Lögberg - 16.09.1920, Síða 6

Lögberg - 16.09.1920, Síða 6
9 Bli. t LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. SEPTEMBER 1920 Launcelot of the Lake. Niðurlaa af fyrri kaflanum um Sir Galahad. (Sjá síðasta bJað.) Ungi maðurinn gekk að sætinu og settist við- stöðulaust í sætið, þar sem enginn áður þorði að setjast, og mannfjöldinn, sem á horfði, undraðist og margir sögðu: “Pyrir þessnm manni á vissu- lega að liggja, að finna binn heillaga bikar (Holy Grail.) ” En liinn heilagi bikar var bikar sá, er mann- kynsfrelsarinn drakk lir, þegar hann í síðasta . sinni sat til borðs með lærisveinum sínum, og Jósep af Aramtía hafði flutt með sér til Bret- lands, en sökum syndugs lífernis mannanna hafði verið falinn sjónum þeirra. Að eins fengu þeir hóg- væru og hreinhjörtuðu að sjá hann einstöku sinnum. Þegar allir höfðu neytt hvítasunnu máltíðar- innar í höll Arthurs konungs, bað konungur Sir Gailahad að ganga til árinnar með sér, og þegar þangað kom sýndi hann honum steininn með sverðinu í, og sagði honum hvernig riddarar sín- ir hefðu rejmt að draga sverðið út, en ekki getað hreyft það. “Herra,” svaraði Sir GaAahad, “það er eng- in furða þó þeir yrðu frá að hverfa, því þetta er mér ætlað, eins og tómu skeiðin við hlið mér sýna.” Svo sté hann fram, tók um hjöltu sverðs- ins, og lá það þá laust, svo hann dró það úr stein- inum og stakk í skeiðin tómu, er við lið hans héngu. Ahorfendurnir, sem séð höfðu þessi fyrir- brigði, undruðust þau stórlega, og áður en þeir voru búnir að átta sig, var athygli þeirra snúið í aðra átt, því kona ein hvítklædd kom ríðandi á hvítum hesti til þeirra. Sú reið þar að, sem Arth- ur konungur var, laut honum og sagði: “Herra konungur, einsetumaðurinn Nacien sendir þér þá orðsendingu, að í dag skuli þér og hirðfólki þínu hljótast sá liinn mikli heiður að sjá og bergja af liinum heilaga bikar.” Svo sneri kona þessi sér að Sir Lancelot og mælti: “Þú, lierra Lancelot, hefir verið heims- ins frægasti riddari; en nii hefir annar komið, sem þú vferður aí rýma fyrir.” Sir Lancélot svarar: “Vel veit eg, að aldrei var eg frægastur riddaranna.” “Vissulega varstu það, og ert enn, á meðal syndugra manna,” svaraði konan; svo reið hún burfu áður en hægt var að leggja fleiri spum- ingar fyrir hana. Að kveldi þessa sama dags, þegar Arthur og riddarar hans voru í sætum sínum í höllinni, kom skyndilega gnýr mikilJ, sem þrumuveður væri, og í veðrinu kom Ijós, sem var sjálfu sólarljósinu bjartara, og undir eins og Jjósið hafði birst, leið í gegn um loftið inni í höllinni sveipað hvítum silkislæðum eitthvað, sem menn sáu ekki hvað var, en allir vissu að var bikarinn helgi. Loftið inni í höllinni fyltist himneskum ilm og yfir höfði hvers manns er inni í henni var, lék birta, sem gjörði menn fegurri á að líta og betri en þeir áður voru. Allir, er í öllinni vora, sátu hljóðir og hugs- andi á meðan viðburðir þeesir gcrðust og þar til er Arthur konungur reis á fætur og flutti guði þakklætisbæn fyrir náð þá, er honum og hirð hans hefði verið auðsýnd. Undir eins og Arthur konungur tók sæti sitt, reis Sir Gawain úr sæti sínu og sór þess dýran eíð, að hann skyldi halda á stað og leita að bik- arnum helga, ár og daga, í þeirri von, að honum veittist sú náð að sjá bikarinn. 