Dag einn er eg lá í rúm-
iru, las eg um “Fruit-a-tives” og
þar var einmitt meðalið, sem eg
þarfnaðist. —1 Mér batnaði tals-
vert strax við fyrsta hylkið og
hélt áfram þar til gigtin var horf-
in með öllu.”
Lorenzo Leduc.
50c. hylkið, 6 fyrir $2.50, og
reynsluskerfur 25c. Fæst hjá
öllum kaupmönnum eða póstfrítt
beint frá Fruit-a-tives, Limited,
Ottawa.
Heilsa og hugðarefni.
pað er alkunnugt, að manndauði
hefir minkað til muna og meðal-
ævi lengst síðustu hálfa öld.
petta snertir þó einkum barna-
dauðann, og því hefir mannsævin
lengst, að barnadauði hefir mink-
að. Nú leikur læknum mikill hug-
ur á að freista að lengja manns-
ævina. pað er þó ekki einhlítt að
lengja ævina, heldur verður að
létta af sjúkdóum, svo að ellin—
eða minsta kosti sex tugir ævinn-
ar—fái fremur en nú varist sjúk-
dómum og þeirri líkamshrörnun,
sem oftast vill koma í ljós á þess-
pm aldri. pað skilst mönnum nú
frernur en nokkru sinni áður, að
lifsþrótturinn er kominn undir elli
pða æsku slagæðanna, og það er
því lífsnauðsyn að halda þeim svo
ungum, sem unt er, vegna þess
starfs, sem þær vinna hjartanu.
petta hefir þó veizt all-erfitt, í
§triti því, sem vér eigum við að
búa. Erfið verk hafa í för með
sér mikla og bókstaflega blóð-
þrýsting, og hvort sem áreynsla
þessi er andleg eða líkamleg, þá
verða slagæðarnar fyrir þenslu,
sem er næsta athugaverð og líkleg
til að vega gegn langlífi, ef hún
helzt um nokkuð langan tima.
Læknai^ hafa rannsakað, hver ráð
væri bezt til (þess að fá æðunum
fullkomna fró, sem ibæði gæti hvílt
þær og varið hrörnun.
pað veit hver maður, að ef vér
höfum ekki því meiri áhuga á þeim
athöfnum, sem oss eru ætlaðar til
hvíldar, þá geta þær á roarga
lund orðið blandnar starfsmála-
hugsunum vorum. pað er mönn-
um t. d. ekki hvíld, að lesa dag-
blöð, af því að starfsmálahugsanir
þeirra og áhyggjur eru þá sífelt
að leita á þá. Ekki er alt af hvíld
að þyí að fara í leikhús sér til
skemtunar, því að menn geta ekki
skilist við starfsmálahugsanir sín-
ar, nema þeir fái alvarlegan áhuga
á einhverju öðru. Mannlegum hug
er ekki unt að vera athafnalaus;
hann venður að fást við eitthvað.
Ef hugurinn er ákaflega bundinn
við starfsmál, og ekkert annað, þá
hvarflar hann siífelt allur að því-
Iíkum hugsunum og áhyggum. Ef
um annars konar einlægan áhuga
er að ræða, getur hugurinn gleymt
starfsmá'la-áhyggjunum þá er
minst varir. Ef um eitthvert
hugðar-efni er að ræða, sem hug-
urinn getur ósjálfrátt snúist að,
þá verður áhuginn á því til þess
að veita öðrum hlutum heilans
fullkomna hvíld, léttir algerlega
á frumlustarfsemi heilans og æða-
þenslunni í þessum hluta hans.
petta er vafalaust hin leynda or->
sök til langlífis þeirra manna, sem
átt hafa sér einhver hugðar-efni,
því að þó þeir virðist afkasta
meira en aðrir, þá veitir tilbreytn-
in í starfi þeirra þeim í raun og
yeru fullkomnar hvíldarstundi^,
þegar þeir hvarfla úr einu starfi í
annað.
