Lögberg - 16.09.1920, Síða 5

Lögberg - 16.09.1920, Síða 5
LÓGBERG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1920 Bte. 5 liiiíBlBHi - ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ii ■ ■ ■ ■-■ ■ _ _■_■ ■ ■ .-w ■ ■'.I III!!!!! # ■ ' ■'!!■ ' ■;!"'■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■ ■ ■'?:■■■■■■ !;■■"■■■■■■■■ ■ s ■ I FOLKID VERDUR AD VITA ALLAN SANNLEIKANN Eftir að samningar tókust milli Winnipegborgar og félagsins, er höfðu í för með sér miljón dala aukin útgjöld fyrir hinn siðarnefnda aðilja, voru flutnings bifreiðar, jitneys, lagðar niður í mai, 1919, laun véla og vagnstjóra voru þá frá 30c til 39c um klukkutimann, skrifaðir samningar milli félagsstjórnarinnar og verkamanna höfðu tekist og gengu báðir málsaðiljar að því, að þessi reglugerð um laun skyldu gilda til 1. maí, 1919. prátt fyrir samning þenna frá 26. ágúst 1918, heimtuðu véla og vagnstjórar hækkun á kaupi sínu. Samkomulagsnefnd var skipuð með Chief Justice Mathers sem forseta, R. S. Ward, fyrir verkamennina og Isaac Pitblado fyrir hönd félagsins. Nefndin lagði til að launin yrðu hækkuð upp í 39c til 47c um klukkutímann. Ummæli nefndarinnar í þessu sambandi hljóða þannig: ‘‘Þrátt fyrir það, þó að Félagið með núverandi inntektum, sé ékki fœrt um að greiða núverandi launahæð, þá álítum vér, að Verka- mennirir eigi heimtingu á viðuanandi lífeyri og ÞESS VEGNA VERÐl AÐ LEITA AÐ TEKJUAUKA félaginu til handa, svo að það geti fullnægt sjálfsögðum skyldum við Verkafólk sitt. Vér leituðum pví til bœjarstjórnarinnar í bænarskrár formi: “Til hans göfgi, borgarstjórans í Winnipeg, og stjórnar hinn- ar löggiltu Winnipegborgar. “Bænarskrá WINNIPEG ELICTRIC RAILWAY COMPANY, virðingarfylst, hljóðar þannig:— “1. Umsækjandi á og starfrækir, eins og part af sýslan sinni strætisbrauta kerfiS í Winnipegborg, og samkvæmt fyrir- mælum samnings við Winnipegborg frá fjórða degi júnímán- aðar 1892, er innihalda öll þau skilyrði, sem fram eru tekin í aukalögum No. 543 fyrir Winnipögborg. “2. Samkvæmt fyrirmælum téðs samnings, eru fargjöld ákveðin, eöa réttara sagt verð þeirra, en vegna hins örðuga ástands og margaukins reksturskostnaðar, eru fargjöldin orðin of lág og veita félaginu ónógar tekjur til þess að stand- ast kostnað, er af algengri starfrækslu, viðgerðum og launa- hækkun leiðir. “3. Sökum hækkunar á vinnulaunum, síðan stríðið hófst og efni öllu, er til þess þarf að geta rekið greiðlega fólks- flutninga í borginni á brautum félagsins, og sökum þess, að víða annars staðar hafa fargjöld verið hækkuð til þess að slík félög gætu þrifist, og sökum þess enn fremur, að sama verð á fargjöldum og átti sér stað fyrir stríðið, er ekki lengur sanngjarnt, leyfir félag vort sér að tilkynna, að svo fremi að því veitist eigi auknar tekjur af fólksflutningum, sýnist ekk- ert annað fram undan en gjaldþrot. “4. Samkvæmt fyrirmælum samkomulagsnefndarinnar, er nú hefir nýlega lokið störfum sínum, aukast launaútgjöld félagsins um $361,952.42 á ári. Fatið hefir einnig verið fram á hækkun í öllum öðrum deildum félagsins, sem veldur því, , að samtals eykst starfrækslukostnaðurinn á ári um $600,000,00. “5. Hér fylgir með fjárhagsskýrsla félagsins, yfir tíma- bili frá 1. janúar til 1. september 1919, er sýnir tekjuhalla að upphæð $21,207.59. önnur skýrteini, bygð á niðurstöðu samkomulagsnefndarinnar sýna, að ef launahækkun sú, ser.i nefndin fór fram