0g varla var Sir Gawain seztur, þegar hinir riddararnir hver eftir annan stóðu á fætur og unnu eið að hinu sama, unz hundrað og fimtíu riddarar höfðu helgað sig þar á staðnum til þess að leita að bikarnum helga. Eftir að riddarrnir höfðu unnið eiða sína reis Arthur konungur á fætur, hryggur mjög, því hann sá í þessum aðföram endalok hins göfuga Round Table félags. Konungur sneri sér að Sir Gawain og mælti: “Systursonur minn, þér hefir farist illa, því þú hefir með þessu tiltæki þínu svift mig aðstoð og samfélagi þeirra göfugustu riddip-a, er heiðrað hafa nokkurt konungsríki í kristnum sið. Mér er það full-ljóst, að þetta er í síðasta sinni, sem eg verð með ykkur öllum hór á þessum stað, og það hryggir mig að skiljast við menn, sem eg hefi elskað eins og lífið í brjósti mér, og með hverra aðstoð eg hefi komið á friði og réttlæti í ríki mínu.” Þannig lét Arthur konungur í Ijós hrygð sína og með honum hrygðust allir riddarar hans, því þeir unnu,honum heitt. En eiða sína gátu þeir með engu móti rofið. 1 Æfintýrið er Sir Lancelot lenti í og leitarlok. Eftir að Sir Lancelot hafði skilið við félaga sína, við Vagon kastalann, reið hann í marga daga yfir sléttur og í gegnum skóga án þess að nokkuð hæri fyrir hann sem í frásögur er fær- andi. ' En svo var það dag einn, að hann var kominn nálægt aðseturstað einsetumanns nokkurs, er átti hús eða kofa í skógarjaðri, að hann mætti ridd- ara nokkrum. 0g undir eins og þeir.sáust riddararnir bjugg- ust þeir til atreiðar eins og ferðariddurum var tamt að gjöra, keyrðu hesta sína sporum, og riðu liver á móti öðrum, og þegar þeir mættust var afl hins ókunnuga riddara svo mikið að Lancelot hrökk úr söðli sínum og til jarðar, og var það í fyrsta sinni að hann varð að lúta fyrir nokkrum riddara. Rétt í því að þetta kom fyrir kom nunna er heima átþi í húsi einsetumannsins, út og mælti: “Guð veri með þér þú heimsins mesti ridd- ari”, því hxxn vissi að það var Sir Galahad. En Galahad vildi ekki að fólk þekti sig sló í hest sinn og, reið á burtu. Eftir að hann var farinn reis Sir Lancelot seinlega á fætur, tók hest sinn, og reið niðurlútur í burt hugsandi um hvort sér væri virkilega ætlað að taka þátt í leitinni eða ekki. Seint það sama kveld kom Lancelot að vega- mótum, við þau stóð krossmerki úr steini, og rétt þar hjá s^óðu leyfar af gamalli kirkju. Lance- lot var þreyttur, og honum var þungt í skapi svo hann ásetti sér að láta fyrirberast þar um pótt- ina, sté af bakþ batt hest sinn við tré, og hengdi skjöl(| sinn upp í það, líka. Svo gekk hann að kirkjutóftinni, og furðaði sig mjög á að sjá altari standa inni í rústunum, silki var hengt í kringum það, og á því stóðu tveir kertastjakar úr silfri, en þegar hann ætlaði að ganga inn í rústirnar, að altarinxl^mátti hann það ekki sökum þess að dyr gat hann hvergi fundið, svo hann snéri undrandi á burt, og fór þangað sem hann hafði skilið eftir hest sinn og skjöld, tók kf sér hjálminn og'sverð- ið, og lagði niður við tyæð, en sjálfur lagðist hann til svefns undir trénu. En á meðan að hann lá þár milli svefns og vökú, bar fyrir hann sýn. Honum fanst að fram hjá sér færi tveir snjóhvítir gæðingar; á baki þeirra var burðarstóll er í lá sjixkur riddari sem sagði: Náðugi herra!. Nær verða misgjörðir mínar mér fyrirgefnar, og hvenær fæ eg að lúta hinum heilaga svo að eg megi heill verða?” Að vörmu spori sýndist Lancelot að silfur- kertastjakarnir sem hann sá á altarinu koma líð- andi í gegnum loftið, og á eftir þeim borð eitt lítið, úr skíru silfri, og á því stóð bikarinn helgi. Sjúki riddarinn reis með veikum mætti upp úr hvílu sinni, staulaðist að borðinu sem bikarinn var á og kysti hann og mælti: Eg þakka þér drottinn minn og þerra, að þú hefir veitt mér þessa náð, og gjört mig heilann.” A meðan þessu fór fram, lá Sir Lancelot þar isem hann hafði lagst niður og mátti sig hvergi hræra. En hann sá að fylgdarmaður veika ridd- arans, sem nú var or<$^xn heill, færði honum her- klæði sín. “Hver heldurðu að ókunni riddarinn só er þarna sefur, og hrærir sig ekki þó hann sé svona nærri bikarnum helga?” Þannig