Lögberg - 11.11.1920, Page 4

Lögberg - 11.11.1920, Page 4
BU. 4 LOixBXJtG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1920. Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Prets, Ltd.,Gor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 41« og 417 Jón J. Bíldfell, Editor Otanéskrift til blaðsins: TKE COLUNIBUV PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, fyan- Utanáakrift ritatjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipag, R[an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. «@»27 P^mm5niuimiar!TOHB!rBiiiBniiiiin!Krtiniiiil»iiBHiininiiinimiHiiiiiyiHimii[nmiiiiiHiiiiiiiMtiii!Uiiiii!iiiiiiii;iiin!i',ii;'ii;^ Bandaríkja-kosningamar. Þeir sem álengdar stóðu, og horfðu á þann kosninga bardaga, þeir voru orðnir sannfærðir nm löngu fyrir kosningadagirm, að Republikkar mtindu bera sigur úr býtum. En fáum víst komið til hugar, að ,sá sigur yrði eins stórkost- legur og raun er á orðin. Republikka flokkurinn hefir ekki einasta komið sínu forsetaefni til valda, með svo yfir- gnæfandi atkvæðamagni að slíkt er sjaldgæft í sögu þjóðariuar, heldur liefir hann og náð yfir- gnæfandi meiri hluta, bæði í efri og neðri mál- stofu þingsins. í stuttu máli, náð stjórnar- völdunum svo gersarnlega í sínar hendur, að hann getur hagað stjórnrnálunum eftir vild, og við ]iað er sá kostur, að ef forsetinn og flokknr- inn, hefir virkiieg þjóðþrifamál fram að flytja, ]>á getur hann komið þeim í framkvæmd án Jiess að verða að slá af þeim, og laga þau tii, pólitiskum mótstöðumönnum sínum til geðþótta. Þessar forseta kosningar Bandaríkjanna, eru að ýnusu leyti eiukennilegar. B’yrst og frem<st af því: að hvorki Repu- blikka né Demokrata flokkurinn gátu komið sér saman um að velja þá hæfustu menn, sem hvor flokkurinn um sig átti völ á til forsetaefn- is. Astæðurnar fyrir því getur maður skilið, því það er því miður svo í öllum löndum, að pólitiskum flokksleiðtogum sem miklu ráða er meinilla við menn sem miklir eru fyrir sér og ó- sveigjanlegir í áformum sínum og skoðnnum, ekki síst þegar þær skoðanir og þau áform koma í bága við hagsmuni pólitiskra yfirdrotna. Afleiðingarnar urðu því, að í þetta skifti urðu fyrir valinu að eins meðal menn, og hefir kosninga bardaginn borið þess naunalegan vott. Því öllum sem fylgst hafa með þessum kosninga- bardaga í Bandaríkjunum mun koma saman um að vart muni hægt að finna sókn um þetta veg- lega emhætti Bandaríkjaþjóðarinnar, sem hafi verið á jafn lágu stigi og þessi síðasta. Það hefir stundum verið nautn að fylgjast með for- seta kosningunum þar syðra, þegar andans mik- ilmenni þjóðarinnar hafa sótt fram og lyft mál- um stórum jafnt sem smáum, upp í æðra veldi. — En það sáum vér ekki nú. Vér sem álengdar stóðum, og athuguðum þessar kosningar, og þau málefni sem í þeim voru efst á baugi, héldum margir að þátttaka Bandaríkjaþjóðarinnar í alþjóðasambandinu hefði verið aðal spursmálið í kosningunum, með- fram af því að nálega allur hinn mentaði heim- ur, þráði að þjóðin skærist ekki þar úr leik — Þráði og þráir að hún leggi gjörfa hönd á það mikla þarfa verk, að stöðva hjartaslög hinna kvíðandi sáru og sárþreyttu mannshjartna, sem slá/ út um allan heim. En vér erum ekki Vissir um að það hafi verið aðal atriðið sem vakti fyrir þjóðixmi sjálfri. Það er eitt sem liggur nær hjarta Banda- ríkjaþjóðarinnar en nolckuð annað1 — eitt sem hún vakir yfir og verndar eins og sitt eigið líf, og það er, að framkvæmdarvaldið í landinu sé þjóðlegt. Þjóðin getur að voru áliti, þolað margt og fyrirgefið mikið, en það er eitt sem hún þolir ekki og getur ekki fyrirgefið, og það er einræði. Vér