Lögberg - 16.09.1920, Blaðsíða 4
fiW. 4
LOGBKRG, nMTUDAGINN
ie. SEPTEMBER 1920
ecg
■
Gefið út hvem Fimtudag af The Col- jj
umbia Press, Ltd.,jCor. William Ave. & §
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAIiSIMI: GAKRY 41« og 417
Jón J. Bíldfell. Editor
Lltanáakrift til blaðsins:
TtfE C0LUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, N|an.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Njan.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um Arið.
•»27
imininniiinuHiHimniiniiii^l
Fargjalda og flutningshækkunin.
I ritgerðum sínum um umsókn járnbraút-
arfélaganna á hækkun fargjalda og flutninga
með brautunum, spáði Free Press að leikslok-
in mundu verða þau, að almenningur yrði harð-
ast úti, með því að það væri alt af að verða
deginum ljósara, að opinberum umboðsnefnd-
um commissions sýndist ganga greiðara að
gæta hags stóreignafélaganna, en réttar fjöldans
Tvö hávirðuleg blöð fordæmdu ummæli þessi
og töldu þau innblásin af uppreistaranda eða
Bolsheviki játningum. Hvað sem því líður þá
er hitt þó víst, að atburðir þeir sem síðan hafa
gerst, meir en réttlæta 'svartsýnið, sem í Free
Press kann að hafa komið fram, með því að úr-
skurður járbrautarnefndarinnar dregur svo á-
takanlega taum hinna umræddu stóreignafé-
laga, að tillögur almennings, sem þó vitanlega
á að borga brúsann, komast hvergi að. —
.Járnbrautarnefndin er engin helgistofnun,
hún er ekkert heilagt dómþing, er túlkú skuli
iög þjóðarinnar og ráða vaka yfir að þeim sé
framfylgt. Nefndin er stofnuð af þjóðþingi
C'anada í þeim tilgangi að framkvæma ákveðn-
ar skyldur í þarfir fjöldans og þess vegna
hlýtur hún í eðli sínu að vera háð almennings-
álitinu. Og færi svo að fólkið á sínum tíma
kæmist að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði
brugðist vonum þess, sýndist ekkert því til
fyrirstöðu að það krefðist þess að hún annað-
hvort bætti ráð sitt eða hætti að vera til!
Að slíkar kröfur geti komið fram þá og
Jiegar, er ekki néma það sem búast má við og
teljast verður eðlilegt í alla staði undir kring-
umstæðunum.
Hin ströngu mótmæli frá Manitoba og
Saskatchewan fylkjunum, ásamt hinum ýmsu
iðnstofnunum í Vestur Canada, sem fram hafa
komið gegn hækkuninni, voru og eru í eðli sínu
bygð á heilbrigðum ástæðum. Þeir, sem mót-
mæltu, héldu og halda því enn fram, að eftir
þörfum Canadian Pacific Railway félagsins
skyldi farið, ef um fargjalda og flutnings-
hækkun væri að ræða. Þeir héldu því enn
fremur fram, að svo fremi að slík hækkun ætti
að fást, yrði félag það að færa góð og gild rök
fyrir því að hennar væri þörf.
Þeir sem bezt hafa fylgst með í þessu
hækkunarmáli, athugað framburð C. P. R. vitn-
anna og svör þeirra við hinum ýmsu spuniing-'
um og kynt sér einnig z-ök þau, er umboðsmenn
iðnmálanna og stjórnanna í Vesturfylkjunum
bygðu mótmæli sín á, geta með góðum rétti full-
\rt, að félagið hafi fáar og veigalitlar ástæður
fram fært, er réttlætt gæti hækkun á flutningi
og fargjöldum, er næmi 40% af hundraði. Það
hefir meira að segja beinlínis verið sannað, að
þrátt fyrir aukinn reksturskostnað hefir C. P.
R. alt af vrerið að stórgræða, og þess vegna
hlaut krafan um hækkun að vera í eðli sínu
bæði óþörf og ótímabær.