spurði ókunni riddarinn fylgdarmann sinn. “Hann hlýtur að vera maður sem er fjötr- aður einhverjxim stórkostlegum syndaviðjum,” svaraði fylgdannaðurinn. “Eg ætla að taka sverð hans og hjálm, því þá tvo hluti vantar til þess að herbúnaður þinn sé fullkominn.” Riddarinn ókunni fór í herklæði sín, tók sverð og skjöld Sir Lanoelot, sté síðan á hest þans og reið burt ásamt fylgdarmanni sínum. Undir eins og þeir voru farnir vaknaði Sir Lancelot af dvalanum, og sárnaði mjög að vita ekki hvort að hann hefði virkielga séð þetta, sem honum fanst bera fyrir augu sín, eða að hann hefði dreymt það. En á meðan hugsanir hans dvöldu við fyrir- burð þpnna, barst ægileg rödd að eyrum hans, sem sagði: “Lancelot rístu á fætur, og far burt af þessum helga stað.” Nálega yfirkominn af blygðun, reis Sir Lance- lot á fætur til þess að hlíða röddinni, og sá þá að hestur sinn, sverð sitt og skjöldur hafði verið nxxmið á burtu. Þá vissi hann að hann hafði verið lítillættur, og að hann var undir hegning refsiandans. Niðurlútur og grátandi, lagði hann á stað fótgangandi, og hélt áfram unz hann kom að litl- um kofa þar sem ensetumaður lá á bæn. Sir Lancelot kraup á kné, og beið þess að einsetumað- urinn lyki bænagjörðinni, og þegar henni var lok- ið sagði Lancelot honum frá mótlæti sínu, og hver hann væri og bað hann ásjár og ráða. “Af heilum hug vil eg leitast við að verða þér að liði,” svaraði einsetumaðurinn, og furðaði sig mjög á, að Sir Lancelot skyldi vera í slíkum raunxrm staddur. “Herra” hélt einsetumaðurinn áfram, “Guð hefir gefið þér manndóm og styrkleika meiri en öðrum riddurum, þesS vegna krefst hann meiri og ákveðnari þjónustusemi af þér.” “Eg hefi syndgað,” svaraði Sir Lancelot. “Öll þessi ár, síðan eg varð riddari, hefi eg gefið líf mitt til þess að heiðra, og hefja vegsemd drotningar minnar, hugsunarlaust gengið fram- hjá skapara mínum, og litlar þakkir hefi eg vott- að guði mínum fyrir allar velgjörðir hans við mig.” Einsetumaðurinn gaf Sir Lancelot mörg góð ráð og bauð honum að vera hjá sér um nóttina og hvflast, og það þáði hann. Um morguninn eftir gaf einsetumaðurinn Sir Lancelot hest, sverð, skjöld og hjálm, kvaddi hann og bað hann bera sig hetjulega, eins og sæmdi þjóni guðs. •------o-------- Merkismenn Bandaríkjanna. James Fenimore Cooper var fæddur 15. september 1789, að Bui-lingtou, N. Jersey. Hann varð mun meiri Amerikumað- ur en Washington Irving. Ættmenn hans höfðu fluzt frá Englndi til Ameríku tvö hundruð árum áður en hann fæddist. Faðir CoopeVs var dómari og átti hann því kost á að njóta fullkominnar leið- sagnar á unga aldri um fram , jafnaldra sína. Mentun sína fékk hann í Albany, New Haven og isíðast við Yale háskólann. Arið 1896 gekk hann í sjóher Bandaríkjanna cg náði þar álitlegri stöðu, en árið 1811 sagði hann henni lausri, gifti sig og settist að á landareign er hann hafði erft eftir einhvern ættmann sinn látinn. Á þessum búgarði sat hann í níu ár og virtist una hag sínum hið bezta, og virtist ekki hafa hina minstu tilhneigingu til þess að kepp um frægð og metorð á ritvellinum. Vissi auðsjáan- lega ekki af neinum sérstökum rithöfundar hæfi- leikum hjá sjálfum sér og hefði að líkindum aldrí. reynt að rita skáldsögur, ef atvik eitt liefði ekki hrundið honum út í það. Svo stóð á, að Coopar og kunningja hans, er var gestkomandi hjá honum, varð tíðrætt um bók eina nýja, er þeir höfðu lesið, og þótti Cooper lít- ið til hennar koma og staðhæfði við þennan kunn- ingja sinn, að hann gæti skrifað betri bók sjálfur. Svo fór hann að reyna og byrjaði á bók, er hann tiefndi “Precaution” (Varúð). Fyrst var nú þetta í gamni og alvöru, en þegar fram í sótti, varð alvaran