Flestir menn, sem á síðustu ár-
um hafa náð nrjög hárri elli, hafa
verið kunnir að hugðar-störfum,
þ.e.a.s. auk aðalstarfs síns, —
hvert sem það hefir verið, — hafa
þeir átt sér eitt eða fleiri alger-
legá andleg áhugaefni, sem þeir
hafa leitað sér hvíldar í um mest-
an hluta æfi sinnar, og auðsjáan-
lega hefir það ekki orðið þeim til
slits, heldur þvert á móti til end-
urnæringar, í hinni eiginlegu
merkingu þess orðs, með því að
hvíla suma hluta heilans alger-
lega við og við. Gladstone var
einn þeirra manna; hann hvíldi
sig frá stjórnmálastörfum við
lestur grískra bókmenta. New-
man karídáli var annar; hann
starfaði í mörgu. Leó páfi xiii.
las Iatnesk ljóð í tómstundum sín-
um. Hann var annars ötinum kaf-
inn um dagana og varð þó níutíu
osr þriggja ára. Langlífir menn
hafa venjulegast verið ekki við
eina fjöl feldir, en látið eftir sig
mikilsverð afrek í ólíkum grein-
um. pessu til sönnunar mætti
nefna Virchow, hinn mikla sjúk-
dómafræðing pjóðverja; hann
var og hinn mesti mannfræðingur
á sinni tíð. Mörg fleiri dæmi
mætti nefna. Hann komst yfir
áttrætt og dó þá af slysum. pað
er auðsætt, að hugðarstörf eru
hverjum manni nauðsynleg, sem
verða vill langlífur í landinu með
heillbrigðum hug og starfsþrótti.
En hugðarstörf eða hugðarefni
táknar andlegt viðfangsefni, alls
óskylt hinum daglegu störfum, er
dregur blóðið frá þeim hluta heil-
ans, sem venjulegast er önnum
kafinn við daglegar áhyggjur, og
flytur það til annara hluta hans,
en hvilir á meðan ihinn fyrnefnda
hluta heilans.
Venjulegast kann mörgum að
virðast næsta auðvelt að fá hug-
anum hvíldar. En hver sem þó
hefir reyn^ að telja starfsmála-
mann á að létta sér upp frá dag-
legu störfunum, sem hann hefir
lengi og einvörðungu og með erf-
iði gefið sig við, sá maður veit,
hversu læknum veitist það oft
örðugt að fá sjúklingum sínum
hvíldar. Einhvern tíma á sex-
tugsaldrinum fara flestir starfs-
piálamenn að leita læknis; kemur
þá í ljós, að æðakerfið er tekið að
láta ásjá, en einkennin eru enn
smávægileg, gigtarstingir, óhæg
melting, vottur af svefnleysi,
versnandi skapsmunir og þverr
andi vald yfir skapsmununum,
þegar eitthvað smávægilegt geng-
ur á móti. petta eru hin ytri merki
afturfararinnar. Eitt ráð við
r
þessu er að láta sjúklinginn hætta
öllum störfum sínum. En ef hann
gerir það, má þó oftast búast við,
að honum fari versnandi nálega
þegar í stað. Nú hefir hann ekk-
ert að festa hugann við, hann
verður hugsjúkur um hag sinn,
telur sig í hættu staddan, úr því
að læknir efir ráðlagt honum að
hætta vinnu, og áhyggjurnar
reyna meira á æðarnar, en starfið
gerði áður. Ef önnum kafinn
maður er neyddur til að hætta
ftörfum sínum á þessum aldri, þá
snýst hann venjulega um sjálfan
sig í huganum og eyðir þrótti sín-
um að óþörfu, er hann hugleiðir
heilusfar sitt, eins og hann eyddi
honum áður, er hann hugsaði um
atvinnu sína. Venjulega lifir
hann lengur, ef hann er óhindrað-
ur látinn sinna störfum sínum, þó
að augljóst sé, að þau vinni hon-
um tjón. pað er um tvent skaðlegt
að^ ræða, og stafcfið er bersýnilega
óskaðlegra.