Það hefir einnig verið sannað, að C. P. R.
félagið á feyki mikinn varasjóð, sem það hefir
alt zzf verið að safna í, sjálfsagt í þeim tilgangi
að vernda eignir þess á vandræða tímum ef í
harðbakkazra kynni að slá. Það hefir enn
fremur sannast, að síðasta hækkunin á flutn-
ings og fargjöldum á undan þeirri, sem nú var
veitt, og upptök sín átti í Bandaríkjunum, hef-
ir gefið C. P. R. tólf miljón dala tekjuauka á
ári. Af þessum ástæðum er þegar Ijóst, að
tf fram á hækkun var farið, mátti hún ekki
vera nema sem allra minst að hugsanlegt var.
Það hefir verið sýnt og sannað, að hækkun
þessi keznur langharðast niður á íbúum Vestur-
Jandsins. Jöfnuður á flutningsgjöldum í Aust-
ur og- Vestur Canada (gjöldin vestra látin ó-
breytt), hefði gefið félaginu meir en nægan
tekjuauka til þess að standast hækkaðan rekst-
urskostnað, hækkun vinnulauna o. s. frv. — 1
því falli að reksturkostnaðurinn hefði hækkað
tilfinnanlega á næstu sex mánuðum, gat vel
komið til mála að hækka eitthvað flutnings og
farþegjagjöld, — það var alt af nægur tími til
stefnu. — Mótmæli gegn hækkuninni voru ekki
borin fram af neinum kala til járnbrautarfé-
laganna, eins og tekið var skýrt fram af um-
boðsmönnum þeim, er Vesturlandið sendi fyrir
sina hönd á fund jámbrautarnefndarinnar.
Hefði það sannast að hækkunarinnar væri þörf,
mundi almenningur möglunarlaust hafa tekist
byrðina á herðar til þess að halda járnbrautum
þjóðarinuar í viðunanlegu horfi. En slíku
var ekki að heilsa undir kringumstæðunum. —
Skýring sú sem J. B. Ooyne, K. C. bar fram
nýlega í blaði í sambandi við niðurstöðu jám-
brautarnefndarinnar, er líklegast sú eina rétta.
Akvörðun nefndarinnar hefir ekki verið gerð
til þoss að fullnægja lögmætum þörfum C. P.
R. félagsins, heldur til þess að reyna að bjarga
frá fjárhagslegri druknun Canadian National
járbrautarfélögunum, sem alt af virðast vera
að sökkva dýpra og dýpra í skuldahafið með
hverju árinu sem líður.
Hækkunin, jafnvel 40 af hundraði, gerir
Canadian National brautirnar aldrei sjálf-
bjarga, þær halda samt áfram að tapa og fé-
hirzla ríkisins verður að bera ábyrgðina, um
leið og hækkunin veitir C. P. R. miklu meiri
tekjubót en félag það hefir nokkra þörf fyrir,
heldur að eins áfram að bæta enn við þenna
helga varasjóð, sem aldrei má hrófla við.
Það er engum vafa undirorpið, að járn-
brautarnefndín hefir farið langt út valdsvið sitt
í máli þessu. C. P. R. er verulegt járnbrautr-
félag, og enginn mundi hafa hið minsta
á móti því þótt járnbrautarnefndin hlutaðist
til um að menn fengju sanngjarna vexti af
fénu, er þeir hafa í það lagt.
En það er öldungis utan við verksvið
járnbrautarnefndarinnar, að skifta sér af því
hið allra minsta á hvem hátt skuli lappað upp
á Canadian National félögin, járbrautarfélög,
sem öll era gliðnuð af geirneglingunum, eða
hvernig gera megi úr þeim viðunandi, sjálf-
bjarga brautir. Fram úr slíku á þjóðþing Can-
ada að ráða. Það er þingið eitt, sem vald hef-
ir til þess að kveða á um með hverjum hætti
tekjuhallanum skuli mætt, sem er í raun og veru
ekkert annað en mismunurinn á milli þess, sem
fólkið þarf að borga til þess að láta góða járn-
braut bera sig og kostnaðarins við Canadian
National brautimar, í því ástandi, sem nú eru
þær.