ofan á og hann lauk við bókina, sína fyrstu bók, og lét prenta hana árið 1820. Saga þessi, sem lítið virðist hafa til síns á- gætis, varð undir eins vinsæl, svo James Fenimore Cooper ásetti sér að halda áfram að rita skáld- sögur. Næsta saga hans heitir “The Spv” (Njósnarinn), og er efnið í þá sögu tekið úr frels- is'stríði Bandaríkjannw. Sú saga er skrifuð af miklu fjöri og hún varð til þess að gjöra James F'enimore Cooper frægan sem rithöfund, beggja megin Atlantsliafsins. Balzac taldi hann Scott Atmeríkumanna og Victor Hugo sagði hann vera snjallastan hinna yngri rithöfunda. tJr þessu spretta sögurnar hjá Cooper upp hver af annari, og yrkisefnin eru aðllega tekin úr llífi sjómanna og Rauðskinna, og eru tvær sögur hans um þau efni tvímælalaust þær beztu, er hann hefir ritað, “The Pilot” (Hafnsögumaðurinn) og “The Last of the Mohicans” (Hinir síðxistu af Móhikunum), en en Móhikanar var einu sinni stór flokkur Indíána, og er það talin hans bezta bók. Alls ritaði James Fenimore Cooper yfir þrjátíu ■sögur auk annara ritverka,. sem eftir hann liggja um ýmisleg eíhi í blöðum og ritum' Til Evrópu fór Cooper og dvaldi þar í sjö ár og ritaði hann þar nokkrar af sögum sínum; en atburðirnir þar hafa ekki haft djúpsett áhrif á hann, því jafnvel sögurnar, sem hann ritaði þar, 3vo sem “Deer Slayer”, “The Oak Opening”, “The Red Rover” og fleiri, bera aliar hans heima- lands mót. James Fenimore Cooper var meira en með- almaður á hæð, vel vaxinn og bar sig mjög vel. Andlitið -var nokkuð hörkulegt en fyrirmannlegt, ennið hátt, augun grá og nokkuð hvösis. Oss er sagt, að þrátt fyrir það þótt Cooper væri kaldur og fráhrindandi í viðmóti, þá hafi samt fylgt persónu hans svo mikill þróttur, að menn báru ósjálfrátt virðingu fyrir honum. En þótt Cooper llafi ekki tekist að ná ást þjóðar sinn- ar, þá samt er fjöldi manns sem á honum þakkir að gjalda fyrir ánægjustundirnar er þeir hafa notið við lestur bóka hans. James Fenimore Cooper andaðist 14. septem- ber 1851, sextíu og tveggja ár gamall. Drengurinn sem lærði að fara með eldinn. *____ ii. Alt þetta kostaði bæði tíma og fyrirhöfn, og bar ekki sjaldan við, að Palissy svalt heilu hungri. Yikur liðu og jafnvel mánuðir og alt af mátti sjá Palissy á vinnustofu sinni önnum kafinn við leir- krukkubrot, sem hann helti yfir nýjum og nýjum efnablöndum og hitaði í ofni sínum. Hann hafði sterka trú á að við hæfilegan hita myndu brotin fá á sig ýmsa mismunandi liti. Langmest kapp lagði hann samt á að framkalla hvíta litinn. Ilonum hafði verið sagt, að ef maður á annað borð gæti náð hvítum glerungi, þá yrði alt auð- veldara með hina svokölluðu sterku liti á eftir. Ilann mundi vel eftir því, er hann sem lítill drengur hafði notað efnablöndu við að fægja gler, og nú flaug honum í hug, að ef til vill mætti nota það sama á leirbrotin. r Hann hafði enga hugmynd um, hváð ofniun ætti að vera _heitur til þess að svona löguð tilraun gæti hepnast, eða hvernig auka skyldi hitann og draga úr honum. Stundum urðu leirbrotin of- bökuð eða þá vanbökuðð, eftir því hvernig á hit- anum stóð. Dag eftir dag varð liann að búa til nýjan bökunarofn, því hinir fyrri höfðu jafnharðan sprungið. Einnig þurfti hann stöðugt ný og ný efni, og kostaði það liann livert cent, sem hann hafði getað innunnið sér. Hann þurfti ósköpin öll af viðartegundum til að get kynt ofninn, og þegar hann hafði ekki iengur ráð á að kaupa spít- ur, hjó hann tré í garðinum þar til hver rengla var feld og brend til ösku. Loks kom'að því, að hann brendi öllurn stólunum og reif upp húsgólfið og brendi því líka. Vinir hans og kumlingjar hentu gys að hon- um, en ekkert vald var svo sterkt, að það gæti komið