pessir menn eru venjulega svo
efnum búnir, að þeim er ekki þess
vegna þörf að halda störfum sín-
um áfram. peir gæti vel lifað á
vöxáum eigna sinna. pað er að
eins ein orsök til þess, að þeim er
leyft að halda störfum sínum á-
fram, og hún er sú, að menn
verða að hafa eitthvað fyrir stafni
því að öðrum kosti legst starfs-
leysið á líkamann og eyðir
honum. En þegar högum manna
er svo komið, þá geta læknar ekki
kosið sér aðra dýrmætari lækn-
ingaaðstoð en eitthvert hugðar-
starf. En því er ver, að gagnleg
hugðarstörf verða mönnum ekki
fyrirskipuð þegar þeir eru komnir
nær sextugu. En ef þau eiga að
koma mönnum að verulegum not-
um og vera til heilsusamlegrar
hvíldar, þurfa þau^ að vera vakin
og glædd í hug manna undanfarin
30 til 40 ár. Ef eitthvað það er
til, sem menn geti svo af alhuga
gefið sig við, að þeir gleymi öllum
áhyggjum, minsta kosti nokkurn
hluta dagsins, þá er ekki vonlaust
að létta megi þeirri þenslu af æð-
unum, sem ver þær frekari skemd-
um. Margir menn stunda íþróttir
á unga aldri til þess að vernda lík-
pmsþrótt sinn, en ekkj mundi það
síður ómaksins vert að sjá heil-
brigði sálarinnar farborða, og
hafa þá umfram alt í huga þá
nauðsyn, sem á því er að hvíla
hugann á elliárunum, en það geta
menn svo bezt gert, að þeir temji
sér eitthvert það hugðarefni á
yngri árum, sem þeim geti orðið
dýrmætt viðfangsefni alla ævi.
petta er hið læknandi verðmæti
hugðarstarfanna. Læknar vorra
tíma mundu vafalaust telja sér
það mikilsverða hjálp, ef sjúkling-
ar þeirra kynnu eitthvert slíkt
apukastarf, þegar fyrstu ellimörk-
in fara að hrjá þá og þurfa lækn-
inga við. Ef mönnum verður ráð-
ið til þess að hugsa minna en áð-
ur um dagleg störf, en meira og
meira nm hugðarstörf sín, þá má
gera sér von um góðan árangur.
Daglegu sfbrfin geta verið strit
og slit, en hugarstörfin eru
venjulega annað og meira en
stundar viðfangsefni, og getur svo
farið, að það geti með tíð og tíma
•orðið mönnum aðalviðfangsefni
þeirra. Minsta kosti hætta þeir
að snúast um sjálfa sig. pess
vegna verða nútíðarlæknar að
segja við sérhvern mann; Fáðu
þér einhver hugðarefni meðan þú
ert ungur. Ef læknirinn hefir á-
huga á mentamálum, mun hann
segja : Vertu þér úti um fjöl-
breyttasta mentun, þvá að þá veit-
ist þér miklu auðveldara að fá þér
sannarlegt hugðarstarf, algerlega
andlegt starfsvið, eitthvert mikils»
varðandi viðfangsefni, fjarskylt
daglegum nauðsynjastörfuan. Sá
læknir, sem mikið fæst við þesi
efni, mun vissulega taka undir
það, sem Wilson forseti sagðið ekki
alls fyrir löngu: “Hættum að
einskorða námsgreinir stúdenta
og gjörum þá sem fjölfróðasta.”
Slík fjölfræði eflir heilsu sálar og
líkama og er mikilsverð til þess að
lengja mannsæfina, iþví að hún
vekur margháttaðan áhuga. petta
atriði er þeim mun mikilsverðara,
sem margskonar aðrar orsakir
sjúkdóma verða nú viðráðanlegri
en áður með degi hverjum. 1
þessu felst vafalaust hin leynda
orsök langrar, heilsusamlegrar og
einkum hamingjusamlegrar ævi
þeirra, sem komast hjá slysum
þeim, sem stytta ævina um örlög
fram.—AndvarL
--------o---------
Tvær systnr.
Eftir Jóhann Sigurjónsson.
TANLAC KOM FRu
COTE TIL HEILSU.
Snemma í morgun heyrði eg
samtal fyrir utan gluggann minn.
Mér fanst eg þekkja hvorntveggja
málróminn. Annar var hreinn
og hljómmikill — minti mig ósjálf-
rátt á barnæsku mína. Hinn var
mjúkur og þýður.