Þessi aðferð járnbrautarnefndarinnar, á-
stæðulaus flutnings og fargjalda hækkun, er í
framkvæmdinni verður að eins til verulegra
hagsmuna því jámbrautarfélaginu, sem eink-
is tekjuauka þarfnast, en veldur tilfinnanlegri
verðhækkun á lífnauðsynjum almennings, er
sú lang fráleitasta leið, sem nefndin gat valið
Út úr ógöngunum, ef um ógöngur var að ræða.
Járnbrautarmálaráðgjafinn, Dr. Reid, hélt
því fram á síðasta þingi, að þingið eitt hefði
zirskurðarvald í slíkum málum sem þessum. —
Sama reglan hlýtur auðvitað að gilda enn.
Þörfin á afskiftum þingsins í þessu tilfelli,
hefir sannarlega fremur aukist en minkað eftir
því sem málunum nú er skipað.
Lauslega þýtt
úr Free Press.
Góðar bækur.
Uppeldis spursmálið, er ekki að eins eitt
af vandasömustu spursmálum mannanna, held-
ur það vandasamasta.
Það er ekki einasta að á því hvíli ánægja
löreldra og aðstandenda, velferð bamanna á
æfibraut þeirra, heldur og velferð og heill,
mannfélagsins í heild sinni. y
Þegar um barnauppeldi er að ræða, eða að
móta hzzg og hjarta unglinganna, sem er samá
°S leggja veg þann sem hinn ungi á að ganga
í gegnzim lífið, eða eins og það stendur í ritn-
ingunni, og vér námum í barnalærdóms bók
vorri: ‘ ‘ kenn þeim unga að ganga þann veg sem
hann á að ganga, og þegar hann eldist mun-
ltann ekki af honum beygja.” Margar eru að-
ferðirnar til þess að móta, leiða og laða sálir
þeirza ungu—og beina þeim á rétta leið. Ort
og atlot þeirra sem þau umgangast í æsku, hafa
íivalt djúp og varanleg áhrif á þau. En að
voru áliti er ekkert sem eins miklu ræður, zzm
heill og heilbrigði þeirra, eins og bækurnar sem
nnglingarnir lesa, er þeir komast til vits og
ara.
Öllum mönnum kemur saman um, að lífs-
spursmálið sé fvrir líkamlegan þroska og heil-
brigði unglingsins, að fæðan sem hann leggur
sér til munns sé hrein og óspilt.
En svo mjög sem á því ríður, þá er hitt þó ef
lil vill enn þá meira virði, að hin andlega fæða
þeirra sé hrein, holl og uppbyggjandi.
Ein af hinum mörgu yfirsjónum vorum
Vestur-lslendinga í sambandi við þessi upp-
eldismál, er hve óvandlát vér eram að bókum
þeim er vér fáum böfnum vorum í hendur til
lesturs. — Hve það eru margir vor á meðal,
sem ekki hafa það stöðugt hugfast að hin and-
lega fæða — hugsanirnar og orðin, sem ungling-
arnir drekka inn í sig úr bókum og blöðum, er
alveg eins þýðingarmikil fyrir líf og þroska
þeirra, eins og maturinn sem nærir og þroskar
likami þeirra.
Allir foreldrar, og aðstandendur unglinga
viðurkenna þá skyldu sem sjálfsagða, að sjá
Þeim sem þeim er trúað fyrir, fyrir fötum og
fæði, svo þeir þurfi ekki að ganga naktir eða
í tötrum, né heldur hungraðir.
Jafn sjálfsagt ætti það að vera fyrir alla
aðstandendur unglinga, að sjá þeim fyrir góð-
um og nytsömum bókum, er þroska og styrkja
hið andlega líf þeirra, og víkka sjóndeildarhring
þeirra fyiár því sem er heilbrigt, gott og fag-
urt í lífinu. “Þvz blindur er bóklaus maður.”
Og vér þykjumst vita að fólk skorti ekki
vilja til þess, að velja börnum sínum hið góða
hlutskifti að því er til bókanna kemur. Held-
ur sé það hitt að fólk sé ekki klókt í því hvaða
bækur það séu, sem helzt bæri að velja handa
börnum og unglingum að lesa, og að margt af
því reiði 'SÍg of mjög á skólana í þeim efnum
og er það nokkur vorkun.