á, hefði verið í gildi á nefndu tímabili, þá mundi tekjuhallinn numið hafa $421,207.59 um átta mánuði, eða $631,811.38 á fjárhagsárinu, sem endaði 31. desember 1918. “6. Á það hefir verið margbent, að það hlýtur að vera skylda yfirvaldanna að hlutast til um að félagið fái sann- gjarna þóknun fyrir starf sitt, að flutningsgjöldin séu það há, að veita megi þægilega og áreiðanlega fólksflutninga, gera við þau áhöld félagsins, er úr lagi ganga og veita hluthöfum sanngjarna vexti af fé því, er þeir hafa lagt í félagið. “7. Umsækjandi fer því fram á, að félaginu sé veitt leyfi til að selja farþegagjöld á strætisvögnum innan Winnipeg- Iborgar á sex cents fyrir fullorðria, en skólabarna fargjöld sjö fyrir tuttugu og fimm cents, en að allir aðrir farseðlar séu úr gildi numdir. “Umsækjandinn leyfir sér því virðingarfylst að fara þess á leit við hina háttvirtu bæjarstjórn, að henni mætti þóknast að veita fargjaldahækkun þá, sem farið hefir verið fram á og létta þannig undir með starfrækslu félagsins. DAGSETT í Winnipegborg, þann átjánda dag október- mánaðar, A. D. 1918. (Innsigli) WINNIPEG ELECTRIC RAILWAY CO. (Udirskrift) A. M. NANTON, Varaforseti. (Undirskrift) LAWRENCE POLK, Aðstoðarritari. Meö því að líta til baka á allar þœr kröfur, sem bœrinn hefir gert á hendur félaginu, kemur þaö skýrt í Ijós að Winnipeg-borg sendi umsókn Strætisbrautafélagsins um hækkuð fargjöld til umsjónarmanns þjóðnytja, Public Utilities Commissioner. Bœjarstjórnin samþykti tillögu er þannig var orðuð af flutningsmanni hennar “að neyða strœtisbrauta- félagiö til þess að taka umsókn sina til Public Utilities Commissioner og fá frá honum ákvörðun, bœði til bráðabyrgð- ar ogeinssíöar meir í eitt skifti fyrir öll,” 1 Skoðunum bæjarfulltrúanna eins og þœr komu fram á bæjarstjórnarfundum, var lýst af lögmanni borgarinnar Mr. Hunt, er þannig komst að orði: Látum féagið taka umsókn sína til umsjónarmanna þjóðnytja og skal eg þá láta mér nægja bráðabyrgðar úrskurð, eða að minsta kosti ekki andæfa honum mjög að svo stöddu. Síðan munum vér láta rannsókn fram fara og ákveða hvað mikla NAUÐSYNLEGA HÆKKUN skuli veita. Skoðun mín er sú, að slík rannsókn muni eigi skemmri tíma taka en tvo mánuði og skyldi bæjarstjórnin ákveða rannsóknina, mun hún sannfærast um slíkt er alt annað en skemtilegt verk og kostar einnig mikla og margvíslega fyrirhöfn. Eins margþætt og flókið að málið er, mun vera viturlegast að láta löggjafavaldið f jalla um það og framkvæma rannsóknina.” Bœjarstjórnin sýndist þó einhuga um að láta Fublic Utilities Cómmissioner rannsaka máliði sökum þess að hann hefði, eins og einn bœjarfulltrúanna komst að orði, “hóp af sérfræðingum og gögnum, er sjálfsögð mættu teljast við slíka rannsókn.” pannig fór þá umsóknin fyrir UMSJÓNARNEFND pJóÐNYTJA, og undirnefnd úr bæjarstjórninni félst á fyrstu fyrirskipunina um hækkun fargjalda. Svo fór að lokum eins og ýni^ir bæjarfulltrúanna spáðu, að þjóðnytja nefndin fyrirskipaði nákvæma rannsókn, er tók hér um bil tveggja ára tíma í staðinn fyrir tvo mánuði. Nefndin gerði einnig það, sem bæjarstjórnin vildi láta hana gera — Saf fullnaðar, engu síður en ábyrgðar ályktun. , WINNIPEG ELECTRIC RAILWAY C0. 14. SEPTEMBER, 1920. VICE-PRESIDENT ■■M ■■■■ ■■■■ ■jMÍ ■■■■ Hi| NN ■■■■ §§§§ mmrnm ■■■■ ■■■■ IRii ■■■■ ■■■■ ■■■■ ■■■■ ■■■■ ■■■■ ■■■■ ■■■■ «■■■ ■■■■ ■■■■ ■■■■

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.