Nú verð eg að skýra frá því, að
fyrir utan lágreista húsið, sem eg
bý í, er gamall og fagur trjágarð-
ur. Fallegasta tréð er rétt fyrir
utan gluggann. Eg kalla það
“syngjandi tréð.”
Eg leit út og sá tvær kounr
standa ,í garðinurrl. pær voru
þáðar óvenjulega fagrar. Önnur
hafði skreytt sig döggvotum pílu-
yiði, alsettum silfurgljáandi kot-
únshnöppum. Hin hélt á hvítum
blómguðum apaldursgreinum.
“Sestu og hvíldu þig á bekknum
mínum, systir, þangað til hann
vaknar. Eg sé það á rykinu á
fótunum á þér, að þú kemur langt
að.”
pað var þýða röddin, konan með
apaldursblómin í hárinu, sem
tálaði.
“Eg heimsæki þig, systir, í því
skyni, að færa honum þessa dagg-
ardropa á víðinum lí hárinu á
mér,” sagði konan með hljómfögru
röddina. “pú mátt ekki halda
ið það séu tár,” bætti hún við með
angurblíðu brosi.
“Döggin er fögur á píluviðnum,
systir, en þó er hún en fegurri á
apaldursblómunum mínum.”
“pað er ekki dögg, það er úði úr
Laxánni. Eg stend á bakkanum
á hverjum degi og hlusta á söng
árinnar. Heyrði hljóminn.”
í kyrðinni iheyrði eg niðinn af
Laxánni eins greinilega og þegar
eg fyrrum stóð heima í baðstofu og
hlý sumargolan bar árniðinn inn
um opna gluggana.
“Rödd árinnar er fögur, systir,
Eg skil það, að þér sé unun að
hlusta daglega á söng hennar.
jEg stend líka ætíð hljóð í garðin-
um minum og hlusta þegar storm-
urinn hvín í stóru skógunum. Og
þó þykir mér vænna um~ að heyra
til vængjuðu vinanna minna, en
að heyra stormgnýinn í skógin-
um.”
Konan með þýðu röddina leit
upp og eg sá að hún ljómaði af
fögnuði.
“Heyrirðu?” Veik og langdreg-
anlac Kom Mrs. Cote til heilsu
Hún er nú svo hraust, að hún get-
ur sint öllum heimilisstörfum
—Maga og lifrar sjúkdómarnir
alveg læknaðir.
“Tanlac hefir veitt mér fulla
þeilsu og lífsgleði, svo að mér
hefir aldrei liðið betur á æfi
minni,” sagði Más. J. Cote, að 58
Rustache St., Quebec.
“í meir en ár óður en eg fór að
nota Tanlac, var heilsa mín orð-
in ,svo veil, að eg gat með naum-
indum dregist um húsið. Melt-
ingin var í svo miklu ólagi, að
mér varð stöðugt óglatt af öllu,
sem eg neytti.
“Lifrin var einnig í ólagi og
fékk það mér oft hinna mestu ór
þæginda. Á morgnana þjáðist eg
af 'höfuðverk og varð eg oft að
hætta störfum í miðju kafi og
leggja mig fyrir. Eg var orðin
mjög hugsjúk um heilsu mína,
hafði reynt fjölda lyfja án árang- —Adv.
urs og satt að segja gefið upp
alla von um bata.
“En dag nokkurn kom maðurinn
minn heim með flösku af Tanlac
og það var einmitt meðálið sem eg
þarfnaðist. Fyrstu inntökurnar
hrestu mig að mun, eg fór að njóta
betur svefns og ógleðin eftir mál-
tíðir hvarf með öllu. Nú hefi eg
* alls notað fjórar flöskur og kenni
mér einskis meins.
“Meltingin er komin í bezta lag
og höfuðverkjarins hefi eg eigi
kent framar..
“Eg hefi þegaj,mælt með Tan-
lac við marga kunningja mína, er
líkt hefir staðið á fyrir og mér, og
mér er ljúft að mæla með því við
allan almenning.”