En benda vildum vér á, og það alvarlqga,
að á unglingsáranum eru það ekki skólabækurn-
ar sem mest hafa áhrifin á sálarlíf baraanna,
lestur þeirra er skylduverk —það eru bækum-
ar sem unglingurínn les sér til nautnar utan
skóla, sem mest áhrifin hafa, og þes)g vegna er
svo afar þýðingannikið að vanda til þeirra sem
bezt.
Mikið úrval af ágætum barna bókum er til
hér á bókamarkaðinum, sem hvert einasta barn
hefði gott af að lesa. En af engri bók vitum
vér, og vér fullyrðum, að hún sé ekki til, sem
eins hefir heillað hugi unglinganna í þessu
landi eins og “The Book of Ivnowledge,” þar
getur barnssálin laugað sig í því fegursta sem
hugsað hefir verið af stórskáldum heimsins,
lesið þau fegurstu æfintýri sem þekt eru, kynt
sér landafræði, sögu, uppfyndingar og leiki, í
einu orði alt það sem mannsandin hefir fegurst
hugsað, eða lengst komist í bókmentum, og í
verklegum framkvæmdum, á svo léttu og aðlað-
andi ensku máli, að hvert einasta barn sem
komið er í 5. bekk alþýðu skólanna, getur haft
full not af, og bækur þessar, er hinir hæfustu
mentamenn víðsvegar um þetta land hafa und-
irbúið, eru jafn nytsamar og aðlaðandi fyrir
fullorðna eins og fyrir börn.
--------o--------
Fyrsti sendiherra íslands.
Þess var að vænta, eftir að ísland hafði
fengið fullveldi sitt viðurkent, að það mundi að
sið annara fullvalda rzkja koma á sendiherra
eða fulltrúa sambandi við umheiminn. Islenzka
stjórnin hefir, sem kunnugt er, haft viðskifta-
ráðunauta endur og sinnum í hinum ýmsu lönd-
um, til þess að annast þar um hagsmuni þjóð-
arinnar, einkum þó meðan á ófriðnum mikla
stóð.
Islendingar hafa jafnan haft mikil viðskifti
við Danmörku, og það stundum meiri en æski-
legt hefði mátt teljást frá pólitisku sjónarmiði.
Hvað sem því líður, er liitt þó víst, að staðhátta
vegna og stjórnarfarslegrar afstöðu munu
verzlunarsambönd milli Islendinga og Dana enn
haldast um langa hríð og þar af leiðandi nauð-
synlegt vera fyrir Islands stjórn að eiga í Dan-
mörku hæfan fulltrúa, með þekkingu á högum
og verzlunarlífi beggja ríkjaniza.
Fregnin um skipun íslenzks sendiherra í
Danmörku, sem birtist á öðrum stað í blaðinu,
er því ekki ekki nema afleiðing hins viðurkenda
fullveldis íslenzku þjóðarinnar og hlýtur að
vekja almennan fögnuð í hverju íslendings-
hjarta vestan hafs, sem heldur menning og
minning móðurþjóðarinnar í heiðri og þau
hjörtu eru mörg.
fslenzka stjórnin hefir áreiðanlega verið
heppin í valinu, er hún útnefndi hr. Svein
Björnsson í sendiherraembættið. Sveinn er
dugnaðarmaður með afbrigðum, hagsýnn,
bjartsýnn, með óbifandi trú á framtíð hinnar
íslenzku þjóðar, og auk þess sökum ljúfmann-
legrar framgöngu, flestum mönnum betur til
foringja fallinn.
Vestan hafs er Sveinn Björnsson einkum
kunnur af störfum hans í þjónustu Eimskipafé-
lags íslands, er honum hafa farist frábærlega
vel úr hendi. Munu margir sakna þess, að hann
nú verður að láta af þeim starfa, þótt þeir á hinn
bóginn fagni yfir vali hans í hið nýja embætti,
sem hann nú hefir kvaddur verið til að gegna.
---------o---------—
Tollmálanefndin.