höfum sterkan grun um, að það hafi verið á tilfinningu þjóðarinnar, að sá maður sem setið hefir við stjórnvölinn, þó hann sý að mörgu leyti ágætismaður, liafi gengið lengra í einræðisátt- ina en þjóðinni þótti góðu hófi gegna. og hafi þess vegna tekið eins hlífðarlaust í stnenginn og hún gerði. En það er Okki liðna tíðin sem aðal áherslan á að leggjast á, því vér erum sammála Shake- spear að það eigi að láta ‘ the dead past bury its dead”, en láta hugsanir vorar dvelja við fram- tíðina og hina líðandi stund. Hvers er að vænta frá hinum nýja forseta með yfirgnæfandi þjóðarvilja á bak við sig, og svo mikinn meiri liluta í báðum málstofum þjóð- þingsins, að ef hann brýtar hann ekki af sér, þá getur hann gjört hvað sem hann vill. Vér erum sannfærðir um, að góðs eins er að vænta frá honum, ekki síst þar sem hann hefir sjálfur lýst yfir því; að hann ætli að forðast einræði í öllum málum — að hann ætli ekki sjálf- ur að ráða fram úr vandamálum þjóðarinnar, heldur að gjöra það í samráði við leiðtoga flokks ins, og má maður þá væ<nta að viturlega verði ráðið, þegar aðrir eins menn og Elihu Root, William Howard Taft og Herbert Hoover fjalla um málin. En þó mundi þeim betur borgið, ef á þeim ráðstefnum ættn sæti William McAdoo, Samuel Gompers og aðrir ágætismenn sem ekki heyra Republikka flokknum til, því Harding verður að vera forseti þeirra flokka ekki síður en Repu- blikka flokksins. Jón Bjamason. Erindisbréf mitt, er eg var beðinn um þessi orð, var á þessa leið: ‘ ‘ Eitthvað um hanu og eitthvað eftir hanu. Og fæðingardagur hans, 15. nóvember, má ekki hjá líða án þess að á hann sé minst. Þá hefði hann orðið 75 ára. Um æfisöguágrip er hér ekki heldur að ræða. Vinir hans og samverkamenn þurfa þess mauna sízt að á hann sé minst. Hann er og verður þeim ógleymanlegur. Til hinna, er fjær hon- um stóðu, verða þá einkum þessi minningar- orð. i Jörðin skiftist í hálendi og liáglendi, — fjöll og flatneskju. Ættjörðin, Island, er auðug af fjöllum. Fagrir og frjóvir eru þar margir dalanna. Eu fegurri þykja þó fjöllin. Landið varð FjallJconan.. . Og í fjarlægð kvað skáldið: ‘‘Leiðist oss fjalllaust frón.” Fjöll- in . setja isvipinn á landið. Af þeim er útsýn bezt. Þaðan koma árnar og and- varinn — tært svalavatn og hreint and- rúmsloft. Og þau eiga eftir að verða upp- sprettan að orkugjafa Islands. Mannlífið — og mannsilífið — fær einatt svip sinn af landiinu. Meunirnir líkjast um- hverfinu. Sumir menn eru svipaðir fjöllum; aðrir flatneskju. Þeir minna á Sjónarhól eða síki. Einn benidir á straumvatn, eu annar á stÖðupoll. Fjallaþjóðirnar fæða einatt af sér hug- sjónamenn og hetjur, skáld og söngmenn. --------o--------- Séra Jón var í ætt við fjöllin, — var ís- lenzkt háfjall, sem bar við himinn. Háfjalla- náttúran íslenzka kom berlega fram í öllu eðli hans. Lognblettirnir í lund hans eða lífi voru hvorki margir eða stórir. Hjá honum var fremur fátt um þokusæla hvamma, engin “svip- laus” kyrstaða, ekkert af óræktar flatneskju með foksandi né fífugróðri. En eðlilega þekkja færri fjallið og tindinn cm fjallsræturnar og flatneskjuna. í heima- högum þekkja menn einatt hverja þúfu, en eru þó engir heimamenn í hágöngum. Og því reynist ýmsum ervitt að fylgja eftir og eignast útsýn þess manns, sem er öðrum fremur bratt- gengur og audlega alinn á háfjöllum. Fyrir þá skuld skildu margir austan hafs, og ýmsir vestan hafs, séra Jón Bjamason ekki rétt. Þeir heyrðu til hans en sáu hann ekki. Sumir kirkjuleiðtoganna á Islandi fylla enn þann flokkinn. Vafalanst gjöra þeir það ó- afvitandi. En það var ekki nægilegt að heyra til hans, frétta um hann, jafnvel