Tanlac er selt í flöskum og fæst
í Liggett’s Drug Store, Winnipeg,
og hjá lyfsölum út um land. pað
fæst einnig hjá The Vopni-Sig-
urijson, Limited, Riverton, Man.
m suða ómaði í loftinu ein og hún pegar ránfuglarnir nálgast til að
stafaði frá ósýnilegu syngjandi ræna, reka þær þá á brott með
skýi. Eg kannaðist við þessa ein- hvössu nefjunum, hugdirfð sinni
kennilegu suðu. pað voru býflug- 0g gargi. Jafnvel mennirnir
urnar, hinar iðjusömu býflugur, halda hlífiskildi yfir æðarfuglin-
sem voru að safna hunangi úr ó- um. p'eir vaka yfir honum á nótt-
teljandi hvíum og rauðum apald- unni.jtil þess að skjóta refina og
ursblómum. örninn, þegar þeir koma til að
“Villibýflugan kemur líka til herja. Spurðu hann, sem sefur
mín á hverjum morgni, systir, til þarna inni,” hún benti í áttina til
þess að heimsækja blómknappana gluggans míns, “hann hefir vakað
m'ína-” yfir honum í fimm vor”,
“Hvernig syngja fuglarnir þín- “pú sagðir að hann svæfi við
*r-” fætur þína.”
Konan með þýðu röddina veifaði “já) jlá) €g var nærri búin að
hendinm. Fyrst kom starrinn. gieyma að segja frá því. Á hverju
ann settist í harið a henni. Hann Vori byggja þrenn hjón við fætur
bhstraði i löngum lotum og bað- mína. pau fóðra hreiðrið með
a< í vængjunum ,i sifellu af tómum mýksta og hlýjasta dúninum. peg-
fognuði. Svo kom þrösturinn. ar eg var jlítið fræ> lbar vindurinn
Hann söng svo hátt, að undir tók mig niður f gamalt> tómt hreiður
: ollum garðinum. Og bókfíknu- Eg svaf allan veturinn og bj
h.ioniri komu ut úr liminu á ljós- aði þannig lífi mínu i frostinu.
leha, fina birkitrenu, þar sem þau Máske er það þess vegna, að eg
hof< u bygt ser índælt litið hreiður ann æðarfuglinum svona mikið.”
- þau sungu svo að unun var á Hún lokaði augunum og það var
að hlyða. Og blaygðan kom í eins og rodd hennar fjarlægðist.
hendingkasti -jafnveítitlingarn- «Einmitt þessa d koma
ír kvokuðu lika. þeir utan af hafi. Hviti blikinn
Svona marga söngfugla á eg með gráu kolluna sína — tvö og
ekki,” sagð konan með pílviðinn, tvö saman — hver hópurinn á
“en skógarþrösturinn hefir einu fætur öðrum. Mér þykir leitt að
sinni bygt 'í hári mínu — því þú skulir aldrei hafa séð það.”
gleymi eg aldrei — og á hverju pær þögðu báðar.
kveldi heyri eg spóann vella ogj Konan með apaldursblómin í
svanasönginn á heiði. pá er æðar- hárinu var orðin þykkjuleg á svip-
fuglinn vanalega sofnaður við fæt-
ur mínar.”
“Sefur æðarfuglinn við fætur
þínar?”
Konan með apaldursblómin leit
undrandi á gest sinn. “Eg hefi
aldrei heyrt hann nefndan fyr.”
Pá get eg sagt þér það, að þar
eg bý er hann í hávegum
hafður.” Konan með píluviðinn
sem
inn. Máske henni hafi fundist
gesturinn tala of mikið. 1
“Eg sé, systir, að sum víðiblöð-
in 'í hárinu á þér eru velkt. Lítur
nokkur eftir fötupfum þínum?
Spætan kemur til mín á hverjum
degi og burstar fötin mín.”
“Spætuna þekki eg ekki,” svar-
aði konan með hljómfögru röddina,
en vindurinn feykir rykinu af
hárinu varð áköf. “Æðarfuglinn fötunum mínum —- og á hverju
er svo félagslyndur, að hann býr kvöldi spegla eg mig í lognsléttri
hundruðum, já, þúsundum saman
á hverri eyu. Eg segi þér satt,
að maður lærir margt af sögunum
þaðan. Á meðan hann liggur á
ánni, til að sjá hve 'dagúrinn hef-
ir fegrað andlit mitt. Hvar er
spegillinn þinn systir?”