Eins og getið hefir verið um áður í blaði
voru, skipaði Meighen stjórnin þriggja manna
nefnd fyrir skömmu til þess að íhuga innflutn-
ingstollana og eiga sæti í sæti í nefndinni þrír
ráðgjafar stjórnarinnar, þeir Sir Henry Dray-
ton, fjármála ráðgjafi, Hon. Gideon Robertson,
verkamála ráðgjafi og Hon. James Calder, ný-
lendu og tollmála ráðgjafi. — Nefnd þessi er nú
sest á rökstólana hér í Winnipegborg og hefir
haldið að minsta kosti tvo fundi, hlýtt á máls-
gögn verksmiðjueigenda og umboðsmanna
hinna sameinuðu bændafélaga. Verksmiðju-
eigendur vilja, eins og vænta mátti, halda
dauðahaldi í vemdartollana og telja iðnað
þjóðarinnar í háska, ef svo færi, að þeir kynnu
að verða lækkaðir; en bændafulltrúarnir sýn-
ast vera nokkuð annnrar skoðunar. Mr. Nor-
man P. Lambert, ritari bændafélaganna, mætti
fyrir nefndinni og lýsti afstöðu sinni til toll-
málanna á þessa leið: “ Verndartollarnir hafa
þröngvað iðnaði og framleiðslu í Canada inn á
bz-autir, sem frá fjárhagslegu sjónarmiði mega
lítt færar teljast. Sameinuðu bændafélögin
mótmæla sterklega verndartollum fyrir þá sök,
hve mikinn kostnað eftirlit þeirra hefir í för
nzeð sér og hversu þeir koma hraþarlega rang-
látt niður.”
Ekki er auðvelt að spá nokkra um það, á
þessu stigi málsins, hver árangur af starfi
nefndarinnar kann að verða, en svo er að sjá
af blöðunum yfirleitt, að þau geri sér ekki von
um að hann verði mikiil. — Þess enda tæplega
að vænta af nefnd, skipaðri af sjálfum erki-
hertoga afturhaldsins og veradartollastefnunn-
ar, Mr. Meighen.
--------o--------
Hveiti! Hveiti!
Islendingar sem hafa hveiti til sölu
œttu að lesa eftirfarandi auglýsing
—■
Mem'bers Winnipeg Grain Exchange — Members Winnipeg
Produce Clearing Association.
LICEN-SED AND BONDED
By the Board of Grain Commissioners of Canada
North-West Commissiomi Co0
Limited
Telephone A 3297
216 Grain Exchange, Winnipeg, Man.
tslenzkir Bændur S
Um leið og vér ávörpum yður, óskum vér fyrst af öllu, að
þér hafið haft arðsama uppskeruí ár. En vér vonum einnig að
þér hafið lesið og athugað auglýsingar þær og greinar, sem
birzt hafa í íslenzku blöðunum iðuglega þau síðastliðin sex
ár, er vér höfum stundað kornverzlun, og að þær hafi sann-
fært yður um, að það væri yðar eigin hagnaður að láta ís-
lenzka kornverzlunarfélagið, The North-West Commission
Co., Ltd., selja korn yðar.
pað er ekki eins og nýtt og óreynt félag væri að höndla
korn yðar, þegar þér sendið það til vor. Eftir sex ára starf
sem kornsölumenn fyrir bændur, er það sannfæring vor, að
þekking vor geti orðið yður hagur þetta ár. Eins og það er
hagur fyrir bændur að yrkja land sitt vel, eins er það hagur
vor að selja korn það, sem oss er trúað fyrir, svo vel, að
bændur verði ánægðir. En til þess að geta það, þarf maður
sá er selur, að hafa reynslu og þekkingu á kornverzlun og
hinu breytilega markaðsverði á kornvörunni.
í ár, þegar markaðurinn er opinn til hæstbjóðanda, má
búast við mjög breytilegum og mismunandi prísum, og þegar
svoleiðis er, vill oft tfl, að menn selja þegar sízt skyldi, en
geyma þá selja ætti. peir sem vildu geyma korn sitt um
lengra eða skemmri tíma, ættu að senda til vor -það sem þeir
hafa. Vér skrifum hverjum sem sendir oss korn, þegar vér
álítum að selja ætti. Einnig gefum vér daglega prísa og á-
lit vort um markaðinn þeim viðskiftavinum, vorum, er þess
æskja. Vér borgum ríflega fyrir fram borgún, ef æskt er.