ekki nóg að lesa eftir hann, þó andríkið auðkendi það jafnan, er hann reit um sín áhugamál. Alt slíkt var að rekja spor hans, en alls ekki að verða hon- um sjálfum samferða. Til að skilja hann varð maður að þekkja hann. Og að þekkja'hann var að elska hann. Nútíðar kynslóðin íslenzka hefir engan mann átt honum likan. Því er ekíki unt að klæða hann í “tilbúin” tízku-föt sem eru við annara hæfi. Og langmestur hlut- inn af hans eigin þjóð, sem hann elskaði heitt og skildi svo vel, áttaði sig illa á þessum manni, en hélt áfram að mæla hann á sína eigin meðal- alin. Fjöldi íslendinga þekkir víst betur úthöf- in en eðli og anda séra Jóns Bjarnasonar. Fjöl-margt af því, sem um hann hefir verið sagt og ritað, ber vott um þessa vanþekking. Hún gekk fjöllum hærra heima er eg dvaldi síðast á ættjörð okkar sem Vestur-íslendingur. 0g þá var hann þó orðinn þjóðkunnur maður og stóð á tindi frægðar sinnar sem leiðtogi. Til eru þó mer'kilega réttsýnar mtgjörðir um séra Jón, skráðar af skilning og þekking, í Minningarriti því, er kirkjufélagið gaf út 1917, og helgaði minningu hans. En það rit er í of fárra höndum og helzt þeirra manna, er bezt þektu hann og skildu áður. Þó erum vér hér vestra engan veginn laus- ir við margvíslegan misskilning á séra Jóni. Þannig var einhver nafnlaus uáungi nýlega að bregða honum um þröngsýni í vestur íslenzku blaði. Vitanlega var það gamalt jórtur. En yottur er það um misskilning, því samtíðin hef- ir víst engan Islending átt víðsýnui en séra Jón Bjarnason. Hitt roá með sanni segja, að víð- sýnið, hinn aukni sjóndeildarhringur hans, gjörði hann aldrei áttaviltan. — En, ef til vill, getnr einnig það orðið ámælisvert í augum sumra. Sá þekkir ekki séra Jón Bjarnason er sér hann einvörðungu sem bardagamanu í andleg- nm vígamóð. Um leið og hann var sönn hetja, var hann barnslega blíður og viðkvæmari ,en flestir menn. Hann var ávalt jafn sáttfús eins og hann var sókndjarfur. Hann vildi engum manni rangt gjöna og í engu vamm sitt vita. En serhver haldi sannfæring í huga síu- um. Og það gjörði hann. A sannleika guðs orða voru engir dagprísar hjá honum. Hann átti é.kki einungis sannfæring í þeim efnum. Sann- færingin átti hann. Þó mun það rétt hermt um séra Jón, er mælt er um Friðþjóf frækna: “At hann mundi öngvan fyr fríðar biðja”. 1 því kipti honum og í kyn til hins frækná forn- aldar-kappa, að hann vó einungis að því, er hann taldi réttlaust og ilt. Alt annað “lét hann í friði.” Engir lýta nú heldur Friðþjóf fyrir hve heitt hann unni heitmey sinui. Það er hans hróður. Séra Jón Bjamason taldi sig, á svip- aðan hátt, heitbundinn kristinni kirkjn og ís- lenzkri þjóð. Sá kærleikur knúði hann fram. Fyrir það á hann sízt ámæli skilið. Einmitt það mun skipa honum innaflega á bekk meðal hinna ágætu og frægu í andans heimi. “íslenzkur pokaprestur vildi eg með engu móti verða,” segir hann í fyrirlestri þeim, sem á er minst á öðrum stað í þessn blaði, erindi, er hann taldi kveðjuorð sín, sem leiðtoga, til íslenzks almennings. Hann var heldur eng- inn pokaprestur. En engan mann 'hefi eg þekt jafn lausan við allan hégóma, eigingimi og lít- ilmenisku. Mikilmenskan var honum eðlileg og fór honum því svo vel. Hann var fomaldar- höfðiugi, að nútíðarkostum og kristinui menn- ing viðbættri. Eg veit fátt um hans lang- feðgatal, en konungseðlið norræna bar hann bersýnilega með sér. Sál og svipur, líkami og lífsstarf sór sig í þá ætt. Oft fanst mér hann meira en einstakling- ur. Mér fanst hann einn félag manna, ekki eingöngu foringinn heldur fylkingin. Slíkir foringjar þurfa ekki hégómann né hreppapóli- tík heimsins í þjónustu sína. Hann var eins hjarta hreinn sem hugprúður. Guð leit á hjariakostina og vígði hann í sína þjónustu — sérstaklega. Og vel mættum vér taka undir með Tennyson: “Pray, God, our greatness may not fail rrhrough craven fears of being great.” Margir kannast við trúareinlægni séra Jóns. Hitt,. 