“Sólin sýnir mér skuggann minn
hefir hann varðlið — kríurnar. \ a bvítii, sólvernidu mölinni á gang
HIN NÝJA U. G. G.
Haustsölu verðskrá er nú tilbúin
petta er sá langbezti leiðarvísir til haustkaupa,
sem félag vort hefir nokkru sinni boðið bændum í
Vestur Canada.
Hann lýsir og sýnir myndir af öllum nýustu og
fullkomnustu áhöldum, sem nú eru notuð af beztu
bændum um alt þetta mikla megihland. (
Ef þú stundar landvinnu geturðu ekki án þess-
arar bókáT verið. Hún er meira en algeng verð-
skrá, því hún sýnir margar tegundir, serh að eiris
hafa valdar verið fyrir tilstuðlun
Hinna sameinuðu Bændafélaga
m ■ ■■ ■ ■■■■■■■!
; Free CatalogCoupon
sem fullnægjir þörfum kröfuströngustu
kemur framleiðslunni upp í 100
United Grain Growers, Limited,
Winnipeg, Re^ina, Saskatoon,
Calgary, Edmonton.
Gerið svo vel að senda mér pðstfrítt
Fall öatalogue yðar fyrir árið 1920.
samkvmt auglýsingu í The Lögberg
frá 11. sept.
Nafn ...........................
Bær og P. O.....................
R.F.I).
Province
og
bænda, og
per cent.
Vér bjóðum öllum vorum bændum, þeim er á
erlenda tungu mæla, að fá bók þessa ókeypis, og
einnig að heimsækja oss þegar þeir eru á ferð í
Winnipeg. pað er auðvelt að finna oss í Bank
of Hamilton byggingunni, og skulum vér jieð á-
nægju sýna yður gegn um allar skrifstofur og
vöruhús þessa mikla bændafélags.—
The Organized Farmer in Business
WINNIPEG KEGINA SASKAUOON CALGARY
EDMONTON
Copenhagen
Vér ábyrgj
umst það atl
vera algjörlegí.
hreint, og þai
bezta tóbak í
heimi.
Ljúffengt og
endingar gott,
af því það ei
búið til úr safa
miklu en mildu
tóbakslaufi.
MUNNTOBAK
stígunum, svo eg geti séð hve
blómin mín og blöðin vaxa á hverj-
um degi. Var þér ekki kalt á
fótunum, systir, þegar áin óx og
skvetti á þig úðanum?”
Konan með pílviðinn í hárinu
stóð upp.
“Eg heyrði áðan einmanalegt
lóukvak. pað segir mér, að nú
komi morgunroðinn, þar sem eg á
heima. pað kallar mig heim.
Eg verð að flýta mér að afljúka
erindi mjnu.”
Konan með apaldursblómin í
hárinu stóð nú líka upp.
“Farðu ekki, systir miín, fyr en
þú skoðar garðinn minn og eg
hef sagt þér nöfnin á blómunum
mínum. pú hefir hvorki séð dreyr-
rauðar túlípuraðirnar né ’hvítu
og rauðbláu sýrémurnar — ekki
heldur anemónurnar, sem heim-
sækja mig í skóginum. þú hefir
ekki tylt þér á tá og séð hin
tignarlegu blóðbeykitré yfir mæn-
inum — einu trén í garðinum
mínum með rauðum blöðum. pú
hefur hvorki séð gullregnið raeð
þungu blómklösunum. né hin ilm-
sætu jasmínblóm —”
“Fyrirgefðu mér, systir,” svar-
aði konan með píluviðinn í hárinu,
“garðurinn þinn er fagur, en eg
get ekki tafið lengur.”
Hún laut niður og teygði sig
inn um gluggann og lét tvo dropa
falla á augu mér.
Og sjá! Konurnar og garður-
inn hurfu.
í gegnum tæra dropana sá eg
iðgrænt túnið. Engið vingjarn-
lega. Ána með víðivaxná hólm-
ana. púsundir af fuglum á eggj-
um. Fossana, hvíta og freyð-
andi. Hraunið mikið og dökt.
Hafið, vítt og sólblikandi. Fjöll-
in, blá og fjarlæg.
Eg vaknaði við fjóluilm,, en þá
höfðu sólargeislarnir þerrað drop-
ana af augum mínupi.