Ef vigtar útkoma á vagnhlössum, sem oss eru send, ekki
stendur heima við það, isem í þau hefir verið látið, gjörum
vér það sérstaklega að skyldu vorri að sjá um, að slíkt sé lag-
fært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa, að vér
skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi, sem oss er sent,
svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki
átt sér stað. petta er nokkuð, sem flest stærri félög ekki
gjöra, því þau hafa mörgu að sinna, láta sér nægja úrskurð
verkamanna sinna. Einnig eiga flest þeirra sín eigin korn-
geymsluhús, svo það er þeirra hagnaður, ef flokkunin er
gjörð bóndanum í óhag. pað er ætíð gott að vita, þegar mað-
ur sendir korn, að einhver líti eftir, ef óviljandi skyldi vera
gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um, að slíkt sé strax
lagfært. Margir bændur halda því fram, að það borgi sig
betur að draga hveiti og aðrar korntegundir í næstu korn-
hlöðu, þar sem vinnulaun eru há eins og í ár. En ef þeir vissu
hvað þeir tapa af vigt við það, mundu þeir hafa aðra skoð-
un. Ef þér hafið fylt járnbrautarvagn og viljið selja inni-
hald hans áður en hann fer á stað, þá símið oss númerið á
vagninum og munum vér selja kornið strax fyrir hæsta verð.
Sendið oss svo “Shipping Bill" af því og munum vér borga
út á það ef beiðst er eftir og afganginn, þegar vigtar út-
koman fæst.
fslen-dingar! Vér mælumst til, að þér sendið oss sem
mest af korni yðar í ár. Vér erum þeir einu landar, sem
reka þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um-boðssölu-
launum. Vér höfum ábyrgð og stjórnarleyfi og gjörum oás
far um að gjöra viðskiftamenn vora ánægða.
Vér þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við
oss, og vonum að þeir, sem enn ekki hafa haft viðskifti við
oss, gefi oss tækifæri til að selja korn þeirra í ár. Vér á-
byrgjumst áreiðanleg viðskifti og gjörum vort ítrasta til að
gjöra bændur ánægða.
Hannes J. Lindal.
Pétur Anderson.
........ .....
Að spara
Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á
ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn.
Bj-rjlð að Iesgja inn í sparisjóð hjá.
THE DOMINION BAMK
NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager.
SELKIRK BRANCH, • - W. E. GORDON, Manager.
Æ 1
Með nýjum ávöxt-
um og garðmat
koma
Innantökur
og þær koma með megnum
verkjum ALT f EINU
og boða komu sína með litluflj
eða I engum fyrirvara. Smá-
yegis óvarkárni í mataræði,
umskifti á vatni á frídegi, —
þær minstu orsakir geta vald-
ið kvillanum.
Ráðið við 'þessu er einfalt.
Eitt glas af Chamberlains Colic
and Diarrhæa Remedy alt af
við hendina, meðím heitt er, svo
nota megi, þá þörf er á, því þeg-
ar þess þarf með, þá þarf þess
fljótt. pá þarf ekki að bíða á
meðan verkirnir ólmast innan
um mann, óhindraðir. Ein eða
tvær inntökur eru vanalega
nægilegar og batinn kemur þá
fljótt eftir fyrstu inntökuna.
Verð1 65c. og 35c glasið
Dept. 13
Chamberlain Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario
Fæst í öllum lyfjabúðum eða
hjá HOME REMEDIES Sales
850 Main St., Winnipeg
PENINGA MEÐ PÓSTI
EÐA SÍMA
Má senda með fullri og
áreiðanlegri tryggingu
til allra staða í Evrópu
fyrir milligöngu þessa
banka og íhinna mörgu
útibúa hans. Starfsmenn
-bankans vdita upplýs-
ingar með glöðu geði.
THE HOYAL BANK
OF CANADA
Borgaður höfuðstóll og
Viðlagasjóður 535,000,000
Allar eignir eru yfir
$584,000,000
FOR SALE — No. 33—34—35,
66x132, Range 2, One Corner Lot.
Snap for Cash. Apply 5795 Sher-
brook -St., South Vancouver, B.C.