'hve fórnfús maðurinn var í öllum skiln- ingi, er miður skilið. Hann knnni ekki að hlífa sér. Því gekk hann ávalt fyrstur sinna manna. Alla vestur íslenzka homsteina, sem enn eru lagðir? lagði hann. Hann liugsaði manna minst um laun. Hann var sparneytinn til að geta gefið. A'nnara heill var hans um- hugsunarefni. Fáir nútíðar íslendingar munu hafa komist lengra í því en hann, að vilja frem- ur þjóna en drottna. > ------.—o-------- Eg vék að því hve hann var öðrum fremur blíður maður og viðkvæmur. Hér skal það í- trekað, meðfram sökum þess, að sjálfur bisk- upinn yfir Islandi, hefir nýlega tileinkað séra Jóni Bjarnas'yni, að því er virðist sitt eigið eðlisfar í því efni. Viðkvæmnin var svo yfir- gnæfandi í eðlisfari séra Jóns, að honum fanst nauðsyn, þegar í æsku að varpa yfir sig kulda- blæ. Við þetta kannast hann í Sjálfsvörn (Áramót, V. árg. bls. 26). Lýsir hann þar harmi sínum, tilfinningum tárum og bæn, og bætir við: “Svona var fyrir mér miklu oftar. En eng- inn vissi, hvað mér leið hið innra.---Koimst það álit á, að eg væri heil-mikill garpur, sem ekkert léti á sig bíta, enda gjörði eg mér far nm að koma svo fram”. — Þetta álit komst á og fygldi honum ávalt síðan. Og fáir munu þeir, er í raun og veru vissu hvað þessi góði vinur Guðs og Islendinga “'leið hið innra.” Viðkvæmnin og skáld- skapargáfan var það í eðli hans er hann virtist bæla niður. Og einungis í því fanst mér hann naumast jafn “eðlilegur” sem í öðrum efnum og framkomu allri. — --------o-------- Þegar í æsku festi liann “helzt ást við forn- sögur vorar sumar, Njálu öllum fremr.” 1 því sambandi get eg ekki varist þeirri hugsuu, að hann er fæddur að Þvottá í Álftafirði, hinum forna bólstað Síðu-Halls, hafi einkum tekið þann einstaka afbragðsmann sér til fyrirmynd- ar. Síðu-Hallur var stórættaður og stórvitur. Fyrstur höfðingi á íslandi tók hann kristna trú, er hann frétti um þann, sem “er svá miskun- samr, at hann metr alt þat meira, sem vel er gert.” (Njálss. 145. kap.). Boðskap þeim reyndist hann öðrum fremur trúr. Hann bauð ) fyrstur Þang-Brandi vist er aðrir höfðingjar höfðu samþykt viðskiftabann við trúboðann. 1 sorgarleik Njálssögu gerði Hallur alt til “sáttar ok friða*” Báðir, Njáll og Flosi, kveðja Hall fyrstan manna til að leysa það naikla vand- ræði. Vildi hánn láta “góða menn gera um,” og “gefa til sætta sem sá, er mest gæfi.” Einkennilega minnir þetta á kærieikseðli og sjálfsafneitun séra Jóns, sáttfýsi hans og göfugmensku. Sannleiksást 'Sinni gat séra Jón aldrei afneitað — fremur en Hallur sonarást sinni. — Þótt nálega níu aldir skilji þessa leiðtoga og lærisveina frá Þvottá, dylst mér eigi hin and- Jega frændsemi þeirra Síðu-Halls og séra Jóns Bjarnasonar. — Starf hans þó sé misjafnt metið, Misskilningur ríki um Frón: Hvenær sem er góðs manns getið Gleymist éngum séra Jón.