—Hlín.
fávísir. Sá, sem sér sólina renna
upp og ganga undir, en sér eigi
jafnframt fótspor hins lifanda
guðs, hlýtur að vera blindari en
moldvarpa hið innra, og til einsk-
is annars hæfur en búa í jörðu
niðri. Mér er sem eg heyri guð
tala við mig í hverri sóley og
baldursbrá, og sjái hann brosa
við mér í hverri stjörnu, heyri
hann hvísla að mér í hverjum
morgunblæ og kalla hátt til mín í
hverjum stormi.
pað er sagt, að maðurinn sé guð
hundsims; en sá maður, sem vill
ekki heyra rödd guðs tala, hlýtur
að vera verri en rakki, því að
hundurinn kemur þó þegar hús-
bóndi hans bMstrar eða kallar í
hann.
peir kalla sig heimspekinga,
þessir menn — er ekki svo? En
heimskingjar er réttnefni á þeim,
i því heimskinginn segir í hjarta
sínu: “Enginn guð er til.” Hjarð-
ir vita nær þær heim skulu og
ganga þá af graisi, svölurnar vita
hvenær veturinn er í aðsigi, dýrin
gera því skömm til þeim manni,
sem á þar heima sem guð er alls-
staðar nálægur, en sér hann þó
ekki. Nú getur þú skilið, að marg-
ur maðurinn getur verið hálærð-
ur sem kallað er, og þó verið fá-
vís, næsta fávís, samt sem áður.
— Heimilisblaðið.
Játning.
Aldrei get eg lifað svo mér
líki sjálfum, *
hvað þá góðum guði mínum,
sem gaf mér skyn á vilja sínum.
(1873)
G. G., í Gh.
Málshættir.
Spekingarnir og trúar-
' brögðin.
Eftir H. C. Spurgeon.
pað er trú mín, að þeir, sem
draga dár að trúarbrögðunum, og
hyggja sig of vitra til að trúa
bibMunni, séu ekki annað en
heimskingjar. peir hafa venju-
lega stór orð á takteini og láta
mikið yfir sér, en ímyndi þeir sér
að þeir geti kollvarpað trú hugs-
andi manna, þeirra manna sem
hafa reynt kraft guðs náðar, þá
hljóta þeir að vera fávísir, næsta
“Góður maður gerir það oft,
sem gikkir lasta”;
hann til einskis höndum kastar,
hefir sínar reglur fastar.
“Gáfu þarfa geymdu vel”,
gullið starfa láttu;
rættu’ upp arfa en rækta mel,
reyna djarfleik áttu.
“Gulli betri er geðprýðin”,
gætum hennar bræður.
öllum spilla illindin,
en ihið blíða ræður.
“Enginn veit sinn annmarka”,
þó annara manna þekki.
Samt mun vera sannara,
að sjá þá vilji hann ekki.
“Eftir efnum örlátur
alt af skaltu vera”,
siðlátur og síkátur,
sæmd þú munt uppskera.
I G. G., í Gh.
—Heimilisblaðið.
Eldur!
Hræðir nokkuð hjarta manns
fremur en “ELDSVOÐI!”
I>ú getur ef til vill bjnrgað lífinu — og eldsá-
byrgð endurgreiðir ef til vill part af andvirði
liússins og liúsmunanna. — En hvað getur bætt
þér Spaíipeninga, ^sem þú missir þar og hefir
dregið saman í sveita þíns andlitis, — pening-
ana, sem tapaðir eru? — brunnir til ösku!
'Geymið EkJci Pemngana Heima, Heldur
• Leggið þá í. Sparisjóð.
% PROVINCE OF MANITOBA
SAVINGS OFFICE
4%- Vextir Borgaðir af Innstœðufé
Eins örugt en þó þægilegra en Pósthúsið.
Penin^a má draga út nær sem vera skal
Stjórnin ábyrgist Innlög yðar.
355 Garry St. WINNIPEG 872 Main St.
Opið 9—6 daglega en á laugardögum til
9. e. h. að 872 Main St.
Ef þú átt heima utan Winnipeg, skaltu skrifa
eftir bæklingnum “Banking by Mail”