honum til að víkja frá áformi sínu hið allra minsta. Hann var vakinn og sofinn yfir tilraunum sínum og vék aldrei frá þeim, nema þær fáu klukkustundir á viku, er hann vann daglaunavinnu hjá nágrönnum sínum til þess að afla séf bráð- nauðsynlegasta lífeyris. Fyrir fáeina skildinga, er hann átti afgangs, keypti liann enn nokkuð af potta og leirbrotum og smurði þau með efnablöndu sinni. Hann fékk mann nokkurn til að hjálpa sér við flutning brot- anna til þurkunarofnsins, er glergerðarmennirnir í skóginum áttu og gefið höfðu honum leyfi til að nota. Lagði hann svo brotin með hinni allra mestu varúð í ofninn. Fjórum klukkustundum seinna fór Palissy að skygnast um livað brotun- um liði, og sá sér til óumræoilegrar ánægju að eitt þeirra var hulið mjallahvítum glerungi. Ungi maðurinn réði sér ekki fyrir kæti, þó var svo langa langt frá, að rixnin v-æri ráðin enn. Palissy var ekki sjalfum Ijóst, af hverri orsök hvítgljáinn iiafði runnið á. leirbrotið. Ilann reyndi aftur og aftur að fá önnur brot til að taka á sig ®ama gljáa og lit, en það vildi ekki hepnast. Samt var svo f jarri því, að hann léti hugfall- ast. Hann hafði unnið siur einu sinni og hví átti hann ekki að geta gert það aftur! Hann var of fátækur til þess að geta aflað sér aðstoðar við tilraunirnar; þess vegna varð hann stöðugt að vinna að þessu einn. Hann malaði niður í duft efnin, sem hann hafði nofað við það tækifæri, er glerungurinn hafði komið á eitt leii'brotið. Svo reyndi hann að baka á pý, en hve mjög sem hann kynti ofninn, sýndist það engan árangur bera. Hann hafði uppgötvað leir- gljáann, en átti eftir að finna aðferðiná, er nota skyldi við að festa hana á potta, pönnur eða leir. 1 hvert 'sinn, er sigurinn sýndist unninn, kom eitthvað babb í bátinn og tafði fyrir framkvæmd- unum. Mortélið, sem glergerðarmennirnir notuðu við byggingu þurkunarofnsins, var fult af smá- gjörfum tinnuflísum, og þegar hitna tók splundr- uðust þær í agnir og blönduðust saman við gler- unginn. Og þegar svo glerangnum var smurið á leirílátin, varð áferðin hrjúf og ójöfn í stað jiess að vera mjúk og slétt. — Til þess að koma í veg fyrir þetta, fann Palissy upp nýja tegund hylkja, er hann lét utan um hvern pott og hverja krukku, áður jxeim var slheygt inn í þurkunarofninn og kom það að hinum beztu notum. Smátt og smátt tók Paiissy þeim framförum í iðn sinni, að hann gat mótað og fest myndir af krókódílúm, slöngum, fiskum, blómum og hjörtum á leirílát sín eftir vild. — Hverjum smá-sigri fylgdi stærri sigurvinning, og að lokum hafði hinn eljusami sveinn yfirunnið allar þrautir. Hann hafði lært að fara með eldinn, lært að tempra hitann, én sextán ára baráttu hafði hann orðið að heyja stöðugt áður en sigurinn féll honum í skaut. Hann liafði gert sér eldinn undirgefinn og auðsveipan, en það gerði allan muninn. Eftir það gat hann búið til hvaða leirílát er hann vildi, skreytt samkvæmt geðþótta txg selt við hverju því verði, er honum þóknaðist. ---------o-------- "\ Látlaus áminning. Fimm ára stúlka: “Mamma, má eg þeyta mér þrjú egg?” Móðirin lítur upp frá að hræra köku: “Þrjú egg! elskan mín góð, það mátt þú ómögulega á milli máltíða. Eitt er nóg.” ^ Sú litla rennir horrjauga að þremur eggja- skurnum á borðinu hjá jnömmu sinni: “Bara í “keik” má maður liafd þrjú egg.” Mamma hennar segist aldrei hafa látið þrjú egg í köku síðan. ---------o-------- Andlit eða háls. “Mamma, ínamma!” hljóðaði Yilli grátandi. — “Hvað gengur nú áí” spurði móðir hans. —, “Tilheyra eyrun á mér andlitinu eða hálsinum? “Þú sagðir Maríu að þvo mér í framan; en hún er að þvo á mér eyrun líka.” -------—-o-------- \ i

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.