------- Jónas A. Sigurðsson. --------o-------- Kafli úr Sjálfsvörn Fyrirlestri fluttum í Winnipeg 1909 Eftir séra Jón Bjarnason Um vantrúna á íslenzku bæði innan hirkju og utan. “Aldrei hefir í sögu þjóðar vorrar frá því fyrst, er •hnn fékk kristindóminn til sín, neitt líkt því borið á því stórveldi myrkraríkisins (vantrúnni íslenzku) eins og á aldarfjórðungi þeim, sem liðinn er síðan kirkjufélag vort hið íslenzka og lúterska varð til, — jafnvel ekki á Sturlungaöld, þá er forfeðr vorir fyrir eigin syndir voru að missa þjóðernislegt sjálfstæði og frelsi. Meiri hluti þjóðarinnar, með skóla- gengnu mönnunum í broddi fylkingar, aðhyll- ast vantrúna augsýnilega, ýmist vitandi eða ó- afvitandi Á móti þeim straum var alveg sjálfsagt að istríða, af öllum lífis og sálar kröft- um, á grundvelli guðs orðs í nafni mannkyns- frelsarams Jesú Krists; til þess hafði hann kallað mig aftr og aftr; og til þess hafði hann augsýnilega látið þetta kirkjufélag verða til. Nú var ekki lengr eins og meðan eg átti heima í Nýja íslandi og áðr að ræða um mei'ra og minna réttan, eða meira og minna skakkan skilning á einstökum ritningargreinum, eða um afbrigði kirkjulegra skoðana, eða um ýmislegan stefnumuu á svæði kristinn- ar trúar; heldr um það, hvort kristindómr- inn í heild eða meginmáli væri í raun og veru Hveiti! Hveiti! íslendingar sem hafa hveiti til sölu œttu að lesa eftirfarandi auglýsing Mem/bers Winnipeg Grain Exchange — Members Winnipeg Produce Clearing Association. LICENSED AND BONDED By the Board of Grain Commissioners of Canada ©rth=West CommissiomCoo Limited * Telephone A 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. íslenzkir Bændur ! Um leið og vér ávörpum yður, óskum vér fyrst af öllu, að þér hafið haft arðsama uppskeruí ár. En vér vonum einnig að þér hafiö lesið og athugað auglýsingar þær og greinar, sem birzt hafa í íslenzku blöðunum iðuglega þau síðastliðin sex ár, er vér höfum stundað kornverzlun, og að þær hafi sann- fært yður um, að það væri yðar eigin hagnaður að láta ís- ienzka kornverzlunarfélagið, The North-West Commission Co., Ltd., selja korn yðar. pað er ekki eins og nýtt og óreynt félag væri að höndla korn yðar, þegar þér sendið það til vor. Eftir sex ára starf sem kornsölumenn fyrir bændur, er það sannfæring vor, að þekking- vor geti orðið yður hagur þetta ár. Eins og það er hagur fyrir bændur að yrkja land sitt vel, eins er það hagur vor að selja korn það, sem oss er trúað fyrir, svo vel, að hændur verði ánægðir. En til þess að geta það, þarf maður sá er selur, að hafa reynslu og þekkingu á kornverzlun og hinu breytilega markaðsverði á kornvörunni. í ár, þegar markaðurinn er opinn til hæsthjóðanda, má búast við mjög breytilegum og mismunandi prísum, og þegar svoleiðis er, vill oft til, að menn selja þegar sízt skyldi, en geyma þá selja ætti. peir sem vildu geyma korn sitt um lengra eða skemmri tíma, ættu að senda til vor það sem þeir hafa. Vér skrifum hverjum sem sendir oss korn, þegar vér álítum að selja ætti. Einnig gefum vér daglega prísa og á- lit vort um markaðinn þeim viðskiftavinum vorum, er þess| æskja. Vér borgum ríflega fyrir fram borgun, ef æskt er. Ef vigtar útkoma á vagnhlössum, sem oss eru send, ekki stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum vér það sérstaklega að skyldu vorri að sjá um, að slíkt sé lag- fært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa, að vér skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi, sem oss er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem flest stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna, láta sér nægja úrskurð verkamanna sinna. Einnig eiga flest þeirra sín eigin korn- geymsluhús, svo það er þeirra hagnaður, ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. pað er ætíð gott að vita, þegar mað- ur sendir korn, að einhver líti eftir, ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um, að slíkt sé strax lagfært. Margir bændur halda því fram, að það borgi sig betur að draga hveiti og aðrar korntegundir í næstu korn- hlöðu, þar sem vinpulaun eru há eins og í ár. En ef þeir vissu hvað þeir tapa af vigt við það, mundu þeir hafa aðra skoð- un. Ef þér hafið fylt járn'brautarvagn og viljið selja inni- hald hans áður en hann fer á stað, þá símið oss númerið á vagninum og munum vér selja kornið strax fyrir hæsta verð. Sendið oss svo “Shipping Bill” af því og munum vér borga út á það ef heiðst er eftir og afganginn, þegar vigtar út- koman fæst. íslendingar! Vér mælumst til, að þér sendið oss sem mest af korni yðar í ár. Vér erum þeir einu landar, sem reka þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn umboðssölu- launum. Vér höfum ábyrgð og stjórnarleyfi og gjörum oss far um að gjöra viðskiftamenn vora ánægða. Vér þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við oss, og vonum að þeir, sem enn ekki hafa haft viðskifti við oss, gefi oss tækifæri til að selja korn þeirra í ár. Vér á- byrgjumst áreiðanleg viðskifti og gjörum vort ítrasta til að gjöra bændur ánægða. Hannes J. Lindal. Pétur Anderson. Auðvelt að spara Það er ósköp auðvelt að venja sig á að spara með því að leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. I spari- sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, P. B. TUCKER, Manager W. E. GORDON, Manager. sannleikr, guðdómlegr sáluhjálparsannleikr, eða ekki. Annað- livort var nú að hrökkva eða stökkva, vera af alefli með, eða vera af alefli á móti. Frá þessu sjónarmiði varð kirkjufélag vort hið íslenzka og lúterska til. Það leit og um tíma svo út, að vantrúin herti stórum á sér eða færðist í aukana út af til- veru kirkjufélagsins. Á vanmætti mínum hefi eg sí og æ þreif- að, frá því fyrst er út í hina kirkjulegu baráttu var komið. Og að sjálfssögðu fann eg til freistingar í þá átt að slaka að meira eða minna leyti til við andstæðinga-fansinn, sem hatað- ist við kristindóminn og vildi hann upprættan í heiminum eða að minsta kosti hjá þjóðflokki vorum. Þá mundi mót- spyrnan dvína og vinsældir vaxa. En með hjálp drottins tókst að yfirstíga þá freisting. Langa-lengi lá eg hér á árunum fyrir dauðanum í kvalafullum sjúkdómi. Vantrúarofsinn gegn kirkjufélaginu og mér, því eg galt þess, eða það galt mín, hafði um það leyti brotist út með nokkurn veginn eins sterku afli og til var. Þá var hvöt til sjálfsprófunar fyrir mig að því er trúna mína kristnu sncrti. Og þú vann eg frelsara mínum það heit að reynast honum og málefni hans trúr þaðan í frá. Það heit langar mig til að efna með náðarríkri hjálp hans, og hingað til hefi eg, enn þótt í miklum veikleik, verið að Ieitast við að efna það. Mörg hafa svo sem alkunnugt er verið brigzlin, sem yfir mig hafa dunið fyrir þessa sök. Meðal annars hefir því ver- ið haldið fram, að eg væri með hnúum og hnefum að leiða rammlegt klerkavald inn í sögu þjóðar vorrar. En slíkt brigzl nair engri átt. Það er naumast neinn til í kennimann- legri stöðu í nútíðarkristninni, sem hafi minni tilhneiging í þá átt en eimnitt eg, eg segi þetta engan veginn mér til hross. Því er ekki að neita, að eg hefi fremur ótrú á prestum — og hefi ávalt haft; svo lengi isem eg ekki hefi lært að þekkja menn í þeirri stöðu að góðu, liggr mér við að gruna þá alla um græsku. Og helzt vilda eg geta kennt söfnuði mínum og öllum öðrnm söfn- uðum að komast sem mest af án þeirra manna, er .prestsnafn bera—í þeirri merking orðsins, sem nú er tíðast í það lögð af al- menningi, er þessu samfara það, að safnaðarlýðrinn fái miklu 1 jósari og sterkari trú á kenning guðs orðs í nýja testamentinu um allsherjar prestsembætti kristinna manna. en að undanförnu hefir ráðið hjá þjóð vorri. Öll sérkenni prestsembættisins hið 1

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.